Heimskringla - 15.09.1954, Blaðsíða 1

Heimskringla - 15.09.1954, Blaðsíða 1
LXVIII, ÁRGANGUR NÚMER 50. WINNEPEG, MIÐVIKUDAGINN, 15. SEPT. 1954 DR. A. H. S. GILLSON (Fáein minningarorð) Dr. A. H. S. Gillson f. 4. des. 1889 — d. 10. sept 1954 í bréfi, sem Jónas Hallgríms- son skrifaði vini sínum, Páli Melsted yngra, frá Kaupmanna- höfn 5. júlí 1844, lýsir Jónas danska skáldinu J. C. Hauch m. a. svo: H. er allra elskulegasti mað- ur; hann er hár og grannur og ólánlega vaxinn, allra manna svartastur, blakkur og suðrænn í andliti, og sérlega fallega ljót- ur, eins og þú þekkir, með fjarska stórt nef og efra tann- garð og allra manna stóreygð- astur og úteygðastur; og samt sem áður þarf ekki nema líta á hann til að sjá hann er fluggáf- aður./ Þessi mannlýsing varð mér strax minnisstæð, er eg las hana, og hún kom mér ósjálfrátt í hug, er eg sá dr. Gillson í fyrsta skifti daginn eftir að eg kom til Win- nipeg. Það var á laugardags- morgni, annasöm vika senn liðin hjá og eins og ró helginnar hefði færzt yfir forsetann. Hann var i prýðisskapi, og féll þegar vel á með okkur, og hélzt svo æ upp frá því. Hugmyndin um íslenzka kenn ararstólinn hreif hann þegar, og veitti hann henni af alhug, er til kasta háskólans kom. Þó að stærðfræði og stjörnufræði væru sérgreinar hans, undi hann ekki við þær einar, heldur haslaði sér miklu víðari völl bæði, í listum og bókmenntum. Og þar sem þekkingu hans þraut í þeim efn- um, tók við glöggt hugboð hins sanna menntamanns, er lætur fátt koma að sér óvörum. Honum var kunnugt, hver rækt hefur verið lögð við íslenzk fræði á iöðurlandi hans, Englandi, og taldi þau eiga jafnbrýnt erindi hér sem þar. Hann skildi og, a'ð Manitobaháskóli var kjörinn staður til slíkra fræði-iðkana sökum þess, að íslenzk tunga er enn að nokkru lifandi mál í fylk- inu og skilyrði til náms í henni að því leyti sérstæð. Loks vissi hann, að miklu varðaði, hvernig búið yrði að íslenzkunni við há- skólann í upphafi, og var það hið síðasta, sem við ræddum, áður en hann veiktist, hversu enn mætti bæta aðstöðuna til íslenzkunáms- ins, svo að kennslan við deildina gæti komið að sem mestum og beztum notum. Þegar eg nú rifja upp kynni min við dr. Gillson, verður mér einna hugstæðust málsnilld hans hvort heldur var í einkaviðræð- um eða á stórum mannfundum. Forsetaembættið við Manitoba- háskóla er umsvifamikið. Forset- inn verður að vera alls staðar heima og með á öllum nótum. Huginn og Muninn þurfa að vera á stöðugu flugi, ef ekkert á að fara framhjá forsetanum. Há- skólaráð, kennaralið og nemend- ur standa stundum í öndverðum fylkingum, og verður forsetinn þá aö miðla málum milli þeirra, ef í odda skerst. Biðstofa hans er þéttsetin, og við alla ræðir hann af kunnleika og áhuga, Hann var frábær fundarstjóri, hélt sér að efninu og hafði svip aðan aga á fundarmönnum og góður tamningamaður á hesti sínum. Hátíðlegum samkomum stýrði hann af miklum virðuleik, og er mér sérstaklega minnis- stætt, hver stíll var yfir stjórn hans, er hið nýja bókasafn há- skólans var vígt. í veizlum