Heimskringla - 01.04.1953, Síða 3
HEIMSKRINGLA
3. SIÐA
WINNIPEG, 1. APRÍL 1953
undirbúnu — veturinn 1946—47.
Næsta vetur byrjaði hún kennsl-
una, en þá fékk hún slag og varð
að hætta 28. okt. 1948. Slagið
var samt ekki mjög alvarlegt og
bráði af henni eftir nokkra man-
uði, svo að henni leið lengst af
sæmilega vel.
Síðastliðið sumar voru þau
hjón enn bæði saman í íþöku og
leið henni þá vel og eins um
haustið og fram yfir jól. Virtist
hún bæði andlega og líkamlega
vera með hressasta móti, vann
mikið heima fyrir og var hin kát-
asta. En þá tók slagið hana aftur.
Fékk hún það snemma morguns
sunnudaginn þ. 4. janúar, en dó,
eins og fyrr getur, nóttina milli
6. og 7. janúar.
Samdægurs komu nánir vinir
að kveðja hana hinnstu kveðju,
meðal annara var viðstödd enska
deild háskólans. Prófessor Kemp
Malone, hinn kunni íslandsvin-
ur og frömuður íslenzkra fræða,
las kafla úr sálmum Davíðs, en
Ragnar Stefánsson söng tvö er-
indi úr “Alt eins og blómstrið
eina”. Síðan var líkið brennt.
Margrét var kona vinsæl og
vel metin; átti hún margt vina
meðal kvenna prófessoranna í
Johns Hopkins háskóla. Hún
hafði verið meðlimur í ýmsum
klúbbum þeirra, einkum músík,
frönsku og þýzku. í þýzku-
klúbbnum. var hún formaður um
mörg ár.
í öllu starfi Stefáns var
Margrét hans önnur hönd frá
því fyrsta til þess síðasta, svo
að með fágætum má teljast. Samt
skrifaði hann að mestu sjálfur
doktorsritgerð sína á þýzku, þótt
jafnan faeri hann í smiðju til
Margrétar bæði um þýzku og
onnur þau rnál, er hún kunni en
hann ekki. Eins og getið er í
efnisskrá Eimreiðarinnar, var
hún að mestu Margrétar verk.
Hitt var þó merkast, að öll þau
ár, sem þau hjón voru í íþöku,
meðan heilsa Margrétar leyfði,
fór hún yfir íslenzk tímarit og
geröi spjaldskrá yfir þau. Var
með því lagður ómissandi grund
völlur að bókmenntarannsóknum
Stefáns, og með því vann
Margrét líka hið þarfasta og
mikilvægasta grundvallarverk í
íslenzkri bókfræði, sem sannar-
lega er meir en þess vert, að því
sé á lofti haldið.
Dálítið fékkst Margrét einnig
við ritstörf. Hún þýddi grein
eftir séra Harald Níelsson á
þýzku og eina sögu eftir Jón
Trausta (í handtiti). Á ensku
sneri hún sögu Ólaf Jóh. Sig-
urðsson og kom hún í hinu kunna
tímariti ,“The American-Scandi
/jav/a/7
Frú Margrét Einarsson var
eigi aðeins mikil gáfu- og lær-
dómskona, eins og þegar er nægi
lega gefið í skyn, heldur einnig
mannkostakona að sama skapi,
heilsteypt, vinföst og höfðingi í
lund. Hún var skörungskona á
heimili sínu, enda réði rammís-
lenzk gestristni húsum hjá þeim
hjónum; var þar bæði veitt af
rausn og þau hjón samhent um
það að gera gestum sínum heim-
SÓknina sem ánægjulegasta, með
skemmtilegum samræðum, söng
og öðrum gleðskap.
Eg held, að það séu engar
ýkjur, þó sagt sé um frú Margr-
éti, að hún hafi eigi aðeins náð
ágætu valdi á íslenzkri tungu,
heldur hafi hún jafnframt í rík-
um mæli tileinkað sér íslenzkan
anda, svo að mörgum mætti til
fyrirmyndar verða, sem íslenzk-
ir eru að ætterni. íslenzkar bók-
menntir og aðrar menningarerfð-
ir voru henni bæði kunnar og
kærar.
Af mörgum ástæðum minn-
umst við íslenzkir vinir frú
Margrétar Einarsson hennar
þessvegna með hlýjum huga og
Þökkum henni samfylgdina.
