Heimskringla - 23.07.1952, Blaðsíða 2

Heimskringla - 23.07.1952, Blaðsíða 2
2 SlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 23. JÚLÍ, 1952 Hdnt akringk (StofnvJS 1818) Kamnz út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg — Talsími 24185 VerC blaQeins er $3.00 árgangurinn, bcrrgist fyriríram. Allar borganir eendist: THE VIKING PRESS LTD. ÖU viðakiftabréf blaSinu aðlútandi sendist: Tlie Vildng Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAlf EINARSSON Utanáakrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA. 853 Sargent Ave.. Winnipeg Advertising Manager: GUNNAR ERLENDSSON "Heimskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Telephone 24185 Authorized ccs Second Class Mail—Post Office Dept.. Ottawa WINNIPEG, 23. JÚLÍ, 1952 Brautin IX. ár 1952 Riti þessu var hleypt af stokkum fyrir 9 árum. Var því ætlað að vinna í anda frjálstrúarmála Unitara-kirknanna, á sama hátt og ritið Heimir gerði, sem hætt hafði þa að koma út fyrir nokkr- um árum. Hefði frjálstrúarstefnan þá um skeið staðið hér uppi varnarlausari, en hún átti skilið, ef ekki hefði verið fyrir vikublað- ið Heimskringlu, er í hendur frjálstrúarmanna var þá komið og hefir um langt skeið ein allra íslenzkra blaða gengið á hólm við hefð-bundna blindi og rótgrónar kreddur í trúmálum, er kepst hefir verið við af lútersku kirkjunni frá því á 16. öld, að þrengja upp á íslendinga, kveða inn í hugsunarhátt þjóðar vorrar, en sem til þessa dags hefir ekki betur tekist, en svo, að því var nýlega haldið fram í grein í tímariti, sem um andleg mál f jallar heima, að lútersk trú væri engin til orðin á íslandi. Þetta kemur ef til vill illa heim við það, sem nýlega var haldið fram í grein í Lögbergi af séra Valdimar J. Eylands um horfur trúar og kirkju á íslandi þar sem lúterskunni er auðvitað gefin öll dýrðin, og sem ekki er fjarri að vera rétt, að því er vald kirkjunnar snertir, sem ekki hefir verið að efa, síðan Jóni Arasyni var rutt úr vegi fyrir þýzku siðbot- inni. Hitt er vafasamara hvernig hjarta þjóðarinnar hefir slegið og slær enn gagnvart slíku trúboði. Það er ef til vill rétt að geta þess, hvernig á ummælum þessum úr riti, að heiman stendur um hrömun lúterskunnar á íslandi. Danskúr prestur, Ulsdal að nafni, heimsækir ísland og skrifar eft- ir ferðina um deyfð í þjóðkirkjunni og í trúmálunum slái of mikið úr 0g í. Það sé ofmikið af andatrúarmönnum, nýguðfræðingum og guðsþekingum og fleiri trústefnum ríkjandi innan þjóðkirkjunn- ar; þykir þar ofmikið um frelsi og fráhvarf frá lútersku. Prestarn- ir heima mega eiga það, að þeim er mörgum trúfreslið eins kært og þjóðinni hefir ávalt verið það. Þeir líta á orð danska prestsins, sem þröngsýni. Einstöku prestar og aðrir eru ekki ánægðir með hnignun lúterskunnar og halda uppi málstað danska prestsins. jónas Guðmundsson, ritstjóri Dagrenningar, er fremur mun til- heyra íhaldsskóla lúterskra, er einn þeirra, og sá sem vörn tekur upp fyrir umsögn danska prestsins í riti sínu nýlega, er vér áður vitnuðum í um trúarhrönun innan þjóðkirkjunnar. Vér fullyrðum að vísu ekkert um gildi