Heimskringla


Heimskringla - 12.11.1952, Qupperneq 3

Heimskringla - 12.11.1952, Qupperneq 3
WINNIPEG, 12. NÓV. 1952 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA Hver maður hefur sinn eigin guð, hver maður hefur sína eig- in trú, og þau eru hvortveggja mælikvarði mannsins sjálfs. Al- veg eins og Guð Jesú var sá guð sem hvorki þurfti áminningar við, né langar bænir — (Jesús kallaði það “ónytjumælgi”). _____ Hann vissi, hvers menn við þurftu, áður en þeir báðu hann! Skapari alheimsins, í hans ó- mælanlegri, í hans óhugsanlegri miklu váðáttu, á sína tilveru, hvort sem menn viðurkenna hana eða ekki, hvort sem menn á kalla nafn hans eða ekki, hvort sem menn hyggja að þeir verði bænheyrðir fyrir mælgi sína, eða ekki, hvort sem þeir viður- kenna tilveru hans eða ekki. En í hverri mynd hann birtist veit enginn maður, eða með hvaða móti tilvera hans sé. Hún e- æðri öllum mannleum skil> mgi. Vér getum ekki skynjað ó endanlegleikann. Það er nóg ai 'er elskum og þjónum mönnun- um. Og eg er viss um að hið al- máttuga vald hins óendanlega heims verði mjög vaegt í dómum slínum, þó að vér viðurkennum vanmátt vorn, til að þekkja eða óð skilja, eða að tilbiðja hann, því, eins og Jesús sagði: “Faðir yðar veit hvers þér viðþurfið áður en þér biðjið hann”, og hann heimtar ekki tilbeiðslu, eða áköllun nafn hans. Það er nóg að vér elskum og þjónum mönn- tsnum. Með því, þjónum vér guði bezt. í því er bezta tilbeiðslan °g hin fullkomnasta. íslenzkar hljómplötur fást hjá Björnssons Book Store, 702 Sarg ent Ave. Winnipeg. ivhat age do most women retire? A Ten years earlier tlian nien ... usually at 55. They also live longer. Busi- ness women, therefore, re- quire retirement income for a much longer period of time than men. Many women find Mutual Life of Canada policies, with their absolute safety, their steady increase 'n values and their Iong record .of generous dividend payments, the best possible ?:L°'pridTadeq,,a,e Di—“ yJu/ *he fu,ur«- with » MutoalUfeo/r *°d7 representative/ f f Canad» __N-1352 mutualiife of CANADA "U1 WATERLOO, ONTAR10 tST. 1869 ít-epj-e. tative: Skapti Reykdal 700 WINNIPEg, Mai'rs<'' B,dS- ---------—----—_______t“honc 92-5547 COPENHAGBN “HEIMSINS bezta NEFTOBAK” Rangt merki ÞÝZK FRÁSAGA ‘‘Eg hefi ekki næga menntun til þess, að geta sótt um slíka stöðu”. “En þér getið lært á skömmum tíma það, sem yður vantar fræðslu um. Eg er svo viss um það, að eg hika ekki við að ráða yður í prent- smiðju-skrifstofuna mína.” Það er með öðrum orðum, þér viljið gera það í guðsiþakkarskyni. Eg þakka yður fyrir það, hr. Hartmann, nei, það væri aðeins ölmusa í annari mynd”. Hann laut lítið eitt að henni, og horfði ró- lega ,í augu hennar. “Eigið þér í raun og vedu svona örðugt með að vinna bug á fjandsamlegu vantrausti yðar á mér? Eg lofa yður því, að hér skal aðeins vera um reynslutíma að ræða ,sem yður er í sjálfs- vald sett, að hafa svo langan eða skamman, sem yður þóknast. Steinhausen gamli, bókhaldari, mun koma yður í skilning um leyndardóma þessa verkahrings, og þér munuð fljótt komast að raun um, að þeir leyndardómar eru ekki nærri því eins þungskildir og þér nú ætlið”. Hann mælti þetta svo stillilega, einarðlega og einlæglega, að það hlaut að hafa áhrif á súlk una, og þegar henni varð litið á móður sína, og sá feginssvipinn á ásjónu hennar, lét hún loks- ins undan. “Eg þigg tilboð yðar hr. Hartmann, með þeim fyrirvara, að þér bjóðið mér þetta af eigin hvötum. En þér megið ekki eftir á telja mig vanþakkláta, þótt svo kunni að fara, að þetta verði ekki nema lítil tilraun.” Eldhúsdyrabjöllunni