Heimskringla - 06.10.1954, Blaðsíða 3

Heimskringla - 06.10.1954, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 6. OKT., 1954 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA Quebec geti ekki verið fylki, eins og hin fylkin.” Sama er að segja um blöð strandfylkjanna, er leggjast öll á sveif með St. Laurent. í sam- bandi við þessar undirtektir blaðanna, utan Quebec fylkis; er rétt að taka fram, að þar er ekki aðeins um að ræða tekjuskattslög m sem að Nationalista stjórninn í Quebec samþykkti í fyrra vet- ur og langvarahdi Nationalista þóf við landsstjórnina, heldur líka, og að líkindum miklu frem- ur ummæli stjórnarformanns í Quebec í ræðu er hann flutti 26. september til svars uppá það sem St. Laurent sagði í ræðu sinni í Montreal 19. sama mán- aðar, en þau voru eftir því sem að blaðið Montreal sagði: “Mr. Duplessis sagði það væri sorg- •egt að það væri Mr. St. Laurent sem að hefði sagt . . . að það væri engin mismunur á Quebec- fylki, og hinum fylkjunum. Að stæður Quebec fylkis eru ekki þær sömu og hinna fylkjanna. Mr. St. Laurent sem að er Rom- an-kaþólskur, fransk-kanadiskur og hefir alið allan sinn aldur í Quebec, hefði átt að vita það.’" Hér er ekki um neitt pólitískt atkvæðabrall að ræða, heldur er spursmálið hvorki meira né held ur minna en það, hvort að Que- bec á að vera fylki innan fylkja- sambands Kanda, eða sjálfstætt ríki utan þess. J. J. Bíldfell ANNAÐ BINDI NÝYRÐA Frh. frá 1. bls. þriðja bindið og verður ritstjóri þess einnig Halldór Halldórsson. Mun það einnig f jalla um land- búnað, svo og flugmál. Mun Agn ar Koefod Hansen flugvallarstj., veita sérfræðiaðstoð við útgáf- una. Mun þessi nýyrðaútgáfa alls ,aka til um 25,000 orða. Þegar öll bindin eru komin út, verður þeim steypt saman í eina nýyrða bók. Sérfræðilega aðstoð við þetta bindi hafa þeir Hjálmar Bárðar- son skipaskoðunarstjóri, Árni G. Eylands stjórnarráðsfulltrúi, Gísli Kristjánsson ritstjóri, Pálmi Einarsson landnámsstjóri °g Sigurður Pétursson gerla- fræðingur. Útgefandi er Leift- ur- —Vísir H.WCPOUO WINNIPEG BREWERY Hmitio ^’.aupið Heirnskrinjflu Lesið Heimskringlu Borrrið Heimskrir.; iu Thelma (RAGNAR STEFÁNSSON ÞÝDDI) Dyceworthy var í illu og ergilegu skapi. Hann var að rækja köllun sína—reka heilagt og göf ugt erindi. Hann hafði fundið krossmark, með nafninu Thelma gröfnu á það—hann var nú á leið til þess að skila því til hins—að því er virt ist rétta eiganda og um leið og hann skilaði því, hafði hann ásett sér að halda fordæmingar fyrir lestur yfir eiganda þess og öllum þeim, sem tryðu á slíkt eins og helga dóma, og hóta þeim kvölum í hinum ytztu myrkrum. Hann var bú- inn að hugsa sér allt sem hann ætlaði að segja, og hann hafði sumt af svæsnustu setningunum yfir, meðan hann streittist við að róa. Hann leit í kringum sig, og tók eftir því þá fyrst hvað tómlegt var á firðinum. Eitthvað vantaði, sem hafði verið þar áður; hann áttaði sig undireins á hvað það var—enska skemti- skipið Eulalie var farið þaðan sem það hafði legið við akkeri. Nú, það er þá svona!” sagði Dyceworthy hálf hátt, “það er skjót hrottför! Ætli þessir ungu menn séu farnir fyrir fullt og allt, eða skyldu þeir koma hingað aftur? Skemtilegir piltar—mjög viðfeldnir! léttúðugir, ef til vill, en viðkunnanlégir”. Og hann brosti góðlátlega. Hann mundi ekki minnstu vitund eftir neinu sem gerst hafði, eftir að hann tæmdi flösku Macfarlanes með Glenlivet-víninu; hann hafði enga hugmynd um, að hann hafði verið nálega borinn inn úr garðinum, inn í stofuna, og kast að þar í legubekkinn til þess að sofa