Heimskringla - 13.10.1954, Blaðsíða 1

Heimskringla - 13.10.1954, Blaðsíða 1
LXIX, ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDACHNN, 13. OKT. 1954 NÚMER 2. FRETTAYFIRLIT OG UMSAGNIR KfNVERJAR OG LÖND SUÐ-AUSTUR-ASÍU lialda við sínu þjóðerni. Hjann veitti þeim er líklegastir voru til forustu, fræðslu í skólum Pekingborgar. Unnu þeir síðan að þjóðræknismálum sínum í þessum löndum til þess með tíð og tíma, að efla viðskifti milli þessara landa og Kína. Og sann leikurinn er sá, að meirihluti þessara erlendu Kínverja aðhyll ist Chiang Kai Shek meira sem foringa Kína nú en Mao Tse Tung, núverandi kommúnista- foringja landsins. Það munu k'ommúnistar vita og getur að nokkru af því stafað æði þeirra í að leggja þessi lönd Suð-austur Asíu undir sig og hneppa hinar þjóðirnar sem enga vörn geta sér veitt í kommúnistiskan þræl- dóm. En um þessi mál stendur svo mikill hávaði af hálfu kommún ista, að fjöldi manna út um all- an heim veit ekkert hvað rétt eða rangt í þeim—og samþykkir eins oft lýgi kommúnista eins og hávaðinn ÚR ÖLLUM ÁTTUM Ástæðan, sem að jafnaði er íærð fyrir því, að Kína áseilist lönd í Suðaustur-Asíu, er sú, að þeir séu þar fjölmennasta þjóð- arbrotið. En af skýrslu að dæma í ritinu “U. S. NeW's” nýlega, um tölu Kínverja í þessum lönd um, verður alt annað uppi á ten ingi. f Vietnam, landinu, sem Kín- verjar börðust nýlega í um yfir- ráð og náðu þeim, eru Kínverjar aðeins 5% allrar þjóðarinnar. í Kambodía eru um 300 þús. Kínverjar eða 10% allrar þjóðar- innar. í Indónesía eru 2 miljónir Kínverjar eða 3% allra íbúanna. í Burma eru um 300 þús., eða ekki full 2% íbúanna. Á Filipseyjum eru 120 þús. Kínverjar eða um 0.6% (ekki eitt prósent). En á Malakkaskaga og í Sing apore, er hátt á þriðja miljónj sannleikann ,enda er Kínverja og þar eru þeir 45.8% til þess ætlaður. af íbúunum. í brezka hluta! ------------- Borneo og Sarawak, eru þeir 220 þús. eða 24.4%. í Thailand eru um 3 miljónir af Kínverjum eða um 15.5%. Of þessu er ljóst, að Kínverjar eru f jölmennastir þar sem Bretar hafa ráðin eystra. Má eflaust af því draga ýmsar skoðanir um af- stöðu Breta í málum Asíu. Margir þessara Kínverja eru fæddir í þessum löndum. En þeir eru afkomendur í marga liði manna, er frá Kína fluttu til þessara landa til að reyna að bæta hag sinn þar. Þeir hafa á- gætlega verndað þjóðerni sitt, haldið við máli og siðum for- feðranna. Þeir hafa og komið sér vel á meðal sambýlinga sinna, að flestu leyti, nema því, að þeir hafa ávalt viljað ’hafa meira og minna tögl og hagldir viðskifta í þessum löndum. Fyrir það hafa þeir aldrei orðið eins eiginlegir íbúar sem aðrir þjóðflokkar, er bændur og verkamenn hafa gerst þar. Þegar á tölu Kínverja er litið, í öðrum löndum eystra en Breta, eru þeir ekki svo fjölmennir, að erlent land eins og Kína þurfi þar að heyja “frelsisstríð” fyrir þá. í Indó-Kína eða Vietnam, þar sem Kínverjar eru aðeins 5% íbúanna, var ekki snefill af rétt- læti í því fyrir Kínverja, að hefja þar stríð og taka landið af hinum íbúanna sem voru 95% þjóðarinnar. Þarna er því um landrán og ekkert annað að ræða. Það er alveg eins að ráði sínu farið þarna og Rússar gerðu í Vestur-Evrópu, er þeir tóku tylft landa þar, varnarlausra, og sviftu frelsi og sjálfstæði sínu. Út af þvi spruttu upp land varnir Vestur- og Suður-Evrópu. Út af svipuðu landaráni Kínverja í Koreu og síðar í Indó-Kína, hafa nú sprottið varnir vest- lasgu þjóðanna í Suð-austur- Asíu. * Og samtformæla og hálfumsnú ast sumar vestlægu