Heimskringla - 03.06.1953, Blaðsíða 1

Heimskringla - 03.06.1953, Blaðsíða 1
AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality & Taste” CANADA BREAD -iook for the Bright Red Wrapper V------------------------r* AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality & Taste” CANADA BREAD -look for the Bright Red Wrapper lxvii árga: ígur WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN. 3. JÚNí 1953 NÚMER 36. FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR FRÁ DANMÖRKU Undanfarin 450 ár hafa karl- menn einir átt rétt til ríkiserföa í Danmcírku. En nýlega hafa lög verið samin og samþykt með al mennri atkvæðagreiðslu um að konur heföu einnig erfðaréttinn. Afleiðingin af því er það, að nú- verandi ríkiserfingi er Marg- rethe prinssessa, 13 ára dóttir Friðrihs konungs, en ekki b .óðir Danakonungs, Knútui prins, — eins Oe til stóð. AFTÖKUDAGUR 15. JÚNÍ Aftökudagur Rosenbergshjón- anna hefir verið ákveðinn 15. júní. Heíir aftakan oft áður vcr-j ið ákvcðin, en ávalt frestað. — Júlíus og Ethel Rosenberg voru fund'n sek um að hafa laumað upplýsingum til Rússt á síðustu stríðsáruuum um atomsprengiu- gerð £ Bandaríkjunum. Þau hafa lengi verið í Sing Sing fangelsi og fer aftakan þar fram. Irving R. Kaufman dómari gaf út fréttina s.l. föstudag. KRÝNINGIN Krýning Elizabetar II fór, eins og til stóð, fram í Lundúnum í gær. Var athöfninni ekki einung- is útvarpað jafnharðan um allan heim, heldur gafst kostur á að sjá hana frá byrjun til enda í sjónvarpi, þar sem það er i lag komið eins og í Bandaríkjunum og Evrópu víða, en er lítið til Canada komið og alls ekki til vestnrlandsins. Eftir blaðagreinum frá fregn- ritum á krýningarvettvanginum og útvarpi hér að dæma, var krýningar hátíðin f jölmennari en slíkar hátíðir áður, og hrifningin mikil. Einn fregnriti gerir ráð fyrir að þetta hafi ef til vill verið sú mesta krýningarhátíð, sem sagan getur um. Það var eitt sem að nokkru skygði á fögnuðinn. Veðrið var kalt, aðeins 60 stiga hiti og skúrir af og til og ein hin mesta meðan stóð á skrúðförinni milli West- minster Abbey og Buckingham- hallarinnar, en meðfram 5 mílna veginum er mælt, að miljónir manna hafi staðið í mörgum röð- um, og hefðu regnhlífarlausir gripið til blaða og hvers sem var að skýla sér með. En frá hurfu engir, eða leituðu til húsa. Eftir krýningar-athöfnina í Westminster-kirkjunni og erki- biskupinn af Kantaraborg, Dr. Gieffrey Fjsher hafði sett kórón- una á höfuð drotningarinnar og lýsti yfir að hún væri drotning Eretlands, hvein við frá fjöldan um: GOD SAVE THE QUEEN! Að krýningin hafi verið eins og haldið var fram í síðasta blaði, einn af mestu viðburðum yfir- standandi árs, ber margt með sér, af frásögnum útvarps og blaða hér að dæma. NOVA SCOTIA KOSN- INGARNAR í fylkiskosningunum í Nova Scotia s.l. viku héldu liberalar velli. Stjórnin hefir nú 22 þiug- menn í stað 27 áður, ne íhalds-i menn hafa 13 í stað 8 áður. CCF unnu 2 sæti, sem þeir áður höfðu. Fyrir kosningarnar sagði Ottawa stjórnin útkomuna í N Scotia sýna af hvaða átt blési í stjórnmálum landsirís. Þetta þetta hefir þá sannast í þeim efn um, að íhaldið hefir unnið, CCF staðið í stað, en liberalar tapað. LOKS UM HÓPFERÐINA TIL ÍSLANDS Hljótt hefur verið alllengi um hópferðina til íslands, svo að einhverjir munu farnir að halda að ekkert verði af henni. En svo er þó ekki, því að ákveðið er, að 38 Vestur-íslendingar fljúgi sam- an mánudagskvöldið 