þeirra orða, en þau standa nú þarna samt, svart á hvítu. En löggilt trú eða valdatrú, er stundum annað en það, sem í brjóstum þjóða býr og sem tillit verður að taka til, eins og þjóðkirkjan heima gerir, þó á kostnað ytra valds hennar kunni að einhverju leyti að vera. En hér er nú nokkuð út frá efni þessarar greinar komið, sem aðeins átti að færa íslendingum hér þá frétt sem þeim þykir von- andi vænt um. Hún er um útkomu níunda argangs Brautarinnar, tímarits íslenzku frjálstrúarkirknanna hér vestra. í ritinu rekur nú hver ágætis greinin aðra, svo að um andleg mál hefir hér ekkert betra verið boðið til lesturs frjálshugsandi mönnum í trúmálum Eru tvær greinar eftir séra Philip M. Pétursson, önnur um Trúar- stefnu Jeffersons, en hin um Kraftaverkalækningar, er hér var verið að trylla fólk með af manni frá Bandaríkjunum, en sr. Philip e-m. varð eini maðurinn til að mótmæla, af öllum prestum þessa bæjar, er álits voru krafðir um slíkt. Þá er grein eftir R. J. Campbell, — “Jesús eða Kristur”, á þýðingu eftir Matthías Jochumson, óvið- jafnanleg að hugsun og máli. Eftir séra Benjamín Kristjánsson er og grein um Játningarrit íslenzku kirkjunnar og fjallar um ný lagaatriði, er þar um hafa verið samin, en honum þykja ekki rýmka trúarskoðanir þjóðkirkjunnar “heldur líti svo út fyrir, að þeir sem þessi lög sömdu, hafi enga aðra trú viljað leyfa á íslandi, en trú á meyjarfæðinguna, upprisu holdsins, útskúfun óskírðra barna til ævinlegs kvalalífs með djöflum, fyrirhugunar kenningu sem dæm- ir mikinn hluta mannkyns til sama staðar — og jafnvel yrðu þeir að vera innilega sammála um, að hver sem vill verða sáluhólpinn, þurfi um fram alt að halda kapólska trú, eins og segir í Aþanasíusar játningunni —”. Ritgerð þessi er prentuð eftir Kirkjuriti íslenzku þjóðkirkjunnar, sem þeim er frelsi í trúmálum unna, mun þykja góð frétt að heyra. Hún er vottur svo glöggs skilnings þjóðkirkj- unnar á trúfresli. Séra Valdimar mintist á það í sinni grein, að Únitara gæti hvergi heima. Samkvæmt því, sem hér hefir verið bent á, mun nær sanni, að segja, að það sé séra Benjamín, um tíma prestur frjúlstrúarkirkjunnar hér vestra, sem nú hefir eins mikil áhrif á stefnu þjóðkirkjunnar í frjálsa átt og nokkur annar. Nokkuð munu og aðrir frjálstrúar prestar héðan hafa gert að í 16 aldar játningar. Á það hefði verið sjálfsagt að benda í grein séra Valdimars, um horfur kirkj- unnar á íslandi, en sem ekki er gert nægilega ljóst, að vorri skoðun og því hefir hér verið vikið að. Á nokkrar fleiri greinar í rit- inu mætti minna. Þar er skemti- *6g grein um “Móses” gamla, þýdd af Gísla Jónssyni. Af göml um blöðum, er góð grein eftir G. P. Magnússon. Þá er erindi um Elinborgu Lárusdóttur, skáld- konunna góðkunnu, eftir dr. Richard Beck og minningar úr íslandsferð 1950 eftir Marju Björnsson. Auk þessa eru marg- ar greinar um félagsmál og ein- staka menn og konur, aðallega innan félagsbanda frjálstrúar- manna. Davíð Bjömsson á og í ritinu ræðu og kvæði; dr. S. E. Björnsson, Gísli Jónson, Art Reykdal og Arnfríður Sigurgdirs dóttur eiga þar einnig kvæði. Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér málefni kirkju og trú ar frá sjónarsviði nútíðar þekk- ingar, ættu að eignast og lesa Brautina. íslendingar eiga eina trúarhug sjón að mins.ta kosti. Það er ís- lenzk skynsemistrú og kirkja. Þeir vilja ekki að sér sé þrengt til að trúa. Ef svo væri ekki, hefðu þeir ekki frá Noregi far- ið og þá væri engin íslenzk þjóð til. þessu þingi, og stjórnarnefndin, sem hefur haft málið til með- ferðar milli þinga, ber fram sín- ar tillögu um nýtt nafn á kirkju félaginu. Einnig var stjórnar- nefndinni falið á síðasta þingi, að yfirfara grundvallarlög fé- lagsins og gera þær breytingar sem henni kynni að finnast nauð synlegar, svo lögin yrðu meira í samræmi við nútímans þörf og kröfur. Ýmsar breytingar á lög- unum væru nauðsynlegar þar, sem nú væri enskumælandi fólk gengið í söfnuðina og margt yrði því að fara fram á ensku máli. Stjórnarnefndin leggur tram á þessu þingi sínar tillög- ur um grundvallarlagabreyting- ar. Að loknu ávarpi sínu til þingsins, skipaði forseti kjör- bréfanefnd, sem fylgir: Miss Guðbjörgu Sigurdsson; Miss Hlaðgerði Kristjánsson og Mr. Th. Thorvaldsson. Tók svo nefndin strax til starfa. Mr. K. O. Mackenzie lagði til og Mr. H. F. Skaptason studdi, tillöguna, að einstaklingar aðrir en fulltrúar á þessu þingi hefðu málfrelsi á þinginu, og hefðu rétt til að taka þátt í umræðum, en að atkvæðisrétt skyldu ekki aðrir hafa en fulltrúar. Var til- lagan samþykt. Ritari gerði fyrirspurn til þingsins um það, hvort ætlast félaginu og “Brautinni”, tíma- riti félagsins. Skýrsla hans var mjög skipuleg og greinileg. Sýndi fjárhag kirkjufélagsins í góðu lagi, en naumast verður sagt það sama um fjárhagsástand tímaritsins. Skýrsla gjaldkera var viðtekin af þinginu með þakklæti fyrir hans langa og velunna starf, sem gjaldkeri kirkjufélagsins. Þingfundi var nú frestað þar til kl. 2 e.m. Þriðji þingfundur settur kl. 2 e.m. 28. júní. Fundar gerð síðasta þingfundar lesin og samþykt. Mr. H. F. Skaptason talaði snjalt og greinilega um fram- tíðar starf kirkjufélagsins og safnaðanna og benti á, að mikið verk lægi framundan, sem þyrfti að vinnast með áhuga og dugn- aði; það dygði ekki að telja sig fylgjandi málunum, en siína það ekki í verkinu. K. O. Mackenzie lagði til og Hannes Pétursson studdi, að stjórnarnefndin, sem kosin verð- ur á þessu þingi, komist í sam- band við hina ýmsu söfnuði- kirkjufélagsins, og biðji þá að gera sitt ýtrasta til þess, að safna fé í sjóð til þess, að fá prest til að þjóna söfnuðum félagsins, og að söfnuðir hver um sig, tilkynni stjórnarnefndinni, hvað þeir FRÉTTIR FRÁ ÞINGI SAMBANDSKIRKJU- FÉLAGSINS Hið þrítugasta ársþing hins sameinaða kirkjufélags fslend- inga í Norður Ameríku, var sett í sambandskirkjunni í Winni- peg, þann 27. júní 1952, af for- seta kirkjufélagsins, séra Philip M. Pétursson, kl. 8.30 e.h. Forseti Winnipeg safnaðarins Mr. H. F. Skaptason bauð erinds- reka og gesti velkomna og von- aði, að á þessu .