Heimskringla - 08.07.1953, Blaðsíða 2

Heimskringla - 08.07.1953, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA Heimakringk (StofnuO lStt) Komut úi á hverjum miðvikudegt ElK'endur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Talsími 74-6251 Verö bi&öalng er $3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram. Allar borganir aendist: THE VIKING PRESS LTD. öll viÖ8kiftabréf blaðinu aélútandi sendist: The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Winnipeg Rltstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HETMSKRINGLA. 853 Sargent Ave., Wlnnipeg Advertising Manager: GUNNAR ERLENDSSON "Heimskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man., Canada — Telephone 74-6251 Anthorired as Second Class Mail—Post Offiee Dept.. Ottqwa WINNIPEG, 8. JÚLf 1953 Ottawastjórnin í Canada stær- ir sig stundum af því, að hún feti í fótspor ofannefndra stjórna. f sambandi við fækkkun stjórnarþjóna, gerir hún það ekki. Tala stjórnarþjóna nú er hér 131,646. Er það 7,056 hærri tala en fyrir ári síðan og hærri, en þegar stríðið stóð hér sem hæst. Mr. St. Laurent stjórnarfor- maður lofaðist til fyrir tveim árum að fækka stjórnarþjónum um 5%. í stað þess hefir hann fjölgað þeim um heldur meira en sem þessu nemur. Þetta er gott dæmi af því hvað ant núverandi stjórn er um að lækka útgjöldin. Er nokkur furða á þó skattar séu háir? Pólítískir Pistlar OTTAWA-BRÉF TIL SATURDAY NIGHT í bréfi sem nýlega birtist í Saturday Night, er vikið að pólit- íska viðhorfinu í Quebec-fylki. Eru íbúarnir ávítaðir fyrir að sýna ekki St. Laurent, foringja liberala eins eindregið fylgi og hann eigi skilið. Segir höfundur bréfsins að það sé tími til þess kominn fyrir Quebecinga, að gleyma smjörkaupunum Trá Nýja Sjálandi um árið, sem verðið á smjöri í Quebec, sem í öllu landinu, hefði felt, og Frakkar geta aldrei gleymt. Eins atyrðir bréfritarinn blöð in í Quebec svo sem Le Devoir í Montreal sem vinni liberal-flokk- inum mikið ógagn. Jafnvel Le Soleil, sem flokksblað liberala, geri það einnig. Ennfremur sé L’Action Cahtolique með vangaveltum og aðfinslum við störf núverandi stjórnar. Það verður að minna Quebecinga, segir bréfriti, á þetta. Ef þetta háttalag verður til þess að skara eld að köku þeirra Duplessis °g Drew í kosningunum, má það kæruleysi mikið kallast. Hvers á okkar ágæti St. Laurent að gjalda, maður af okkar þjóð, sem gert hefir þjóðflokki vorum meiri sóma en nokkur annar forsætisráð herra hefir gert og málefnum Frakka í þessu landi er öllum fróðari um og velviljaðri, ef feldur væri nú, til þess að koma prótestanta frá Ontario til valda? Það er stundum meðal íslendinga hér minst á, að þjóðerni cg trúmál eigi ekki að koma til mála í kosningum í þessu landi. Frakk ar eru þar á öðru máli. Svo mikið er af ofanskráðu ljóst þó lengsi af hafi verið reynt að fela það. FÓLKS FÆÐ CANADA Það hefir ekkert háð Canada meira en fólks fæð þess. Að hér skuli aðeins vera 14 miljónir í- búa í landi sem tók að byggjast um sama leyti og Bandaríkin er nú hafa 165 miljónir, ef ekki meira, og að stærð og náttúru friðindum er á borð við þau, er eitt mesta undrunarefni þeim. sem ekki vita hverju fólsfæðin hér er að