Heimskringla - 26.11.1952, Blaðsíða 2

Heimskringla - 26.11.1952, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. NÓV. 1952 l&i'tmskrinala fStotnuD 18*6) íexnur ii'; á hrertun miðvikudegl. s'igend.ir THE VTKING PRESS LTD 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Talsími 74-6251 Verfl hlHðstns er $3.00 árgane;urinn, borgist fvrirfram Allar borganir sendist: THÉ VIKING PRESS LTD öll viðskiftabréí biaðinu aðlútandi sendist The Viking Press Lirnited, S53 Sargent Ave.. Winnipeg Riistjóri STEFAN EINARSSON Utanásl'rift til ritstjorans: LDTT^n HErMSKHTNGLA W Sareem 4vr Wtnnlpeg Advertising Manager: GUNNAR ERLENDSSON "Heimskrmgla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED / and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man., Canada — Telephone 74-6251 Authorízed rrs Second Class Mai!—Post Office Dept., Ottawa WINNIPEG, 26. NÓV. 1952 Sjáið EVROPU í vor! i Um nýja forsetann Takið þá ferð á hendur, sem þér hafið frestað um langan tíma. . . . Sjáið ferða umboðsmann yðar nú þegar. Hann mun góðfúslega og án endurgjalds gefa allar nauðsynlegar upplýsingar viðvíkjandi nið- ursettu fargjaldi, og hvernig hægt sé að nptfæra sér “Sparnaðar Tímabilið”. Eftir frekari upplýsingum skrifið: ICELANDIC CONSULATE GENERAL 50 Broad Street, New York 4, N. Y. European Jravel CoMMISSION Ferðaskrifstofa Evrópu Evrópa sameinast um eflingu vináttu og framþróun, er ferðalög glæða. Þetta Nýja Ger Verkar Eins Fljótt Og Ferskt Ger Heldur Ferskleika Eins Og Þurt Geí I Hvert blaðið af öðru bæði í þessu landi og í Bandaríkjunum, rekur nú sögu hins nýkosna forseta, Dwight David Eisenhowers og reynir að gera sér grein fyrir, hvers af honum megi vænta sem for- seta. En það sem vér höfum enn af því tæi séð, virðist fara eins langt fyrir ofan garð og neðan eins og mikið af því gerði, er um hann var sagt í kosningunum. Á þessu er ef till.vill engin furða. Maðurinn, sem það hefir við sig, að vera kosinn undir þeim kringumstæðum, sem raun var á um Eisenhower, hefir eitthvað meira við sig, en það, sem í fljótu bragði verður séð. Hann sækir á móti flokki sem í 20 ár hefir verið við völd og sem bakhjarl á í hverju horni. Yfirlýstir fylgjendur demókrata flokksins voru bæði verkmannasamtök og bændur, auk miljóna dugandi stjórnarþjóna. Flokkurinn virtist ósigrandi, og reyndist það í höndum Roosevelts. En allar þessar stoðir skekkj- ast og bila er Eisenhower kemur fram og sækir undir merki flokks, sem legið hefir á kistubotni um tugi ára og er gleymdur þjóðinni— yngri kynslóðinni að minsta kosti. Það virtist alt sem til greina gat komið í kosningum vera á móti Eisenhower. Þar við bættist, að valinn maður var af hálfu demókrata kosinn á móti honum til að sækja um forsetasstöðuna. En ekkert af þessu nægði til að gera menn fráhverfa Eisen- hower, þó ætla hefði mátt að fyllilega nóg væri til þess. Eins fór með útreikninginn í öðrum greinum. Til dæmis var' það talinn einn af ókostum Eisenhowers, að hann var hermaður. : Það er satt, að Eisenhower sem nú er 62 ára, hefir stundað her-, mensku í 40 ár .En hann er ekki eini forsetinn, sem hershöfðingi | hefir verið. Þjóðin hefir áður kosið þá sjö og hafa allir reynst vel. j Hinn fyrsti og ágætasti þeirra var George Washington, foringi uppreistarmanna í frelsis stríðinu og fyrsti forseti þjóðarinnar. A.