í*ökk sé henni sérstaklega fyrir
Það, sem hún var sjálf, fyrir það,
Sem hún var sínum ágæta manni,
°g fyrir það, sem hún vann ís-
jenzkum fræðum beint og ó-
beint- Richard Beck
Sonur lýðsins
(RAGNAR STEFÁNSSON ÞÝDDI)
6. Kapítuli
LEIGULIÐINN Á KISFALU
í þorpinu og landsbyggðinni þar í kring,
fékk fólkið aldrei að vita greinilega, eins og
það hafði þó gert sér vonir um, hvað mikil auð-
æfi Andras hafði fundið falin eftir dauða föð-
ur síns.
í raun og veru var það svo, að þótt gamli
Kemeny hefði verið einkennilegur í flestu, þá
gekk sonur hans nálega eins langt í því efni, og
háttalag hans eftir fráfall föðursins þótti ákaf-
lega undarlegt. í þrjú ár samfleytt héldu þau,
hann og móðir hans, áfram að búa i hinu fornfá-
lega íveruhúsi á Kisfalu, sem komið var að nið-
urfalli. Að vísu leyfði Andras ekki að móðir
hans héldi uppteknum hætti að vinna öll heim-
ilisstörfin, heldur leigði hann nú tvær ungar
stúlkur úr þorpinu til þess að þvo og matreiða
fyrir þau, að öðru leyti var flest við hið sama.
Hann stjórnaði sjálfur öllum vinnubrögðum, og
sá um alla hluti, og hélt áfram verzlun og við-
skiftum föður síns við Gyðinginn Rosenstein,
en mestu af frítíma sínum eyddi hann hjá hin-
um góða, gamla presti í Arsollas, sem eins og
brátt vitnaðist, var að kenna honum að lesa og
skrifa, og margt annað, sem sveitapiltum var
vanalega ekki kennt.
Hvað svo sem Andras hafði í huga sérstak-
lega, með því að afla sér þessarar menntunar,
þá gekk hann að lærdómnum með sama dugn-
aðinum og trúmenskunni, sem hann hafði alltaf
sýnt við hin líkamlegu erfiðis störf. Hann hafði
fljótt orðið þess vís, að vegna síns frámunalega
svíðingsháttar, útsjónar og fjárgræðgi, hafði
faðir hans látið honum eftir ákaflega mikla
peninga, svo mikla, að í fyrstu gátu þau Andras
og móðir hans, sem aldrei höfðu vanist þvx að
eiga smáskilding í vösunum, ekki skilið verð-
mæti það, og hagnað, sem þessi mikli auður gat
fært þeim. Með þeirra seinfæra bændafólks-
hugsunarhætti og skapgerð gátu þau tæplega
skilið, að allar þessar gömlu vínámur; sem
fylltar höfðu verið af hinum undarlega gamla
svíðingi með gull og silfurpeningum, væru með
réttu þeirra eign, og gætu fært þeim svo mikil
þægindi og vellíðan, þar sem þau að þessu,
vissu ekki hvað það var að sofa í almennilegu
rúmi, eða það að fá nokkurveginn fylli sína að
éta. Peningar höfðu svo lítið gildi í þessu alls-
nægtalandi, að fyrst til að byrja með, leit And-
ras á auð sinn með tilfinningum, sem nálguðust
vonbrygði. Hann vissi varla sjálfur við hverju
hann hafði búist þegar hann með eigin höndum
hafði rekið síðustu naglana í kistuna, sem hann
hvíldi nú í, sem verið hafði einræðis-herra á
Kisfalu. Hann vissi varla hvaða vonir hann
hafði borið í brjósti, þegar hann á heitum sum-
arnóttum, eftir erfitt dagsverk, og herðar hans
ennþá aumar eftir högg föðursins, fyrir ein-
hverjar, sannar eða ímyndaðar misgerðir hafði
reikað út á hina víðfeðmu sléttu, og sökkt sér
niður í óljósar hugsanir um þessa ómælis-fjar-
vídd, og brotið heilann um, hvað orðið hamingja,
eiginlega þýddi.
Og þessar fjallháu hrúgur gulls og silfurs
sem hringlaði í, og sem glitruðu svo skært, virt-
ust lítils virði og fáfengilegar í samanburði við
þessa dagdrauma næturinnar.