kenna. Hér má heita að liberalar hafi verið við völd síðan 1896, að tveimur kjörtíma bilum undanskildum. En stjórn á þeim lenti í öðru en innan- lands framkvæmdum vegna þess að annað þeirra stóð heimsstríð- ið 1914-18 yfir, en hitt lenti í við reisnarstarfi, sem fyrir öllu varð að ganga, því fjárhagurinn og atvinnuvegirnir voru í kalda kol komnir hjá liberalstjónn- um landsins. í búarnir höfðu ekki vanist öðru en liberalstjórn og tóku til að rótast um, er koma átti hér í verk iðnaðarstefnu, og settu* liberalstjórn aftur að völd „ , . , , . , henni var hatur Quebec-Frakka um. En hængurinn a henm heiir. , , , „ ávalt verið þessi, að þeir hafa á móti Bretum ut af þvi, að tapa hér hvorki viljað heyra né sjá ytirráðum landsins i þeirra hend aðra framleiðslu, en búnaðar- ur' Við skulum með frJalsn rekstur. Hér hefir ekki mátt verzlim og tollfrelsi eiga gott koma að iðnaði, heldur hefir við Bandaríkin. Og þau urðu pa hráefni landsins verið selt eða ti! með að hJálPa hér UPP a sak' oft gefið til bandaríkjanna eins irnar með iðnaði sinum’ ems °2 og huðir, gærur 0g ull, en sem Þau hafa ávalt verið fús að gera' tilbúin klæða- og skóvara var Skyldi Quebec Hberalisminn en stund leggja aðeins á frum- iðnað. Hvernig stendur á þessanÉ marglofuðu liberal stefnu, sem þessu veldur? Gáið að hvernig hún varð til? Hún varð til í höfði Quebec-Frakka og átti að vinna hinni eðlilegu stjórnar- stefnu Sir John A. Macdonalds mein ,er hér vildi koma upp al- hliða þjóðarbúskap og hagnýta allar uppsprettur í landinu og fá fólk til að setjast hér að frá hinum þéttbýlli löndum til þess. Þá hefði hér ekki þurft að kvarta um fámenni í þessu stóra landi, eins og James G. Gardin- er, akuryrkjumálaráðhr. stjórn- srinnar i Ottawa, er nú að fár- ast útaf og hefir raunar ávalt gert. Það getur ekki verið fýsi- left starf fyrir hann ,að verða að deila á stjórn sína fyrir stefnu hennar í fólksinnflutningsmál- um, þó hann geti ekki annað sam vizkunnar vegna. En liberalstfenan varð ein kennilega til. Driffjöðrin i gerð úr þar og seld hingað, en enn ega eftir að vera hyltur af ekki gfein. Liberalar hafa barist | kJósendum landsns 10‘ á8*8t? Ef á móti fólksinnflutningi, sem’til vill þykir það ekki þess vert ein hin brýnasta þörf var á, til að vera að skiPta nokkuð um- eða þess að hér gæti risið upp full-'víkía frú þessan stefnu liberala, kominn þjóðarbúskapur bygðurjsem ekki getur neitt of vel fætt framleiðslu möguleikum lands 14 miljónir manna af auðsupp- sprettum, sem nægt gætu 75 milj ins, en ekki aðeins á einni auðs- lind þess, og sem nú er á þann ónum rekspöl komin, að ekki er sala nema að litlu leyti fyrir í heim- inum. Ætli það hefði nú ekki verið munur að hér væru um 50 til 75 eða 100 miljónir manna til að eta upp kornforðan? STJÓRNARÞJÓNUM FJÖLGAR í CANADA Því er haldið fram, að síðan Eisenhower tók við völdum í byrjun þessa árs í Bandaríkjun- Þrátt fyrir þessa handvömm í um hafi hann fækkað til sparn- stjórn liberala, halda þeir fram, aðar á útgjöldum stjórnarþjón- að þetta sé mikið framfara land. um um 100,000. Svipað er mælt Saonleikurinn er, að það er vafa- að Churchill hafi gert á Eng- samt, að Canada telzt ekki í hópi landi, er hann