Heimskringla - 01.10.1952, Blaðsíða 1

Heimskringla - 01.10.1952, Blaðsíða 1
"S AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality & Taste” CANADA BREAD —look for the Bright Red Wrapper r'” L AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality & Taste” CANADA BREAD -look for the Bright Red Wrappet LXVII ÁRGANGUR WINNIPEG. MIÐVIKUDAGINN 1. OKT. 1952 NÚMER 1. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR UM KOSNINGAPÉ Adlai Stevenson, eða menn hans, sem kærðu Nixon, vara-for setaefni Eisenhowers fyrir að hafa þegið fé frá einstaklingum í kosningasjóð, hefir nú á sama hátt verið kærður fyrir fjármót- töku í fylkisstjórnarkosningum. Hiefir Stevenson sjálfur viður- kent að fé hafi honum verið sent og notað svipað og Nixon gerði í þarfir flokksmálajjpa. Ef rétt er með fé þetta farið mun það löglegt þykja. En hvort sem svo er eða ekki, verður •ekki mælt með því, að einstakl- ingar leggi það í vana sinn, að veita fé í kosningasjóði. Stjórn- in á að sjá fyrir kosningakostn- aði öllum. Ef meira fé þarf með en veitt er, er það ekki einstakl- ingum þjóðfélagsins neitt við- komandi. t»að er ekki ætlast til meiri kosninga-áróðurs, en því fé nemur. En æsingar hafa kom ið þessu af stað og gert það að vana. VERKAMANNASAMTÖKIN MEÐ STEVENSON Á fundi verkamannafélagsins “The American Federation of Labor (AFL)” nýlega í N. York, var samþykt að styðja sérveldis- flokkinn með Adlai Stevenson, sem forseta-efni í kosningunum sem nú eru fyrir dyrum. Þarna mun um 8 miljón félags menn að ræða. Áður hafði Committee o£ In- dustrial Organization (CIO), sem John Lewis stjórnar, sam- þykt að veita Stevenson sína liðveizlu. Hann hafði með hót- un um verkfall, fengið kaup- hækkun fyrir 450,000 kolanema sína um $1.80 á dag og sem kaupið gerir $18.15 á hverjum 7% klukkustundum ,eða vinnu- degi. Verkasamtökin hafa ekki síð- an árið 1924 sagt félögum sínum fyrir um hvernig þeir ættu að greiða atkvæði fyr en nú. VILJA ÁFRAMHALD KOREU-STRÍÐSINS Hún heitir Marguerite Hig- gins. Hún er fregnriti og hefir skrifað fréttir af stríðum og öllu sem nöfnum tjáir að nefna. Ný- iega brá hún sér til Koreu til að hafa tal af helztu foringjum stríðsins þar. Hefir hún það eftir Mark Clark hershöfðingja Sam- einuðu þjóðanna, að það séu eng- in merki sjáanleg um að Kom- munistar kæri sig nokkuð um frið. Fyrir þeim vakir ekkert annað en að fresta stríðinu, þar til samningar séu fullgerðir um hjálp Rússa til reksturs þess. Fangaskiftin eru ekki annað en *yfjrsláttur. Þeir eru vísir til að heunta einhvern daginn alla Suður-Koreumenn sem fanga. ALT í GENGI MEÐ STÁLIÐNAÐINN Það var alveg óþarft að halda, að Truman farseti meinti að' reka stáliðjuþjóna ,ef þeir gerðu' verkfall, eins og hann hótaði þeim og setti herlið við störf þeirra í staðinn. Þegar hinn góði Lewis hafði talað við stjórnina og sagði henni að í húfi væri verkfall sem um mun-! aði, ef kaup stáliðjumanna værT ekki hækkað um $1.90 á dag, og, 10 Cents yrðu greidd auk þess í velferðarsjóð þeirra, fann Tru-1 man forseti að hann var ekki einn stjórnandi landsins. Þegar hann hafði virt fyrir sér svipinn á Lúa gamla, leizt honum ekki á blikuna og taldi betra að hafa karlinn með sér en á móti sér. Verkfallinu var afstýrt í þetta sinn með því að láta að vilja verkamanna foringjans. CHAPLIN KEMUR AÐ LOKUÐUM DYRUM Chales Chaplin var borinn fyr ir 63 árum í London. Hann kom til Bandaríkjanna 1910. Hann komst skjótt í hóp leikenda hér og varð heimsfrægur. Chaplin varð aldrei borgari í Bandaríkjunum. Þótti það ein- kennilegt og spunnust ýmsar sögur um ástæður hans fyrir því. Honum var oft fundið að sök, að hann væri kommúnistj. En hann neitaði því jafnan. Árið 1944 átti