Heimskringla - 13.08.1952, Blaðsíða 1

Heimskringla - 13.08.1952, Blaðsíða 1
t'--------------------—^ AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality & Taste” CANADA BREAD -look for the Bright Red Wrapper AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality & Taste” CANADA BREAD —look for the Bright Red Wrappci LXVI ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN 13. ÁGÚST 1952 FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR MUNDU FALIÐ VANDASAMT STARF Joseph T. Thorson Á fundi sem lögfræðingar frá 42 þjóðum háðu nýlega í Berlín, var samþykt, að gefa út bók um syndir Stalins. Af því að dæma, sem um þær hefir verið sagt, er þar úr miklu að moða. Áhræra þær efalust landarán og innlim- un eða upprætingu margra þjóða, brot á allsherjarlögum, á rétti einstaklingsins o. s- frv. Formað- ur nefndar, sem falin var fram- framkvænd á þessu starfi, var kosinn Joseph T. Thorson yfir- dómari í fjármálarétti Canada. “FLJÚGANDI DISKAR” Svo mikið sem um þetta lof.t- íyrirbæri sem “fjúgandi diskar” er kallað, hefir verið skrifað und- anfarin eitt eða tvö ár, hefir verið varast að segja frá því öðru vísi en sem einhverju ákaflega dular- fullu er á engra færi væri að út- slkýra. Þó menn viti nú að þessi svonefndu diska-fyrirbæri eru ekki annað, og hafa aldrei annað verið, en hillingar, er aldrei sagt frá því. Það er hér jafnvel dag- lega sagt frá undra fyrirbæri þessu ennþá og síðast liðna viku ætlaði imaður nokkur á járn- brautastöð að ærast út af þvlí, að diskarnir stemdu beint á hann! Donald H. Menzel, stjarneðlis- fræðingur og prófessor við Har- vard háskóla, hefir séð diskana í suður hluta Bandaríkjanna, þar sem þeir eru tíðastir gestir. — Hann hefir komist að þeirri nið- urstöðu, að fyrirbærin séu hill- ingar, en þó fágæt tegund þeirra. Það var í sambandi við rann- sóknir á radar-truflunum á stríðs- árunum, sem Menzel ikyntist því, að misheit loftlög geta valdið því að á sjónfleti radar-tækja geta sézt “vofur”, þar sem alls engir fastir hlutir eru. Það hefir komið fyrir, að herskip hafa skotið af kappi á auðan sjó í þeirri trú að þar væri floti óvina-herskipa. Ljósöldur haga sér Híkt og rad- ar-öldurnar og Menzel datt því í hug að draugarnir á radar-tækj- unum og fljúgandi diskarnir ættu sér svipaðan uppruna. Eftir margra ára athuganir telur hann sig geta fullyrt að svo sé. Oftast kólnar loftið jafnt og þétt því fjær sem dregur yfirborði jarðar, en það kemur fyrir, einkum yfir landi, sem hitnar mikið á daginn, að heitara loft liggur í lögum nokkuð frá jörðu. Við að fara úr þéttu og köldu lofti í heitt og þunnt loft endur- kastast geislar af ljósum á jörðu niðri eða ljós frá himintunglun- um og áhorfendum virðist þeir koma frá lýsandi hlut úti í geimnum. Slík ljós geta virst hreyfast örskjótt og breyta snögglega um stefnu en það eru einmitt aðaleinkenni fljúgandi diskanna. Ef mörg ljós sjást í hillingum í einu eða sama ljósið endur- speglast oft geta hillingarnar birst í reglulegum röðum og það telur Menzel skýringuna á mynd- um þeim af flugsveitum fljúg- andi diska, sem teknar voru í Texas og birtar nýlega. Hillingarnar frá heitum loft- lögum geta sézt um