8. júní með Loftleiðum frá New York til Reykjavíkur. Var það til bragðs tekið að snúa ferðinni þá leiðina þegar sýnt þótti, að hún mundi ekki takast beint frá Winnipeg. Hafa fáeinir bætzt við síðan sú ákvörðun var tekin, svo að úr er orðinn dágóður hópur. Af þessum 38 munu 28 fara fljúgandi frá Winnipeg til New York sunnudaginn 7. júní. Dvalizt verður á íslandi 7 vikna tíma, svo sem upphaflega var ráð fyrir gert, og menn því væntanlegir heim aftur í júlilok. Verður nú birt skrá um þá, sem fara, og sagt, hvaðan þeir eru: WINNIPEG Aðalbjörg Helgason Jóhanna Jónasson Lovísa Bergman Rósa Jóhannsson Rósbjörg Jónasson Sigrún Thorgrímsson Sigrún A. Thorgrímsson Sigríður Bjerring Þorbjörg Sigurðsson Steini Jakobsson Finnbogi Guðmundsson ÁRBORG, Man Aðalbjörg Sigvaldason Emma v. Renesse Guðrún Magnússon RIVERTON, Man. Columbine Baldvinsson LUNDAR, Man. Guðrún Eyjólfsson Guðrún Sigfússon ERIKSDALE, Man. Guðrún Hallsson Ólafur Hallsson HAYLAND, Man. Sigríður Emilsson Gísli Emilsson BALDUR, Man. Halldóra Pétursson GLENBORO, Man. Helga S. Johnson , l LESLIE, Sask. Oscar Gíslason ELFROS, Sask. Rósmundur Árnason WARMAN, Sask. Egill Johnson MARKERVILLE, Alberta Rósa Benediktsson VANCOUVER, B .C. Anna Matthieson HENSEL, No. Dak. William Sigurðsson Ingibjörg Soards MOUNTAIN, No. Dak. Haraldur ólafsson CAVALIER, No. Dak. Sophia Bernhoft SANTA MONICA, Cal. Wilhelm Bernhoft SEATTLE, Wash. Anna Scheving Sigrid Scheving Frelsisljóð Eftir James Russell Lowell Fylgja Rósu og öllum hópnum hugheilar óskir allra Vestur- ís- lendinga. ]\/TENN:—sem þykist erfa enn áa sína — frjálsa menn:— séu í heimi höft, sem þjá hvar er ykkar frelsi þá? Ykkar sál ef aldrei hlaut eiginn skerf í bróður þraut: Svarið! eruð þið ei þá "þrælar ,sem ei frelsa má? T7'ONUR:— sem að síðar meir syni fæðið — verði þeir fyrirmynd hins frjálsa manns, framastoðir þessa lands. Ef þið heyrið æðrulaust, ekki brýnið gremjuraust þegar íhalds öflin sterk einhver fremja grimdarverk. Ef þið fyrir ykkar stétt ekki heimtið fullan rétt, frjálsra manna mæðra lið metnar tæpast verðið þið. Er það frelsi fullkomið frjötra’ að leysa:—Svarið þið! eða létta kvalakross, kvölin þegar snertir oss? Ó, nei! það er ekki nóg; annað meira frelsi bjó; Fyrir alla að finna til:— fullan kynda sálaryl. Þrælar eru þeir, sem ei þora að segja “Já” og “Nei”, þó það kosti hróp og háð hvar sem freslis korni er sáð. Sig. Júl. Jóhannesson þýddi POINT ROBERTS, Wash. Ásta Norman Jóhann Norman WHEATLAND, Wyoming Maggie Needham UM KOSNINGARNAR Við uppsögn Manitoba-þings ins, var tala hvers flokks, sem hér segir: Liberala 30, Samvinnu manna 5, íhaldsmanna 9, CCF 7, óháður 1, Kommúnistar 1, auð sæti 4. Tala þingmanna alls 57. Samvinnumenn greiddu liberöl um ávalt atkvæði. Alls sækja nú i kosningunum 172; berjast mjög víða 4 um hvert sæti. í Ruperts Land kjördæmi fer ekki kosning fram fyr en 6. júlí. Hon. William Morton, verka- málaráöherra og þingmaður frá Gladstone, var kosin gagnsókn- arlaust Honum var tiikynt þetta á skipinu á hafi úti, sem flytur hann á krýningarhátiðina. f Lakeside kjördæmi, þar sem D. L. Campbell forsætisráðherra sækir, eru nú 4 í vali. Mr. Can:p- bell er búinn að vera þingmaður þar í 17 ár og hefir enginn fyr sótt á móti honum. Um 12 þingsætin í Wimvpe sækja 34 í Mið Winnipeg sekja 1A um 4 sæti. Á síðustu stundu varð sú breyting á framboðslista þingm., að við hann bættust þessi nöfn. W. A. Wyborn, Brandon, S.C. George