og á hvers konar gleðimótum var hann ^hrókur alls fagnaðar og líkt og lifnaði yfir mönnum, þeg- ar hann byrjaði að tala. Grikkir hinir fornu lögðu mikla áherzlu á, að menn væru snillingar í orðum, en þó jafn- framt framkvæmdarmenn í verk- um. Eru kunn orð hins gamla riddara Felix, er hann mælti eitt sinn við kappann Akkilles: — — “Hinn aldraði riddari Peleifur lét mig fara með þér þann dag, er hann sendi þig frá Fiðju til Agamemnons; varstu þá ungur og enn óvanur hernaði og mannfundum, þar er menn verða frábærir um fram aðra. Því var það að hann lét mig fara með þér til að kenna þér allt þetta, svo þú yrðir snillingur í orðum og framkvæmdarmaður í verkum.”----- Þó að dr. Gillson væri e.t.v. meiri orðsnillingur en fram- kvæmdarmaður, kom hann miklu í verk í stjórnartíð sinni. Hver byggingin reis af annarri á há- skólalóðinni og starfsemi skólans jókst og dafnaði á margar lundir. Reynt var að styrkja samband háskólans við almenning í fylk- inu, og var dr. Gillson ótrauður að ferðast um í kynningarskyni og flytja mönnum fróðleik um þessa æðstu menntastofnun þeirra. Hann hélt því fram, að háskólinn ætti að spegla menn- ingu og háttu hinna mörgu þjóð- arbrota, er fylkið byggja, og styðja þau til að varðveita og á - vaxta hvorttveggja. Minnast fs- lendingar í Manitoba þannig ferða hans um byggðir þeirra og ýmsir jafnframt persónulegra kynna við hann. Áhrif þeirra kynna verða og varanlegust, þeg- ar frá líður; endurminningin um hlýtt handtak, vingjarnlegt bros og övandi orð lifir löngu eftir að maðurinn er genginn — og því lengur sem hann var örlátari á allt þetta og þeir fleiri, sem þekktu hann. Eg mun ætíð sakna dr. Gill- sons og þykja daufara um þar úti, eftir að hann er farinn. Ekkju hans og syni þeirra votta eg samúð mína og þakka henni um leið alúð hennar í minn garð á liðnum árum. Finnbogi Guðmundsson að lönd þessi vinni á móti Kín verksum yfirgangi en ákvæði eru þó ekki um að þau séu skyld ug til hernaðar þátttöku. Það virðist eiga að fara samninga- leiðina með þessu, eins langt og hægt er. Sum þessara landa eru fátæk og er hugmynd Bandaríkjanna jafnframt að styrkja þau efna- lega. ÚR ÖLLUM ÁTTUM HERVARNIR í SUÐUR- ASÍU Félag hefir verið myndað í Suð-vestur Asíu til varnar því að Kína færi þar út kvíarnar á svip aðan hátt og gert var í Vestur- Evrópu, eða átti að gera, en sem þing Frakka tók gröfina að. í þessum Asíu samtökum eru þessi lönd: Pakistan, Thailand, Viet- nam, Laos, Cambodia, Ástralía, Phillipeyjar, New Guinea, Brit- ish Borneo, Sarawak, Malaya og New Zealand. Auk þessara landa skrifa undir samning þennan Bretar, Bandaríkin og Frakkar. Lönd sem þarna áttu að vera ireð en eru ekki eru Indland, Burma, Ceylon, Indónesia, og ennfremur Formósa. Samningurinn gerir ráð fyrir, Garnet Coulter borgarstjóri í Winnipeg hefir gefið til kynna, að hann sæki um endurkosningu í komandi bæjarkosningum. — Vinni hann, verður hann í sjö- unda sinni borgarstjóri. Hann er 72 ára og hefir nú þegar verið lengur borgarstjóri en nokkur fyrirrennari hans. Á móti honum