Heimskringla - 07.10.1953, Side 2

Heimskringla - 07.10.1953, Side 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. OKT. 1953 RÆÐA THOR THORS SENDIHERRA, fulltrúa Islendinga hjá Sameinuðu þjóðunum, á 3. allsherjarþingi S.þ. 24., sept. ’53 Frú Pandit, forseti: Mér er það sérstök ánægja að eiga þess kost að hylla yður í yðar hásæti, og eg vil nota tæki- færið til þess að óska yðijr alls góðs gengis í yðar erfiðu og miklu stöðu. Háttv. fulltrúar, það má vel vera að þið undrist það, að land mjtt skuli vilja taka þátt í þess- um almennu umræðum. Það er svo með þessa almennu umræð- ur í byrjun hvers alsherjar- þings S. þ., að þær mót- ast fyrst og fremst og ákveðast af því, sem stórveldin leggja til málanna. Þessar umræður eru orðnar einskonar fyrsta umfeið í þeirri óæskilegu orðahríð, sem einkennt hefur sérhvert þing undanfarinna ára og ekki hefur fært neinn æskilegan árangur þeim heimi, sem er sleginn ótta og sligast undir þungum byrð- um vígbúnaðar og varnarráð- stafana. Hið glæsilega nafn þessarar stofnunar, “Sameinuðu þjóðirnar, hljómar nú í dag nokkuð háðslega, en það var ætl- unin að stofnunin væri grund- völlur og byggð upp af þátttöku allra þjóða, stórra og smárra. Enda þótt fjarri fari því að regl- unni um alheimsþátttöku sé full- nægt á meðan 19 þjóðum, og þ. á.m. svo þýðingarmiklum þjóð- um sögu og menningar sem ít- alíu, er haldið utan garðs, eru samt nú í dag 60 þjóðir innan vébanda S. þ. Sumar þeirra eru miklar og voldugar og hafa yfir- gnæfandi áhrif í heimi vorum og innan S. þ. Þær eiga líka hin ógnarlegustu tæki til að eyða mannkyninu, vopn, sem geta slökkt lífið á þessum hnetti. Aðrar þjóðir hafa í mismunandi mæli aðstöðu til áhrifa innan S. þ., stundum eftir styrkleika eða hundrað milljónum. Við Is- lendingar eigum þúsund ára menningu og vorum sjálfstætt lýðveldi í upphafi sögu vorrar ogl í þrjár fyrstu aldir hennar. Viðj höfum varðveitt okkar þúsund ára Alþingi og hafði það úrslita- þýðingu í baráttu okkar, til að endurheimta að fullu sjálfstæði vort og til að endurreisa okkar gamla lýðveldi. Vér fslendingar kynntust nýlendustjórn á hinum dimmu dögum sögu vorrar með- an við vorum undir erlendum yfirráðum, jafnvel þótt reynt hafi verið að framkvæma þau yfirráð vinsamlega. Það er því Thor Thors beggja þessara nefnda séu alger- lega neikvæðar. Margur mætur fulltrúi hefur átt sæti í þessum eðlilegt að þjóðin mín beri allt- nefndum og hafa þeir einlæg- af í brjósti tilfinningar samúð- ar og skilnings bæði fyrir þeim þjóðum í heiminum, sem enn eru kúgaðar eða arðrændar á einn eða annan háít, og einnig fyrir þeim þjóðum, sem síðustu árin hafa glatað frelsi sínu. fslenzka þjóðin vill alltaf skipa sér í stöðu með mannúðinni og rétt- lætinu. Síðasta allsherjarþingið var þingið um Koreu. Við skulum minnast þess og muna að þakka það S. þ. sem oft mæta miklu vanþakklæti, að það var vegna athuguna og ákvarðana síðasta þings, að nú er unnt að fagna vopnahléi í Koreu, vopnahléi. sem við vonum að muni leiða til friðar enda þótt geigvænleg ský séu á lofti. Þegar við athugum dagskrá þessa þings sjáum við slík mál sem ástandið í Tunis og ástand- ið í Marakko, sem eru á dagskrá pólitísku nefndarinnar. Þessi mál voru einnig fyrir síðasta þingi, og eftir umræður sem Frakkland, sem sótt var til sak- ar, leiddi alveg hjá sér með því að sækja ekki