Chaplin í málaferðlum út af barneign og tapaði málinu. Var þá talað um að dómsmáladeildin væri að gera ráð fyrir að reka Chaplin úr landi sem óákjósanleg an borgara. Ástæðan var að hon- um væri siðferðislega áfátt. Fyrir nokkrum mánuðum á- kvað Chaplin að hefja sex-mán- aða ferðalag um heiminn og sýna kunstir ^ínar. Hann gerði ráð fyr ir að koma til Bandaríkjanna í baka leiðinni, því hann ætlaði til Evrópu fyrst. Hann sótti um leyfi til innflytjendadeildar- Bandaríkjanna og var veitt það. Lagði hann fyrir viku síðan af stað í ferðina með konu sína og börn. En tveim dögum síðar var gefin út tilkynning frá dóms- málaráðherra Bandaríkjanna, James P. McGranery, um að Caphlin kæmi hér að lokuðum dyrum. Hann skýrði ekki ástæð- una fyrir því. En Chaplin er sagi að haldi ferð sinni áfram og komi til Bandaríkjanna að henni lokinni til að vera yfir- heyrður. í FÁUM ORÐUM Einn þriðji alls þess, er Can- adamenn innvinna sér, er hrifs- aður í sköttum af sambands- stjórn vorri. Undan þessu er kvartað af öllum, af einstakling- um sem viðskiftamönnum. En það er eins og að tala við stein- inn, að benda á þetta. Stjórnar- báknið er orðið svo mikið, að alls þessa fjár þarf með ,til reksturs. Stjórnin er með öðrum orðum að leggja undir sig eins mikið a* valdi og starfsrekstri og auðið er, sem er alveg öfugt við það, sem barist hefir verið fyrir. Það er verið að hrósa sér af því, að nú séu konungar og keisarar úr sögunni. En í stað þeirra hefir komið upp flokksstjórnarvald, — og stéttarstjórnarvald, sem meira gleypir af ÞVL sem almenn ingur kemst yfir og meira ein- ræði hefir í frammi, en einvald- arnir áður gerðu. Þegar stjórnir sölsa orðið undir sig einn þriðja af öllum tekjum manna, er skör- in farin að færast upp í bekkinn. bað þótti mikið er kirkjan fór fram á einn tíunda af eignum manna. Og þag Var kveðið niður. En þegar þú ert beðinn um 33V3 pró cents af öllu þínu eins og stjornarbákn Canada gerir, er það kölluð góð stjórn, og sem minnir á að orð Þorsteins Erling sonar: Þeir þakka ef það klakklaust í kistuna fer, sem kann að vera ætt á þér dauðum. Jóna§ Stefánsson (ffá lí.alcSlbaK.8 “Úr útlegð” í friðsæld þótt farinn sért heim, Með fullkomnað starf þitt að baki, Þú lifa munt áfram í ljóðunum þeim, Er lýsa og verma hinn alvíða geim, Þar áður var andúð og klaki. Við Kalbak á Fróni þú fæddist um sinn Og forlögin beittu þig hörðu; En framþráin hleypti þér kappi í kinn, Því karlmenskan toldi við ættboga þinn Og vitsmunir vormann þig gjörðu. En heimurinn blindi þig hornauga leit Og hindraði framfara-tökin. Því oft verða launin þess frömuðs ei feit, Sem frelsinu unni og múlböndin sleit —Og enn ér það ólífis-sökin. í sögunni ávalt þó sigra þeir menn, Er samtíð og herrarnir smáðu. Þó trúin á valdið sé almennust enn, Er óðum að lýsa; og rætast mun senn Hvað út verðir aldanna spáðu. Við unnum þér, Jónas, sem áveðra stóðst Og attir oss nauðug til göngu. Sem víkingur framtíðar-veginn þú tróðst Og vörður með rúnun við einstiginn hlóðst, Til merkis á leiðinni löngu. Og litrófið skæra frá lífs-starfi því Er Ijóminn af tilveru þinni, Sem eyða vill húminu heiminum í. Á himninum vakir þó saknaðar ský, Og hljótt er í hörpunni minni. P. B. Eatons og vinnufólk hans lagði fvrsta daginn, sem Com- munity Chest Winnipegborgar var opnuð $57,000 í hinn sameig- inlega söfnunarsjóð, sem skift verður milli velferðarstofnana bæjarins og áætlað er að ekki megi minna nema en $767,000.00 Eaton-félagið fór vel af stað. * Very Rev. William Barclay, forseti Canadian Council of Churches, gaf s.l. mánudag Vin- cent Massey, landsstjóra Canada biblíu. * Biblía þessi hefir í 15 ár verið í undirbúningi, aðallega að því leyti, að málið á