Heimskringla - 03.06.1953, Side 3

Heimskringla - 03.06.1953, Side 3
WINNIPEG, 2. JÚNÍ 1953 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA þekkir alls konar nýtízku skáld- skap og heimspeki og les huga sínum hvíld í ljóðum hins ágæta ljóðskálds, Jónasar hallgríms- sonar. Auðvitað fer illa fyrir henni þar sem hana hendir sú heimska, að verða ástfangin af ungum guðfræðingi, sem sækir um prests embætti þar í sveit- inni, og er þegar trúlofaður dótt ir prófastsins, sem hans vegna hefir sagt af sér embætti og haft áhrif á bændur sveitarinnar til þess að fá unga manninn kosinn í sinn stað. . . Þetta segir einn fremsti bók- mentarýnir Evrópu á sínum tima um Gest Pálsson, hinn sama og Lögberg sagði hæfastan til að “bíta grass með kúnum út á slétt- um.” En víkjum nú að komu Gests vestur. Til Winnipeg kom hann í júlí 1890, og tekur við ritstjórn Híeimskringlu. Verður hann hér brátt svo vinsæll við blaðið, að hann má vafalítið telja ástsæl- asta ritstjórann, sem hér hefir við íslenzkt blað verið. Almenn- ingur hefir hér fáa hylt, bæði • sakir ritsnildar og góðvilja eins einlæglega og hann. Við lát hans hér var hann mjög syrgður; Jón Ólafsson telur um 1000 manns hafa verið við útför hans. Mun það ein hin fjölmennasta jarðar- för sem hér hafði þá fram farið. Þegar Gestur tekur við rit- Stjórn Heimskringlu, eru þeir báðir Einar Hjörleifsson og Jón Ólafsson við Lögberg. Gengui alt vel fyrstu sex mánuðina, en þá fer Jón frá Lögbergi. En þegar Einar Hjörleifsson tekur einn við, breytist sagan. Þá er friðnum slitið milli blaðanna— Lögbergs og Heimskringlu. Er þá sagt að ekki hafi frá því og þar til Gestur dó, komið út eitt einasta blað af Lögbergi, er ekki flutti eitthvað af rógburði, bæði pólitískum og persónulegum, um Gest. Kom og að því, að Gesti leiddist þóf það, og fór að hugsa um að halda burtu héð- an. Af óánægju hans út af deil- unum, er ekki vafi á að hann fór að leita sér athvarfs hjá Bakkusi. Vita allir hvern enda slíkt hefir. Fer hann nú einn daginn og tjá- ir samverkamönnum sínum, að hann fýsi að halda héðan og helzt leita heim til ættjarðarinnar aft- ur, þó niðurstaðan yrði sú á því, að hann ákvæði að fara til Dan- merkur. Buðust Heimskringlu- menn þá til að greiða far hans, ef úti væri um dvölina hér. En hann lézt áður en til þessarar far ar kom. Segir Jón ólafsson, að Heimskringlumenn hafi greitt honum fyrstu sex mánuðina hér 60 dali í mánaðarkaup og eftir það $70 án þess að um hækkun vaeri beðið. Þótti það hér hátt skrifstofukaup á þeim tímum. Jón kveðst hafa haft $50 hjá Lög bergi. Heimskringla kostaði út- för Gests, spítalalegu og hverja skuld, er hún vissi að á honum hvíldi. Heimskringlumönnum þótti of vænt um Gest til þess að gera ekki alt sem í þeirra valdi Stóð er honum kom við lífs og liðnum. Þeir litu á það sem heið- ur að hafa átt hann fyrir sam- verkamann sinn—og ritstjóra, mann sem Georg Brandes og Carl Kuchler skipuðu á bekk með stærstu skáldsögu höfund- um samtíðar hans. Hinn síðar- nefndi þýddi sögu Gests hverja af annari jafnharðan og þær komu út. Svo hellaður var hann af