Heimskringla


Heimskringla - 04.03.1953, Qupperneq 3

Heimskringla - 04.03.1953, Qupperneq 3
WINNIPEG, 4. MARZ, 1953 n £ I M S K ii .< o 3. SÍÐA búið er að ræsa fram mýrar, og farið er að rækta slíka bletti. Á ferðalögum mínum um ísland sa eg oft stór flæmi, þar sem búið var að eyða miklu fé og erfiði í það að ræsa fram mýrar, slétta og sá, og samt hafði sprettan eyðilagzt, og sást nú aðeins ill- gresi. Islendingar eyða miklu fé í það að auka ræktun landsins, og verða bændur fyrir miklu tjóni ef uppskera, ekki sízt hey- fengur, bregzt. Rannsoknum er haldið áfram á þessu sviði, en| lausn þessa vandamáls hefur enn ekki fengist. Mér finnast þessar athuga- semdir leiða hugann beint að at- riði, þar sem sannarlega væri breytinga þörf. Nú eru til fjórar tilraunastöðvar á Islandi, ásamt rannsóknardeild við háskólann og tveimur búnaðarskólum til sveita, þar sem tilraunir fara fram að nokkru leyti, og þá eru l'íka stjórnarstyrkir veittir til takmarkaðra tilrauna hér og hvar á landinu. Enn sem komið er hefur ekki myndazt heildar-; kerfi úr iþessum hliðstæðu störf- um, og samvinna er ekki næg milli aðilja. Þá verður líka að benda á iþað, að f járveitingar til j tilraunastöðva til dæmis ,eru af| svo skornum skammti, að nauð- synlegt hefur verið fyrir stöðv- arstjóra að standa í beinum bú- rekstrarönnum til þess að reyna að græða nægilegt fé til að^ standa straum af tilraunakostn-1 aðinum. Afleiðingin er sú, að fáir faglærðir menn fá tækifæri. til þess að nýta að verulegu leyti þá þekkingu, sem á að notast við tilraunirnar sjálfar. Ávinningar við tiiraunastarfið verða þannig seinfengnarí en ella yrði. Ef ein- hverjum tilraunastjóra — nægi- lega reyndum og lærðum—væri falin á hendur stjórn yfir öllu slíku starfi á landinu, yrðu fram- farirnar vafalaust örari. Til eru ntargir sérfræðingar við rann- sðknarstofu Háskólans, sem gætu orðið ráðunautar í sínum eigin greinum við allar tilrauna- stöðvarnar, og ætti starfið alltj að komast á hærra stig með því móti. N Eg hef þegar minnzt á nauð- synlegar rannsóknir, sem verða að aukast á ýmsum sviðum — um hagnýtari grastegundir, um notkun áburðar, ræktun miðuð við mismunandi jarðargæði, sem sé rannsóknir í nærri öllum greinum landbúnaðarins. — Eg þykist vita það, að ísland með aðeins 145 þúsundir íbúa eigi erfitt með að leggja fram það fjármagn, sem þyrfti til slíkra f ramkvæmda. Samt sem áður, þar sem “bú er landstólpi”, að eins miklu leyti sem raun ber vitni um á íslandi, þá finnst mér að þjóðin gæti varla varið fé á arð- vænlegri hátt en einmitt með því að bæta skipulagningu bún- aðartilrauna til muna og auka fjárveitingar í því skyni. Þegar farið er . að athuga, hvernig bændum er kynntur á- rangur tilrBunastarfseminnar kemur ýmislegt í lj°s. Út- breiðslu starfsemi búnaðarsam- taka hefur farið fram á-íslandi í tæpa öld. Rit eru útbreidd þarj sem upplýsingar eru tiltækar mjög svo greiðlega, og bænda- fundir eru haldnir reglulega víðsvegar um landið. Það sem er mest ábótavant við þessar upp- lýsingar, er einmitt það, að þær^ eru teknar að svo miklu leyti úr ^ eflendum heimildum, en hafa ekki verið sannprófaðar í skóla reynslunnar á íslandi. Þeir, sem eru framsæknastir meðal landa, nota uppiýsingar eftir föngum, læra nýjustu vinnuaðferðir