Heimskringla - 08.07.1953, Blaðsíða 1

Heimskringla - 08.07.1953, Blaðsíða 1
 AT ALL LEADING GROCERS Super-Quality “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality & Taste” CANADA BREAD -look £or the Bright Red Wrappei AT ALL LEADING GROCERS Super-Qualitv “BUTTER-NUT” BREAD “Tops in Quality & Taste” CANADA BREAD —look for the Bright Red Wrapper lxvii árga: igur WINNIPEG, MIÐYIKUDAGINN, 8. JÚLÍ 1953 NÚMER 41. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR EKKI FJARRI SANNI “Kreppa, stríð og tuttuga ára valdatíð einnar og sömu stjórnar hafa hjálpast að því, að draga valdið frá fylkisstjórnum og koma því í hendur sambands- stjórnar, langt fram yfir það, sem flestir gó'ðir menn álíta holt eða æskilegt í þessu landi. — Valdið, sem landsstjórnin hefii krækt í frá fylkjunum í skatta- málum hefir að mörgu leyti gert fylkin ósjálfbjarga og að ómög- um sambandsstjórnarinnar. Það hefir og gert sveitir og bæi, aó munaðarlausum börnum hennar í pólitískum skilningi.” —Virden Empire-Advance, blað í Suður-Manitoba. ANNAÐ NÓAFLÓÐ í MANITOBA? ? Menn eru að spá og spyrja hvort að von sé áflaeðis á ný í Manitoba. Ferðamönnum þykir nóg orð- ið um bleytu hér og telja af því vegi ekki sem bezta. Það er nú ef til vill nöldur. En þegar stjórnarsérfræðingarnir lýsa því yfir, að nú megi ekki mikið versna hér, jörðin sé mjög rök °g hvað lítil viðbót sem sé, af regni geti ollað áflæði, þá horí- ir málið öðru vísu við. Það var skilað skýrslu um þetta til stjórnarinnar fyrir nokkru, og lagt til í henni að eitthvað yrði gert til varnar á- flæðis eins og t.d. að grafa skurð frá Winnipeg alla leið norður í Winnipegvatn. En hvað Ottawa stjórnin hugsar sér að gera í því efni, er ekkert sagt um. Tals- menn stjórnarinnar, sem spurð- ir hafa verið um þetta, segja miklar ráðstafanir hafa verið gerðar í þessu efni. En það hafi verið komið sér saman um það. að birta ekki neitt um það fyr en eftir 10. ágúst eða kosningar. Hvers vegna? Hvað á dráttur á þessu að þýða? Það munu flestir ráða í hver ástæðan er. Liberalstjórnirnar bæði í Ottawa og Manitoba komu sér ekkert til sóma fram i áflæðismálinu hér forðum. Að einhvers meira verði af þeim krafist en þá, er það sem stjórn- in óttast. Hún hefir áreiðanlega komist að þeirri niðurstöðu, að meðan á kosningunum stendur sé henni vænlegast, að ekki verði minst á þetta mál, eftir fram- komuna í síðasta flóði. En hvað sem því líður, ætti það að vera krafa kjósenda hér til fulltrúa stjórnarinnar í þess- um kosningum, að segja hvað stjórnin sé að gera í málinu, eða ætli sér að gera. Mr. Garson sem er fulltrúi þessa fylkis í stjórn- arráðinu í Ottawa ætti að svara því. Kjósendum þessa fylkis er miklu annara um að heyra hann segja frá þessu, en því sem hann hér lepur upp úr stefnuskrá lib- erala um hvað Duplessies í Que. sé að gera liberölum þar til ó- greiða. Hér er um eitt veiga- mesta mál þessa fylkis að ræða. KJÓSA EFTIRLITSNEFND ekki sé hægt, að sameina þessa fjársöfnun, spara á innheimtu fjársins, sé hún óumflýjanleg..