þessa umræðu- þeirra á hernaðar eða vegna( fundi, samþykkti nefndin og bandalags þeirra við stórveldin síðan allsherjarþingið, ályktan-; í heiðri mannréttindum og lega óskað að koma á viðunandi lausnum. Fulltrúi Suður-Afríku hefur hinsvegar alltaf varað við því, að afskipti S. þ. af þessum mál- um brjóti í bága við stofnskrá okkar og ákvarðanir hér séu þessvegna þýðingarlausar og ó- merkar. Þetta hefur verið skýr afstaða og hreinskilnisleg aðvör- un hefur verið gefin. Það hefur verið vísað til 7. liðs 2. gr. sátt- málans, sem, eins og við vitum, bannar S. þ. að skipta sér af mál- um, sem koma í aðalatriðum und- ir eigin lögsögu einstakra ríkja. Það hefur reynst árangurslaust að vísa til 56. gr. sáttmálans, sem segir orðrétt: “Allir meðlimirn- ir skulu skuldbinda sig til sam- eiginlega og hver í sínu lagi, að starfa í samvinnu við S. þ. í því að ná því marki, sem um ræðir í 55. gr.” En sú grein segir, að í þeim tilgangi að skapa jafnvægi og velmegun beri að vinna að iriðsamlegri og vinsamlegri sam búð á milli þjóðanna á grund- velli virðingar fyrir hugsjónum jafnréttis og sjálfsákvarðana og að þess vegna beri hverri þjóð skylda til að stefna að bættum lífskjörum og að efla og eða samtök fjölmennra fylkinga.j jj- sem áttu að leiða til friðsam- Þrátt fyrir allt þetta, þrátt fyrir legrar lausnar með samningum alla veikleikana innan S. þ., þrátt milli aðilanna. En árangur hefur fyrir allan áróður og pólitisk gnn ekki náðst, enda hefur hrossakaup er það samt svo, að sérhver þjóð, jafnvel sú smæsta, ber sína ábyrgð og öllum þjóð- um ber skylda til þess að leitast við að halda á lofti hugsjónuni og tilgangi okkar stefnuskrár og þjóna þessum hugsjónum. sérhvert ríki hefur þá alvarlegu skyldu að gæta orða sinna og at- kvæðis hér að beita hvorútveggja samkvæmt beztu samvisku í þjónustu friðarins og framfara og í engu öðru augnamiði né til- gangi. Það eru innan S. þ. mörg stríðandi og truflandi öfl, og það er á stundum erfitt fyrir litla þjóð eins og mína, sem ekki vill binda sig neinni atkvæða- blökk og sem fullkomlega skil- ur hversu lítil áhrif hennar eru og hversu valdalaus aðstaða hennar er í hættulegum og tvístruðum heimi, það er erfitt að marka stefnu sína og fylgja henni. En svo er að vísu að þar sem við erum eitt af hinum vestrænu lýðræðisríkjunum þá liggur leið okkar oftast nær við hlið annarra lýðræðisríkja, og er það vegna sameiginlegra hug- sjóna, sameiginlegs þjóðfélags- arfs og skylds hugsunarháttar, svipaðfa óska og tilhneiginga þjóðar okkar, svipaðs lífsvið- horfs og sömu ástar á frelsinu. Þegar eg tala um þjóð mína sem smáþjóð, þá gjöri eg það án þess að biðjast nokkurrar afsökunar Það þarf miklu meira átak bæði af hendi einstaklinga og heildar- innar, miklu meira erfiði og vinnu hjá þjóð, sem á fáa þegna, til þess að byggja upp og við- halda þjóðfélagi menningar o framfara, þjóðfélagi almennrar menntunar og góðra lífskjara, í heimi nútímans þar sem kröf- urnar eru svo miklar, heldur en fyrir þjóðir, sem ráða yfir milli- ónum þegna eða jafnvel tungum Frakkland beinlínis tilkynnt, að það mundi algerlega virða að vettugi sérhverja ályktun sem S. þ. samþyktti í þessum efnum. Síðan hefur ástandið versnað og alvarlegir atburðir átt sér stað. Það er nú svo að allsherjar- þingið getur aðeins gjört álykt- anir og mælt með samningum. Mér er því