var hringt, og Marta hljóp fram til þess að ljúka upp, rétt eins og hún yrði sárfegin að fá tækifæri til þess, að hætta þessum umræðum. Að litilli stundu liö- inni kom hún aftur inn, og með henni unglings- maður, á að gizka hálfþrítugur, og var hann klæddur sem iðnaðarmaður, er kemur frá vinnu sinni. Þótt hann væri lítilfjörlega til fara, og veiklulegur, var samt ekki hægt að segja annað, en að hann væri laglegur maður. Hann leit snögglega en hvergi nærri vingjarnlega til gests þess er fyrir var, tók síðan í hönd frú Werner, og mælti kunnuglega : * Fy"^geflð’ ef eS geri ónaeði. Eg ætlaði aðems að heilsa upp á yður, um ieið og eg gekk fram hjá en ef eg trufla á einhvern hátt, þá get eg farið undir eins aftur.” Það var helzt að sjá á ekkjunni, að hún væri ekkert mótfallin því, að hann stæði við þessi orð sín og færi, en Marta varð fyrri til að svara honum: “Þú truflar okkur alls ekki, Ottó. Herra Hartmann kærir sig víst ekkert um það, að við förum að reka þig út hans vegna”. Svo sneri hún sér að Hartmann, benti á ný- komna gestinn og mælti: “Þetta er hr. Ottó Bodermann — æskuvin- ur bróður míns.” Og þinn líka — vona eg”, bætti ungi mað- að Ií'k’V*^ með einkennilegri áherzlu. “Þér eruð Únrfrú"M m, tS*ndÍ Pr“,smií'i'> Þnirrar. sem ungfru Mart Werner slasaðist í.” “Rétt gizkað á”, svaraði Hartmann’kulda- lega, og var auðséð, að hann varð óþægilega snortinn af hinni eggjandi áherzlu, er lögð var á þessa spurnii^u. Og svo greip hann hatt sinn sneri sér að Mörtu og mælti: “Það er þá afgert þetta, sem okkur 'hefir komið saman um. Eg vonast eftir yður í skrifstofuna, undir eins og v*kn,rinn gefur yður leyfi til þess og yðar -;ona eS- að þess verði ekki langt að bíða.” hún kom^ varll höndina að sklinaði, en hann. Því næst kink^^u °g VaraðlSt að líta a manninum, og kvaddi i iðnaðar' frú Werner, er fyigdi °g fór svo út með ii r , , b°num til dyra. Þegar þau komu fram i eldhúsið, ætla«- u' * r , , , , u i i i aetiaðt hun að fara að halda langa þakklætistölu „r- u hann bað hana vmgjarnlega, að láta það vera 0£ um leið og hann kvaddi hana í dyrunum, lagði hann tvo gullpeninga i lófa hennar og mælti- “Það er það sem eftir stendur af kaupi dótt- ekL-^ðar' ^n ^að er maske rettara að þér talið 1 Urn það við hana.” ÞiggjaafnVel ^Ótt Marta teldi tor^erk1 a þvtí, að laus viðPeðm?ana’ var frú Werner auðsæilega með au’ðmú^n a,Það ísjárvert- Hún tók við Þeim fram að stigagatVakklæti- °S 8^ gestinnm “Það er mikili . mann — sannarlegur okkur’ hr' Hart' ur getur nokkurn tíma pUr' °g ef n°kkUr mað: - i i j i gert nokkuð úr þessari serlyndu og undarl,gu stúlku _ p —þer og enginn annar . F r r Hún lét dæluna ganp-a * , var!a að kon,a8. bur, og þeg,, „ann var kom mn ofan a n*sta loft, heyrSi ha„„. a« ekkjan var ennþá að kalla eitthvað á eftir honum, en hann heyrði ekki, hvað það var. Á leiðinni heim til sín var hann ennþá alvar legri á svipinn, heldur en vant var, og þótt hann væri ekki vanur að tala við sjálfan sig sagði hann þó nú hvað eftir annað í hálfum hljóðum: “Að hún skuli einmitt vera dóttir þessa manns! En eg má ekki láta hana gjalda þess — hún getur hvort sem er ekki að því gert”. 