hábjartan dag, til dæmis úr flugvél, sem flýgur yfir heitu loftslagi, og er það þá sólin, sem speglast. Enn fleiri afbrigði fljúgandi diska hafa sézt en Menzel hefur getað skýrt þau öll með hillinga kenn- ingu sinni. Honum þótti samt ekki nóg að gert. í kjallaranum heima hjá sér helti hann misþéttum vökvum, sem ekki blandast, í blas og lét Ijós skína í gegnum það. Ljós- geislinn brotnaði þar sem hann fór úr þéttari vökvandum í þann þynnri og þegar Menzel horfði í endujrkastaða geislann sá hann sporöskjulagaðan ljósblett, en einmitt þannig lýsa sjónarvottar fljúgandi diskunum. Ef glasið hreyfðist skauzt þcssi heimatil- búni diskur til og frá. í gömlum blöðum hefur Men- zel fundið frásagnir af ljósfyrir- bærum, sem auðsjáanlega eru þau sömu og fljúgandi diskarnir. Á- hangendur geimfarakenningar- innar hafa það hinsvegar fyrir túaratriði og diskarnir hafi ekki sézt fyrr en eftir að tekið var að sprengja kjarnorkusprengjur og þykjast með því hafa sannað að þeir séu farartæki íbúa annarra hnatta, sem séu að grenslast eftir hvað gangi eiginlega á hér á jörð- inni. Ekkert er heldur eðlilegra en að þær sjaldgæfu hillingar. sem kallaðar hafa verið fljúgandi dsikar, sjúist oftar í Bandaríki- unum nú en áður. Mishitun mfts, sem er skilyrði fyrir að þeir sjá- ist, er algengast á svæðum eins og í Suðvesturríkjum Bandaríkj- anna. Þar eru einnig kjarnorku- tilraunastöðvar Bandaríkjahers og alt fult af flugstöðvum og flugSkeytastöðvum. Starfsmenn við slíkar stofnanir eru auðvitað manna líklegastir til að taka eftir °g gera rekisstefríu út af ókenni- legum loftsýnum eins og hilling- um þessum. í Bandaríkjunum hafa gosið upp kviksögur um að hér væri um að ræða nýjar gerðir flugvéla frá bandaríska flughernum, njósnaloftför frá Sovétríkjunum, geimför frá öðrum hnöttum og jafnvle en fáránlegri getgátur. Hefði rétt verið frá því sagt, sem vísindamenn halda fram um þess- a fljúgandi diska, væri æsingin minni en hún virðist vera út af þeim. —(Stytt úr Þjóðviljanum) FRAMFÆRSLU KOSTNAÐ- UR HÆKKAR Því er spáð á komandi hausti og vetri, að framfærslu kostnað- ur muni stöðugt hækka, vegna yfirstandandi kauphækkunar- krafa í stáliðnaði Bandaríkjanna og Canada. Kauphækkunin verður að sjálf- sögðu no'kkra að veita. En af henni leiðir verðhækkun á stáli og með því á húsmunum flestum. Á járnbrautum er krafist kaup- hækkunar, er nemur 45 centum á klukkustund alment (non operat- íng employees). Það sér hver maður að af því leiðir hækkun á flutningsgjaldi. Þeir sem eftirlit hafa með verði á matvöru af hálfu Bandaríkja- Um mæðranna skyldu margt er sagt En minni áhersla á hættuna lagt Þó bjarga þær þjóðunum — bera þeim menn Og bömunum hjúkra, sem grata þær enn Þær standa svo margoft við dauðans dyr, En dýrðleg er ástin, sem var hún æ fyr, Úr djúpinu hulda við eilífðar-ós Uppspretta mannlífsins, fegurstu ljós. Er höndin ei mjúk, sem að hjúkraði þér Og hjartað ei trútt,-sem þig áföllum ver Er sálin ei göfug sem gaf þér allt sitt Og glæddi til mannskapar lunderni þitt? Að fjötra þá hönd væri heiminum smán, Að hryggja það brjóst, væri drengskapar rán. Hvar lítur þú konu, þá minnstu þess með Að móður þíns náunga hefur þú