— Að vera beðinn um fjárstyrk eins oft og nú er gert, er varia sanngjarnt gagnvart almenningi. Mr. G. S. Thorvaldson, forseti Winnipeg Chamber of Com- merce, álítur að hófs sé vert að gæta í fjárstyrksbeiðnum þess- um. McCARTHY Á VAÐBERGI McCarthy hefir augun í öllum áttum í leitinni að kommúnist- um. Það nýjasta í því efni er að hann hefir komist að því, að King fyrverandi forsætisráðhr. Canada, hafi fyrir einum þrem ár um afhent Truman forseta lista með 163 nöfnum kommúnista sunnan að sem til Canada leit- uðu. en munu ekki hafa þótt auð fúsgestir. McCarthy þykir mat’ ur að ná í þennan lista, en það gengur illa að fá hnan. Vill Mc- Carthy að fyrverandi forseti láti sér listan í té, en á honum mun djúpt vera, jafnvel þó hann kunni að vera til. En Truman mun verða að ganga til spurn- inga til McCarthy út af þessu. FRÁ KOREU Kommúnistar létust verða óðir og æfir út af því, að Syngman Rhee slepti stríðsföngunum laus um og kváðu það gera út um alla fúðarsamninga. Eisenhower for seti hefir í þessu efni borið upp þá viturlegu tillögu, að friður sé samin til reynslu í 90 daga. Hefir hann fengið Rhee til að samþykkja það. Bretar eru ekki neitt hrifnir af þessu og Rússar vist ekki heldur. En ef þeir halda að þeir hafi Eisenhower í vasa sínum út af lausn fanganna, eru hvorutveggja illa sviknir. Þjóðir heimsins eru farnar að íenna grun í hvorra málstaður sé réttar í Koreu, kommúnista eða Bandaríkjanna. VIÐ ÞÖKKUM KOMUNA Valdimar Björnson Valdimar Björnsson, ríkisfé- hirðir frá Minnesota, frú hans og börn, og Herdís Jónsdóttir, tengdasystir Valdimars komu s.l. laugardag norðan frá Lundar, en þar voru hjónin að heim- sækja frændfólk sitt, Chris Halldórsson, Jón Hördal og fleiri. Winnipeg Chamber of Com- merce, samþykti nýlega, að kjósa nefnd til að líta inn í fjársöfnun armál Winnipeg borgar. Það hefir komið í ljós, að almenn fjársöfnun er hafinn hér á 10 daga fresti í einu eða öðru til- efni. Er það nokkuð mikið. Það er þó ekki tilgangur félagsins, að draga úr aðstoð til þeirra er hennar þurfa með, heldur á nefndin að líta inn í hvort Valdimar var Hér nyrðra til að halda ræðu á íslendingadeginuin |á Hnausum. Hefir ræðan verið !prentuð í íslenzku vikublöðun- j um. Munu hlýjar þakkir búa í hugum lesenda hennar til Valdi- 1 mars fyrír hana, ekki sízt hin ' hugljúfu orð hans um viðburð- ! inn mikla á Þingvelli árið 1930. , Myndin sem þar var brugðið upp gleymist ekki. Þetta er í annað skiftið sem Valdimar kemur hingað norður á árinu til að hressa upp á þjóð- ræknina hjá okkur. Má það heita vel að verið, er tillit er tekið til hins umfangsmikla starfs hans. Til Árborgar fór hann daginn fyrir íslendingadaginn og gisti hjá Gunnari Sæmundssyni. ALÞINGISKOSNINGAR Á ÍSLANDI 28. JÚNÍ Úrslit hafa Grettr Jóhanns- syni konsúl borist af kosningun- um á íslandi, er fram fóru 28. júní. Eru þau sem hér segir: Alþýðuflokkurinn, 12,109 atk.,— 6 þingsæti; Framsóknarflokkur- inn, 16,912 atkv.—16 þingsæti; Sósíalistaflokkurinn, 12,400 atkv —7 þingsæti; Sjálstæðisflokkur inn, 28,800 atkv.