þeim og hæfileikum og rit- list Gests. Bókmenta heiður sinn á Gest- ur að sjálfsögðu mestan að þakka írásagnarlistinni á sögum sínum og fyrirlestrum. Slíkt var svo langt fyrir ofan það, sem menn höfðu áður kynst, að jafnvel í hinni mikið rómuðu sagnritun ís lendinga, kom þar eitthvað alveg sérstakt og nýtt fram. Það var heldur ekki svo sem að þetta fyndu aðeins hinir bóklærðu. Hin greinda alþýða naut þessa eins og þeir. Hún sóttist eftir öllu sem náð varð í eftir Gest, hlakkaði til að lesa það og lifa i því í huganum. Þetta varð alt svo lifandi og ógleymanlegt. — Við þetta bættist svo ljúfmann- legt og skemtilegt viðmót. Enn fremur munu lítill vafi á því, að skoðanir Gests hafi átt sinn þátt í því að afla honum fylgis. Hanr var með fyrstu íslendingum, að boða þjóð sinni raunsæisstefn- una. Á henni bar í flestu er Gest- ur reit, hvort sem var í Verðanda Þjóðólfi, Suðra eða Heims- kringlu. Með slíkri stefnu kom hann íslendingum inn í hinn nýja hugsana heim Evrópu, sem rneð Brandesi í broddi fylkingar miðaði að endurskoðun andilegra verðmæta. Þetta var það sem hin velgefna ísl. þjóð þráði undir- niðri, hvað mikið sem prestarnir reyndu að fá hana til að hatast við allar nýungar. Hún hefir á- valt viljað líta á hlutina frá raun sæu sjónarmiði, frá hlið skyn- seminnar, þegar henni hefir ver- ið það sjálfrátt. Gestur og Þoi- steinn Erlingsson, voru ástmeg- ir hennar, þrátt fyrir alt sem teynt var af klerkum að sporna við skoðunum þeirra. Gestur herjaði á hégiljurnar hvort sem af trú eða vana stöfuðu. Og hræsnin — valdsmanna hræsnir sem svo oft kom fram hjá þeim, er áttu að leiðbeina og stjórna lýði og löndum, átti ekkert grið- land hjá honum. Þessa stefnu. kom Gestur með vestur. Það sem hann skrifaði hér bar hennar ótví ræðan vott og hvað hann unni einlæglega því, sem hann áleit sannast og mannúð samboðnast. Hann vék ekki frá því, hver sem í hlut átti, eða á hverju sem gekk. Lögberg vissi undur vel, að Gestur var íhaldi þess hættuleg- ur. Lögberg var “liberal” á þá vísu í stjórnmálum landsins, sem Frakkar í Quebec eru. Þó ís- lendingar líti á þann liberalisma sem alt annað en stjórnmálalegt frjálslyndi, tókst Lögbergi með trú, sem átti svo margt sameiginlegt við oftrúna i Quebec, að gera þá annað veifið liberala og greiða Quebec aftur- haldinu atkvæði. Einar atyrti Gest fyrir að vera brezksinnað- ann fram yfir Breta sjálfa! Hví ekki það? því hefir jafnvel ný- lega verið flaggað sem eins af göllum Gests og sem óréttlætan- legu af íslendingi! íhaldsstefna þessa lands, hefir ávalt með þessu verið máluð svört af liber ölum, það er að segja þeim, er ekki skildu ,að Quebecingar vildu alt til vinna, að Bretar töp- uðu Canada úr því að þeir gátu ekki haldið því sjálfir. Og þó til Bandaríkjanna færi, væri það skárra að skömminni til. Þvi vildu þeir veita Bandaríkjunum öll viðskifti hér óbundin, sem auðvitað gat ekki hjá farið, að leiddi til innlimunar Canada í Bandaríkin. Canada væri ef til vill ekki nú í dag sjálfstætt ríki, ef Quebec-ingar hefðu komið vilja sínum fram. Að þessari við skiftafrelsis-baráttu