og hraða framförum á öllum sviðum landbúnaðarins. Breytingar- og þróunaralda rís hjá búmönnum íslands. Fólki fækkar til sveita, eins og auðséð er á hverjum bóndabæ. Vélamenningin er að ryðja sér til rúms meðal bænda. En auðséð er um leið á mörgum hasjum, að fjöldinn fylgist ekki eins vel og vera bæri með í þeim Framh. á 4. bls. í Sonur lýðsins (RAGNAR STEFÁNSSON ÞÝDDI) ----------— Þetta var sannarlega sjaldgæf skemtun; Bilesky lávarður, máttlaus af hlátri, hafði látið fallast ofan í stól, og gaf þjónunum fyrirskip- •anir, en stúlkur allsstaðar annarstaðar frá, úr höllinni komu hlaupandi inn í eldhúsið í sínum síðu marglitu búningum, er sýndu svo vel hinn lögulega vöxt þeirra, handleggir þeirra voru berir, og andlit þeirra Ijómuðu af æsingi og eft- irvæntingu yfir því, að eiga von á að sjá Gyðing neyddan til þess að éta bita af svínakjötl. Hlátursaldan, gleðskapurinn og háværðin náði hámarki sínu, þegar Benko hinn gildi og virðulegi yfirmatreiðslumaður, í mjallhvítum kufli, og með hvíta húfu, kom fram á sjónarsvið ið, og bar fram geysistórt svínslæri, matreitt af mikilli snilld, og hið girnilegasta á að líta til átu. —“Þetta er stór-ágætt”, sagði Bilesky, en kvenfólkið klappaði saman höndunum af á- nægju, og Jankó tók stóran dúk og kom honum vandlega fyrir undir höku Gyðingsins. Hann gat þó varla gert það fyrir ofsahlátri; tárin runnu niður kinnar hans, og hann mátti til að hætta með köflum, til þess að grípa fyrir brjóst- ið, þar sem hann ætlaði að kafna af hlátri. “Jæja þá, karlfausk'ur, eg skal ábyrgjast að þú hefir aldrei notið þvílíkrar veizlu á allri þinni æfi.” Rosenstein leit sannarlega ekki þannig út, eins og hann skemti sér við þetta, sem gerði á- nægjuna ennþá fullkomnari fyrir áhorfendurna. Andlit hans var bókstaflega óttalegt, augun ætluðu út úr höfðinu, meira sýnilega af reiði en hræðslu. Hann gat ekki hreyft sig, þar sem hann var rígbundinn við stólinn, og með báðum höndum hafði honum verið þröngvað til að nota hníf og gaffal, en ungur hjarðmaður hélt hand- leggjum hans í stálviðjum. En augnaráðið sem hann sendi aðalkvalara sínum, þeim, er gefið hafði fyrirskipanirnar um þessa svívirðilegu meðferð, var svo hatursfullt, að eigi er ólíklegt, að ef hinn göfugi lávarður hefði gefið sér tíma til að athuga, hvílíkt dauðlegt hatur fólst í því, þá hefði hann orðið skelkaður, þó ekki væri nema eitt augnablik, sl að sjá þessa ómælis- dýpt haturs og mannlegra ástríðna, sem var á bak við tillit þe"Ssara mildilegu, litlausu, votu augna. Á meðan á þessu stóð, hafði Benko skorið tvær stóreflis sneiðar af svínakjöti, og tveir menn gengu að því, að þröngva kjötbitum ofan í Gyðinginn, einum eftir annan. Hann reyndi að brjótast um, en árangurslaust; kvalararnir héldu honum eins og í járnviðjum, og þegar hann gerði árangurslausar tilraunii; til þess að renna ekki niður bitunum af þessari fæðu, sem fordæmd er með lögum meðal gyðinga-þjóð- flokksins, þá gripu böðlar hans fyrir munn ag nasir honum, svo hann neyddist til að renna kjötinu niður, eða hann hefði kafnað. Aldrei hafði slíkur gleðskapur og háværir hlátrar verið í Bilesky-eldhúsinu ; hlátrasköllin heyrðust um alla höllina, svo að greifafrúin og greifadóttirin, Ilonka sendu þjónustumey til þess að vita hvað væn