Heimskringla - 14.07.1954, Blaðsíða 1

Heimskringla - 14.07.1954, Blaðsíða 1
LXVIII, ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 14. JÚLÍ 1554 NÚMER 41. FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR KVEÐJA FRÁ V.-ÍS- LENDINGUM • V.-íslendingar sendu heima- þjóðinni kveðju sína og árna'öar- óskir með 10 ára afmæli hins ís- lenzka ljýðveldis. Dr. Richard Beck prófessor kom hingað heim sem fulltrúi þeirra á þjóð- hátíðinni og flutti þar skörulegt ávarp. Fyllsta ástæöa er til þess að þakka löndum okkar fyrir vest- an hafið ræktarsemi sína og tryggð við heimaþjóðina. Hún er okkur ómetánlega mikils virði. Margir íslendingar í Vest- urheimi hafa barizt merkilegri baráttu fyrir viðhaldi islenzkrar tungu og menningar. Fjölmarg- ir þeirra hafa einnig getið sér ágætt orð í hinum nýju heim- kynum sínum og þannig orðið ís landi til hins mesta sóma. Við skulum ekki vanrækja sambandið við frændur og vini í Vesturheimi. Þeir eru tengdir okkur traustum böndum þjóð- ernis og tungu. Við þökkum dr. Richard Beck þess vegna fyrir komuna hingað og biðjum hann að flytja Vestur-íslendingum kærar kveðjur og velfarnaðar- óskir. —Mbl. 20. júní ’54 ÍSLENDINGAR BORGA MEST AÐ TILTÖLU * Samkvæmt ný-útkominni skýrslu sambandsþjóðanna í N. Y. þá borga íslendingar hærra gjald til starfs Sameinuðu þjóð- anna, en nokkur önnur þjóð þeg ar miðað er við fólksfjölda. Islendingar borga $16,520 á þessu ári sem gjörir 11 cent á hvern einstakling þjóðarinnar. Næst kemur Nýja-sjáland , sem borgar 9.7 cent á hvern einstakl- ing. Svo kemur Svíþjóð með 9.5 cents á ann. Canada með 9.2 cent og svo Bandaríkin með 8.6 cent á mann. Rússland er 15 í röðinni. Byelo-Rússar og Ukraine til samans 3.3 cents á mann. Stærstu upphæðina borga Bandaríkin, $13,765,290.00 J- J- B. OTTAWA STOKKAR SPILIN Það var kominn timi til að breyta eitthvað til í ráðuneyt- inu í Ottawa, eins og nú hefir gert verið að nokkru, en hefði mátt vera róttækara. Þrír ráð- herrar sem lengi hafa verið við völd og þjóðin var orðin óánægð með fyrir langa löngu, hafa nú úr áðuneytinu horfið. Það eru Abbott f jármálaráðherra, sem uú fær dómarastöðu í yfirrétti, Chevrier flutningsmálaráðherra, sem nú er settur yfir rekstur St. Lawrence mannvirkisins og Clax ton, hermálaráðherra, sem lengi hefir verið óánægður með starf sitt og tekur nú við forustu Metropplitan Life Insurance fé- lagsins. Við starfi fjármálaráðherrans Abbotts tekur maður sem Walter Harris heitir. Hann var áður yf- irmaður fólksinnflutnings og þegnréttindadeildar stjprnarinn ar. Er hann ekki öfundsverður af sínu verki. í fjármáladeild- inni hefir eyðslusemi kastað tólfunum. Þar voru rétt svo eitt eða tvö dæmi séu nefnd, greidd- ar $839,903, fyrir gólfteppi til hersins. Þjóðin hefði heldur vilj að sjá því fé varið^til flugskipa kaupa. Að greiða j$562 á hverri j klukkustund, eins og gert hefir verið, innan hernaðardeildarinn ar, fyrir símskeyti og símtöl, hefir og þótt vel að verið. Að % erja ennfremur $4,410 á klukku stund innan þessarar deildar fyr ir ferðalög og flutninga, virðist bera eyðsluseminni glöggan vott. Þjóðin er heldur ekkert hrif- in af eyðslunni í öðrutn deildum stjórnarinnar, en hermáladeild- ar. En þar verða menn þess vís- ari að varið hefir verið $40,880 á dag í ferðakostnað; fyrir sér- staka þjónustu sem til annara