Áður en langt um leið, vaknaði samt sem
áður í hinu hagsýna eðli hans, sem öllu bænda-
fólki er gefið óljós og fjarlæg hugsun um það,
hvers virði þessi mikli auður gaeti í raun og
veru orðið. Hann mundi eftir að faðir hans
hafði einstöku sinnum farið háðslegum orðum,
sem eins og óvart var kastað fram um það,
hversu mikið Bilesky lávarður lagöi í sölurnar
til þess að fá handfylli af þessu gulli til þess að
koma einhverju af duttlungum sínum í fram-
kvæmd. Ef það var ekki of stór fórn að láta af
hendi smám saman þær landeignir, sem forfeð-
ur manns höfðu átt um margar aldir, til þess að
geta komist yfir eitthvað af þessu gulli, því þá
ekki, þar sem svo mátti kalla að það hefði fallið
af himnum, að reyna að læra hvernig hægt væri
að notfæra sér það á sem hagkvæmastan hátt.
Bilesky lávarður lét af hendi landeignir
sínar til þess að komast yfir gull, því ■skyldi þá
ekki hann, Andras Kemeny, bóndinn og leigu-
liðinn á Kisfalu, sonur gamla sérlundaða nirfils-
ins, láta gullið af hendi og fá landið í staðinn?
Ilvílík tilhugsun! Að geta lýst eignarrétti sín-
um á þessu ástkæra landi; þessari frjómold, sem
hann hafði lært að rækta, og uppkorið ríkulega
ávexti, til þess að hinn einkennilegi og einráði
faðir hans gæti komist yfir þessi auðæfi sem
hann samt sem áður átti nú. Hann gæti látið
móður sína njóta ávaxtanna, og svo ef til vill,
hver gat sagt um það? gæti hann látið einhverja
aðra njóta þeirra með sér—einhverja, sem kall-
aði hann eiginmann sinn, og svo einhverja ör-
smáa, hugumkæra veru, sem myndi verða kennt
að kalla hann pabba! Já, hvílík tilhugsun, að
eiga sjálfur hverja hveitistöng, ullina af öllum
fjárhópnum, hvern dropa af mjólk úr kúnum,
og þurfa ekki að sjá á eftir öllu hinu mesta og
bezta af öllu þessu til herramannsins þarna á
Bilesky-setrinu, sem aldrei kom til Kisfalu,
sem var í makki við djöfulinn, og leyfði Satan
sjálfum að vinna landið, sem hefoi átt að vera
heilagt í augum hans.
Andras, sem í tuttu.gu ár hefði vanist því að
láta ekki uppi hugsanir sínar, hvíslaði ekki einu
sinni því, sem fram fór í sál hans ao nokkurri
manneskju, fór hinu sama fram nú. Enginn
vissi hvílíkir fjársjóðir fundust í ámum Kem-
enys gamla; enginn vissi fyrir víst, nvort hinn
látni nirfill hafði verið lygari eða fífl. Bústjórn
inni og verkinu á ökrunum var haldið áfram.
Hveitið sem unnið var úr kornstöngum Andras
Kemeny var eins fínt og hvítt eins og í tíð föður
hans; línið, sem unnið var úr hörnum, hið fall-
egasta og mýksta í öllu landinu; vínið eins frá-
munalega vel tilbúið og bragðgott, og framast
var hægt að hugsa sér.
Engin undur þó, að gyðinga-mangararnir
frá Göngy^ væru tíðir gestir á Kisfalu á öllum
þeim árstíðum, sem eitthvað var fyrirliggjandi
til að selja. Og hvað Andras snerti, sem aldrei
fyr á æfi sinni hafði keypt, selt eða skipt neinu,
þá lærði hann mjög fljótt að meta til fulls allar
afurðir, sem þetta frjósama land færði honum.
Protessional and Husiness
------= Directory-
Office Phone
924 762
Kes. Phone
726 US
Dr.L. A.SIGIHDSON
528 MEDICAL ART8 RLDG
Consuitations n\
Appointment
Dr. P. H. T* Thorlakson
WINNIPEG ( LIMC
St. Mary’s and Vanghan Winnipejs
Phone h2i. i *
J. J. Swanson & ('o. Ltd.
REALTORS
RentaL Insurance anrl Financial
Aaents
Sfmi 927 5S8
308 AVENUE Bldg Winnipeg
í full þrjú ár lærði hann hjá gamla og
góða prestinum að lesa, skrifa og reikna. Með
sömu þolinmæðinni og staðfestunni, sem hann
hafði sýnt við sín erfiðu daglegu störf hjá
föður sínum, gekk hann nú að þessu verki, sem
hann af hugviti sínu og hagsýni hafði færst í
fang. Hann komst fljótt að því, að Gyðingarnir
notuðu sér trúgirni og ráðvendni bændafólks-
ins, að þeir brugðu upp algerlega rangri mynd
af þvi hve mikils verð og kostnaðarsöm þau smá
vægilegu lán voru, sem þeir veittu, og hversu
okurvextirnir voru gífurlegir sem þeir heimt-
uðu.