um að vera. Allt þjón- ustufólkið hafði safnast saman, og troðið sér inn í eldhúsið, eða eins nálægt og það gat, og fjórða part úr klukkustund gleymdu allir veizlu undirbúningnum, brauðinu í ofnunum, hinum miklu kjötsteikum, yfir gleðinni við það að horfa á Gyðing þröngvað til að neyta svína- kjöts. Rosenstein virtist hafa sætt sig við þessa háðuglegu meðferð, og hætt að mestu tilraun- unum að losa sig úr klóm böðlanna, og til þess að fullvissa hann um hversu allar slíkar tilraun ir myndu verða gersamlega árangurslausar, _ heyrði hann smellina í svipum hjarðmannanna, er gáfu ótvírætt til kynna hvers hann mætti vænta, ef hann sýndi nokkurn mótþróa. Bilesky var búinn að hlæja svo mikið að hann tárfelldi. Hann iðraðist sannarlega ekki lengur eftir því að hafa þurft að lofa því að greiða þessa aukamæla af hveiti ásamt þeim gripafjölda og kindum, sem áttu að ganga upp í það að greiða hina svívirðilega háu okurvexti, þar sem hann hafði haft upp úr þeirri greiðslu einhverja hina dásamlegustu skemtun, sem hann minntist að hafa fengið í langan tíma. Að lokum urðu allir ásáttir um að Gyðing- urinn væri búinn að eta eins mikið af kjötinu eins og hollt væri fyrir hann, og þar að auki var í rauninni ekki tími til fyrir meiri gleði og gáska þann daginn, ef undirbúningurinn und ir veizluna átti að verða svo fulkominn að hann væri í öllu venjulegu samræmi við hina al- þektku risnu Bilesky-setursins. Hinn göfugi lávarður gaf merkið, og fjötr- arnir voru leystir af Gyðingnum; titrandi af teiði, reyndi hann að staulast út úr eldhúsinu gegnum hóp hlæjandi, snoppufríðra þjónustu- meyja, sem hneigðu sig í háði fyrir honum um leið og hann fór út. Bilesky fannst auðsjáan- lega, að Gyðingurinn hefði borgað nægile^a mikið fyrir hinar óréttlátu okurvaxta-kröfur sínar, því hann komst undan þeirri hýðingu að mestu, sem honum hafði verið heitin. Eitt eða tvö svipuhögg frá hjarðsveinunum á horuðu herðarnar var allt sem hann varð að þola. Hann nam ekki staðar til að strjúka aumu blettina á líkama sínum, ekki leit hann heldur framar á böðla sína, en flýtti sér eins mikið og hans titr- andi, sáru limir leyfðu, út úr bústað hins hágöf- uga skuldunautar síns. Með samanklemdum vör um, og í sýnilegum taugaæsingi, flýtti hann sér út ganginn, gegnum garðinn, ag út trjágöngin Fyrir utan hliðið nam hann staðar, og eins ok kona Lots forðum, leit hann til baka... Aðalsetur Bilesky-ættarinnar frá þeim tíma er þeir aðstoðuðu Matyas konung til að komast til valda, var í sjálfu sér ekkert tiltakanlega stórkostleg bygging, nema ef til vill að því leyti að stærð hennar var gúfurleg. Það var lág, al- menn tveggja hæða bygging, reist í ferhyrning kringum steinlagt svæði í miðjunni. Steinninn sem höllin var byggð úr, hafði verið húðaður og málaður með fagurgulum lit, eftir því sem tíð- kaðist á þeim tíma, og tvöföld röð af grænum gluggahlerum var eins og fagurlitt belti um- hverfis allt húsið. Garðinum var að mestu komið fyrir með listrænni útlagningu margra raða af plöntuð- um rósatrjám, og í hverju tré héngu allavega litar glerkúlur, er endarvörpuðu töfrabirtu inn f hin háu og tignarlegu trjágöng. Beiður hringstigi úr steini, lá frá neðri hluta hallarinnar upp á hina rúmmiklu efri hæð, og| í aðalhlutanum þar var hin víðfræga borðstofa, þar sem rúm var fyrir tvö hundruð borðgesti.