kom til valda. — þeirra landa, sem skemst eru á Þetta virðist eitt af fyrstu og ef veg komin í að hagnýta sér vís- til vill þörfusut <verkum nýrra indi og framfarir síðustu aldar,1 stjórna nú orðið. PEARSON GALAR ENN! Lester B. Pearson er einn þeirra manna, sem nú hellir úr skálum reiði sinnar yfir dr. Rhee, frelsishetju Kóreu-manna. Það er að verða þreytandi, galið í þessum manni. Hann leggur nú orðið meira og minna til hvers einasta máls, sem á dag- skrá kemur hjá þjóðum heims- ins, enda mun hann líta á það sem verkefni forseta sameinuða þjóðafélagsins. En hvað hann er að fara, er oft erfitt að ráða í. í Koreu er nú að gerast það sama og gerst hefir í einum tólf þjóð-ríkjum umhverfis Rúss- land, er öll hafa verið gerð að ieppum kommúnista. Það risu menn upp heima fyrir í hverju landi, tilvarnar gegn yfirgangi kommúnista. En engin maður í foringjaliði Sameinuðu þjóð- anna, eða hjá vestlægu lýðveld- unum, rétti þeim hjálparhönd. Það var ekki fyr en til Kóreu kom, að sýndur var litur á þessu. En nú virðast eiga að fara um hana eins og hin leppríkin, að koma eigi henni í þeirra tölu. — Því á nú dr. Rhee að sæta sömu kjörum og freslishetjan Mik- hailovich og þjóðhetja Pólverja, Kína og tugur annara, sem vest- lægu foringjarnir skipdðu að kasta ríkjum sínum í kommún- ista. Það er þessi löngun til að semja við kommúnista-öflin, að kaupa þau sér til friðar, sem nú virðist stefna Pearsons, og sem verið hefir stefna alt of margra foringja vestlægu þjóðanna. Það var áreiðanlega aðal menn ingin með stofnun samtaka eins og Sameinuðu þjóðanna, að koma smærri þjóðunum til verndar fyrir yfirgangi stærri þjóða. Nú er sú stefna tekin upp hjá sam- tökunum af foringjum þeirra, að þjóðaráni þeirra, lofa þeim jafn- semja við kommúnista út af vel viðskiftum og góðhug gegn því, að þjóðasamtökin skifti sér ekki af smáþjóðunum! Pearson var með því eins og Acheson, að koma lýðveldisfor- ingjanum Chiang Kai-Shek fyr- ir kattar-nef. Hann mætli og með því að byltingarseggir Kín- verja væru réttbornir til að vera félagar í samtökum Sameinuðu þjóðanna, þó völdin tækju í gagnstæðum skilningi við til- gang félagsins. Guð hjálpi smáþjóðunum, ef þessu heldur lengi áfram. Heim- urinn vonar að Eisenhower, sem nú virðist maðurinn, sem skilur ástand heimsins flestum betur, komi hér til skjalanna, eins og Marshall gerði á sínum tíma til að afstýra glötun Evrópu. Stjórnarnefnd Kirkjufélagsins í stjórnarnefnd kirkjufélags- íns Western Canada Unitarian Conference voru kosnir á ný-af- stöddu kirkjuþingi í Winnipeg, forseti, séra Philip M. Péturs- son, ritari G. P. Magnússon frá Lundar; gjaldkeri, Jón Ásgeir- son frá Winnipeg; Meðhjálpar-j nefndarmenn eru W. Krsitjan- son, Winnipeg. G. O. Einarson, Árborg, K. O. Mackenzie, Win- nipeg, og H. Thorsteinson, Gimli. Yfirskoðunarmaður var J. F. Kristjánsson, —P. M. P. WINNIPEG, 8. JÚLf 1953 ÍSLANDS MINNI (á Iðaveili 1. júlí 1953) Eg fagna því, að flytja íslands minni og flétta þátt í dagsins blómasveig; því efst í huga á það gömul kynni og innst í hjarta býr þess dýra veig. Við nætursólar bjarma á fjöllum fríðum í fagran skrúða glæðist jörðin góð, þá ilmur berst frá gróðri í grænum hlíðum og glaður