Heimskringla - 08.07.1953, Blaðsíða 4

Heimskringla - 08.07.1953, Blaðsíða 4
4. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 8. JÚLÍ 1953 FJÆR OG NÆR Messur í Nýja-íslandi og á Lundar Á eftirfarandi stöðum verður messað í kirkjum Sambandssafn- aðar af P. Allan Myrick, únitars presti: Sunnudaginn 12. júlí, að Árborg kl. 11 f.h.; að Lundar kl. 3.30 e.h. Sunnudaginn 19. júlí að Gimli kl. 11 f.h.; að Riverton kl. 7.30 e.h. Allir eru boðnir velkomnir. * * w Messa í Piney Sunnudagskvöldið, 12. júni messar séra Philip M. Pétursson í sveitarkirkjunni í Piney, Man., Eru allir bygðarbúar góðfúslega beðnir að veita því eftirtekt og láta þá frétt berast út. * t ★ Gjöí til sumarheimilisins á Hnausum Mrs. Thora Finnbogason, Lang- ruth, Man ..............$10.00 Meðtekið með þakklæti, Mrs. P. S. Pálson Gimli, Man. * ★ ★ tslendingadagurinn á Hnausum íslendingar norður-bygöa Nýja-fslands, voru hepnir með I veðrið á fslendingadeginum 1. júlí. Sólskin var og blíða allan! daginn. Þrálátar rigningar höfðu j gert jörðina raka áður, en þessi sá ekki mikinn vott á hátíðinni. íþróttir fóru fram sem vanalega. Auk ræðu Valdimar Björnson ar, Fjallkonu og Miss Canada, sem í íslenzku blöðunum munu birtast, flutti Helgi Austman þar ræðu, er vonandi birtist einnig, eigi síður en skemtanir dagsins, sem vér vonum að ein- hver verði til að segja frá í blöð- unum. Jón Pálsson var forseti dags- j ins. Daginn mun hafa sótt um 5 til 6 hundruð manns. * * * Miss Heiða Jóhannesson frá Ashern, Manitoba, var stödd í, bænum s.l. mánudag. Hún er á, leið til Regina, þar sem húnj stundar nám eða leiðsögn í 10 daga í forustustarfi ungmenna' (Luther League). Hún er dóttir Gríms Jóhannessonar að Ashern, fyrrum að Árborg. W 9 9 Skírnarathöfn S. 1. sunnudagsmorgunn, 5 júlí! skírði séra Philip M. Pétursson, tvö börn, Sandra Lynn og j Bonnie Lou, dætur þeirra hjóra Mr. og Mrs. Edward W. Kutch, frá Seattle, Wash. Mrs. Kutch er dóttir þeirra hjóna, Mr. og Mrs. Ingólfur Goodman, sem nú búa í Vancouver, B. C. Seinni part dagsins skírði séra Philip, Patrivia Ann, litla dóttir j tH Tiimitlj j —SARGENT <S ARLINGTON— j j July 9-11—Thur. Fr.i Sat. Adult j j Linda Darnell—Tab Hunter i “ISLAND OF DESIRE” (Color) 1 Mickey Rooney—Ann James ■ “SOUND OFF” (Technicolor) j July 13-15—Mon. Tue Wed. Adult j ’ Ginger Rogcrs—David Wayne “WE’RE NOT MARRIED” ÍBette Davis—Garv Merrill j “ANOTHER MAN’S POISON” þeirra hjóna Mr. og Mrs. Guðjón A Abrahamson. En Mr. Abra- hamson er sonur þeirra Mr. og Mrs. Guðjón Abrahamson í Ár- borg. Báðar skírnarathafnirnar fóru fram í Sambandskirkjunni. ÚR BRÉFI FRÁ ÍSLANDI Frh. frá 1. bls. kálfar ,og hjörðin þarmeð að ná fullum 3000 alls! Þú sérð því að þetta er allmikil fjölgun síðan 1939, er hópurinn var aðeins lið- lega 100 dýr, og fór fækkandi með ári hverju. En erfiðlega gengur mér að fá blessaðar rík- isstjórnirnar til að gera skyn- samlegðar