Heimskringla - 17.02.1954, Blaðsíða 5

Heimskringla - 17.02.1954, Blaðsíða 5
WINNIPEG 17. FEBR. 1954 HEIMSKRINGLA 5. SlÐA YFIR 790 ÚTIBÚ I he ROYAL BANK of CANADA er stæðsti banki landsins, og starfrækir útibú næstum hvervetna. Hvert útibú er verndað með eignum alls bankans, svo peningar yðar eru algerlega visir. Þér getið byrjað sparisjóð á “ROYAL ” með einungis einum dollar. VÉR FÖGNUM VIÐSKIFTUM YÐAR THE ROYAL BANK OF CANADA Hvert einstakt útibú er vemdað með samanlögðum eignum bankans er nema að upphæð: $2,675,000,000 Ad. No. 5351 FRÁ BERLfNFUNDINUM í byrjun þessarar viku, voru allar líkur til að Berlínarfundin- um lyki n.k. fimtudag (18. feb.) Hefir hann þá staðið yfir í 24 daga en friðurinn eins fjarri og þegar byrjað var. Þegar fundurinn sneri sér að því, að byrja friðarstarfið í verki í Austurríki, kvaðst Molotov ekki undir þann samning skrifa, nema því aðeins að rússneskt her lið færi ekki úr landinu fyr en samningum við Þýzkaland væri lokið. Því vildi Molotov einnig í samninginn koma, að Austur- ríki gerði aldrei samning við nokkra vestlæga þjóð Evrópu. Við þessu sagði Dulles Banda- ríkjafulltrúi, að þjóð sín krefð- ist af Molotov, að hann undir- skrifaði samninginn athuga- semdalaust eða sliti fundi n.k. fimtudag. Hann gaf honum 2 daga til að ráða við sig hvað hann gerði. Molotov, sem var forseti fund arins sem þetta gerðist á, sagði bezt að slíta fund nefndan dag. FYRSTA KONA A ÞINGI CANADA DÁIN Agnes Campbell McPhail, ^yrsta kona á þingi í Canada, og Um langt skeið eina konan þar, dó s.l. laugardag í Leaside, Ont. Hún var 63 ára gömul. Hún var víðkunn í þessu landi fyrir þátttöku sína í stjórnmál- um. Hún var frjálslynd, var fyrst kosin á sambandsþing und ir merkjum bændaflokksins í Ontario og síðar CCF flokksins. Var hún fulltrúi sambands- þings ein 19 ár og eitt kjörtíma- hil á fylkis þingi í Ontario. Á þingi lét hún sig öll manúð- armál mikið skifta. Tók hún stundum leiðsögu þeirra mála í sínar hendur. Þannig er henni þakkað að meðferð fanga var bætt og ýms fleiri umbótamál. Hún var ein af ásjálgeri kon- um, gædd góðum gáfum, fegurð, kurteisi og skemtilegri fram- komu. Það var af einskærri virðingu fyrir henni, að farið var að vinna að því, að hún yrði skipuð fulltrúi Efrimálstofu Canada. Hefði henni sæmt að vera fyrsti kvenfulltrúi þar, sem í Neðri- deild. En af því varð ekki. Dauða hennar bar fyr að en ætl- að var. Auk þess lágu henni ekki vel orð til Efri deildar starfs- ins. Sagði hún deild þá, einu sinni er rætt var um endurbæt- ur þar, krýna alt stjórnar- farslegt humbúk landsins og að- al þýðing þingmannastarfsins væri fólgið í því að hlægja að sjálfum sér. Franco reisir sér minnismerki Franco, einvaldur Spánar, er almennt talinn fastur í sessi, og mun það rétt vera. Fjendur á hann að vísu marga, innan lands og utan, en ekkert hefur gerzt síðan borgarastyr- jöldinni lauk fyrir 14 árum, sem hefur gert aðstöðu hans veikari. Hún hefur þvert á móti orðið æ öflugri. Þannig gerði hann á sín um tíma samning við Páfastól- inn, svo að nú er beðið fyrir hon um við hverja messugjörð í land inu. Og í haust gerði hann samn ing við Bandaríkin, svo að doll- arar streyma nú inn í landið, en Spán hefur um langan tíma skort dollara eins og fleiri ríki. En þó hefur Franco sínar á- hyggjur. Hann á aðeins eina dóttur, sem nú er gift og farin ^iiiiiiiiiiiiciiiiimmiiriiiiiiiiimitiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiuiimiiiiiiinimiiiiiiiioiiiiiimiiiuiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiin....... að heiman. Son á hann engan til að taka við völdunum. En hann hefur samt gert ráðstafanir til þess að nafn