Heimskringla - 12.05.1954, Blaðsíða 1
LXVIII, ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 12. MAÍ, 1954
NÚMER 32.
FRÉTTAYFIRLIT OG, UMSAGNIR
MRS. S. K. HALL DÁIN
Söngkonan góðkunna, Mrs.
Sigríður Anna Hall, dó s.l.
sunnudag (9. maí) að heimili
sínu í Wynyard, Sask. Hún var
74 ára, fædd á íslandi, en kom
vestur um haf 5 ára gömul og
átti heima í Winnipeg 51 ár, en
síðustu 18 árin í Wynyard. Hún
var einsöngvari í kirkju Fyrstu
lút. safnaðar í 30 ár og tók ávalt
virkan þátt í sönglífi íslendinga
hér vestra.
Hana lifa eiginmaður hennar,
Steingrímur K. Hall, organisti,
og tvær dætur þeirra hjóna,
Mrs. William Einarsson og Mrs.
George Manning, og einn bróð-
ir, Jón
Útförin fer fram frá Fyrstu
lút.-kirkju á morgun (fimmtu-
dag 13. maí) kl. 2 e.h. Dr. V. J.
Eylands jarðsyngur. A S Bardall
sér um útförina
Það munu fáir af samtíðar-
sveit vorri skilja eftir í brjóst-
um slendinga fegurri og kærari
minningu en þessi kona gerir.
Löngu eftir burtför hennar og
meðan nokkurir eru eftir af
þeim er á hana hlýddu, mun hin
engilfagra rödd hennar endur-
óma í^minningu þeirra og fylla
lífið á ný fegurð og listræni eins
og fyrrum er við hlýddum á
söng hennar.. Og þær minningar
fylgja henni nú að skilnaði
hinstum frá hennar samtíð.
Heimskringla vottar hinum
aldna góða eiginmanni dýpstu
samhygð sína og þeirra nánustu.
ÍSLENDINGUR TEKUR VIÐ
AF DR. ANDERSON
Dr. G. R. Anderson, sem síðan
1944 hefir verið yfirmaður Sask-
atoon Teachers College, lætur
nú af því starfi sakir aldurs.
Hann hefir um 34 ár í Saskatche
v/anfylki starfað að kenslumál-
uid og síðustu 10 árin verið í
stjórnarnefnd Saskatchewan há-
skóla.
Við stöðu hans tekur Dr. S.
W. Steinson, áður kennari í sál-
arfræði á skólanum. Hann hefir
áður kent á skólum í Saskatche-
wan og á háskóla í Bandaríkjun-
um. Frá háskólanum í California
tók 'hann doktorsstigið í fræðslu
málum 1948. Hann er fæddur í
Manitoba og hlaut sína undir-
búningsmentun hér í fylki og
Saskatchewan.
fyrir öldungnum, og það er í
sambandi við kröfu- Cohns
um undanþágu fyrir hermann
einn, auðmanns son frá N. York.
G. Davið Shine, frá að vera send
ur á vígvöll til Evrópu. Höfðu
þeir McCarthy og Roy M. Cohn,
einn af fremstu mönnum í rann-
sóknarnefn efrideildar, ögranir
í frammi við herritarann Robert
M. Stevens, ef hann ekki veitti
þessa bón, en sem Stevens tók
ekki í mál að gera. Við yfir-
heyrzluna hefir og mikið verið
rætt um rannsókn McCarthy á
bækistöðvum hersins í Mon-
mouth, sem af .frekju var rekinn
af nefndinni. En um mál þetta
er ekkert endanlega enn hægt
að segja.
“LIFI FRAKKLAND’’
Síðustu orðin, sem hershöfð-
ingjum Frakka fóru á milli fyr-
ir fall Dien Bien Phu, voru
þegsi í símtali:
Cristjan de Castras, hershöfð-
ingi í Dien Bien Phu: “Stríðið
mjög alvarlegt. Allstaðar barist,
jafnt á vígstöðvum sem annar
staðar. Úrslitin nálgast. En við
höldum áfram til loka.”
Rene Cogny herforingi Indó-
Kína hersins: “Eg skil. Engin
ástæða að draga hvítt flagg að
stöng eftir þína frægu vörn.”
De Castries: “Skil Það. Við
eyðileggjum allar byssur og öll
radio áhöld. Við berjumst til
loka. Vertu sæll, hershöfðingi
minn. Vive la France!”
