Heimskringla - 17.09.1952, Blaðsíða 2
2. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 17. SEPT. 1952
Ítfcimskrittgla
(StofnuO ÍSSt)
Cemur 6t á hverjum miðvikudegl.
Eisjendur: THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Talsími 74-6251
VerO bktðsins er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram.
Allar borganir sendisit: THE VIKING PRESS LTD.
öll viöskiftabréf blaðinu aPlútandi sendist:
The Vildng Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Rltstjórl STEPAN EINARSSON
Utanáskrift tll ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA. 853 Sargent Ave.. Winnipeg
Advertising Manager: GTJNNAR ERLENDSSON
"Heimskringlo" is published by THE VIKING PRESS LIM3TED
and printed by VIKING PRINTERS
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man., Canada — Telephone 74-6251
Authorized as Second Class Mail—Post Office Dept.. Ottawa
WINNIPEG, 17. SEPT. 1952
Páll S. Pálsson
SJÖTUGUR
Deilan hardnar—Stefnurnar skýrast
Síðan að vopna-útbúnaður vestlægu þjóðanna hófst, hefir ein-
att verið að því spurt: Hvað á svo að gera við vopnin?
Skilningurinn hefir verið sá, að það sé verið að smíða vopnin
til þess að skapa öryggi í heiminum, en ekki til þess, að hef ja stríð
við Rússland með þeim. Þetta er nú gott og blessað. En fari nú
svo að mörg ár líði en áður en friður verður samþyktur, hvað verð-’’
ur þá um vopnin, sem svo mikið er nú kostað til að smíða? Verður
ekki ryð fallið á þau, er stríð hefst, og þau að mörgu úr sér gengin?
Það er hætt við, að í samkepni við Rússa bíðum við ósigur í því
efni, sem framleitt geta vopn sín með þrælalýð sínum. Leiðir
þetta ekki til eyðileggingar fyrir okkur, einmitt þeirrar tyðilegg-
ingar, er Rússar miða að?
Og nú er svo komið, að farið er að spy.rja aftur sömu spurning-
arinnar og 1942 hvort nokkurt stríð sé unnið með varnarstríði einu.
Þeir eru að vísu margir enn til, sem halda að frelsishugsjónin sé
betra sprengjuvopn en kjarn-sprengjur. En reynsla tímans knýr
nú hraðar en nokkru sinni fyr til nýrra og breyttra skoðana.
Eftir því sem kosningar harðna syðra, er að verða ljóst, að
stefnu í stríðsmálum og utanríkismálum er að gæta þar æ meira.
Eisenhower flutti til dæmis nýlega ræðu á ársfundi American
Legion í New York um það, að við yrðum að láta Kremlin vita,
að það verði ekki um uppgjöf eða hvíld af vorri hálfu að ræða í:
slagnum, sem nú stendur yfir í heiminum, rxema því að eins, að smá- j
þjóðunum, sem kommúnistar hafa svift tilverurétti sínum, verði
veitt sjálfstæði sitt og frelsi. Það eru tvær leiðir til þess.'
Önnur er að Rússar aðhyllist eða viðurkenni þessa hugsun, þetta |
lýðræðisspor, með innbyrðisstefnu breytingu hjá sér, sem verið er !
að bíða eftir með varnarhernaðinum sem yfirstendur, eða þá að
vopnin og sóknarstríð verði þar úr málum að skera. Án þessarar
viðurkenningar Rússa á frelsi peðríkja þess, er Bandaríkjunum
eða neinum þeim er lýðræðisstefnu þeirra fylgja, hægt, að viður-
kenna Rússlandi. Bandaríkin munu aldrei gleyma þeim þjóðum,
sem frelsishugsjónin lifir enn hjá, einur.gis vegna þess trausts, er
þau bera til Bandarlíkjanna um vernd freisisins í heiminum.
Það er ekki ólíklegt, að þessi orð Eisenhowers veki athygli,
og verði meira rædd hér eftir en hingað til í kosningunum syðra,
verði ef til vill sú rödd Ameríku, sem lengi kveði við í huga þjóð-
arinnar.
f dag verður Páll S. Pálsson
sjötugur.