hans gleymist ekki, þótt hann verði horfinn úr þessu lífi. Nokkurn spöl fyrir norðan höll hans, E1 Pardo, sem er 15 km. fyrir norðan Madrid, hefur árum saman verið unnið að minn ismerki hans í La Nava-tindi í Guadarrama-fjöllum. Hafa 6000 menn stundum unnið við minnis merkið á þeim 11 árum, sem lið- in eru frá upphafi verksins, og hafa margir sakamenn verið not- aðir við framkvæmdina og feng- ið dag eftirgjöf af dómi sínum hver fyrir hverja þrjá, sem þeir hafa starfað þar. Tindurinn hefur verið holað- ur að innan og þar hefur verið gert grafhýsi sem er stærra en Péturskirkjan í Róm. Ætlast Franco til þess, að er fram líði stundir verði þar greftraðir á ný alllr þeir, sem féllu undir stjórn hans í borgarastyrjöldinni — 150,000 menn. Stigi mikill liggur frá dalbotn inum að dyrum grafhýsins. Með- fram honum eru 14 kapellur, en uppi á tindinum verður 500 feta hár kross, sem verður upplýstur um nætur. Verður hægt að kom- ast með lyftu úr grafhýsinu upp í krossinn. Franco gerði sjálfur áætlun um mannvirki þetta, og fær eng- inn að sjá það enn nema með leyfi nánustu samstarfsmanna hans. Einn hinna útvöldu lét svo um mælt, er hann hafði séð það: “Það mun standa um alla eilífð. — Kannske það muni, eins og pyramidarnir, endast lengur en minning mannsins, sem það á að heiðra.” —Vísir Hugheilar árnaðaróskir til íslendinga í tilefni af ársþingi Þ jóðrækni sfélagsins A. S. Bardal Ltd. FUNERAL HOME 843 SHERBROOK STREET Established 1894 WINNIPEG, MAN. Phone 74-7474 IIIIIIUII Frá Nazaret íbúar þessa litla bæjar við rætur Galileuhæða eru enn all- kvíðnir um framtíðina, vegna á- kvörðunar ísraelsstjórnar að flytja þangað stjórnarskrifstof- ur og hafa þar miðstöð stjórnar- framkvæmdanna, en af því mundi leiða, að í bænum yrði allt er frá liði með nútímablæ. íbúunum er hugleikið að varð veita bæinn eins og hann er, en enn er þar allt með svipuðum blæ og á Krists dögum. Hvert smábarn í Jerúsalem getur sýnt ferðamanninum hell- inn, þar sem erkiengillinn Gab- riel birtist Maríu og boðaði, henni, að hún mundi eignasc sonj getinn af Heilögum Anda. Enn1 í dag er riðið á ösnum um hinar þröngu götur borgarinnar, eins og fyrir 1953 árum. Kristnir í-. búar borgarinnar eru langflestir eða 13,000 af 20,000 og flestir á- hangendur grísku rétttrúarkirkj unnar. Er það því algeng sjón, að sjá presta hennar þar á götun- um, klædda svörtum síðhempum með gullkross á brjósti. Ef bær; inn yrði gerður að stjórnarsetri myndi öll arabisk menning þar líða undir lok, en arabiska er móðurmál flestra íbúanna. Fá- ^ tækt er mikil og atvinnuleysi, j enda hafa 5000 arabiskir flótta-( menn leitað þar hælis, og er þaðj alvarlegt vandamál að sjá fyrir þeim. En litill vafi er a, að ef af áforminu um að gera bæinn að stjórnarsetri mundi færast fjör^ í athafnalífið í bænum. Bærinn hefur búið við isra- elska hernaðarlega stjórn síðan snemma árs 1948 og vona menn, að bærinn losni við þá stjórn hið fyrsta. Henni er kennt um atvinnuleysið, þar sem hún hef- ur það á valdi sínu hvort menn halda kyrru fyrir í bænum eða ekki. Vafalaust hefðu margir farið þaðan í atvinnuleit til annarra staða, ef þeir hefðu feng ið að fara. Það er vegna land- fræðilegrar aðstöðu, sem Nazar- et hefur lent innan vébanda Is- rael, en öll menningar og félags- leg tengsl eru við Araba, og tals- verðum viðskiptum hefur verið haldið áfram (smygl) við Araba i Trans-jordaníu, Sýrlandi og Libanon. Kommúnistar hafa látið nokk- uð til sín taka í Nazaret og haft forystuna gegn hernaðarstjórn- inni, en almenningur segir, að með batnandi efnahag bæjarbúa muni áhrifa þeirra gæta lítið. —Vísir SMÁVEGIS Frúin: Mikill dæmalaus dóni var