—21 þingsæti; Lýðveldisflokkurinn 2,500 atkv. —ekkert þingsæti; Þjóðvarnar- flokkurinn, 4,600 atkv.—2 þing- sæti. Alls voru 77,321 atkvæði og eru þingsæti 52. Eftir þessar kosningar er styrkur Sjálfstæðisflokksins nægur til að geta stjórnað eða haft meiri hluta þingmanna með hverjum einum hinna flokkanna sem er (að Þjóðvarnarflokkin- um nýja undanskyldum). Það sem skeð hefir er þetta, að kommúnistar tapa tveimur þingsætum, Alþyðuflokkurinn einu og Framsókn einu. Sjálf- stæðisflokkurinn vinnur 2 þing- sæti og nýr flokkur, er nafniö Þjóðvarnarflokkur hefir 2. í Eng landi, Bandaríkjunum og íslandi hafa íhaldsflokkarnir á síðari timum unnið á í kosningum. — þegar á reynir í þjóðfélaginu, er útkoman oft þessi. Davíð Björnsson:— LÚÐRARNIR KALLA — KOMIÐ! . . . Aðeins tæpur mánuður þangað til íslendingadagurinn verður haldinn hátíðlegur að Gimli. En hvað þar verður gaman! Allir hlakka til þessa hátíða- halds. Allir íslendingar bíða með óþreyju eftir þessu vinsæia skemtimóti, sem varað hefur nú í sextíu og fjögur sumur, á þeim tíma sem náttúran klæðist sínum fegursta skarlats skrúða, og “himininn heiður og blár”. Blik- andi umhverfið brosir oss mót' og Blágresið angar, jörðin angar og loftið er fullt af söng og sól- flekkjum og silfurmerlandi gár- um. Já, það verður gaman að koma á hátíðina að Gimli, íslendinga- daginn, daginn okkar, eina há tíðisdaginn á árinu, sem við íá- um tækifæri til að minnast ætt- lands vors og þjóðar, að heilsa UPP á gamla og góða vini, sem lagt hafa land undir léttivagn- inn til að komast á þessa vin- sælustu sumarhátíð íslendinga í Manitoba, sem haldin er að Gimli. Margt verður til fróðlei'ks og skemtunar á hátíð þessari, ekki síður en undanfarin ár. Alltaf eitthvað frábreytt, aldrei alveg eins, þótt í fljótu bragði séð, það sýnist nokkuð svipað. Að þessu sinni verður líka þess manns minnst, sem á hundr- að ára afmæli í sumar. Hans verður minnst á íslandi síðari hluta sumarsins með mikilli við- höfn og hátíðleik. En hver er þessi maður, sen.i verðskuldað hefur svo mikið dá- læti og heiður? Það er skáldið Stephan G. Stephansson, “Kletta fjalla skáldið”. Hann sem talinn var einn með beztu góðskáldum íslands og mesta skáld Canada. Þessa merkis manns verður minnst í sambandi við Minni Canada, af gáfumanninum og skáldinu, próf. Watson Kirkcon- nell, president af Acadia Uni- versity, Wolfville, Nova Scotia. Honum, sem öllum fremur hefur bezt kynnt Stephan G. Stephans- son hinum enskumælandi heimi, bæði með þýðingum úr ljóðum hans og ritum sínum og ræðum um skáldið. Próf. Watson Kirkconnell er svo vel þekktur meðal íslend- inga hér, af þýðingum sínum og vinhlýjum ummælum um fslend- inga og ástfóstri því sem hann hefur tekið við þá, að það er engin þörf fyrir mig að leytast við að kynna ykkur hann. En maður, sem getur þýtt ljóð úr 52 tungumálum, er enginn hvers- dags gestur á menningar- og skáldskapar sviðinu. Þennan mann fáið þið að heyra og sjá, og kynnast betur persónulega á íslendingadaginn að Gimli, þann þriðja