Lögbergs. gerði Gestur alt það gaman, sem hann kunni og hann kunni nog af því til að koma andstæðingum sínum til að roðna. Og hvað sem Einar eða Lögbergingar sögðu um hann sem heimskingja í stjórnmálum, var það eitt víst, að það var hvorki Einars né Jóns meðfæri að ganga á hólm við Gest. Gesti fanst eitthvað annað hljóta að liggja fynr fselnding- um hér en a týnast í hafi nefnds liberalisma—eins og honum skaut inn í heimin hjá Frökkum í Quebec og hefir ekkert annað markmið átt, en að vinna á móti sameiningarstefnum Sir John A. Macdonalds, sameiningu þess- arar þjóðar, eflingu hennar og bættra lífsskilyrða með auknum iðnaði, sem er eina leiðin til vel- megnunar hér. Gestur var flestum fimari með pennan á sínum tíma. Á politísk um greinum hans, er sami snild- arbragur og á öðru, sem hann rit aði og bera honum góðan vitnis ourð um þekkingu, auk þess sem um þær greinar hans má segja, að hreinni og einlægari séu én pólitískar ræður eða greinar eru yfirleitt. Sá er greinar skrifar um einskatts kenningar Henry George, eins og Gestur gerði, — hefir að minsta kosti þorað að líta út undan tjaldskör venjunn- ar í stjórnmálum, að ekki sé meira sagt. En ódauðleg lista- verk Gests eru að vísu fyrst og fremst sögur hans og fyrirlestr- ar. Þá verður hinu ekki neitað, að háðið hjá Gesti hafi komið mönn um í gott skap. Honum var það þó mörgum háðfugli minna til að henda gaman að einstakling- um eða jafnvel andstæðingum sínum. Það kom lang-oftast fram hjá honum í ádeilum á málefni. Ef hann brá því fyrir sig í per- sónulegum ádeilum, var það að vísu napurt, en sjaldnast alvar- legt. Það var til að gera mönn- um glatt í geði en ekki annars. Það spillir ekki neitt fyrir, þó hér sé tekinn upp lítill bútur úr einni smágreina hans, þessu til sönnunai, eins og sú sem hér fer á eftir og hann nefndi engu fölsku nafni, heldur blátt áfram “Gamangrein um Lögberg”. — Greinin er aðeins tekin sem sýn- ishorn og því ekki öll: Jóhann Sölskjöldur og Löberg Sólskjöldur, sólskjöldur minn, sálskjöldur, náðugi herra, vaknaðu, vaknuð við o.s.frv. Það er til saga gömul i Kvöld- vökunum, sem heitir“ Sagan af Jóhanni Sólskjöld”, og hefir oss oft dottið hún í hug um þessar mundir, þvi að það er svo margt likt með skyldum, hr. Jóhanni Sólskjöld sáluga og Lögbergi, sem enn er á lífi. “Hann var dæmdur á alla sýsl- una og kallaður Jón Veiguson, hann hafði allan sinn aldur á vergangi alist, verið hortugur, skrafinn og óþekkur.” “Öldungis eins og Lögberg. “Honum varð víða illa til greiða og fékk sjaldan inni í bæj arhúsum að vera”. Öldungis eins og Lögberg. Svo komst nú Jón Veigurson í upphefð, auðæfi og metorð. Öldungis eins og Lögberg, — þegar það náði haldi í stélinu á frakkalafinu hans Greenways! “Hvert sem hann Jón Veigu- son gekk inn eða út, var sveina- mergðin óteljandi, sem allir kept ust hver við annan um að vera fyrstir til að útrétta, hvað helsl er hann benti til.” Öldungis eins og Lögberg þeg ar það fjö'lgaði svo mönnum í vist sinni, að menn undruðust hvað til stæði. Hver sá í sýslunni, sem var slíku fær, orti um Jón lofsálma og hófu