Heimskringla


Heimskringla - 07.10.1953, Qupperneq 6

Heimskringla - 07.10.1953, Qupperneq 6
WINNIPEG, 7. OKT. 1953 FRÁ EINU ÁRI Stephan G. Stephansson hafði þann góða vanda að ársetja kvæði sín, svo að miklu er auðveldara en ella mundi að fylgjast með þróun skáldskapar hans. Getur þá verið fróðlegt að athugn einstök ár eða tímabil, hvað hann hefur ort og hvernig á honum hef- ur legið. Augljóst er, að landnám hans í Alberta markar áfanga á skáld- skaparferli hans, þótt hann hafi löngu fyrr verið búinn að sýna, hvert skáld hann var. Hið nýja umhverfi orkar á hann með ýmsum hætti, fegurð þess og fjölbreytni, og honum finnst í svipinn sem hann sé kominn heim. En hin mikla fjarlægð frá fslandi og bilið, sem orðið var milli hans og kunningjanna gömlu í Dakota, valda honum þó trega annað veifið. Myndast þannig streita í skáldinu, sem mildar hann í senn og herðir. Hann er ekki í neinum vafa um köllun sína. Jörðin ljóðar á bóndann og lífið sjálft á skáldið. Kvæði þau, sem hér fara á eftir, eru öll frá árinu 1891 og eins bréfkaflinn, sem seinast fer. F- G. BRAGAMÁL Láttu í háttum meðar\ mátt magnið hreyfa þinna ljóða hvern þinn dýrgrip, allt sem átt! Auð þinn snauðum heimi bjóða— Fel ei lýsigullið góða! ljósið þitt um lífsins nátt. Líf er straumsins stundartöf, styttra vor, sem þroskar óðinn. Skammt í myrka moldargröf— moldin kæfir hljóð og ljóðin. Sporlaust hverfur þú og þjóð þín skilirðu ei framtíð skáldi að gjöí. Sólar skin og skúradrög skalt í hending saman tvinna. Regnstorm við og reiðarslög reyndu máttinn stuðla þinna! Svo skal þjóð þín vakin vinna sumarstörf um láð og lög. ÓSK OG ÆTLUN Ég vildí ég yrði ungur um alla mína daga. Á göngu um grjót og klungur og græna og slétta haga — að hlæja hjartanlega, og hindranirnar lækka, og titra á víxl af trega, er tími manna að stækka. Ég ætla að vera ungur um alla mína daga, en aldrei elliþungur — það er svo létt með Braga, svo létt! að lesa og skrifa. Og líka að spyrja og efa, og alltaf létt að lifa, og létt að fyrirgefa. • VESTUR í FRUMBÝLI Úr ferða-flækings sveim mér finnst ég kominn heim í kotin yngri ára, við afrétt, heiða-geim. Og komumanni kemur að hvíla sig hjá þeim — Af ferða-lúr og flakki liann fengið hefir nóg um sáðlöndin sólbrennd um svartviða-skóg, því lífið þar varð leiði, hann lengi aldrei bjó við sáðlöndin sólbrennd og svartviða-skóg — En hér er allt svo auðvelt og æsku-vingjarnlegt, og kotin sitja sveipuð í sveitalífsins spekt. Sko, hérna undir hólnum sést hús í grænum blett, við ána, sem ég unni, grær eyrargrundin slétt. Dreifð bæja-byggð og þétt í bláfells umgjörð sett, sýnd heiðslétt, hólagrett, með lind og læk og runni. Með allt það sem ég unni og yrkja snjallast kunni, í bernsku blint sem hreif mig, en burtu frá ég reif mig, og allt er eins og rétt mér, hver unaðs-stund, hvert mein— Og svo hef ég sett mét einn svolítinn blett hér: f kyrrþey lífs að kveldi sem hvíli íslenzk bein. ÚTLEGÐIN Ég á orðið einhvern veginn ekkert föðurland, þó að fastar hafi um hjartað hnýtzt það ræktarband, minn sem tengdan huga hefur hauðri, mig sem ól, þar sem æskubrautir birti björtust vonarsól. Fóstran gekk mér aldrei alveg í þess móðurstað. Það var eitthvað, á sem skorti— ekki veit ég hvað — og því hef ég arfi hennar aldrei vera sagzt. Þó hefur einhver