Heimskringla - 09.06.1954, Blaðsíða 3

Heimskringla - 09.06.1954, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 3. SIÐA WINNIPEG, 9. JÚNÍ 1954 verði, þarf hann að njóta sam- hugs þeirra, sem verka hans eiga að njóta. Eg vona því, að eg mæli fyrir mun alþjóðar, er eg nú árna for- seta íslands, herra Ásgeiri Ás- geirssyni og hans ágætu frú allra heilla og bið þau lengi lifa. VINARBRÉF TIL MR. OG MRS. S. EINARSSON Góðu hjón! Eg byrja á því að óska ykkur öllum góðs og gleðilegs sumars! Svo þakka eg ykkur kærlega fyrir siðast á Akureyri. Það var reglulega ánægjulegt að vera með ykkur þennan dag. Já, æfin lega er það ánægjulegt að vera með íslendingum vestanað. Og að sækja ykkur heim um árið var ein sú mesta ánægja sem eg hef notið. Jeg hef lengi ætlað að skrifa ykkur hjónum, en það hefur dregist of lengi. Eg ætl- aði að þakka ykkur kærlega vin- samleg ummæli í ykkar heiðraða blaði vegna áttræðisafmælis míns í haust. Beztu þakkir fyrir það. Það var ekki einungis að mér þætti lofið gott, en með því að vestanblöðin mintust á þetta fengu vinir mínir vestra að vita að eg var enn á lífi og hress í anda. Þetta þótti mér vænt um. Hef þegar fengið fréttir að vest- an frá vinum fyrir bragðið. Það gleður mig sannarlega að alt gengur vel hjá ykkur í þjóð- ræknisáttina. Þið eruð hetjur, sem berjist svo góðri baráttu, elskulegu landar! Við fögnuðum innilega hve vel heimsóknin tókst í fyrra, glöddumst innilega með glöðum. Eg er nú að senda “Hlín” út, þessi 6000 vísvegar áður en veg- ir lokast sem stundum ber við. Eg samgleðst ykkur innilega að þið hafið Finnboga vin minn hjá ykkur. Gaman verður að heyra hvernig þið hagið næstu ferð, hlýtur að verða gagnkvæm þannig að 'hópur komi að heiman vestur, býst við að nógir verði til þess að slást í förina. Eg les æfinlega með mestu ánægju blöðin ykkar. Þakka ykk ur kærlega fyrir þau. Mig langar til að biðja ykkur fyrir kærar kveðjur til kunn- ingja, sem spyrja eftir mér, og kær kveðja til prestshjónanna ykkar (Péturssons). Eg óska svo öllum mínum góðu löndum árs og friðar. Guðs blessunar! Verið kært kvödd, góðu hjón, af ykkar vinkonu Halldóra Bjarnadóttir Á fjórum strætum í Winni- peg kvað bráðum eiga að taka upp eins-vegs-akstur. Strætin sem suður verður ferðast eftir eru Princess og Donald, en norður Smith og King stræti, leiðina miUi Broadway og sunn- an, og Hlggins Ave. að norðan. j , . . the letters etart. Then from all over the free world come such com- ments as these from readers of THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR, an internationa) daily newspaper: “The Monitor is must read• ing for straight-lhinking people. . . .” "/ retumed to school after a lapse of 18 years. 1 uiill get my degree from the college, but my education comes from the Monitor. . . . "The Monilor gives me ideas for my uiork. ...” , "1 truly enjoy its com- pany. . . .” You, too, will find the Monitor informative, with eomplete world news. You will discover a construc- tive viewpoint in every news story. Use the coupon below. The Christian Science Monitor One, Norway Street Boston 15, Mass., U. S. A. Please send me The Christian Science Monitor for one year. 1 enclose $15 Q (3 mos. $3.75) Q (name) (address) (city) (zone) (state) PB-12 Thelma (RAGNAR STEFANSSON ÞÝDDI) — “Þú misskilur mig algerlega”, sagði hann blíðlega; “eg ætla ekki að stela neinu frá þér, og eg sækist ekki eftir lífi þínu. Sjáðu nú til”, og hann rétti fram höndina, “eg mundi ekki vilja fyrir nokkurn mun, skerða eitt hár á höfði þínu. Eg vissi ekki að þú áttir þennan helli. Fyrirgefðu mér að eg rakst hér inn; eg er nú á leið til félaga minna — far vel!” Hálfbrjálaði vesalingurinn snerti útréttu höndina feimnis- lega. “Far vel, far vel!” tautaði hann, “Það er það, sem þeir allir segja—jafnvel hinir dánu— far vel! — en þeir fara aldrei—aldrei, aldrei! Þú getur ekki verið öðruvísi en hinir. Og þú hefir ekki í huga að