Heimskringla - 13.05.1953, Blaðsíða 1

Heimskringla - 13.05.1953, Blaðsíða 1
AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops m Quality & Taste” CANADA BREAD -look for the Bright Red Wrapper AT ALL LEAIJING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops iu Quality & Taste” CANADA BREAD -look for the Bright Red Wrappei LXVII ÁRGA ÍGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 13. MAÍ 1953 NÚMER 33. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR FYRSTI MAÍ •t Hátíðahöld 1. mai voru um- fangsmest nú sem fyr í Moskvu og að vísu í öllu Rússlandi, en minna var þó um þau en oft áð- ur °g í peðríkjunum voru þau ekki neitt til takandi. Utan Rúss lands, virðist helgi þessa dags vera að dvína. í Japan segir þó frá skrúðgöngu 500,000 verka- manna. Fór þar alt friðsamlega fram þar til í lok dagsins, að lög<reglan fór að dreyfa úr hóp- unum. Snerist æsku- og skólalýð Urinn öndverður við því og hóf- Ust út af því erjur við lögregl- una. Um 10,000 voru í hópi aeskumanna, en aðeins 1500 í lög regluflokki. Æskan lét hana því ckki skipa sér fyrir verkum. í Berlín, bæði vestlæga og rússneska hlutanum, voru mikl- ar skrúðfarir og virtist, sem sam- kepni væri þeim á milli um að hafa hátíðarhöldin sem viðhafn- armest. í Austur-hlutanum var gengið framhjá stað er rússnesk- ir yfirmenn höfðu safnast fyrir til að sjá um hverju fram færi. f vestur hlutanum var miðstöðin ríkisþinghúsið. Fluttu leiðtog- arnir þar svæsnar ræður um á- gengni kommúnista. í íran voru hátíðahöld af þessu tæi bönnuð. í N. York bannaði lögreglan einnig skrúðgöngu. Sagði hún hátíðarhöld þessi ekkert orðinn annað en gallharðan kommúnista áróður. Fyrsti maí hefir í meira en Jiálfa öld verið talin tyllidagur í Evrópu og Bandaríkjunum. — Verkamenn völdu hann til að bera fram kröfur sínar með skrúðgöngum. Og “Hið annað Alþjóða jafnaðarmanna félag” samþykti hann sem helgidag ár- ið 1889. En uppruna mun dagurinn eiga að rekja, sem tyllidagur til vor- hátíða Indverja og Egypta, sem á þessum degi þökkuðu vorgyðj- um sínum fyrir sumarkomuna. t>að var einnig siður í Róm að faera vorgyðjunni, Flora, þakkir fyrir batnandi veður og gróður jarðar 28. apríl og því um mjög líkt leyti. Maypoles-fagnaðurinn á Englandi, sem og fluttist til Bandaríkjanna og helzt þar enn við, átti sér einnig stað 1. maí. En hann var aðeins barna dansar aðallega í kring um háa stöng skreytta drenglum, og héldu börnin í enda þeirra, er þau döns uðu í kring um stöngina. ER húN afkomandi ALBERTS THORVALDSENS Mælt er að hin ítalska kvik- myndaleikkona Anna Magnini, sé afkomandi Alberts Thorvalds- sens. Á Rómaárum hins mikla lista- manns, hafði hann um skeið ít- alska lagskonu, er hét Anna Mag nini. Með henni eignaðist hann tvö börn, dreng og stúlku. Dótt- irin giftist Fritz Paulsen ofursta. Eiga afkomendur þeirra hjóna heima í Róm, og eftir því sem menn segja, er núverandi kvik- myndaleikkona meðal afkom- enda þeirra. Mörgum íslendingum mun á- reiðanlega leika forvitni á að fá að vita hvaða núlifandi íslend- ingar séu