óviðkynning okkar milli lagzt. Eins eru ei dalir, firðir, fjöllin fósturjarðar góð, byggi héruð, hlíðar, strendur hálfókunnug þjóð. Muntu eins feginn faðma að þér frænda og vina lið, getirðu andans ættarsvip þinn ekki kannazt við? Enn um vornótt velli græna vermir sólskin ljóst, ennþá lækir hverfast kringum hvelfdra hlíða brjóst, báran kveður eins og áður út við fjörusand — en ég á orðið einhvern veginn ekkert föðurland. ÁRFERÐI í ALBERTA Við förum á skautum og skíðum,' við, skapléttu fjallanna börn! Og fleygjumst um fannir í hlíð- um og flughála svellið á tjörn í júlí. Við liggjum í grasinu græna og góðviðrið þömbum í teyg við laufspá hjá lundinum væna, um loft sigla regnskýin fleyg á þorra. Hún kann ei, hún Alberta unga, að aga sinn geðþótta skár, né storkna í staðviðra drunga, né stilla um veðranna þrár í júlí, á þorra Hún gerir það bara sem gaman, að gáskast að sérhverri átt. Því fléttar hún fimlega saman sinn fjölbreytta árstíðaþátt úr júlí, úr þorra, úr þorra, úr júlí. GRÓTTASÖNGUR drottnun vorum yndi og auð. Okkur naumast daglegt brauð. Upp, mót kúgun, eymd og spilling, öld þó byltist líkt og haf. Látum alla lyga-gylling leirnum mannlífs skolast af. Hræðumst ei þó hrynji og falli heimsku-goð af vanans stalli. Fyrst vor trú á þau er þrotin þau mega gjarna liggja brotin! Trú, sem brast er brást í nauð björg sem væntum hjálpar-snauð. LANDNÁMSMAÐURINN “Kröpp eru kaup, ei hreppi ek Kaldbak — en ek læt akra.” Önundur tréfótur En hann hafði skilið við frændur og fé og föðurlands byggðina hlýja. Hann sjóhröktum fótum í fjöruna sté, um fósturjörð svipaðist nýja. Að baki hans ólgandi íshafið brauzt við útsker og hömrótta skaga, í horfi reis jökull með éljalegt haust og jarðbannagadd o’n í haga. Um óbyggða héraðið hringuðust fell að helgrindum jöklanna læstum, og dimmgljúfra fljótið, um dalinn sem féll, því deildi í útsveitir næstum. En skógvíðir gægðist út grettur og smár úr grjóti í fjallshlíðar veggnum, sem skriður og snjóflóðin ár eftir ár sér örtraðir rutt höfðu gegnum. Og landið var útsteypt með urðir og holt, í árhvömmum gróðurinn falinn. En hamraberg gægðu út grámýldum skolt og glottandi héngu yfir dalinn. En sléttlendið niðri og eyrargrund öll af árstraumnum nöguð og slitin — og hvert, sem hann leit, vóru frostbólgin f jöll og fjarðarlönd stórveðurbitin. En hafþokan rauk inn og raðaði sér í reimar af ísgrárri móðu. Hann spurði: “Hvað ætlar þú, ísafold, mér fyrir akrana mína þá góðu?” —Hún dró upp frá norðrinu blindrokubyl og brimgarð á skerjunum reisti og víkinni sneri í brimsog og hyl og hafskip frá akkeri leysti. Hún þrumdi í heljarróm: “Horfðu þar á, sem hrönnin á skerjunum brýtur! Þar býð ég þér dauða, ef sekkurðu í sjá, en sigur og höpp, ef þú flýtur.” Hún tróð í hvert fjallskarð og flatti í hvert gil sitt fannkyngið stormhörkuþétta. Og neðan úr fjörunni fjallgarða til lá frostheflan gnæfandi slétta. Þá ákvað hún: “Mannanna bróðerni og björg ég banna þér árstímann hálfan, og þræll skaltu lafa við leiðindi mörg eða læra að treysta á þig sjálfan”. Svo kreisti hún í gaddklóm hvert grænkandi strá, sem greri í varinu niðri, og svipúðug vafði hún, visnuð og grá, þau vorlík í fönninni miðri. Hún storkaði: “Búðu við örbirgð og önn í útlegð, sem mannskap þinn hrekja, ef hræðistu að græða upp f jallskóg