sækir George Sharpe bæjarráðsmaður í Suður- Winnipeg. Ennfremur sækir William Kardash kommúnisti og fylkis þingmaður. H. B. Scott bæjarráðsmaður og Peter Curry skólaráðsmaður sem eitt sinn var talað um að mundu sækja, hafa hætt við það. ★ Það er mikið útlit sagt á því, að Kínverjar séu að búa sig út í að gera árás á Formósu. Fyrir nokkru réðust þeir á smáeyjar er Quemoy heita. En þar búa þjóðernissinnar. Tóku þeir karlmannlega á móti og gerðu sprengju árás á strönd Kína. Eru eyjar þessar mjög nærri meginlandinu. En í hönd- um kommúnista stytta þær leið- ina til Formósu. Það er sagt að her Formósu geti ekki varið eyjuna fyrir kommúnistum. En Bandaríkin hafa heitið henni aðstoð. Það gerir strik í reikninginn. Komm únistar munu því ekki hlaupa að því að gera þessa árás. Þeir vita að Bandaríkin fara ekki með hernaði til meginlandsins ef Formósa er í friði látin. ★ U. S. News segir, að það séu meiri líkur til að republikanar haldi sínu, en demóikratar í kosn ingunum 2. nóvember. í Öldunga deildinni eru' 12 vafasöm sæti, Demókratar verðar að vinna 8 þeirra en republikar aðeins 5 til að verða betur liðaðir en áður. f fulltrúa deildinni eru horfur á að demókratar vinni vegna þess chuk að Silver, John Shanski, West Kildonan og Steve Oliver, borgarstjóri í Selkirk. ★ Nefnd manna úr öldungadeild Bandaríkjaþings, sem skipuð var til að rannsaka mál McCarthy, lauk starfi sínu s.l. mánudag. Semur nefndin nú skýrslu yfir það og leggur fyrir Öldunga- deildina. En ekki er víst, að hún verði birt fyr en eftir kosningar 2. nóvember. Rannsóknin laut að því, hvort McCarthy hefði unn- ið starf sitt eins og vera bar, í leitinni að kommúnistum, sem heldur svakaleg þótti. VÍSUR EFTIR MARÍU RÖGNVALDSD. Til vina minna vestan hafs Eg rétti ykkur hönd yfir hafið Og heilsa, lands mins dætur og synir. Á hringinn minn er heilmikið grafið, þar hef eg nöfnin, frændræknu vinir. M,orgunvísa Bjartur, fagur bjarmar dagur burt á flótta rennur nóttin, Lofts of heiði birtan breiðist,, breytast tjöld við morgunvöldin. Fjöll og grundir bregða blundi, bygð við raknar, lýðir vakna. Yfir fjörðinn “fagurgerða”, færist hlýja af lífi nýju. Staka Sumarbjarti sólgeislinn sveifjar vængja blaki, gægjist inn um gluggann minn, gáir, hvort eg vaki. KOMJN HEIM Dr. Richard og Bertha Beck komu heim til Grand Forks úr fslands- og Norðurlandaferð sinni síðastliðinn fimmtudag eft ir rúmra þriggja mánaða ferða- lag. Höfðu þau alls staðar átt frábærum viðtökum að -fagna, og ferðin um allt vérið hin ágæt- asta, eins og þegar er að nokkuru kunnugt af blaðafréttum. Þau dvöldu seinni part sumars ins á Norðurlöndum, lengst af í Noregi, og mun síðar sagt nánar frá dvöl þeirra á þeim slóðum. En seinustu viku ferðalagsins dvöldu þau heima á íslandi, og var þar aftur, sem fyrri í sum- ar, afburða vel tekið og margvís M r. og Mrs. Laugardaginn áður en þau hjónin hurfu heimleiðis, héldu- íslenzkir Goodtemplarar þeim virðulegt kveðjusamsæti og leystu þau út með stór gjöfum; var dr. Beck við það tækifæri af hent skrautritað ávarp þess