varð að sækja, en þeirra sem hjá stjórninni unnu, um $78,279 á dag. Og þannig mætti lengi halda áfram. Hinn nýi ráðherra verður að ráða einhverjar bætur á þessari eyðslusemi, og mun ekki hald- ast uppi með hana og að hækfca skatta eins og Abbott gerði, til að geta haldið henni áfram. Hér er ekki verið að gagnrýna skatta ef notkun skattfjársins væri til þess, er í góðar þarfir kæmi. En þegar hún er ekki til þeirra hluta notuð, heldur óþarfa, eins cg á hefir verið bent hér að ofan og oft og af mörgum blöðum áður, þá er við gagnrýni af þjóð arinnar hálfu að búast. Ef nýju ráðherrarnir bæta ekki neitt úr skák, þakkar þjóðin stjórninni ekkert fyrir stokkun spilanna, við næstu kosningar. Ralph Compney, sem tekur við af Claxton, var í stjórn her- ráðsins áður. Af skrá yfir ráðuneytið, eins og það er nú skipað, má sjá nöfn annara nýju ráðherranna. En sú skrá er þannig: Prime Minister — Rt. Hon. Louis St. Laurent. Trade and Commerce — Rt. Hon. C. D. Howe. Agriculture — Rt. Hon. James G. Gardiner. Health and Welfare — Hon. Paul Martin. National Revenue — Hon. J. J. McCann. Labor — Hon Milton Gregg, V.C. External Affairs — Hon Les- ter B. Pearson. Justice — Hon. Stuart Garson. Public Works — Hon Robert Winters. Veterans Affairs — Hon. H. Lapointe. Finance — Hon. Walter Har- ris. Mines — Hon. George Prud- ham. Postmaster General — Hon. Al- cide Cote. Fisheries — Hon. James Sin- clair. Defence — Hon. Ralph Camp- ney. Solicitor-General — Hon W. Ross Macdonald. Citizenship and Immigration — Hon. J. W. Pickersgill. Northern Affairs — Hon. Jean Lesage. State Secertary — Hon Roch Pinard. MÁLIN FLÓKNA Nú er farið að gera því skóna, að útlagastjórn Arbenz frá Guate mala, sé að senda beiðni til Sam- einuðu þjóðanna um, að viður- kenna sig sem útlagastjórn í Guatemala, en ekki byltinga- stjórnina er þar hrifsaði nýlega völd. Þetta er eitthvað skjömp- ótt útlits við skoðun kommún- ista, er yfirleitt hafa heitt barist á móti því, að útlagastjórninni kínversku á Formosa, sé nokkur viðurkenning veitt. Samt er ekki úr vegi, að Sameinuðu þjóðirnar athugi beiðnina. En það er hætt við, að ef þær gerðu það og kæm ust að þeirri niðurstöðu, að reka yrði and-kommúnista stjórnina í Guatemala, að samtök Samein- uðu þjóðanna þyrfti þá að gera það sama í Kína, sem hlífst hefir verið við til þessa, sem sé, að teka núverandi stjórn þar frá völdum. Við það væri að vísu ekki mikið að athuga, en gallinn á þessu er, að kommúnistar skoða hjálpina nauðsynlega aðeins þegar útlaginn er kommúnista- stjórn og jjyltinguna réttmæta því aðeins að hún sé af völdum kommúnista háð. Um aðra en þá, ei alt öðru máli að gegna. 1970 í MEIRIHLUTA ✓ f blaðinu Saturday Night var þess nýlega getið að frakknesk blöð í Quebec ræddu nú mikið þjóðræknismál sín. í þeim um- ræðum hefir þeirri spurningu verið varpað fram, hvað há íbúa tala þessa lands yrði 1970? — Bjuggust flestir við að hún yrði orðin æði há eða alt að helm- ingi hærri en hún nú er. En næsta spurningin er hvað marg- ir af íbúunum verða þá Frakkar? Umræður þeirra um þessi mál leiða í ljós, að þeir geri ráð fyrir, að verða þá orðnir hér í meirihluta. Við höfum, segja þeir, spornað við því fram á þennan dag, að fólksinnflutningur < frá öðrum löndum ykist hingað. En það er hætt við, eftir því sem landkost- ir hér verða víðkunnari, að