gera mér neitt mein”? “Nei, það geturðu reitt þig á”, sagði Phil- ip hálf hlæjandi, “mér mundi þykja mjkið fyrir því, að særa þig á nokkurn hátt”. “Er það nú alveg víst”? hélt hann áfram með þráakenndum ákafa. “Mér finnst eg geta lesið í augum þínum að þú segir satt, en það er ýmislegt annað, sem betur er trúandi—hlut- ir í loftinu, grasinu og öldunum, og þetta allt talar undarlega um þig. Eg þekkti þig fyrir mörgum öldum—löngu áður en eg sá þig fallinn á orustuvellinum, þar sem hin dökkhærða Val- kyrja fór með þig til Valhallar. Já, eg þekkti þig, löngu áður, og þú þekktir mig líka, því eg var konungur þinn, og þú varst þræll minn, villimannslegur og mótþróafullur—ekki hinn drambsami, ríki englendingur sem þú ert í dag”. Errington varð undrandi. Hvernig gat þessi Sigurd, eins og 'hann kallaði sig, vitað um auð- æfi hans og þjóðerni? Dvergurinn tók eftir undrun hans með kænlegu brosi. “Sigurd er vitur—Sigurd er hraustur og hugrakkur. Hver getur leikið á hann? Hann þekkir þig vel; hann mun alltaf þekkja þig. Fornu goðin kenna honum alla hans vizku— goð sjávarins, og goð stormsins—sofandi goð- in, sofandi goðin, sem búa í hjörtum blómanna —litlu apdarnir, sem búa í skeljunum, og syngja dag og nótt.” Hann þagnaði, og leit út eins og væri að hlusta á eitthvað í fjarlægð. Hann færði sig nær. “Komdu”, sagði hann alvarlega, — “komdu, þú verður að hlusta á hlóðfæraslátt- inn minn; ef til vill getur þú sagt mér hvað hann meinar.” ^ Hann greip blysið, og hélt því á loft aftur, og benti Errington að fylgja sér; hann fór á undan að litlum afhelli, er holaður var djúpt inn í hamravegginn. Þar var ekkert skelja- skraut. Litlir grænir burkna-skúfar uxu þétt út úr klettaskorunum, og ofurlítið vatn sitraði stöðugt úr klettinum, nægilegt til þess að halda þessum gróðri sígrænum. Dvergurinn losaði stein úr opinu, og heyrðist þá lágt og einkenni- lega draugalega hljóð er bergmálaði í boga- göngum hellisins. “Heyrirðu til hennar”, tautaði Sigurd. — “Hún er alltaf að barma sér; það er sorglegt að hún skuli ekki geta sofið. Hún er andi. Eg hefi oft spurt hana hvað gangi að henni, en hún vill ekki segja mér það—hún grætur aðeins.” Philip Errington horfði á hann með með- aumkvun. Hljóðið, er hafði svo mikil áhrif á sjúka ímyndun hans, var ekki annað en vindur- inn er blés gegnum hellinn, þegar steininum var lypt frá mjóa opinu, en það*var gagnslaust að reyna að útskýra það, “Segðu mér”, spurði Philip mjög þýðlega, “átt þú hér heima?” Dvergurinn virti hann fyrir sér nærri því með fyrirlitningu. “Hér heima!” endurtók hann. “Eg á allstaðar heima—á fjöllunum—í skógun- um, á svörtu klettunum, og hinum hrjóstrugu ströndum. Sál mín býr milli sólarinnar og sjá- varins; hjarta mitt er hjá Thelmu!” Thelma! Hér var ef til vill lykillinn að leyndarmálinu. “Hver er Thelma?” spurði Err- ington, dálítið snögglega. Sigurd hló æðis- og meinfyndnislega. Heldurðu virkilega að eg fari að segja þér það?” hrópaði hann hátt. “Þér, sem ert af þess- um sterka, grimma þjóðflokki sem verður að sigra og undiroka allt sem hann sér, sem girn- ist allt sem er fagurt undir sólinni, og reynir að kaupa það, jafnvel þótt það kosti blóð og tár. Kemur þér til hugar að eg fari að fræða þig um mína dýrustu fjársjóði? Nei! og aftur nei; auk þess”, og hann lækkaði róminn, “hvað getur þú gert við Thelmu? Hún er dáin.” —Og hann fylltist æði, og veifaði blysinu hátt yfir höfði sér, svo að neistarnir flugu í allar áttir, og hrópaði hamstola: “Burt, burt héðan, og láttu mig í friði. Tím inn er ekki kominn, þvi ert þú að leitast við að flýta fyrir dauða mínum? Eg dey, þegar T’helma skipar það—ekki fyr.” Hann flýtti sér út hin löngu bogagöng, og hvarf inn í innsta herbergið. Þar brast hann í grát, er endurómaði um hellinn, en endaði að1 lokum í dauðaþögn. Errington hélt áfram út, undrandi og hálf ringl- aður. Hverskonar undrastað hafði hann óvart fundið, og hvaða undraverur í