úr sér á- hrifin af hinu sterka whiskýi. Sízt af öllu mundi hann eftir því, að hann hefði ljóstað upp til- finningum sínum og ákvörðunum gagnvart Thelmu Guldmar, eða látið í ljósi trúarskoðan ir sínar eins hreinskilnislega og hann gerði. Tæpléga hefði hann verið eins ánægður með sjálfan sig, ef að hann hefði munað þetta og margt annað sem hann talaði af sér í ölæðinu kvöldið áður. Eftir meira en klukkustundar erf iðan róður, náði hann að lokum ákvörðunarstað sínum. Hann batt bát sinn við litlu bryggjuna, og gekk drembilega upp að húsdyrunum á bónda býlinu. Ólíkt því sem venja var, voru dyrnar lok aðar, og, allt virtist einkennilega þögult og hljótt. Þennan síðari hluta dags var hitinn svo mikill, að söngfuglarnir létu jafnvel ekki til sín heyra, en kúrðu undir grænu, svölu laufblöð unum, og hið eina hljóð sem heyrðist var dauft kurr í dúfunum uppi á þakinu. Þó að hann væri aálítið hissa á hversu allt virtist tómlegt á bóndabýlinu, lét Dyceworthy það ekkert á sig fá en barði harkalega að dyrum. Hann beið góða stund, og barði síðan ennþá hærra en áður, og tautaði nokkur blótsyrði fyrir munni sér. Að lokum var hurðin opnuð snöggt, og hin hrokkin hærða og kinnarjóða Britta stóð frammi fyrir honum með viðmóti, sem hvorki var uppörvandi eða kurteist. Bláu, stóru augun hennar glömp uðu óskammfeilnislega, og hún studdi beru, bústnu og rauðu handleggjunum sápufroðugum á mjaðmirnar með sýnilegri ósvífni. “Nú, hvað vilt þú?” spurði hún stutt og höstugt. Dyceworthy horfði á hana undrandi og móðgaður. Hann virtist vera orðlaus, en reyndi að komast fram hjá henni inn í húsið En Britta studdi 'höndunum ennþá þéttara á mjarðmirnar, og varð enn óárennilegri, og rödd hennar var f llt annað en blíðleg þegar hún sagði: “Það er með öllu gagnslaust að þú komir inn! Hér er engin nema eg. Húsbóndinn er ekki heima, og kemur ekki fyr en í kvöld”. “Unga stúlka”, sagði Dyceworthy með þungri alvöru, “mér þykir mjög leitt að verða þess svo óþreifanlega var, að viðmót þitt og framkoma þyrftu að taka stórum breytingum til batnaðar. Fjarvera húsbónda þíns gerir hvorki til né frá hvað mig snertir. Það er við fröken Thelmu, sem eg óska að tala”. Britta hló, og ýtti jörpu, hrokknu hárlokk unum frá enninu. “Frökenin er að heiman líka”, ■’agði hún stillilega. “Það er mál til komið að un nyti einhverrar glaðværðar og herrarnir ara með hana eins og hún væri drotning!” Dyceworthy hrökk við, og ásýnd hans varð orlitið fölari. “Herrar? Hvaða herrar?” spurði hann með snert af óþolinmæði. Gáskakennd stríðni Brittu virtist aukast. Herramennirnir af skemtiskipinu, auðvitað”, sagði hún. “Hvaða aðrir herramenn eru hér?” Hún mældi hinn feitlægna og ógeðslega ’prest með augunum, og það skein megnasta fyr- 'rlitning úr svip hennar. “Philip barón Erring- ton var hér ásamt vini sínum í gærkvöldi, og dvaldist þeim lengi hér—og í dag kom fallegur íjórróinn bátur til þess að sækja húsbóndann og fröken Thelmu og þau sigldu öll til Kaa- fjarðarins, eða einhverra annara staða hér í "5 VOTE FOR SCOTTY BRYCE in Selkirk - Nov. 8th S.