við fönn og frostmörkin grasrótum þekja.” Þá kvað hann: “Mitt hlutfall og heiður er eitt, á hólminn þig, fsland, að skora! Og því hef ég heitið að hræðast ei neitt nema hrópsyrðin: aukvisi að þora!” Og því skal í nauðsynjum nema hér lönd — á nepju og óblíðu þinni. Ég trúi því, ísland, að hugur og hönd og hreystin og kjarkurinn vinni. ÚR BRÉFI TIL SVEINS BJÖRNSSONAR í SEATTLE 13 APRÍL 1891 Sveinn minn góður. Oss hefir brostið vit og vilja verkalaun að heimta djarft. Við höfum fælzt að skynja og skilja skaða vorn og hlutfall þarft, trúað á að okkar færi ekkert nema stritið væri, þræl-skyldugir aðra að ala, aðeins hæfir til að mala Þú krympar þig hálfgert við kuldann hér nyrðra og klökugu fjöllin, sem girða mann af, en unir þér betur við sólskinið syðra og sumarið langa og brúnaslétt haf. En klakann og mjöllina met ég þér betur, því mjallar og klakans ég fósturbarn er. Og ég á í ævinni oftast nær vetur einn fleiri en sumrin mín — hvernig sem fer. Séra Benjamín Kristjánsson: ASKUR YGGDRASILS Ask veit ek standa, heitir Yggdrasill, hár baðmr, ausinn hvíta-auri; þaðan koma döggvar þærs í dala falla, stendur æ yfir grænn Urðarbrunni. Svo segir í fornum fræðum, að askurinn Yggdrasill sé allra trjáa mestur og beztur. Limar hans dreifast um heim allan og standa yfir himni. Þrjár eru ræt- ur trésins og standa afar breitt: Ein yfir Nifheimi, ein með hrím þursum, ein með goðum. Askurinn er tákn lífsins. Þó að Niðhöggur dauðans og eyð- ingarinnar nagi eina rótina og þó að hrímþursaeðlið birtist í eilífum fjandskap og hjaðninga- vígum má ekki gleyma því, að ein rót er með goðum. Þess vegna lifir askurinn og getur borið lim sitt yfir himni. Dulvitundin Vitund mannsins hefir oft ver ið líkt við hafísjakann, er að miklu leyti marar í kafi, en að- eins lítill hluti hans er sýnileg- ur. Þannig á maðurinn rætur sín ar í ósýnilegri og eilífri tilveru, þó að hann lifi hér í óðfluga straumi hverfleikans og dauð- ans. Þetta er ein meginkenning trúarbragðanna. Vitund vor á þessu tilverustigi er að jafnaði mjög takmörkuð. En sálfræðing ar fullyrða, að sá hluti vitund- arinnar, sem þeir nefna undir- vitund eða dulvitund, búi oft yfir undramiklum hæfileikum og mætti, sem vér verðum ekki nema endrum og eins vör við stundum aldrei. Það er til þessarar dulvitund- ar, sem öll snilligáfa á rætur sín ar að rekja. Listagáfur og hvers konar andleg skyggni eiga þar upphaf sitt. Öll fegurðartilfinn- ing, allar andlegar hugsjónir, ö!l siðleg viðleitni og fullkomnun- arþrá er runnin úr djúpum hinn- ar ósýnilegu veraldar. Fáir eru svo aumir, að ekki þrái þeir eitt- hvað æðra, fegurra og betra en það, sem þeir búa daglega við Þessi þrá gæti ekki vaknað í sál unni nema til þess lægi einhver ástæða, og sú ástæða er einmitt veruleiki hinnar dýpri og æðri vitundar vorrar, sem hvílir í hin um ósýnilega heimi og skynjar, að vísu eins og í skuggsjá og ó- ljósri mynd en þó stundum x ó- gleymanlega björtum leiftrum, það sem gerist með goðum. Skuggamyndirnar Plató hefir í sínum óviðjafn- anlegu ritum líkt mannlegri til- veru við ástand fanga, sem sætu hlekkjaðir í hellismunna. Varp- aði sólin geislum sínum á þá að utan en þeir sæju aðeins skugga myndirnar inni á hellisveggnum. Hin dýrlega veröld frummynd- anna er þeim hulin. Þegar vér hugsum málið, er