Heimskringla - 09.06.1954, Blaðsíða 2

Heimskringla - 09.06.1954, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIM SKRINGLA WINNIPEG, 9. JÚNÍ 1954 Heimskringla (StofnuO 1818 J Umu át á hTerjum mlivikudegl. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 85S og 855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Talsfmi 74-6251 Verfl bktMns er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. öll vlOskiftabréf blaðinu aðlútandi sendist: The Vlking Prese Limited, 853 Sargent Ave., Winmipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til rltstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA. 853 Sargent Ave.. Winnipeg Advertising Manager: GUNNAR ERLENDSSON “Helmskringla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 85S-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man., Canada — Telephone 746251 an*t»orlxed gs Second Ciqas Mail—Poat Office Dept., Ottawq WINNIPEG, 9. JÚNÍ 1954 B0ST0N-FERD Eins og aefinlega, var það enn á ný andlega hrífandi að koma til Boston, í vor, á hið árlega þing Unitara, sem stóð yfir 20.-25 maí, og að koma inn í hinar stóru og tígulegu Unitarakirkjur þar, sem líkar eru dómkirkjum eins og t.d. ArlingtonStreet Church, þar sem William Ellery Channing (“guðsbarnið Channing” ,eins og séra Matthíás Jochumsson kallar hann í bréfum sínum), stofnandi Unitara félagsins prédikaði fyrir meira en hundrað árum. Enn mætti nefna King’s Chapel, sem stendur í mið hluta Boston, á einni af hinum fjölförnustu götum borgarinnar, Tremont St. King’s Chapel var stofnað árið 1686, sem biskupakirkja, en prestar hennar og söfnuður beyttu um skoðun, og snérust inn á fríhyggju stefnu og gengu svo inn í Unitara félagið er það var stofnað. Kirkjan sem heitir Second Church in Boston, var kirkja ameríska skáldsins mikla og heimspekings, Ralph Waldo Emerson sem var prestur þar í sjö ár, og fylgdi í öllu Unitara stefnunni. Fundir og samkomur fóru fram í þessum kirkjum, en þó helzt í Arlington St. Church og í First Church of Boston, og þó að veð- ur væri með óhagstæðara móti fyrri part vikunnar, hafði það engin áhrif á sókn fundanna né áhuga fulltrúannaí Fulltrúar voru alls á tólfta hundrað að tölu og frá öllum ríkj- um Bandaríkjanna, auk Mexico City, og flestum Unitara söfnuð- um í Canada. Auk annara, var staddur á þinginu maður frá Koreu, annar frá Japan sem báðir stunda guðfræðinám á Unitaraskólum, og ritstjóri Unitararits frá Englandi. Ræðumenn voru margir og hver öðrum betri, frá ýmsum mentastofnunum eins og t.d. Yale University, Harvard, University of Chicago. og fleiri. En þó ai öllum sem fluttu ræður á þinginu, vildi eg nefna Mrs. Agnes E. Meyer frá Washington, D. C. sem flutti fyrirlestur, “The Attack on the Intellect”, sem sýndi fram á hve brið nauðsynlegt það er, að menn varðveiti sitt andlega sjálfstæði og láti aldrei undir nein um kringumstæðum, takmarka það né neita því fulls réttar til að yfirlýsa sjálfstæði sínu og frelsi, hvort sem er í trúmálum, eða stjórnmálum, eða í hvaða málum öðrum sem eru. Þessi fyrirlestur var kallaður “The Annual Ware Lecture”, og stendur stofnun fyr- ir honum sem mynduð var til minningar um þrjá ættliði “Ware” ættarinnar, sem studdu frjálstrúarstefnuna af miklu kappi á sín- um tíma. Annar ræðumaður sem eg vildi minnast, þó að erfit sé að velja á milli þeirra allra, er Mr. Emmett McLaughlin, uppgjafa prestur kaþólsku kirkjunnar. Hann hafði verið prestur í 14 ár í