henni, enskan, hefir verið fegruð alt sem kostur er á. Útgáfan er talin hin prýði- legasta. * í ræðu sem Truman flutti um það leyti er hann lagði nýleg.i; af stað í 8,000 mílna ferðalag um Bandaríkin til að mæla með Stevenson, komst hann svo aði orði um Eisenhower, að hann: “hefði eytt æfinni í hernaði og vissi ekki mikið um hvað gerst hefði í Bandaríkjunum”. Ef þessi hugmynd fær byr í segl, má flest orðið bjóða í stjóm málum. ★ Nautakjöt hefir lækkað í verði um $2 hver hundrað pund. Það verður í smásölu samasem 5 til 6 centa lækkun. Verðið var frá 80 til 97 cents í búðum. — Þetta er ekki mikið, en er samt fagnað, svo vel er búið að kenna fólki lítillæti. Borgarstjórakosningar fara fram í Ottawa 1. des. Nú er kona þar borgarstjóri. Heitir hún Charlotte Whitton. Á móti henni sækir nú fregnriti “The Ottawa Journal” Richard Ben- nett Coates, maður 36 ára. Mun mörgum þykja fróðlegt að vita hvort vinnur. * Mynd var í dagblöðum þessa borgar í gær af fyrstu atóm- byssunni. Hún flytur 20 mílur og er búin til í Bandaríkjunum. FRÉTTIR FRÁ RÍKISÚT- VARPI ÍSLANDS 29. SEPT. Arsþing tuttugasta og sjötta ársþing ísl. frjálstrúar kvenfélaga í N. Ameríku haldið í Sambandskirkjunni í Winnipeg 13. sept. 1952 Mrs. H. von Renesse frá Ár-1 borg, forseti sambandsins setti | þingið kl. 9.30 f.h. Þingið hófst með því að sung- j inn var sálmurinn nr. 556, ‘Ó, | syng þínum drotni’, þar næst; flutti Mrs. E. J. Melan mjög fagra or hjartnæma bæn. Að því búnu flutti forseti á- varp sem fylgir. Kæru félagssystur fulltrúar, og gestir: Það er mér mikil ánægja að mega bjóða ykkur allar velkomn- ar á tuttugasta og sjötta ársþing Sambands íslenzkra frjálstrúar kvenfélaga í Norður Ameríku. Það er ósk mín og von, að þessi samfundur verði okkur öllum til ánægju og arðs fyrir okkar á- hugamál. Eins og ykkur er öllum kunn- ugt, var búið að ákveða að hafa þingið í byrjun ágúst, á sumar- heimilinu á Hnausum. Eg veit að ykkur er líka kunn- ugt um þá eyðileggingu, sem að þar átti sér stað 5. júlí þegar að ægilegur bylur skall á, og feldi | hér um bil hvert einasta tré í Forseti íslands og ríkisstjórn hafa ráðið Hinrik Sveinsson Björnson sendiráðunaut í París, litara forseta íslands. Hann verður jafnframt starfsmaður í utnríkisráðuneytinu að nokkrum hluta. Hinrik S. Björnsson er lögfræðingur að mentun og hef- ur starfað í utanríkisþjónustunni síðan árið 1939. • Kauplagsnefnd hefur reiknað út vísitölu framfærslukostnaðar í Reykjavík hinn 1. september og reyndist hún vera 160 stig. • Þorsteinn Hannesson óperu- söngvari hefur dvalist hérlendis nokkrar vikur og syngur á veg- um Tónlistarfélagsins í Reykja- vík á þriðjudaginn. Hann er fast ráðinn hjá Covent Garden oper- unni þar í fjögur ár. Oftast hefur hann sungið í Wagnersóperum. • Sendinefnd frá Sovétríkjunum er nýkomin til Reykjavíkur í boði féalgsins Menningartengsl íslands og Ráðstjórnarríkjanna, en annar landsfundur þess hófst í Reykjavík í gær. Rússnesku boðsgestirnir eru f jórir, og með- al þeirra kunnur píanó leikari Tatjana Nikolajeva. Sex íslend- íngar er lagðir af stað til Pek- ing í boði stjórnarinnar þar, með al þeirra eru skáldin Þórbergur Þórðarson og Jóhannes úr Kötl- um. • íselndingar taka þátt í Evrópu meistaramótinu í bridge, sem hófst í írlandi í fyrradag. í þeirri keppni taka þátt 16 þjóðir, og er keppendum skipt í tvo flokka eftir úrslitum á mótinu í Feneyjum í fyrra. íslendingar keppa í A-flokki. • Húsmæðraskólinn á Lauga- landi í Eyjafirði var settur í dag og jafnframt minnst 75 ára af- mælis kvennaskólans eldri, sem þar starfaði á árunum 1877 til 1896. Héraðssamband eyfirzka kvenna hyggst gróðursetja þar trjáareit til minningar um kenn ara og námsmeyjar gamla skól- ans. ■M