\ meðal hinna voru U. S. Grant, 1869, Andrew Jackson 1828 og Zachary Taylor 1849. Það var oftast á alvarlegum tímum, sem þessir menn voru kosnir og komu þjóðinni til bjargar. Næstu fjögur stjórnarár Bandaríkjanna eru hættuleg ár. Út af stríðinu sem 1950 braust út í Koreu, óttast menn um að þriðja alheimsstríðið muni brjótast út. Hver veit nema að nú bjargi málum, að Eisenhower var kosinn. Það hefir margt ólíklegra skeð. Eitt af því sem mikið var á lofti haldið á móti Eisenhower, var, að hann fylgdi flokki, sem óviðundi stefnu hefði í utanríkismálum Bandaríkjanna. Ef það reynist satt að slík stefna sé til og að Eisen- hower sé henni bundinn, væri það lakara. En eins og Heimskringla hefir áður bent á. má skipa forsetum Bandaríkjanna í tvo flokka í | þessu efni, þá sem fylgja flokkinum og þá, sem leiða flokk sinn. f hvorn flokkinn Eisenhower skal skipa, er vandalaust. Hann er ekki flokksmaður og hefir aldrei verið það. Þegar málum Evrópu var þar komið, að þau voru orðin hið mesta vandamál, var þess farið á leit af báðum stjórnmálaflokkunum, að hann tæki að sér leiðsögn þjóðarinnar, gæfi kost á sér til forsetastöðunnar. Var það all-ah j ment álit, að þjóðunum sem í varnarstöðu eru gegn kommúnisma, mundi um ekkert þykja betur en það, að Eisenhower tæki stjórn-: málataumanna í Bandaríkjunum í sínar hendur. Þær þóttust örugg- ari um afstöðu sína með því, en nokkru öðru. . Af þessu virðist mjög ljóst, að þá var ekki verið að gera mikið úr flokksfylgi Eisenhowers. Hann var þá sá sem leiða átti þjóð sína og flokk, hver sem hann var. Verði hann mjög undirgefinn flokki sínum, eða Taft, eins og nú er haldið fram, er það algerlega ný hlið á Eisenhower. f próf-kosningunum á móti Taft, sýndi sig alt ann-j að. Dómarnir um það að Eisenhower láti flokk sinn eða nokkurn | leiða sig, hafa ekki við meira að styðjast en margt annað, sem um hann var sagt. Vér segjum þetta ekki af neinni hlutdrægni með eða móti re- publikunum, heldur bendum á það, sem dæmi þess, hve þeim skjátlaðist, sem heldu Eisenhower ófæran til að stjórna vegna flokks-undirgefni sinnar. Ekki var misreikningurinn minstur, er honum var brugðið um að geta ékki haldið ræðu. Til þeirra hluta átti hann að vera ófær. Þó hann væri nokkur ár búinn að halda fyrirlestra á Columbia-há- skóla og á West Point herskólanum, átti hann ekki að geta smíðað pólitískar ræður. Þetta var ekki hlífst við að útbreiða. En einnig þar glaptist mönnum sýn. Ræður Eisenhower voru að öllum jafnaði frumlegri og líkari fyrirlestrum, en vanalegum pólitískum mál- flutningi. Þeir voru einnig á mun betra máli, en hér gengur og ger- ist yfirleitt. Stafar það af því, að Eisenhower ritar svo fagurt mál, að mikið minnir á góða höfunda. Til dæmis um þetta, var mjög vandfundinn ritari fyrir hann. Eru dæmi til að hann hafi rekið þá, vegna þess er hann kallaði kunnáttuleysi í ensku máli. Auk þess að hafa skrifað bók um ástand Evrópu, sem víðseldust var á sínum tíma, reit Eisenhower mikið af tækifæris ræðum og öðrum skrifum McArthurs, meðan hann var undirmaður hans. Þeir sem héldu því fram, að Eisenhower gæti hvorki soðið saman pólitíska ræðu né flutt, hafa eflaust, sem fyr illa skilið Eisenhower. Einstöku hafa komið fram með þá skoðun á Eisenhower, að hann sé of góður og vingjarnlegur maður til þess að standa í stímabraki við pólitíska áflogaseggi, er á hann vilji leika. Þegar fylgjendur Eisenhowers drógu athygli hans að þessu, var svar hans: Hafa Þjóðverjar sagt þeim eða kvartað undan því við þá, að eg hafi verið vægur á þeim? Margt meira af þessu tæi mætti tína til, en þess gerist ekki þörf. Um kosningu Eisenhowers má segja, að furðuleg hafi verið. Með henni