Heimskringla - 09.09.1953, Blaðsíða 3

Heimskringla - 09.09.1953, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 9. SEPT., 1953 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA belgidóminn en stóð langt frá altarinu, því honum fanst hann ekki vera þess verðugur að standa nær, og hann barði sér á brjóst og sagði “ Vert þú, mér drottinn, syndugum, líknsamur.” Þessi maður sem eg las um, var ekki að tala um syndir eða ófullkomleik, beinlínis, eða um syndalausn, en heldur um van- mátt sinn til að skidja, eða þekkja þá hluti sem þó margir þykjast skilja og þekkja að fullu og hika ekki við a'5 segja öðrum til er um þau mál er rætt. Hann var í 23 ár prófast- ur í St. Paul dómkirkjunni í London, og heitir “the Very Rev. William Ralph Inge”. Hann varð, í sumar 93 ára gam- all. Og á afmæli sínu, lét hann nokkrar hugsanir í ljósi, er fréttaritarar komu til hans til að hafa tal af honum. Hann sagði meðal annars: “Ef eg ætti að lifa lífi mínu aftur, held eg að eg yrði ekki prestur......Eg hefi aldrei ver- ið mjög ánægður með ensku þjóðkirkjuna. Það verður e.t.v. sagt um mig, að eftir því sem eg hefi elzt, hefi eg orðið kristi- legri maður, en verri kirkju- maður. . . . (a better Cristian and a worse churchman). Alla mína æfi hefi eg reynt að komast að tilgangi lífsins. Eg, hefi reynt að ráða þrenn vanda- mál sem mér sýndust altaf vera grundvöllur alls annars, 1. — vandamál eilífleikans; 2 — vandamál persónuleik manneðl- isins; 3 —og vandarál hins illa. Mér hefur ekki tekist það. Eg hefi ekki ráðið neitt þeirra, og eg veit ekkert meira nú en þeg- ar eg byrjaði. Og eg efast um að nokkurntíma verði þessi vanda- mál ráðin. Eg hefi gert mitt bezta, og eg vona að eg hafi ekki eytt lífi mínu til einskis. En eg held að heimurinn sé ekkert bættari fyr- ir það að eg hafi lifað. Heimur- inn er ekkert betri og e.t.v. ekk- ert verri. Hann er eins og hann hefur ætíð verið, og án efa, eins og hann verður. En kaliið mig ekki “hin svartsýna prófast!”— (the gloomy dean). Eg hefi aldrei verðskuldað það nafn. Eg hefi aðeins ryent að sjá veru- leikan, að vera hreinskilinn, cg að forðast það að vera hégóm- lega bjartsýnn. Eg veit eins mikið um annað líf og þér vitið, alis ekki neitt. Eg veit einu sinni ekki hvort að það sé til í því formi sem að það kemur fram í kirkjukenningum. Eg hefi enga meðvitund af himnaríki né heldur af guði sem mun bjóða mig velkominn. Eg veit ekki hvað eg finn. Eg verð að bíða og að sjá.” (I have no vision of heaven or a welcoming Goð. I do not know what I shall find. I must wait and see.) Hér enda orð þessa manns. Þessa mikilhæfa uppgjafa prests ensku þjóðkirkjunnar. Eg veit að margir munu andmæla orðum og hugsunum hans eins og marg ir hafa þegar gert. Það er ekki vegna þess, sem hann segir, sem eg las upp orð hans, en heldur vegna hreinskilnis hans, og ein- lægni. Hann er ekki að fara í felur með það, sem hann trúir, hvorki við sjálfan sig né við aðra. Og það er í sönnum anda þeirrar stefnu, sem vér fylgjum og sem vér styðjum. Ekki orð hans nauðsynlega né hugsanir, en andinn, andi raunsæis og veru leika, andi hreinskilnis og ein- lægni. En aftur á móti þekki eg ann- an mann, sem á því sviði, sem hann hefur valið sér að starfa, hefur ekki getað fullkomnað sig að eins miklu leyti eins og hann hefði viljað, eða eins og hann vill láta aðra halda að hann hafi. í undirvitundinni þekkir hann ófullkomleik sinn, en kem- ur sér ekki til að viðurkenna hann, hvorki við sjálfan sig né við aðra. En með töluverðum Framh. á 4. bls. Sonur lýðsins \ (RAGNAR STEFÁNSSON ÞÝDDI) “Það virðist ekki vera nein meiri hætta af eldinum sem stendur, en vökumenn hafa verið tilfengnir á viss svæði, sem eiga að kalla hjálp samstundis, ef