og nauðsynlegar fram tíðar-ráðstafanir með hjörðina. Hefi eg leitað fyrir mér um það í full 10 ár, og ekkert áunnist enn—að undanskilinni friðun- inni. Og hún var fyrsta skilyrð- ið. Jæja. Mér þykir nú samt afar vænt um, að stofnhjörðinni varö borgið, og að nú hefir reynslan sýnt og sannað það, sem efast var um áður, að hjörðin er þroska mikil og lífvænleg, og fjölgun afar mikil! Þetta eru ljómandi fallegar skepnur. Og dýrin eru fullum Ys þroskameiri heldur en forfeður þeirra í Finnmörku, sem hingað komu fyrir senn 200 árum, og eru enn í dag! Hér er því síður en svo um hnignun að ræða ,eins og sumir vildu þó fullyrða og töldu orsök hinnar “árlegu fækkunar dýranna”. En fæstir þessarar “fróðu” manna höfðu nokkru sinni hreindýr augum litið! Þú minnist á fjörðinn okkar gamla og góða, sveitina okkar elskulegu og undrafögru! Eg fæ sting í hjarta í hvert sinn, sem mér verður hugsað til þess ,að þessi unaðslega landkostasveit skuli vera að leggjast í auðn og eyði sökum samgangnaleysis! Því að nú er hraðinn orðinn að- alkjarni tilverunnar, þangað til heimurinn kollhleypur sig ræki- lega! Og það hlýtur hann að gera, áður en lýkur! — Jæja. Nú eru aðeins 5—fimm bæjir í byggð í Loðmundarfirði; Nes, Stakkahlíð, Klippstaður enn, Úlfsstaðir, og Sævarendi. A Úlfsstöðum býr Jón sonur “Steina” heitins og Sigríðar systur minnar, sem einnig er dá- in. Og nú er Jón sennilega alveg að gefast upp á búskapnum! Hann hefir nýskeð auglýst jörð- ina til sölu. En hver kaupir jörð í deyjandi sveit! Hefði Loðmundarfjörður ver- ið í Ameríku, myndu hafa verið sprengd jarðgöng gegnum fjöll- in til Seyðisfjarðar, eða lögð vírkaðlabraut yfir Árnastaðar- skörð með vögnum fyrir vörur og fólk! Og yrði öll sveitin full- ræktuð, gæti þar búið fjöldi fólks! Já, Hallur minn góðui. Svona fjarstæðukenndar hug- myndir getur gamall Loðm.firð- ingur látið sér detta í hug, er honum verður hugsað til gereyð- ingar æskusveitar sinnar; “Hún býr mér í huga, hvert sem eg fer” get eg sagt með sanni—eins og “hinn nýi maður” segir í Þing- rof! Þá er bezt að venda sínu kvæði í kross og reyna að gleyma sorg- um sínum, sem þó í þessu til- felli “eru þungar sem blý!” Eg hefi undanfarið verið að tína saman ljóðin mín, bæði að fornu og nýju, og er það allmikil syrpa. Þó sakna eg fjöldamargra norskra Ijóða frá æskuárum mínum og síðan. Eg hélt þeim því miður ekki til haga á þeim árum ,enda var auðvitað margt misjafnra grasa í þeim flekkj- um, og ekki allt góðgresi. En þó eftirsjá í sumu. Svona er að vera trassi með sjálfan sig, og er eg þó eigin- lega mesti hirðumaður, en það lærði eg þegar í æsku af konu- efni mínu, sem var uppalin á mesta hirðuheimili og mann- kosta annarra. Safn mitt hafði eg hugsað mér að nefna — ”Á HVERFANDA HVELI, — og skipta því þannig í deildir: — I. Æskuljóð (“Blýantsmyndir”, 1907 og 08); II. í dagsins önn og ótta nætur; III. Tækifæris- ljóð; IV. Ort