J. Friesen, Emerson, Herman Scheel, Virden, W. Mickalchuk, Fisher, John Firman, Gimli, John A. Malcon, Mountain George E. Scalf, Swann River John Yuzak, Winnipeg North. E. R. Draffin, St. Andrews. En til baka drógu sig þessir: Joseph Kachor, Fairford, lib. Fred T. Klyn, St. Clements, S.C. Eric Bailey, Virden, Albert Weisner Wpg. North. EVEREST SIGRAÐUR Brezki leiðangurinn, sem verið hefir að brjótast upp á hæsta tind Himalaya-fjallanna, tindinn Ev- erest, sendi útvarpsskeyti til Elizabetu II að kvöldi krýning- ardags hennar, um að Everest væri sigraður. Tveir menn úr leiðangrinum komust þangað. — Var annar þeirra E. P. Hillarv frá New Zealand, en hinn Tens- ing Bhutia, sem í fleiri leiðangr- um upp á tindinn hefir tekið þátt en nokkur annar. FORINGI “FARFUGLA” UM ÍSLENZKUKENNSLU BARNA S. L. VETUR Eins og skýrt var frá á síðasta Þjóðræknisþingi, var sú nýjung tekin upp, að íslenzkukennsla barna í Winnipeg fór í vetur fram á sunnudögum í stað laug- ardaga áður. Var kennt í báðum íslenzku kirkjunum og kennslan höfð á undan sunnudagaskólan- um, þannig að börnin fóru beint úr íslenzkunáminu í sunnudaga- skólann. Er hér um fyrirkomulag að ræða, er taka ætti upp sem víð- ast, -því að með þessu móti fá börnin það í einni ferð, sem áður tók þau tvær. Þátttaka var allgóð (samtals 60—70 börn, þegar bezt lét) og árangur eftir vonum, þó að byrj- að væri í seinna lagi og við ýmsa erfiðleika að etja. Umsjón með kennslunni hafði að þessu sinni Finnbogi Guð- mundsson, en kennarar voru: — Vilborg Eyjólfsson, Emma Sig- urðsson, Joleen Helgason, Caro- lína Gunarsson, Stefanía Eyford, Rósa Björnsson, Guðrún Palmer og Valdimar Lárusson. Miðvikudagskvöldið 20 maí — höfðu kennararnir dálitla skemmtpn fyrir börn þau, er sótt höfðu íslenzkunámið um veturinn. Voru skemmtiatriði þessi: 1. Ávarp: Finnb. Guðmundsson 2. Sagan af henni Gilitrutt: — Valdimar Lárusson sagði. 3. Islenzk lög sungin: Svava Júl- íus og Björn Sigurbjörnsson 4. Bernskuminningar frá Nýja- íslandi: Lára Sigurðsson. 5. Litmyndir frá íslandi: Áskell Löve sýndi. 6. Veitingar Virtust börnin skemmta sér vel og fara ánægð heim af þess- um fundi. Standa vonir til, að svipuðu starfi verði haldið áfram næsta vetur. Drotning og konungur sendu leiðangri Col. John Hunt heilla- óskaskeyti. SOLON BOÐIÐ HIINGAÐ Þarna er þá þessi þraut unnin. Á Indlandi var það trú manna að tindurinn væri hærri ea.hann var sagður og að hann hækkaði við tilraunir að komast þangað. Á þeirra máli heitir tindurinn Gárisankar, en hann var skírður Everest, eftir einum brezkum leiðangursforingja. En hætt var nú komið að gefist væri upp og þessi leiðangur end- aði, sem hinir 10 er gerðir hafa verið úí og allir hafa að engu orðið vegna “storma er smjúga gegnum merg og bein, bylja, er blindi mönnum leiðina, og illra anda er taugabilun olla”. RÓSU BtENEDIKTSSON BOÐIÐ TIL ÍSLANDS Rósu Benediktsson í Marker- ville, Alberta, dóttur Stephans G. Stephanssonar, hefur nýlega veri boðið til íslands í tilefni af 100 ára afmæli föður hennar næsta haust. Standa að boðinu nokkrir vin- ir hennar hér vestra, flugfélagið Loftleiðir og íslenzka stjórnin. Mun Rósa dveljast 7 ríkis íslandi og verða með í hópferð- inni, er um getur á öðrum stað í blaðinu. Solon Low, heitir, sem kunn- ugt er, foringi Social Credit- ílokks Albirtinga á sambandsþ í Ottawa. Hann er nú staddur í þessu fylki og heldur ræður fyr- ir flokksbræður sína hér í ræðu sem hann hélt