Heimskringla - 19.05.1954, Síða 3

Heimskringla - 19.05.1954, Síða 3
WINNIPEG, 19. MAf 1954 HEIMSKRINGLA 3. MÐA lyðjendastarf bætti það úr | brýnni þörf. Árið 1878, f jórum! árum eftir að hann dó, gaf bók- ■ menntafélagið út hið merka rit hans: — Alþingisstaður Hinn Forni við Öxará, me'ð stóru korti: sem hann teiknaði af Þingvelli eins og hann hugsaði sér þar um horfs til forna; með teikningum af klæðnaði, tjaldbúðum og virkibúðum, svo og af ‘húðfati’ (sem er nokkurskonar “sleeping bag”), er notað var í ferðalögum. Margar af skálamyndum Sigurð ar eru í þýðingu Dasents af Njálu. Margar af ritgerðum | þeim sem fundust eftir hann, j voru samdar til að lesa upp á: fundum Kvöldfélagsins (Leik- félagi Andans) og er þar um auðugan garð að gresja, eins og dæma má af efni þeirra: “Minn- j isvarði Ingólfs á Árnarhóli”; Um veitingahús og sæluhús fyr- i ir ferðamenn; Lítið eitt um vatnsástandið hér í bænum; Tjörnin og skipulag bæjarins; en þetta er aðeins lítið sýnis- horn af tillögum þeim er hann; gerði í bæjar- og framfaramál- efnum, og stöðugt 'hélt á lofti. j o o o Já, Siguður fann að “það jiarf sð laga alla þjóðina”. Til þess sð gera það vildi hann láta allt haldast í hendur, Skáldskap, söng, músik, og leiklistina. Hann vildi glæða sjálfsvirðing og smekk fólksins og honum tókst furðulega að verða mikið ágengt i því efni. “Frá scenunni má mennta þjóðina í skáldskap, söng, mús- ík, sýna mönnum alla helztu þjóðsiði frá öllum öldum, bæði andlega og útvortis, með mál- verkum, tableaux o.s.frv.”, sagði Sigurður. Og það stóð ekki á löngu þar til hann var farin að koma einnig þessu í framkvæmd. Til þessa tíma var lítið um leik- list á íslandi, aðeins voru það skólapiltar sem léku gamanleiki, og oftast á dönsku. Þetta vildi Sigurður bæta upp, og fór að sýna jafnhliða gleðileikunum, skrautsýningar úr fornsögunum, lifandi myndir (tableaux) sem hann stóð fyrir að öllu leyti, teiknaði búninga, málaði tjöld og sá um allan útbúnað. En leik- sviðið þurfti að fá íslenzk leik- rit, sagði hann, og það var bein- linis eða óbeinlínis fyrir áhrif hans að íslenzku skáldin fóru að reyna sig á því að búa til sjón- leiki, Matthías, Kristján Jóns- son, Valdimar Briem, Jón Ólafs- son og Indriði Einarsson. Matt- hías Jochumsson, þá skólapiltur sem (1861) bjó í sama húsi og Sigurður (næst “Klúbbnum, þar sem leiksýningar voru haldnar), segir: “Þar var einnig Jón Árna- son bókavörður, báðir gagntekn- ir og fullir af íslenzkum fróð- leik; 'höfðu þeir mikil og marg- vísleg áhif á mig, og fór eg þá að semja útilegumennina.” En Sigurður hefir að líkindum átt töluverða hlutdeild í leiknum þar sem honum voru svo kunn- ugar fornsagnirnar, og sjálfur orti hann draum Skugga-Sveins, sem Matthías síðar felldi úr leiknum. Sigurður sparaði ekki tíma né krafta til undirbúnings þessum nýja leik, sem tekin var beint úr íslenzku þjóðlífi. Leikurinn var frumsýndur í febrúar, 1862, og bæjarbúar voru örlátir í lofti sínu um hinn unga höfund, og dáðust mjög að hinni meistara- legu sviðsetningu og leiktjöld- um Sigurðar. Er Útilegumennirnir voru sýndir veturinn 1866, stóð aftar- lega í salnum, ungur skólapilt- ur norðan úr Skagafirði, og horfði á leiksýningu í fyrsta sinn. Þá varð Indriði Einarsson svo gagntekin af hrifningu að hann spurði sjálfann sig “Er ckki þetta það mesta í heimi?” Hann segir svo frá í minningum sinum, Séð og Lifað: “Allt í einu var komið við öxlina á mér . . . Ætlarðu ekki að fara? En áhorf enda salurinn var tómur fyrir hálfum tíma. Þá vaknaði eg úr dvala og gekk heim . . .” Framh. Thelma (RAGNAR STEFÁNSSON ÞÝDDI) “Svo jiú átt skemmtiskip? Þá hlýturðu að vera herramaður. Þú vinnur ekkert fyrir líf- inu?” “Alls ekkert!” og hann yppti öxlum með samblandi af þreytu og tómlæti, “nema lifa”. “Er það svo erfitt verk?” spurði hún undr- andi. “Ákaflega erfitt”. Þau þögðu bæði um stund, og andlit stúlk- unnar varð alvarlegt