á ritvél (Kveðjur og gamanvísur til kunningja og vina; “spunnin á ritvél” af munni fram) ; V. Ljóð á norsku (á tveimur tungum: “Ríkismáli og Landsmáli”). Þú sérð, að hér virðist vera úr talsverðu að moða, og að í moði felst oft nýtileg—jafnvel góð tugga! Og vonandi reynist einn- ig svo með mitt moð. Og nú er eg að velta fyrir mér, hvort eg ætti að senda þér eina slíka tuggu, ef nýtileg fyndist, til við- bótar við hitt, er eg hefi áður sent þér. Sjáum nú til, áður en lýkur! í “Jónsmessunóttinni” minni eru tvær þulur, og er það í raun- inni einkennilega kliðmjúkur háttur, hugðnæmur og hrífandi. Gömlu ömmurnar okkar og afar vissu, hvað þau sungu! Nokkur skáld hafa vakið þuluháttinn upp aftur á þessari öld, fyrst Hulda og Theódóra Thoroddsen (ekkja Skúla) og þær Andrés- dæturnar breiðfirzku: Herdís og Ólína. Mér þykir vænt um þennan bernskukunningja og hefi gælt dálítið við hann. Og nú held eg, að eg sendi þér eitthvað af því tagi, en ort á ritvel. En það veiztu að er ekki skáldskap-’ ur, frekar en hjá Kolbeini jökla- skáldi forðum! Sendi eg það því ■ á sérstöku blaði, svo að þú getir! kveikt með því í einhverju hjá j þér, eða þá- bara kveikt í því sjálfu! Því að svo vitlaust er það ekki, að ekki logi í skrælþurrk-^ inum vestur á Kyrrahafsströnd., Þú mátt verða við því búinn, að snurður og bláþræðir verði á slíkum loðbandsspuna. En samt ætti að verða spotti og spotti nýtilegur inn á milli. Þú athug- ar nú það. Og þá er þetta nú orðið all- langt fréttabréf að sinni, þótt þurrar séu fréttirnar og fremur! fáskrúðugar. En hver veit nema | eg geri bragarbót næst og bræði saman skemmtilegra bréf og efn- ismeira. Það er “up to-date” að lofa—og ljúga um þessar mundir undir alþingiskosningar, ásamt stjórnmálamönnum, frambjóð- endum þeirra og því hyski öllu! Og svo kveð eg þig og þína kærri kveðju og óskum alls hins bezta er Loðmfirzkum smala get- ur hugkvæmst til handa “kol- lega” sínum! Þinn einlægur Helgi á Nesi ORT Á RITVÉL AFMÆLIS-ÞULA 16. septmeber 1951 “Eg gat ekki sofið fyrir söngv- unum þeim” Sælt er þegar ævi alla æskuraddir vorsins kalla, búa oss í björtum huga, bregðast ei á þreytustund, svala ljúft, er sorg vill buga, svella, er gleðin hrífur lund! Þá á líf vort þúsund hljóma, þrungna töfrum, moll og dúr, sól í rofum, skin og skúr. Svefns og vöku söngva-óma. Söngvahreimur hugann fyllir, hverfur aldrei næmu geði, syngur bæði í sorg og gleði, samræmur við hjartans slátt, hafsins djúp og heiðið blátt. Lífsins unað glóey gyllir. Heyrið lífsins hörpuhljóma hvísla, gjalla, syngja, óma: Bunulækir kliða kátt, kveður foss í suðurátt, niða silfurlindir lágt langt fram til dala. Laufvindarnir hjala, FRÁ GRINDARVERKI TIL GLERS Nýjar hugmynclir viðvíkjandi banka- skrifstofum eru áformaðar, til að geta veitt yður greiðari og þægilegri afgreiðslu. Þær eru hluti hinar óþvinguðu og látlausu leiðar, er þér