Heimskringla - 06.05.1953, Blaðsíða 1

Heimskringla - 06.05.1953, Blaðsíða 1
AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality fe Ta»te” CANADA BREAD -look for the Bright Red Wrapper '---------------------- AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Top« in Quality & Taste” CANADA BREAD —look for the Bright Red Wrappet LXVII ÁRGA IGUR WTNNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 6 MAf 1953 NÚMER 32. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR Dr. P. H. T. Thorlakson —Samsætisljóð— Eftir EINAR P. JÓNSSON Að eignast menn, sem voga að horfa hátt, er hjartastyrking einstaklinga og þjóða. Og þeim, er djarfir sigla í sólarátt er sjaldan hætt í roki Drafnarslóða, því formannseðlið á síns upphafs þátt í erfðafestu brims og hetjuljóða. Þó torfær leið til sigurhæða sé hún sækist þeim, er hörfa ei til baka, því víkingslundin á sín óðalsvé og útskygni til lífsins dýpstu raka. Þeim bjargar fátt, sem hypja sig í hlé og hafa ekki rænu á að vaka. Að nema lönd og lækna mannkvns sár, er lífsins fyrsta og stærsta aðalsmerki. Sá verður enginn ungur elligrár, sem iðkar boðorð kærleikans 1 verki. Þó sviftibyljir hristi reiða og rár ei raskast við það formannsandinn sterki. Eg veit þú reynist jafnan einn af oss, í allra fremstu röð og stálbrynjaður. Og þó þú hlytir himinborinn kross, er hærri tign að vera aðalsmaður. Er aðrir teldu svefninn sætast hnoss þú sækja myndir eldinn glaðvaknaður. Það sæmir lítt að hamra að haustað sé og hinztu dægur bíði vorrar tungu, því ísland lætur okkur margt í té, — og ástarljóð, er skáldin fegurst sungu skal planta eins og lim af lífsins tré í lífsskoðun og vitund hinna ungu . LÖNG ÞINGRÆÐA Blaðið N. York Times birti 26. apríl fregn um að einn af efri- málstofu-fulltrúunum í Wash., hefði daginn áður lokið við að flytja ræðu á þingi, er staðið hafði í 22 klukkustundir og 26 mínútur. Þetta er sögð lengsta ræða, sem á þingi hefir nokkru sinni verið flutt. Er þá mikið sagt, því Washington-þingið, er frægt fyrir málfrelsið og langar ræð- ur þingmanna sinna. Þingmaðurinn, sem hér átti hlut að máli, heitir Wayne Morse og er frá Oregon. Astæða hans fyrir að flytja þessa lönguj ræðu, var að vekja eftirtekt áj frumvarpi, sem fyrir þinginu lá og f jallaði um eignarétt á olíu er fyndist í jörðu fyrir utan strend- ur landsins. Landstjórnin á til- kall til slíkra fríðinda, en fylk- in ágirnast nú slíkar tekjulind- ir. Frumvarpið kom frá stjórn- inni. Þó Morse fylgdi republik- önum einu sinni gerir hann það ekki nú, en telur sig óháðan. En hann er nú andvígur frum- varpinu ,telur að því koma fyr en seinna, að fylkin sakir á- girndar sinnar, vinni lands- stjórninni það tjón, að henni verði að falli og upplausn. Ræðu sína flutti Morse hvíld- arlaust. Eitt sinn vai skýring lesin í málinu af öðrum í tvær mínútur; ætlaði Morre þá að sitjast niður. En Taft efrimál- stofu forseti sagði honum að standa á fætur, ef ræðunni ætl- aði hann að halda áfram. f öðru skifti ætlaði hann að breyta til með því, að standa með annan fót uppi á stól og hvíla sig þannig. En honum var sagt að það væri á móti reglunni; — hann yrði að standa hjá pulti sínu, ef hann vildi ekki tapa leyf inu til ræðuflutningsins. Hann drakk te, ísvatn og aðra drykki meðan á ræðuhaldinu stóð. VIRÐULEGT SAMSÆTI Síðast liðið fimtudagskvöld var Dr. P. H. T. Thorlakson og Mrs. Thorlakson, í þessum bæ, haldið mjög risnulegt samsæti, af Þjóðræknisfélaginu á Alex- andra hótelinu, í tilefni af því, að dr. Thorlakson var á s. 1. hausti sæmdur doktors titli af Manitoba-háskókla. Var honum við þetta tækifæri einnig sýnd sú virðing af