nánustu ættingar hins heimsfræga listamanns, er aldrei leit ættjörð sína, en bar ætíð Linn mesta hlýhug til lands og þjóðar, eins og Jónas Hallgríms- s°n komst að orði í þakkarkvæði Slnu fyrir skírnarfontnin er T'nor valdsen sendi Miklabæjarkirkju í Blönduhlíð og hingað kom í Dómkirkjuna árið 1839. — Þar segir m.a.: Risti smíð þessa í Róm suður Albert Thorvaldsen fyrir árum tólf ættjörð sinni ísalandi gefandi hana , af góðum hug. Hinir iðnu ættfræðingar vorir ættu að grafa það upp, hverjir nú lifandi manna á íslandi séu I nánustu ættmenn séra Þorvaldar á Miklabæ. En eigi er um nánari skyldmenni listamannsins að ræða hérlendis. —Mbl. FRÉTTAMOÐ Háir tollar í B,andaríkjunum geta orðið dýrir lýðræði vest- lægu þjóðanna í vörn sinni á móti kommúnisma, sagði Banda- ríkjaritari John Foster Dulles í ræðu, 4. maí í Washington. Fyrir þinginu var frumvarp til umræðu, sem fór fram á toll- hækkun. Skiftust Republikanar í r.ærri tvo jafnstóra flokka út af tollmálunum. Kveður svo mikið að þessu, að demókratar gera sér vonir um að það kljúfi stjórnar- flokkinn og felli hann við næstu kosningar. ★ Nokkrar líkur þykja á því, að fimm Indíánar muni sækja í kosningunum í British olumbia 9. júní. Sumir eru óháðir, en aðr- ir fylgja einhverjum hinna kunnu landsflokka. * f sjö Mig-flugvélum, sem skotnar voru nýlega niður í Ko- reu, voru fjórir flugstjóranna Rússar. Það virðist því ekki alt satt sem sagt er um það, að Rúss ar komi ekki nærri Koreu stríð- inu. ★ Síðast liðna viku, lét stjórnin á Englandi af komsölu. Hafði hún rekið hana í 12% ár. Taka nú séreignafélög við henni. Umsetning stjórnarinnar nam árlega um $850,000,000 í inn- fluttu korni. Er hún því einn stærsti viðskiftareksturinn a Englandi, sem í lofa séreigna- manna er aftur lagður. Kornið hefir verið keypt frá Canada, Rússum, Bandaríkjun- um og Argentínu. Er ekki efi á að þessi félög kaupa ekki hveiti á eins háu verði og stjórnin gerði.. Og þá má hamingjan hjalpa Canada í samkepninni við nefnd lönd, hvað sem hreysti orðum Howes verzlunarmála- ráðherra líður um að hann en ekki Bretar róði verðinu * Lt. F. Jarewski, sá er í flug- fari strauk frá Póllandi til Dan- merkur, kom s.l. viku til N. York til að hitta landa sína, sem þar er mikill sægur af. Hann segir megna óánægju í Póllandi undir yfirráðum Rússa. Sögur sem breiddar væru út um það, að Bandaríkin hafi hvatt hann og boðið honum fé sem hann þyrfti með til að strjúka, sagði hann ekki fót fyrir. Hann kvaðst haf i tekið það algerlega upp hjá sjálfum sér. * í vestur Asíu, fraq og Jordan, voru tveir konungar, 18 ára gaml ir krýndir 2. maí. Heitir annar þeirra Feisal kon. II. Tók hann embætiseið sinn í Bagdad um að vera þjóð og stjórnarskrá fraqs trúr. En fyrir handan f jöll og öræfi í suðvestri, fór á sama tíma fram krýning Hussein I. konug í litlu þinghúsi í Ammans, í Jordan. Krýningar þessar sóttu öll stórmenni landa þeirra og mikið af fulltrúum frá öðrum löndum. Hussein tekur við af föður sínum, Talal, en hann var rekinn frá völdum fyrir ári síðan; hafði flogaveiki. Feisal