hann upp úr skýjunum; þeir kölluðu hann landsins prýði og allrar sýslunnar máttar stólpa.” Öldungis eins og Lögberg sem lætur yrkja um sig lof bæð: í bundnu og óbundnu máli! Það eina sem Jóni greyinu þótti leiðinlegt, var það, hvað hann var einfaldur og lítilmót- legur að nafninu til og svo kail- aði hann sig Jóhann Sólskjöld. Öldungis eins og Lögberg þótt ist lítilmótlegt, fyrir það, hvað það var smátt og blés sig svo út eins og froskur, þangað til að það var orðið tvöfalt, en þekk- ingin og anadgiftin var sú sama hjá stóra froskinum og þeim litla.” (Og svo framvegis). í Heimskringlu er margt skráð eftir Gest, sem hvergi er annar staðar að finna. Væri þar úr tals- verðu að moða, sem sýnir betur en bent hefir verið á enn aí nokkrum, hvernig Gestur hugs- aði á síðustu árum lífs síns. Andleg fjölhæfni hans og list- fengi var svo langt frá að yfir- gefa hann, að það mun lýsa í um mælum hans, jafnvel um hvers- daglegustu hluti eins og fréttir — í aldir fram! Eitt af því, og máli því til sönnunnar, er að þar standa skrifaðar af Jóni Ólafsyni nokkr ar langar greinar, er véfengja flest sem Einar Hjörleifsson skrifar um Gest. Eitt af því er að Einar sé að láta líta svo út, að hann hafi verið eini maðurinn, sem hann útvaldi til að skrifa um sig látinn. Segir Jón það eina hina mestu fjarstæðu, því Gest ur hafi ekki á öðrum manni verið vonsviknari, en Einari. Gestur hafi aldrei tekið Einar í sátt við sig, eftir að deilurnar hófust milli þeirra. Eitt sinn er Einar vék því að Gesti, að hann hefði skrifað vel um sögu sína Vonir, og þó nú kvæði við annan tón hjá honum (Gesti), vissu menn ekki hverju trúa ætti af því, sem hann segði. Gestur áréttar þetta í deilu- grein á Einar þannig, að hann hefði með ritrómi sínum lýst einni persónu í Vonum svo, að hún hefði í ritdóminum verið heilsteypt persona, en hefði alls ekki verið það í sögu Einars. Hann megi leggja sér það út til last vikulega héreftir að hafa skapað lifandi persónu úr dauðu uppkasti Einars. Annað hefði hann ekki gert. Og svo heldur Einar fram, að Geestur hafi á hans náðir leitað til að vera viss um að sannleikur- inn yrði sagður um sig látinn! Að öllu þessu athuguðu, er mikið í því sem Helgi Sæmunds- son segir, að varasamt sé að by&gja frásögu af æfistarfi manna eingöngu á orðum and- stæðinga þeirra. Það eru til menn, sem vináttu geta haldið, þrátt fyrir mikinn skoðuna-mun. En það virðist þó sjaldan eiga heima um pólitíska andstæðinga. Samt viljum vér ekki taka fyrir að vinátta hafi einhvern tíma átt sér stað milli Gests og Einars og alt í æfisögu Einars um Gest, sé ekki af hatri sprottið. En það er svo erfitt að vinsa það úr, að það getur ekki gert æfisöguna örugga sem heimildar rit. Það er hugmynd vor, að þeir sem hér eftir skrifa um Gest, græddu á að lesa vandlega það sem hann skrifaði síðustu ár æfi sinnar sjálfur í Heimskringlu. Og það sem vinir hans skrifuðu að honum látnum þar; það mætti einnig gjarnan sjást. Gestur var sá maður að sögu hans má ekki afskrþema með pólitískum eða öðrum skoðuna- mun. Þó grein þessi sé skrifuð að nokkru í sambandi