Hann á svo marga vini bæði
vestan hafs og austan sem vilja
minnast hans með hlýjum hug
og senda honum kveðjur við
þetta tækifæri að ástæða þykir
til að geta þess hér, þó honum
þyki það ef til vill sjálfum ó-
þarfi.
Páll var fæddur í Reykjavík
17. september 1882, en ólst upp
með foreldrum sínum á Norður-
Reykjum í Hálssveit í Borgar-
fjarðarsýslu. Faðir hans lézt
1894 og þremur árum síðar
fluttist móðir hans með tveimur
ddri sonum sínum til Ameríku
og settist að hér í Winnipeg.
Páll kom hingað 1900, 18 ára
gamall og byrjaði strax að taka
drjúgan þátt í félgslífi fslend-
inga. Fyrstu árin stundaði hann
daglaunavinnu og fiskveiðar á
Winnipegvatni en tókst fljótt
að ljúka verzlunar skólanámi og
gáf sig að skrifstofustörfum eft-
ir það. Hann var um eitt skeið
skrifstofustjóri fyrir Magnet
dag (15. sept.), af Bretum, er
stjórn og eftirlit hafa haft þar
síðan valdi Mússólínis var hnekt
1941.
Bláland fær með þessu nýja
stjórnarskrá. Verður landið sam-
kvæmt henni algerlega ráðandi
sinna mála.
Sameinuðu þjóðirnar hafa sam
þykt þessa stækkun Blálands.
DR. B. H. ÓLSON LÁTINN
Einn af hinum kunnari ís-
lenzkum læknum hér vestra, dr.
Baldur H. Ólson, lézt s.l. sunnu-
dag á Deer Lodge spítalanum í
Winnipeg, 64 ára að aldri.
Dr. Baldur var fæddur hér
vestra. Faðir hans Haraldur Ól-
son kom 1882 vestur um haf frá
Húsavík á íslandi. Hann bjó að
undanteknum 5 árum sem hann
var í Argyle, í Winnipeg.
Hann dó fyrir nokkrum árum.
En kona hans Hansína, er á lífi
og býr á Elliheimilinu Betel á
Gimli.
Dr. Baldur var mentaður bæði
á háskóla og læknaskóla þessa
bæjar. Hann fékk snemma á sig
gott orð bæði sem góður dreng-
ur og góður læknir. Hefir hann
og haft ábyrgðarmiklum stöðum
að gegna. Hann var herlæknir
um skeið. Sérfag hans var lækn-
ing lungnasjúkdóma og stóð þar
mjög framarlega í flokki.
Síðari árin var hann lækna-
ráðunautur Great West Life
Assurance félagsins. Hann þótti
og góður uppskurðarlæknir.
Hann lifa eiginkona, Sigrid,
tveir synir, Eric og Norman,
tvær dætur (Mrs. Kathryn S.
O’Neill og Mrs. Aileen M.
Stephenson.
Einn bróðir: W. H. Ólson og
móðir hans sem áður getur.
Dr. Baldur var mikilsvirtur
maður á meðal allra er honum
kyntust, bæði sakir eftirtekta-
verðra hæfileika hans og mann-
kosta.
Jarðarförin fer fram kl. 2 í dag
frá Fyrstu lút. kirkju. Séra V.
J. Eylands jarðsyngur.
GYÐINGAR FÁ
SKAÐABÆTUR
Vestur-Þýzkaland hefir sma-
í þykt að greiða Israelsríki skaða-
í bætur frá Hitlers-stríðinu, er
nema $812,400,000.
Þetta á að greiðast á 14 árum,J
en hún byrjar, þegar þing beggja
landanna hefir staðfest samn-
inginn. Mikið af honum verður
! greitt í vörum.
j Gyðingar gera auk þess 'kröfuj
j til Þjóðverja í Austur-Þýzka-
landi um greiðslu á $250,000,000.
En þar mætast tveir segir, því
þar er við Sovétríkin að eiga.
VATNSEFNISSPRENGJA
BRÁÐUM REYND
Það er sagt að Bandaríkin ætli
á þessu hausti að prófa, hverju
vatnsefnissprengjur (Hydrogen
I Bomb) orka. Verður farið út á
Kyrrahaf til þess. Er alment tal-
| ið að þær séu 1000 sinnum sterk-
j ari en atomsprengjur.