þingi yrðu mál rædd af áhuga fyrir velferð frjálstrúarskoðana, og að komist yrði að happasælli niðurstöðu í Annar fundur laugardag. öllum málum, sem rædd yrðu. Þá bað forseti ritara Kirkju- félags., G. P. Magnrússon, að lesa dagskrá þingsins, sem fylgir: þá átt, eins og séra Ragnar, séra Friðrik A. Friðriksson, séra Ja- kob Jónsson og séra Þorgeir Jónsson. Auk þess eru áhrif manna heima eins og séra Matthíasar Ágústs Bjarnasonar, Ásgeirs Ásgeirs sonar núverandi forseta íslands og núverndi biskups, sem allir eru frelsissinnar og vinna að þeim breytingum í trúmálum, er til greina tekur breytingu tímana og í samræmi er við nútíðarþekkingu. Svo er og fult af öðrum, er mjög eru róttækir í kröfum um trúfrelsi og mikið hafa um það skrifað, eins og dr. Níels Dungal, þó allir ofan- nefndir frjálslyndistrúmenn, gangi ekki svo langt í sínum æski- legu breytingum á trúarviðhorfinu. Það er sitt af hverju að gerast í trúmálum þjóða víða um heim. En það merkilega er, að í því efni mun meira eftir Unitarakirkj- unni tekið en flestum öðrum. Það er engin furða, þó fslendingar reyni að semja kirkjulegt starf sitt í anda og samræmi við hugsun- arhátt og þekkingu þjóðarinnar, fremur en að halda sér rígfast við Þingsetning. Ávarp forseta; kosning kjörbréfanefndar. Að loknum fyrsta fundi veitir kvenfélag Winnipeg safnaðar kaffi í neðri sal kirkjunnar. Laugardaginn, 28. júní kl. 10 f.m. Kosning ýmsra nefnda; kl. 11 f.m. nefndir taka til starfa; kl. 2 skýrslur lesnar frá gjald- kera Kirkjufélagsins; frá hinum ýmsu söfnuðum; frá nefnd þeriri er hafði með höndum breytingu á nafni Kirkjufélagsins, og sem átti að yfirfara grundvallarlög félagsins; kl. 3.30 verða veiting- ar frambornar í neðri sal kirkj- unnar af Evening Alliance. Svc/ áframhaldandi þingstörf; kl. 8.30 e.h. skemtisamkoma í neðri sal kirkjunnar. Sunnudaginn, 29. júní Kl. 11. f. m. Guðsjónusta á ensku; kl. 1. e.m. miðdagsverður framreiddur af kvenfélagi Wpg., safnaðar, allir messugestir boðn- ir velkomnir; kl. 2.30 e.m., kosn- ing embættismanna, og endar það þingstörf. væri til, að fundargjörningar væri skrásettir á ensku eða ís- lenzku máli. Eftir nokkrar umræður um það atriði, gerði Mr. Thorvaldsson tillögu um það, að fundargjörn- ingar þessa þings verði bókaðir á ensku máli. Mr. Jón Ásgeirsson studdi tillöguna og var hún sam- þykt. Þar, sem nú var orðið áliðið dags, sagði forseti þingfundi frestað þar til kl. 10 fyrir hádegi, laugardaginn þann 28. júní, og bað hann fulltrúa að mæta stund- víslega. Fór svo þingheimur ofan neðri sal kirkjunnar þar sem kvenfélagið veitti rausnarlega kaffi og sælgæti. Kl. 7. íslenzk guðsþjónusta. Þá flutti* forsetinn ávarp sitt til þingsins. Skýrði hann stutt- iega frá stofnun kirkjufélagsins fyrir 51 ári síðan og framþróun þess fram á þennan dag. Hann mintist á það, að á kirkjuþinginu sem haldið var á Gimli slíðastl. sumar, hefði verið samþykt til- laga um það, að breyta nafninu á kirkjufélaginu þannig, að það fæli í sér víðtækari meiningu en bara samfélag íslendinga og, að samvinnu yrði leitað meðal allra, sem unna frjálsum trúarskoðun- um. Þessi tillaga verður rædd á inn, 28. júní var settur kl. 10 f. m., fundargerð frá síðasta fundi lesin og samþykt. Kjörbréfanefndin