ÚR ÖLLUM ÁTTUM
Viðtökum Elizabetu Breta-
drotningar heim n.k. laugardag
til London, verður útvarpað til
Canada.
•
Er fréttirnar af falli Dien
Bien Phu bárust til Parísar, lá
þar við uppreist. Kom til nokk-
urra átaka milli hers og lög-
j reglu.
•
Hertoginn af Edinburgh, mað
ur Elizabetar drotningar, er bú-
ist við að taki þátt í kappsigl-
ingu 2. ágúst í Victoria, B. C..
FJÆR OG NÆR
Elizabetu drotningu er von
heim til Englands n.k. laugar-
dag (15. maí). Móttöku-undir-
búningur heima fyrir mikill og
á götum Lundúnar er búist við
jafnmörgum og við krýninguna
2. júní s.l. Churchill forsætis-
ráðherra bíður konungshjónin
Velkomin, á Westminster
bryggju, en þar ber hið konung-
lega skemtiskip, Britania, að
landi.
•
Nýtt flugskip Trans Canada
Airlines, flaug s.l. föstudag á 8
I klukkustundum frá Vancouver
! til Montreal. Þetta eru 2,333
mílur á kl.st. Flogið var í 21,000
* feta hæð.
Dánarfregn
Ingbjörg A. Eiríksd., ekkja
I Þorsteins sál Péturssonar, prent
I ara og bónda í Piney, Man., and-
; aðist s.l. sunnudag að heimili
sonar síns, Sigurðar Petursson i
| Piney, 84 ára að aldri. Hún var
! dóttir Eiríks Magnússonar frá
Meðalnesi í Fellum og Guðrún-
ar Hailgrímsdóttur Peturssonar
frá Hákonarstöðum í Jökuldal.
( og var fædd á Brekkusili í Hró-
I arstungu í N. Múlasýslu, 3. nóv.
; 1869. Hún kom til þessa lands
, 1889. Hún futtist með Þorsteini
i
manni sínum til Piney, árið 1908
og bjó þar mest af tímanum síð-
an, nema um nokkur ár sem hún
bjó í Transcona hjá Sigurði syni
sínum eftir að Þorsteinn dó.
Hana lifa þrír synir: Petur
Sigurður í Piney; Gunnar Eirík
ur í Winnipeg og Loftur J.
Julíus í Piney. Kveðjuathöfnin
fór fram þriðjudaginn, 11. maí.
Séra Philip M. Pétursson, frá
Winnipeg flutti kveðjuorðin.
Jarðsett var í grafreit Piney-
bygðar. Útfararstjóri Helgesen
frá .Roseau, Minn. sá um útför-
ina.
* ★ ★
Kristinn Þórarinnson, íslend-
ingur sem að heiman kom fyrir
tveimur árum, en atvinnu hefir
nú í Pcklescrow, Ontario, er
staddur í bænum, ásamt konu
sinni (áður Miss Lilja Jónasson
frá Riverton, Manitoba, og barni
þeirra). Kristinn er á sínum
hvíldardögum hér. Hann hefir
skrifstofu og trúnaðarstörf ýms
með höndum eystra enda er hann
fjölhæfum gáfum gæddur og
mentaður á . verzlunarskola
heima. Hann sagði gott orð fara
af Islendingum hvar sem hann
hefði heyrt þeirra getið.
Einn fslendingur Charles
Davidson býr þar um 16 mílur
burtu og er kaupmaður, ættaður
úr þessum bæ.
★ ★ ★
Mrs. Emily Thorson frá Van-
couver kom til bæjarins í byrj-
un þessarar viku. Hún leggur
upp í skemtiferð til Evrópu n.k.
sunnudag með bróður sínum,
Victor B. Anderson og Mrs.
Anderson er til Sviss eru ráðin
til ferðar. Fer Victor þangað
sem áður segir fyrir hönd verka-
mannasamtaka í Canada.
* * * *
Hugsað tiJ Lúlla Kristjáns-
sonar 8. maí
Inndælis veður — áttundi maí
Afmælið þitt í dag
Fuglarnir sýngja fögrum róm
Sitt fegursta sumarlag.
Bífluga suðar við blómstur-
hnapp
Beljurnar jórtra í makt.
Á traktornum yrki eg þér af-
mælisljóð.
sem alt verður bjagað og skakt.