Til þess að skilja hið rétta verðmæti fram-
leiðslunnar og viðskiftanna, ákvað Andras að
menta sig svo, að hann væri þar fær í flestan sjó.
Skapgerð ungverska bændafólksins er létt og1
fjörug. sterk hneigð til ásta, fjörugs félagslífs,
skáldskapar og sönglistar, en lundin er einnig
stíf og ákveðin, og því þrályndi og staðfestu
beitti Andras, sem þekkti svo lítið ást og ham-
ingju, til þess að ná takmarki sínu.
Smátt og smátt notaði hann dálitið af pen-
ingum sínum til umbóta á hinum gömlu bygg-
ingum á jörðinni; hann gerði íveruhúsið þægi-
legt og snoturt handa móður sinni aö búa í, og
einnig, þótt hann gæti varla gert sér grein fyrir
ástæðunni, bætti hann við nokkrum herbergjum,
bjó þau vel að vönduoum húsgögnum sem hann
keypti í Göngys, og notaði jafnvel veggfóður
á hvitþvegna veggina, sem var mikið aðdráttar-
afl fyrir nágrannana í hinum tveimur nærliggj-
andi þorpum, og komu þeir í hópum til þess að
sjá allt þetta skraut, sem mikið orð fór af. —
Smám saman fór hann að kunna betur við sig
heima undir þessum breyttu kringumstæðum,
og þar sem hann sá að móðir hans varð glaðlegri
og ánægðari með degi hverjum, breyttist fálynd
is og kuldahjúpurinn, sem hið særða stolt hans
hafði sett á hann, og hann fór að blanda sér
meira innan um fólk, og umgangast bændafólk-
ið í þorpunum frjálslega. Hið glaða lundarfar,1
sem flestir Ungverjar hafa tekið að erfðum,
kom nú fram á ný. Hann byrjaði aftur að taka :
þátt í öllum þeim lífernisháttum og félagslífi,
sem fólk á hans aldri hafði um hönd.
Hann fór nú aftur að fara til kirkju með
móður sinni, og nú stönsuðu þau bæði á pallin-
um fyrir utan kirkjuna eftir messu, og Audras
horfði óhikað á hinar fríðu ungmeyjar í öllum
sunnudaga-skrúðanum, og beiddi þær jafnvel
um fáeina dansa síðari hluta dagsins á hinu
stóra hlöðulofti. Það var langt frá að þær tækju
því illa. Sú trú hafði þegar útbreiðst, að gamli
Kemeny hefði látið eftir sig mikla peninga, og
að Andras væri ríkari en nokkur Gyðingur á
margra mílna svæði þar í grend; já, sumir full-
yrtu jafnvel að hann væri nálega eins auðugur
og Bilesky lávarður. Það var eins og einhver i
æfintýrahula hvíldi yfir honum, sökum hans
einmanalegu æsku og hans leyndardómsfulla
náms, sem í hugum nágrannanna var mikilsvert j
og stórkostlegt, en framar öllu öðru var það sök-
um hins myndarlega útlits hans, vaxtarlags hans , —
og fegurðar augnanna, sem borið hafði á þótta- \/'
kendri hörku í, en voru nú mildari af tíðu og
glaðlegu brosi. Það leið ekki á löngu þangað til
helmingur allra fallegustu stúlknanna í þorp-
inu voru ástfangnar í honum, og i margd deilu
lenti Andras við afbrýðissama pilta eftir sunnu
dagadansana.
En nú var ekki lengur til harka eða þrætu- j V
girni í skaplýndi hans, þótt til slagsmála kæmi p'
um stund, enduðu þau æfiníega fljótt með því
að Andras gerði gott úr öllu, og keypti svo tvær
þrjár flöskur af bezta víninu, sem Heves-fvlkið
gat framleitt, og í því var drekkt öllum smá-af-
brýðistilfinningum, sem bornar voru í brjósti
til þessa glæsilega ungmennis, sem var svo veit-
ull, og svo góður og skemtilegur félagi.
WLNDATI COAL
CO. LIMITEI'
Established 1898
506 PARIS BLDG.
Office l’hone 92-7404
Yaid Phone 72-0573
CANADIAN FISH
PRODUCERS Ltd.