í- búunum muni fjölga. Það fyrsta sem við verðum að gera er að fá haganleg fólksinnflutningslög. Það er ekki frá Frakklandi einu sem við verðum að fá innflytj- endur. Við verðum að fá þá víð- ar að. En hvaðan? spyrjið þið. Það er svo skrítið að það er mik ið af Frökkum nær okkur, en við höldum. í Ný-Englandsrík- unum, rétt fyrir sunnan okkur, er alt að því 1% miljón frakk- neskra manna. Þeir eru óðum að hverfa úr hópnum, sem Frakkar. Það er blátt áfram skylda vor, að sjá um að þeir hverfi ekki. Við ættum því að byrja á, að fá þá til að flytja hingað. Þeir gætu orðið mestu hjálpvættir vorir hér og verið forsprakkar hinna nýkomnu frá Frakklandi siálfu. Þeir ættu ekki að horfa í bústaðaskiftin, er þeir sjá hvers þeir geta hér vænst, og hafa átt að sig á hver skylda þeim hvílir á herðum með að halda hér við frakkneskri tungu og menningu. Þetta tínir Sat. Night upp j úr blöðum Frakka í Quebec, eins j og blaðinu Le Droit, La Patrie j og La Devoir. íbúum Quebec- J fylkis er -þetta því sameiginlegt alvörumál, úr því að svo mörgl blöð leggja fram skerf sinn til að ræða það. Heimskringla hefir | bent á þetta áður, að hér gæti | enn svo farið, að brezk menning; ætti eftir a fara halloka fyrir hinni fönsku. Á liberalflokkur- inn, næst kaþólskunni ,veiga- mesta þáttin í því, með því að gerast hér talsmaður Frakka í málum þeirra á móti öllum öðr- um pólitískum flokkum þessa lands og hverri þeirri stefnu, sem ekki hefir verið sniðin eftir kokkabókum Frakka. Það var verið að finna það að sögu Winnipeg- íslendinga, að SITT AF HVERJU Nýr flokkur? • Sagt er, að Eisenhower for- seti og ráðunautar hans hafi rætt með leynd möguleikana á stofu- un þriðja flokks í Suðurríkjun- um, fyrir forsetakosningarnar ’56. Mundi þessi flokkur senni- lega verða kallaður “Stjórnar- skrárflokkurinn” (Constitution Party) og tilgangurinn að ná í atkvæði demokrata, sem hlynnt- ir eru “Ike-áætluninni”, en ekki vilja kjósa flokk republikana. Fann Vínland kl. 6 • Klukkan 6 að morgni 24. sept ember 1003 fann Leifur Eiríks- son AmeHku. Svo segir hinn brezki prófessor Friðrik I. Pohl í bók, sem kom út fyrir skömmu og heitir “Týndar uppgötvanir”. —Vísir 4. júní Chaplin þakkar friðarverðlaun —(Skeyti frá Lúsanne) • Charlie Chaplin, kvikmynda leikarinn heimsfrægi, hefur lýst yfir því, að hann telji sér mikla sæmd hafa verið gerða með veit- ingu “friðarverðlaunanna’” fyrir árið 1953, sem kommúnistar hafa komið á laggirnar. Verðlaunin voru afhent hér á heimili hans í gær. “Allt sem fyrir friðinn er gert, hvort sein það er í austri eða vestri, er skref í rétta átt . . . Eg véit ekki hvernig unnt er að leysa ýmis vandamál, sem friðurinn er und- ir kominn, en hitt veit eg, að þjóðirnar leysa þau aldrei í andrúmslofti haturs og grun- semda, né heldur munu hótanir um að varpa vetnissprengjum verða til þess.” —Vísir 5. júní “Hrikalegar þrælabúðir" — • Dr. Morek Korowizc var einn þeirra fulltrúa, sem pólska kommúnistastjórnin sendi til N. York til þess að sitja Allsherjar þing Sameinuðu þjóðanna á s.l. hausti fyrir hönd Póllands. En þessi fulltrúi var ekki fyrr kom- inn til hins frjálsa heims en hann lýsti sig pólitískan flóttamann og sagði sig úr öllum lögum við pólsku kommúnistastjórnina, — Þegar hann ræddi við blaðamenn nokkru síðar komst hann þann- <ig að ®rði að Pólland