eldurinn kynni að brjótast úr hömlum aftur.” Bilesky vissi tæplega hver hafði talað til hans. Það var ungur maður, sem leit ákaflega skringilega út í þvældu satínpilsi, gegnblautu af vatnsaustrinum, og silki-bol að ofan, með borðum og knipplingaskrauti. Þetta kom hon- um til að hlæja svo dátt, að hann reikaði á fót- unum, og hefði dottið, ef að Kantassy greifi hefði ekki stutt hann, alveg eins og hann hefði verið drukkinn, og gæti ekki staðið á fótunum. H.inn gild-vaxni, gamli greifi reyndi að leiða vin sinn heim. “Komdu nú, Gyri, það er engin ástæða fyr- ir þig að vera hér úti lengur!” En þótt hann væri þreyttur, og sannarlega væri kominn háttatími, fannst Bilesky að það væri eitthvað, sem hann ætti eftir að gera áður en hann færi af eldstöðvunum, en hann gat ekki munað hvað það var. Hann stóð þráalega í sömu sporum, og vildi ekki fara, og starði hugsunarlaust, og með gerfi- brosi á andlitinu á hóp sinna ungu gesta í renn- blautum görmum, því síðasta af hinum skraut- legu grímubúningum, sem hann hafði hlegið svo hjartanlega að . . . Já. — Fyrir svo voða- lega löngu síðan. Það kom þjónustustúlka hlaupandi frá hall- argarðs-hliðunum. Hún sagði að greifafrúin bæði herra greifann að koma inn, því hún og ungfrú Ilonka, gætu ekki fengið sig til að ganga til náða, nema þær sæu hann fyrst. Bil- esky bjóst að síðustu til að leggja af stað heim- leiðis. “Greifafrúin bað að skila til herra greif- ans, að koma með Andras Kemeny, frá Kisfalu, heim með sér”, bætti þjónustustúlkan við, “því hana langaði til að þakka honum með fáeinum orðum hina tímabæru hjálp hans”. Þá var það, að Bilesky mundi hvað það var, sem honum fannst að hann þyrfti að gera áður en hann gengi til náða. Það hafði verið maður, sem ekki aðeins þrælaði og sleit sér út við það að bjarga heimili hans og eignum frá því að leggjast í brunarúst- ir, heldur hafði hann fengið, með einhverju, ná- lega yfirnáttúrlegu móti, sveit viljugra og hraustra manna, og hvatt þá og stjórnað þeim við verkið, svo að miklu varð bjargað,.þótt mik- ið færist. Þessi maður var lágættaður almúgamað ur, afkomandi þræla, meira að segja okrari og blóðsuga í peningaláns-viðskiftum, og langfeðg ar hans ef til vill Gyðingar. y> Seinnipartinn í gær, — það var ekki lengra á að minnast—hafði þessi maður verið ósvífinn. og Bilesky hafði neyðst til að auðmýkja hann. Þrátt fyrir það varð að gleyma deilunum, þar sem þessi maður hafði sannarlega gert yfirbæt- ur, og Bilesky var einlæglega þakklátur. Hann fór að leita að hinum glæsilega leiguliða í þyrp ingunni í kring. ^ Almúgamaðurinn fyrirfannst ekki þar. Hann spurði eftir honum, og kallaði á hann með nafni .... En Andras Kemeny var farinn. —Annar hluti— 16. Kafli PÁSKADAGSMORGUN “Ætlar að stytta upp!” “Ekki í dag, hugsa eg!” “Já, en eg skal segja þér, að það hefir ekki rignt dropa í tíu míntúur.” “Og það er að greiða til í lofti!” “Já, það stendur nú ekki lengi, loftið þykknar fljótlega aftur”. “Það féll dropi á mig rétt núna!” “Þig er að dreyma, Lacci; hugsaðu þér, eg sé í bláa rönd gegnum skýin!” “Hvar?” “Beint yfir Kisfalu. Eg er alveg viss um að það rignir ekki meira þennan daginn.” Sá sem síðast talaði, hafði auðsjáanlega mikið á- lit sem veðurspámaður, því ungu mennirnir sem stóðu í kringum hann, og athuguðu kvíð- vænlega hið skýaða loft komu ekki með neinar mótbárur, aðeins 'ein rödd í hópnum var ekki með öllu sammála. Það er nú svona, Bersi, að á sunnudaginn var, sagðir þú að hætt yrði að rigna þegar faðir Ambrosius hefði lokið pálmasunnudags-guð- þjónustunni, en þegar komið var út úr kirkjunni rigndi ennþá, og hefir rignt stöðugt síðan þang- að til nú.” “Jæja, en það er stytt upp nú, eins og þið sjáið”, endurtók Bersi, ófús á að láta