tekur einnig við af föð- ur sínum, Gazi kon. I., sem fórst í bílslysi 1939. Krýning Feisals hefir aðeins beðið eftir, að hann næði 18 ára aldri. Með Hussein var hinu sama að skifta. Báðir eiga ætt að rekja til Huss ein konungs þess, er konungdóm stofnaði í Arabíu, þegar Arabar gerðu byltingu á móti Tyrkjum í fyrsta alheimsstríðinu. Báðir hafa konungar þessir ver ið mentaðir á Englandi. * Kjötskamturinn á Englandi var yfir síðustu helgi aukin um helming. Getur húsfreyjan nú keypt kjöt fyrir 2 shillings á viku handa hverjum manni í stað 1 shillings áður. Verzlanir eru nú orðnar miklu sjálfráðari um innkaup á erlendum vörum, en þær hafa verið—og sem þýðir að lægra verðs er krafist. * Einn af þingmönnum Breta, George Wigg að nafni, verka- mannafulltrúi, sagði nýlega á brezka þinginu, að Bretar létu Rússum i té hernaðarleyndarmál viðvíkjandi flugvélum. Þessu var um hæl neitað af birgðaráðh. Duncan Sandy. Hann sagði ekk- ert af því tæi nú eiga sér stað. En meðan verkamannastjórnin hefði verið við völd og hefði leyft vélsmíðafélaginu “Nena” að selja Rússum bíla, hefðu þeir einnig selt Rússum vélar, sem nú væri ljóst orðið, að Rússar hefðu notað í sínar fyrri Mig 15 flug- vélar. Rússar breyttu meira að segja ytri gerð flugskipanna til að geta notað vélarnar frá félag- inu sem þeir gátu hvergi annars staðar keypt. ★ Það virðist undarlegt við suma fangana frá Koreu, bæði canad- iska og bandaríska, að þeir virð- ast svo niðurbrotnir, að þeir vita stundum ekki nanað, en að þeir séu> í Koreu og segja þá það sem þar ber að segja um frelsi kommúnista, en kúgun vestlægu þjóðanna. Kveður svo mikið að þessu, að það kvað í Bandaríkjunum þykja nauðsynlegt, að lækna fangana af þessu. Er og á því byrjað. En hvað langan tíma lækningin tek- ur, er ekki reynt ennþá. * Öll stærri blöð í Ecuador rík- inu í Suður Ameríku, neituðu að koma út 28. apríl. Ástæðan fyrir því var sú, að tvö stærstu blöð landsins, voru stöðvuð af stjórn- inni. Byggingar blaðanna eru 5 höndum stjórnarinnar, en eigend ur þeirra og ritstjórar eru í tugt húsinu. Ástæður fyrir gerðum stjórn- arinnar kvað sú, að blöðin hefðu flutt svívirðilegar greinar um stjórnarflokkinn ásamt hótunum um byltingu. Blöðin eru La Na- cion og La Hora, bæði í borg Gu ayaquil. Önnur blöð ríkisins gerðu verkfall til að mótmæla gerðum stjórnarinnar. •k Búnaðar-verkfærasali í Blue- field, W. Va., reyndi að vekja athygli bænda á vöru sinni með því að stinga upp á að láta drátt- \él og fíla togast á. Þá sæist fyrst munur eldri tímans og hins nýja, menningarinnar og villi- menskunnar. Maður sem var með dýr á sýningu í bænum og heyrði þetta, bauð verkfærasalanum að reyna þetta. Svo var komið með dráttvél og fíl og þau látin draga hvort á móti öðru Fóru leikar skjótt þannig, að fíllinn hafði betur og hljóp með hóstandi dráttvélina á eftir sér um allan sýningarvöllinn. ★ Af orðum St. Laurent forsætis ráðherra að dæma, eftir ferð hans til Washington á fund Eisen- howers og eftir viðtal hans við forsetann um viðskifti milli landanna, færði hann