efnis að hann hefði verið kjörinn heið ursfélagi í stúkunni “Framtíð- inni” í Reykjavík í viðurkenn- ingar skyni fyrir störf hans í þágu bindindis-og menningar- mála. Síðasta laugardagskvöld sitt á íslandi kvöddu þau hjónin land og þjóð í ríkisútvarpinu og þökk Richard Beck uðu hinar framúrskarandi ástúð- legu viðtökur, sem þau höfðu hlotið. Óll dagblöðin í Reykja- vík birtu einnig kveðju viðtöl við þau hjónin. Fórust “Tíman- um meðal annars þannig orð í viðtali sínu: “Hingað voru þau hjónin mikl ir aufúsugestir, ekki aðeins vin- um og ættingjum, heldur og þjóðinni allri. íslendingar þakka þeim fyrir komuna og óska þeim fararheilla. Þau munu ætíð verða velkomnir gestir til ís- lands á ný.” FRETTIR FRÁ ISLANDI i legur sómi sýndur af hálfu ætt- að þeir gera að minsta kosti ráð i ingja og vina og opinberra aðila, fyrir, að republikanar tapi einiáður en þau lögðu af stað heim- hverjum af sætum þeim, er þeir i leiðis með Loftleiðum mánud- unnu í forsetakosningunum. dagskvöldið þann 6. september. * ! í boði borgarstjóra Reykjavík- Það var hugmynd margra á ur, herra Gunnars Thoroddsen, fundinum í Manila, er rætt varj skoðuðu þau hitaveitu borgarinn um stofnun hervarna í Asíu, aðj ar Qg Sogsvirkjunina, og fannst hafa Formósu með í þeim sam- i mikið til um þau mannvirki. tökum. En Bretar voru ákafir á móti því. Þar hefði þó mátt búast Síðasta föstudagskvöldið, sem þau hjón dvöldu í Reykjavík, við heraðstoð, sem lítil er hjá 1 hélt dr. Kristinn Guðmundsson þeim þjóðum, er samtökin mynd utanríkisráðherra þeim veglega uðu. ★ f frétt frá Ottawa er haldið fram að tekjur bænda í Canada hafi lækkað um $8,700,000 á fyrra helmingi ársins 1954, bor- ið saman við fyrstu 6 mánuði af árinu 1953. ★ kveðjuveizlu, og þakkaði þeim, í nafni ríkisstjórnarinnar, kom- una, og dr. Beck margþætt kynn ingar- og fræðistörf hans, en fyrr á sumrinu höfðu þau, ásamt fleiri Vestur-íslendingum, setið boð forseta íslands, herra Ás- geirs Ásgeirssonar, og frúar hans að Bessastöðum, og einnig Af hálfu liberala verður þing-jhoð forsætisráðherra fslands, hr. mannsefni í Selkirk kjördæmi j úiafs Thors, og frúar hans að til Ottawa þingsins valið á, heimili þeirra. í boði biskups ís fundi í New Poplarfield 23. j ian(js dr< Ásmundar Guðmunds- september. Er sagt að sex muni sonar> foru þau einnig fyrr á gefa kost á sér. Eru nöfn þeirra: William Wood frá Teulon, son- ur Roberts Wood þingmanns er lézt fyrir nokkru, S. V. Sigurds- son Gimli, Barney Egilson borg- arstjóri á Gimli, J. F. Palamar- sumrinu til Gullfoss, Geysis og Þingvalla, en á vegum Eysteins Jónssonar ráðherra fóru þau síð asta sunnudag sinn á íslandi í ferðalag til Strandarkirkju, Keflavíkur og Hafnarfjarðar. “Sigurlampinn”, verðlaun Fé- lags íslenzkra leikdómenda fyrir bezta leik ársins féll í hlut Har- aldar Björnssonar, leikstjóra og leikara við Þjóðleikhúsið. —Vísir 28. júní Próf. Stefán Einarsson heiðraður. Dr. Stefán Einarsson prófess or í norrænum fræðum við Johns Hopkin háskólann í Baltimore, var nýlega kjörinn meðlimur í The American