erfitt að verjast þeirri skoðun að langoftast séu mennirnir að- eins skuggar af því, sem þeir ættu að vera og gætu orðið. Allir miklir menn oss sýna manndómstign er unnt að ná Ef vér virðum fyrir oss hina beztu og vitrustu menn mann- kynsins, standa þeir svo himin- hátt yfir öllum fjöldanum, að css dylst ekki að þjóðfélag með slíkum þegnum mundi vera eins og himnaríki borið saman við vort þjóðfélag. En það er hugs- anlegt, að þannig gætu allir menn orðið,'ef þeir tækju fyrir alvöru að vilja það og leggja stund á það. Það, sem gert hefir menn eins og Srakespeare, Goethe, Abra- ham Lincoln, Florence Nightin- gale og Albert Schweitzer ágæt- ari en marga aðra, er kannske ekki fyrst og fremst það, hversu .miklu gáfaðri þeir voru en aðrir menn, heldur það, að þeir lögðu sig meira fram, þeir leituðu og fundu sjálfa sig. Þeir lögðu ó- trauðir út á djúp hins ósýnilega lífs og skynjuðu, að manninum er ætlað miklu meira verkefni og miklu meiri þroski en flestir gera sér í hugarlund. Sú rót vitundarlífsins, sem er með goðum hefir hjá þessum mönnum verið meira lifandi. Þeir hafa þess vegna haft meira veð- ur af því sem Plato nefndi hetm 'frummyndanna en Kristur Guðs ríkið lífið sem þarf að leysa úr álögum hið innra með oss og verður aðeins endurleyst með réttum skilningi og andlegri ástundun: Lær sanna tign þín sjálfs ver sjálfur hreinn og frjáls, þá skapast frelsið fyrst, og fyrir Jesúm Krist skal dauðans fjötur falla. Þekktu sjálfan þig Aldrei verður lögð of mikil áherzla á þetta, að meginvið- fangsefni lífs vors er að læra að þekkja sjálfan sig, þá möguleika sem mannssálin býr yfir. Þarna eru það trúarbrögðin, sem eiga að vísa leiðina. Margvísleg reynsla lífsins höpp þess og glöpp kenna oss að vísu nokkuð. En le iðin yrði samt of löng, ef vér gengjum ekki vitandi vits inn á veginn og færð um oss í nyt reynslu liðinna kyn slóða, alveg eins og þekkingu vorri á almennum náttúruvisind- um mundi seint miða afram, er enginn vildi færa sér í nyt það, sem aðrir hafa fundið, sem á undan hafa lifað. Frá aldaöðli hefir mannkynið brotið heilann um eðli og til- gang lífsins og fram hafa kom- Ég veit það er indælt við sjávarins sanda, þá sólarlags gullþiljum ládeyðan felst. En þar kysi ég landnám, sem langflestir stranda, ef liðsinnt ég gæti — ég byggði þar helzt. Ég veit það er lánsæld að lifa og njóta, að leika og hvíla, sem hugurinn kýs. En mér finnst það stærra að stríða og brjóta í stórhríðum ævinnar mannrauna ís. Þann ferðamann lúinn ég lofa og virði, sem lífsreynsluskaflana brýtur á hlið, en lyftir samt ævinnar armæðubyrgði, á axlirnar margþreyttu og kiknar ei við. Og oft fannst mér vorbata viðreisnin blíðust, sem veturinn langstæði nærseildist til, og kveldskinið indælast, hvíldin sú þýðust, sem kom, þegar slotaði myrkviðris byl. Þegar hér var komið bréf-sögunni, þurfti ég að hlaupa frá henni til að slökkva sléttueld með sveitungum mínum. Vakti við það í nótt eð var, svaf svo ögn í morgun, en vaknaði samt nógu snemma til að brjóta einn plóg. Svona er mitt bóndalíf, svona upp og niður, æði mislitt, en ég kann samt tiltölulega betur við það en flestar aðrar “stöður” lífsins, sem ég gæti hugsað mér, að ég væri fær til, barasta af því mér finnst þar ögn rýmra um mig.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.