Heimskringla - 20.01.1953, Síða 2

Heimskringla - 20.01.1953, Síða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. JANÚAR 1953 WINNIPEG, 20. JANÚAR 1953 fríðum í fjallahlíðum fjóluna bærir gjóla; eftir létt eyrum sléttum ítækur streymir lækur, í móum litlum lóum leiðist ei við sín hreiður.’ Rödd frá landnámsárunum eltir prófessor RICHARD BECK Fyrir rumu ári síðan kom út á vegum ísafoldarprentsmiðju i Reykjavík heildarsafn kvæða Úndínu skáldkonu. Hefir þeirrar bókar verið getið að nokkuru, og að verðleikum vinsamlega, í viku- blöðum vorum vestur hér. Meðal annars birtist í Lögberg. hið á- gæta erindi um skáldkonuna, sem frú Lára Árnadóttir flutti í rík- isútvarpið íslenzka 2. nóvember 1952 og prentað var í október-des- ember hefti tímaritsins “Akraness” það ár. En þar sem í hlut á höfuð skáldkonan frá landnámsárum ís- lendinga hér í álfu, fer ekki illa á því að athygli vestur-íslenzkra lesenda. þeirra, er láta sig varða bókmenntir og menningarmál, sé á ný beint að þessari kvæðabók skáldkonunnar elztu úr vorum hópi. Kvæði hennar áttu einnig á sinni tíð vinsældum að fagna hjá landnámsfeðrunum og mæðrunum íslenzku hérlendis. Um það fer J- Magnús Bjarnason skáld, og aldavinur skáldkonunnar, þessum orðum i hinni prýðilegu mínningargrein sinni um hana, “Úndína skáldkona” í “Eimreiðinni” 1924: “Eg þekkti fólk, sem kunni sum kvæðin hennar utanbókar og fór oft með vísuorð úr þeim.” Færir hann síðan mörg dæmi þeim ummælum sínum til staðfestingar. Fleiri af eldra fólki voru hefi eg einnig heyrt taka í sama streng. Hvergi á þessi umsögn mín um kvæði Úndínu hedur heima. en einmitt hér í blaðinu, því að fyrstu kvæði hennar birtust í “Heimskringlu” í ritstjórnartíð Jóns Ólafssonar fyrir meira en sextíu árum síðan, og “Heimskringla” birti einnig, að eg bezt veit, síðasta kvæði hennar, en það var íslandsminni, er hún flutti á ís- lendingadegi í Blaine, Washington, 2. ágúst 1937, þá nærri áttræð að aldri. Áður en lengra er farið, er einnig maklegt að benda á það, að þessi útgáfa kvæða Úndínu er mjög falleg bók að ytri búningi og einkar handhæg að stærð; í einu orði sagt, hin prýðilegasta að öllum frágangi, svo að til sæmdar er hlutaðeigendum. Megum vér Vestur-íslendingar vera þeim sérstaklega þakklátir fyrir það, hve vel þeir hafa hlúð að minningu skáldkonunnar með þessari vönd- uðu útgáfu kvæða hennar- Vafalaust hefði hún einnig sjálf helzt kosið sér þann minnisvarðann, svo djúpar rætur áttu ljóð hennar í innsta eðli hennar og sárri lífsreynslu. Snæbjörn Jónsson bóksali í Reykjavík, sem áður hafði skrifað itarlega og samúðarríka ritgerð um Úndínu og æfiferil hennar í “Lesbók Mbl.” 1950, fylgir útgáfu kvæða hennar úr hlaði með á- gætri greinargerð um skáldkonuna og kvæði hennar. Hlún hét, eins og löngu er almenningi kunnugt, fullu nafni Helga Steinvör Bald- vinsdóttir; var fædd á íslandi árið 1858, fluttist til Vesturheims árið 1873, og dó vestur á Kyrrahafsströnd 1941. Að henni stóðu traustir ættstofnar á báðar hendur, mikilhæft merkis- cg gáfna- fólk, og “skáldakyn í allar áttir”, eins og segir réttilega í inngang- inum að kvæðabók hennar. Henni var því eigi í ætt skotið um lík- amlegt og andlegt atgjörvi, né heldur um skáldgáfuna. Svo að eigi sé seilst lengra í ættir fram, má á það minna, að foreldrar hennar Baldvin Helgason frá Skútustöðum við Mývatn (d 1903) og Soffía Jósafatsdóttir frá Stóru-| .