væri nú “hrikalegar þrælbúðir” undir I stjórn kommúnista. “Eg fagna því”, sagði dr. Korowizc, “að geta nú sagt sannleikann, en það er bannað í heimalandi mínu um þessar mundir”. Hann skýrði einnig frá því, að það væri al- menn skoðun í Póllandi að minna en 7% af pólsku þjóðinni hefði hina minnstu samúð með kommúnismanum og Rússum. Leppstjórn Rússa í Póllandi væri þannig gjörsamlega fylgis- laus. Þannig lýsa þei ástandinu fyr ir austan járntjaldið, sem bezt þekkja það og hafa fengið tæki- færi til þess að reyna alþýðu- lýðræðið og sovétskipulagið. En út um lönd keppast kommúnista flokkarnir um að lofa það og telja fólki trú um að það sé al- fullkomið —Mbl. Draugur ásækir HiIIary ® (Frétt frá Sviss)—Tensing, sem kleif Everest-tind með Hiil- ary, og dvelst hér í þessu Alpa- þorpi um þriggja vikna skeið, til að klífa fjöll með kunnum, sviss neskum f jallgöngumönnum, og læra þeirra listir, er ekki í vafa um hvað valdið hafi veikindúm Hillarys. Tensing segir, að hér sé um að ræðá dularfull áhrif að handan frá “anda Everest tinds”. Er hann var beðinn nánari skýringa á þessu, sagði Tensing: “Eg var líka mikið veikur í fyrra mánuði og ákaflega þreytt ur. Eg tel, að veikindi okkar stafi frá kvendraugnum Sho Mo | Lounca, sem heldur vörð um ; hæsta tind heims.” —Vísir þar væri ekki alt að finna, sem þar ætti heima. Oss virtist þetta fjarstæða, er vér lásum það. En á þennan menningarskerf, sem þeir er liberala nefna sig, hafa svo drjúgan lagt, hefði ef til vill verið rétt að minnast á—þó ritara sögunnar hafi ekki fund ist það eiga sem bezt heima við skoðanir annara frá eyjunni, sem ekkert bindur utan bláfjötur æg is, eins og Steingrímur orðaði það. HVAR BYRJAR STRÍÐ? Hvar mundu átök fyrst hefj- ast í stríði ef í bráðina brytist út ? Vér heyrðum yfir útvarpið í þessu landi haldið fram í gær. að ísland hlyti að verða eins snemma fyrir barði óvinanna og nokkurt annað land. Leiðin þangj að væri eins opin og að nokk- urri víglínu og þörf á vörn væri brýnni og mikilvægari þar en ef til vill annarsstaðar væri hægt að finna. Þar væri aðal-vígi At- lanzhafsins, sem óvinirnir vissu hvað meinti, ef ekki við. DULLES í PARÍS Ríkisritari John Foster Dulles; flaug til Parísar í gær í fundar- erindum við hinn nýja stjórnar formann Pierre Mendes-France. Á fundinum verður einnig utanr. ráðherra Breta, Anthony Eden. Á ferð Dulles er litið mjög al- varlega. Ætla margir að hún sé í því fólgin að segjá Bretum og. Frökkum að þeir geti farið eða komið, að því er úrlausn mála í Indó-Kína áhræri; Bandaríkin og að líkindum flestar aðrar Sam einuðu þjóðanna og Þýzkaland haldi áfram vörn gegn útbreiðsiu kommúnisma á þann hátt, sem þeim sýnist. Bandaríkin eru eina landið sem óhikað hefir beitt sér fyrir henni af stórveldunum. Þau hafa í þvi efni menningu að verndaj sem fram tekur öllum stjórnar- tilraunum, sem áður eru þektar, í •þvr að bæta hag almennings, og láta honum líða vel. Það hefir engin þjóð í heimi neitt að sýna í því efni, sem Bandaríkin. Af- koma manna í öllum greinum, er hvergi eins góð, frjáls og eðli- leg og þar. Það eru til menn sem meta þetta einskis og halda fram ómenningu og ófrelsi í þess stað. Forði oss allar góðar vættir frá þeim náungum. ÚR ÝMSUM ÁTTUM f dagblöðum þessa bæjar s.l- mánudag, var þess getið, að dun- ur og dýnkir voru miklir við