óskið við bankaviðskifti. Löggyltir bankar Canada—byggðir á heilbrigðri bankareynslu—stöðuglega bæta þjón- ustu sína, til að geta mætt breyti- legum yfirgripsmiklum þörfum. BANKAR STARFANDI I UMHVERFI YÐAR COPENHAGEN “HEIMSINS BEZTA NEFTÖBAK” hvísla millum læk og lóna Ijúfum blævi, klökka tóna: Hverfur lóa, bliknar blóm, blundar moll í haustsins róm. Þanngi er vor ævisaga, unaðsþrungin, moll og dúr, blessuð bæði af skini og skúr. Undrum-slungin alla daga! KJARVAL (Úr bréfi) Enginn annar er þér líkur! Ef hér fæddist margur slíkur, ætti “víðreist” íslands hrós! Þú ert sonur hraunsins-heima, hugur þinn skyggn um undra- geima, í æðum þínum stórár streyma, stjörnublik og norðurljós sindra um þins sefa ós! Þú átt allar íslands álfur, ætíð heill, en hvergi hálfur: Kjarval einn! Og Kjarval sjálf- ur! GUÐ GAF MÉR EYRA (Á sextugs afmæli tónskálds) Sá er erfði söngva-trega svellandi í hug og blóði, hrynjandi í hverri stöku, lijartaslög í söng og ljóði, honum tónatöfrar ungum tignum röddum glæddu eyra: unun var að hlusta og heyra hljóma-brim á streng og tungum, fallþungt eins og foss af stalli fimbulrómi kveði snjöllum fyrir tröll í hamrahöllum, hraðstígur að næsta falli. Eða bjart sem bunulækur blár og tær í hlíðum niðar, sífrar, fyssir, seytlar kliðar, MINMS7 BETEL í erfðaskrám yðar VID KVIÐSLITI Þjáir kviðslit yður Fullkomin hvkninp; og vellíðan. Nýjustu aðferðir. Engin tegju bönd eða viðjar a£ neinu tagi. Skrifið SMith Manfg. Company Dept. 234 Preston Ont PAUL S. JOHNSON | LAWNS CUT AND CARED FOR MODERN EQUIPMENT 119-áth Ave. GIMLI, MAN. silfurlindir hjala dátt fram til dala . . . Allt er hljóma-hreimi slungið, hvarvetna er slegið, sungið, stundum heyrist hljóður grátur hljóma á streng, og síðan hlátur. Allt er tóna-töfrum vafið, trega vekur óma-hafið. . . Hljómlist þráir, hærra, meira sá, er “Guð gaf eyra”. BRÚÐKA UPS-SKEYTI til Vestmanneyja Tyrkir komu af hafi úr háloftunum þú! Já, hættan vofir sífellt yfir Eyjum! Eg óska ykkur til hamingju, Hörður minn og frú! En heyrðu góði: Rændu ei fleiri meyjum! —Skýrinðar: Hörður, góðkunn- ingi minn, flaug til Vestmanna- eyja og giftist þar einni heima- sætunni, sem hann hafði kynnst hér á kvennaskóla! En þú manst víst frá Tyrkjaránssögu forðum, að Tyrkir rændu allmörgu fólki í Vestmanneyjum á sinni tíð og fluttu til mansals í Algeirsborg í Norður-Afríku! -^T. EATON C°_. WINNIPEQ CANADA USE EATON S MAlt ORDER OFFICE SERViCE if there is one in or near your town. You receive prompt, courteous attention, whether you place your order in person or by telephone. ÞU’ REGISTERED AND CERTIFIED SEEd' « GOOD SEED INCREASES PRODUCTION See our Agent for prices ond particulors on cereal ond forage seed ^ See your FEDERAL AGENT for free germination service. FEDERAL GRAIN L I M I T E D SERVING PRODUCERS AC R-O SS T H E CANADIAN WEST

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.