ágúst næst komandi. (Framhald í næstu blaði) tJR BRÉFI FRÁ ISLANDI (Kunningjabréf) (Hjallur Magnússon, skáld og kaupmaður í Seattle og einn hinna hressustu og glaðværustu íslendinga, sem nokkur staða.r er að finna, sendir Heims- kringlu bréf til birtingar, er sveitungi hans Helgi Valtýsson frá Akureyri skrifaði honum ný- lega. Auðvitað er bréfið “prívat bréf”, og af höfundar þess hálfu ekki ætlað til birtingar. En eins og Hallur segir, er það of gott til þess, að aðeins einn maður sjái þáð. Fylgja bréfinu línur til Heimskringlu er víkja að þessu. Er blaðið Halli mjög þakklátt íyrir þetta og ótal margt, sem hann hefir áður bæði frá öðrum og sjálfum sér sent því og leyft að birta —Ritstj. Hkr.) Akureyri, 7. júní ’53 Hallur minn elskulegur, heill og sæll, sitjandi í heiðri í Seattle í Vestri! Ástar þakkir fyrir bréfið þitt góða dagseett 17. og meðtekið 26. marz, og mun nú ráð að svara því, eða viðurkenna mótttöku og þakka, áður en vorar og sumar- sæla gagntekur mann, svo að all- ar skyldur gleymast! Nú er sauð burði lokið, víðasthvar með á- gætum, og samt hefi eg ekki enn neitt blessað lambið litið augum né heyrt móðurlegt jarm tvílemb ingamóður! En nú er annar jarm ur hafinn og ólíkt óskemmtilegri í eyrum gamals smala, og það er jarmur stjórnmálamannanna og frambjóðenda undir Alþingis- kosningarnar, sem fram eiga að fara 28. þ. m. Verður það ærið hjáróma sónn og ólíkt bæði frá- iærna-sónötu og haustrétta-sin- fóníu sauða og hrúta, með ein- stöku tenórsóló aumingja frá- villinga í f járbreiðunni! Og þær geta verið ærið “fjölmennar” — eins í skriðuklaustursrétt í Fljótsdal í hittifyrra, er við vor- um þar tveir félagar. Töldu bændur, að þar mundi samankom ið í réttinni 10,000—12,000 fjár, og var það fallegur hópur! Já, en eg var að minnast á kosninga-jarminn. Hamingjan góða! Ekki er hann neitt tii- hlökkunarefni fyrir okkur (því miður alltof fáum), sem ekki höfum látið blóðmarka okkur marki neins hinna gömlu karlægu stjórnmálaflokka! Og nú hafa tveir nýir bætzt í hóp- inn ,svo að flokkarnir eru nú 6 talsins. Og allir eru beztir, og G I F T I N G Mr. and Mrs. Lionel A. Asselin Laugardaginn 23. maí voru gefin saman í hjónaband í St. Mary’s dómkirkjunni hér í Win- nipeg, af Rev. Msgr. Cahill, ung- frú Helen C. Bonnell og Lionel A Asselin, Brúðurin er elsta dóttir Mr. og Mrs. J. A. Bonnell 130 Furby St. hér í bæ. Svafa, móðir brúðarinnar er ein dóttir hinna góðkunnu hjóna Hjartar heitins Pálssonar og Kristínar, frá Húsafelli, nú búandi að Lun- dar, Man. Brúðguminn er einka- sonur Mr. og Mrs. J. A. Asselin hér í bæ. Brúðarmeyjar voru systir brúðarinnar Miss. Patricia Bonnell og Miss Patricia Assel- in, systir brúðgumans. Aðstðoar- maður brúðgumans var Mark Lavery. Til sætis leiddu John Bonnell, bróðir brúðarinnar og Allan Brunnen. Við giftingar at- höfnina söng einsöng Rev. R. H. Larrabee, en á orgelið lék J. Caron. Að afstaðinni hjónavígsl- unni sátu um 100 manns að veg- legri veizlu í Pembina lodge. Ungu hjónin fóru í brúðkaups- ferð suður um