Heimskringla - 14.07.1954, Blaðsíða 4
4. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 14. JÚLÍ 1S54
FJÆR OG NÆR
íslendingadagsneíndin er nú
að klára undirbúning dagsins á
Gimli, mánudaginn annan ágúst.
Ræðumenn og skáld eru fengin,
söngfjokkurinn er stöðugt að
æfa, og hefir flest af bezta söng-
fólki íslendinga í Winnipeg. f-
þróttasamkepni stærri en nokkru
sinni fyr. Prófessor Finnbogi
Guðmundsson hefir fengið til
láns hjá landstj'órn fslands
hreyfimynd af fyrstu Lýðveldis-
hátíðinni 17. júní 1944, sem sýnd
verður eftir kveldsönginn.
Nánari og fyllri fréttir birtasc
í íslenzku blöðunum næstu viku
★ ★ ★
Mr og Mrs. E. M. Magley á-
samt börnum þeirra, Robert og
Ardene eru stödd í bænum þessa
og næstu viku. Mrs. Magley er
dóttir Stefáns og Kristínar Ein
arsson í Winnipeg.
★ ★ ★
Gifting
Gefin voru saman í hjónaband
af séra Philip M. Pétursson 9.
þ.m. í Fyrstu Sambandskirkju,
þau Raymond William Siemans
og Dorothy Tina Wiens, bæði
af hollenzkum ættum
★ ★ ★
f Fyrstu lútersku kirkju, s.l.
laugardag, voru þau Thor Gunn-
ar Thorlakson í Winnipeg, og
Ellen Smith, frá West Kildon--
an gefin saman í hjónaband. f
fjarveru sóknarprestsins dr. V.
J. Eylands, gifti dr. Rúnólfur
Marteinsson. Árni Árnason í
Winnipeg, aðstoðaði brúðgum-
ann og Velva May Hurley, fóst
ursystir brúðarinnar, einnig í
Winnipeg, aðstoðaði brúðina
Brúðhjónin lögðu samdægur
upp í feðalag. Fyrst fóru þau
til Mr. og Mrs. Th. Gíslason í
Morden, Man, en Mrs. Gíslason
er systir brúðgumans og var hér
viðstödd giftinguna, svo var ferð
inni heitið suður í Bandaríki.
Heimili brúðhjónanna verður í
Winnipeg.
★ ★ ★
fslenzk skemtun
Þjóðræknisfélagið tilkynnir
að séra Eric H. Sigmar og frú
Svafa munu halda samkomu og
segja frá ferð sinni til íslands,
sýna litmyndir af íslandi og
*
i
I
I
■:
!
IIIISC TIIEATItí
—SABGENT <S ARLINGTON—
JIJLY 15-17—Thur. Fri. Sat. (Gcn.)
CRIMSON PIRATE (Color) j
Burt Lancaster, Eve Bartok .
THE BIG LEAGUER
Edward G. Robinson, Vera EUen [
—Caítoon j
JULY 19-21 Mon. Tue. Wed. (Ad. !
YOUNG BESS (color)
Jean Simmons, S. Granger ,
LAST TRAIN FROM BOMBAY
John Hall, Lisa Ferrad&y i
syngja íslenzka söngva á eftir-
töldum stöðum og tíma:
Víðir Hall, föstudagskveldið,
23. júlí.
Argyle, Grundarkirkju, mánu-
dagskvöldið, 26. júlí.
Geysir Hall miðvikudagskv.,
28. júlí.
Winnipeg, Fyrstu lút. kirkju,
fimmtudagskvöldið 29. júlí.
Selkirk, Icel. Lutheran Hall,
föstudagskvöldið 30. júlí
Lundar, miðvikudagskv. 4. á-
gúst.
Gimli, Lútersku kirkjunni,
fimmtudagskvöld 5. ágúst.
★ ★ ★
MESSUR 18. JÚLf
Geysir, kl. 2 —á ensku
Riverton, kl. 8. confirmation
class.
Robert Jack
★ ★ ★
íslandskvöld í New York
fslendingafélagið í New York
efndi 19. júní til fagnaðar i
tilefni af þjóðhátíðinni.
Fór skemmtunin fram í Pic-
cadilly-gistihúsinu, og var þar
margt til skemmtunar. Formað-
ur félagsins, Gunnar Eyjólfsson
leikari, setti hófið með stuttri
ræðu, en síðan mælti Thor
Thors sendiherra fyrir minni ís-
lands. Þá sungu þær Guðmunda
Elíasdóttir og Guðrún Tómasd.