dagur heilsar landi og þjóð. Þótt stundum hér, sé þögult milli þinga á þjóðrækninni sjaldan verður stans: á Iðavelli Vestur-íslendinga er vakað yfir túni landnemans. Og þar í túni er þjóðar vorrar saga; þung á metum reyndist arfleið sú: því, gegn um allt, sem dreif á hennar daga á dygðum sönnum bygði hún von og trú. Og jörðin hér var helguð minning þinni og hefir verið, alt frá landnámstíð. Börn þín hugðust hlúa að arfleifð sinni sem haldbest reyndist gegn um böl og stríð. Um lýðafrelsi lét sig þjóðin dreyma, því lands vors mynd var greipt í hennar sál Á bökkum Vatnsins hér ’ún átti heima og hér var íslenzk tunga, landsins mál. Hið frjálsa líf var það, sem landinn þráði; en þýkmenskan var smáð og burtu ræk. Þá lýðveldið í Nýja-íslandi náði frá Norðurpól og allt að Merkjalæk. Og það var reist á fornri, frjálsri menning feðra og mæðra vorra, í heiðnum sið , að undanskyldu því, að kristin kenning var kjarni þess og hjartans málefnið. Á þeirri tíð var hvergi stássleg stofa, né stundarfriður bóndans hrjúfu mund; en trúarljóð í lágum bjálka kofa var lausnin best á hverri neyðarstund. Hér voru menn með íslenzkt blóð í æðum í óbygðum síns nýja fósturlands. N Og ofar þeim var aðeins guð á hæðum, sem aldrei skerðir frelsi nokkurs manns. Þeir fluttu með sér fegurð þinna dala og fjallatign, í blóma er augað sér. Og þú átt enn þá tungu, sem þeir tala, og tungumála heimsins fegurst er. Sú arfleifð réði allar lífsins gátur, með orði sínu hér hin fyrstu ár. Og þá var ýmist gleði eða grátur er “Guð vors lands”, þeir sungu og feldu tár. Við örðug lífskjör oft þó væri að glíma, allir skyldu virða lög og rétt því, að nota tækifæri og tíma takmörk engin höfðu verið sett. Og áframhaldið allt var guði falið; því allir máttu treysta valdi hans. íslenzkt nafn var öllum hlutum valið, undir bláum himni skaparans. Frá þeim tíma verður margs að minnast; manndóms þess í stríði, er þá var háð. Aldrei mun, og hvergi fyrir finnast fegri landnámssaga en hér er skráð. Þeir höfðu lært að beita réttum rökum og ræða mál frá öllum hliðum séð Og nú reið á að taka föstum tökum á tímanum, sem guð þeim hafði léð. Því hér var maður frjáls, sem fyr á dögum og framsókn djarfri héldu engin bönd frá dauðans greip, úr dönskum klóm og lögum þá Drottinn sjálfur leiddi sér við hönd. Og er á vetri visnar blómið smáa verður ytra lífið snautt og kalt, þá inni í bókum bjálkakofans lága, er blaði flett, og lesið hátt og snjallt. í nýju landi lögð var hönd á plóginn með lífi og sál, og víkings hetjudug, er sýndi þrotlaust þol að ryðja skóginn og þrautum öllum vísaði á bug. Þeir gripu árar stórum, sterkum mundum, og stefnu tóku á djúpsins fiskimið. En fallvalt reyndist fiskiríið stundum, og fleira er landinn mátti glíma við. En ávalt vakir andi sá, er leiðir og yfir vötnum svífur lífdögg hans: þá vorblóm lífsins jarðarsafann seyðir við sólaryl frá lampa skaparans. Sá andinn frjálsi, hugumstóri, hreini var heilagt tókn þess sanna lífs á jörð frá fyrstu tíð, og enn er hann sá eini er endar dagsverk sitt með þakkargjörð. Vér flettum blaði í langri lífsþók þinni og lesum enn í dag til heiðurs þér, en engir sýndu í starfi meir þitt minni, en mæður og feður