lagði fram sína skýrzlu, sem sýndi, að full- trúar frá fimm söfnuðum Kirkju félagsins voru komnir á þing, sem hér segir: Frá Lundar-söfnuði: Mrs. G. P. Magnússon, E. J. Scheving. Frá Gimlisöfnuði: Hjálmar Þor- steinsson. Frá Árborg-söfnuði G. A. Ein- arsson, Pálmi Pallsson. Frá Arnes-söfnuði: Mrs. Guðrún Johnson Frá Winnipeg-söfnuði: Miss Guðbj. Sigurdsson, K. O. Mac- kenzie, Hannes Pétursson, Jon Ásgeirsson. Þá voru skýrslur frá söfnuðun- um lesnar og viðteknar af þing- inu. Næst hófust umræður um kirkjumál og framtíðarhorfur safnaðanna. Þessir tóku til máls G. O. Einarsson, frá Arborg söfn uði; K. O. Mackenzie frá Win- nipeg söfnuði, Jón Ásgeirsson frá Winnipeg söfnuði; Th. Thor valdsson frá Winnipeg söfnuði og G. P. Magnússon, frá Lundar' söfnuði. Allar voru ræður þess- ara manna örfandi og kvöddu til áframhandandi starfs af hug og dug il akri frjálstrúarskoðana. — En allir fundu til þess, hversu mikil þörf væri á, að fá fleiri presta til að þjóna söfnuðurt} kirkjufélagsins, og létu í ljós, hversu mikil nauðsyn væri, að reyna til, að bæta úr því. Forsetinn las bréf er honum hafði borist frá frjálstrúarsam- tökum í Edmonton, Calgary og Regina. Báru þau bréf það með sér að þessi samtök þar vest/a, væru til með, að eiga samvinnu með kirkjufélagi voru. Mr. Páll S. Pálsson, gjaldkeri, Kirkjufélagsins, las fjárhags- skýrslu sína viðkomandi kirkju- treystu sér að gera í þessu efni, íyrir septembermánuð 1953. — Samþykt. Forseti ákvað nú 15 mínútna íundarhlé svo fólki gæfist tæki- færi, að fá sér eftirnóns kaffi í neðri sal kirkjunnar, sem yrði framborið af Evening Alliance. Er fundur byrjaði aftur, gerði H. F. Skaptason tillögu, sem var studd af Th. Thorvaldson, að fulltrúar á þingi tækju það mál upp við söfnuði sína þegar þeir kæmu heim til sín, hvað mikið fé hver söfnuður sæi sér fært að leggja fram í sambandi við að fá prest til að starfa fyrir kirkju- félagið, og að hver söfnuður sendi fulltrúa á fund, sem hald- ast skal á Gimli þann 23. ágúst, næstkomandi til að ræða 'þetta mál, og að þeir ^ulltrúar sé þá út búnir með áætlun frá söfnuðun- um í þessu sambandi. — Tillagan var samþykt. Þá var næst tekið fyrir til um- ræðu, breytingin á nafni Kirkju- félagsins. Það var samþykt á kirkjuþinginu í fyrrasumar að breyta nafninu, og stjómarnefnd inni var falið að hafa það mál með höndum milli þinga. Nafn það, sem nefndin hafði hugsað sér, og lagði nú fyrir þingið, til samþykta eða gera breytingu á, ef annað nafn þætti heppilegra, er: “The Western Canada Unit- arian Conference”, í stað þess nafns er það nú ber, sem er “Hið Sameinaða Kirkjufélags íslend- inga í Norður Ameríku”. Var nú rætt nafnið að nokkru. Gerði K. O Mackenzie tillögu, sem var | studd of Th. Thorvaldson um að nafni kirkjufélagsins sé breytt hér með, og að það sé eftirleiðis “The Western-Canada Unitarian Cortference”. —Samþykt með öllum atkvæðum. Þá var lagt fram álit nefndar- innar í sambandi við breytingar á Grundvallarlögum félagsins. Nefndar álitið var svo rætt og smá athugasemdir og breyting- ar gerðar við álitið, mest hvað viðkom orðalagi í