! Hvers vænta megi af þessu,
segja vísindamenn þetta:
I Hin mikli hiti getur orsakað
mjög miklar truflanir á veðri eft
! ir sprenginguna, eins og sterka
1 fellibylji. Þó sprengingin fari
fram 300 fet uppi í loftinu yfir
eyjunni (sem verður ein af Eni-
wetok atoll) geti svo farið, að
eyjan sprengist í loft upp og neð
an sjávar rót leiði af því, er mik-1
ið bylgjuris hafi í för með sér.
BLÁLAND STÆKKAR
Haile Salassie, Blálandskeis-
ari hefir nýlega gert samning við
Breta um að ítalski hlutinn af
Eritrea, verði lagður undir Blá-
land (Ethiopia). Fór afhending
þessa landshluta fram s.l. mánu-
ÁTTRÆÐUR
Áttræður varð 24. ágúst í Van-
couver B. C. Þorður Kr. Kristj-
ánsson, skáld. Hann var fæddur
á Alftavatni í Staðarsveit í Snæ-
fellsnessýslu á íslandi, nefndan
dag 1872. Til Winnipeg kom
hann 24. júlí árið 1900 frá Reykj
avík. Hann var þá útlærður
snikkari frá Sveini Sveinssyni
Barkastræti 14 í Reykjavík, en
Sveinn var bróðir Hallgríms
biskups Sveinssonar og Eliza-
betu, konu Björns Jónssonar
ísafoldarritstjóra, en þau voru
foreldrar Sveins Björnssonar,
fyrsta forseta fslands. Starf
Þórðar hér mun lengst af hafa
verið húsasmíði. Félög sem hann
tilheyrði hér voru Hagryðinga-
félagið og verkamanna félagið.
Eftir að hann flutti héðan mun
aðalstarf hans hafa verið smíðar,
unz Elli elti hann uppi og sagði
honum að hafa sig hægan við
vinnuna.
En það er ein vinna hans, sem
hár aldur hefir ekki getað tekið
frá honum. Það er kvæðagerðin.
Þórður kveður enn vísur við
margskonar tækifæri og minni
til að gleðja menn með og hressa
eins og honum hefir verið tamt
að gera, frá því er vér þektum
fyrst til hans hér vestra. Og lýsir
það mannkostum hans, að hann
vill ekki, svo vér höfum orðið
varir við, kveða um annað en það
góða og fagra, sem kostur er á
hverju skáldi. Má þar með sanni
vitna til höfuð skálds vors ís-
lendinga.
Heimskringla og lesendur
þakka Þórði margt skemtilegt
sem hann hefir sent til birting-
ar bæði í bundnu og óbundnu —
og óskar honum til hamingju og
friðar á ókomnum tíma.
Cream Separator Co. Síðar tók
hann stöðu sem auglýsingastjóri
Heimskringlu um stutt skeið.
Eftir það vann hann við skrif-
stofustörf hjá Great West Life
Assurance Co. og North West
Commission Co. Ltd. til 1943,
en hvarf þá afutr til Heims-
kringlu og rak auglýsingastarf
blaðsins með elju og dugnaði þar
til hann kaus að taka sér hvíld
frá störfum og flytja til Gimli
í júnlí-byrjun s.l.
Páll var ávalt samvizkusamur,
ötull og húsbóndahollur starfs-
maður, ósérhlífinn og verkhag-
ur.
í félagslífi íslendinga hefir
hann ætíð verið ákveðinn for-
ystumaður þar sem hann hefir
tekið þátt. Hann starfaði mörg
ár í þjóðræknisdeildinni “Frón”
og sat um skeið í stjórnarnefnd
Þjóðræknisfélagsins.
f Tjalbúðarsöfnuðinum starf-
aði hann af dugnaði þar til að
hann leystist upp, enn þá gerðist
hann ötull fyrirliði í sameiningu
frjálslyndissinna úr þeim söfn-
uði við Únitarasöfnuð fslend-
inga í Winnipeg og í stofnun
Fyrsta Sambandssafnaðar. Sið-
an var hann einn af drjúgvirk-
ustu leikmönnunum sem unnu
með Dr. Rögnvldi Péturssyni,
séra Guðmundi Árnarsyni, séra
Ragnari Kvaran og séra Eyjólfi
Melan að stofnun og starfsemi
Sambandskirkjufélagsins. Áhugi
hans fyrir frjálstrúarmálum var
óbilandi og munu þær kvöld-
vökurnar vera margar sem hann
hefir varið til þeirra mála. Hann
sat bæði í safnaðarnefnd og í
stjórn kirkjufélagsins flest öll
árin frá stofnun þessara samtaka
þar til hann flutti til Gimli.
