Heimskringla - 20.01.1953, Síða 3

Heimskringla - 20.01.1953, Síða 3
HEIMSKRINGLA 3. SIÐA WINNIPEG, 20. JANÚAR 1953 hjónaband hennar var og hið I farsælasta, en á það bar samt þann skugga, að hún missti! seinni mann sinn um aldur fram.; En rúman síðasta áratug ævinn- ar naut hún frábærrar ástúðar og aðhlynningar Soffíu dóttur! sinnar og manns hennar, H. F. J Kyle, í Poulsbo, Wash., og þar lézt hún 23. október 1941, eins og að framan er vikið að. Á síðari árum fann listhneigð ( hennar sér framrás í hannyrðum er henni fóru svo frábærlega vel úr hendi, að hún hlaut oft hæztu verðluan á sýningum fyrir fagr- an útsaum og handavinnu sína. Talar Þorsteinn Þ Þorsteinsson skáld því bæði á bókstaflegan og táknrænan hátt, er hann segir í hinu snjalla minningarkvæði sínu um Úndínu (í 23. árgangi Timarits Þjóðræknisfélagsins): “Með skapandi listamanns leikni hún lífið í skrautdúka óf; af kvenlegri kunnáttu og íþrótt í kvæðunum sorgina gróf. Og nú eru ljóð hennar ljósker úr liðnum og hverfandi sið, frá fallandi fornaldar kynslóð, sem fjöldi manns kannast ei við’’. Satt er það, að Úndína var i hugsunarhætti og skáldskap sín- um barn sinnar tíðar, og eru ljóð hennar því ort í öðrum anda en gerist á vorri atómöld. Fegurð í 1 jóði, sem í öðrum myndum, er þó söm við sig, þeim er á annað horð kunna hana að meta; og hjarta mannsins talar enn sama uiáli, hvort heldur er í gleði eða sorg, eins og það gerði á dögum skáldkonunnar á landnámsárun- um löngu liðnu í íslendinga- byggðunum vestur hér. Með útgáfu kvæða hennar á ættjörðinni er hún einnig kom- in aftur heim þessi íslenzka at- gerviskona á andlega og verk- lega sviðinu, er háði svo hreysti- ^ga og göfuglega lífstrí'ð sitt á erlendri grund. Þessvegna hitta þessi fögru orð Þorsteins Þ. Þor steinssonar úr minningarkvæð- inu um hana ágætlega i mark: “En landnámakonan og ljóðið á lífsmátt hjá íslenzkri þjóð, þótt venjur hjá Vestmönnum breytist, sem villast af feðranna slóð- f3ai' geymist úr árþúsund íslands hin íslenzka skáldmær, sem var frá Kanada-lendunni litlu sem landar fyrst stofnuðu þar.” ♦ * l > t.*$ I $ . THIS SPACE CONTRIBUTED B Y DREWRYS MANITOBA D I V I S I ON WESTERN CANADA BREWERIES ^ UMITED Sonur lýðsins (RAGNAR STEFÁNSSON ÞÝDDI) ! Eftirvæntingin og taugaspenningurinn eru á svo háu stigi, að allt sem fyrir kemur meðan athöfnin stendur yfir, hversu smávægilegt sem það er, veldur annaðhvort gleðiæsingi, eða gráti. Á meðan les presturinn upphaf hjónavígsl unnar Andras hlustar með lotningu. Deginum áður hefir hinn aldni, góði faðir farið þolinmóð lega yfir hvert orð í vígsluathöfninni með hon- um, til þess að hann skildi til fullnustu hvað guð ætlaðist til að hann gerði, og hverjar þær skyldur væru, sem hann ætti að sverja að rækja. “Megi drottinn af náð sinni sameina ykkurl”, þegar hann hafði í gær lesið þessi orð, fannst honum þau hlytu að vera mælt af englum, er þeir opnuðu hlið himnaríkis. “Gipsy”-hljómsveitin, sem ávallt er óað- skiljanlegur hluti félagslífsins í Ungverja- landi, hvort heldur þar fer fram gleði eða sorg- arathöfn, hefir komið sér fyrir á afviknum stað frammi við dyr kirkjunnar. Hljóðfæraleikararn- ir kunna ekki mörg sálma, þeir leika mestmegn- is draumljúf og þýð ungversk lög, er fylla littlu kirkjuna með töfrandi hvíslkenndum ómum. Andras lokar augunum. Hann hefir lofað prest- inum að halda hugsunum sínum í skefjum, að láta hugann dvelja algerlega við þessa helgu at- höfn. Hinir mjúku tónar strengja-hljóðfæranna, fylla loftið, hin lága rödd föður Ambrosiusar þegar hann les guðspjallið, hefir yfir trúarjátn inguna og