álitinu. Var svo samþykt, að leggja það fyrir næsta þing, 1953, til athugunar og samþyktar. Var nú fundi frestað þar til kl. 2.30, sunnudaginn 30. júní. Á laugardagskvöldið kom fólk saman í neðri sal kirkjunnar til, að skemta sér við að hlusta á prógram, sem hafði verið undir- búið til skemtunar við þetta tæki færi. Að prógraminu afstöðu voru kaffi veitingar frambornar af Evening Alliance. Á sunnudaginn 30. júní, sókti fólk messu í Sambandskirkjunni kl. 11. f.m. Séra Philip M. Péturs son flutti enska messu. Eftir messu var öllum messugestum boðið til máltíðar í neðri salnum. Kvenfélagið stóð fyrir því boði, og veitti af mikilli rausn ágætan “Turkey Dinner”. Kl. 2.30 e.m. kom þingið saman aftur til að Ijúka sínu starfi. Fundargerð síðasta fundar lesin og samþykt. Fjórði þingfundur — Næst fór lram kosning embættismanna sem fylgir: Séra Philip M. Pétursson, endur- kosinn forseti, K. O. Mackenzie, vara-forseti. G P. Magnússon, endurkosinn ritari; G. O. Einars- son, endurkosinn vara-ritari; Jón Ásgeirsson, gjaldkeri, Hjálmar Þorsteinsson, vara-gjaldkeri; Th. Thorvaldson, umsjónarmaður sunnudagaskóla; Kosning yfirskoðunarmanna, þeir: Steindór Jakobsson og Björgvin Stefansson voru endur kosnir yfirskoðunarmenn. Björgvin Stefansson lagði til og G. O. Einarson studdi, að Páli S. Pálssyni sé af þessu þingi vottað þakklæti fyrir hans langa og góða starf, sem gjaldkeri kirkjufélagsins, en það starf hefir hann haft með höndum í 29 ár, en sagði því lausu nú á þinginu. — Tillagan var sam- þykt með miklu lófaklappi. Þá var rætt um áframhald út- gáfu tímaritsins “Brautin”, og voru þessir kosnir í nefnd til að athuga það mál: Th. Thorvald- son, Björgvin Stefansson og Ragnar Gíslason. Og á nefndin að gefa skýrzlu sína á fundinum, sem haldinn verður að Gimli þ. 23. ágúst næstkomandi. G. P. Magnússon tók að sér að annast útsendingu á túnaritinu “Brautin”, til útsölumanna. Á- kveðið var að selja fyrstu 9 ár- gangana af tímaritinu á 50 cent árgangin meðan upplægið endist. Þar með endaði hið 30. þing hins Sameinaða Kirkjufélags ís- lendinga í Norður Ameríku. Kl. 7 að kvöldinu flutti séra E. J. melan messu á íslenzku. G. P. Magnússon, ritari f bænum er stödd Miss Snjó- laug Sigurðson píanóspilari frá N. York. Kom hún fyrir tveim vikum og dvelur hjá móður sinni Mrs. S. Sigurðsson að 605 Ban- ning St. Winnipeg. Hún mun dvelja hér yfir sumarmánuðina. Is 20 years a long time? It depends on your age. A man of forty can look for- ward to many interesting years and in 20 years can build up, within his present means, an income to help him enjoy his later years. At the same time he can provide for the welfare of his family should the unexpected hap- pen to him. Let our repre- sentatives show you how a Mutual Life of Canada policy combines the best features of savings, investment and a pension plan at a modest outlay. N-1552 TME MUTUAL IIFE of CANADA MÍAO OfFICE WATCRLOO, ONTARIO TtufócCuMÁ&sýoiOjdaue EST. 1869 Representative: Skapti Reykdal 700 Somerset Bldg. WINNIPEG, Man. Phone 92-5547

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.