Á afmælisdaginn þinn ætti eg
helzt
að eiga hressandi frí,
og syngja þér kvakandi sumar-
brag
ef söngrödd næði eg í.
En nfb er eg rámur af ryki og
mold
röddin aumkvæunarverð
og gáfan er als ekki yfir mér
eins og þú líklega sérð.
En svo hef eg hugsað mér
seinna í kveld
er sest á rúmstokkinn,
að halda ræðu og hrópa upp
til heiðurs þér Lúlli minn. —
En bresti þig aldrei bros á vör
og bjóði þér vinir hönd
Gangan verði þér greið og létt
og gæfan þér fylgi strönd.
Rósm.
★ ★ ★
Úr bréfi frá Vancouver.
Kæri ristjóri — Viltu gera
svo vel og geta um lát íslenzkrar
konu í blaðinu, (Mrs. Oscar) er
lézt hér á elliheimilinu Höfn í
Vancouver 3. maí. Hún varð
bráðkvödd.
Hún hét Ólafía Sigríður Guð-
mundsdóttir bónda Jónssonar i
Bygðarholti í Lóni í Austur-
Skaptafellssýslu. Hún kom til
Canada rétt eftir síðustu alda-
mót, settist að í Winnipeg, gift-
ist þar 1905 Ásgeiri Ásgeirssyni,
ættuðum frá íslandi. Þau voru
DIEN BIEN PHU
Vígi þetta sem var það öflug-
asta í Norður-Indó-Kína, féll í
hendur rauðahernum s.l. laugar-j
áag. Um 17 sveitir (iCompanies)
frakkneskra hermanna voru;
teknar af rauðliðum. Sigur Viet-
Minh hersins er því mikill.
En þrátt fyrir hið mikla tap(
Frakka þarna, er baráttunni ekki
lokið. Frakkar búa sig til varn-
ar annars staðar. Dien Bien Phu
vígið var einangrað í eyðimörk
á Norðurlandamærum Indó-
Kína og um alla aðdrætti varj
þar erfiðara sunnan að en að
norðan. Frakkar eru ekki með
öllu tapaðir þó þannig sé komið
í Dien Bien Phu. En sól þeirra
í Asíu lækkar á lofti við þetta.
Vörn Frakka í Dien Bien Phu
er fræg hvað sem öðru líður.
Rauðliðar voru orðnir fjórir
þar á móti einum í liði Frakka,
er ekki var hægt að hjálpa, en
lið hinna rauðu efldist óðum.
MCCARTHY MÁLIÐ
Yfirherzlan í Joseph Mc-
Carthy-málinu heldur áfram. Að
einu leyti horfir ekki til betra
Útvarpið í Peiping hélt fram
s.l. föstudag að stríðið í Viet
Nam einu hefði á 7 árum kost-
að Frakka 381,720 fallna og
særða.
•
Sættir nást ekki á Geneva-
fundinum um frið eða vopnahlé
í Indó-Kína. Rússar og Kínverj-
ar hlusta ekki á sáttaboð Frakka.
Þeir heimta mikið af landinu,
eða Viet Nam, Laos og Cam-
bodia í hut Vietminh, eða upp-
reistarflokks landsins.
Frakkar eru reiðubúnir að
fleygja í þá snni nýlendu og
ætti það að nægja. En kommún-
istar vilja meira. Það er sagt, að
Frakkar hafi veitt bæði Laos
og Cambodia fullkomið sjálf-
stæði er þeir sáu hvað að fór.
En kommúnistar vilja þau ríki
eins fyrir því. Það virðist þvi
annað hafa vakað fyrir-uppreist
armönnum en að koma Frökkum
burtu, eins og þeir oftast báru
við.
•
í Dien Bien Phu voru um
8000 hermenn (Franskir) teknir
fangar ásamt hershöfðingjanum j
Christran de Castries, er komm'
únistar tóku herstöðina.
HJÖRTUR BRANDSS0N
Þú áttir stærri hugarheim en hversdags maður,—
Hlýlyndur og hjarta glaður.
Ekki varstu afskiftur af ýmsum raunum.—
Sorgin vaxtar vit að launum.
Enga hrekki í brjósti barst né brigð til vina,—
lá þér rómur lágt um hina.
Göngum hljótt um góðra manna grafarvegi, —
væri gott þeir gleymdust eigi.
Margt var rætt og mörgu spáð og mætt var gaman,
þegar að við sátum saman.