bænirnar, allt virðist svo draumkennt og óraunverulegt- Og þó vaktar Andras prest- inn gegnum reykelsismóðuna, meðan hann mæl ir fram hin heilögu vígsluorð. Littlu bjöllunni er hringt, og allir lúta höfði í lotningu; fáein tár hrynja af augum II- onku ofan á bænabókina hennar. Fyrri hugskotsaugum sínum sér hann í móðu Kisfalu—heimilið, uppljómað af nærveru ungu eiginkonunnar, sem svífur eins og drauma dís um lágu herbergin, og . . • svo ef til vill létt fótatak, ennþá léttara en hennar, í húsinu, og ferskar hvellar raddir, sem hrópa “pabbi” þegar hann kemur heim. Óviðjafnanlegur frið- ur fyllir hjarta hans, hinir fallþungu ástríðu straumar eru gleymdir, sem hafa nálega yfir- bugað hann, þessar síðustu þreytandi vikur; hann hugsar um hana eins og dýrðling, heilaga, hreina, uppsprettulynd hamingjunnar, sitjandi í hásæti breiðandi blessun og ánægju yfir sveitaheimilið, og hann myndi krjúpa við fætur hennar, og tilbiðja hana. En nú er faðir Ambrosíus að stíga niður frá altarinu, herra greifinn er einnig staðinn upp, og stendur beinn og fölur við altarispallriðið, en einn af meðhjálpurunum heldur á litlum silf- ur diski með tveimur gullbaugum. Hljóð, sem líkist djúpu andvarpi, virðist líða upp frá brjóst um fjöldans í kirkjunni, andvarp æstrar og á- kafrar eftirvæntingar. Andras og Ilonka standa frammi fyrir prestinum, og eiga nú að lokum að vígjast saman. Hvorugt þeirra heyrir hvað presturinn segir. Bæði eru eins og í draumi. Bak við þau reynir hver og einn að teygja sig upp, sem mest hann má, til þess að geta séð brúðhjónin; hann hávaxinn og þreklegan, hana fíngerða og fölleita; sumir þeir óprúðari af kirkjugestunum standa jafnvel upp á bekkjun- um en æst, niður þaggað hvísl, brakhljóð og hringl í talnaböndum, rýfur hina helgu þögn í kirkjunni. Biney Marko og flokkur hans leika draumljúft lag, hálf klökkvakennt, og fornlegt; það er eins og hljóðfærin hvísli og andvarpi, og hinir lágu, yndisþýðu tónar komi úr einhverjum fjarlægum töfráheimi, og berist á bylgjum reykelsisilmsins. Faðir Ambrosíus er búinn að leggja saman hendur þeirra, aðra littla og kalda hina sterklega, sólbrennda og grófa. Andras þorir varla að anda. Sannarlega get- ur þetta ekki verið raunverulegt- Faðir Ambrsoíus leggur hönd sína ofan á samantengdar hendur þeirra, en í gegnum það allt finnur. Andras titring, eins og vængjablak smáfugls, sem rænt hefir verið úr hreiðri. Um leið og þau hafa snert hvors annars hendi, verður hún ennþá fölari í andliti, sem hafði þó verið náfölt áður, og aðeins eitt augna blik lítur hún á hann bláu augunum, það er svo biðjandi og skelfingarfullt augnatillit að And- ras finnur til svo mikillar meðaumkvunnar, að hjarta hans ætlar að bresta. Skildi hún það ekki að hann elskaði hana, eins og dýrðlingarnir elskuðu Guð sinn? Að hann ætlaði að annast hana og dá, og vernda hana frá hverskonar sorg?Höfðu ekki foreldrar hennar sagt henni að hann hefði beiðst þess að verja hana fyrir stormviðri og brennandi sól arhita, og vera svo ánægður ef hún aðeins brosti ? Því leit hún svona biðjandi til hans þá? Það leit nálega út eins og hún væri frávita af skelfingu! Skelkuð? Mikli almáttugi guð, Þegar hendi hennar hvíldi í hans eigin hendi! og Guð j sjálfur hafði trúað honum fyrir henni, lagt ; j hana í hans vald, til þess að elska og annast til j æfiloka! , “ Professiona 1 and Business ..... = Directory~ Faðir Ambrosíus færir þeim nú gullbaugana hvoru um sig. Þá hvíslar hann að Andrasi að draga þann, er hann hélt á, á einn fingur þessar- ar hvítu handar. Presturinn segir svo eitthvað, sem Andras hefir upp