Heimskringla - 09.06.1954, Blaðsíða 1

Heimskringla - 09.06.1954, Blaðsíða 1
LXVIII, ÁRGANGUR NÚMER 36. WINNIPEG, MIÐVTKUDAGINN, 9. JÚNf 1954 FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR STÓRBRUNI f WINNIPEG Á þriðjudagsnóttina í þessari viku urðu fimm stóhýsi alelda í hjarta Winnipegbæjar. Brunnu sum til ösku, en önnur urðu fyr- ir miklum skemdum. Þetta var á Portage Ave., norðan megin. Kom eldurinn upp í Time byggingunni á 333 Portage og breiddist brátt út það an til Dismor block 327 Portage og Edwards block 325V2 Por- tage, Affleck block 317 Portage, Norlyn Building 309 Hargravé St. í byggingum þessum voru margar skrifstofur og verzlanir í hverri. Er áætlað að um 7000 manns tapi vinnu í bráð að minsta kosti. Tjónið af bruna þessum er tal ið að nema alt að þrem miljón- um dala. Eldurinn er sagður að 'hafa kviknað frá ljósamerki fyrir framan Time-bygginguna. Þetta vildi til í fellibyl, er ótal margt annað en þetta merki setti úr lagi. Vindhraðnn var 72 mílur af suðaustri, og hann feldi ljósa- staura, sleit víra, feykti þökum af húsum og gerði ægilega mik- inn og víðtækan skaða út um alt þetta fylki. Frá stórhýsunum sem hér í bæbrunnu og sum voru 7 gólfhæðir eins og Time-bygg- ingin, lagði svo mikinn hita, að byggingar sunnan við Portage hefðu í bál farið ef ekki hefðu verið varðar með stöðugum vatns austri. Brotnuðu gluggar á ein- stöku etöáum af hitanum, eins og í búð Eatons, er varin var þó af slökkuliði lengst af og ekki var opnuð daginn eftir. Eldtungurnar voru oft hátt á lofti og leit mjög ískyggilega út með að koma í veg fyrir út breiðslu eldsins. Að slökkva eld hafið, kom ekki til mála. En er fram á þriðjudaginn kom, lægði veðrið og útbreiðsla eldsins varð stöðvuð. Þetta er sagður mestur bruni í sögu Winnipegborgar. En þrátt fyrir alt sem ágekk, I týndu engir lífi. Má það eflaust' þakka því, að þetta skeði að nóttu og starfsfólk í byggingun- um var heima hjá sér. 18. JúNI Blaðið Minneota Mascot s.l. viku, hermir að Valdimar Björns son, Minneapolis, Minn., muni! flytja fyrstu útvarpsræðu sína í kosningabardaganum syðra 18.! júní. Hann sækir, sem áður hefir| verið skýrt frá um sæti í Öld- j ungadeild Washington þingsins undir merkjum republika. ERU ESKIMÓAR BLAND- AÐIR VÍKINGUM? í fyrirlestri sem próf. T. J. Oleson flutti í þágu sögufélags Canada í Manitobaháskóla s.l. föstudag vakti hann meðal ann- ars máls á því, að einn af leynd- ardómum sögunnar væri ennþá sá hvað orðið hefði af íslend- ingum, sem flutt hefðu til Grænlands forðum, en horfnir hefðu verið þar í byrjun 16 ald- ar. Tók prófessorinn fram, að ætlun manna hefði lengi verið > sú, að þeir hefðu verið yfirbug- aðir eða drepnir af Eskimóum. Nú eru skoðanir manna orðnar þær að þeir muni hafa haldið. sniám saman til landsins í vestri cg blandast þar Eskimóum. Þyk it próf. Oleson sú tilgáta miklu Hklegri en að þeir hafi verið yf- *runnir. Ur. Jón Dúasson, sem kynstur hefir skrifað um íslendinga á Grænlandi, heldur þessari skoð- un fram. Vilhjálmur Stefánsson fann og ýmislegt í fari Eskimóa, er hann taldi inn í þjóðlíf þeirra komið frá íslendingum, en ekki frá neinum öðrum þar á meðal hreiðurgerð æðarfugls. Um skeið héit maður að bækur Dr. Jóns Dúasonar um þetta efni yrðu þýddar á ensku og birtar hér vestra. Af því hefir ekki orð ið. Vakti þó það sem prófessor Oleson hélt fram um þetta mikla athygli áheyrenda hans, er flestir voru fulltrúar á fundi vísinda og menningarfélaga Canada, sem hér hafa setið árs- fund sinn. NÝR HÁSKÓLA FORSETI Dr. Hugh, Hl