A La’í > 0 LSG5 Mrs. Ólína Pálsson gerð heiðursfélagi í Sambandi Frjálstrúar kvenna kringum heimilið á liðugum hálf tíma að nóttu til. Það var stór- merkilegt að engin skyldi meið- ast og má það þakka konunum, sem að litu eftir börnunum. Eg hefi áður skrifað um þetta í Heimskringlu ,og ætla ekki að endurtaka það meir. Þegar að svona var komið áleit nefndin að það væri ekki mögu-j iegt að hafa þingið þar. Jafnvel þó að byggingin sjálf væri ó- skemd. Og þess vegna var okkur góðfúslega boðið að vera hér í þessari veglegu kirkju og fyrir! það erum við þakklátar. Eg hefi verið að lesa skýrslur kvenfélag-| anna. Þær sína að konurnar hafa starfað líkt og á undanförnum1 árum. Að þær hafa stutt okkir kirkjulega félagsskap og haft vakandi auga á því, sem að gera þarf til að styrkja ýms mannúðar mál. Og þær hafa aldrei legið á liði sínu, þegar að þörf er á hjálp. Eg ætla ekki að lýsa starfi þeirra nánar. Skýrslurnar verða lesnar og þið fáið að heyra um starf hverrar deildar. Vegna þess, að nú eru bændur að hirða uppskeruna, sem að er ein af þeim allra beztu, höfum við ákveðið að hafa þingið að- eins einn dag, þar sem að margar af þeim konum sem að sitja þing- ið eiga heima úti á landsbygðinni og eiga þess vegna mjög annríkt. Eg vil minna ykkur á að þó að þing-tíminn sé stuttur, liggja mörg mál fyrir, sem að verður Mrs. Kristin Thorvaldson gerð heiðursfélagi í sambandi Frjálstrúar kvenn. að gera skil. Það er því nauðsyn- legt að nota tímann sem bezt. Eins og ykkur er kunnugt, breytti kirkjufélag vort um nafn í fyrra, og í sumar, fór kirkju- þingið alt fram á ensku. Það virð ist þess vegna, að við einnig, sem félagsskapur, stöndum á kross- götum, hvað breyting á tungu- máli snertir. Já, og máske jafn- vel að nafni félagsins verði breytt. Hvað það snertir að þing- ið fari fram á ensku, þá hefur á nokkrum síðari árum verið mik- ið um þetta talað. En engin veru leg uppástunga gerð í því efni. Eg tel víst, að uppástungu þess efnis komi fram í dag. Nú er svo komið, að flestar okkar ýngri konur, hafa lítil eða alls engin not af íslenzku máli. Svo að til þess að þær geti tekið raunveru- legan þátt í okkar félagsskap, verður að sjálfsögðu að hafa þingið á ensku. Annað sem að verður að tala um hér í dag, er Sumarheimilið. Svo er annað mál, sem að eg vil kalla: “Endurreisnarstarf í okk- ar kirkjulega félagskap. í kirkju félaginu eru 9 söfnuðir. í kvenna sambandinu eru.9 kven- félög, en aðeins tveir prestar og annar þeirra hefur vegna heilsu bilunar aðeins starfað að litlu leyti s.l. ár. Við æskjum þess, að hann fái góða heilsu aftur, svo að við fáum að njóta hans sem lengst. Allir geta séð, að félags- skapnum er stór hætta búin, ef að þetta heldur svona áfram. Eg álít að við þurfum að minsta kosti að fá einn prest í viðbót, sem að gæti ferðast á milli safnaðanna, endurreist sunnudagaskóla o.s. frv. Hver félagsskapur, hverju nafni sem hann nefnist, verður að hafa góða leiðtoga. Þá held eg að eg láti staðar nema. Aðeins vil minn ast á komu þeirra séra Alberts Krsitjánssonar og konu hans frá Blaine, Washington í sumar. þau vóru kærkomnir gestir og eiga bæði marga einlæga og þakkláta vini hér eystra. Þar sem að séra Albert starfaði í mörg ár Hann messaði á Gimli, Árborg og Lundar við góða aðsókn. Það var sannarlega andleg hressing að heyra til hans, þvi að eins og þeir sem þekkja hann vita, talar hann af einlægni og hefur sjálfur breytt eftir því sem að hann kennir. Hann er maður sem að hefur trú á að það góða sigri. Og þess vegna er hann viss um að Unitara hreyfingin muni vaxa og þroskast, eftir því sem að tímar líða ,og að ekki dugi að Framh. á 2 síðu

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.