Phoenix, Arizona, þar sem hin allra verstu fátækrahverfi þjóðarinnar voru. Hann kom sér þar upp líknarstofnun, bætti heilsu fólksins, stofn- aði stóran spítala, stóð fyrir miklu “housing development”, sem stjórnin tók þátt í fyrir bæiyr hans. Hann stofnaði hjúkrunar- kvenaskóla, sem kendi stúlkum af öllum stéttum og öllum þjóðum, án tillits til hörundslits eða trúar. En æðstu prestum kirkjunnar fannst hann gefa of lítinn tíma til mála kirkjunnar, og hemtuðu að hann annaðhvort gæfi þeim meiri gaum eða flytti sg til annars prestakalls, sem þeir tiltóku. En heldur en að skilja við það, sem hann hafði svo lengi unnið að, sagði hann sig úr prestsstöðunni og úr kirkjunni. Hann hefur nýlega gefið út bók “The People’s Padre” sem lýsir baráttu hans við kikjuna. Bókin er gefin út af Un- itarafélaginu. Þessi maður flutti erindi á þinginu og var það eitt af hinum áhrifamestu ræðum sem eg hef lengi heyrt. Þingið stóð yfir, eins og eg sagði í sex daga. Ómögulegt er í fáum orðum að telja alt upp sem fram fór. En eitt sem vakti at- hyggli allra, sem þingið sóttu var hvað Unitara hreyfingin er að færast út. Aldrei í sögu Unitara kirkjunnar í þessari heimsálfu hefur meðlimatalan verið meiri en nú, og kirkjurnar aldrei fleiri. Stöðugt, með hverju ári, þessi undanfarin fimtán ár, hefur bætst við meðlimatöluna, og nýjar kirkjur eru á hverju ári að stofnast, og eldri kirkjur að styrkjast og verða öflugri. I samanburði við aðrar kirkjudeildir, eru Unitarar fáir, en Un- itarafélagið er í hlutfalli við meðlimi annara félaga mörgum sinn- um áhrifameira en nokkuð annað kirkjufélag, og heldur áfram að vera það. Boðskapur þess er frelsi í hugsun og í kenningu, víðsýni í skoðun, framtakssemi í öllum athöfnum og samfélag við vísinda- legan sannleika. Unitarar vilja rannsaka hverja staðhæfingu, hvort sem er í trú eða nokkru öðru, á vísindalegan hátt, með þeirri vissu, að sé nokkurn sannleik að finna, þá opinberist hann bezt af slik- um rannsóknum. En staðhæfingar einar eru engin sönnun í sjálfu sér Eg kom heim af fundunum með fögnuð og þakklæti í hjarta yfir því, að til skyldu vera slíkir menn og þeir, sem mér gafst að hitta og kynnast á fundum Unitara þingsins. Framtíð hinnar frjálsu trúar, og frjálsrar hugsunar, er i öruggum höndum. Vinni allir, sem skynsemi og sannleika unna í sama anda og þeir, þá þurf- um vér ekki a§ kvíða fyrir framtíðinni. —P. M. P. HAGKVÆM BANKAAFGREIÐSLA Vér nefnum hér sex mismunandi aðferðir banka-afgreiðslu, er hverjum einstakling er nauðsynleg endrum og eins. Þær standa yður til boða á hverju útibúi ROYAL BANKANS. Sparisjóðs reikningur öryggis geymslu-kassar Ferðamanna ávísanir Opin reikningur Peninga ávísanir Öryggisgeymslu afgreiðsla THE ROYAL BANK OF CANADA Hvert einstakt útibú er verndað með samanlögðum eignum bankans er nema að upphæð: $2,800,000,000 Ad. No. 5349 KVEÐJA FRA ÍSLANDI (ort 1951 til Steinunnu lnge, Foam Lake, Sask.) Eyjan sem vöggunni veitti skjól —hún vakir í hjarta þér— lauguð í töfrandi sumarsól hún sömu tignina ber. Burtu þú fórst, með forlaga straum um fjarlæga óþekkta braut. Margir eiga þann óska draum sem aldrei ráðningu hlaut. Ennþá er fallegi fjörðurinn þinn með fjöllin eyjar og sker — Hann réttir í anda arminn sinn hverjum ástvin sem burtu fer. Eg veit að ornar þér ynnri glóð þá endað er dagsins stríð þegar þú einmana hugsar hljóð um “Holminn og Blönduhlíð.” Þökk fyrir ættarlands órofa- tryggð og allt sem þú vannst því í