Heimskringla - 06.10.1954, Blaðsíða 1

Heimskringla - 06.10.1954, Blaðsíða 1
/A V Wf/ \ i u LXIX, ARGANGUR WINNIPEG, MIÐVXKUDAGINN, 6. OKT., 1954 NÚMRR 1. FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR fSLENDINGUR FORSETI CHAMBER OF COMMERCE G. S. Thorvaldson, Q.C. Frá ársfundi Canadian Cham- her of Commerce, sem haldinn var frá 4—7 október mánaðar í borginni Halifax, N. S., bárust* 1 þær fréttir í morgun, að íslend- ingur hefði verið kosinn forseti þessa allsherjar verzlunarráðs í1 Canada. íslendingurinn er G. S. Thor- valdson, Q.C., Winnipeg, er lög- fræðings stofnun rekur í þess-1 um bæ ásamt öðrum undir nafn1 inu Thorvaldson, Eggertson, Bastin and Stringer og nýtur sérstaks álits og vinsældar með- al íslendinga í þessum bæ og fylki. Mr. Thorvaidson var þingmað ur þessa bæjar (suður-Winni- Peg á fylkisþingi^Manitoba í 8 ár; hlaut fyrst kosningu 1941. Hann var um skeið forseti Canadian Chamber of Commerce 1 *Vinnipeg og vara forseti að- alfélagsins í Canada s.l. ár. Hann reyndist hinn mesti forkólfur i starfinu og var eflaust vegna þess falin aðal-umsjón þess. Hann er og með glæsilegustu mönnum á velli Mý. Thorvaldson er og forseti International Loan Co., North- Canadian Trust Company og í stjórn margra fleiri félaga. E*á heyrir hann til sem að lík 11,11 lætur, Manitoba and Can- adian Bar Associations (lög- fræðifélögum). Við hiriu víðtæka starfi sínu nú, tekur hann af W. J. Borrie frá Vancouver, B. C., fyrrum forseta Canadian Chamber of Commerce í Canada. Mr. Thorvaldson er sonur ninna valinkunnu hjóna Sveins kaupmanns og Margétar Thor- valdson í Riverton. Hann er giftur herlendri konu, Edna Schwitzar að nafni, eiga þau tvær dætur, Nora og Ruth, báðar btskrifaðar af Manitobaháskóla. Staða þessi mun ein af hinum rnikilvægari er fslendingar hafa ^ér skipað. Með íslenzkum málum hefir Mr. Thorvaldson vel fylgst og er einn af stjórnendum og út- gefendum blaðsins Heims- kringlu, sem faðir hans var, frá því að Viking Press keypti blað- ið. tJR ÖLLUM ÁTTUM ftalir og Júgóslafar hafa loks eftir 8 ár komið sér' saman um skifingu Trieste-svæðisins. Alls var hið umdeilda svæði 285 fer- mílur með 272,000 íbúum. Er hlutur Júgóslafíu heldur stærri. Hefir oft legið við stríði út af þessu milli þessara landa. Sættir urðu i byrjun þessarar viku um þetta í London. Þegar Rússar heyrðu að þjóð ir vestur-Evrópu væru í þann veg að koma sér saman um að leyfa Þýzkalandi að hervæðast, hótuðu þeir í útvarpinu, að hefja látlausan áróður á móti því. Þingið á Frakklandi á eftir að samþykkja hervæðinguna. Það er auðséð í hvers þjónustu hervarnir Evrópu átti að eyði- leggja. ★ Louis St. Laurent, forsætisráð herra Canada og Duplessis for sætisráðherra Quebec fylkis, ætla bráðlega að gera út um á- greiningsmál sín um skatta. Seg ir St. Laurent, að af kröfu Du- plessis geti leitt að sambands- stjórnin verði að hafa fund með fylkisstjórnunum og að líkindum að slá af skattkröfum sínum við þær. Það er tóm fíflska, sem hald- ið er fram um það af liberölum, að Quebec vilji brjótast úr sam bandi Canada. Það sem Quebec- ingar vilja er að ná yfirhönd í öllu landinu, að landið verði al- franskt, en það er einmitt það, sem liberalflokkurinn hefir frá 1896 