4. Kapítuli Stúlkurnar 1 prentsmiðju Hartmanns ráku upp stór augu, er þær komu inn í aðalskrifstof- una til þess að hefja vikulaunin sín, og sáu fyr- verandi stallsystur sína sitja eins og hefðar- stúlku í laglegum, dökkum kjól, við eitt stóra skrifpúltið og skrifa þar í óða önn. Þegar þær svo fóru að ræða þessa óvæntu nýjung sín á milli, var enginn hörgull hjá þeim á illgirnisleg um athugasemdum og alls konar illkvitni, et myndu hafa hleypt roðanum fram í kinnarnar á ungfrú Werner, er hún hefði heyrt til þeirra. En til allrar hamingju barst henni ekki nokkur dropi af ólyfjan þeirra. Með iðni og einbeittum vilja, reyndi hún að sigrast a erfiðleikum þeim, sem henni fundust fyrst í stað vera samfara þessu nýja starfi, og Steinhausen gamli, bók- haldari, var eini maðurinn, sem hún leyfði ein- stöku sinnum að tala við sig um annað en það, sem beinlínis snerti starf hennar. Þessi vingjarnlegi, hvítskeggjaði öldungur, er fyrmeir hafði verið kaupmaður, en misst eign ir sínar við gjaldþrot vinar síns, hafði fljótlega áunnið sér traust hennar, jafnvel þótt — eða máske öllu heldur einmitt vegna þess — að hann lét aldrei í ljós, að hann kærði sig um að ná því takmarki. Hann mátti ætíð eiga það víst, að fá vingjarnlegt svar, þegar hann spurði hana að einhverju, og þótt samræður þeirra væru stutt- ar, sagði hún honum samt frá ýmsu, sem hún — jafn feimin og hún var — hefði ef til vill aldrei fengizt til að segja neinum öðrum. Þannig sagði hún honum fyrstu vikuna frá því, hve einstak- lega mikla unun hún hefði af söng og h-ljóð- færaslætti, og kvaðst oft hafa grátið beisklega, þegar hún hefði heyrt getið um, að halda ætti samsöng eða leika einhvern fyrirtaks söngleik- inn, og ómögulega getað útvegað sér einn ódýr- asta aðgöngumiðann vegna fátæktar, hvernig svo sem hún hefði reynt að spara og draga sam- an. Nokkrum dögum síðar mælti gamli bók- haldarinn í hljóði, er hann hafði lagt nokkra reikninga á púltið hjá henni, og beðið hana að færa þá inn í bækurnar: “Eg hefi aðgöngumiða að samsöng, sem á að verða annað kvöld. Einn af ættingjum mán- um, sem er mjög handgenginn og tengdur sumu söngfólkinu hérna í basnum, hefir gefið mér þá. En konan mán kærir sig ekki um þess konar skemtanir og eg því síður. Kannske eg mætti, ungfrú Werner, bjóða yður aðgöngumiðanna að gjöf, því að öðrum kosti verða þeir ekki notaðir af neinum------” Marta var auðvitað hálf-hikandi fyrst í Stað, en löngunin til að njóta þessarar yndis- legu skemmtunar varð bráðlega yfírsterkari og feykti öllu hiki á braut. Hún tók við aðgöngu- miðunum með innilegu þakklæti ,og þegar hún kom inn í skrifstofuna morguninn eftir sam- sönginn, ljómuðu fögru augun hennar af ánægju og gleði, er hún fór að segja bókhaldaranum hve samsöngurinn hefði verði aðdáanlega hríf- andi og skemmtilegur. Þegar hún hafði hér um bil lokið máli sínu, þá tók hún eftir þv*1- að Hartmann var líka inni í skrifstofunni, og þagnaði hún þá allt í einu í miðri setningu, skundaði að skrifpúlti sínu, og grúfði sig ofan í stóru höfuðbókina, sem lá opin fyrir framan hana. Hartmann lagði fyrir hana nokkrar spurningar, er snertu starf hennar, og svaraði hún þeim mjög fálátlega, og henni varð sýnilega hughægra, en hún sá prentssmiðjueig- andann hverfa út um dyrnar .Hún var ennþá jafn kuldaleg og óþýð í viðmóti við húsbónda sinn, eins og þegar hún raknaði við úr öngvit- inu á legubekknum í skrifstofunni hans. Hræðslan og tortryggnin, sem skein svo glöggt út úr svip hennar og augnaráði, í hvert skifti er hún sá honum bregða fyrir, varð sem ókleif- ur múr á milli þeirra- °S unggæðislega glað- værðin, sem endur og sinnum fjörgaði svip hennar, þegar hún talaði við Steinhausen gamla bókhaldara, hvarf með öllu, þegar hún hafði á- stæðu til að ætla, að Hartmann sæi sig. Og hann gerði ekki heldur framar tilraun til þess, að ávinna sér traust hennar, er hann sá að honum var með ö!iu fyrirmunað að ná því, vegna einþykkni hennar og þráa. Þegar svo bar við, að hann þurfti eitthvað að tala við hana, var