Heimskringla - 17.02.1954, Blaðsíða 2

Heimskringla - 17.02.1954, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 17. FEBR. 1954 ‘Vertu sæll! Við söknum þín!" Séra Egill H. Fáfnis kvaddur gekk hann móðurhúsum frá. Honum brann í ungum æðum æskumannsins ferðaþrá. Gekk hann horskur gegnum skóg Séra Egill H. Fáfnis Hinn 13. október 1953 mun jafnan verða sveipaður döprum haustblæ og saknaðar í huga mínum, því að þann dag létust, sitt hvorumegin hins breiða hafs, tveir hugstæðir og mikilsmetnir vinir mínir, þeir dr. Sigurgeir Sigurðsson, biskup íslands, i Reykjavík, og séra Egill H. Fáfnis, sóknarprestur að Moun- tain, N. Dakota, og fyrrv. for- seti Hins evangelisk-lúterska kirkjufélags íslendinga í Vest- urheimi. Svo langa og trygga vináttu átti eg báðum þeim á- gætismönnum að þakka, að mik- il vanræksla væri það af minni hálfu að kveðja þá ekki með nokkrum orðum nú, er þeir eru og um aldur fram, horfnir úr hópi samferðasveitarinnar, sem þeir prýddu með þeim hætti, að hlýtt og bjart verður ávalt um þá í hugum allra, sem kynntust mn, ur, L Welcosne ! Delegates to the ICELANDIC NATIONAL CONVENTION February 22-23-24 1 A Point to Remember! When in Winnipeg buy electrical appliances at your City Hydo Showrooms. For there, you buy approved, quality merchandise. Every article sold is backed by City Hydro’s Appliance Service Organization to as- sure you satisfactory, trouble-free use of your ap- pliances. It will pay you to remember this endorsement when you need a new electric range, refrigerator, automatic washer and dryer, vacuum cleaner, floor polisher or any of the many other electrical appliances upon which you depend for convenience and comfort in your home. þeim verulega, og þa serstaklega . ^ r ,. , , , . , " , ? ? . 6 gatan stefndi á háreist fioll. i hugum vina þeirra og sam- „ , , , , , ° r ö i Tren hans bernsku-vmir voru, verkamanna. . . . , . , . .... ; virtust hvisla til hans oll: Minning Sigurgeirs biskups Vertu sæll! Við söknum þín!” hefi eg leitast við að gera nokk-i ur skil á öðrum stað, en með þess Ætla einniS’ að Þetta hafi um kveðjuorðum vil eg votta verið eitt af *ftirlætislögum og séra Agli virðingu mína og þökk ^ó1Sum séra ESils’ °S fór Það að fyrir langa og góða samfylgd vonum’ Því að Þar er færð 1 faSr’ austan hafs og vestan. Hér verð- an °S hjartnæman orðabúning ur samt eigi, nema að litlu leyti útÞrá °S útferðarsaga hans og rakinn æviferill hans, þó atburð- annarra ^skumanna, sem hverfa aríkur væri og merkilegur um brott úr átthögum og af ættjarð- margt, því að það hefir þegar arströndum að leita gæfunnar. verið gert í prýðilegum ræðum Þetta laS °S JJóð’ er var honum og minningargreinum um hann svo kært’ verður mér einniS sér' beggja megin hafsins; þetta lauf staklega ríkt í hug, er eg minnist blað, sem eg, í óeiginlegri merk- hans’ vegna Þess’ að okkar íngu, legg á legstað hans, er að- f>rstu kynni voru tengd við eins ofurlítil greiðsla upp í vin- song °g hljómlist. áttuskuldina við hann um meir Fnndnrn okkar bar fyrst sam- en þriggja áratuga skeið. an á Aknreyri fyrir ™eir en 30. Séra Egill Fáfnis var maður >árum síðan’ er okkur brann báð' söftghneigður mjög og gæddur um náms‘ °g athafnarþrá í blóði, mikilli og fagurri söngrödd, °g eru mér frá Þeim tima einkum enda söng hann oft einsöng við mmmstæðar gleðistundir, er guðsþjónustur, aðrar kirkjuleg- Vlð’ ásamt oðrum’ áttum saman á ar athafnir og á almennum sam- heimili hins söngelska frænda komum, og fórst það þannig úr hans’ Sgiurgeirs orgelleikara, og hendi, að landar hans (að öðrum var Þar ósPart tekið lagið 1 góð’ ógleymdum) kunnu þá viðleitni um °g glöðum hóp. hans vel að meta, og bera, meðal ^111 sviPaö leyti lágu leiðir annars, þakkarhug til hans fyrir okkar Egiis beggja vestur um það framlag hans til félags- og haf’ °g ekki leið heldur á longu menningarlífs þeirra. að fundum okkar bar saman Eitt af þeim lögum, sem eg herna