þjóðirnar Bandaríkjunum fyrir, að reyna að bera hönd fyrir höfuð þess- ara þjóða, sem einræðis stefnu kommúnista eiga á hverri stundu á hættu að verða að bráð, eins og Indó-Kína varð. En svo er einnig önnur hlið til á þessu máli um lönd Suð- austur-Asíu. f rauninni er það Chiang Kai Shek, ,sem fyrstur rétti Kínverjunum, sem í þessum löndum, sem annarsstaðar er- lendis, búa, aðstoðina til að Frá Stokkhólmi barst fregn s. 1. laugardag um það, að þeir sem væru líklegastir til að hreppa bókmentaverðlaun Nobels þessu ári væru annað hvort Ern est 'Hemingway, bandaríska sagnaskáldið eða Halldór K. Lax nes. Hinn fyrnefndi tapaði þeim á s.l. ári fyrir Sir Winston Churchill. • Eisenhower forseti hélt ræðu 23. sept. Var það fyrsta ræða hans í þessum kosningum. Gerði hann þá ekki ráð fyrir fleiri ræð um. En hún hefir haft mikil á- hrif og æskir nú flokkur hans eftir, að hann komi oftar fram. Er það skoplegt af flokki hans, að gera þetta, sem svo oft greiddi atkvæði á þingi á móti löggjöf forsetans. En flokkur- inn telur engan geta aflað rep- ublikum atkvæðafylgis á borð við Eisenhower. Forsetin mun verða við bón þeirra, en það þyk ir víst, að það verði hans eigin skoðanir, en ekki flokksins, sem hann flytur þjóðinni og þær verði skýring á framtíðarrekstr- inum, sem Eisenhower hafi hugs að sér fremur en vaðall um kosn ingu sem fari í hönd. Honum eykst óðum fylgi utan flokks síns með þessu og innan hans eru flokksmenn hans, að verða ákveðnari með honum, þeir sem honum á annað borð fylgja. Blað ið Christian Science Monitor, heldur fram að Eisenhower muni takast að breyta stefnu flokks- ins með tíð og tíma o£ fá æ fleiri og fleiri innan hans í lið með sér eða sinni stefnu. Heldur blaðið að hægri flokkurinn sjái sér hann kost vænstan, þó kargur sé. • Daniel F. Malan, forsætisráð- herra Suður-Afríku, hefir sagt starfi sínu lausu, sem stjórnar- formaður. Ástæðu gefur hann enga fyrir þessu. Hitt vita menn að hann varð áttræður á s.l. sumri. Hann hefir ekki valið neinn eftirmann sinn, en fjár- málaráðherra hans, N. C. Haveríg ar, er haldið að muni taka við. Hann var foringi Afríkaner- flokksins, er sameinaðist þjóðern isflokk Malans og sem varð til þess, að fella flokk Jan Christ- ian Smuts (United party). Flokkur Malans hefir nægan meirhluta í báðum deildum þings ins. Þingið á Frakklandi sam þykti með talsverðum meirihluta atkvæða gerðir fundarins í Lon don r hervæðingarmáli Þjóð- verja. En samkvæmt þeirri fund arsamþykt, leyfist Þjóðverjum að koma sér upp 500,000 manna her. En auðvitað í samvinnu við her þjóðanna, er Atlanzhafs sam tökunum tilheyra. • Rússar hafa nú loks afhent Kínverjum borgina Port Arthur í Kína. Hafa þeir haldið henni fyrir þeim siðan í stríðslok 1945. Var í friðarsamningi þá gerðum gert ráð fyrir, að Rússar færu þaðan burtu. En þeir neituðu ákveðið að fara og sátu kyrrir, eftir að Btandaríkin tóku hana af Japan og afhentu Kína hana Um leið og Rússar lýstu þessu góðverki sínu yfir í útvarpinu sögðust þeir mundu selja Kín- verjum sinn hluta sem þeir ættu í stofnunum þar. En með hverju Kínverjar eiga að borga þetta, segir ekki frá. Lán þóttust og Rússar hafa veitt Kínverjum til langs tíma, nam það 520 miljón- um rubla. Er talið víst, að hér sé átt við inneign Rússa í kínversk- um verkstæðum, er Rússar krefjast nú greiðslu fyrir. Þetta er alveg sama tóbakið og fyrir Rússum í Rúmaníu, þar sem þeir eru nú að bjóða að selja þeim verksmiðjur, sem þeir tóku af a Rúmeningum eftir síðara stríð. Þakkargerðardagurinn s. 1. mánudag var haldinn helgur, eins og lög gera ráð fyrir; hann er einn af 8 helgidögum, sem lögboðnir eru í þessu landi. Uppruni hans, er nokkurskonar uppskerufagnaðar hátíð, en illa hefur árað fyrir bændur, upp- skera eyðilagst vegna rigninga alt að helmingi, og meira í norð- ur hluta V.