þar sem hún sat í bátnum og horfði stöðugt á hann með vaxandi athygli í augnaráðinu, en ekki snefil af frekri forvitni. Það var augnaráð þess, sem engu hefir at) leyna frá liðnu tíðinni; augnatillit saklauss barns, sem er ánægt með stundina sem er að líöa og kvíðir engu í framtíðinni. Fáar konur líta þannig út eftir að hafa náð fullum þroska. Yfirborðsleg nútíma menning elur upp í þeim hégóma og eftirsókn eftir fölskum verð- mætum—Ihún eitrar saklausar hugsanir, og eðli- lega framkomu. Þessi stúlka hafði auðsjáanlega ekki orðið fyrir neinum þessháttar áhrifum. Ef svo hefði verið, hefði hún ekki horft svo djarf- lega og sakleysslega á hann; hún hefði munaö eftir því að hún var alein með ókunnugum manni um miðnætti. Jafnvel þótt það væri sól- skin; hún hefði gert sér upp feimni, og farið allskonar krókaleðir og notað vafninga og óheil indi. En hér kom ekkert slíkt til greina, svipur hennar varð aðeins mýkri, blíðlegri ög einlæg- ari, og þegar 'hún tók til máls aftur, var rödd hennar mjúk og þýð, en laus við meðaumkun. “Þótt þú elskir ef til vill ekki lífið sjálft, þá elskarðu hið góða og fagra sem lífið veitir— er ekki svo? Líttu til austurs! Þar er það að fara fram, sem við köllum samruna dags og næt- urs. Getur nokkur gert annað en fagnað yfir þvi að vera lifandi á slíkum augnablikum. Líttu á, fljótt! Birtan fer bráðum að fölvast og hverfa." Hún benti í austur. Hann starði í þá átt, og nálega hrópaði upp yfir sig af undrun og aö- dáun. Á tiltölulega stuttum tíma hafði svipblær og útlit loftsins algerlega breyzt. Eldrauðu og fjólubláu litirnir höfðu runnið saman í fölbleik an, gegnsæan hjúp, með vatnsgrænum og róslit uðum skýjum, en kastgeislar sólarinnar vörp- uðu gullnum ljóma á silfurlitan mánaskinsfölv- ann. Umhverfið var svipað ólýsanlegum töfra- ljóma. Það var eins og sól og tungl væru að berjast um völdin á þessari jörð. Þegar ungi maðurinn að lokum fékk sig til að líta af þessum undraljóma, og snéri sér aö stúlkunni, fylltist hann nýrrar undrunar yfir hinni dásamlegu fegurð hennar, en aukist hafði við geislaflóðið er lék í kringum hana. Sjálfur báturinn glampaði eins og bráðið gull, og vagg að létt á sjónum sem silfurgrænum bjarma 'sló á; en miðnætursólin baðaði langa, gula hárið hennar, og hver lokkur glitraði eins og gull. Hið tæplega jarðneska útlit lofts og láðs virtist speglast í augum hennar og vangasvip. Það virt ist hafa snert og ljómað upp hárauða upphlut- inn hennar, og silfurspennurnar, sem hún hafði um háls og mitti, þangað til hún leit ekki út eins og jarðnesk vera, heldur eins og ljósálfur eða gyðja úr norskum þjóðsögnum. Hún starði til himins með undrunar og til- beiðslusvip. Þannig var hún hreyfingarlaus nokkur augnablik eins og engilmynd eftir Raphael, eða Coreggis; að lokum varpaði hún öndinni djúpt, og mætti augnatilliti unga manns- ins, sem ofur auðvelt var að sjá að var fullt að- dáunar. Hún hálfhrökk við, og kafroðnaði auð- sýnilega í andlitinu. Hún náði sér samt sem áður fljótt, ihneigði höfuðið til hans i kveðjuskyni, hreyfði árarnar og bjóst til að fara. í augnabliks fljótræðishugsun, sem hann gat ekki staðist, lagði ungi maðurinn aðra höndina á borð bátsins eins og til að tef ja fyrir að hún færi, og sagði: ‘Þarftu að fara undireins?” Það brá fyrir ofurlitlum undrunarsvip á and liti hennar, og hún brosti: Já, auðvitað verð eg að fara, eg er nú þegar orðin of sein að komast heim.” “Bíddu augnablik”, sagði hann ákafur; hon- um fannst hann ekki geta látið þessa yndislega veru hverfa eins og miðnættisdraum, án þess að vita hver hún væri, og hvar hún ætti heima. “Viltu ekki segja mér hvað þú heitir?” Hún rétti úr sér með þykkjusvip. “Herra minn, eg þekki þig ekkert. Norskar stúlkur kynna sig ekki alókunnugum mönnum.” “Fyrirgefðu mér”, sagði hann ofurlítið sneyptur, “eg meinti enga móðgun. Við höfum horft á miðnætursólina saman og—og—eg hélt —”, hann