Bandaríki. Fram- tíðarehimili þeirra verður að 616 Aulneau St. St. Boniface. — Heimskringla óskar ungu hjón- unum allra heilla í framtíðinni. hafa beztu menn að bjóða! Ekki skortir mannvalið. . . Og loforð- in! Maður lifandi. Allir lofa þeir kjósendum gulli og grænum skógum fyrir þann litla greiða að kjósa sig — og bjarga þar með fósturjörðinni frá hvers kyns hörmungum! Mun því all- mörgum skoðanaliprum kjósanda og auðsveipum fara líkt á kjör- degi, og Hannes heitinn Blöndaí kvað um frænkurnar sínar sjö, ungar og elskulegar: “Eg vildi eg gæti átt þær allar, í einu kysst etc, etc.” Þannig fer oft “háttvirtum kjósendum”. Þeir kjósa út í bláinn þann og þann, sem beztum og flestum kossun um beitir og blíðu sinni heitir o. s. frv.—Og hananú með allar kosningar! ... ? í útvarpinu (radio) vorum við fyrir skömmu að frétta af “lands •ns forna fjanda” hafísnum, sem var að sýna framan í sig vestur á Grænlandssundi úti fyrir Vest- fjörðum. En þó alllang-t undan landi, sem betur fór. Er hann nú orðinn harla fáséður gestur á heimamiðum, þótt alltaf sé hann á sveimi norðvestur í hafinu landa milli á vorin og framan af sumri. En landfastur mun hann ekki hafa verið nema tvisvar sinnum síðan um aldamót. Og fari hann í friði sem fjarst og lengst á sín eigin heimamið! Annars fréttum við alltaf af ísn- um öðruhvoru, þegar íslenzku flugvélarnar eru að bregða sér langt norður eftir austurströnd Grænlands með danska verka- menn og varning til þeirra fyrir danska námafélagið, sem er að undirbúa blývinnslu lengst þar norður frá. “Faxar” Flugfélags íslands fara víða. Og allar heita vélarnar “Faxar”: Gullfaxi, Skin faxi, Glitfaxi, Hrímfaxi etc. Við vorum farin að vænta vors fyrir alvöru, er brá til hlýviðris með byrjun maí-mánaðar. En svo kom þurrakuldar og hægviðri um hríð og hefir sennilega staf- aðt af nálægð íssins. Nú er aftur vel hlýtt í gær og dag. Veðrátt- an okkar er annars orðin harla duttlungasöm uppá síðkastið, á- þekk og mannfólkið sjálft! f ár höfðum við eiginlega engan vet- ur frá nóvember (í fyrra) og framá Góu, 24. marz, skömmu fyrir páska. En þá gerði all- snarpan vetrarkafla um 6 vikna skeið með allmiklum snjóum. En jörð var áður auð og ófrosin, svo að þessa snjóa leysti furðu fljótt á örskömmum tíma fyrst í maí. Þú getur hugsað þér mismuninn á vetrarveðráttu nú og í okkar ungdæmi fyrir austan. f vetur t. d. héldust póstbílaferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar, þvert yfir landið í nær allan vetur, stórir Bus og Trucks, og í áfell- inu tóku snjóbílar við yfir hæstu heiðarnar! En nú mun nóg komið af veð- urfréttum og ekki vert að “angra” þig með snjóbílum í sumarsælunni vestur í Seattle- dýrð þinni! Eg nefndi stauðburðinn áðan, og nú er einnig sennilega lokið burði kúnna minna inni á Vest- ur-öræfum, umhverfis SnæfeLl! Hrein-kúnna, sem nú eru óefað talsvert á annað þúsund. Þær bera venjulega frá 10. maí fram í fyrstu viku af júní. Og í vor ættu a.m.k. að verða 500—700 Frh. á 4. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.