-fylkjanna 3. En hvað er um það? Uppskerutapið veldur þó ekki hungurtjóni. Og það er fyrir mestu. Allar korn- hlöður eru fullar. Og framleiðsla á öðrum sviðum en landbúnaðar hefir heppnast og allsstaðar ligg ur hún í hrúgum, og bíður þess, að vera seld og notuð af þeim, sem þurfa hennar með. En það er eins og þörfin se hvergi til, allir hafa nóg og væri betur að svo væri, og það sé ekki viðskifta ránskap um að kenna. Fyrir það eitt, væri vert að þakka hversu ástæðulaust sem mörgum kann að hafa fundist þakkargerðar-há tíðahald á þessu ótíðar hausti. ÍSLENDINGUR í VALI Aldrei fór það svo, að íslend- ingur yrði ekki í vali í annari deild Winnipegborgar í næstu bæjarkosningum. Þar er um 3 sæti kept, en um þau sækja 9 bæjarráðsmannsefni. Þetta kjör- dæmi hefur stundum verið nefnt “íslenzka kjördæmið” í Winni- peg, enda eru þess dæmi að þar hafi sótt 3 eða jafnvel fleiri land ar í einu. Af þeim mikla hópi, sem nú sækir þarna, er aðeins einn fslendingur. Heitir hann Stephen E. Johnson, maður nær fimtugu, fæddur í Winnipeg og hefir í 25 ár rekið húsabygging- arstarf á eigin spýtur og farnast vel. Hann sækir sem óháður, en með fulltingi borgaraflokksins. Hann er giftur maður og á 3 börn. Eitt af meiri verkefnum þessa bæjar, eru byggingar. Ofauki'S i bæjarráðið er því engum, sem reynslu hefir í þeim málum. Og hana hefir nú Johnson ærna. Það er og skoðun margra, að lítt sé um það séð, sem bæjar- búar eða bærinn ber úr bítum fyrir það fé, er af þeim er kraf ist til framfara og þroska. Við slíkt starf er hagsýni farsæls byggingamanns mikil þörf. Það ríður miklu meira á þaulæfðum mönnum við slík verk bæjarins, en kjósendur gera sér fulla grein fyrir. Og það er með það í huga sem vér vildum draga athygli íslendinga að umsækjanda þeim, sem hér hefir verið minst á. fslendingum til fróðleiks skal geta þess, að foreldrar umsækj- anda, voru Magnús og Jórunn Johnson, ættuð úr Öræfum á ís- lándi, en komu vestur um haf 1904. En það hefir einhver um Öræfinga skrifað að hjá þeim tali verkin” glegst. Mr. John- son sver sig áreiðanlega í ætt Öræfinga. VIÐTAL Á ÍSLANDI VIÐ P. S. PÁLSSON SKÁLD Fréttamaður Vísi hitt Pál S. Pálsson skáld að máli og bað hann að segja lesendum blaðsins örlítið frá langri ævi og löngum ferli bæði heima og erlendis. —Þú ert fæddur hér heima? —Já. Eg er Borgfirðingur að ætt en örlögin höguðu því þann- ig, að eg er fæddur Reykvíking- ur. Ástæðan fyrir því er sú, að hið alræmda mislingaár 1882 ætluðu foreldrar mínir að flytj- ast búferlum til Vesturheims, en á meðan þau biðu eftir skipsfari í Reykjavík veiktust þau bæði í mislingum og voru svo lengi að jafna sig eftir veikindin að þau hættu við förina. En í bið þeirra hér í Reykjavík fæddist eg, og að því að mér var tjáð í húsi Þorbjargar Sveinsdótt ur, hins landskunna kvenskör- ungs og systur Benedikts Sveins sonar. Var hún í vinfengi við foreldra mína og skaut yfir þau skjólhúsi þegar þau komu eða dvöldu í Reykjavík. Var Þor- :jörg ljósa mín og átti eg þar hauk í homi þegar eg fluttist síðar til Reykjavík. —Hvað varð um foreldra þína úr því þau hættu við vesturför- ina? —Þau fluttu til sinna fyrri heimkynna, að Signýjarstöðum í Borgarfirði, en síðar