barist og berst óafvitandi fyrir, ef ekki vísvitandi. Það eru Quebec-Frakkarnir sem þsir eiga að þakka að hafa hangið við völd, eins og raun hefir á orðið. Og svo er Free Press að halda fram, að þjóðernisstefna Quebec Frakka sé George Drew foringja íhaldsmanna að kenna! Þvílíkt yfirklór í aðalmálgagni liberala í vestri fylkjum lands- ins, höfum vér aldrei fyr séð! ★ í ræðu sem H. H. Rogge frá Hamilton hélt á fundi Canadian Chambers of Commerce, í Hal- ifax nýlega, komst hann svo að orði um iðnaðarframfarir Can- ada, að þær hefðu nífaldast á síð- ustu 20 árum, en innflutt iðnaö- arvara hefði aukist 11 sinnum á sama tíma. •k Stephan Juba fylkisþingmað- ur hefir nú bæzt í hóp þeirra er gera ráð fyrir að sækja um borg- arstjóra-stöðu í Winnipeg. Þeir eru þvífimm alls. Hinir eru Gar- net Coulter, George Sharpe, bæjarráðsm., E. R. Draffin (CC F), Willia Kardash (kommi.) ★ Um 400 iðnverkamenn (plum- bers), í Winnipeg, gerðu verk- fall s.l. mánudag, er enn stendur yfir. Þeir biðja urn 15c kaup- hækkun á klukkustund. Kaup þeirra nú er $2 á kl.st. ★ Columbo-félaginu í Suður- Asíu, er stofnað var til þess að sjá um aukna framleiðslu, til- heyra nú 16 þjóðir. Japan og Thailand gerðust nýlega félagar. Atvinnuleysi kreppir víða að eystra. Á Indlandi eru t.d. 20 miljónir manna atvinnulausir. Duncan Thomas McWhirter ils námsstarfs. En hann hefir og haft, vegna sinna góðu hæfi- leika, ýmsum störfum að sinna, svo sem meðritstjórn árbókai skólans, tilheyrt leikflokki, og tekið mikinn þátt í knattleikj- um og öðrum íþróttum. Móðir Duncans er íslenzk og heitir Guðrún, dóttir Soffíu og Tómasar heitins Benjamínsson- ar, góðkunnra hjón í þessum bæ. Duncan er nú skráður til lista- nám (Honor Arts course) á Tor- onto háskóla. EVRÓPUHERINN Það þykir nú líklegt að Ev- rópuherinn verði vakinn upp frá dauðum. Hefir Bretland lofað meiri herstuðningi en áður í Ev- rópu og er haldið að Frökkum nægi það. Með því eiga þjóðverj ar að fá leyfi til að hervæðast, en þó fremur að líkindum með Áílanzhafsbandalaginu, en sex þjóða-hernum. Það er haldið, að fult samkomulag sé aftur fengið um hervarnir Evrópu, en það má gott heita, ef þarna eru öll kurl komin til grafar. Bretar hafa sjáanlega ekki viljað eiga á hættu að Bandarík in hyrfu úr Evrópu. En þau hót- uðu því, ef Evrópa áliti engra varna þörf. Máli þessu er talið lokið. En þó er óvissa ríkjandi sumstaða; í sambandi við það, eða um að Frakkar eigi eftir að fleyga það á síðustu stundu. HLÝTUR ÞRENN NÁMSVERÐLAUN Duncan Thomas McWhirter heitir ungur maður af íslenzku bergi brotinn, er á skömmu hefir unnið þrenn námsverðlaun. Vann hann hin fyrstu á . Fort William Collegiate Institute fyrir tveggja ára ágæta frammi- stöðu við námið, $300, hvort ár. Voru það Port Arthur og Fort William klúbb verðlaun svo nefnd. En hann hefir einnig unu ið fyrir háskólanám $400 verð- laun sem veitt eru af Atkinson’s Foundation. Þetta nemur til samans miklu fé og ber vott mik •:><* - Joyce Borgford (seated) and Eleanor Johannson Tvær íslenzkar stúlkur frá Ár-|ar miðskólann, hafa allt af unn borg, Manitoba verða fyrir þeim heiðri að vera sendar fyrir hönd unglinga klúbba (4-H Clubs) í Mftnitobafylki til að taka þátt í Toronto Royal