hag. Varðveitist öll þín ættarbyggð með árblik og sólarlag. Geymdu til enda þor og þrótt og þína ynri glóð Kvöldið verði þér kyrrlátt og rótt með kveðju frá ættar slóð. Gísli Ólaísson frá Eiríksstöðum SEXTUGS AFMÆLI FOR- SETA ÍSLANDS (f Morgunblaðinu 14. maí, er birt ræða, er flutt var í ríkisút- varp íslands í tilefni af sextugs- afmæli forseta Ásgeirs Ásgeirs- sonar kvöldið áður, eða 13. maí. Flutti hana Bjarni Benedikts- son, en hann var settur forseti meðan á Norðurlandaför Ásgeirs Ásgeirssonar stóð. Getur hinn setti forseti ýmislegs í ræðunni, sem hér um slóðir mun fróðlegt þykja í sambandi við 10 ára sjálf stæðisafmæli íslenzka ríkisins, er í Wnnipeg verður minst 17. júní. Á því í öllum skilningi vel i við, að sú ræða birtist hér —Rt.- stj. Hkr.) í dag á sextíu ára afmæli j herra Ásgeirs Ásgeirssonar er rétt að hugleiða eðli þess trún- aðar, sem þjóðin hefur veitt hon um,-og þess vanda, er hún hefur á hann lagt, með því að kjósa hann fyrir forseta íslands. Hér á landi hefur ríkisvaldið lengst af verið í höndum er- lendra manna, og sjálfur þjóð- höfðinginn, sá, sem öðrum frem- ur átti að vera ímynd ríkisheild- arinnar, var útlendur í nær sjö aldir eða frá 1262—1944. Þetta á ríkan þátt í einu óheillavæn- legasta fyrirbærinu í íslenzku þjóðlífi: Sjálft ríkið, samfélag allra þjóðfélagsborgaranna, er mönnum of fjarlægt. Vegna þátt töku sinnar í stjórnmálaflokk- um, stéttafélögum og sérhags- munasamtökum gleyma menn um of þeirri hollustu, sem ríkið þarf á að halda, ef vel á að fara. Auðvitað er margs konar félags- skapur nauðsynlegur í frjálsu nútíma þjóðfélagi. En hann er ekki einhlítur. Meira þarf til. Ef friðurinn á ekki að slitna, frelsið að glatast og sjálfstæðið að tapast, þá verða menn ekki aðeins að lúta lögunum, heldur setja heildarsamtökin, ríkið, of- ar öllum öðrum félagsskap. • Samkvæmt stjórnarskránni skiptist ríkisvaldið í þrjá megin þætti: löggjafarvald, framkvæmd arvald og dómsvald. Forseta fs- lands er ætlað að eiga hlut að meðferð tveggja þessara þátta: iöggjafarvalds og framkvæmdar valds- Ekki er þó til þess ætlast, að hin raunverulegu völd í þess- rm málum séu í faans höndum, heldur Alþingis og ríkisstjórnar og þar sem allt orkar tvímælis þá gert er, hlýtur oft eða öllu heldur oftast að standa styrr um þessa aðila, sem ákvarðanirnar verða að taka og ábyrgðina að bera. Forsetinn er að vísu ekki “frið helgur” svo sem sagt var um hinn arfenga konung, því að hann er kjörinn fulltrúi þjóðar- innar, . og á stöðu sína undir trausti hennar, en hann er á- byrgðarlaus á stjórnarathöfnum og á því að halda sér utan við deilur og vera afskiptalaus um venjuleg úrlausnarefni, vera hlutlaus um málefni og menn. Hann á að fylgjast með, gæta réttra forma, og tryggja sam- hengið í stjórn ríkisins eftir því sem hann megnar, svo sem mest reynir á við stjórnarmyndanir. Forsetanum er ætlað að vera eitt af táknunum um ríkiseininguna og efla samúð með ríkinu og valdi þess. Öll þau ríki, sem viðurkenna frelsi borgaranna, þurfa á sam- úð þeirra og hollustu að halda, en því meiri er þörf hennar sem vald ríkisins er minna og hvergi er ríkisvaldið veikara en á fs- landi, þó að ríkisafskiptin séu ó víða meiri. Það er þess vegna vissulega rétt, að forseti fslands ■hefur virðulegu verkefni að gegna, jafnvel meðan aðrir hand hafar ríkisvaldsins gegna skyldu sinni, og ef þeir bregðast eða óvæntir atburðir gerast getur hann haft úrslitaáhrif á örlaga- stundum. Alls