við það sem um Gest hefir verið sagt og skráð í tilefni af 100 ára minn- ingu hans, var ekki hugmyndir að hún yrði viðbót við þau rit um síðustu ár Gests hér vestra, sé blaðið sem hann þá skrifaði, Heimskringlu. Þar eru einnig kvæði eftir St. G. og Frí- mann Anderson, er í æfisögu Gests eiga heima, að meðtöldum hinum fögru skilnaðarorðum út- gefenda og samverkamanna Gests til hans. f þeim er um Gest talað eins og menn gera um ljúf- linga og ástmegi þjóðar sinnar. (Framanskráðum orðum er ef til vill rétt að fylgi þessi grein- argerð Jóns Ólafssonar: Gestur Pálsson fæddist að Miðhúsum í Reykhólasveit, 25. september 1852. Foreldrar hans voru Páll Ingimundarson, bóndi þar og Ragnheiður Gestsdóttir. Hann var settur til náms. Kom hann í lærðaskólan í Reykjavík 1869, og settist 17 ára gamall í 1. bekk. 1875 útskrifaðist hann þaðan með annari einkunn og fói sama sumar til Kaupmannahafn- ✓— ADVANCE WITH THE (g. ©. ÍP» in Winnipeg Centre vote for GÍSLI BORGFORD GORDON FINES DON SWAILES Vote by number in order of your choice ar. Tók þar próf frá háskólan- um í heimspekilegum forspjalls- vísindum eftir fyrsta veturinn, vorið 1876. Hann las og guð- fræði um tíma, en sótti lint það nám. Störf hans urðu auk blaða- mensku skrifara starf á skrif- stofu landshöfðingja. Til Winni peg kom Gestur í júlí 1890 sem áður er getið og dó hér 19. ág., 1891, eftir fjögra daga legu á sjúkrahúsi, úr taugaveiki er gripið hafði hann eflaust illa til reika eftir viðskifti sín við Bakk us). VARÐVEITIÐ EFNAHAG MANIT0BA Staðreyndirnar vitna um hvers vænta megi Þessar staðreyndir segja sögu heil- brigðrar stjórnar í fylkinu. Og staðreyndirnar—EKKI loforð—eru undirstaðan að byggja á góða fram tíð. Berið vorar skýrslur saman við skýrslur hinna fylkjanna. Og ef þér viljið að efnahagurinn haldist, þá endurkjésið Campbell-stjórnina. FRAMTÍÐIN: Allar skuldir eða lán fylkisins trygðar þar til árið 1963. FRAMTÍÐIN: Að halda í því horfi að Manitoba greiði öllum’í fylkjum LÆGRI skatta! FRAMTÍÐIN: Að ljúka þjóðvegin- um yfir þvert Manitoba árið 1956. Og miklar umbætur á öðrum vegum fylk isins. Ennfremur hjálp til sveita til vegagerðar. $1,000 veiting á ári til fylkis þjóðvega í bæjum. MIKIL STÖRF . . . Frekari áætlanir eru: Aukin þjónusta í þágu akuryrkju, heil brigði og velferðar.' . . Hydro- orku njóta 90% Manitobabúa. . . Mikil hjálp veitt sveitum og bæj um. . . Víðtækari mentun og á- framhaldandi andstaða gegn hækkandi farmgjaldi á járn- brautum. Styðjið þessi áform 8. júní með því að endurkjósa núverand? stjórn—stjórn með framfara á- ætlunum og reynd er að fram- kvæmdum. VEGABÓTA KOSTNAÐUR $71 MILJÓN TEKJUR innheimtar síðan 1946 íyrir gas og bílaleyfi! $84 MILJÓN EITT TIL vegabóta — 13 miljón M E IR A en var tekið inn! 1 FYLKISSKATTUR Á HVERN MANN BRITISH COLUMBIA I CANADA (hæst i landinu) MANITOBA $72.90 $37.4« X, HREINAR SKULDIR FYLKJANNA Á HVERN MANN í CANADA ÖLLU NEW BRUNSWICK (hæst £ landinu) MANITOBA Greiðið atkvæði liberal-progressive — og endurkjósið 8. júní CAMPBELL Govt.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.