J. H. Page, Managíng Director
Wholesale Distributors oi
Fresh and Frozen Fish
311 CHAMBERS ST.
Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917
M. Einarsson Motors Ltd.
Distrilniior'
KAISER AUTOMOBILES
The 1951 Kaiser Car is here
Built to Better the Best on the Road
ÍMMEDIATE DELIVERY
Showroom: 445 RIVER AVENUE
Phone 44 395 & 43 527
The BUSINESS CLINIC
(Anna Larusson)
306 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton’s)
Office 927 130 Housc 724 315
Bookkeeping, Income Ta\, Insurance
Mimeographing, Addressing, Typing
MALLON OPTICAL
405 GRAHAM AVENUE
Opposite Medkal Arts Bldg.
TELEPHONE 927 118
Winnipeg, Man.
COURTESY TRANSFER
& Messenger Service
Flytjum kistur, töskur, húsgögn,
pianós og kæliskápa
önnumst allan umbúnað á smásend-
ingum, ef óskað er.
Allur fltuningur ábyrgðstur
Síini 526 192 1096 Pritchard Ave.
Eric Erickson, eigandi
8—
"'l
Gimli Funeral Home
PHONE - 59 - PHONE
Day and Night Ambulance Service
BRUCE LAXDAL
(Licensed Embalmer)
V.
BALDWINSON’S BAKERY
749 Ellice Ave., Winnipeg
(milli Simcoe & Beverley)
Allar tegundir kaffibrauðs.
Brúðhjóna- og afmæliskökur
gerðar samkvæmt pöntun
Sími 74-1181
SAVE l/2 ON NEW RUGS
CARPET REWEAVING
NEW RUGS MADE FROM YOUR
OLD WORN OUT CLOTHES
OR RUGS.
Write For Free Illustrated Cataloge
CAPITOL CARPET CO.
701 Wellington Ave.
Winnipeg, Man. Ph. 74-8733
1
GRAHAM BAIN & CO.
PUBLIC ACCOUNTANTS and
AUDITORS
350% HARGRAVE ST.
Bus. Ph. 93-7246 Res. Ph. 3-7390
DR. A. V. JOHNSON
DENTIST
★
506 Somcrset Bldg.
Office 927 932
Res. 202 398
Thorvaldson Eggertson
Bastin & Stringer
Logfrœðinqcu
Bank o1 Nova Scotia Bldg.
Portage og Garry St.
Sími 928 291
H. J. PALMASON & Co.
Chartered Accountanta
505 CONFEDERATION LIFE Bldg.
V •
TELEPHONE 927 025
Rovatzos Floral Shop
253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934
Fresh Cut Flowers Daily.
Plants in Season
We speoialize in Wedding and
Coneert Bouquets and Funeral
Dosigns
Icelandic Spoken
A. S. BARDAL
LIMITED
selur líkkistur og annast um
utfarir, Allur úkbúnaður sá besti.
Ennfremur selur hann allaúonfTT
minnisvarða og legsteina
843 SHERBROOKE ST
Phone 74-7474 Winnipeg
l nion U>an & Investment
COMPANY
Rentai, Insurance and Financial
Agents
Sími 92-5061
508 Toronto General Trusts Bldg.
GUNDRY-PITVIORE Ltd.
British Quality - Fish Nettlng
60 Victoria SL. Winnipeg. Mon.
Phone 928 211
Your Patronage Will Be
Aopreciated
Manager: T. R. THORVALDBON
Halldór Sigurðsson
fc SON LTD.
Contractor & Builder
•
542 Waverley St.
Sími 405 774
finklema
OPTOMETRISTS
and
OPTICIANS
N
Kensington Bldg.
Winnipeg
275 Portage Ave.
PHONF. 922 496
Vér verzlum aðeins með fyrsta
flokks vörur.
Kurteisleg og fljót afgreiðsla.
TORONTO GROCERY
FAUL HALLSON, eigandi
714 Eliice Ave. Winnipeg
TALSÍMI 3-3809
TBOS. JM’KSOS & SOIIiS
LLMITED
BUILDERS’ supplies
COAL - FUEL OIL
Phone 37 071 Winnipeg
Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave.
Opp. New Maternity Hospital
NELL’S FLOWER SHOP
Wedding Bouquets, Cut Flowers
Funeral Designs, Corsages
Bedding Plants
Mrs. Albert J. Johnson
Res. Phone 74-6753
l
Office Ph. 32-5826 Res. 40-1252
DR H. J. SCOTT
Specialist in
EYE, EAR NOSE and THROAT
209 Mcdical Arts Bldg.
HOURS: 9.30 - 12.00 a.m.
2 — 4.30 p.m.
1