voru svo margar gaml ar víggirðingar niður brotnar í politískum skilningi, að engin forseti hefir í sögunni slíkt af- rek unnið. Sigur hans þar var eins ákveðinn og hersigrar hans. Og pólitískir sigrar vinna sig ekki sjálfir fremur en sigrar á vígvelli. En hvernig víkur því við, að Eisenhower forsetefni vinnur sinn mikla sigur, ef enginn tekur eftir honum, eða skilur hann? Auðvitað skildi almenningur hann. Það var aðeins andstæð- ingaflokkur hans, sem ekkert þótti til Eisenhower koma, þessi flokkur, sem á grafarbakkann var kominn og tekinn var til að lifa svo inn í sjálfan sig, að hann vissi ekki hvað almenningsvilj- anum leið. Þetta hvorttveggja reið baggamuninn. Liberalflokk- ur Canada horfist nú í augu við mjög svipað ástand í kosningum er hér fara fram á næsta sumri og getur vissulega ekki litið björtum augum til komandi hausts. Aðrir geta það að vlísu heldur ekki, vegna þess óhapps að hér er enginn Eisenhower inn an hinna flokkanna að taka við til að sjá um uppfyllingu vilja og vona kjósenda hér, sem syðra. Við þetta skal svo ekki bæta. Hvernig stjórn Eisenhowers verður sker tíminn úr. Æfi atriði hans er í fáum orðum hægt að segja. Hann er fæddur 1891 f Denison, Texas, en er alinn upp í Kansas-fylki og telur sig sjálf- ur Kansasbúa. Hann útskrifaðist frá hermannaskólanum í West Point árið 1915. Varð hann þá um tíma kennari í vagnahernaðar- deildinni. Einnig um stund hátt- settur starfsmaður hjá McArth- ur herforingja. En síðan tók hann við stjórn hersins í Evrópu á Miðjarðarhafinu, Morrokko og Egyptalandi. Hann stjórnaði þessum Evrópu her þar til sigur var unninn á Hitler. Hann frels- aði þá Frakkland og sá um inn- rás hersins, sem sendur var til meginlandsins í því stríði. Að sigri fengnum kom hann heim og tók við yfirkennarastöðu á Columbia háskóla, Eftir striíð ið var hann gerður að yfir- manni Bandaríkja hersins, í stað Marshalls hershöfðingja, er sagði þeirri stöðu lausri. Þegar í annað sinn ókyrðist um í Evrópu, og Atlanzhafs og Vestur-Evrópu her þurfti aftur að koma upp, var Eftsenhower falið það starf. Hefir starfshæfni hans, þó bæði væri áður kunn af hinum erfiða hernaði á Kyrra- rafinu, sem hann átti svo mik- inn þátt í að skipulega og í N.- Afríku, aldrei komið gleggra í ljós, en við sameiningu hins hjá- leita hers 12 þjóða í eina órjúf- andi starfsheild. Að síðustu má það um kosn- ingu Eisenhowers í forsetastöð- una segja, að hún á meira skylt við ástandið í alheimsmálunum, en það, að honum væri hún eftir- sóknarverð. —Meira seinna. FJÆR OG NÆR Gifting í Wynyard, Sask Laugardagskvöldið, 15. nóv., fór fram giftingarathöfn í Sam- bandsskirkjunni í Wynyard, er gefin voru saman í hjónaband, Hjalti Hafsteinn Guðnason og Mary Nancy Franki. Séra P. M. Pétursson frá V7innipeg, gifti. Brúðguminn er sonur þeirra hjóna Sigurðar Árna Guðnason og Sveinbjargar Kjarval, sem er systir listamálarans á íslandi. Brúður:n er af austurlenzkum ættum og var hjúkrunarkona á spítalanum í Wynyard. Brúðg- uminn stundar búskap við Kan- dahar. Þau voru aðstoðuð af Carl Guðnason, bróður brúðgumans, Mrs. S. H. Erickson systur brúð- arinnar frá Saskatoon og Betty Kendall frá Yorkton, Sask. Helgi Olafson frá Kandahar og Sher- man Erickson frá Saskatoon leiddu til sæta. En Donald Erick son, litli sonur þeirra Ericksons hjónanna var hringberi.. Hall- grímur Johnson söng einsöng, “O Promise Me”, og Mrs. Ted Sveinbjörnson var við orgelið. Að athöfninni lokinni var gengið niður í neðri sal kirkj- unnar þar sem