spurn, hvað geta S. þ. gjört í slíkum málum. Geta umræðurnar hér orðið til þess að bæta úr hinu alvarlega á- standi? Eða hversvegna eru um- ræðurnar háðar? Við höfum önnur lík mál, þar sem annar aðilinn mótmælir af- frelsi öllum til handa, án tillits til kynþátta, kyns, tungu eða trúarbragða. Þetta er hátíðlegt heit, sem allar þjóðir S. þ hafa unnið. Það virðist nú svo, að allsherjarþingið eigi a.m.k. rétt á því að minna þátttakendurna á þessar alvarlegu skuldbindingar. En reynslan hefur sýnt að þetta er það eina sem við getum gjört. Tveir standa að hverri gerð. Það þarf alltaf tvo til að ná samkomulagi. Umræður ár eftir ár hafa borið lítinn árang- ur og það er kominn tími til þess að S. þ. gjöri sér það ljóst, að margendurteknar umræður og samþykkt ályktana er þýð- ingarlaust í þeim málum þar sem annar eða báðir aðilar neiti samvinnu og eru ófúsir til allra skiptum S. þ. af málinu og aug- samninga. Svo er einnig málum ljóslega hefur að engu tillögur farig um sumar hliðar Palestínu- S. þ. Tvö slík mál eru á dag- málsins, sem einnig nú í ár verð- skrá pólitísku nefndarinnar nú ur tij umræðu. Einnig í þessu í ár, sem sé málin um ástandið í1 máli hafa aðilar haft að engu Suður-Afríku. Hið fyrra þeirra sumar ákvarðanir S. þ. á undan- er um meðferð á Indverjum þar förnum árum. Það er því orðið| í landi, en hitt er um kynþátta- ljóst, að öll þessi mál eru meira^ deilur í sambandi við stefnu eða minna vonlaus. Það er vissu-: ríkisstjórnar Suður-Afríku varð- lega vafasamt, hvort að endur- andi “Apartheid”, eða aðgrein-J teknar tjáningar vonleysis, ó-^ ingu kynstofnanna þar í landi. hæfni og algerð úræðaleysi S. þ. Fyrra málið um Indverjana hef-,verða til þess að auka álit þeirra ur verið rætt á sex undanförnum eða virðingu eða traust hjá þjóð- þingum allt frá því 1946. Alls um heimsins, sem flestar vilja hafa S. þ. eytt um 2 mánuðum til sjá S. þ. sterkar og megnugar að ræða og athuga eingöngu þetta mál og öll hin 60 ríki átt þar hlut ða máli að einhverju Ieyti. Margar mælskuþrungnar þess að hjálpa þjóðum sem þjást og leita réttlætis og jafnréttis. Svo er ráð fyrir gjört, að vald S. þ. til að jalna deilur sé aðallega ræður hafa verið fluttar um hjá Öryggisráðinu, en við vitum þetta mál, já, vissulega ræður frá öllum kimum veraldarinnar. Margar ályktanir hafa verið sam- þykktar og nefndir settar á lagg- irnar, en má eg spyrja, hver hef- úr árangurinn orðið? Hitt mál- ið, um aðgreiningu kynstofn- það allir, að vegna hins núver- andi ástands í heiminum þá hef- ur Öryggisráðið ekkert nothæft vald og getur enga þá hjálp boð- ið, er að gagni mætti koma. Neitunarvaldið sér fyrir því. Þetta er ekki björt mynd af S. anna var fyrst tekið fyrir í jþ., sem nú nálgast sitt 8. afmæli.j íyrra. Það var þá rætt í 8 daga Eg hefi hér minnst á þrjú mál og ályktanir voru gerðar. Nefnd á dagskrá hinnar sérstöku pólit- var skipuð til að kynna sér mál- isku nefndar. Fjórða málið þar ið. Það má telja víst að skýrslur er um upptöku nýrra meðlima. Eins og eg gat um áðan eru a.m. k. 19 ríki sem sótt hafa um inn- töku í S. þ. Við vitum að það er Öryggisráðið sem verður að mæla með sérhverri umsókn. Allt frá því að kuldinn jókst í kaldastríðinu, eða frá 1947, hef- ur fjölgað tölu þeirra ríkja, sem haldið er utan S. þ. Samt sem áður á reglan að vera sú, samkvæmt 4. grein sáttmálans, að þátttaka skuli heimiluð öllum friðsömum ríkjum, sem eru hæf- ar og fúsar til að fullnægja skuldbindingum sáttmálans. Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu um inntöku, það er jafnvel talað með svo mikilli lítilsvirðingu um þessar umsóknir, að þær eru kallaðar “einn pakki”, og okkur er sagt að hirða hann eins og hann leggur sig eða láta hann eiga sig. En það eru samt sem áður, eins og eg gat um, vissar lágmarkskröfur, sem gera verð- ur til þátttakendanna. Þetta skil- yrði skýrir það, hversvegna ekki hefir verið unnt að veita inntöku lýðveldisstjórn Kína, því að samkvæmt ályktun alls- herjarþingsins 1950 gerði sú stjórn sig seka um árás á Koreu. En það er samt sem áður óhugs- andi og væri illa ráðið, að halda til lengdar utan S. þ. stjórn sem hefur lögsögu yfir meira en 500 milljónum manna og mjög víð- áttumiklu ríki. Það skal vonað, ' að lýðveldisstjórn Kína sýni 'það að hún sé þess megnug og | frjáls að því, að vinna með sam- j einuðu þjóðunum að vinsam- legri sambúð þjóða, og koma í ! veg fyrir og eyða hættu á frið- tofi, og að beita sér fyrir sætt- j um í deilumálum, er leiða kynnu til ófriðar. Kínverska stjórnin í j Peking fær afbragðs tækifæri til I þess að sýna hug sinn og hæfni í þessum efnum á hinni pólitisku ráðstefnu, sem við ennþá vonum að komi saman í lok næsta mán- aðar. Látum svo útrætt um Kína. En hvaða skynsamleg ástæða .getur verið til þess að útiloka allar þessar 19 þjóðir frá inn- göngu gegnum hin drungalegu hlið S. þ., úr því þær óska þess. Hversvegna er löndum eins og t. d. ítalíu, Finnlandi, írlandi og Portugal, svo aðeins sé minnst á fá, haldið utan gátta. Til þess liggja engar skynsamlegar á- ástæður. En við vitum, að það er neitunarvaldið sem meinar þeim inngöngu. Og málið heldur á- fram að vera vonlaust. Ef nokk- ur efast um þessar fullyrðingar þá skulum við líta til þeirrar nefndar sem skipuð var til að fjalla um inngöngu nýrra með- lima. Sú nefnd, sem slcipuð var fulltrúum 19. þjóða, komst að þeirri viturlegu niðurstöðu, að hún gæti ekki komist að neinni niðurstöðu. Þetta mál kemur nú fyrir þingið aftur og er jafn vonlaust, ef ekki verra viður- eignar en nokkru sinni fyrr. Eg hefi nú vikið að ýmsum vafasömum ákvæðum sáttmál- ans, sem hafa torveldað eða hindrað æskilegt starf S. þ. Sátt málinn er nú 8 ára gamall. Hann var gerður í hinu bjarta og heill- andi tunglsljósi tilhugalífsins í San Francisco. Þá voru ham- ingjusamir dagar. En, því fer verr, tímarnir hafa beyrst. En það virðist svo sem að margir fulltrúanna þar hafi verið svo raunsæir að sjá fyrir að andrúms- loftið mundi breytast. Þessvgena höfum við 109. grein sáttmálans, þar sem gert er ráð fyrir ráð- stefnu til að endurskoða sátt- málann árið 1955, er 10 ára reynsla hafði verið fengin. Öll mannanna verk eru gjörð af van- efnum og reynslan segir okkur, að nýjir tímar krefjist nýrra ráð- stafana. Það er vissulega tíma- bært og rétt að endurskoða sátt- málann 1955. En við skulum ekki búast við neinum stórkostlegum breytingum. Það er engin bylt- ing í vændum. Hinir vitru og forsjalu höfundar sáttmálans sköpuðu öryggi gegn öllum gá- leysislegum síðari breytingum. Samkvæmt ákvæðum ,108. og 109. greinum þarf % hluta atkvæða allsherjarþingsins til þess að nokkur breyting nái samþykki. Ennfremur verður að staðfesta breytingarnar samkvæmt stjórn- arskipunarlögum hvers ríkis og af % hluta allra ríkja, þ.