ív'söng mteð undirltik Magnúsa.
Bl. Jóhannssonar. Að því búnu
fór fram helzta skemmtiatriði
kvöldsins, sem var hylling ís-
lands í tónum, ljóðum og söng.
Eru það ljóð frá ýmsum tímum,
sem eru sungin eða sögð fram.
Komu þar fram Guðrún Camp.
Guðmunda Elíasdóttir, Guðrún
Tómasdóttir og Gunnar Eyjólfs
son, en undirleik annast Magnús
Bl. Jóhannsson, sem einnig hef-
ur samið tónlistina.
EATON'S
Við tölum íslenzku!
Hinir íslenzkumælandi túlkar okkar eru ávalt við-
búnir til að gera viðskifti yðar greið og ánægjuleg.
Með það fyrir augum, að nýjir innflytjendur til
Canada geti átt erfitt með að verzla vegna ófull-
nægjandi ensku kunnáttu, hefir Eaton’s gert sér
það að reglu að hafa við hendi túlka, er skilja og tala
mál þeirra og greiða fyrir þeim á allan hugsanlegan
hátt varðandi viðskifti þeirra við verzlunina. Hve-
nær, sem þess er æskt, er túlkur til taks.
EATON’S of CANADA
(y -i
LÆGSTA FLUGFARGJALD
tii
í SLANDS
Notfærið yður þessa fljótu, hagkvæmu leið að
heimsækja gamla landið á komandi sumri. Reglu-
■ legar áætlunarferðir frá New York.
Máltíðir og öll hressing ókeypis.
Aðeins $310 fram og aftur til Reykjavíkur
Sambönd við allar aðrar helztu borgir.
Sjáið ferðaumboðsmann yðar eða
n r-\ n
ICELANDIÖ lAIRLINES
ULÁAUzj
15 West 47th Street, New York PLaza 7-8585
Talsvert fjör hefur verið i
starfsemi fslendingafélagsins að
undanförnu, og var meðal ann-
ars efnt til sumarfagnaðar við
mikið fjölmenni í apríl, og síðar
í sumar er ráðgert, að efnt verði
til skemmtiferðar út ur borginni
þar sem menn eta og skemmta
sér undir berum himni.
MINNINGARORÐ
Elín Sigurðardóttir
Elín Sigurðardóttir var faeddj
10. júlí 1859 að Kröggólfsstöðumj
í Ölfúsi í Árnessýslu. Foreldrarl
hennar voru þau Sigurður Gísla-
son hreppstjóri; á Kröggólfs-
stöðum var hans vagga og þar
var hans banabeður, — hann var
í beinan karllegg kominn frá
Sveinbirni Þórðarsyni officialis
í Múla, en hið næsta stóðu að
honum merkar bændaættir;;
hann var framúrskarandi minn-
ugur og athugull. Móðir Elínar
og kona Sigurðar var Valgerður
Ögmundsdóttir, dóttir Ögmunds
bónda á Bíldsfelli í Grafningi,
komin af hinni svokölluðu Ás-
garðsætt, — væn kona og kjark-
mikil; — hér er dæmi um kjark
hennar. — Einu sinni fór hún
með reifastranga (hún var ljós-
móðir) og faðir barnsins með
henni yfir Ölfusá á ís, en þegar
þau voru búin að skila af sér
barninu og voru að fara til baka
aftur var svo mikið vatn á ísnum
og hann svo háll, að hestarnir
gátu varla staðið; en allt í einu
veit hún ekki fyr til en hestur
og maður hverfa ofan í ána; hún
fór af baki, skreið á fjórum fót-
um að vökinni, náði í manninn,
þegar hann skaut upp, og bjarg-
aði honum með Guðs hjálp. —
Þetta voru nú foreldrar Elín-
ar, en systkinin voru 11 að henni
meðtaldri, 7 af þeim komust til
fullorðins ára. Þau eru: Solveig,
gift Guðna í Breiðholti; Ög-
mundur, skólastjóri í Flensborg
i Hafnarfirði; Engilbert, búfræð
ingur, seinna bóndi á Kröggólfs-
stöðum; Jón, bóndi á Búrfelli,
átti fyrir konu Ingileif Melsteð;
Kristján cand. phil. og ritstjórí
Lögbergs fyrir tíma; Anna, kona
Kristjáns Matthiesson.