í án þess að nokkurra þrengsla gætti við hin tvö skeifumynduðu stórkostlegu borð, er stóðu á hinu steintíglum setta gólfi. Á miðri leið upp j hinn mikla stiga, mátti sjá kima inn í stein-: vegginn, þar sem komið var fyrir feikna stóru líkneski úr granít af Attila, er horfði með fyrir- litningu niður á þá, er fram hjá gengu. Gesta- herbergin mynduðu tvær hliðar ferhyrningsins, og opnuðust öll út. á svalir er sneru að- hinu mikla ferhyrnda svæði er álmur byggingar- innar lágu að, en á miðju því svæði var hring- myndaður garður, umkringdur dvergvöxnum ac acias og voru þar plöntuð rósatré, og í þeim enn þá fleiri allavega litar glerkúlur. Svölunum héldu uppi súlnaraðir, og í topp- um margra þeirra áttu fuglar hreiður sín. í einni álmu ferhyrningsins var hið geysi- mikla eldhús, skrifstofur, kvennaherbergi, og herbergi þjónustu fólks sem vann í höllinni; hjarðmenn og fjárhirða sváfu undir heiðum himninum, vafðir hinum miklu og hlýju sauð- skinns yfirhöfnum sínum. í fullar fimm mínútur stóð Gyðingurinn Rosenstein við hin miklu hlið, og greip með grönnu höndunum um járn-skrautverkið, og lit- lausu augun hans loguðu af innbyrðisofsa á- stríðum stóð þar eins og persónugerfingur, lif- andi líkneski dauðlegs haturs og hefnigirni. í I fullar 5 mínútur stóð hann þarna þangað til hann j sá hvítklædda, yndislega veru koma reikandi j eftir hinum ilmandi trjágöngum, þá snéri hann sér í áttina til þorpsins, og hélt leiðar sinnar. 5. Kapítuli GAMALL MAURAPÚKI Þegar Gyðingurinn Rosenstein snéri baki við hinu mikla hliði Bilesky hallarinnar, hélt hann í áttina til sléttunnar. Fylkið Heves, með Bilesky, Kisfalu og; Sarda, breiddi sig út í allri sinni miðsumars- dýrð til hægri og vinstri við sjónum vegfarand- ans. í öllum áttum blöstu við samfelldar breið- ur af gullbrúnum hveitiökrum, einhverju hinu I bezta hveiti sem framleitt er nokkursstaðar í heiminum, blómlegur maís og fagurgrænar vatnsmelónur. Allt benti á fegurð og frjósemi þessa allsnægtalands. Gyðingurinn lét augun1 hvíla á þessum gróðurríku landeignum um stund, og það lýsti sér ánægja í svip hans, en einnig kuldi og háð, bann nuddaði jafnvel sam- ’ an horuðu og visnu höndunum. Vegirnir voru, eins og vant er um þurkatímann, harðir og ó- sléttir, og Gyðingurinn varð fljótlega þreyttur og fótasár af ganginum. en það virtist ekki fá mikið á hann. Hugsanir hans, sem eftir öllu út- liti að dæma hlutu að vera mjög ánægjulegar, gerðu veginn mjúkan, og honum varð oft á að klappa ástúðlega með hendinni á brjóstvasann sem fyrir svo skömmu síðan var úttroðinn með bankaseðlum, envar nú sama sem tómur, hafði aðeins inni að halda skjalið með undirskrift hins óhyggna og sóunarsama lávarðar. Vegurinn sem Rosenstein gekk eftir, var á ! kafla hulinn með grönnum, háum viðarteinung- um til beggja handa, og bærðust silfurlauf þeirra við hvern minsta vindblæ. Langt framundan mátti ógerla greina hina sendnu sléttu, með sín um frjóa jarðvegi, hið háa, fagra himintjald, og litla, einkennilega og fornlega gestgjafahúsið við vegamótin. ProíB.vMona/ ancí Business Directory— Office PhoM. 924 762 Kes. Phone 726 115 Dr. L. A. SIGI RDSON 528 MEDICAL ARTS 8LDG. Consultatlons nv