á.m. þarf atkvæði allra hinna föstu meðlima Öryggisráðsins. Það getur því engin breyting orðið á sáttmálanum nema öll stórveldin séu sammála um hana. Það er því ekki ólíklegt, að árið 1955 eigum við, eins og í dga, um tvennt að velja, annaðhvort stofnun S. þ. á sama grundvelli og með sama hætti og okkar nú- verandi stofnun eða alls enga alþjóðlegastofnun. Það er þýð- ingarlaust og blekking ein að tala um nokkra alþjóðastofnun nema stórveldin báðum megin járntjaldsins eigi þar þátt að, en við skulum vona það, að þessi hindrun í götu samtakanna, þetta járntjald, bráðni bráðum niður í heitum geislum alþjóðlegs skiln- ings og vinsamlegri sambúð ým- issa hagkerfa eða, ef það fær ekki að verða, þá má svo fara, að járntjaldið ryðgi í rústir sök- um elli og slits og eyðandi lofts- lags. Ennfremur verður svo að vera að allar þjóðir eigi rétt til þátttöku ef draumarnir frá San Francisco eiga nokkurn tíma að rætast og ef hinar háleitu hug- sjónir sáttmálans eiga nokkurn tíma að þjóna mannkynninu og blessa það. Við skulum lofa sér- hverri þjóð að ráða sínum stjórn- arháttum. Það verður að vera rúm fyrir þær allar undir hinni miklu hvelfingu S. þ. S. þ mega aldrei vera ófrjó samkoma fjand samlegra atkvæðafylkinga, þar sem hliðin eru lokuð öðrum og hugirnir eru lokaðir. S. þ. mega aldrei verða rússneskt halleluja áróðursfélag eða amerískur klúbbur, sem útilokar aðra. Það er réttlætanlegt og eðlilegt, að stórveldin haldi neitunarvaldi sínu þegar um er að ræða hern- aðaraðgerðir. Byrðar og fórnir baráttunnar mundu alltaf falla á stórveldin að mestu. En neitun- arvaldið er hættulegt, ósann- gjarnt og eyðileggjandi í slíkum málum eins og inntöku nýrra meðlima. Eitt af þýðingarmestu málun- um, sem nú liggja fyrir eða rétt- ara sagt þýðingarmesta málið, er afvopnunin. Við verðum aft- ur að játa, að þetta mál hefur verið til aðgerða á öllum fyrri þingum, eða réttara sagt, engar aðgerðir hafa reynst kleifar síð- an 1946 að hinir ísköldu vindar kalda stríðsins tóku að blása. Enginn árangur hefur náðst. Á- lyktanir hafa samt sem áður ver- ið samþykktar; heill búnki af há- ieitum ákvörðunum. Sumar þeirra, þær sem hafa verið nógu barnalegar, hafa jafnvel náð samhljóða samþykki, 60 atkvæði með, ekkert á móti. Og ræður og orð hafa streymt fram ár eftir ár; allskonar orð, vingjarnleg orð, varnaðar orð og reiðiorð hafa streymt fram. Enginn árang ur. Framleiðsla hergagna hefur líka streymt fram án afláts og alltaf í auknum mæli. Allskonar vopnabúnaður, frá smáskotfær- um og upp í þau, sem fela í sér gjöreyðingu; vopn sem ætluð eru til að drepa einstaklinga eða til múgmorða eða til allsherjar slátrunar ,svo að af þeim leiði al- gjöra auðn og lífið slokkni á stórum svæðum mannlegrar byggða. Vissulega eru til vopn sem hæfa hverjum stað og hverju byggðubóli mannlegra vera. Og hver vill þetta? S. þ. voru stofnaðar til að bjarga komandi kynslóðum frá ógnum ófriðar- ins. En hvað hafa S. þ. megnað að gjöra til að minka og draga úr vígbúnaðarkapphlaupinu? Ekkert. Þær hafa reynst algjör- lega ófærar og vanmáttugar að gera nokkurn hlut í þessu ör- lagaþrungna máli. Það er því jafnvel skiljanlegt, að sumt fólk talar um S. þ. sem þær væru að- 1 eins málfundafélag. Hversvegna eru S. þ. ómegnugar þess að draga úr kvíðanum? Og hvað skeður