Grímsvötn í Vatnafókki og þar væri búist við gosi. • Grænn Landi skrifar: —“Eg kom í bæ einn í Wisconsin ný- lega. Þar fór fram kaþólk messa. Af bílum var þar fult. En það sem mér þótti skrítnast, var að á fjölda þeirra voru veifur með nafni Joseph McCarthy árituðu. Hann var í kirkjunni og svona var viðhöfn kaþólskra mikil af því.” — Vara-foseti Bandaríkjanna, R. M. Nixon, gat þess í ræðu á stjórnarfundi í Washington i gær, að það lægi fyrir að afgreiða veitingu til vegagerðar í Canada, er næmi 50 biljón döl- um, það væri eitt af því sem gera þyrfti í hervarnarskyni í sam- vinnu við Canadástjórn. Þess var nýlega getið að Can ada hefði lýst sig fylgjandi Churchill og Eden í Asíumálun um en væri ekki með verndar- stefnu Bandaríkjanna eystra. En hvaða land skyldi vernda Canada raunverulegast, ef í það versta fer? FRETTIR FRÁ ISLANDI Fljúgandi bændur Flugfélag íslands flytur í dag 60 bændur austan af Héraði til Kirkjubæjarklausturs á Síðu, á bændaþing, sem þar verður hald ið næstu daga. Að þinginu loknu koma bænd- urnir hingað til Reykjavíkur og í næstu viku flytur Flugfélag íslands þá aftur austur að Egils- stöðum á Héraði. —Vísir ★ VfGÐUR BISKUP Á sunnudaginn var dr. theol. Ásmundur Guðmundsson vígður biskup yfir fslandi. Fór athöfn- in fram í Dómkirkjunni að við- stöddu miklu fjölmenni, þ. á.m. rúmlega 100 hempuklæddum prestum. Við setningarguðsþjón- ústu prestastefnunnar í gaer vígði biskupinn 6 guðfræðikandi data til preststarfa. Áður en 4smundur Guðmunds son var vígður biskup hafði guðfræðideild Háskóla fslands kjörið hann heiðursdoktor. —Þjóðv. 22. júní ★ 28 hvalir skotnir Hvalveiðarnar hafa gengið fremur treglega í vor. Fjögur skip eru að veiðum fyrir h.f. Hval og hafa þau sam- tals fengið 28 hvali til þessa. Eru það aðallega dimmviðrin að undanförnu, sem hamlað hafa veiðum. —Vísir 11. júní ★ 3 íslenzkir lögregluþjónar á námskeið hjá Scotland Yard Bæjarstjón samþykkti í gær að veita þrem lögregluþjónum styrk til að sækja námskeið í lögreglufræðum í sumar á veg- um British Council. Verður þetta í annað sinn er íslenzkir lögreglumenn sækja slík nám- skeið.í Englandi. Ekki hefur enn verið afráðið hvenær íslenzku lögregluþjón- arnir halda utan. En væntanlega munu þeir dvelja 4—5 vikur í Englandi. Lögregluþjónamir munu fá tækifæri til að kynnast flestum þáttum lögreglumála í Bret- landi. M.a. munu þeir fá að kynn ast starfsemi Scotland Yard i London og dveljast þar í aðal- stöðvunum um nokkurt skeið. —Alþbl. 4. júní ★ MINNISMERKI UM GARÐ- AR SVARARSSON Á HÚSAVÍK Bæjarstjórn Húsavíkur hefir samþykkt að veita 10 þús. kr. til sjóðstofnunar í sambandi við 10 ára afmæli lýðveldisins, og á sá sjóður að renna til þess að gera minnismerki um Garðar Svavars- son hinn austræna, þann er hafði vetursetu í Húsavík og landið var nefnt eftir um skeið. —Tíminn 20. júní Dánarfiegn Borist hefir hingað frétt um andlát Svanhildar Sigurbjörnsd. konu Eggerts sál. Sigurgeirsson ar á Vogar, Man Kveðjuathöfn fer fram í dag (miðvikudag. 14. júlí) frá sveitarkirkju Vogar. Séra Philip M. Pétursson flytur kveðjuorðin Hin látna var móóir Björns kaupmanns Eggertsson- ai á Vogar og þeirra systkina. Hún var ættuð frá Einarsstöðum í Kræklingahlíð, og kom til þessa lands árið 1906, með manni sínum og börnum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.