þessa er hollt að minnast nú, þegar menn á þessum tíma- mótum í ævi herra Ásgeirs Ás- geirssonar, heiðra hann og hylla sem forseta íslands. Nú stendur og svo á, að for- setinn og frú hans eru alveg ný- lega komin úr ferðalagi, sem rifjar upp annan þátt í verkefni hans. Honum er ekki aðeins ætl- að að efla ríkið inn á við og vera æðsti fulltrúi þess gagnvart þess eigin borgurum heldur einnig gegn öðrum þjóðum. Hafði lengi verið ráðgert, að forseti íslands færi í heimsókn til hinna Norð- urlandanna til að gefa frændum vorum og vinum þar færi á því í fyrsta sinn í sögunni að heilsa fslendingi, sem þjóðhöfðingja íslands. Frestur varð á ferðinni vegna veikinda og andláts vors fyrsta forseta, herra Sveins Björnssonar. Nú þegar úr för- inni varð, var það sjálfsagt, að forsetanum væri tekið þar með sömu virðingu og þegar aðrir þjóðhöfðngjar koma þar í slikar heimsóknir. Frásagnarverðara er það, sem skilríkir menn herma, að á bak við hina hefðbundnu viðhöfn hafi búið einlægur fögn uður og vinarhugur til íslenzku þjóðarinnar. Hitt þarf ekki að færa í frásögur hér á landi, að forseti íslands og hans glæsilega frú hafi komið þar hvarvetna svo fram, að íslandi sé sómi að. Allir íslendingar vissu áðu en í förina var lagt, að svo mundi verða. • Þjóðin þekkir af langri reynslu ágæta framkomu þeirra hjóna. Ásgeir Ásgeirsson hefur verið í ýmsum þýðingarmestu stöðum þjóðfélagsins nú um þrjátíu ára skeið. Hann tók fyrst sæti á Alþingi 1924 og sat þar þangað til hann varð forseti fs- lands. Á því tímabili gengdi hann fjölda trúnaðarstarfa bæði innanlands og utan og enn stend ur hann í starfi sínu við góða heilsu og fulla krafta. Það er því enn of snemt að meta á hlutlaus- an hátt þátt hans í sögu íslands. En traust það, sem þjóðin hefur sýnt honum, talar þar sínu skýra máli. Sá dómur er meira virði en margar lof ræður. Eg minni að- eins á, að Ásgeir Ásgeirsson hef- ur verið forsætisráðherra og fjármálaráðherra og að 1938 var hann ungur að árum kosinn for- seti Sameinaðs Alþingis og leysti störf sín á Alþngishátíð- inni af hendi með slíkri prýði að síðan hefur verið við brugðið. Það er því ærn ástæða til þess að flytja herra Ásgeiri Ásgeirs- syni þaklíir fyrir öll hans marg- 'háttuðu störf í þágu þjóðarnnar fyrr og síðar. Geri eg það í nafni ríkisstjórnar fslandS jafn framt því sem eg þakka honum hennar vegna ágæta samvinnu við hana frá því að hann tók við sinni núverandi stöðu, hinni æðstu meðal íslendinga. • En nú skulum vér ekki aðeins minnast hins liðna heldur um- fram allt horfa fram á veginn. Þess vegna hefi eg í þessum fáu orðum fyrst og fremst leitast við að gera grein fyrir eðli sjálfs forsetastarfsins, þess starfs, sem þjónustu allrar íslenzku þjóðar- innar. Þar er mjög komið undir margháttaðri lífsreynslu, hygg- indum og góðvild sjálfs forset- ans. Allt er það fyrir hendi. En til þess að hann geti gegnt sínu göfuga starfi svo að til góðs Hversu mikill er ágóðinn? Að stórum mun minni en flestir hyggja. Hinar einu deilur . .. er flestir hafa um ágóða ... Fólk heldur að hann sé of mikill. En hversu mikið er of mikið? M Fyrir upplýsingar var leitað álits fólks um alla Canada. Flesir álíta að slík félög hafi rétt að þéna helming þess ágóða eða 15V2 cents af hverjum dollar. Ágóði Imperials 1953 var í rauninni minni en 8 cents . . . ekki einn þriðji af því, sem flestir hyggja. IMPERIAL OIL UMITED

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.