Appointment Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG C.LINIC St. Mary’s and Vauehan. Winnipe* Phone 926 441 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental. Insurance and FinanciaJ Agents Simi 927 5S8 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg WINDATT COAL CO. LIMITED Establtshed 1898 S06 PARIS BLDG. Office Phone 92-7404 Yaid Phone 72-0573 CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fisb 311 CHAMBERS ST. Otfice Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-S917 M. Einarsson Motors Ltd. Distrihutors KAISF.R AUTOMOBILES The 1951 Kaiser Car is here Built to Better the Best on the Road IMMEDIATE DELIVERY Shewroom: 445 RIVER AVENUE Phone 44 395 & 43 527 The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton’s) Office 927 130 House 724 315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing. Addressing. Typing MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Sími 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi Gimli Funeral Home PHONE - 59 - PHONE Day and Night Ambulance Service EÍRUCE LAXDAL (Licensed Embalmer) Baldvinsson’s Bakery 749 EUice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími 74-1181 DR. A. V. JOHNSON DENTIST ★ 506 Somerset Bldg. * Office 927 932 Res. 202 398 Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögfrœðinqar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry SL Sími 928 291 H. J. PALMASON & Co. Chartered Accountanta 505 CONFEDERATION LIFE Bldg. TELEPHONE 927 025 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Dally. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken A. S. BARDAL LIMITED selur llkklstur og annast um ötfarir. Allur úttoúnaður sá bestl. Ennfremur selur hann r»iiaie«~»> minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Finandal Agents Slmi 92-5061 508 Toronto General Trusts Bldg. GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish NettlnB S0 Victoria St., Winnipeg. Man. Phone 928 211 Your Patronage Will Be Appreciated Manager: T. R. THORVALD6QN Halldór Sigurðsson *c SON LTD. Contractor & Builder • 542 Waverley St. Sími 405 774 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg PHONF. 922 496 Vér vcrzlum aðeius mcð fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSIMI 3-3809 —«■> THIIN. JACKSOK & SflNS LIMITED BUILDERS’ SUPPLTES COAL - FUEL OIL Phonc 37 071 Winnipeg SAVE l/2 ON NEW RUGS CARPET REWEAVING NEW RUGS MADE FROM YOUR OLD WORN OUT CLOTHES OR RUGS. Write For Free Illustrated Cataloge CAPITOL CARPET CO. 701 Wellington Ave. Winnipeg, Man. Ph. 74-8733 1 Off. Ph. 74-5257 700 Notre Danie Ave. Opp. New Maternity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Uut Flowers l uncral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 "S GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC AC.C.OUNTANTS and AUDITORS 350% HARGRAVE ST. Bus. Ph. 93-7246 Res. Ph. 3-7390 Lungnakvef Njótið þör eigi sveefns vegna taugaveikl- andi lungnakvefs og hósta, er ekkert sýn- ist vinna á? Tempieton’s RAZ-MAH töfl- ur eru til þess gerðar að losa um sl(m og létta fyrir brjósti, og við það hverfur hóstinn og rennsii úr nefi. Fáið RAZ- MAH vegna skjóts bata. 65/., $1.35 í lyfjabúðum. R56

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.