þessi kerlingarnorn, sem eg var að tala við. Þarna geispaði hún ellefu sinnum upp í opið geðið á mér. Maður hennar: Ertu viss um elskan mín, að hún hafi alltaí verið að geispa. Getur ekki ver ið, að hún hafi bara verið að opna munninn í vonlausri til- raun til a<5 svara einhverju. ★ Vilhjálmur Wrigley, tyggi- gúmmíframleiðandinn heims- kunni, var einu sinni á ferð í flugvél, og sat kunningi hans hjá honum. Eg skil ekki, hvernig á þvi stendur, að þú skulir eyða millj- ónum dollara árlega í það að lauglýsa tyggigúmíið þitt, sem allir þekkja og allur heimurinn tyggur. Wrigley þagði andartak og spurði síðan: Hve hratt heldurðu, að þessi vél fljúgi? Ætli hún fari ekki um 300 míi- ur á klukkustund. Nú, hvers vegna fleygja þeir þá ekki hreyflunum og láta hana bara svífa af eigin rammleik?— anzaði Wrigley. * Enskur maður var á ferðalagi um Bandaríkin. Hann var einn af þessum Englendingum, sem ekki telur varið í neitt, nema það sé á enskri grund, eða í samveld- islöndunum. Þegar hann kom til New York var hann spurður hvernig hon- um litist á Bandaríkin. “Æ, þau eru fremur leiðinleg”, sagði hann. “Hafið þér ekki séð neitt, sem yður finst markvert”. “Ónei, ekki get eg sagt það.” “Það er undarlegt Hér er þó margt merkilegt að sjá. Komuð þér að Niagarafossunum?” “Já, eg tafði þar hálfan dag.” “Fanst yður ekki tilkomu- mikið að horfa á þá”. “Eg læt þá vera, þegar horft er á þá Kanadamegin.” * Skoti kom inn í lyfjabúð i London og spurði hvort til væri meðal við skalla, Jú, lyfsalinn hélt það. —Hérna er afbragðs meðal. Eg hef vitnisburð frá fjölda manna, sem hafa notað það. Nýtt hár sprettur undan því á einum sól- arhring. Skotinn leit á lyfsalann, sem var nauðsköllóttur og sagði: —Berðu það þarna á kollinn á þér og svo ætla eg að líta inn á morgun og vita hvort þú segir satt. COPENHAGEN “HEIMSINS BEZTA NEFTÖBAK” Note New Phone Number j^K HAGBORG FUEL/^y ; Ælf PHONE 74-5431 séra Theódór B. Sigurðsson, sem nú býr í N. York. Hann er landfrægur fyrir mælsku og glæsimennsku. — Tvær ungar stúlkur skemmta með söng og eru það Lorna Stefánsson og Lilja Eylands. Sú fyrrnefnda er enn á unglingsaldri, en hefir þeg ar aflað sér nokkurrar söng- menntunar og hefir fagra rödd. Lilja Eylands virðist vera með efnilegustu yngri söngkonum ís lenzkum hér í borg og hefir á síðustu árum sungið yfir útvarp ið og á ýmsum samkomum meðal íslendinga og annara. — Pálmi Pálmason, sem er óefað bezti fiðluleikarinn, sem við íslend- ingar eigum á að skipa í þessari borg, ætlar að spila tvö lög. Það eru “Rímnalög” eftir Karl O. Runólfsson, sem bárust hingað vestur fyrir skömmu og hafa' MESSUR og FUNDIR í kirkju Sambandssafnaðar Winnipeg Prestur, séra Philip M. Pétursson, Ph.B., B.D. 681 Banning St. Sími 3-4571 Messur: á hverjum sunnudegL Kl. 11 f. h., á ensku Kl. 7 e. h., á íslenzku Safnaðarnefndim Fundir 1. fimtu- dag hvers mánaðar Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði Kvenfélagið: Fundir annan þriðjtr dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveld inu. Ungmennafélagið: — Hvert fimtu- dagskveld kl. 8.30 Skátaflokkurinn: Hvert miðviku- dagskveld kl. 6.30. Söngæfingar: Islenzki söngflokkur- urinn á hverju föstudagskveldi. Enski söngflokkurinn á hverju miðvikudagskveldi. Sunnudagaskólin: — A hverjum sunnudegi, kl. 12.30 MINNIS7 BETEL í erfðaskrám yðar ekki áður heyrzt opinberlega v,- hafs, og lag eftir fyrrverandi Winnipegbúa, J. E. Forrest, sem nú stundar nám í London á Englandi. Lag þetta sem höfund ur nefnir “Rhapsodie”, hefir hann tileinkað vini sínum Pálma Pálmassyni. Um niðurröðun skemmtiskrár innar vísast til auglýsingar, sem birt er hér í þessu blaði. Víst