Saunderson heit ir sá, er við forustu Manitoba- háskóla tekur 1. september. En Mr. Gillson, núverandi forseti Hinri nýi forseti er kennari við háskólann. Hann er fæddur í Winnipeg og uppalinn, og út- skrifaður af Manitobaháskóla. Er hann eini háskóla forsetinn úr hópi þeirra, er skólinn hefir útskrifað- Dr. Saunderson er fæddur 23. nóvember 1904, er giftur og á tvö börn. HVEITIVERÐ LÆKKAÐ TÍU CENTS Þegar hún Sigríður söng f ómfræði ekkert eg skil —það alrei eg hyl eða dyl — Eg hlusta með ótömdu eyra, En eitthvað mér fanst eg þó heyra þegar hún Sigríður söng. Já, eitthvað, sem huga minn hreif og hátt yfir dagþrasið sveif og hungraða sálina saddi og samtímis hresti og gladdi þegar hún Sigríður söng. Þá klökknuðu konur og menn; þær kveldstundir munum við enn: það var eins og lífstraumur liði um loftið með himneskum friði þegar hún Sigríður söng. Sig. Júl. Jóhannesson væru að heimta fyrir hönd Kína inngöngu í félag Sameinuðu þjóðanna, hefðu lesið í þeirri skýrslu um meðferð Kínverja á föngum vorum, um þvingunina er í frammi var höfð við þessa menn með bundnar hendur sér á bak, bæði í ytri misþyrmingum lætur þá af starfi sökum van- og opium neyzlu þeim að nauð. heilsu. ugu til að fá samþykt þeirra á ýmsum lognum óhróðri og sví- virðingum til að dreyfa út um allan heim á Sameinuðu þjóðirn- ar? Og að halda þvi fram eftir þetta, að stjórn kínverja sé alls góðs verðug fyrir þetta, er meira en eð fæ skilið, þó hitt sé ekki nefnt, sem út yfir allan þjófabálk tekur, að við eigum að þoknast þeim fyrir hvað “frið eiskandi” þeir séu, á sama tíma og Sameinuðu þjóðirnar eiga í kostbæru stríði við þá, og telja Hveitiráð Canada hefir ákveð- má Þá sem fremstu og undirför- iðið að lækka verð á hveiti Um!ulustu árásarþjóð heimsins um 10 cents hvern mæli, komið til l,essar mundir. Ft. William. C. D. Howe viðskiftaráðhr., sagði hveiti í Bandaríkjunum, sem flutt er úr landi, hafa lækk- að um 10 cents. Hveitiverðið í þessu landi er þá $1.55 í Ft. William. Ug get lofað því fyrir hönd Bandaríkjanna, að þau munu aldrei á það sættast, að þessi umrædda þjóð kaupi sig fría af öllu ódæðinu sem hún hefir í frammi haft, eða tilraunir henn- ar með lygum og undirferli, Kvarta hveitisamlögin und- að kumast inn * * felag Sameinuðu an að þetta meini 50 milj. dollara! þjóðanna. Það lægi Kína nær að fyrir bændur. Aðrir ætlalhætta stríðinu í Koreu og bæta sam-'bær yfirtroðslur sínar. Inn í fé- um'lag Sameinuðu þjóðanna eiga þeir ekkert annað erindi en að tap þetta geta orðið byrjun á kepni í verðlækkunarátt allan heim. “STJÓRN KÍNA EKKI FÉLAGSHÆF!” Benry Cabot Lodge, yngri heitir maður. Hann er bandarísk- ur. Hann hefir um skeið verið fulltrúi Bandaríkjanna á þingi fá þar þrengt í gegn lögum, sem leyfa þeim óáreittum að velta sér yfir hvaða smáþjóð, sem þeir ráða vel við, og hneppa hana í kúgunarfjötra, sem í villu- mensku einni þekkjast. Dæmi þessa eru deginum ljós- ari af gerðum kínverskra kom- Sameinuðu þjóðanna. Eigi allsimunista bæði { Koreu> Indo_ fynr löngu var þar mál á döf er Kina Qg j Kinaveldi sjálfu. þvi " Þórti ekki standa sem þjóð þeirra er ekki frjáls að því honum þótti ekki standa bezt á með. En það var um inn- göngukröfu Kína í félag Sam- einuðu þjóðanna. Dróg Lodge enga dul á, að hann teldi fram- komu Kínastjórnar hafa verið þá að hún gæti ekki siðferðislega dæmst félagshæf! Benti hann fyrst á, málstað sínum til stuðn- ings, að það væri alls endis ný- móðins siðmenning af einni þjóð er gerast vildi vinur annara þjóða, að krefjast inngöngu í