þinginu þær fréttir í gær, að Eisenhower hefði rétt lengra út hendina til samkomulags, en nokkur demó- krata eða önnur stjórn hefði gert. Hann hélt fram að þjóðir sem huguðu eins og störfuðu og stefndu eins að nákvæmlega hinu sama og Canada og Banda- ríkjaþjóðin gera, gætu án minstu fyrirhafnar unnið saman að öllu því, sem þeim er til velferðar. Eisenhower bætti ennfremur við að algerlega óþarft væri, að við- skifta halli ætti sér stað á milli þessara landa, og það væri meir.i ólag á viðskiftunum, ef svo þyrfti að vera. Það væri ekki í samræmi við þá einingu, vináttu og samvinnu, sem í hugum borgara beggja megin landamæranna ríkti. Alt sem í bág kæmi við þetta væri ó- eðlilegt og yrði að hverfa. * í byrjun þessarar viku, snjóaði í Winnipeg og út um alt fylkið. Fylgdi honum kuldi frá 2 til 7 gráður fyrir neðan frostmark. — Voru það mikil umskifti frá því um miðja s.l. viku, er hitar kom- ust upp úr öllu veldi—yfir 90 stig einn daginn. Veðrið í byrj- un þessarar viku hefði ekki ver- ið sem verst um jólaleyti. En í nærri miðjum maí, á það ekki heima. En fátt er svo með öllu ilt. Hér höfðu verið miklir þurk- ar og fyrir gróður verður úrkom an góð. Ennfremur voru skóg- areldar í norðaustur Manitoba hinir mestu. Úr þeim dróg mikið við snjókomunna. Það er enn sagður nokkur eldur í jörðu, en með vaskleik er vonast til að vinna bug á þeim. * Eitt af verkefnum alþjóða hveitisamningsins sem undir- ritaður var 23. marz 1949 og sem sala á hveiti hefir síðan verið háð, var það, að koma í veg fyrir að hveiti lægi óselt nokkursstað ar og að verð þess haggaðist ekki. Á þeim tíma voru óseldar hveitibirgðir 811 miljón mæla. En þetta hefir ekki betur tekist en það, að nú eru óseldu birgð- irnar orðnar nærri 1% biljón m. Af því hafa Bandaríkin 668 mil- jón mæla, Canada 533 miljón, Ar- gentína 160 miljón og Ástralía 106 miljón. Þrátt fyrir þó allar aðal-hveiti framleiðslu og hveitikaupa þjóð ir heimsins standi að þessum samningi, hefir nokkuð af hveit- inu selzt á “frjálsum markaði”. Og það sem lakara er, að verðið hefur þar verið hærra, en þetta samningsverð. Með þannig lag- aðri sölu, hafa birgðirnar tals- vert minkað. Alheims hveitisamningurinn hefur því ekki komið í veg fyrir auknar óseldar birgðir, né bætt verðið. Og hvers virði er þá þessi samningur eða samtök um söl- una? VESTUR-f SLENZK LEIKKONA f KVIKMYND í AUSTURBÆJARBÍÓI Eileen Christy Vestur-íslenzk leikona Ei- leen Christy, leikur aðalhlut- verkið i amerísku kvikmyndinni Æskusöngvar” sem Austurbæj- arbíó sýnir um þessar mundir. Foreldrar hennar eru Guðrún °S Kjartan Kristófersson. Afi Eileenar mun vera Sigurður Kristófersson, ættaður úr Mý- vatnssveit, en hann var meðal þeirra fyrstu, sem fluttust vest- ur um haf. Bróðir Eileenar, Kjartan, var hér á landi á stríðs- árunum og giftsit hann íslenzkri stúlku, en þau búa nú í Ameríku. Talar hann ágæta íslenzku, en Eileen, sem er yngst af níu syst- kinum kann lítið í málinu, en skilur islenzkuna allvel. Eileen er fædd í Baldur, Manitoba í Kanada, en þegar hún var átta ára