fluttust ^au búferlum að Norður Reykj- um í sömu sveit og þar dó faðir minn nokkurum árum síðar. Nokkuru eftir andlát föður míns varð sú gamla ákvörðun móður minnar að flytjast til Vestur- heims að veruleika. Fluttist hún vestur um haf árið 1897 ásamt elzta' syni sínum Hirti, og þeim er þakklátur fyrir þær samveru- stundir. . —'Hvernig líkaði þér við Reykjavík í þá daga? —Mér leiddist hún. Mig lang- aði alltaf heim í sveitina mína aftur, fannst eg hvergi eiga heima nema þar, og á kvöldin eftir vinnu í prentsmiðjunni lagði eg jafnan leið mína upp að Skólavörðu, þaðan sem útsýn var bezt til sjávar og lands. Þar sat eg löngum og mændi til fjallanna sem næst lágu heima- byggð minni og lét mig dreyma um fegurð og yndi sveitarinnar minnar. Þetta voru taldar kenj- ar eða sérvizka, en eg gat ekki að því gert. —Hvenær fórstu svo vestur um haf? —Aldamótaárið ákvað Jónas bróðir minn að fara vestur og þá fanst mér ekkert við að vera lengur hér heima, þegar bæði móðir mín og bræður mínir allir voru horfnir á brott. Eg ákvað því að fara með honum, en það veit hamingjan að eg fór nauðug nr og kveið því að yfirgefa þetta land sem eg elskaði öllu öðru heitar. —En hvernig líkaði þér svo eftir að þú komst vestur? ■Mér leiddist. Mér leiddist í mörg löng ár og langaði alltaf heim aftur, en því láni var ekki að fagna að eg kæist það fyrr en nú—eftir 54 ára útlegð. —Fórstu til Winnipeg? Já, móðir mín og bræður voru þar fyrir. Eg hafði fyrst í stað ofan af fyrir mér með daglauna- þessari vinnu °g vann að hverju því starfi sem bauðst. Á þeim árum var yfirleitt erfitt að fá vinnu vestra, en helzt við mokstur eða gröft því það var hvorttveggja í senn erfið vinna og illa laun- uð. Stundum var eg líka við fiskveiðar á vötnunum eða eg var uppi í sveit, en aurana sem mér áskotnuðust fyrir þetta not aði eg til þess að fara á verzlun- arskola að vetrinum. Eftir þriggja vetra nám útskrifaðist eg úr skólanum og fékk eg þá atvinnu við bókhald hjá stóru fyrirtæki í Winnipeg. —Hefurðu starfað við bók- hald síðan? —Að verulegu leyti. Eg hefi starfað hjá ýmsum eftir því sem bezt bauðst í það og það skiftið. Um 12 ára skeið vann eg hjá lífs- ábyrgðarfélagi, seinna starfaði nefndi hana “Norðurreyki” eftir bænum þar sem eg ólst að mestu upp. Aðra ljóðabók “Skilarétt” gaf eg út 1948 og nú er væntan- leg í haust þriðja bókin eftir mig. Mun fsafoldarprentsmiðja h.f. gefa hana út og hef eg gefið henni heitið “Eftirleit”. —Þú hefur alltaf verið í meiri eða minni tengslum við gamla landið? —Vissulega. Eftir að eg kom vestur reyndi eg að afla mér ís- lenzkra bóka eftir því sem kost- ur var á og efni mín leyfðu. Eg skrifaðist á við fjölda manna heima á íslandi og eignaðist þannig marga kunningja og vini sem eg hefi ekki séð flesta fyrr en nú. Og loks voru allir þeir, sem eg batzt vinartengslum vestra fólk af íslenzku bergi og sem mælti á íslenzka tungu. Einn í hópi minna beztu vina er Sigurður Júlíus Jóhannesson skáld. Hann fór vestur skömmu á undan mér og tók mér tveim höndum þegar eg kom til Win- nipeg. Frá honum hefi eg jafn- an notið mikilla áhrifa og tiann stappaði í mig stálinu við að yrkja og hvatti mig til þess að halda því áfram. Annar maður, sem eg hafði mikið saman að sælda við var dr. Rögnvaldur Pétursson, einn af mikilhæfustu mönnum Vestur-ís lendinga og maður sem unni fs- landi og íslenzkum málum hug- ástum. Seinna kynntist eg öðrum ágæt um manni sem dvaldist um nokkurra ára skeið vestra en það var síra Ragnar E. Kvaran. Gáfumaður mikill og ræðuskör- ungur eftir því. Allir þessir menn hafa mótað mig meir eða minna og eg stend í mikilli þakkarskuld við þá. —Gætir íslenzkrar menningar og áhrifa enn mikið vestra? —Ekki sem áður, enda er þess naumast að vænta. Ný kynslóð er að mestu tekin við, kynslóð sem er fædd í Vesturheimi og að verulegu leyti alin upp við enska menningu. V.