Heimskringla - 13.10.1954, Blaðsíða 2

Heimskringla - 13.10.1954, Blaðsíða 2
2. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 13. OKT. 1954 Ifcimskríngíla (StofnuO 18»») Kmmra 6t 6 hverjum mi&rlkudegl. Elgerdur: THE VIKING PRESS LTD. 855 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. — Talsími 74-6251 VerO bktCsln* er $3.00 árgangurlnn, borgist fyrtríram. Allar borganlr sendiat: THE VIKING PRESS LTD. öll viOsklftabréf blaöinu aölútandi sendist: The Viklng Press Limited, 853 Sargent Ave., Wirmipeg Ritatjörl STEFAIf EINARSSON Utanáskrlft tll rltstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg Advertising Manager: GUNNAR ERLENDSSON "Helmskxingla" is published by THE VIKING PRESS LIMITED and printed by VIKING PRINTERS 855-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man., Canada — Telephone 74-6251 Authorised as Second Clasa Mail—Post Offlce DepL, Ottcrwq WINNIPEG, 13. OKT. 1954 HEIMSKRINGLA 68. ÁRA Með fyrsta blaði Heimskringlu í þessum mánuði, hóf hún sextugasta og níunda aldurs-árið. Hún var stofnuð 1. október 1886. Þó hún sé ekki ein blaða hér um þennan háa aldur, má ekki hjá líða að óska henni góðs gengis á nýbyrjuðu ári. Á þessu sama ári, en 6 mánuðum áður, hóf Sameiningin gönguna. — Og 16 mán- uðum síðar, eða 14. janúar 1888 ýtir Lögberg úr vör. Aldur þessara blaða, sem öll koma enn út, er orðinn hár og að líkindum nokkuð haerri, en menn gerðu sér vonir um, er af stað var farið. Teljum vér starfið að viðhaldi þeirra eitt hið lofsverð- asta, er íslendingar hafa sér fyrir hendur tekið í þessu landi. Viku- eða dagblaða útgáfa er erfið fyrir það, að meginhluti tekna þeirra geta aldrei hafst inn með áskriftagjöldum. Hér- lend dagblöð fá ekki nema 10— 15% af kostnaði sínum goldinn frá kaupendunum. Það eru aug- lýsingar, sem fyrir þeim sjá að mestu. Með íslenzku blöðin er hér öðru máli að gegna. Þau fá eða hafa fengið alt að helming útgáfu kostnaðins frá áskrif- endum. En þetta bendir á tvent. í fyrsta lagi að auglýsingaflutn- ingur blaðanna er óumflýanleg- ur sem oft er þó amast við. Að hinu leytinu sannar útkoma þessi það, að löngun til lesturs sé meiri hjá íslendingum, en þjóð þessa lands í heild sinni, er ensk blöð les. Og að geta bent á þetta í fari þjóðarbrots vors hér, er skemtilegt, vegna þess að hæfni og löngun manna til lesturs, er i raun og veru mælisnúra menn- ingarstigs hverrar þjóðar sem er. Eins lengi og íslendingar standa á verði um þennan arf sinn, lestrar-hneigðina, er þess- um áminstu öldnu blöðum þeirra hér borgið. Meðan svo góðu náir geta blöðin hér verið vikulegir gestir þeirra með frétt- ir af því sem f jær og nær gerist. f sölurnar er ekki mikið lagt af hverjum áskrifanda á þeim góðu kjörum, sem þeim bjóðast blöð- in, sem hálf virði má kalla. Út- gáfukosnað mætti hér spara, með því að fækka útkomudögum. En ef bíða þyrfti eftir fréttunum í mánuð, ársf jörðung, eða heilt ár, mundi lesendum finnast sem í þær væri farið að slá, er þeir fengju þær. Þá hefir og verið haldið fram að eitt blað nægði hér, og með því mætti nokkrum