Elín fór fyrst að hugsa til
Ameríkuferðar eftir að faðir
hennar dó, og svo herti það á
henni þegar hún frétti, að frú
Elín móðursystir hennar ekkja
séra Lárusar og Jón Ögmunds-
son á Bíldfelli %ióðurbróðir
hennar væru á förum þangað
með fjölskyldur sínar. Hún tók
sig því upp og flutti vestur einu
ári á eftir þeim. Hún átti fyrst
erfitt uppdáttar og leigði her-
bergi hjá bróður sínum og hélt
því alla tíð, en svo mætti hún á-
gætu fólki, sem hún var hjá ár
eftir ár.
Hennar mark og mið var, að
innvinna sér svo mikið, að hún
þyrfti aldrei að vera öðrum til
byrði. Hún var þrekmikil og
þoldi engan ójöfnuð og forðað-
ist það sem óheiðarlegt var; hún
var ábyggileg og trú sjálfri sét
og öðrum, nýtin og sparsöm og
kunni vel að fara með eigur sín-
ar; hún var ákaflega minnug og<
barngóð.
Elín datt og meiddist í öðrum
fætinum og gat víst aldrei geng
ið mikið eftir það. Henni var
kotnið fyrir á heilsuhæli, og þar
var hún lengi og dó þar. Þegar
eg kom seinast til hennar, sagð-
ist hún vera svo þreytt — svo
þreytt. —Litlu seinna lokaði
hún augunum og sofnaði svefn-
inum langa.
Guðs friður fylgi henni. —Við
geymum minningu hennar.
Anna.
SMÁVEGIS
Afi gamli kom að heimsækja
barnabörnin sín, en þeim varð
lítil ánægja að komu hans, því
að honum var illt í höfðinu og
bann var önugur. Hann kvaðst
hafa fengið þetta af því að sitja
öfugt i strætisvagninum og aka
aftur á bak.
En hvers vegna fekkstu ekki
einhvern til þess að skifta um
sæti við þig? var spurt.
—Skifta um sæti! Eins og það
væri hægt! Eg var eini farþeg-
inn í vagninum.
•
Skeggið er Dýrt
Gömul helgisögn segir að Ad-
am hafi verið skegglaus fyrir
syndafallið, en eftir það haíi
honum vaxið grön, og það hafi
verið aukarefsing hans fyrir að
eta af skilningstrénu góðs og
ills. Og upp frá því hefir s'liegg-
ið verið karlmönnum til armæðu
og ama. Það er auk þess liinn
mestu peningaþjófur fyrir alla
sem raka sig, og einnig tímaþjóf
ur. Mönnum telst svo til, að 65
ára gamall maður hafi eytt 9
mánuðum af ævi sinni í það að
raka sig.
En til þess að gefa ofurlítla
hugmynd um hvað þetta kostar
svo, má geta þess, að árið 1051
voru framleidd rakvélablöð úr
5000 smálestum af stáli í Banda-j
ríkjunum og verðgildi þeirra
var rúmlega 12 milljónir dollara.;
Þar við má svo bæta raksápu,
andlitsdufti, smyrslum, rakvötn *
um o.s. frv. og má á þessu sjá að j
það er ekki neinn smáræðis iðn- j
aður sem þróast í heiminum að-
eins vegna þess, að karlmennirn-
ir þurfa að raka sig.
•
Milljónir manna búa enn
i trjam
Þrátt fyrir mikið átak einstakl
inga og stofnana hin síðari ár til
að bæta lífskjör mannkynsins:
eru milljónir manna víða um
heim, sem þessi hjálparstarfsemi
héfir ekki náð til.
Erfiðleikar þessa fólks eru
ræddir í bók sem Alþjóðavlnnu
MINNIS7
BETEL
í erfðaskrám yðar
málaskifstofa Sameinuðu þjóð-
anna hefir gefið út og nefnist--
“Innfæddar þjóðir”. í bókinni
segir m.a. frá við hvaða kjör 30
milljón Indverja, 16 milljón Indó
nesíumanna og fjöldi annatra
frumstæðra þjóða lifir við enn
þann dag í dag.
Fáviska, sjúkdóma og fátækt
þarf að yfirvinna áður en hægt
verður að tryggja þessu cóiki
mannsæmandi lífs skilyrði. Frá
því er t.d. sagt í bókinni, að víða
1 Indlandi búi menn í hrevsum
sem komið hefir verið fyrir í
trjám.