megin hafsins, enda áttum heyrði hann æði oft syngja á við samoiginleg áhugamál þar samkomum, og verður mér sér- sem voru bmdindis- og þjóð- staklega minnisstætt, var við eft ræknsimálin. Minmst eg ýmsra irfarandi erindi í þýðingu eftir samf°nda okkar frá þeirri tíð, Guðmund skáld Magnússon: ekki sizt á fyrsta íslendingadegi ! mínum vestan hafs, norður við “Gekk að heiman glaður dreng-'Silver Bay 1 Manitoba. Varð nú “vík milli vina’’ um skeið, bæði á námsárunum hér vestra og framan af starfsárum okkar, en síðustu 25 árin lágu leiðir okkar á ný ósjaldan sam- an, einkum síðasta áratuginn, eftir að hann fluttist til Moun- tain, og varð með okkur náin samvinna að félags- og þjóð- ræknismálum, sem mér er ljúft að minnast og þakka, því að hún var um allt hin ánægjulegasta. Mun mega segja, að hámarki sínu næði það samstarf okkar í 75 ára afmælishátíð íslenzka landnámsins í Norður Dakota síðastliðið sumar, en honum var það mjög hugleikið, að sú hátíð yrði haldin og öllum til sem mestrar sæmdar, enda varð það hið góða hlutskipti hans að stjórna því virðulega og fjöl- sótta hátíðarhaldi, og gerði hann það með þeim myndarskap, sem honum var laginn. Samhliða samvinnunni að áhugamálum okkar, var ágæt vinátta með fjölskyldum okkar. Finn eg þvi til þess, að eg á bæði hugþekks starfsbróður og góðvinar að sakna, þar sem séra Egill var. Af sjónarhóli 30 ára kynna okkar er því margs góðs að minnast af hans hálfu, og er eg renni sjónum yfir farinn feril hans, hverfa mér aftur í hug Ijóðlínurnar hans kæru: “Honum brann í ungum æðum æskumannsins ferðaþrá. Gekk hann horskur gegnum skóginn, gatan stefndi á háreist fjöll.’ Agli hollvini mínum er þar rétt lýst. Hann sótti á brattann, stefndi á heillandi fjöll mann- dóms og aukins andlegs þroska. Menntaþráin, sem honum logaði ungum í barmi, hóf hann yfir erfiðleikana og bar hann fram til sigurs, svo að hann náði því þráða marki að verða prestur meðal landa sinna hérlendis; vinj sæll og virtur í starfi, eins og lýsti sér í hinum mörgu trúnað-1 arstörfum, sem Kirkjufélag hans fól honum. Þá var það eigi síð- ur mikil gæfa hans í lífinu, að | hann kvæntist ,hinni ágætustu j konu, er stóð honum dyggilega við hlið í hinum umfangsmiklu störfum hans, og í þeim storm- um, sem löngum blása um menn í opinberum stöðum. Þau hjón eignuðust þrjá sonu, er upp kom ust. Og er eg hugsa til fjöl- skyldu séra Egils, minnist eg með djúpri þökk margra á- nægjustunda og gestrisni á heim ili þeirra hjóna, og munu margir aðrir hafa sömu sögu að segja. Séra Egill var maður bók hneigður og unni ekki sízt fögrum skáldskap, enda sjálfur skáldmæltur vel, og var ánægja að ræða við hann um þau efni. Eins og vænta mátti, voru hon- um íslenzkar bókmenntir og menningarerfðir kærar um ann- að fram. Hann samlagaði sig vel hinu nýja umhverfi, en var jafn- framt trúr sínu íslenzka eðli, enda var hann maður heilsteypt- ur í lund. Vildi hann þá einnig í lengstu lög varðveita hinn ís- lenzka menningararf og gera hann arðbæran í hérlendu þjóð- lífi; sýndi hann þann áhuga sinn í verki með þátttöku sinni í þjóðræknisstarfsemi vorri; var hann, er hið sviplega fráfall hans bar að höndum, bæði forseti þjóðræknisdeildarinnar“ Bár- unnar” í Norður Dakota og vara- forseti Þjóðræknisfélagsins. Fyrir nokkuru síðan hafði ríkis- stjórn fslands einnig sæmt hann riddarakrossi hinnar íslenzku Fálkaorðu fyrir störf hans í þágu íslenzkra kirkju- og þjóð- ræknismála vestan hafs, og var hann vel að þeirri sæmd kom- inn, því að hann hafði bæði ver- ið góður sonur sinnar gömlu móður, Fjallkonunnar, og jafn mætur þegn kjörlands síns . Séra Egill Fáfnis var af traustum og merkum þingeysk- um stofni, og var því eigi í ætt skotið hvorki um skapfestu, glæsileik í framkomu né góðar gáfur. Hitt var þq mest um vert, að samfara þeim hæfileikum átti hann í ríkum mæli drengskapar- lund og mannkærleika. Var því að honum mikill mannskaði, og hann harmdauði