sparnaði ná í áskriftum. Meiri áskriftasparn aður væri þó að því, að hér væri ekkert blað! En hvað er þá um raddirnar er innfyrir búa og krefjast fróðleiks, er með lestri einum fæst? Sannleikurinn er sá að við þyrftum hér þriðja, ef ekki fjórða blaðsins við til þess, að sæmilegt og jafnvel nauðsyn- iegt væri til að geta birt stefnur og strauma þá, sem í þjóðfélög- um heimsins bærir nú á. Vikublöðin tvö hér gera alt sem þeim er unt í því, að minna á veigamestu viðburði sem ger- ast. En það hrekkur ekki til að gera sagnfræðilega nógu góð skil helztu viðburðunum, að ekki sé minst á það sem vísinda- legt er, eða sérfræðilegt. Rétt til að minna á það, áttu Vestur- íslendingar hér eitt sinn rit sem 'hét Öldin, sem Jón Ólafsson gaf út. Var hún hið lang-fróð- legasta rit er hér hefir verið gefið út, og fá rit heima fyr eða síðar jafnast við. Blaðið Vín- land, sem hér hefir af sumum verið talið bezta blað, sem Vest- ur-íslendingar .hafa gefið út, kemst ekki nærri Öldinni í fjöl- breyttum vísindafróðleik, þó all- fróðlegar greinar birti öðru hvoru, eins og vikublöðin í raun inni einnig gera. En hér er ekki um samanburð á þessum blöðum að deila. Það sem fyrir vakti, var að vekja athygli á því, að hér hefir meiri fjölbreytni ríkt í blaðaútgáfu en nú gerir og gef- ist vel. Að íslendingar hafi glat- að lestrar- og menningarlöngun sinni, sem telja má einn hinn dýr mætasta arf þeirra, trúum vér ekki. En með 'hvérju spori sem stigið er til þess, að minka hér bóka- og blaðaútgáfu, er helspá kveðin að þessum arfi, bókmenta hneigð íslendinga. Um verkefni vikublaðanna ætl um vér svo að gefa Þ.Þ.Þ. orðið í bók hans “Vestmenn”, bók sem hver lína í má heita þrungin af fróðleik um Vestur-íslendinga. Hann segir á bls. 207: “Blööin Lögberg og Heims- kringla eru að mörgu leyti saga íslendinga í Vesturheimi í næst um hálfa öld (ritað 1935), þótt ei sé hún þar öll sögð. Þau eru hin vikulega íslenzka endur- vakning hygðanna dreifð vestan hafs, sem heldur þeim i stöðugu samhandi við fsland og það sem gerist þar, með því að birta það- an flest það, sem markverðast er. Þau hafa verið skeiðvöllur skálda og rithöfunda, trúar og trúleysis, og sýna flest skap- brigði íslendingsins, ill og góð. þegar hann í hrifning eða reiði er frjáls að segja það, sem hon- um býr í brjósti. Margt má að hlöðunum finna, fátæklegt efnisval, ljótt mál, þröngsýni o.s.frv. En þau flytja einnig margt það bezta og ís- lenzkasta sem hugsað hefir ver- ið fyrir vestan haf. Og þrátt fyr ir alla gallana, eru þau samt ó- metanlegur gróði ísenzkri sögu, íslenzkum samtökum, meðvitund þjóðernisins og viðhaldi tung- unnar. Þau eru spegilmynd ís- lenzku sálarinnar í nýjum heimi. Að minsta kosti mynd þess illa og góða, er hún vill sýna og kann að sýna á prenti. — í jafn veraldlegum vikublöðum og Heimskringlu og Lögberg, virð- ast vera við fyrstu sýn, gætir þar einkennilega mikið andlegra mála, trúar og kirkjulifs, einkum á vissum tímabilum. En þegar þess er gætt, að ritstjórar ís- lenzku blaðanna og prestarnir eru svo að segja þeir einu