stjórn íslands, að vera sæmdur Commander krossi fálka-orðunnar. Var orðan afhent i smasætinu af Gretti Jóhanns- syni konsul. Séra Valdimar J. Eylands stjórnaði samsætinu; sóttu það hátt á annað hundrað manns. Um ræðuhöld var mikið. Skal þar fyrsta fræga telja Dr. A. H. S. Gillson, forset Manitoba-há- skóla, dr. C. W. Burns, kennara- læknadeildar háskolans, dr. C. B. Stewart, frá Winnipeg Clinic. Af íslendingum héldu þessir ræður auk forseta: Próf Finn- bogi Guðmundsson, Grettir Jóh- annsson konsúll; Árni Eggert- son, Q. C., er fyrir minni Dr. Thorlaksons mælti; Mrs. B. S. Benson af hálfu Jón Sig. fél.; G. F. Jónasson af hálfu Columbia Press Ltd.; J. T. Beck af hálfu Templara; Jón -Asgeirsson af hálfu Fróns, Miss Lilja Eylands af hálfu Leif Eiríkson félagsins; Einar Páll Jónsson, ritstjóri, f lutti dr. Thorlakson kvæði; Dr. P. H. T. Thorlakson Rev. Sigmar frá Gimli sagði nokkur orð, og W. J. Lindal dómari mælti fyrir skál Mrs. Thorlakson. Allar báru ræðurnar vott um mikinn hlýhug og virðingu til heiðursgestanna, enda hafa þau í allri framkomu sinni til þess unnið. Dr. Thorlakson hefir mik inn þátt tekið hér í starfslífi Canada, ekki sízt í læknamálum. f þeim hefir hann getið sér svo góðan orðstír, að hann tilheyrir Royal College of Surgeons of England, og tveimur stærstu skurðlæknastofnunum Bandaríkj ana og Canada. 1 þessu fylki hef- ir hann stöðugt staðið í broddi fylkingar með að koma af stað ýmsum framförum í lækningum og má þar til nefna stofnun, sem heitir Manitoba Institute for the Advancement of Medical Educa- tion and Research; hann hefir og verið forseti Western div., of the National Research Council of Canada. Vér vitum ekki til að framar hafi honum þarna nokkur ís- lenzkur læknir hér staðið. The Winnipeg Clinic lækna- stofnunin hér var stofnuð af honum. í þágu stofnunar sem heitir The Cancer Institute of Canada hefir dr. Thorlakson mikið unn- ið og er nú formaður þeirrar stofnunar. Sem yfirkennari skurð lækninga á Manitoba háskóla. hefir hann og starfað og hefir lengi tekið mikinn þátt í öðrum málum háskólnas. Hefir Mrs. Thorlakson einnig gert það og um skeið verið í stjórn- arnefnd skólans. Það mætti nú ætla að maður sem í slíku á daglega að vasast, hefði lítinn tíma til að starfa að íslenzkum málum. En þrátt fyrir það hvað á dr. Thorlakson hleðst af öðrum verkum hefir hann verið óþreytandi starfs- maður í ýmsum íslenzkum mál- um, eins og lútersku kirkjunnar, Columbia Press, og nú síðast við að hrinda háskólastólsmálinu í framkvæmd, sem ekki er takandi fyrir að dagað hefði uppi, hefði starfs hans ekki notið þar við. Dr. Thorlakson svaraði í veizlulok ræðumönnum með a- gætri ræðu. I söng og hljómleikum tóku þessir þátt: Pálmi Pálmason, Mrs. Lincoln Johnson, Robert Bablo, Miss Sigrid Bardal og Mrs. King. Mrs. V. J. Eylands afhenti Mrs Thorlakson blóm. Bréf og skeyti voru lesin frá vinum lengra að, af veizlustjóra Mr. og Mrs. S. Anderson, semj búið hafa að 800 Lipton stræti eru nú flutt í Ste. 4. 652 Home St., Winnipeg. “SYNIR FRELSISINS” BRENNUVARGAR í dal einum í West Kooteney í British Columbia, byr lýður, sem af Rússum er kominn og kallar sig “synir frelsisins“. — Rússneska-heitið er Dukeborar. Eru þeir hér svo þektir, að lýsa þeim frekar er óþarft. Þeir hafa búið í Manitoba og víðar, síðan þeir struku eða flúðu frá Rúss- landi af því þeir viðurkenna eng an veraldlegan höfðinga og neita að fara í stríð fyrir þá. Um 2000 af þessum hópi búa í nefndum sæludal, en eru ekki allir ánægð- ir. Vilja sumir flytja til Mið- Ameríku en aðrir ekki. Eru þeir nú farnir að berjast sín á milli út af þessu. Bardagaaðferðin er