sambandi við hann. Fyrst(þessi yndislega stúlka; þá leyndar- dómsfull líkkista, falin í þessu undraverða skeljahofi; og svo þessi vanskapaði vitfirring- ur, með föla andlitið og fallegu augun, sem tal- aði á köflum eins og skáld og spámaður, þótt það hefði verið sundurslitið og ruglingslegt. Og hvaða töfrar voru bundir við þetta nafn Thelma? Því meira sem hann hugsaði um þetta næturæfintýri, því ruglaðri varð hann. iHann hafði alltaf trúað því, að æfintýra- sögur væru meira eða minna tilbúningur, og ef hann hefði lesið í einhverri bók um venjulegan nítjándu aldar skemmtiskipseiganda, sem kom- ist hefði í samræður við vitfirring í sjóhelli, hefði hann hleg-ið að því, og talið það óhugsan- legt. En nú hafði þetta komið fyrir hann sjálf- an, og hann var ákveðinn í því að gera tilraunir til að leitast við að finna samhengið í viðburð- j um þessarar nætur. Hann varð þó feginn að komast út úr hellinum. Hann lét lampann aftur á klettasilluna þar sem hann hafði fundið hann, og komst aftur út undir bert.loft, þar sem morgunbirtan ljómaði nú í stað miðnættisdýrðarinnar. í loftinu ómaði margraddaður fuglasöngur, °g úr grasinu barst yndislegur ilmur. Hann sá skemmtiskipið liggja við akkeri á sínum vanalega stað í firðinum. Það hafði kom- ið aftur meðan hann var í rannsóknarleiðangr- inum. Hann tók saan málningaáhöldin, vafði I saman loðfeldinn, og blés í hljóðpípu þrisvar sinnum; honum var svarað frá skipinu, og tveir skipsmenn settu út bát, og bar fljótt yfir í átt- ina til hans. Bráðlega lentu þeir, og honum var *óið fram í skipið, þar sem enginn af vinum hans og félögum sást á ferli. “Hvernig gekk ferðalagið til Jedke-jökuls- ins—lögðu þeir upp á hann?” spurði hann ann- an. skipsmanninn. Bros færðist yfir útitekna andlitið. “Biddu fyrir þér herra minn, nei, síður en svo. Lorimer horfði bara upp á tindinn, og sett- ist síðan niður í skugganum; hinir herrarnir léku sér að því að kasta smásteinum. Þeir virt- ust hafa ágæta matarlyst, og átu ósköpin öll, eftir það fóru þeir aftur um borð og gengu all- ir undireins til náða.” Errington hló, hann hafði alltaf grunað að þessi skyndilegi áhugi vinar síns mundi ekki endast lengi. Hugsanir hans snérust samt sem áður um annað, og hann spurði næst: “Hver er hafnsögumaðurinn okkar?” “Valdemar Svensen, herra minn? Hann fór ofan í klefann sinn undireins og við lögðumst við akkeri, til að fá sér dúr, sagði hann.” “Gott og vel. Ef hann kemur upp á þilfær á undan mér, þá segið þið honum aðeins að fara ekki í land áður en eg hefi séð hann. Mig lang- ar til að tala við hann eftir morgunverð.” “Já, það skal gert, herra minn”. Philip fór því næst niður til sinna einka herbergja. Hann dró blæjuna fyrir skipsglugg- ann, til þess að útibyrgja sólarljósið- Klukk- an var nærri þrjú eftir miðnætti, og hann af- klæddist í snatri, og fleygði sér upp í rúmið— og fann til dálítillar þreytu. Meðan hann var að sofna, virtist honum hann heyra vatnslekann á bak við hellirinn, og hið aumkvunarlega óp þessa óskiljanlega dvergs;—þessi hljóð runnu saman við öldugjálfrið við skipshliðna, og nafnið “Thelma” lét í leyrum hans eins og við- feldinn, hvíslandi ómur, þangað til hann féll í svefn. 3. KAFLI “Þetta er blátt áfram heimska og fjar- stæða”, tautaði Lorimer, dálítið ergilegur í rómnum, sjö klukkutímum seinna, þar sem hann sat á rúmstokknum, og virti Errington fyrir sér sem alklæddur og í bezta skapi hafði vaðið inn á hann og strítt honum með því hvað latur hann væri, að vera ennþá á nærfötunum. “Eg skal segja þér það kunningi, að það eru til hlutir, sem jafnvel náin vinátta getur ekki afsakað. Hé er eg á nærfötunum og öðrum sokknum, og þú dirfist að halda því fram að þú hafir komist í einhvert æfintýri. Þó að þú hefðir komist upp í sjálfa sólina, ættir þú að gefa manni tima til að klæða sig, áður þú byrjar að segja frá því.” “Vertu ekki svona argur drengur minn”, sagði Errington hlæjandi. “Farðu í