síðast ! miðvikudag’ í Strathclair, tók hann það fram að hann væri hér ekki í neinum hernaðar-innras- arhug, heldur hefði hann verið boðinn hingað af flokki manna, sem væru góðir og gildir borgar- ar fylkisins. Hann tók þetta fram vegna þeirra ummæla Campbells for- sætisráðherra, að kalla koniu flokks Social Credit manna frá Alberta hingað herarás. Liberalar eru orðnir svo yfir- gengilega flokksblindir, að þeir halda að þeir einir eigi þetta fylki, sagði Mr. Low. Hann sagði Free Press hafa grafið upp fyrir átján árum allar þær skrípamyndir og skammar- greinar sem hún hefði flutt um Social Credit flokkinn og sent smala sina til Alberta með það dót í tveimur kosningum, til þess að reyna að eyðileggja stefnu, sem blaðinu geðjaðist ekki að. Þeim var auðvitað boðið þangað af nokkrum íbúum Alt jfylkis. Og Social Credit-sinnum vikur á kom ekki tii hugar að banna Finnbogi próf. Guömundsson er einn í hópi “farfuglanna”, er flugið hefja héðan næstkomandi sunnudag áleiðis til íslands. En hann átti upptökin að því, að ferð þessi kom til mála, skrifaðist i við flugfélagið íslenzka, Loft- leiðir, og hefir hér einn haft all an veg og vanda af framkvæmd- um málsins. Hafa ekki einungis verið því miklar annir samfara. heldur jafnframt fjármunalegur kostnaður. En hugmyndin var góð, og þeir sem í ekkert horfa er heillavænleg mál eiga í hlut, eiga inni hjá drotni fyrir það, ef þakklæti mannanna bregst. Frá þjóðernislegu sjónarmiði hefir hér fyrir mikilvægu máli verið gengist. En það er þó ekki nema eitt af hinum mörgu málum vorum, sem óskifts fylgis hefir notið trá prófessor Finnboga Guðmundssyni, síðan hann kom vestur. Auk aðalstarfsins, við kenslustólinn íslenzka á Mani- toba-háskóla, hefir hann starfað hlífðarlaust að þjóðræknismálum vorum Vestur-fslendinga. Hann hefir ferðast hér um íslenzkar bygðir austur og vestur, flutt þar erindi, mint okkur á ættjörð- ina og alls staðar hlotið þakklæti og vináttu að launum. Hann hef- ir og ynt af hendi mörg önnur þjóðræknisstörf hér svo sem með tilsögn á kvöldskólum í íslenzku, í íslenzku nefndarstarfi, erind- um fluttum og blaðagreinum skrifuðum og nú síðast en ekki sízt, er það áhrifum hans að þakka að hér hefir verið byrjuð íslenzk kensla á sunnudagaskól- um íslenku kirknanna. Alt þetta starf á ekki lengri tíma en próf. Finnbogi hefir ver- ið hér vestra, er ærið mikið og hið þakkarverðasta. Hkr. óskar honum góðrar ferð- ar heim til ættmenna sinna og ættlandsins og heillar aftur komu, er heimsókninni lýkur. Hér bíður hans verk margra á- gætra manna sem hans að vinna. þetta, eða spyrja um hvort þeir hefðu nokkurn rétt til að vera þar. En það er einmitt spurning- in, sem Free Press vakti upp hér í sambandi við komu Mannings forsætisráðherra Alberta hingað. Blaðið og forsætisráðherra Camp bell vara sig ekki á því, hvað þau hafa með þessu gert. Það hefir auk þess að sýna þennan þokka lega sið gagnvart gestum af sér, auglýst hræðslu við að sjá ilett ofan af gerðum liberalstjórnar- innar hér, vitandi fyrir víst, að stjórn þessa fylkis getur ekki staðist neinn samanburð, sem gerður kynni að verða, af starfi hennar og Alberta-stjórnar. Gaf Mr. Low sýnishorn af því, er í báðum þessum fylkjum ætti sér stað í heilbrigðismálum, — mentamálum, fjármálum og sveitamálum, sem hætt er við fyr ir liberala, að áheyrendur muni fram yfir kosningadaginn, ekki lengra en er til hans.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.