Páll hlaut ríflega listgáfu í
vöggugjöf og byrjaði að yrkja
strax á unglingsárunum.
Dr. Rögnvaldur heit. Péturs-
son lýsir skáldskap hans í inn-
gangsorðum að fyrstu ljóðabók
Pálls, “Norður Reykir”, þannig:
“Öll eru kvæðin sérkennileg,
lýsa þýðu lundarfari, draumríku
og viðkvæmu tilfinningalífi og
fegurðarnæmi óalgengu um þess-
ar mundir. Hann finnur af hverju
orétturinn stafar ,en fegurðar-
næmi hans varnar því, að hann
verði fjölmáll og fáryrtur. . . .”
Þótt ljóðabækur Páls, “Norður
Reykir” (1936) og “Skilarétt”
(1947) innihaldi nærri eingöngu
kvæði alvarlegs efnis, hefir hann
ort fjölda gamankvæða og vísna
sem hafa fallið í góðann jarðveg
hjá Vestur-íslendingum og veitt
þeim margar ánægjustundir.
Einnig er Páll gæddur ágætis
leikarahæfileikum og lagði hann
mikla rækt við þá list til skamms
tíma. Margir eru þeir líka hér
vestra sem eru honum þakklátir
fyrir leikstarf hans.
Nú á sjötugsafmæli hans er
hann sestur í helgan stein og
vinir hans óska að honum fnegi
um margra ára skeið njóta hvíld-
arinnar sem hann svo ríflega
verðskuldar eftir alt erfiðið í
þarfir félagsmála vestur íslend-
inga. —K.
GUNNAR G. PAULSON
LÁTINN
20. feb. 1877 — 22. júlí 1952
“Sofðu nú vinur í sælli ró
Líða mun eg héðan eftir litla
stund” — J.O.
t
Þann 22. júlí s.l. andaðist á
spítala í Brandon Gunnar G.
Paulson (Pálson) frá Swan Ri-
ver, og einn af frumherjum þeirr
ar byggðar. Hafði hann verið
alllengi veikur á spítalanum í
Brandon. Gunnar var fæddur 20.
febrúar 1877 í Flögu í Þistilfirði
N. Þingeyjarsýslu. Foreldrar
hans voru Gottskalk Pálsson
Magnússonar, var Magnús lang-
afi hans alþekktur þar á norður-
slóðum, og var nefndur Hlaupa
Mángi, eða Magnús norðan djöf
ull, var hann talin að vera fjöl7
kunnugur og öðrum fremri að
mörgu ’eyti, og eru til af honum
ýmsar frægðar sögur sem hér
verða ekki skráðar (1), er ætt
hans nefnd Fjallaætt. Móðir
Gunnars en kona Gottskálks var
Þóra Jónsdóttir frá Hvarfi í
Barðardal, móðir hennar hét Bót-
hildur, Þóra var hálfsystir
Valdimars Ásmundarsonar er
Stofnaði Fjallkonuna og var til
æfiloka ritstjóri hennar. Þóra dó
í Swan River 3. júní 1932. En
Gottskálk löngu fyr (31. október
1919). Gunnar fluttist með for-
eldrum sínum til V.heims 1887,
settust þau að í Víðines-bygð-
inni í Nýja íslandi og bjuggu
þau þar til 1892 og nefndi Gott
skálk bæ sinn Svalbarð, var sú
landareign samhliða Fagralandi.
1892 flutti fjölskyldan í Hóla-
byggðina N.A. frá Glenboro þar
sem Ólafur M. Jónsson frá Kúða
íÞistilfirði hafði tekið sér ból-
festu, en hann var mágur Gott-
skálks. Til Swan River dalsins
fluttu þeir feðgar 1899 og námu
þar land, var járnbrautin þá að-
eins komin til Dauphin. Gunnar
kvæntist Þórdísi Helgadóttir
Danielssonar, hún dó 23. marz
1936, þeim varð ekki barna auðið.