hinn sokk- inn, og hlustaðu. Eg vil ekki segja hinum félög- unum frá því ennþá, þeir kynnu að fara að spyrja um hana —” “Ójá, svo það er einhver “hún” við þetta riðin?” sagði Lorimer, og opnaði augun til fulls. “Jæja, Phil! Eg hélt að þú værir búinn að fá nóg af kvenfólki.” “Þetta er ekki kona!” svaraði Philip með óvenjulegum ákafa, “að minnsta kosti ekki sú tegund kvenna sem eg hefi kynnst. Þetta er skógargyðja, vatnadís, eða engill! Eg veit sann arlega ekki hvað hún er!” Lorimer virti hann fyrir sér með kaldhæðnissvip. “Hættu nú í öll- um bænum, mér er alveg nóg boðið. Svona skáld lega lýsingu, sem nálgast vitfirring, get eg ekki þolað—skógargyðja, vatnadís eða engill! Herra trúr, hvað kemur næst? Þú ert auðsjáan- iega eitthvað meira en lítið ruglaður. Ef eg man rétt, þá varstu með flösku af þessu gamla, græna “Chartreuse”-víni með þér— jæja, það er ástæðan! Það er ágætt vín, en dálítið sterkt ! Professional and Business Directory - Office Phoae Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAJL ARTS BLDG. Consultations by Appointonent »Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögfrœðingar Bank oí Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St Sfmi 928 291 Dr. P. H. T. Thorlakson WINMPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 H. J. PALMASON CHARTERED ACCOUNTANT 505 Confederation Life Bldg. Winnipeg, Man. Phone 92-7025 Home 6-8182 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Fincmcial Agents Simi 927 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We speclalize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken L. J. HALLGRIMSSON B.A. LL.B. BARRISTER & SOLISITOR 734 Somerset Bldg.—Wpg. Bus. Ph. 93-7565 Res. Ph. 72-4G3f; \ A. S. BARDAL LIMITED selur líkkistur og annast um utfarir. Allur úttDúnaður sá bestl. Ennfremur selur hann allgkongr minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors oi Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917 Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Finandal Agents • Sími 92-5061 508 Toronto General Trusts Bldg. M. Einarsson Motors Ltd. Buying and Selling New and Good Used Cars Distributors for FRAZER ROTOTILLER and Parts Service 99 Osbome St. Phone 4-4395 Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Builder • 526 Arlington St. Sími 12-1212 The BUSLNESS CLINIC (Anna Lamsson) 306 AFFLECK BLDG. (Opp. Eaton’s) Office 927 130 House 724 315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Bldg. 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 922 496 MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörar. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Elhce Ave. Winnipeg TALSÍMI 3-3809 COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Sími 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Maternity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flowen Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tcgundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskðkur . gerðar samkvæmt pöntun Sími 36-127 Office Ph. 92-5826 Res. 40-1252 DR H. J. SCOTT Spedalist in EYE, EAR NOSE and THROAT 209 Medical Arts Bldg. HOURS: 9.30 - 12.00 a.m. 2 — 4.30 p.m. > Hafið HÖFN í Huga ICELANDIC OLD FOLKS HOME SOCIETY — 3498 Osler Street — Vancouver 9, B. C. \ d r1 \ GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. 74-4558 Rcs. Ph. 3-7390 J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU GILBART FUNERAL HOME — SELKIRK, MANITOBA — J. Roy Gilbart .Licensed Embalmer PHONE 3271 - Selkirk S. JACK POWELL, B.A. LL.B. BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC Off. Ph. 927751 - Res Ph. 56-1015 206 Confederation Building, Wínmpeg, Man. : r f GUARANTEED WATCH, & CLOCK REPAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Prop. Watches, Diamonds, Rings, Clocks, Silverware, China 884 Sargent Ave. Phone 3-3170 k

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.