þegar vopnaframleiðslan hefur náð því, sem háttv. utan- ríkisráðherra Ástralíu kallaði áðan “fullnægingarstigið”? Þeg- ar leikföngin taka að hrúgast upp, vill þá ekki barnið leika sér að þeim? Samt sem áður tala svo margir um frið og fólk allstaðar í heim- inum biður um frið. Og hinir miklu leiðtogar heimsins hafa talað. Eg vil leyfa mér að minna ykkur á þrjár miklar ræður, sem haldnar hafa verið af þrem valda mestu leiðtogum heimsins. Leið- togum, sem með ákvörðunum sínum og athöfnum geta haft meiri áhrif á örlög og framtíð okkar allra en nokkurar aðrar mannlegar athafnir eða athafna- leysi. Eisenhower forseti sagði í Washington hinn 16. apríl 1953: 1. Það er ekki hægt að kalla neina af þjóðum jarðarinnar ó- vin, því að allt mannkynið hungrar sameiginlega eftir friði, félagsskap og réttlæti. 2. Engin þjóð getur náð öryggi eða vel- megun til lengdar með því að einangra sig, heldur aðeins í virkri samvinnu við aðrar þjóð- ir. 3. Réttur sérhverrar þjóðar til að ráða stjórnarháttum sín- um og hagkerfi eftir eigin vilja er ófrávíkjanlegur. 4. Það er ó- verjandi að nokkur þjóð reyni að ráða yfir stjórnarháttum annara þjóða. 5. Vonir þjóða um varanlegan frið geta ekki byggst á neinum vígbúnaðarkapphlaupi, heldur verða að byggjast á rétt- látum samskiptum og einlægum skilningi milli þjóða”. Ennfrem- ur sagði Eisenhower forseti: — “Sérhver byssa sem er búin til sérhvert herskip sem er smíðað, sérhver sprengja sem send er, táknar þegar alls er gætt, þjófn- að frá þeim, sem hungraðir eru og þjást af kulda og fatalyesi”. Þessi orð forsetans eru mælsk, göfug og skýr. Sir Winston Churchill forsæt- isráðherra, sagði í brezka þing- inu 11. maí 1953: “Eg vil gera það ljóst, að þrátt fyrir alla ó- vissu og ringulreið í heimsmál- unum nú í dag, trúi eg því að rétt væri, að saman kæmi ráð- stefna æðstu manna helztu stór- veldanna og það án of langs dráttar . . .Það væri sannarlega ekkert tjón af því ef báðir aðilar reyndu að festa sjónir á því, sem báðum er hugleikið, i stað þess að einblína á það sem óþægilegt er. . . . Það er að minni hyggju misskilningur, að ekkert sam- komulag geti náðst við Sovétrík in fyrr en samkomulag hefur náðst um allt. Lausn á einu eða tveimur af okkar vandamálum mundi verða mikill ávinningur öllum friðsömum þjóðum. Við viljum allir að rússneska þjóð- in haldi hinum háa sessi í heims- málunum sem þeim ber og að hún þurfi ekki að vera kvíðin um ör- yggi sitt. Eg tel ekki að hið mikla vandamál, að samræma öryggi Rússlands frelsi og ör- yggi Vestur-Evrópu sé óleysan- legt”. Þetta eru höfðingleg orð og víðsýn hjá hinum mikla for- ingja Bretlands. Forsætisráðherra Rússlands, Malenkov, sagði 8. ágúst 1953: “Forseti Bandaríkjanna sagði 16. apríl, að það væri ekkert deilu- efni smátt eða stórt, sem ekki er unnt að leysa ef fyrir liggur óskin um það að virða réttindi annarra þjóða. Þetta var þýðing- armkil yfirlýsing. Við hljótum að fagna henni. Hið mikla hags- munamál, að styrkja friðinn og öryggi þjóðanna krefst þess, að stórveldin láti einskis ófreistað til að draga úr vígbúnaðinum og banna kjarnorkuvopn og önnur slík vopn fjöldaeyðingar .... Við höldum því ákveðið fram, að það sé nú ekkert deiluefni, sem ekki er hægt að leysa á frið- saman hétt með gagnkvæmu sam komulagi viðkomandi þjóða.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.