stofnanir þeirra sem hún hefði um mörg ár ofsókt og hótað öllu illu. Sameinuðu þjóðirnar væru ekki siðferðislega svo vanþrosk- aðar, að þær gætu stilt sig um að spyrja slíkan umsækjanda: — Hver hefir skapað þig skepnan mín? að taka hinn minsta þátt í stjórn landsins. Lodge sagði metið af rann- sóknarnefndinni, sem á var minst, að 15 miljónir Kínverja hefðu verið myrtir af kommún- istum í Kína síðan 1944. Hann skoraði á Kínverja, ef þeir dyrfð ust að mótmæla þessu, að leyfa opinbera rannsókn á því. En auk þessa, bætti Lodge við, að eins margar miljónir manna væru hneptar í fangaver, og væri með ferð á þeim hin sama og fanga- lýð Rússa, og væri þá mikið sagt, því slíkt allsherjar þræla- hald væri óvíða að finna í sög- unni. Kínverjar væru annað hvort ekki menn til að hreinsa sig af þessu, eða þeir væru á því siðferðisstigi, að þeim stæði á Að öðru leyti vitnaði Lodge í rannsóknir sem Sameinuðu' sama um það. þjóðirnar og Bandaríkin hefðu! --------------- gert í sambandi við nefnda inn-| FRÁ ISLANDI göngukröfu kínverja. En skýrsla] ------ sú nær yfir framkomu kínverskuj Þúsundir Reykvikinga fögn- stjórnarinnar frá því fyrsta'uðu forsetahjónunum í gær bæði inn á við og út á við. | morgun við heimkomu þeirra úr Eg spyr í alvöru, sagði Lodge' Norðurlandaförinni. Hafnar- hvort að þær þjóðir, sem nú bakkinn var fánum skreyttur er Gullfoss lagði að landi og hvar- vetna blöktu fánar við hún í bænum í tilefni af komu forseta hjónanna. Frú Auður Auðuns forseti bæjarstjórnar bauð forsetahjón- um velkomin heim í nafni Reykj avíkur. Forseti fslands þakkaði mót- tökurnar, lýsti gleði þeirra hjóna yfir að vera komin heim, og að fjallafaðmurinn, landið, hefði heilsað þeim á sama tíma með hinu fegursta veðri. Forsetahjónin, herra Ásgeir Ásgeirsson og frú Dóra Þór- hallsdóttir voru frá þyí í byrjun apríl-ánaðar á ferðalagi um Norð urlönd í opinberum heimsókn- um, fyrst í Danmörku, þá í Sví- þjóð og seinast í Finnlandi. Var þeim hvarvetna fagnað mjög hjartanlega. Hefir aldrei verið skrifað jafnmikið um ísland í Norðurlandablöðum, eins og á þessum tíma. Úr hinni opinberu heimsókn til Noregs gat ekki orðið að sinni, vegna fráfalls Mörthu krónsprinssessu. En for- setahjónin fóru til Noregs til að vera við útför hennar. (Eftir blöðum að heiman 8. maí) ★ Matthíasarsafn á Akureyri? Jónas Jónsson frá Hriflu hef- ur skorað á bæjarstjórn Akur- eyrar að kaupa Sigurhæðir hús Matthíasar Jochumssonar og koma upp Matthíasarsafni til minningar um skáldið. Vill Jón- as að í safnið verði safnað ýms- um munum úr eigu þjóðskálds- ins og hafa þar allt sem likast því er sr. Matthías bjó þar. —Alþbl. 29. apírl ★ Nýtt blað sem nefnist listdóm- arinn, ritstjóri Sigurður Skag- field, hefur hafið göngu sína. Segir, í blaðinu, að það flytji hljómlistarmál, leikhúsmál, út- varpsmál, stefjamál og þætti. — í þessu fyrsta blaði er þetta efni m.a.: Ritdómur um leikritið Villiöndina, Málverkasýning Ör lygs Sigurðssonar, Ágætur söng ur Karlakórs Reykjavíkur, List- rænn söngur Magnúsar Jónsson ar, Ronni Reykvíkingur. —Mbl. 11. maí ★ Mok-fiskirí í Ólafsvík Þessa viku hefur verið mikil afla hrota hjá bátunum. Hafa þeir verið með 9—14 tonn daglega. Vinna er hér óvenjulega mikil, og þrátt fyrir að kvenfólk og börn hafi gengið í fiskvinnuna, hefur orðið að fá menn úr nær- liggjandi sveitum til að vinna að fiskinum og skipa upp vör um. Undanfarna tvo daga hefur verið norðaustan kaldi og er út- lit fyrir áframhaldandi kulda.