að brenna upp hús og búðir, fella símastaura og rífa upp járnbraut ir á portum. Fyrir rúmum einum mánuði brendu þeir upp 22 hús og búðir, en hættu því þó um skeið. Er nú sagt að þeir séu byrjaðir á því aftur. Saga þessa mannflokks er sú, að þeir áttu heima í Kakasus- löndunum, en voru reknir það- an til Georgíu, vegna þess, að þeir vildu ekki fara í stríð; — sögðu stríð synd, og hefir mörgu meira verið Iogið en því. Þegar herskyldu átti að innleiða þar, ætluðu mestu vandræði úr þessu að verða. En Tolstoi gamli fékk því til vegar komið, að þeim væri þá leyft að flýja land. — Fluttu þá um 7,000 af þeim burtu og kom helmingur þeirra til Canada og voru gefin hér lönd. Ekki eru þeir hér skyldaðir til herþjónustu, fremur en aðrir, er trú aðhyllast, er bannar að taka bátt í stríði. En oft eru þeir sam- þegnum hér til vandræða út af ýmsum afkáralegum venjum — Ó dýrðlega vor En þessi breyting sem verður á öllu með vorinu! viðjarnar hlaupa í felur og kikna í sporinu, hlývindar blása og glaðværir faðma að sér foldina, og fitla við hálfnakinn svörðinn, og kitluðu moldina. Allt dansar af lífi og gleði í ljósinu og dýrðinni, lyftist og stækkar og varpar burt húmstiga kyrðinni, syngur um ástir og hamingju, blómskrúðið blessandi, og blævakinn leikur um vangana mjúkur og hressandi. Og sjá hvernig börnin þau leika sér léttstíg og hoppandi, og lifandi af áhuga og fjöri um grundirnar skoppandi með vorið í augunum, stássleg og fögur og fagnandi, frjálsleg og glettnisfull, sælunnar yndisleik magnandi. ♦ Og er ekki gaman að sjá hversu tískan er töfrandi, trítlandi um gangveginn brosandi, hlóðlát og ögrandi, léttstíg sem Venus og geislandi af æskunnar unaði, ástríki og þrá eftir hrífandi leikum og munaði. Allt vaknar af dvala í litmyndum lífið á jörðunni, ljósálfar dansa í fagnandi mannlífsins hjörðinni, fuglarnir syngja og fénaðir una í högunum og fossarnir niða með dillandi suir.ar lögunum. Dagarnir lengjast og annríkið miklast hjá mönnunum, mannlífið þroskast og vitkast með daglegu önnunum, heilbrigðar frummyndir lýsast með skarlatsins skrúðanum og skapa það ríki sem frjófgast í vitsmuna úðanum. Davíð Björnsson þar á meðal þess, að ganga nakt- ir. Fyrir utan kenjar sinar eru þeir sparsamir og iðjusamir og góðir borgarar. SETTUR í HEIL- BRIGÐISSTÖÐU Blaðagrein birtist nýlega í dag blaði í Welland, Ontario, sem getur þess að Olafur Björn Pét- ursson. sem í Newmarket, Ont. hefur búið s.l. þrjú ár, hafi verið settur heilbrigðisstjóri, “Sanitar- ian” í Welland and District Health Unit. í sömu grein er þess getið að aðstoðarmaður hafi einnig verið skipaður, frá Que. Mr. Pétursson er sonur Olafs sál Pétursson og Önnu konu hans. Hann var fæddur í Winni- Peg> og stundaði hér' skólanám, og útskrifaðist af Manitoba há- skóla 1937, með B. Sc. nafnbót í búnaðarfræði. Hann vann um tíma hjá Picardy félaginu go síð ar í heilbrigðisdeild Winnipeg- bæjar. Árið 1944 fór hann til Bermuda og var þar í þjónustu stjórnar, sem “dairy inspection Officer", til 1947. Hann er ný- lokin við nám í “Public Health” við Toronto University og hefir auk þess hlotið vottorð “Certifi- cate” í “public health and sani- tary inspection”. Sagt er í grein: inni: “Mr. Petursson comes to Welland District Health Unit well qualified to take charge of fiod control, environmental hygiene and sanitation.” Aðstoð armaður hans, Edgar H. Smith, kemur frá Lennoxville, Que. — Hann hefur einnig B. Sc. nafn- bót. Hann var í flughernum á stríðsárunum. HVAÐ GERIST? í grein í Samvinnunni með fyrirsögninni: Hvað er að ger- ast, í Rússlandiú segir í niður- laginu það sem hér fer á eftir: — — —Stalin