undan, “eða er ennþá að rigna ofan á þig Lacci minn?” bætti hann við háðslega. Það leit sannarlega út eins og veðurspá- maðurinn væri gæddur einhverri æðri vizku og spásagnaranda í þetta sinn. Það var ekki um það að villast, að skýjarofin voru að stækka, og heiðblá rönd sást á milli þeirra, og að jafnvel daufur sólargeisli var að berjast við að lýsa upp hið drungalega landslag og umhorf. “Fyrsti vottur af sólskini, sem við höfum séð í hálfan mánuð, börnin mín”, sagði Bersi gamli, og lypti húfunni með uppgerðar hátíð- legheitum, “tökum ofan fyrir sólinni, strákar!” Þessi hópur ungra sveitapilta tók hlæjandi ofan, og hneigðu sig hátíðlega í áttina þar sem sólin sást. “Guð hefir sent þig!” sögðu þeir hrifnir. “Þú ert sannarlega velkominn gestur!” “Við vonum að yðar hátign dveljist nú hjá oss “Aðal-þjóðvegurinn er blautari og verri yfir- ferðar, en hann hefir nokkru sinni verið fyr, svo eg muni eftir”, varð einum mannanna að dfði, um leið og hann hristi höfuðið. “Engin vagn eða ökutæki getur komist eft- ir veginum, og í gær sukku uxarnir mínir upp að hnjám í forina, eg gat hvorki fengið þá til að hræra sig aftur á bak eða áfram.” “Eg get ekki séð hvernig Andras Kemeny fer a'ð því að komast til kirkjunnar í dag.” “Hann á góð hross, hann kemur ríðandi á Sillag, og kemur einnig með móður sína á hest- baki”. “Hún myndi aldrei láta það undir höfuð Igegíast að hlýða á páskadags-guðþjónustu, það er eg viss um, Etelka er mjög guðrækin.’ “Og Andras myndi aldrei láta hana fara eina.” “Hafið þið veitt því eftirtekt, börnin mín,” sagði hinn spaki og aldurhnigni veðurspámað- ur,“ Að Andras hefir ekki virzt verá með sjálí- um sér upp á síðkastið?” “Hann hefir sannarlega verið eitthvað öðruvísi en hann á að sér að vera, hann virðist vera orðinn svo daufur og þunglyndur, eg veit varla hvað langt er, síðan eg hefi heyrt hann hlæja”, sagði Lacci. “Þið getið verið vissir um það”, hvíslaði aldurhniginn maður í hópnum, “að hann heíir ekki ennþá fyrirgefið okkur þetta með eldinn.” “Andras erfir ekki, eða elur í brjósti óvild til nokkurs manns”, tók einn af yngri mönnun • um fram í með ákafa, “hann hefir aldrei minnst á eldinn einu orði síðan”. “Það er þó ekki hægt að neita því, að síðan þá nótt hefir hann verið þur og þögull.” “Hann er ef til vill kvíðandi yfir nýju upp- skerunni. Við lukum sáningunni á Kisfalu rétt áður en þessar þrálátu rigningar byrjuðu”. “Hans uppskeru stafar engin hætta af flóð- um”. “Það eru aðeins lítið af maísökrum sem til- heyra Kisfalu, sem liggja að Tarna. Hann hef- ir ekki orðið fyrir miklu tjóni enn”. “Vatnið er að hækka stórkostlega” “Vatnagangurinn var hræðilegur í gær- kvöldi, og eg komst eins langt eins og að hest- húsum herra greifans í gær; mér virtist B 1- esky--landareignin leggja öll undir vatni”. “Herra greifinn er sannarlega illa stadd- ur!” “Drottinn mun refsa honum, þið sjáið til. Við hefðum ekki þurft að brenna upp fyrir hon- um kornið hans í fyrra. Guð sér um það sjálfur, að ekkert af því verði malað í þessari djöfuls- ins mylnu! Verkamannahópurinn stóð fyrir ut- an þorpskirkjuna, allir í sínum beztu klæðum, og biðu eftir mæðrum sínum, systrum og unn- ustum, sem voru sérstaklega lengi í þetta skifti að klæðast öllu sínu skrauti, er skarta skyldi með á páskunum. Sólin hafði nú auðsjáanlega ákveðið að birtast meira en rétt í svip, og skein nú í allri sinni dýrð yfir þetta svæði, sem í síðastliðnar tvær vikur hafði sannarlega litið, eyðilega út Það hafði rignt óaflátanlega í hálfan mánuð, dag og nótt, og þetta eilífa regn hafði breytt öllu útsýni þessarar miklu sléttu, breytt henni í eitt forarhaf. — Úr norðurátt heyrðlst hinn þungi og drungalegi niður Tarna-vatnsfallsins í fjarlægð, þar sem hún