Fræða slyngur fjölhygginn og frjáls í anda, —
skygn á stefnur lýðs og landa.
Þó hann löngum lúakendi lífs í hildi,
allra böl hann bæta vildi.
Ég skal ekki í eftirmæli öfgar skapa, —
tízku þarf eg ekki að apa.
Breiðafjarðar bernskulög í barmi sungu.—
Lá þér fagurt ljóð á tungu.
Hönd þér rétti eg Hjörtur minn, fyrir hlýja kynning,
kveðjan er helguð kærri minning.
Jón Jónatansson
Bandaríkin og Indó-Kína
Hvað kom til að Bandaríkin sendu ekki her til Indó-Kína, er
mest reið á að verja virkið í norðrinu, Dien Bien Phu? Það var
talað í Washington all-líklega um að senda her þangað áður en
Geneva-fundurinn hófst. Það þótti mörgum þetta eins sjálfsagt
og að senda her til Koreu. Þörfin var hin sama a(S öllu leyti nema
einu. f Índó-Kína kemur vernd nýlendustefnunnar til greina, eins
lengi og Frakkar hanga þar. En hún er stefna, sem Bandaríkin
eru eins á móti og öðrum yfirráðastefnum. Það skal ekki sagt um
hvað mikils gætir valds Frakka í Indó-Kína. En það gerir ekkert
til. Þó sambandsríki þess þar ráði eins miklu og Frakkar sjálfir,
er þar brot af þessari gömlu nýlendustefnu, sem trúin á er nú yfir-
leitt dauð. Það er að vísu önnur stefna komin í hennar stað og
sem er sízt betri. Það er einræðið, eins og því er nú haldið fram
fram hjá kommúnistum. En þarna er samt ástæðan fyrir, að
Bandaríkin slá slöku við í Indó-Kína, en ekki í Koreu. Stefna
þeirra er lýðræðis hugsjónin, að hvert þjóðfélag ráði sér að eins
miklu leyti sjálft og auðið er. En þá stefnu hefir reynst svo erfitt
að kenna þjóðum Evrópu og Asíu, sem svo lengi hafa um hvern
munnbita barist, að þær skilja ekki þessa 'hugsjón eins og hinn
frjálsi Vesturheimur gerir. Þar í lggja erfiðleikarnir nú sem fyr.
fyrst nokkur ár í Manitoba,
fluttu þá til North-Vancouver
og hafa búið Jþar um 40 ár. Ás-
geir er dáinn fyrir 3 árum. Ol-
afía var 71 árs, var búin að vera
hér á Höfn í tvo mánuði, verður
jörðuð í dag, 5. maí. Hún átti
margt skyldfólk við Minnewak-
en og Narrows í Manitoba. i
Ekki aðrar fréttir í þetta sinn.
Óska þér gleðilegs sumars. —
Sendi máske línu seinna.
Þ. G. Isdal
★ ★ ★
Mr. Thordy Kolbeinson, son-j
ur Mr. og Mrs. J. Kolbeinson, |
Foam Lake, Sask., var stadduri
í bænum. Hann, ásamt nokkrum
öðrum háskólanemendum frá
Saskatoon, Sask., sem hafa ver-
ið á ferð í Bandaríkjunum, voru
á leiðinni aftur til Sakatoon, þarj
sem þeir útskrifuðust og þurfa
að taka þátt í athöfn því við-
víkjandi i næstu viku. Thordy
útskrifaðist í lyfjafræði.
★ ★ ★
LEIT AÐ ERFINGJUM
Ræðismannsskrifstofa íslands
í Winnipeg hefur verið beðin
að afla upplýsinga um ættingja
FREYGERÐAR ÁRNADÓTT-
UR frá Stokkseyri, sem andað-!
ist 20. júli 1953. Meðal erfingja;
dánarbúsins eru talin systur-
börn hinnar látnu í Ameríku, en
nánari upplýsingar um nöfn
þeirra eða heimili eru ekki fyrir
hendi. Ætlað er, að systr Frey-
gerðar en móðir umræddra erf-
ingja hafi heitið Margrét Árna-
dóttir, en ekki er það þó vitað
með vissu. Upplýsingar varð-
andi málaleitun þessa sendist
til Consulate of Iceland, 76
Middlegate, Winnipeg, Man.,
eða um síma 74-5270.
ái og hefur hann síðan stöðugt
verið gefinn út í Reykjavík.