Winter Fair, í ár. Fjórtán unglingar víðsvegar um Manitoba sem hlutskarpastir urðu í undirbúningssamkeppn- um, á ýmsum sviðum landbúnað- ar og heimilisiðnaðar,, fara frá Manitoba til að sýna kunnáttu sína á þessari aðal sýningu lands ins, og eru íslenzku stúlkurnar, Eleanor Johannson og Joyce BATNANDI MÖNNNUM BEZT AÐ LIFA Fréttin er ótrúleg. En hún getur verið sönn fyrir því. Blöð in fluttu hana s.l. viku. Og þau sega að minsta kosti ekki ávalt ósatt. Hún áhrærir Bandaríkja-kosn- ingarnar sem í hönd fara, og er um það, að banna þingmannaefn um og málafylgju mönnum þeirra, að segja nokkuð ljótt eða ósæmilegt í kosningunum um andstæðinga sína. Formenn allra flokka hafa gert samning sín á milli um þetta og hafa tilkynt það öllum, er í kosningastarfinu taka þátt. Þetta virðist því al- vara. f stað þess að ata andstæðing sinn út með personulegum skömmum, slúðursögum og rógi eða brígsyrðum út af þjóðerni, trú og sérsiðum ýmiskonar, á að ræða málefniri af viti og sann girni og fræða kjósendur um þau. Það hefir stundum viljað verða brestur á þessu. En nú á ekki að segja neitt er skugga kastar á menn og málefni vegna aðferða, sem oft eru notaðar bæði af þingmanna-efnum og at kvæðasmölum. Batnandi mönn- um er bezt að lifa. GÓÐUR GESTUR ANNAÐ BINDI NÝYRÐA- ORÐABÓKARINNAR AÐ KOMA ÚT. Annað bindi safnsins um ís- lenzk nýyrði er nýkomið út. Fjallar það um nýyrði í sjó- mennsku og landbúnaði og hef- ur dr. Halldór Halldórsson dós- ent tekið þau saman og annast ritstjórn verksins. f fyrra kom út fyrsta bindi ný yrða og sá dr. Sveinn Bergsveins son um útgáfu þess bindis, en hann er nú prófessor í Berlín. Sérstök nýyrðanefnd starfar með ritstjóra og hefur hún með höndum yfirstjórn verksins, en það er upphaf málsins, að á al- þingi árið 1951, var að tilhlut- un -þáverandi menntamálaháðh., Björns Ólafssonar, veitt fé til skrásettningar og samningar ný- yrða. f nefnd um þetta mál eru dr. Alexander Jóhannesson, sem er formaður nefndarinnar, dr. Þorkell Jóhannesson og dr. Ein ar Ólafur Sveinsson. Voru í fyrsta bindinu um 6000 nýyrði, en í þessu um 5000. Hon. Joseph Thorson Hon. Joseph Thorson, dómari í fjármálarétti Canada er stadd- ur í Winnipeg, heimaborg sinni, um þessar mundir. Hann hefir réttarhöldum að sinna bæði hér og í Saskatoon. Hann hefir mestu mætur á að heimsækja Winnipegi Þar á hann fleiri foma kunningja en honum vinst tími til að sjá á ferðum sínum hingað. En hann kann nú orðið eigi síður vel við sig eystra, hann telur loftslag þar mildara en hér. Mér ‘hefir og einhver sagt að hann eigi skemtilegt heimili þar, all stórt hús, um- kringt fögrum blómgarði. Hann leit inn á skrifstofu Heims- kringlu s.l. laugardag. Sagðist hann í einni ferð til Evrópu hafa komið til íslands, en einungis til Keflavíkur, og viðstaðan var að- eins 40 mínútur. Sagðist hann einhvern tírila mundi skreppa heim. Hann talar enn íslenzku vel, enda kaupir hann íslenzk blöð og bækur. En tækifærin eru minni eystra að tala íslenzku. Þar er enskan og franskan í há- sæti eins og lög gera ráð fyrir. Réttarhöld fara oft fram undir stjórn Thorsons á frönsku. This is an elementary course for those who wish to begin or to brush up the study of Ice- landic. Its aim is to provide