séð! Margrét J. Benedictson stjórnar, eru svo smeykir við verðhækkun, að þeir búast við að þing verði kallað saman til þess, að aftra því alt sem hægt er. Kauphækkun er þar einnig um kent; einnig þurkum sumstaðar, er uppskeru hái. Framfærslu-kostnaður byrjaði að hækka í rnaí og júní á þessu ári. í byrjun árs var vísitalan 191.5. Hún var í janúar, febrúar, marz og apríl að smá falla og var í byrjun maá 186.7, en byrjaði þá að hækka og er líkleg að setja met á komandi hausti í ósóman- um. CANADA UNDIRBÝR SÝKLAHERNAÐ Rauða stjarnan, blað rússneska hersins, hefir hafið nýjar árásir í sambandi við sýklahernað. Segir blaðið, að canadiski her- inn sé að undirbúa sýklahernað, og hafi undirbúningur á þeim hemaði farið fram árum saman með mikilli leynd í verksmiðju einni í Alberta.—Vísir. VERKFALLI AFSTÝRT Verkfall vofði yfir s. 1. viku í Winnipeg. Voru það þjónar borg- arinnar er kröfðust hækkandi vinnulauna. Fóru þeir fram á 7\ cents kauphækkun á klukkust. og 40 kl.st. vinnuviku. Einni klukkustund áður en vinnu væri hætt, gekk bærinn að skilmálum verkamanna. Til þess að geta orð- ið við því, verður bæjarstjórn að hækka skatta svo að nemur $1,- 127,468 á ári. Skattar hækka fyr- ir þetta um 6.3 af þúsundi (mills). RIT DR. JÓNS DÚASONAR Á ENSKU Um nokkurt# skeið hefir verið unnið að þýðingum hinna merku rita dr. Jóns Duasonar á enska tungu. Er verk þetta unnið með styrk frá Alþnigi og er það nú vel á veg komið. Nokkurnveginn er búið að ljúka heildarþýðingu á hinu stór- merka og umfangsmikla riti sem nefnist Réttarstaða Grænlands og unnið að þýðingu á ritinu Landkönnun og landnám íslend- inga í Vesturheimi, sem að sínu leyti er jafn fróðlegt og merki- legt vísindarit sem réttarstöðu ritið. Væntanlega verða rit þessi síð- ar gefin út og prentuð á ensku þýðingunni, svo vísindamenn allra þjóða eigi greiðan aðgang að því ítarlegasta og merkasta sem ritað hefir verið um nýlend- ur og nýlendubúskap fslendinga. Með auknum fiskveiðum ís- iendinga við Grænland hefir stórvaxið áhugi fyrir hinu ómet- amega visindastarfi sem dr. Jón Dúason hefir unnið við rannsókn og könnun þessara mála. —Tíminn, 25. júlí. ÍSL. KVENLÆKNIR SÉRFRÆÐINGUR f BARNASJÚKDÓMUM Ungfrú Kristjana P. Helga- dóttir, Austurgötu 45, Hafnar- firði, er nýkomin til landsins, en hún hefir stundað sémám í barnasjúkdómum við barnaspítal- ann í Winnipeg — Tíðindamaður Morgunblaðsins hitti ungfrú Kristjönu að máli til að fá fréttir hjá henni bæði um nám hennar og af Canadabúum. Krstjana lauk námi í læknis- fræði hér heima vorið 1948 og fór í árslok sama ár til Canada til að stunda sérnám í barnasjúkdóm- um, en það eru fáir hérlendis, sem hafa lagt þá grein fyrir sig sérstaklega. Kristjana var fyrst eitt ár á almenningsspítala í Winnipeg en komst síðan á barnaspítalann þar í borg og var þar tvö ár. Mikil aðsókn er að því, að komast til náms á spátala þessum og er það því erfiðleik- um bundið. Að síðustu vann Kristjana á farsóttarspítala í Winnipeg. Yfirlæknir beggja þessara sjúkrahúsa, sem ungfrú Kristjana vann á, var prófessor Bruce Chown, sem er mjög þekktur í Canada og Bandaríkjunum fyrir blóðrannsóknir og blóðgjafir. — Stendur hann fyrir