svall og geystist áfram, hafði henni vaxið ásmegin við hið sífelda regn, og flæddi nú yfir hina lágu bakka sína, og lagði hina frjóu akra Bilesky-greifasetursins undir sig nýsána. “Hérna kemur fólkið frá Kisfalu”, sagði Lacci, og benti út á veginn, “það ber þess ljós merki hvernig það er að komast um”. “Stúlkurnar eru skrautlega búnar, þrátt fyrir færðina”, sagði einn hinna yngri manna, og horfði með aðdáun á hóp af ungum, lagleg- um stúlkum í marglitum búningum, sem komu eftir þorpsgötunni. “Sara og Kata eru báðar með nýja, rauða skó!” “Andras gaf þeim þá, mér er kunnugt um það. Hann keyrði til Gönygös rétt fyrir sáning- una, og keypti nýjan silkikjól handa móður sinni ,og rauð stígvél handa báðum vinnustúlk- unum”. “Sá maður hlýtur að hafa svo mikla pen- inga, að hann veit ekki hvað hann á að gera vi& þá,” sagði Bersi gamli með öfundarkeim í rödd- inni. “Hann eyðir þeim skynsamlega og notar þá til góðs”, sagði annar. Professional and Business ======= Directory— Ofíice Phoae 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími 927 558 308 AVENUE Bldg. — Wlnnipeg CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917 M. Einarsson Motors Ltd. Buying and Selling New and Good Used Cars Distributors for FRAZER ROTOTILLER and Parts Service 99 Osbome St. Phone 4-4395 The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton’s) Office 927 130 House 724 315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa Önnurnst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Sími 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími 74-1181 SAVE l/2 ON NEW RUGS CARPET REWEAVING NEW RUGS MADE FROM YOUR OLD WORN OUT CLOTHES OR RUGS. Write For Free Illustrated Cataloge CAPITOL CARPET CO. 701 Wellington Ave. Winnipeg, Man. Ph. 74-8733 GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 350y2 HARGRAVE ST. Bus. Ph. 95-7246 Res. Ph. 3-7390 v~------------------- J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU DR. A. V. JOHNSON DENTIST ★ 506 Somerset Bldg. ★ Office 927 932 Res. 202 398 Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bld«. Portage og Garry SL Sími 928 291 TELEPHONE 927 025 H. J. PALMASON Chartered Accountants 505 CONFEDERATION I.IFF Bldg. Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daily. . Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken A. S. BARDAL limited selur líkkistur og annast um utfanr. Ailur úkbúnaður sá bestl. Ennfremur selur hann cdlskonar tninnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST Phone 74-7474 Winnipeg Union Loan & Investment COMPANY Bental. Insurance and Finandal Agents Sími 92-5061 508 Toronto General Trusts Bldg. GUNDRY-PYMORE Ltd. British Quality - Fish Nettln* 60 Victoria St., Winnipeg, Mou. Phone 928 211 Your Patronage Will Be Appreciated Manager: T. R. THORVALDSON Halldór Sigurðsson Sc SON LTD. Contractor & Builder • 526 Arlington St. Sími 12-1212 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg PHONF. 922 496 Vér verzlum aðeins með fyrsta fiokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSÍMI 3 3809 thos. Ji(’kso.\;& shhís LIMITED BUILDERS’ SUPPLIES COAL - FUEL OIL Phone 37 071 Winnipeg Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Are. Opp. New Maternity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flower* Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6755 Samband íslenzkra frjálstrúar kvenna í Vesturheimi heldur 27 ársþing sitt laugardaginn og sunnudaginn, 19. og 20. sept. í Sambandskirkjunni á Banning St. Office Ph. 32-5826 Res. 40-1252 DR H. J. SCOTT Specialist in EYE, EAR NOSE and THROAT 209 Medical Arts Bldg. HOURS: 9.30 - 12.00 a.m. 2 — 4.30 p.m.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.