þagnaði, og fannst hann vera að gera sig hlægilegan og gat ekki endað setninguna. Hún leit til hans alvarlega undan löngu. hrokknu augnahárunum. “Þú getur oft rekist á almúgastúlku á strönd Alten-fjarðarins, sem virðir fyrir sér miðnætursólina á sama tíma og þú”, sagði 'hún. og það vottaði fyrir hlátri í röddinni. “Það er i ekkert óvanalegt. Það er jafnvel ekki anuðsyn-1 legt fyrir þig að muna eftir þvílíku smáræði.” | “Hvort sem það er nauðsynlegt eða ekki, \ þá gleymi eg því aldrei” ,sagði hann, skyndi- lega með ákafa. “Þú ert engin almúgastúlka! Láttu nú tilleiðast, ef eg segji þér nafn mitt, ætlarðu samt að neita að segja til þíns nafns?” Fögru bogadregnu augnabrýrnar hennar drógust saman, og hún sagði þóttalega: “Engin nöfn, nema þau sem eru mér kunn og kær, láta mér vel í eyrum, — Við sjáumst ekki aftur. Far vel!” og án frekari orðaskifta, j beygði hún sig léttilega yfir árarnar og tók lag! ið, og eftir nokkur stöðug og jöfn áratog sveif litli báturinn eins léttilega og svala áfram, ög j fjarlægðist brátt. Hann stóð og starði á eftir honum, þangað til hann var orðinn eins og fjarlægur depill. sem glitraði eins og demantur í birtu loftsir.s og bylgjanna, og þegar hann gat ekki lengur séð hann með berum augum, tók hann sjónauk- ann og fylgdi stefnu bátsins eftir vandlega. Lengi sveif hann áfram þráðbeint, en allt í einu , breytti hann stefnu, og hvarf undir klettóttan ( höfða, er skagaði langt fram í f jörðinn; sam- j stundis breyttist hið skínandi himinhvolf í perlumóðulitan hjúp, er huldi hið konunglega hásæti sólarinnar. Örlítið hafrænukul boðaði komu dagsins. Létt þokuslæða huldi eyjarnar úti á. firðinum. Einhver haustblær—jafnvel þótt þetta væri í júnímánuði—lagðist yfir um- hverfið ,er áður hafði verið baðað í geislum mið- nætursólarinnar. Lævirki flaug allt í einu upp úr hreiðri sínu á nærliggjandi engi, og sveif hærra og hærra með yndislegum söng. Mi'ðnætursólin skein ekki lengur— það sást aðeins móta fyrir lögun hennar gegnum hinn ljósa rökkurhjúp—fyrirboða dagrenningarinn- ar. 2 KAFLI “Gabbaður!” sagði hann, og hló ofurlítið gremjulega, þegar báturinn hvarf honum sjón- um. “Og það af konu líka! Hver mundi hafa trúa'ð því ? Já, hver mundi hafa trúað því, Bar- ón Philip Bruce Errington, hinn auðugi og eft- irsótti ungi maður, sem allar mæður meðal höfð ingjastéttarinnar í London höfðu úti allar klær að ná í handa óútgengnum dætrum sínum — hann, sem mest var dáður, mesta eftirlætisgoð- ið sem lengst var búið að eltast við, var gabb- aður, smáður og allt að því fyrirlitinn—af hverri? Prinsessu, er fór huldu höfði, eða al- múgastúlku? Hann braut heilann um það, meö- an hann kveikti í vindli, og gekk fram og aftur á ströndinni, hugsandi, með undrunar, og ná- lega þykkjusvip á hinu fríða andliti. Hann var ekki vanur því að leikið væri með hann, eða honum gert á móti á nokkurn hátt, í smáu eða stóra. Ættgöfgi hans var svo svíðkunn og af- staða hans í helzta félagslífinu svo öfundsverð, að það eitt var nægilegt til afla honum vin- sælda og virðingar. Hann var einkasonur barór.s er var eins víðkunnur fyrir sérvitringshátt eins og auðlegð sína. Hann hafði verið skemmt eft- irlætisgoð og uppáhald móður sinnar; en nú voru foreldrar hans bæði dáin, og thann var einn síns liðs; hafði erft auð og nafnbætur föð ur síns og var algerlega sinn eigin herra. Og eins og væga refsingu fyrir að vera ríkur, og fríður og myndarlegur sýnum líka, varð hann að sæta því, að flestar stúlkur sem hann hafði eitthvað kynnst, höfðu verið ábærilega ást- fangnar í honum; hann átti því bágt með a'ð skilja, og sætta sig við hina þóttafullu og kulda legu framkomu þessarar stúlku, sem var björc og fögur, — jafnvel í hans augum—fegurst allra sinna kynsystra. Hann var í ergilegu skapi; hégómagirnd hans hafði orðið fyrir þungu áfalli. — “Eg er viss um að spurningar mínar voru algerlega1 meinlausar”, tauta'ði thann