landnemanna hér. Ef “Guð vors lands”, var lagið er þeir sungu, lands vors guði helgað var hvert tár, þá voru samin ljóð á lands vors tungu, sem lifa munu næstu þúsund ár. Því enn í dag, á Iðalvelli grænum er aðalminning dagsins helguð þér, og fáni þinn, er blaktir hér í blænum, blandar litum því, sem fyrir er. Vort ættarland sé ávalt guði falið Hann athöfn þjóðar stýri á gæfubraut, þá laufum skrýðist landið bert og kalið og lífdögg himins vökvar moldarskaut. Lýðveldið unga, yzt á norðurleiðum; á óðs og sögufrægð skal lífs þíns brú reist þinni framtíð, undir himni heiðum, í helgu starfi, sannri dygð og trú. í ræðu og ljóði, landi og þjóð vér færum lofsöng vorn með bæn og þakkargjörð. Lif heil og frjáls, sem lax í straumi tærum og lífsins orð þitt boði frið á jörð! S. E. Björnsson KIRKJUÞINGS FRÉTTIR Samkvæmt þingboði var árs þing kirkjufélags Unitara í Vest ur Canada (Westeern Canada Unitarian Conference) hið fyr- verandi Sameinaða kirkjufélag íslendinga, sett í kirkju Fyrsta Sambandssafnaðar í Winnipeg, laugardaginn hinn 27. júní 1953, kl. 10 f.m. Eftir að sunginn var sálmur, setti forseti kirkjufélagsins, séra Philip M. Pétursson, þing og gaf yfirlit yfir starf og fram- kvæmdir á árinu. Hann hafði heimsótt flesta söfnuði, sem eru í kirkjufélaginu, einnig hafði hann ferðast til Edmonton í Al- berta og átt þar tal við fólk, sem myndað hefur félag með sér sem nefnist Fellowship Unit, vinnur sá félagskapur að frjáls- um trúarskoðunum á sama grund velli og Unitarar. Forsetinn skýrði frá því, að kirkjufélagið hefði verið svo heppið, að fá prestaskólanemanda til að þjóna fjórum söfnuðum kirkjufélags- ins á þessu sumri sem sé: Gimh, Riverton, Arborg og Lundar Maður þessi heitir P- Allan Myr- ick, og byrjar hann þjónustu sína á Gimli, sunnudaginn hinn 5. júlí. Fyrsta málið á dagskrá var, að ræða og samþykkja grund- vallarlög kirkjufélagsins, sem nú ber annað nafn en að undan- förnu og enskumælandi fólk orðið meðlimir þses, en»áður var það bundið við einungis íslend- inga. Var öllum erindsrekum fengið í hendur afrit af lögun- um eins og þau höfðu verið sam- in og fólk beðið, að yfirfara þau og gera athugasemdir og breyt- ingar við þau, ef því þætti þess þurfa með eða betur fara. Var svo þingfundi frestað þar til kl. 2 e.m. Kl. 2 e.m. var fólk komið í sæti sín, og forseti sagði fund settan. Fundargerð var lesir, og samþykt. Þá las forseti skeyti frá biskup fslands til þingsins svo hljóð andi: Séra Phliip M. Pétursson, 681 Banning St., Winnipeg. Prestasambandið óskar þér og Sambandskirkjuþinginu allrar blessunar í lífi og verki. Sigurgeir Sigurðsson, Friðrik A. Friðriksson Samþykt var, að forsetinn sendi skeyti til biskupsins og viðurkendi mótttöku þessa skeyt is. Þá las forsetinn bréf sem hon- um hafði borizt frá Mr. Richard Morton, formanni “Fellowship Unit” í Edmonton, sem skýrði frá, hvað þeim félagskap gengi vel og bætti við sig meðlimum Samþykt var að senda skeyti til Mr. Morton og þakka honum fyr ir bréfið og óska félagskap hans tii íukku og velgengis. Einnig skyldi senda lukku óskaskeyti til Mr. Neil Agnew, formanns “Fellowship Units” í Regina og

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.