eigi aðeins ástvinum hans og sóknarbörnum í hinu víðlenda og fjölmenna prestakalli hans í Norður Dakota, heldur einnig fyrir sóknarbörnum hans og mörgu vinum víðsvegar annars staðar. Munu þeir einnig taka einum rómi undir þessi kveðju- orð úr kvæðinu fagra um hinn útsækna unga mann, sem séra Agli var svo vel að skapi: “Vertu sæll! Við söknum þín!” RICHARD BECK l L0KASAMK0MA 35. þing Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi verður haldin MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ 24. FEB. 1954, kl 8. e.h. í kirkju Sambandssafnaðar á Banning St., Winnipeg •t SKEMMTISKRÁ * O, Canada. Samkoman sett. Framsögn kvæða._Þrjár ungar stúlkur frá Nýja Íslandi Judy Vopnfjörð, Rósalind Pálsson, op; Jóna Pálsson Viðureignin við íslenzkuna.Sé'ra Robert Jack Ný íslenzk sönglög á hljómplötum Sjómannalíf á Suðurnesjum.. Sr. Eiríkur S. Brynjólfsson Útnefning heiðursfélaga. Eldgamla ísafold — God Save the Queen Aögöngumiðar verða seldir við innganginn og kosta 50c. —^ REGISTERED AND CERTIFIED GOOD SEED INCREASES PRODUCTiON See our Agent íor prices ond porticulars on cercoi ond forage secd Sec your FEDERAL AGENT for frec oermination .scrvicc. Umhverfis jörðina á 91 klst. Þegar Juels Verne skrifaði bókina “Umhverfis jörðina á 80 dögum” vakti hún geysilega at- hygli. Skáldsaga þessi kom fyrst í dagblaði, og varð spenningurinn sem framhaldssaga í frönsku þá svo mikill, að fréttaritarar amerískra blaða símuðu jafn- harðan útdrátt úr hverjum káfla til blaða sinna vestan hafs og þar veðjuðu lesendur um það há- um fjárhæðum, hvort söguhetj- an Phineas Fogg mundi komast umhverfis jörðina á tilteknum tíma. Nú er það leikur einn að kom- ast umhverfis hnöttinn á 80 dög- um og aðeins broti úr þeim tíma. Það sannaðist í byrjun þessa mánaðar, þegar ameríska blaða- konan Pamela Martin fór með á- ætlunarflugvélum umhverfis jörðina á 9 klst. og 59 sek. Hefir slík för aldrei verið farin á eins skömmum tíma með farþega- flugvélum eftir áætlunarleiðum þeirra. Áður var “metið” fyrir slíka hnattferð 98 klst. og 18 mín., og var það starfsmaður am- ersíks flugfélags, sem hafði sett það sl. sumar. í sambandi við þetta geta am- ersík blöð þess, að um áramótin 1889—90 hafi amerískakonan Nellie Bly farið umhverfis jörð- ina á 72 dögum, og ferðaðist þá með hverskyns farartækjum frá skipum til úlfalda. —Vísir Ungar amerískar háskóla- stúlkur segjast heldur vilja vera fagrar en gáfaðar. Það er af því, segja þær, að karlmenn sjá bet- ur en þeir hugsa. (Walter Dav- enport) ÞETTA ER FYRSTA SP0R TIL ÖFLUNAR BORGARLEGRA RÉTTINDA Áður en þér getið lagt fram beiðni fyrir þegnréttindi í Canada, verðið þér að leggja fram hjá yfirvöldunum eiðsvarna yfirlýsingu svohljóðandi: “Yfirlýstur ásetningur minn um að verða canadiskur þegn”. Þessa Yfir- lýsingu getur hver nýr borgari átján ára eða meira gert. Hana er hægt að leggja fram hvenær sem er eftir komu yðar til landsins. Að bíða með það þarf ekki. Vegna þess að yfirlýsing þessi verður að vera lögð fram að minsta kosti tólf mánuðum áður en beiðni um þegnréttindi getur komið til athugunar, er lagt til, að þetta fyrsta mikilvæga spor sé stigið sem fyrst eftir komu yðar til Canada. Eyðublöð er hægt að fá hjá skrifara dómsmálastofunnar í dómþinghá þeirri sem þér eigið heima í, er mun á sama tíma veita yður alla þá aðstöðu sem með þarf til lúkningar beiðninni. Ef menn fýsa það heldur, er hægt að fá eyðublöð þessi frá Registrar of Canadian Citizenship, Ottawa. Þegar yfirlýsingin er útfylt má skilja það eftir hjá skrifara réttarins eða senda það beint til Registrar skrifstofunnar í Ottawa. Fyrir frekari upplýsingar má skrifa til Registrar of Canadian Citizen- ship, Ottawa, Ontario. Birt til upplýsingar nýjum canadiskum borgurum af DEPARTMENT OF CITIZENSHIP & IMMIGRATION OTTAWA, CANADA HON. WALTER E. HARRIS Minister LAVAL FORTIER Deputy Minister

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.