gremjulega, hún hefði getað svarað þeim á einhvern hátt. Hann horfði óþolinmóðlega yfir fjörðinn, það sást ekkert til lystiskipsins hans enn. “En hvað þessir náungar eru lengi!” sagói hann við sjálfan sig: “Ef að hafnsögumaðurinn væri ekki með þeim mundi eg fara að halda að þeir hefðu siglt “Eulalic” í strand.” ? Professional and Business | ------- Directory—— Office Phone 924 7C2 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan. Winnipeg Phone 926 441 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sfmi 927 538 308 AVENUE Bldg. — Winnlpeg L. J. HALLGRIMSSON B.A. LL.B. BARRISTER & SOLISITOR 734 Somerset Bldg.—Wpg. Bus. 'Ph. 93-7565 Res. Ph. 72-4636 CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. 3. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors ot Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Ofíice Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917 M. Einarsson Motors Ltd. Buying and Selling New and Good Used Cars Distributors for' FRAZER ROTOTILLER and Parts Service 99 Osbome St. Phone 4-4395 The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton’s) Office 927 130 House 724 315 Bookkeeping, lncome Tax, lnsurance Mimeographing, Addressing, Typing MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa önnumst allan umKúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fltunineur ábyrgðstur Sími 526 192 lt)% Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnipeg imilli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pontun Sími 74-1181 DR. A. V. JOHNSON DENTIST ★ 506 Somerset Bldg. * Office 927 932 Res. 202 398 Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögfrccðinqai Bank of Nova Scotia Bldg. Portage óg Garry St. Sími 928 291 H. J. PALMASON CHARTERED ACCOUNTANT 505 Confederation Life Bldg. Winnipeg, Man. Phone 92-7025 Home 6-8182 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken A. S. BARDAL LIMITED selur líkkistur og annaLst um útfarir. Allur útjbúnaöur sá bestl. Ennfremur selur hann aiigirongr minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg Union Loan & Investment COMPANY Rental. Insurance and Finandal Agents { Sími 92-5061 508 Toronto" General Trusts Bldg. Halldór Sigurðsson Sc SON LTD. Contractor & Builder 526 Arlington St. Sími 72-1272 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kenaington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 922 4% Vér verzlum aðeins með fyrsta fiokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsia. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSÍMl 3-3809 Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Maternity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flowers Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 1 GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph'. 74-4558 - Res. Ph. 3-7390 Office Ph. 92-5826 Res. 40-1252 DR H. J. SCOTT Specialist in EYE, EAR NOSE and THROAT 209 Medical Arts Bldg. HOURS: 9.30 - 12.00 a.m. 2 — 4.30 p.m. ■—e* A- J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU tr~ Hafið HÖFN í Hoga ICELANDIC OLD FOLKS HOME SOCIETY — 3498 Osler Street — Vancouver 9, B. C. V______________________^ Hann lauk við að reykja vindilinn, og kast1 f-— "S aði stúfnum út á sjó; hann stóð og horfði hálf fýlulega á smáöldurnar, sem féllu upp að brún- leitu, glitrandi fjöruborðinu við fætur hans, og gat ekki hætt að hugsa um þessa ókunnu, undar- legu stúlku—svo yndislega fagra og tignarlega í látbragði og limaburði, með bláu, djúpu aug- I un, og lokkalanga, gulllita hárið. j| JACK POWELL, B.A. LL.B. BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC Off. Ph. 927751 - Res Ph. 56-1015 206 Confederation Building, Winmpeg, Mán. “A Realistic Approach to the Hereaftqr” Wpg. author: Edith Hansson Price $1.00 Björnsson’s Book Store 702 Sargent Ave. Winnipeg

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.