Sama ár og Skírnir var flutt
ur heim var hafin útgáfa á tíma-
riti Hins íslenzka bókmenntafé-
lags undir ritstjórn Gríms
Thomsen. Kom það rit út í 25 ár,
en var árið 1904 sameinað Skírni
cg hffur ritið upp frá því venð
nefnt “Skírnir, tímarit Hins ís-
lenzka bókmentfélags.
Allt frá því Skírnir kom fyrst
út árið 1827 og fram á þennan
öag, hefur aldrei fallið úr einn
árgangur af ritinu. Hefur Skírn
ir því lifað í 126 ár, eða lengur
en nokkurt annað tímarit á norð
urlöndum. Á þessu langa tíma-
bili hafa verið við ritið 30 rit-
stjórar.
Meðal ritstjóranna eru margir
af merskustu mönnum þjóðar-
innar, svo sem Jón Sigurðsson
forseti, er var ritstjóri 1837 á-
samt iMagnúsi Hákonarsyni.
Jónas Hallgrímsson var ritstjóri
1836 og Grímur Tormsen 1846.
Fyrsti ritstjóri Skírnis var Finn
ur Magnússon er sá um ritið
fyrsta árð. Á árunum 1828-1829
og aftur frá 1831 til 1835 var
Þórður Jónasson ritstjóri. En ár
ið 1830 sáu þeir Baldur Einars-
son og Konráð Gíslason um rit-
ið.
Of langt mál yrði að telja upp
alla ritstjóra Skírnis en frá því
um síðusut aldamót hafa þessir
séð um ritstjórn Skírnis: Þor—
steinn Gislason tekur við ritstj.,
árið 1903 af Jóni Ólafssyni. Guð
mundur Finnbogason er ritstjóri
frá 1905—1907, 1917—1920 og
frá 1933—1943. Bjön Bjarnason
frá 1910—1912. Árni Pálsson frá
1921—1929 og 1931—1932. Ein-
ar Arnórsson er ritstjóri árið
1930 og Einar Ólafur Sveinsson
RITSTJÓRASKIPTI VIÐ
“SKÍRN”.
Nýlega hafa orðið ritstjóra-
skipti við Skírni, tímarit Hins
íslenzka bókmenntafélags. Læt-
ur dr. Einar Ólafur Sveinsson af
ritstjórn tímaritsins eftir að
hafa verið ritstjóri um 10 ára
skeið en við ritstjórn tekur Hall-
dór Halldórsson dósent.
Saga Skírnis er talin hefjast
árið 1827, er Hið íslenzka bók-
menntafélag gefur hann út í
átta blaða broti. Ritið er þó í
rauninni eldra, því að árið 1817
gefur Hið íslenzka bókmennta-
félag út íslenzka sagnablöð í
fjögurra blaða broti, og var það
í rauninni upphaf Skírnis.
Skirnir var í fyrstu gefinn út
í Kaupmannahöfn af deild Hins
íslenzka bókmenntafélags þar.
En árið 1890 verða miklar deilur
milli Reykjavíkurdeildarinnar
cg Hafnardeildarinnar um það,
kvort flytja ætti ritið til íslands
eða ekki. Lauk deilunni með
heimflutningi Skírnis þetta sama
frá 1943—1954.
Núverandi forseti Hins ís-
lenzka bókmenntafélags er Matt
hías Þórðarson.
—Alþbl. 2. apríl.
AFKOMA RÍKISINS
ÁRIÐ 1953
Fjármálaráðherra flutt á laug
ardaginn var skýrslu um afkomu
rikissjóðs á síðastliðnu ári. Sam
kvæmt henni höfðu rekstrar-
tekjurnar orðið 506 milljón kr.,
en voru áætlaðar 418 milljón kr.
Rekstrarútgjöldin urðu 411
milljón kr., eða 31 milljón kr.
meira en áætlað var. Auk þess
voru svo geriddar 10,5 millj. kr
samkvæmt sérstökum fyrirmæl-
um Alþingis. Rekstrarafgangur
varð því 84 millj. kr. en var áætl
aður 38 millj. kr. —Tíminn
•
Finnbogi próf. Guðmundsson
lagði af stað til íslands í morg-
un (12. maí). Hann dvelur þrjá
til fjóra mánuði úr sumrinu
heima. Heimskringla óskar hon-
um góðrar ferðar.