menn meðal íslendinga er fá goldin störf sín með ísl. almenningsfé, fyrir að ræða og rita á íslenzka tungu, og haft er í huga að rit- stjórarnir eru stundum prestar, en oftast undir beinni eða ó- beinni handleiðslu presta og kirkjurnar eins og blöðin, aðal- boðberar og viðhald íslenzkrar tungu vestan hafs, —að minsta kosti átti svo að vera. Var þá trú in oft brennipunktur geislans, en íslenzka málið stækkunargler ið, sem framleiddi hann. Trúir var andinn—íslenzkan miðillinn. Þótt blöðin hafi verið all frjáls lynd í flutningi annara skoðana, en sinna eigin—sérstaklega Hkr. þá hafa margir þeirra, er eigi hafa átt samleið í vestrænni stjórnmálabaráttu, þeirra og kirkjumálum, fundið vel að þörf væri þriðja blaðsins, en enn sem komið er, hafa þeir ekki haft bolmagn til þess til langframa.” Þetta er skrifað fyrir 20 árum og mun gilda, sem dómur fróðs manns um verkefni og þörf ís- lenzku blaðanna um langt skeið, eða svo lengi sem auðið er að ■ halda þeim úti. Við horfumst í augu við það, að þeim fækki sem stund leggja á lestur íslenzku. En það er full ástæða til að vona, að lengi megi en fyrir blöðunum sjá, ef þeir sem ís- lenzku ætla sér ekki að leggja á hilluna taka höndum saman um vernd þeirra. Þau eru hér öllu dýrmætari í þjóðræknisstarfi ís- lendinga. HV0RT HELDUR ÆSKIÐ ÞÉR AÐ LÆRA ENSKU EÐA FRÖNSKU Nýir innflytjendur til Canada, er ekki geta sótt tungumála- eða þegnréttindakenslustundir, geta fengið ókeypis sjálfkensluefni gegn umsókn til Canadian Citizenship Branch, West Block, Ottawa. Fyllið út eftirfylgjandi eyðublað og sendið í pósti til Canadian Citizenship Branch. Sé áritun til ofangreindar deildar þarf ekki frímerki. r/~' Merkið tungumálið sem þér óskið að læra. English ( ) French ( Your name and address (please print): V, BIRT AÐ TILHLUTUN: DEPARTMENT OF CITIZENSHIP & IMMICRATION HON. J. W. PICKERSGILL, P.C., M.P. Minister of Citizenship and Immigration LAVAL FORTIER, O.B.E., Q.C., Deputy Minister of Citizenship and Immigration BORGIÐ HEIMSKRINGLU— því gleymd er goldin skuld STEVE E. JOHNSON FOR ALDERMAN - WARD 2 - TWO YEAR TERM A citizen, your neighbor, a successful businessman with home and business in Ward Two, who will look after your interests in the city council. Established in the plumbing and heating business in Ward Two for 25 years. BRETAR ÆTLA AÐ GANGA ÞVERT YFIR SUÐUR- SKAUTSLANDIÐ Bretar eru að undirbúa leiðang ur til Suðurskautslandsins, og yrði þá faríð stranda á milli í fyrsta skifti. Brezkir vísindamenn og land- könnuðir vonast til að fara leið- ina á fæti eða því sem næst, því að þeir mundu nota hunda og sleða, eins og Amundsen og Scott gerðu á sínum tíma fyrir um fjórum áratugum, þegar þeir komust til Suðurskautsins. Ef af verður, er hér um 2700 mílna leið að ræða um hásléttuna á suðurskautinu, og vita menn það eitt um suma hluta hennar, að þar er færð verri en víðast annars staðar á hnettinum . Gert er ráð fyrir, að leiðang- urinn búi sig endanlega undir förina á Falklandseyjum, eða þeim suðlægari eyjum, er heyra undir það stjórnarumdæmi