miklum rann- sóknum á blóðflokkunum og ger- ír m. a. út menn til að leita að blóðflokkum. Á spítalanum eru blóðgjafir mjög tíðar og einnig oft skipt um blóð á nýfæddum börnum, þegar þess þarf með. Starssvið branaspítalanna er mjög víðtækt, enda er hann ann- ar aðalbarnaspítalinn í Canada, að vtísu hefir hann ekki sjúkra- rúm fyrir nema númlega 100 börn en þar verður að taka daglega á móti alt að 200 börnum, er þurfa lækninga við þó að þau þurfi ekki að liggja á sjúkrahúsi. Er þar fullkomin klinik fyrir alls- konar sjúkdóma og einnig er þar hjálpað vansköpuðum börnum svo og vangefnum og afbrigði- legum börnum. Jafnvel hafa börn, sem ekki hafa samrýmst öðrum börnum verið tekin til að kenna þeim að leika sér. Börn þau, sem á spítalanum eru koma víðs vegar að í Canada. Mikil alúð er lögð við félags- legar umbætur í Winnipeg og er ákaflega vel fylgst með öllu, sem snertir uppeldi barna og ungl- inga. Ef fram koma líkur fyrir því að um sé að ræða vanrækslu í uppeldi á heimilum, þá eru þau leyst upp og börnunum komið fyrir á uppeldisheimilum. Éái barn t. d. lungnabólgu aftur og NÚMER 46. aftur þá er farið heim á heimilið óg aðstæður athugaðar og bætt úr því, sem með þarf, t. d. útvegað betra húsnæði, ef það er heilsu- spillandi. Þegar um er að ræða afbrot unglinga þá er allar að- stæður þeirra athugaðar svo og aðstæður heimilanna, sem þeir eru frá og þannig leitað orsak- anna eftir því sem föng eru á og bætt úr því, sem er ábótavant. Skipulag þessara mála er svo gott að allar slíkar upplýsingar taka stuttan tíma. Ungfrú Kristjana sagði frá því að Vestur-íslendingar ættu mjög marga góða lækna í Winnipeg en einna þektastur mundi þó dr. Þorláksson vera. Féll ungfrú Kristjönu vel við Vestur-íslend- ingana og tók sérstaklega til þess, hve þeir væru hver öðrum hjálplegir ef eitthvað væri að. Þegar tíðindamaður blaðsins spurði ungfrú Kristjönu að því, hvað hún hygðist taka fyrir, sagði hún það vera hugmynd sína að opna lækningastofu í Reykja- vík og Hafnarfirði og þá einkum með það fyrir augum að stunda barnalækningar, þar sem hún hefði sérstaklega til þess lært. —Mbl. 4. júlí. / FÁUM ORÐUM Garnet Coulter borgarstjóri í Winnipeg, hefir ákveðið að sækja um endurkosnnigu í október kosnýigunum. Sækir hann þá í sjötta sinni um borgarstjórastöð- una. En hann verður ekki einn um hituna í þetta sinn. Á móti hon- um sækir maður að nafni Stephen Juba og kunnastur er fyrir áhuga smn á umbátum drykkjukránna í þá átt að karlmenn og konur fái staupað saman. Hann á eflaust einhver fleiri áhugamál. Hann hefir tvisvar áður sótt í bæjar- stjórnarkosningum og tapað. í hinum síðari lagði hann áherzlu á sameiningu kránna og lá nærri að hann yrði kosinn. * Searle kornfélagið heldur að hveiti uppskera Canada verði meiri í ár en nokkru sinni aður í sögunni. Líkurnar kváðu þær að hún verði 620 miljón mæla. Síð- ast liðin 20 ár hefir hún einu sinni farið yfir 500 miljónir. Searle-félagið skiftir uppsker- unni þannig milli fylkjanna: — Manitoba býst við 53 miljónum, Saskatchewan við 393 og Alberta við 174 miljón mælum. Kr Edgar Mclnnis, forseti Canad- ian Institute of International Af- fairs, segir Canada komið svo langt