— Gróður var orðinn töluverður en nú hefur dregið mikið úr hon- um, enda hafa verið næturfrost þessa daga. Sauðburðurinn er víða byrjaður í sveitunum og er Ruth Thorvaldson GÓÐUR GOLFLEIKARI Miss Ruth Thorvaldson heit- ir stúlka ein, há vexti og tíguleg með blá augu og ljósbjart hár Hún er 20 ára gömul, nýútskrif- uð úr Arts-deild Manitobahá- skóla og leikur golf hjá St. Charles Country Club í Winni- peg. Hún hlaut þann frama í golfleik í Niakwa Country Club s.l. föstudag, að vinna Tribune bikarinn, sem blaðið veitir þeim er í golf skarar fram úr í Win- nipeg hinni meiri. Með sigri þessum hefir hún tvisvar unnið verðlaunabikar þennan á þrem- ur árum, sem met er í sigursæld nokkurs áður. Miss Thorvaldson er dóttir Mr. og Mrs. G. S. Thorvaldson, Q.C. í Winnipeg. Afi hennar var Sveinn heitinn kaupmaður Thor- valdson í Riverton, þjóðkunnur sæmdarmaður. ekki vitað enn sem komið er annað en hann hafi gengið vel. Fróðárheiði er orðin vel fær bifreiðum, og yfirleitt allir veg- ir hér í góðu ásigkomulagi eftir veturinn. —Mbl. 8. maí ★ Helgur dómur Ólafs helga geymdur í gullbornu silfur skríni á Akureyri í gullbornu silfurskríni norð- ur á Akureyri er geymdur hluti af helgum dómi Ólafs helga Nor egskonungs, sem lét sér svo annt um að kristna íslendinga og Norðmenn. Er þessi helgidómur kominn hingað til lands frá Nor- egi; nú vandlega geymdur á alt- ari kaþólsku kapellunnar á Ak- ureyri. Segir frá þessu í nýút- komnu hefti af tímariti því, sem kaþólskir prestar gefa út og nefnist: Merki krossins. Séra Hákon Loftsson, kaþólsk ur prestur á Akureyri ritar þar grein um áköllun Ólafs helga á fslandi. Telur hann, að Ólafur helgi hafi verið ákallaður alla dýrlinga mest á íslandi í kaþólskum sið, næst á eftir Pétri postula og Þor láki helga Skálholtsbiskupi. Var hann nafndýrlingur fjölmargra kirkna, m.a. Þingvalla, Gríms- eyjar, Bæjar í Borgarfirði, Hafn ai í Melasveit, Miklabæjar í Blönduhlíð, Skútustaðir, Ytra- hólms á Akranesi og Stóruvalla, svo að dæmi séu nefnd. Auk þess voru margar kirkjur undir vernd hans. Höfuðdýrlingurinn var þó vit anlega María hin heilaga guðs- móðir og voru henni helgaðar um 200 kirkjur á íslandi. Séra Hákon segist ekki vita til þess, að helgur dómur Ólafs hafi fyrr verið í eigu íslenzkrar kirkju. Telur hann þó mjög lík- legt, að öskjuskríni með helgum dómi hans hafi verið hér til í eign kirkna, sem báru nafn hans. eða á Hólum eða í Skálholti. En ef helgur dómur Ólafs hefir ver- ið hér til á miðöldum, hefir hann farið sinn veg á siðaskiptatím- um annað hvort verið brenndur af siðaskiptamönnum eða falinn og geymdur *hjá kaþólsku fólki eins og vitað er um krossa. Fyrr á öldum var Ólafur helgi mjög ákallaður hér á landi og á hann heitið. Segist séra Hákön sjálfur hafa reynt að fyrirbænir Ólafs helga mega sín mikils og hvetur hann trúaða til að færa honum áheit sín ásamt öðrum • helgum mönnum, sérlega Guð- mundi góða Hólabiskupi. Hafa slík áheit tíðkast allt frá- upp- hafi kristninnar. Hinn helgi dómur Ólafs sem geymdur er í silfuröskjunni á altari á Akureyri, er sendur hingað til lands fyrir milligöngu hins heilaga dýrlings, segir sr. Hákon, af dr. Mangers biskupi í Osló.—Tíminn 30 apríl Mrs. F. D. Roosevelt kvað vera ráðin til að fara til Rúss- lands í erindum fyrir tímaritið Look. Er sagt að hún hafi feng- ið leyfi af Rússa hálfu, að ferð- ast til og frá um landið. ★ ★ ★ Mr. og Mrs. R. K. Siddall, sem búið hafa í Montreal, eru flutt til Winnipeg. Mrs. Siddall er aóttir Mr. og Mrs. G. S. Thor- valdson, Q.C. í Winnipeg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.