er um það, að enginn þarf að sjá eftir því, að sækja mótið, sem nú er orðið að heita má eina alís- lenzka stórsamkoma ársins í Winnipeg. Eftir samkomuna fást ágætar íslenzkar veitingar keyptar í neðri sal kirkjunnar. Fróns-nefndin oixl HURttW B00K The finest and largest Catalog we have ever issued, now 164 pages, all to help you enjoy the lovliest garden ever. Many fine new things lik Bush for Sweet Peas, a miracle Flower that changes color every day, Salvias so early they fowler in the seed flat, Miniature Glads, Giant _____ Hybrid Begonias and Gloxinias, Baby Orchid, New f T 77T ,n King Maple, latest Hybrid Vegetables, Large Fruited Straw- berries from seed, Nursery St< ck, Bulbs, Houseplants, Garden Chemicals, Supplies, etc. Send today. ,OI D0MIN10N SEED H0USE GEontar?o Miðsvetrarmót Fróns Eins og sagt var frá í síðasta blaði verður þrítugasta og fimmta miðsvetrarmót Fróns haldið í Fyrstu lútersku kirkju á mánudagskvöldið 22. febr. n.k. Ræðumaður á mótinu verður NÚMER 17. I UPPLVSINGAFLOKKl '1 Calvert Canadiska vasabókin Þetta er ein þeirra greina, sem sérstaklega eru ætlaðar nýjum Canadamönnum. “EG KREFST AFTUR PENINGA MINNA”. Samkvæmt canadiskum lögum er vogin talin óyggjandi, samkvæmt þessu eiga neytendur'hvorki heimtingu né endurgreiðslu, þetta er kaup manni og neytanda jafnt i hag. Sumir neytendur vilja vera vissir um að þcir geti skilað vörunni aftur ef þeim svo sýnist, þeir geta valið sér þá búð eða búðir, sem viðhafa Vöruskipti og endurgreiðslu og verða að skapa sér sjálfir skoðun á því hvað þeim í þessu efni sé fyrir beztu. En það er holt að menn geri sér það ljóst, að með að taka vogina trú- anlega og fylgja föstum reglum, verður vöruverðið jafna lægst og sann- gjarnast með því að þar verður um minstan aukakostnað að ræða. Sérhver neytandi ætti að skipta við þá búð, sem veitir honum þatt forréttindi, er hann æskir. Þess verður ekki krafist af búðum að í glugg- um þeirra séu auglýsingar um sölu eða viðskiptaaðferðir. Standi þannig á um búðir sem ekki auglýsa viðskiptaaðferðir sínar, skuluð þér ganga úr skugga um hvort skila megi vöruuni aftur eða hvort andvirði hennar verði greitt í peningum. I hvert sinn er þér kaupið, eða fallist á að kaupa, skuluð þér gera bindandi samning, hvort heldur umræðir matvöru, skófatnað eða hus. Þetta gildir jafnt um það hvort þér borgið út í hönd eða gegn ákveðnum afborgunum, þetta er góð regla, sem enginn ætti að víkjá frá. Að kaupum og sölum eru tveir aðiljar, seljandinn og þú. Eftir að samningur hefir verið gerður, getur hvorugur aðilji rofið hann án sam þykkis hins, nema þá með falsi og svikum. Seljandinn eða kaupmaðurinn niótar vitaskuld sjálfur sína eigin stefnu í viðskiptamálum, hann getur neitað um vöruskipti og endur- greiðslu og hann gctur jafnframt veitt hið gagnsla-ða ef honum svo sýn- ist, sé vörulýsing ekki fullnægjandi og varan lélegri, en yður var gefin til kynna, hafið þér lagalegan rétt til að skila henni aftur og krefjast endur- gjalds á andvirði hennar. Samningar þurfa að vera fastbundnir mcð undirskrift svo sem er þér fcstið kaup í bifreið og ákvæði um greiðslu skýrt tekin fram. Menn þurfa að eiga afrit af öllum slíkum samningum og hlutast um að anda þeirra og orðfæri sé af beggja hálfu fylgt út í yztu æsar, afhending þarf að fara fram á tilteknum tíma án fyrirsláttar eða teganlegs orðalags. Leiðbeiningar varðandi framhald þessara grcina eru kærkomnar og verður þeim komið á framfæri við Calvert House af ritstjóra þessa blaðs. t næsta mánuði THE BETTER BUSINESS BUREAU Caivert DISTILLERS LIMITED AMHERSTBURG, ONTARIO

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.