Þórdís var áður gift manni af
norskum ættum, eru 2 börn af
því hjónabandi, Halldóra Svafa
og King Hanson, býr hann í
Auburn, Wash. Gunnar fékk
slag í október í fyrra og var
hann í spítalanum í Brandon þar
til hann lézt.
Gunnar var mikill bókamaður
og þaullesinn sérstaklega í hin
um forn-íslenzku bókmentum og
rímum og ljóðum hinna stærri
skálda, las hann mikið af ensk-
nm bókmentum. Hann kunni ut-
anað feykn af rímum og ljóðum,
sem hann lærði í æsku(2). Hann
mun hafa átt mikinn þátt í stofn
un og viðhaldi ísl. lestrafélags-
ins í Swan River. Athafnamaður
var hann ekki mikill né búmaður,
lagði hann ekki mikla áherzlu á
það að draga saman auð, enda
var hann aldrei efnamaður. Hann
lét hverjum degi nægja sína
þjáningu. Hann var góður dreng
ur og velviljaður, og var með
sínu sérstaka marki brendur, og
er það hvorki lof eða last.
Undirritaður var Gunnari mik
ið samtíða frá 1888—92 í Nýja
íslandi og frá 1894—99 í Hóla-
byggðinni og þekkti hann máske
betur en flestir aðrir. Þökk fyrir
viðkynninguna og samveru stund
irnar, og gleði æskunnar, nú ert
þú farinn og búinn að ráða hina
miklu gátu sem við brutum oft
heilann um, en fyrir mér hallar
nú undan fæti, óðfluga.
Auk stjúpbarna og margra
fjárskyldra ættingja, sirgir hann
ein systir Kristín. Býr hún í
Swan River bænum, gíft hérlend
um manni, Mr. Roy Sedore.
Jarðarförin fór fram frá Big
Woody skólahúsinu í Swan Ri-
verdalnum 29. júlá. Jarðsett var
í Fairdale grafreitnum, þar sem
kona hans og foreldrar hvíla.
Þreytt eftir erfiði frumherjalífs
ins. Líkmenn voru 4 Hrappsteds
bræðurnir: Tryggvi, Valdimar,
Óli og Car. —Móðir þeirra Abi-
gail Hrappsted og Gunnar voru
systrabörn. Hinir tveir líkmenn-
irnir voru Oscar Brandon og C.
Abrahamson.
Friður Drottins sé yfir mold-
um hins framliðna.
G. J. Oleson
(1) Á þeirri hjátrúaröld voru
þeir taldir fjölkunnugir sem að
þekkingu báru af fjöldanum, á
ýmsa lund.
(2) Var Gunnar sjálfur allvel
hagorður.
I. O. D. E. ANNUAL TEA
The Jon Sigurdson Chapter,
I. O.D.E. will hold its annual
Thanksgiving Tea and sale of
home cooking on Saturday aft-
ernoon, Sept. 27, from 2.30 to
5. at the T. Eaton Co. Assembly
Hall. ,
A special attraction at the rea
will be the playing of lovely
new Icel. recordings, both old
favorite songs and new composi-
tions.
General conveners are Mrs. G.
Gottfred and Mrs. W. S. Jonas-
son. Others in charge will be —
fea conveners, Mrs. G. Gunlaug-
son, Mrs. S. Gillis and Mrs. H.
F. Danielson; home cooking: —
Mrs. P. J. Sivertson and Mrs. J.
F. Kristjanson; novelty sales —
Miss Vala Jonasson and Mrs. E.
W. Perry.
Receiving with the regent,
Mrs. B. S. Benson will be Mrs.
J. A. Argue, Prov. pres. and
Mrs. Irelain, Municipal regent,
and Mrs. J. B. Skaptason, Hon.
Regent.
The chapter cordially invites
all its good friends and support-
ers to attend and enjoy the good
fellowship of getting together
once again at the opening of
the fall season, in the pleasant
surrounding so courteously sup-
plied by the T. Eaton Company.
NYTT
"SEAL-TITE"
LOK
HELDUR ALTAF
VINDLINGA T0BAKINU
FERSKU