í Suður-Ameríku þjást Indí
ánaættflokkar af sífelldri hung
ursneyð. Víða þekkist enginn
menntun, en allskonar hjátrú og
hindurvitni halda fólkinu frá
lífsvenjubeytingum, jafnvel þótt
í boði séu. Þá nota menn sár fá
fræði og fátækt, eða umkoini;
leysi milljóna ipanna í frumstæð
um löndum til að láta þá vinna
fyrir skammarlega lág laun.
í bókinni er skýrt frá ýmsum
ráðstöfunum, sem gerðar hafa
verið og sem eru í deiglu þessu
fólki til aðstoðar. —Mbl.
•
Eínkar smávaxin stúlka var að
afgreiða mann, sem án efa hefur
vegið sín 250 pund, flest þeiira
þar sem mittið er á venjuiegu
fólki. Manninn vantaði belti eri
vissi ekki hvaða lengd hann
þurfti, og dró stúlkan þá upp
málband. Andartak horfði stúlk-
an ráðalaus á manninn, en svo
færðist bros yfir andlit hennar
og hún sagði: Haldið hérna, í end
ann meðan eg hleyp í kring.
• «
Tumi litli hljóp í veg fyrir
ungan mann sem var að konta
frá systur hans. — Eg sá þig
kyssa hana, sagði hann.
Það fór um unga manninn. —
Hann þaggaði niður í Tuma og
rétti honum tíu krónur.
Tumi rétti honum fimm krón
ur til baka og sagði:
—Hérna er fimm kall. Eg tek
alltaf sama gjald fyrir að þegja.
BORGIÐ HEIMSKRINGLU—
því gleymd er goldin skold
COPENHAGEN
“HEIMSINS BEZTA
NEFTÖBAK*’
VINNIÐ AÐ SIGRI FRELSIS
Bogi Sigurðsson
Steve Indriðason frá Mountain,
N. Dak., er eins og áður hefir
verið getið umboðsmaður Hkr. og
annast innheimtu og sölu blaðs-
ins í þessum bygðum: Mountain,
Garðar, Edinburg, Hensel, Park
River, Grafton og nágrenni
nefndra staða. Allir í nefndum
bygðum, bæði núverandi kaup-
endur og þeir, sem nýir áskrif-
endur hyggja að gerast, eru beðn-
ir að snúa sér til umboðsmanns-
ins S. Indriðason, Mountain, N.
Dak., með greiðslur sínar. .
★ ★ ★
Forstjórinn: Eg ræð aldrei
nema gifta menn á mína skrif-
stofu!
Vinurinn: Af hverju?
Forstjórinn: Þeim liggur ekki
eins á að komast úr vinnunni á
kvöldin!
★ ★ ★
^ Takið Eftir
Fimta bindi af “Saga íslend-
inga í Vesturheimi”, eftir próf.
T. J. Oleson er nú kominn í
Björnsson Book Store, 702 Sar-
gent Ave., og kostar í bandi $6.,
óbundinn $5.75.
Efni: Saga Winnipeg íslend-
inga, Minnesota Nýlendan, Lun-
dar byggðin, Selkirk íslending-
ar, og fleira.
Peningar fylgi pöntun. Útsöiu
menn að bókinni óskast út um
byggðir íslendinga.
Isle ndingadagurinn
haldinn í
PEACE ARCH PARK
Sunnudaginn 25. júlí 1954
Forseti dagsins: Stefán Eymundsson
Söngstjórar: S. Sölvason — H. S. Helgason
Undirspil: Mrs. Hilda Fraser
Ó, Guð vors lands
1. Ávarp forseta.............Stefán Eymundsson
2. íslenzkur sönglokkur
3. Einsöngur.................Mrs. Nina Stevens
4. Minni íslands..........Séra Bragi Friðriksson
5. Kvæði...........lesið af Mrs. Guðrún Hallsson
6. Ávarp og kveðjur.......Hr. L. H. Thorlaksson
7. Einsöngur..................Walter Vopnfjörð
8. Ræða, (á ensku)...........R. S. M. Hannesson
9. Quartette,..Mrs. O. Black, Mrs. V. Breiðfjörð
E. Breiðfjörð, J. A. Breiðfjörð
10. fslenzkur söngflokkur
11. Almennur söngur
Eldgamla ísafold—God Save the Queen—My Country
Skemmtiskráin byrjar kl 1.30 e.h. Standard Time.
Gjallarhorn flytur skemmtiskrána til áheyrenda.
Veitingar verða seldar á staðnum frá kl 10 f.h.
Framkvæmdarnefnd:
S. Eymundsson, forseti
A. Danielson, v, forseti
B. E. Kolbeins, féhirðir
Mrs. V. Westman, skrifari