Philosophical Society. Félag þetta var stofnað af Benjamin Franklin á síðari hluta átjándu aldarinnar, og miðar fé lagatölu við 500 hæst. Eru félag- ar kosnir úr öllum greinum vís- inda og fræðimennsku. Segist amerísku stórblaði svo frá, að þetta sé einn hinn mesti heiður, sem amerískum lærdómsmönn- um geti hlotnast. En félagskil- yrði er þó ekki bundið við ameríska borgara eingöngu. Má t.d. nefna þá norrænufræðingana Rasmus Chr. Rask og C. C. Rafn, sem á sínum tíma voru félags- menn Aðeins einum íslendingi hefur áður verið veittur þessi heiður, nefnilega Vilhjálmi Stefánssyni. —Vísir 2. júlí • Þórbergur Þórðarson og frú iil Sovétríkjanna Á s.l. ári bauð Rithöfundasam- band Sovétríkjanna Halldóri Kiljan Laxness til nokkurrar dvalar eystra. í ár hefur þeim Þórbergi Þórðarsyni og Kristni E. Andréssyni verið boðið. Þór bergur fór utan í fyrradag áleið is til Sovétríkjanna ásamt Marg réti konu sinni, og munu þau dveljast eystra um mánaðarskeið. —Þjóðv. 1. júlí i • íslenzk skáldsaga kvikmynduð Þýzkt kvikmyndafyrirtæki hefur samið við Kristmann Gúð mundsson rithöfund um að taka kvikmynd af skáldsögu hans “Morgunn lífsins”.—Vísir 3. jú • f riti National Fisherie? Insti tute í Washington er gerður sam anbuðu á fiskinnflutningi helztu fiskinnflytjenda til Bandaríkj- anna. — Kanada hefur verið og er helzti innflytjandinn á fryst um fiski, en bilið milli fslands sem er í öðru sæti, og Kanada, virðist óðum minnka. Þar sem í ritinu er gerður sam anbuður á fiskinnflutningum eft ir fyrstu fjóra mánuði yfirstand andi árs og fyrra, kemur í ljós að innflutningur á frystum fiski héðan er nær því helmingi meiri í ár en í fyrra, en aukningin á fiskinnflutningnum frá Kanada er aftur á móti ekkert svipuð. FJÆR OG NÆR Mrs. Steinun Inge frá Foam Lake, Sask., var s.l. viku í heim- sókn hjá Mrs. K. Thorsteinson, Selkirk, Man ★ ★ ★ Mrs Mabel Sigurdson frá Van couver, er stödd hér eystra, í heimsókn hjá forn-vinum á Gimli. ★ ★ ★ Messað verður á sunnudaginn kemur, 19. þ.m. á Geysi, kl. 2 á íslenzku, og á Víðir kl. 2 á ensku. —Robert Jack. ★ ★ ★ Allan Myrick prestaskólanemi frá Bandaríkjunum, sem þjónað hefir í prestaköllum Unitara í nýja íslandi og á Lundar á sumr inu, er nýlagður af stað suður til framhalds náms. Var hann kvadd ur með fjölmennri samkomu af kvenfélagi Unitara á Gimli og þakklæti og vináttu fyrir starf- ið. ★ ★ ★ l.O.D.E. TEA The Jon Sigurdson Chapter I.O.D.E. holds it annual Fall Tea and sale at The T. Eaton As- semhly Hall (7th' floor) Satur- day, Sept. 25, from 2.15—5 p.m. In addition to the home cook- ing and novelty sales, a special feature of this years’ Tea will be a really outstanding handi- craft both where patrons may buy at most reasonable prices, a variety of handworked articles. Among them, such novel articles as doll’s clothes, baby’s wear, fancy mitts and socks for child ren; as well as aprons, pothold ers and innumerable other items suitable for gifts on occasions such as birthdays, showers or | Christmas.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.