fluttist fjölskylda hennar til San Francisco. Stundaði hún leiklistar- og söngnám þar í borg og 1949 kom hún fram í sjón- varpi. Árið 1950 lá leið hennar til Hollywood og lék hún fyrst í tveimur kvikmyndum hjá MGM en síðan réðst hún til Republic- kvikmyndafélagsins, en fyrsta mynd hennar þar var “Æsku- söngvar”. Síðan hefir hún leik- ið í tveimur myndum til viðbót- ar. “Thunderbirds” en þar leik- ur John Derek á móti henni, og "Sweetheart Time”, — sem er söngvamynd í eðlilegum litum. Kvikmyndin, sem íslenzkir bíó- gestir sjá hana í núna fjallar um æskuár tónskáldsins vinsæla Stephens Forsters. Mynd þessi er skemtileg og mjög falleg í henni eru sungin og leikin nær öll vinsælustu lög Fosters. Er ó- hætt að segja að Eileen valdi ekki vonbrigðum hjá bíógestum. —Mbl. 10 apríl. Til viðbótar ofanskráðri frétt segir 13. apríl í Morgunblaðinu: í fyrradag birtist hér í blaðinu mynd af ungri og fallegri vestur- íslenzkri kvikmyndaleikkonu, — sem virðist á góðri leið með að verða ein vinsælasta Hollywood stjarnan í bili—og er þar með ekkert smáræði sagt! Sérstaklega vekur hin falllega söngrödd Eileenar mikla athygli og aðdáun og er hennar víða get- ið í heiminum um þessar mund- ir. M.a. birtir danska kvennablað- ið “Tidens Kvinder” nýlega um hana mjög lofsamlega umsögn, en ættfærir hana á þá leið, að hún sé “Dansk-ísansk”. Faðir hennar, Kjartan Christopherson (með Ch-ph!) hafi, eins og nafn ið bendir til, verið af dönsk-ísl. ættum og fæddur í Reykjavík. “Eileen Christy er sef sagt að nokkru leyti dönsk”—segir blað- ið. Þessi skyldleiki Eileenar við Dani fyrir finst ekki, og er að- eins gamla sagan, að Danir vilja eigna sér hvað eina sem íslend- ingur vinnur sér til frægðar. Frú Anna G. Jóhannson Vinarkveðja Ertu sofnuð, elsku vina mín? Unninn sigur, hvíldin bíður þín. Hverfðu’ í friði heim frá dauðans dal, Drottinn blessar það er koma skal. Já, hann blessar blíða drauminn þinn, blessar þína ferð í himininn, þerrar sérhvert tár, er titrar nú trúrra’ vina á brá, er kveðu þú. Þegar kveðja þínir líkar hér, þrá til föðurlandsins ríkust er, heim úr útlegð, hrópar andans þor, heim úr vetri’ í eilíft dýrðarvor. Far þú vel á ljóss og sælu land, lög Guðs treysta kærleiks handaband, ástvinanna engill varstu hér, ástvinanna hugir fylgja þér. Börn og maki þakka þína fylgd, þessi leið er nú á enda sigld, móðir betri’ og ástvin átti’ ei neinn, andi þinn var mildur, trúr og hreinn. Fleiri’ en þínir eigin áttu skjól undir þinni vernd mót hlýrri sól elsku þinnar; alla vildir þú umvefja í kærleik, von og trú. Eg var ein, sem undi við þitt ljós, einhver dýrsta minninganna rós, sem eg á í æsku drauma heim, er frá samvistinni’ á dögum þeim. Hve þú brostir blítt við ungri sál, bergðir með mér ljúft af gleðiskál, hvíslaðirðu: “Hvað, sem gengur á, haltu velli, þú munt sigur fá”. Raust þín blíð og fögur fylgir mér, fegurst, er eg held á eftir þér. Hjartans þökk. f geisla’ af gleðisól gakk þú inn að Drottins náðarstól. Kristín M. J. Björnson

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.