í hernaðarviðbúnaði að herskylda verði bráðum óumflýj- anleg. Mr. Mclnnis var prófessor við Toronto háskóla áður en hann tók við stjóm ofannefndrar stofnunar. ★ Heimsins elzta þjóðeyrisstjórn (Social Credit) í Alberta fylki í Canada, vann með fáheyrðum meirihluta í þingkosningum sem þar eru nýafstaðnar. Ernest Manning 43 ára foringi flokksins hefir þegar 47 þingsæti af 61 alls. Liberalar hafa 3, íhaldsmenn 2 og C.C.F. 1 kosna og óvíst að fleiri hafi. Sjö óvissu sætin eru líkleg að lenda öll hjá stjorninni. ★ Ræðismaður Póllands í Chi- c^gQ Zygmunt Eabisiak, hefir sagt stöðu sinni lausri og er að sækja um dvalarleyfi í Banda- ríkjunum. Hann segist ekki geta þjónað pólsku stjórninni eins og krafist sé. Bandaríkin virðast freista pólsku konsúlanna, því þessi er hinn þriðji, er stöðunni Freda Björn Mynd þessi barst blaðinu of seint til þess að birtast í hátíða- blaðinu. Hún er af Freda Björn, er orti Minni Canada fyrir fs- lendingadaginn á Gimli 4. ág. — Kvæðið birtist í þessu blaði og er á ensku. segir lausri til að setjast þar að. Bandaríkjastjórn segist engan reka úr landi, er hættu telji því samfara, að halda heim þó til ætt- lands hans sé. * Þær fá rússneskan “heimilisföður” í staðinn .__ Síðan á styrjaldarárunum hafa Rússar unnið markvisst að því, að brjóta niður viðnámsþrótt íbúa landanna við Eystrasalt, sem voru innlimuð í Sovétsambandið á styrjaldarárunum. — Þúsundir fjölskyldna hafa verið fluttar þaðan á brott og ekkert til þeirra spurst síðan. Nú hafa Rússar teísr ið upp á þvá, að senda eiginmann og fjölskyldufeður í þrælkunar- vinnu, en gera svo rússneskan mann að “heimilisföður” í stað- inn. Dr. Jeanne Eder, formaður í alþjóða kvennaráðinu, skýrði frá þessu á fundi sameinuðu þjóð- anna er fjallaði um þjóðamorð í Sovétríkjunum. ★ Dómstóllinn í Haag, hefir úr- skurðað, að það sé ekki í hans verkahring, að skera úr deilu ír- ans — og Bretastjórnar út af olíurekstrinum í íran. — Dómur þessi er eiginlega Mossadegh í vil, að því leyti, að máls-aðstaða hans, jafnvel þó að því lúti að svíkja gerða samninga, er ekki mál Alsherjardómstólsins, held- ur viðkomandi stjórna. Mossa- degh hefir eins mikið eða meira vald til kröfu sinnar en dómstóll- inn eða nokkur annar. ★ Louis St. Laurent, forsætisráð- herra Canada, ætlar að bregða sér til British Columbia innan skamms. Erindið er sagt vera ó- pólitískt, en það má mikið heita, ef honum liggur engin hugur á að græða sár liberal flokksins eða að minsta kosti kanna valinn. — Það eru sambandskosningar á næsta ári, sem ófarirnar í British Columbia, minna óþægilega á. «r Með helicopter-vél er nú verið að athuga staðhætti á íslandi fyrir radar-tæki. Þau eru, sem kunnugt er, hið nauðsynlegasta í loftvörnum hvers lands, þar sem það kemur í veg fyrir að flugvél- ar gcti komist óséðar að landinu og inn yfir það.—ýEftir Vísi). * Bresk samtök í London hafa boðið eitt þúsund erlendum þing- mönnum til fundar við sig í lok september-mánaðar frá öllum löndum heims. En verkefni fund- arins vreður að ræða stofnun alls- herjarstjórnar, sem samtökin telja eina leiðina til að leysa vandamál þjóðanna.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.