var oft kallaður “Ghengis Khan með síma”. Sú samlíking við hinn forna ein- vald Asíulanda, er að því leyti röng, að völd Stalins hafa án efna verið meiri og vafasamt er, að nokkur maður hafi nokkru sinni ráðið svo miklu yfir svo stóru landsvæði. Hann skildi manna bezt, eftir 29 ára stjórn, að slík völdin mundu í hættu, ef um þau væri baríst. Hann vildi sýnilega ekki láta endurtaka þá baráttu, sem hann sjálfur háði til að vinria þessi völd. Þessvegna hefir hann verið búinn að ganga frá stöðuveitingum fyrir dauða sinn. En hitt ér óreynt hvort sú skipan helzt til frambúðar, án þess að til einhverra átaka komi. Það mun tíminn leiða í ljós.” Með þetta í huga er að líkind- um ekki neinna snöggra breyt- inga að vænta frá stefnu Stal- ins. FRÉTTIR í FÁM ORÐUM Lewis St. George Stubb, fyrrum dómari í Winnipeg og fylkis- þingmaður frá 1936 til 1949, sæk ir um þingmensku í Mið-Winni- peg kjördæminu í fylkiskosning unum 8. júní. • í kosningunum í Manitoba, verður kosið eftir réttum tíma Standard Time, en ekki eftir tíma golfleikaranna. • Áður voru 10 fylkisþingmenn kosnir í Winnipeg. Nú eru þeir 12, eða 4 í hverju hinna þriggja kjördæma, Suður, Mið, og Norð- ur Winnipeg. Atkvæðagreiðslan í fylkis- kosningunum 8. júní hefst klukk an 8 að morgni og lýkur klukk- an átta að kvöldi eftir canadisk- um miðtíma, en í Winnipeg byrj ar hún kl. 9 og lýkur kl. 9. eftir Winnipegborgar — vitleysu. • Útlitið í stríðsmálunum í Asíu er þessa stundina það. að á með- an vonlaust skraf um frið heldur áfram í Koreu, virðast kommún- istar í Indó-Kína vel á vegi með að reka Frakka og samherja þeirra, sem eru Sameinuðu þjóð- irnar, burt úr landinu. Það ætti að styrkja trú vestlægu þjóðanna í friðarstarfinu. FJÆR OG NÆR Sveinn Oddsson prentari lagði af stað suður til Minneapolis s.l. mánudagskv. Hann mun dvelja eitthvað syðra og heimsækja sína gömlu bygð, Minneota. * ★ ★ Gísli Magnússon, frá Lun- dar, Manitoba, var staddur í bæn um yfir helgina. * * » W. J. Lindal dómari, lagði í fyrri viku af stað til Toronto og Ottawa. f Toronto situr hann fund er þar stendur yfir um borgaraleg mál canadiskra þegna en í Ottawa situr hann fundi í sambandi við atvinnumál. Hann verður 2 vikur eystra. * ★ ★ Útför Mrs. Ingigerðar Sveins- son í Glenboro, fór fram að Gimli s.l. mánudag, þar sem hinn látna átti áður heima. Hún kom til Gimli með manni sínum Páli heit. Sveinssyni 1904. Hún starfaði vel að lúterskum kirkju málum þar unz hún flutti til Glenboro. Hana lifa ein dóttir, Mrs. Ingi Helgason. * ★ ★ A meeting of the Jon Sigurd- s°n Chapter I.O.D.E., to be held Friday, May 8th, at 8 p.m. at the home of Mrs. B. S. Benson, 757 Home Street. A SUMMARDAGINN FYRSTA 1953 1 ljósins kirkju Gleðilegt sumar gefi þér vor Guð frá hæstu hæðum, Sitt orð sem öllu ofar er í andans dýru fræðum. í kirkju þá eg kem í dag mig kallar vorsins sólin hvar upprisunnar lífsins lag lýsir upp ræðu stólinn. Hér geng eg um með glaða lund gróandans mold við fætur, og stráin hækka, grænkar grund gleðin á djúpar rætur. Sáð var í brjóstið sæði því’ — er sól og daggar tárin, Guðs heilagt ljós og harmaský höndluðu gegnum árin. Eitt tungumál er talað hér til vor frá algæskunni. og sannleikurinn sýndur er frá sjálfri náttúrunni. Sú lofgjörð vorsins andar inn um auðlegðina ræðir. Hún sagði, föður forsjónin hún fæðir alt og klæðir. Lögmáli drottins lútum vér alt lífið undir tekur, því áfram haldið eylíft er sem æðstu hugsjón vekur. Vítt er til veggja, hvelfing há í helgri kirkju þinni. Þar lampa drottins logar á sem lýsir veröldinni. Ingibjörg Guðmundsson

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.