eftir honum. Það hljóð- ar allt eitthvað um ást og umönnun, vanheilsu og dauða, illt og gott. Andras endurtekur það allt, eins og í draumi; honum skilst það aðeins óljóslega að hann er að vinna eið frammi fyrir Guði og mönnum Hvaða þörf er á því að vera að taka eiða af honum, þegar þessi heit eru einmitt uppfylling þess sem hjarta hans þráir heitast? Þvi næst tekur hún til máls. Hún endur- tekur einnig það sem faðir Ambrosíus hefir upp j fyrir henni. Rödd hennar;, — hvað hún er yndis leg! hún er lítið hærri en hvísl, en berst þó um j alla kirkjuna, með deyjandi óma hljóðfæranna að undirspil. Hún vinnur einnig eið, þar sem hún leggur náköldu hendina á hringinn sem búið er að draga á fingur hennar, — að elska, heiðra og hlýða. Ákveðið og sigrihrósandi hljómar svarið “já” af vörum Andrasar, þegar guð fyrir munn prestsins, samkvæmt lögum og reglum kirkj- unnar spyr hvort það sé einlægur ásetningur hans að ganga að eiga þessa konu. Svar hans er skýrt bergmál af niðurbældri þrá hans, af hans ósegjanlega djúpu og innilegu ást. Hún svarar einnig ákveðið játandi; rödd hennar titrar ekki, en einu sinni enn falla stór tár af augum hennar, og renna eins og skínandi daggardropar niður kinnarnar- Djúpt fagnaðarandvarp líður upp frá brjósti kirkjugestanna. Þessi óriftanlega samningsgerð er um garð gengin. Andras Kemeny, almúga- drengurinn, sem margur ófríður kvenmanns- munnur hefir kysst sem smábarn, sem, þegar hann stálpaðist, varð að þola harðar refsingar af sínum stranga föður, sem hafði erfiðað á ökr um föður síns eins og hver annar vinnuþræll, sem var einn af þeim, og eins og þeir, fæddur og uppalinn á hinni yndislegu Ungverjalands- sléttu, var nú, og í allri framtíð, réttilegur eig- inmaður og höfuð háborinnar aðalsmeyiar, dótt- ur þess manns, sem átti landeignirnar, afkom-! anda þeirra, sem höfðu átt almúgalýðinn með húð og hári, eins og gripina og annan kvikfén- að, og getað selt hann, braskað með og misþirmt honum eftir vild, jafnvel drepið hann. Hvað það var allt ótrúlega yndislegt! Eins og stórkostlegur draumur, sem alla hafði dreymt í sameiningu. Öll ljósin, blómin, hinn nýji, yndislegi messuskrúði; Bilesky- greifi, er stóð hér, og hafði frammi fyrir allra augum samþykkt giftingu dóttur sinnar og al- múga-piltsins. Hin fagra aðalsmey, öll hvít- klædd, hún líktist mest dýrðlingi, sem hefði stígið niður til þess að dvelja meðal almúgans Og svo hái, sterklegi maðurinn úr þeirra eigin flokki; maðurinn með fallega, dökkhærða höfuðið, myndarlega og áhrifamikla andlitið, sólbrennt og dökkleitt af margra ára striti á ökrunum í brennandi sólskini; hörðu, hraust- legu hendurnar, sem ávallt voru svo fúsar að gefa þeim sem bágt áttu, og engan létu synjandi frá sér fara. Það var dásamlegur dagur, stórkost legur atburður, svo fádæma yndislegur, að bók- staflega öllum vöknaði um augu, og fengu ó- notalegan kökk í hálsinn; svo áhrifaríkur og yndislegur atburður, að hljóðfæraflokkurinn hafði aldrei heyrst leika svo angurblíð og töfr- andi lög, er bárust á bylgjum loftsins, og ilmi hinna deyjandi blóma. Svo dýrðlegur atburður, að höfuð-persónurnar í sambandi við hann þreklegi maðurinn og grannbyggða stúlkan krupu með hrærðu hjarta og tárvotum augum, frammi fyrir hásæti hins algóða og miskunsama Guðs! Á það sem eftir var af messuathöfninni, var hlustað í djúpri þögn. Draumblíð værð hvíldi yfir öllum. Hin einfalda bæn “Faðir vor”, jafnvel þó hún væri höfð á Latínu, hreif alla, jafnvel, og allra helzt hina fáfróðustu og ó- mentuðustu. Andras kraup á upplituðu hægindasessunni. Hann huldi andlitið í höndum