ar. -introduction to Icelandic gram- mar and a working knowledge of the language. Lecturer: Professor Finnbogi Guðmundsson. Borgford sigurvegararmr i 4_H sauxnasamkeppni í Selkirk. þeirri deild sem heyrir til fata- saum. Unglingarnir keppa í einingu tveir og tveir saman i hverri deild. Eleanor og Joyce eru vel að þessum heiðri komnar. Hafa þær orðið hlutskarpastar í sauma- deildinni í svo að segja öllum sýningum hér í Manitoba síðast liðin tvö ár, annað hvort jafnar að hámörkum eða rétt á undan hver annari. ið saman við saumastarfið og eru afar vandvirkar. Oft vaka þær langt fram á nætur til þess að gera einhverju verki góð skil. Og það gerðu þær áreiðanlega áður enn þær fóru á samkeppn- ina í Portage la Prairie síðast liðið sumar, þar sem þær áttu að sýna hinar fallegu dragtir (suits) sem á myndinni sjást. Fengu þær þá hæstu mörk (bað- ar jafnar) en Joyce hlaut gullúr fyrir munnlega framsögn saumaskap. Áður hafði Eleanor hlotið gullúr fyrir að dæma í How To Enrol:: You may enrol at the Evening Institute office, Er*ætlun'in.'að*á n^« árl klmiiff0” »»• Br<»«wy Building Framhald á 3 bls.! l.C'n,re W,"S. Mamorral Blvd., ______________________ Entrance). The office is open , D.. .. . i from 9:00 a.m. to 12:00 noon, Mana Rognvaldsd. ’ and from 1:30p.m. to 5:00 p.m ANDLÁTSFREGN ST. G. ST.'Monday through Friday, and from 9:00 a.m. to 12:00 noon on Kveöið þegar fregnin barst til heimalandsinS Nú er fallinn foringinn frægðardagar líða —. Klettaf jalla kongurinn kunni brag að smíða. Eg á engan styrkan streng um “Stephan”. titra ómar. Eftir slíkan dáðadreng duga ei veikir hljómar. Enginn getur stillt hans streng, Á sýningunni í Portage La Prairie, 1953, voru Joyce og Stephans þegja hljómar. Eleanor kosnar prinssessur til að stoðar 4-H tísku drotningunni. Það ár unnu þær einnig Kiwanis Club skjöldinn fyrir opinbera sýningu og leiðbeiningar í sauma skap (demonstration). Eleanor er dóttir Thorkels Johannssonar í Árborg og konu hans Guðrúnar (Sigvaldason). j Foreldrar Joyce eru Marino og Joyce og Eleanor, báðar 16 ára Ellen (Arngrimson) Borgford og nú í eliefta bekk við Árborg- —H. D. LANL)SBU(\ÁSAf ri Aldrei slíkum dáða dreng dýrir brugðust ómar. BYRJENDANÁMSKEIÐ í ÍS- LENZKU The University of Manitoba Evening Institute, Broadway Building, announces a course in Beginning Icelandic, Tuesday nights at 8 p.m., commencing October 26th. Saturdays. If you cannot come personally 1 to the office during the above I hours, mail your application. | with name, address, telephone ! number, course desired and the fee ($7.50) to Evening Institute Office, Room 203, Broadway Building, 200 Memorial Blvd., Winnipeg 1. You are urged to do this by October 18th if pos- sible. The office will be open from 7:00 p.m. to 8:00 p.m. each even- ing, Monday to Thursday, dur- ing the first week of classes only, i.e. for one hour before each class begins. If you cannot register before then, you may enrol during this hour. The class will meet once each week, an hour and a half, 8:00 p.m.—9:30 p.m., for at least twelve weeks. The text will be. Stefán Einarsson: Icelandic Grammar. texts, glossar^r, Balti- more 1949.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.