--------------- ------ Ásgeirsá í Húnavatnssýslu (d.! ið” 18. desember 1952) mjög hlý- 1902) , voru bæði skáldmælt. Um lega, og af sínum "g\ögga skiln- Mætti margur eldri að árum, er við ljóðagerð fæst, telja sig vel sæmdan af slíku byrjunar- spori á skáldabrautinni. Ekki var Úndína heldur nema fimmtán ára, þegar hún sendi fósturjörðinni vestan um haf þessa hlýju og faguryrtu kveðju “Meðan vindur blæs um bratta tindinn, beljar foss í háum gljúírasal, meðan speglar mána nokkur lind in, meðan þroskast fagurt blóma val, meðan styrkur er í sveinsins armi, inndælt brosir nokkurt fagurt sprund, meðan ástin býr í nokkrum barmi, blessun stærsta hljóttu feðra- grund.” Skipar það kvæði, “íslands- minni”, öndvegi í kvæðabók hennar, og fer vel á því, bæði vegna þess, að það á þar heima í aldursröð, og þá eigi síður vegna hins, að þar hljómar einn dýpsti og sterkasti strengurinn í hörpu skáldkonunnar:—trega- sár heimþrá, ástin á landinu' hennar fagra en fjarlæga, þar | sem hugur hennar dvaldi löng-^ um á vegferð langrar ævi utan] ættjarðarstranda. Af mikilli við- kvæmni grípur hún einnig í| þann streng djúpstæðrar ræktar sem í seinasta kvæði sínu, fluttu á íslendingadeginum í Blaine 1937 ,eins og fyrr var get ið, og eru þetta loka ljcðlínurn- ar: Baldvin ritaði Margrét J. Ben- edictsson prýðisgóða og fróð- lega grein í “Almanak Ó. S. Thorgeirssonar” 1931, er sýnir það, að hann hefir verið hvort tveggja í senn glæsimenni og maður fjölhæfur að sama skapi. Má einnig á það minna, að þau söguskáldið Þorgils gjallandi (Jón Stefánsson) og Úndína voru bræðrabörn, og að þau voru þremenningar hún og Jakob J. Smári, hið listræna ljóðskáld, enda ritaði hann (“Alþýðublað- ingi á bókmenntum um heildar- útgáfuna af kvæðum þessarar frænku sinnar. Ekki er það því orðum aukið, að Úndínu hafi runnið skálda- blóð í æðum, enda létu ljóð-j hneigð hennar og bragfimi mjög snemma á sér bæra. Var hún enn á bernskuárum, er hún orti þessa kvöldlýsingu: “Hnígur sunna, og sígur svartur skuggi á dal bjartan, “Við erum hér, en hugurinn er •heima; því hverjum lærist fyrstu ást að gleyma?” Og laukrétt er það, að engin ellimörk eru á þessu síðasta kvæði Úndínu, þó komin væri fast að áttræðu, og hefði löngu lagt kvæðagerð á hilluna, eða j eins og hún orðar það sjálf þessu kvæði sínu: “Mér hvarf svo ungri listabraut til ljóða." Hinu ber kvæðabók hennar ó- rækastan vottinn að hún hafði allt annað en vaxtað illa skálds- ins pund, þó að hún í auðmýkt göfugrar og lífsreyndrar sálar, J geri lítið úr skáldskap sínum í umræddu kvæði sínu- Öll eru kvæði hennar þýð og geðþekk, þó misjöfn séu að gæð- um, eins og verk annarra skálda; en það, sem svipmerkir ljóð hennar um annað fram, er hinn djúpi og ljúfsári tregatónn mjög margra þeirra. Ekki kemur það heldur á óvart, þegar í minni er borið, að þungt heimilisböl og ástvinamissir urðu hlutskipti hennar framan af árum, en flest- öll kvæði hennar eru einmitt frá þeim tíma, frá fyrri helmingi ævi hennar, þegar kaldur storm- ur napurra örlaga næddi hana í gegn—innst inn í hjartarætur. Saknaðar- og ástakvæðin frá þeim árum bera því eftirminni- legast vitni, hve þungt henni j hefir þá verið niðri fyrir, kvæði ens og “Hrakningur”, “Nú burt frá þér, ástvin”, “Helför” og “Gamla árið og eg”. Hvergi hell- ir hún þó átakaneglar úr beisk- um bikar sorgar sinnar heldur en í kvæðinu “Úndína á hafs- botni”, er hefst á ljóðlínunum: “Á hafsbotni sit eg og harma þig æ, minn hjartfólgni, sárþreyði vinur, En dauflegt og kalt er í drynj- andi sæ, sem dapurt og þunglega stynur.” Þá er eigi síður hjartnæmt kvæðið “Sagt við barn”, er lýsir því, að skáldkonan er svo harmi slegin, að hún biður barnið að næla eigi blómi á barm sinn, svo að blæðandi hjartasár hennar ýfist eigi við það að nýju. Ekki er þá heldur erfitt að skilja það, að þessi tilfinninganæma kona, sem setið hafði ósjaldan skugga megin í lífinu, yrkir eitt af sín- um beztu kvæðum um “Kjallara- plöntuna”, er harmar hlutskipti sitt, en þráir sól og sumar, og kemur þar fram rík samúð skáld- konunnar með mönnum og mál- leysingjum. En henni hefir eigi aðenis tek- ist að túlka lífsreynslu sína og tilfinningar á eftirminnilegan hátt, og oft listrænan, í meiri- háttar kvæðum sínum; hún gerir það engu miður í einstökum vísum úr látlausari kvæðum sín- um, svo sem þessari vísu úr kvæðinu “Húmið”: “Fölur ertu, máni, — og föl er þín kinn — ljóð mín þó skrifa eg við ljósgeislann þinn.” f erindum sem þessum “felst meira um lífsreynslu og ævi skáldkonunnar en margur mundi segja í fleiri orðum”, segir Þór- oddur skáld Guðmundsson frá Sandi réttilega í einkar vinsam- legum og glöggum ritdómi sín- um um kvæðabók Úndínu (Mbl- 4. jan. 1953). En þó að tregatóninn sé tíð- um hinn þungi undirstraumur í kvæðum Úndínu, er þar slegið á fleiri strengi. Hún unni hugást- um allri fegurð, og þá ckki sízt fegurð hinnar ytri náttúru; hún yrkir margt ljóða, sem eru ná- lega hreinræktaðar náttúrulýs- ingar, eða að öðrum þræði; er Þetta Nútíma Fljóthefandi Dry Yeast, þarf Engrar Kælingar Heldur ferskleika! Verkar fljótt! Hér er þetta undurséunlega nýja ger, vinnur eins fljótt og ferskt ger, samt er það altaf ferskt, heldur fullum krafti í matskápnum. Þér getið keypt mánaðar-forða í einu. Engar nýjar forskriftir nauðsynlegar. Notið Fleischmann’s Fast Rising Dry Yeast alveg eins og ferskt ger. Að leysa upp: (1) í ofurlitlu volgu vatni skal leysa upp vel eina teskeið aí sykri móti einu umslagi af yeast. (2) Sáldrið í það dry yeast. Látið standa 10 miínútur. (3) Hrærið vel. (Vatn sem notað er þannig reiknist sem hluti af þeim lög sem forskriftin sýnir.) Biðjið nú þegar matvörusalann yðar um hið nýja Fleisdhmann’s Fast Rising Dry Yeast. Kaupið mánaðarforða hjá matsölumanni yðar. 1 pakki jafngildir 1 köku af FreshYeast! í þeim kvæðum hennar víða brugðið upp orðhögum og fögr- um myndum; t.d. í kvæðinu “ís- ing”, en grunnt er þar jafnframt á saknaðarkenndinni. Þrátt fyrir holskeflur þungra var harma, er skullu á henni, innileg trú Úndínu henni sem lýsandi viti í ölduróti lífsins og andstreymi; gekk hún sigrandi af hólmi örðugleikanna og kom skipi sínu heilu í höfn- Síðari sr,s::* ItED and HURStRY BOOK The finest and largest Catalog we have ever issued, now 164 pages, all to help you enjoy the lovliest garden ever. Many fine new things lik Bush for Sweet Peas, a miracle Flower that changes color every day, Salvias so early they fowler in the seed flat, Miniature Glads, Giant ___________ Hybrid Begonias and Gloxinias, Baby Orchid, New Roses, Crimson King Maple, latest Hybrid Vegetables, Large Fruited Straw- berries from secd, Nursery Stock, Bulbs, Houseplants, Garden Chemicals, Supplies, etc. Send today. lol D0MINI0N SEED H0USE GEomtar?o T VERNDIÐ ÁRÍÐANDI SKJÖL Fæðingarskírteini yðar, vegaibréf, borgarabréf eða önnur áríðandi skjöl ættu ekki að vera geymd í heimahúsum. Yhætta við tapi fyrir elds orsakir eða þjófnað er of mikil. Geymið skjölin í yðar einka öryggis geysmlukassa á ROYAL BANKANUM. Kostar minna en 2 cents á dag. Spyrjist fyrir um þetta atriði á næsta útibúi bankans. VÉR FÖGNUM VIÐSKIFTUM YÐAR THE ROYAL BANK OF CANADA Hvert einstakt útibú er vemdað mefi samanlogðum eignum bankans er nema að upphæð: $2,675,000,000 5350 KENSLA FYRIR NÝK0MNA TUNGU 0G ÞEGNSKAP Kensla af þessu tæi er fáanleg í flestum bygðum Canada. Með því að færa sér hana í nyt, lærist málið skjótar og þekking á Canadisku þjóðlífi. Það sem þú lærir í þessum kenslustundum býr þig undir framtíð þína í þessu landi. Hún greiðir mikið fyrir, er sótt er um þegnréttindi í lanainu. Upplýsinga um þessa kenslu, er að leita til mentamálanefnda í bygðinni, skólaeftirlits manna, sóknarpresta, vinnuveitanda þíns eða forustumanna innan þíns eigin þjóðernis. Ef þú átt heima í bygð sem slíka kenslu er ekki að fá, ei hægt að fá endurgjaldslaust ýmislegt, til sjálfsmentunar lrá Canadian Citizenship Branch, Department of Citizen- ship and Immigration, Ottawa, Canada. BIRT AÐ TILHLUTUN: DEPARTMENT OF CITIZENSHIP & IMMIGRATION HON. WALTER E. HARRIS, Q.C., Minister of Citizenship and lmmigration LAVAL FORTIER, O.B.E., Q.C., Deputy Minister of Citizenship and Immigration i

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.