sér; fyrir lokuð- um sjónum hans sveif þetta hræðslufulla augna tillit, sem hafði grátbænt hann um miskunsemi j og vægð Sú sýn skar hann í hjartað. Hann gnísti tönnum, til þess að hinn grátþrungni ekki brytist ekki út. Hún kraup við hlið hans, j svo ísköld og ósveigjanleg nú Með mikilli lotningu renna þau niður of- látunum, sem faðir Ambrosíus lætur í munn þeirra. f einfaldri og fölskvalausri trú neytir hinn ungi alþýðumaður hinna miklu náðarmeð- ala, sem Kaþólska kirkjan fyrirskipar áhang- endum sínum að trúa á. Hann skilur þau ekki, en hann spyr engra spurninga; það er tæplega til nokkur efasemd í hinum hrærða huga hans. Ilmur fölskvuðu blómanna virðist hafa svæfandi áhrif á hann; þunglyndislegi hljóð- færaleikurinn er sefandi, og breiðir blæju draumkennds meðvitundarleysis yfir sál hans. Office Phone 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consult.ations by Appoin<tment Dr. P. H. T. Thorlakson WINMPEG C.LIMC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurcmce cmd Financial Agents Sími 927 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors oi Fresb and Frozen Fisb 311 CHAMBERS ST. Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917 M. Einarsson Motors Ltd. Buying and Selling New and Good Used Cars Distributors for FRAZER ROTOTILLER and Parts Service 99 Osbome St. Phone 4-4395 The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton’s) Offíce 927 130 House 724 315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. v TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Simi 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Síini 74-1181 SAVE l/2 ON NEW RUGS CARPET REWEAVING NEW RUGS MADE FROM YOUR OLD WORN OUT CLOTHES OR RUGS. Write For Free Illustrated Cataloge CAPITOL CARPET CO. 701 Wellington Ave. Winnipeg, Man. Ph. 74-8733 1 C— 1 GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. 74-4558 _Res. Ph. 3-7390 S.-----------------------^ J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU DR. A. V. JOHNSON DENTIST ★ 506 Somerset Bldg. Office 927 932 Res. 202 398 Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögtrœðinqar Bartk oí Nova Scotia Bldg. • Portage og Garry SL Sími 928 291 H. J. PALMASON CHARTERED ACCOUNTANT 505 Confederation Life Bldg. Winnipeg, Man. Phone 92-7025 Home 6-8182 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken A. S. BARDAL L I M I T E D seiur llkkistur og annast um utfarir. Allur úMrúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Finandai Agents Sími 92-5061 508 Toronto General Trusts Bldg. Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Bullder 526 Arlington St. Sími 72-1272 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Keusinqton Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 922 496 Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSÍMI 3-3809 thös. i\a mi& soiis LIMITED BUILDERS’ SUPPLEE8 COAL - FUEL OIL Phone 37 071 Winnipeg Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Matcrnity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flower* Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 Office Ph. 92-5826 Res. 40-1252 DR H. J. SCOTT Specialist in EYE, EAR NOSE and THROAT 209 Medical Arts Bldg. HOURS: 9.30 - 12.00 a.m. 2 — 4.30 p.m. FLEYGAR — hin nýja ljóða- bók eftir Pál Bjarnason, er nú komin á markaðinn. Er 270 blað- síður. Kostar $5.00 i bandi Og fæst hjá — BJORNSSON’S BOOK STORE 702 Sargent Ave. Winnipeg — Hafið HÖFN í Hoga ICELANDIC OLD FOLKS HOME SOCIETY — 3498 Osler Street — Vancouver 9, B. C. x.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.