Breta, þar sem skammt er til Grahams-lands, en þar er skemmst milli Suðurskautslands ins og Suður-Ameríku, þar sem Grahams-land er í rauninni gríð armikill skagi, sem liggur norður í Suður íshafið. Hundar þeir, sem brezki leið- angurinn notaði á Grænlands- jökli og fluttir voru til Bret- lands í síðustu viku, munu not aðir í leiðangrinum, svo og af- kvæmi þeirra, því að þeir verða notaðir til kynbóta á Falklands- eyjum. Sá, er hefur með höndum und irbúning leiðangursins, er vís- indamaður við Cambridge-há- skóla, dr. Vivian Fuchs, sem er jafnframt yfirmaður vísinda- deildar Falklandseyjaumdæmis- ins. —Vísir 26. ágúst. ALLSHERJARSAMKOMA Leifs Eiríkssonar félagið, Ice- landic Canadian Club og Þjóð- ræknisfélagið hafa í hyggju að efna til samkomu með félags- mönnum sínum og bjóða þangað ungu fólki af íslenzkum ættum, er nám stundar við hina ýmsu framhaldsskóla borgarinnar. Er þetta í líkingu við samkomur þær, er haldnar hafa verið tvö undanfarin haust á heimilum þeirra Walters dómara Lindals og Thorbjarnar læknis Thor- lákssonar. Verður samkoma þessi Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu Enpu a8 gleyma og „engu aC fresta til morguns." ÞCr getiS keypt Canada Savings Bonds gegn mánaSargreiBslum 1 bankanum, sem þér skiptiS viS, eSa meS fr&drætti af iaunum ySar, þar sem þér vinniS. Peningar ySar starfa 1 ySar þjónustu og veita ySur vexti, ef þeir eru I Canada Savings Bonds. Og hvar og hvenær, sem er. getiÖ þér skipt þeim i peninga hjá hvaSa banka, sem um ræSir fyrir fullvirSi og vexti. Canada Savings Bonds gefa af sér góSa vöxtu og þeim má ávalt koma I peninga, vextir nema 3 % per cent á ári og eru ySar elgn unz þér seljiB veBbréfin. ÞaS er á allra færi aS kaupa Canada Savings Bonds — $50, $100, 8500, $1000 eSa $5000. Þér getiS einnig keypt $500, $1000 eSa $5000 í skrásettum vevbréfum, en vextir af þeim verSa greiddir I ávisunum. Þessi hlunnindi og önnur skipa Canada Savings Bonds í forusiusæii Hin níunda sala á Canada Savings Bonds upphæSum $500, $1000 $5000; þessum veS- hefst þann 18. október. Vevbréf þessi verSa bréfum og arSmiSuf má skipta nær, sem dagsett 1. nóvember 1954 og gilda um 12 ára ra yill skeiS eSa til 1. nóvember 1966 ArSmiSar Enginn einn má kaupa yflr í5000 upphæS. hljóSa upp 3% % vox u. a an s endur yfir sérhver meSlimur fjölskyldunnar getur til 15. nóvember 1954 á 100% jafnvirSi, en , , , , J ”, upphæSir eru $50, $100. $500, $1000 og ^ert siik kaup. I hans eSa hennar nafni. $5000. Þau þurfa aS vera skrásett í nafni FinmC bankastjórann aS máli, íésýslumann hlutaSeiganda, hvort heldur sá er aldinn eCa trúnaðar- aSa lánsfélag og gerlS ráS- J. 1 eða unvur; í þessu felst trygging gegn stafanir varftandi kaup í hinu nípnda útboði glötun, þjófnaSi eSa eySIleggingu. aí Canada Savings Bonds gegn poningum út 1 viSbót viS arSmiSa fyrirkomulag veSbréfa, 1 hönd eða meS launafrádrætti, þar sem fást Canada Savings Bonds í skrásettum hór starfiS. Allir hafa ástæSu til að spara Kaupið Canada Savings Bonds /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.