hann jafn alvörugefinn og vingjarnlegur, eins og þegar hann talaði við alla aðra þjóna sína. Samræður þeirra voru aldrei annað, en stuttar spurningar og svör. Og þótt svo bæri við að þau yrðu af tilviljun ein saman, minntust þau samt aldrei á málefni það, er þau höfðu rætt um, þegar hann heimsótti hana í gamla húsinu í Kurzen-Strasse. Professional and Business — Directory^- Office Phone 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultatlons by Appointment Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 J. J. Swanson & Co. Ltd. HEALTORS Rental, Insurance and Financlal Agents Sími 927 558 308 AVENUE Bldg. — Winnlpeg WINDATT COAL CO. LIMITED Established 1898 506 PARIS BLDG. Office Phone 92-7404 Yaid Phone 72-0573 CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917 M. Einarsson Motors Ltd. Distributors KAISER AUTOMOBILES The 1951 Kaiser Car is here Built to Better the Best on the Road IMMEDIATE DELIVERY Showrooin: 445 RIVER AVENUE •Phone 44 395 & 43 527 The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton’s) Office 927 130 House 724 315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Miraeographing, Addressing, Typing MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. 1ELEPHONE 927 118 Winnipeg. Man. COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, pianós og kæliskápa Önnurast allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Sími 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi P--- "S Gimli Funeral Home PHONE - 59 - PHONE Day and Night Ambulance Service BRUCE LAXDAL (Licensed Embalmer) S.. Baldvinsson’s Bakery 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími 74-1181 —* SAVE l/2 ON NEW RUGS CARPET REWEAVING NEW RUGS MADE FROM YOUR OLD WORN OUT CLOTHES OR RUGS. Write For Free IUustrated Cataloge CAPITOL CARPET CÖ. 701 Wellington Ave. Winnipeg, Man. Ph. 74-8733 '1 1 GUNNAR ERLEN DSSON PIANIST and TEACHER Repres. for J. J. McLean & Co. Ltd. (The Wests Oldest Music House) 636 Honie St. Winnipeg, Man. Office Ph. 74-6251 Res. Ph. 72-5448 V- DR. A. V. JOHNSON DENTIST ★ 506 Somerset Bldg. Office 927 932 Res. 202 398 Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Löglrœðingar Bank of Nova Scotia Bldc. Portage og Garry St. Sími 928 291 H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountants 505 CONFEDERATION LIFE Bldg. TELEPHONE 927 025 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken A. S. BARDAL limited selur likkistur og annast um útfarir. Allur úMrúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST Phone 74-7474 Winnipeg Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Financial Agents Sími 92-5061 o08 roronto General Trusts Bldg. GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Netting 60 Victoria St., Winnipeg, Man. Phone 928 211 Your Patronage Will Be Appreciated Manager: T. R. TH0RVALD60N Halldór Sigurðsson Sc SON LTD. Contractor & Builder • 542 Waverley St. Sími 405 774 finkleman OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnii PHONF 922 496 Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALStMI 3-3809 Tims. mim k sons LIMITED BUILDERS’ SUPPLIES COAL - FUEL OIL Phone 37 071 Winnipeg Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Maternity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flowers Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert j. Johnson Res. Phone 74-6753 ^ S. "S SAVE MONEY On Diamond Rings, Bulova and Swiss Watches and Jewellery at SARGENT JEWELLERS 884 Sargent Ave. Winnipeg, Man. Ph. 3-3170

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.