- Professional and Business ===== Directory- Oíflce Phone 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consult.atlons by Appointment grendinni. Og mér þykir vænt um það!” hélt Britta áfram. “Þeir eru þeir mjmdarlegustu og kurteisustu herramenn, sem eg hefi nokkurn tíma séð—og það er auðséð að þeim þykir meira en lítið koma til frökenarinnar, og vilja gera henni allt til geðs!” Dyceworthy var allt annað en ánægjulegur á svipinn. Þetta breytti hlutunum mikið, og hann hafði aldrei gert ráð fyri rað allt snérist á þennan veg. Britta gaf honum gætur, og hafði gaman af vonbrigðum hans. “Viltu skilja eftir einhver skilboð til þeirra, þegar þau koma heim”, spurði hún. “Nei”, sagði presturinn á báðum áttum. “Og þó—bíðum við— já; segðu frökeninni, að eg hafi fundið hlut, sem hún á, og ef að hún óskar eftir að fá hann, þá skal eg sjálfur koma með hann”. “En ef hún á þennan hlut, þá hefir þú ekk- ert leyfi til þess að halda honum”, sagði Britta hranalega. “Hversvegna ekki að skilja það eftir hjá mér, hvað svo sem það er?” Dyceworthy prestur virti hana fyrir sér með hrokafullum og ógeðslegum svip. “Eg trúi ekki óbreyttu vinnufólki fyrir neinu sem við kemur mér eða henni”, sagði hann. “Vinnufólki, meira að segja, sem yfirgefur sitt eigið fólk, I trú þess og siði—og blandar sér saman við þá, sem búa í vantrúarmyrkri—vinnufólki, sem jafnvel sekkur svo lágt, að gleyma að mestu sínu eigin tungumáli, og sem aðhyllist—” Hvað hann hefði sagt, er ekki gott að gizka á, þar sem honum var einmitt á því augnabliki nálega velt um koll af einhverjum sem skauzt liðlega fram hjá honum eins og kólfi væri skotið, en reyndist að vera mannvera—enginn annar en hinn brjálaði Sigurd, sem eftir að hafa komið þessu hrekkjabragði fram, stóð upp, og hló tryllingslega. “Ha, ha!” hrópaði hann. “Þetta var nú snildarlega vel gert! Ef að eg hefði fellt þig, hefðir þú þurft að hafa yfir bænirnar þín ar aftur á bak! Hversvegna ert þú hér? Þetta I er ekki staður fyrir þig! Það er enginn hér. Hún j er farin — það er enginn í heiminum! Það er | ekkert neinsstaðar nema loft, loft, loft! Engir fuglar, engin blóm, engin tré, ekkert sólskin! Allt farið með henni út á hið glampandi haf!” Hann veifaði handleggjunum í ákafa, og benti með fíngrinum á prestinn. “En hvað þú ert ljót- ur maður!” hrópaði hann með barnslegri hrein skilni. “Eg held að þú sért ljótari en eg! Þú ert beinn—en þú ert eins og móhlass—þungur og ólífrænn og hæfur til eldsneytis. Nú, eg—eg er hlykkjótt trjágrein, en eg hefi skrúðgræn lauf, sem fugl felur sig í og syngur allan dag- inn! Þú—þú hefir engan söng, ekkert lauf- skrúð; þú ert aðeins ljótur og ófrjór og hæfur til eldsneytis!” Hann hló hjartanlega, og kom auga á Brittu, þar sem hún stóð í dyrunum og sýndi ekki á sér minnstu undrun yfir hinu ein- kennilega framferði hans; hann fór til hennar, og greip í svuntu hornið hennar. “Farðu með mig inn, góða Britta—fallega Britta!” sagði hann í bænarrómi. “Sigurd er svangur! Britta, ástúðlega litla Britta—komdu og talaðu við mig og syngdu! Far vel, feiti maður!” bætti hann við skyndilega og snéri sér aftur að Dyce- worthy. “Þú nærð aldrei í stóra skipið, sem er farið með Thelmu yfir hafið. Thelma kemur aftur—já!—en einhvern tíma fer hún, og kemur aldrei aftur”. Hann lækkaði röddina þangað til að hún var aðeins veikt hvísl. “í gærkvöldi sá eg ofurlitla álfaveru koma út úr rós, hún hélt á undur litlum gullhamri og nagla og dálítilli hönk, eins og uppvafinn sólargeisla. Hiun flaug í burtu svo fljótt, að eg gat ekki fylgt henni eftir; en eg vissi hvert hún for! Hún festi nagl ann í hjarta Thelmu djúpt, svo að það blæddi dá lítið—en hún fann ekki til neins sársauka; og svo festi hún gullband við naglan, og fór frá henni með hinn endann á gullbandinu með sér __til hvers? Hjarta einhvers annars mætir sömu meðferðinni. Hjarta hvers?” Sigurd andvarpaði þungt og sárt. Svipur Dyceworthy prests lýsti bæði óþolinmæði og viðbjóði. “Það er hörmulegt”, sagði hann með hátíð- legri þolinmæði, “að þetta vanskapaða og brjal- aða afhrak, sem bölvun Guðs og manns virðist hvíla yfir, er ekki látinn á hæli eða stofnun, þar sem hægt væri að veita rétta hjúkrun og hent- uga aðbúð. Þú, Britta, sem ert uppáhalds þjon- ustastúlka—jæja—við skulum segja undarlegr ar húsmóður, ættir að fá hana til þess að senda þennan—þennan—aumingja burtu, áður en brjál semi hans verður reglulega hættuleg.” Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Löqírœáinqcn Bank oí Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sími 928 291 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNTPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 H. J. PALMASON CHARTERED ACCOUNTANT 505 Confederation Life Bldg. Winnipeg, Man. Phone 92-7025 Home 6-8182 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sfmi 927 5S8 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg Rovatzos Floral Shop 25S Notre Dame Ave. Ph. 9S2 9S4 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors ol Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-S917 A. S. BARDAL L I M I T E D ,.®^ur hkkistur og annast um utfarir. Aliur útitoúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg M. Einarsson Motors Ltd. Buying and Selling New and Good Used Cars Distributors for FRAZER ROTOTILLER and Parts Service 99 Osborne St. Phone 4-4395 Union Loan & Investment COMPANY RentaL Insurance and FinancUxl Agents Sími 92-5061 508 Toronto General Trusts Bldg. The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG., (Opp. Eaton's) Office 92-7130 House 72-4315 Bookkeeping, Income Tax, Itisurance Mimeographing, Addressing, Typing S.- Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Builder • 526 ARLINGTON ST. Sími 72-1272 MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. L 275 FI N K L E M A N OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Building Portage Ave. Winnipeg PHONE 92-2496 COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, pianós og kæliskápa Önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Sími 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi ■'S Vér verzlum aðeins með fyrsta ÍJokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellíce Ave. Winnipeg TALSIMI 3-3809 BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverlev) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími 36-127 Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. I Opp. New Maternity Hospital NELL’S FLOWER SHOPt Wedding Bouquets, Cut Flowers Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 \ f'- GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACGOUNTANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. 74-4558 Rcs. Ph. 3-7390 S.- Office Ph. 92-5826 Rcs. 40-1252 DR H. J. SCOTT Specialist in EYE, EAR NOSE and THROAT 209 Medical Arts Bldg. HOURS: 9.30 - 12.00 a.m. 2 — 4.30 p.m. T. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU d— Hafið HÖFN í HUÍ L ICELANDIC OLD FOLh HOME SOCIETY — 3498 Osler Street ■ Vancouver 9, B. C. JACK POWELL, B.A. LL.B. BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBUC Off. Ph. 927751 - Res Ph. 56-1015 206 Confedcration Building, Wínntpeg, Mán. S.- GILBÁRT FUNERAl HOME — SELJÍIRK, MANITOBA - J. Roy Gilbart .Licensed Embalr PHONE 3271 - Selkirk HERE JOW! ToastMaster MIGHTY FINE BREAD! At your grocers J. S. FORREST, J. WALTON Manager Sales Mgr. PHONE 3-7144 \ t'----------—-------- GUARANTEED WATCH, 8c C REPAIRS SARGENT JEWELLl H. NEUFELD, Prop. Watches, Diamonds, Rings, i Silvenvare, China 884 Sargent Ave. Phone

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.