-íslenzku blöðin, svo og nokkur önnur rit eða bækur, koma enn út en eiga orðið erfitt uppdráttar og erfið- ara með hverju árinu sem líður. —Hvað segirðu okkur svo um komu þína til íslands og þau áhrif, sem þú hefur orðið fyrir hér ? —Mig hefur langað til íslands eg hjá kornhöllinni og var sam- i 54 ár og stundum verið kominn tímis gjaldkeri eins kornræktar-, nærri því að leggja af stað, en félagsins sem skifti við hana. En ekki orðið af því fyrr en nú. Við þegar ríkið tók hveitiverzlunina hjónin komum hingað ásamt í hendur var þessu starfi sjálf-^ nokkurum fleiri Vestur-fslend- hætt og þá gerðist eg auglýsinga, ingum þann 9. júní s.l. og höf- yngsta, ristjam. ^kr. ^ið það vann eg(um ferðast víða um landið og um 10 ára skeið, en fyrir tveim' séð margt. árum settist eg í helgan stein, fjórir bræðurnir og að við kæmum allir með sér. En eg, sem þá var aðeins 15 ára að aldri, barðist með hnúum og hnefum gegn því—eg vildi fá að vera áfram á íslandi — og það arð úr að bæði eg og Jónas bróðir minn urðum í það skifti eftir og fórum hvergi. —Hvað varð þá um þig? —Eg fluttist til Reykjavíkur, leitaði þar á náðir Þorbjargar ljósu minnar og hóf prentnám í Dagskrárpentsmiðjunni, sem bróðursonur Þorbjargar, Einar Benediktsson skáld, starfrækti þá og stjórnaði. —Kynntist þú Einari? —Já, mikið. Við bjuggum báð ir hjá Þorbjörgu og eg var Ein ari mjög handgenginn. Eg held að eg eigi engar minningar jafn góðar um nokkurn mann, sem eg hefi starfað með, sem Einari, enda var hann gáfumaður svo af bar og glæsimenni að sama skapi. Við vorum mikið saman og eg En allt það, sem við höfum fluttist ásamt konu minni til j séð hefur komið mér fyrir sjón- Gimli og þar á eg hús við okkar hæfi á fögrum stað við vatnið og í því mun eg sennilega dvelja héðan í frá. —E* langt síðan þú kvæntist? __44 ár. Konan mín, Ólína Egilsdóttir er ættuð úr Borgar ir eins og ævintýrin úr 1001 nótt. Eg vissi af fregnum að heiman að hér höfðu átt sér stað miklar breytingar frá því um aldamót, en að þær hefðu orðið slíkar sem raun ber vitni hafði mér aldrei til hugar komið. Þægindin í firði eystra. Hún fluttist 15 árajnokkuru landi öðru og verkleg- að aldri, ásamt foreldrum sín- ar framkvæmdir á öllum sviðum um vestur um haf og við áttum það m.a. sameiginlegt að okkur leiddist báðum og langaði alltaf heim. Hún kom snöggvast heim Alþingishátíðarárið 1930, en þá komst eg ekki með henni. Við eigum eina dóttur barna, Mar- gréti, sem nú er gift og búsett i Winnipeg. Hún á elskulegan man'n og þrjú myndarleg börn. ___j>ú hefur fengizt töluvert við ljóðagerð? __Eg hefi dundað við þetta mér til gamans og hugarléttis. Eg gaf út ljóðabók árið 1936 og eru orðnar svo miklar hér heima að þær ganga í mínum augum ótrúleika næst. —Og þú ert á annan hátt ánægður með heimkomuna? —Mieira en það. Fólkið hefir borið okkur hjónin á höndum sér frá því að við komum. Eg tel að við höfum varið peningum okkar hvað bezt með því að koma til íslands og endurminn- ingar sem eg hef héðan og úr ferðinni allri verða mér hið dýr- mætasta vegarnesti á meðan eg lifi. —Vísir 3. september

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.