fór fram vegleg brúðkaupsveizla. Séra Philip M. Þarf engrar kælingar með Nú getið þér fengið fljóthefandi ger án þess að vera hrædd um skemdir. Hið nýja Fleischmann’s Fast Rising Dry Yeast heldur sér viku eftir viku án kælingar. Hafið ávalt mánaðarforða á búrhillunni. Notið það nákvæmlega eins og ferskt ger. Einn pakki af þessu nýja, þurra geri jafngildir einni köku af fersku geri í öllum forskriftum. Vinnur tafarlaust, er fljóthefandi. Að leysa upp. (1) í ofurlitlu volgu vatni skal leysa upp vel eina teskeið ai sykri móti einu umslagi af yeast. (2) Sáldrið í það dry yeast. Látið standa 10 mínútur. (3) Hrærið vel. (Vatn sem notað er þannig reiknist sem hluti af þeim lög sem forskriftin sýnir.) Biðjið nú þegar matvörusalann yðar um hið nýja Fleischmann’s Fast Rising Dry Yeast. 1 pakki jafngiidir 1 köku af Fresh Yeast fc Pétursson mælti fyrir skál brúð- arinnar og brúðguminn flutti nokkur þakkarorð. Síðan var raunsnarlega borið á borð. Seinna um kvöldið var farið heim í hús brúðhjónanna fyrir vestan Kan- dahar, sem var reist í haust og þar gafst gestum að skoða nýja húsið og hinar mörgu og fögru gjafir sem brúðhjónunum hafði borist. Og síðan var stigin dans í samkomuhúsinu í Kandahar. En brúðhjónin lögðu af stað í brúðkaupsferð til Regina og víð' ar. ir t * Innilegt þakklæti Við undir rituð biðjum Heims- kringlu að færa öllum þeim inni- legt þakklæti er efndu til gleði- samsætis fyrir okkur í aamban^ kirkjunni fyrra laugardag í tiV efni af bústaðaskiftum okkar. Við nefnum ekki nöfn neinna, en viljum ,láta kunningjana og vinina vita, að góðvild þeirra 1 .i*mpnv VQU BUV M S£Mt- ActroMAr/c S£ir-F££t? ttmmmr TRAOE MARK /tr /?£mt!# mtss Hc-r kemur það—hið mesta sparnaðarboð á árstfðinni! — Ein smálest af kolum fyrir hið fullkomnastsa kolahitunai- tæki, sexn er fáanlegt í dag. Þér komist að raun um að kol eru beztu kattpin, fyrir öruggan, jafnan, ódýran hita. — I “Booker” endist ein smálest af kolum lengi—í tnargar viktir munuð þér hafa ókeypis hita. Ekkert aukreitis að borga—ekkert aukreitis til að kaupa. — Veljið í dag hjá næsta umboðsmanni, þann “Booker, sem þé-nar yður bezt — það gefur yður ré-tt ókeypis á einni smá- lest, 2,000 undum, af beztu “Booker” kolum, unnin í Saskatchewan og Alberta. — Hér getið þér fengið þessi hin frægu Booker kol: Mined in Saska tch ewan ECONO OLD MAC KLIMAX SASKO SOO Mined in AJberta BIRNWELL DIPLOMAT BLACK NUGGET ROSELYN BLUE FLAME VESTA Tk ,/(S OFFÉR G0OD AT ANÝ '(3 BOOKEF DEALER Act now! You'll find 12 models of space heaters, fumaces and conversion models to choose from. Experience these extra benefits of Booker heating now enjoyed by thousands throughout western Canada. Light your fire just once a year—never goes out. Finger-tip control for fast heat. No moving parts to gp wrong—no shear pins, no motors. Burns the smoke for clean heat, free from dust and dirt, No clinkers, little ash. Under control at all times—positively safe. Booker units can be fitted with electric or non-electric (Bookerstat) controls. THIS OFFER... EXPIRES MIDNIGHT JANUARY 17th, 1953 PATINTID Everyone Can Afford a B00KER. Priced $79.75 and up F.Ö.B. Wpg. SElf FEED S0FT C0AI HEATERS ond FURNACES A MODÉL FOR EVERY. HEATING NEED SELECT THE RIGHT UNIT FOR YOUFÞ HEATING NEEÐS 12 MODUS TO CHOOSl FROM MORE THAN 45.Mt) SATISFlÉD * BOOKER USERS IN WtSTERN CANADA “* ‘ 'TSKrrpwwT™ ‘ DISTR IBUTORS INTERNATIONAL KEATING & SUPPLY LTD. WINNIPEG. CANADA

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.