Heimskringla - 29.12.1954, Blaðsíða 3

Heimskringla - 29.12.1954, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 29. DES. 1954 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA áfram nema sá sem hefði pen- inga. Svo mikið er víst, að verka fólkið á við bág kjör að búa. Það bjargar því, að hér er unnt að komast af með lítið, ef ekki eru gerðar hærri kröfur en svo, að menn geti haldið líftórunni. En hastarlegt er að almenningi skuli ekki géta liðið betur í svo stór- kostlega auðugu landi sem Bras- ilía er. Indíánarnir gera engai kröfur til lífsins aðrar en þær að þurfa sem minnst að vinna. — Vinna er fyrir þá kvöl og þræl- dómur, sem sæmir ekki frjálsum mönnum. Þennan hugsunarhátt virðist engin leið að uppræta úi þeim. Og þar sem þeir eru veru- legur hluti af verkalýð landsins, er varla von að vel fari með kjarabætur handa þeim, þvi að ef þeir eiga eyri afgangs fer hann í brennivín. Að lokum er bezt að eg segi frá smáatviki, sem fyrir mig kom. í gær kom eg inn í búð, og eigandinn var auðvitað ekki lengi að sjá og heyra að eg var útlendingur. Eins og svo margir aðrir, fór hann að spyrja mig hvort eg gæti selt honum dollara. Ekki væri það ómögulegt. sagði eg- “Hvaðan eru þér?” sagði hann. “Frá Islandi”, sagði eg. “Viljið þér þá ekki kaupa ís- lenzkar krónur af mér?” segir hann. Eg var vantrúaður á að ís- lenzkar krónur hefðu flækst hingað, en sagði að hann skyldi láta mig sjá þær. “Þér skuluð fá 20 krónur fyrir einn dollar.” Eg skal kaupa þær fyrir 30 ki. per dollar,” sagði eg. Hann sagð- ist skyldi koma með þær daginn eftir, og þegar eg gekk fram hjá búð hans í dag kallaði hann á mig til að sýna mér krónurnar. Satt að segja hélt eg að einhver hefði prakkað inn á hann göml- um, ógildum krónum, og ætlaði þá að segja honum eins og væri um þær. Hann dregur upp krónu bankann og þar eru 300 kr. í full gildum íslenzkum krónum. Eg keypti þær fyrir 10 dollara og báðir virtust ánægðir með kaup- in. Hann sagðist hafa fengið þær sunnan að. Sennilega hefði hann seint getað losnað við þær, ef eg hefSi ekki keypt þær. En hann sagðist hafa tapað á við- skiptunum. “Peningar ferðast um allan heiminn, eins og menn’, sagði hann, og það gera jafnvci islenzku krónurnar líka, enda enda þótt þeim sé bannað að fcrð ast- Niels Dungal —Vísir WlN Nl PEG B R E W E R y UMITED MD-351 SPACE CONTRIBUTED B Y ODBANK Thelma (RAGNAR STEFÁNSSON ÞÝDDI) “Eg hafði alltaf hugboð um hvað þú hafðir ásett þér”, hélt hún áfram með djúpri, titrandi og reiðiþrunginni rödd; “en eg hélt aldrei að þú mundir þora —” Hún þagnaði og hló fyrirlit- lega. “Þú ætlar að láta svo lítið að giftast mér mér? Heldurðu að það sé líklegt að eg þiggi slíkt boð”? Og hún rétti úr sér með tignarlegri hreyfingu, og horfði á hann festulega. “Ó, dramb, dramb!” muldraði Dyceworthy, og var mikið farinn að ná sér aftur eftir hræðsl- una. “Það yfirbugar eðlið, og ber sálir vorar og hugsun ofurliði! Mín kæra fröken, eg er mjög hræddur um að þú skiljir mig ekki! Það er ef til vill eðlilegt að þú gerir það ekki; þú varst ekki við því búin, að eg byði þér ást mína —” og góðmennskan og göfuglyndið ljómaði af ásjónu hans— “og eg met kvenlega feimni og óframfærni undir þessum kringumstæðum, jafn vel þótt þessar tilfinningar leiti sér framrásar í þrjózku og ósanngjarnri reiði. En óttastu ekki —góða mín! Eg skal gefa þér nægan tíma til að jafna þig og sjá þig um hönd! Já, nægan tínia og þá leggurðu fallegu höndina þína í mina hönd—” hann mjakaði sér nær henni —“og með einum kossi innsiglum við samninginn!” Hann reyndi að læða handleggnum utan um mitti hennar, en stúlkan vék sér snarlega undan reiðu leg, og greip þyrnótta trjágrein á svölunum, og hélt henni fyrir sér eins og vopni. Dyceworthy prestur hló góðmannlega. — “Mjög falleg sjón —mjög falleg!” sagði hann þýðlega, og horfði á hana þar sem hún stóð— búin til varnar meðal rósanna. “Yndisleg mynd! Svona, svona! Vertu ekki skelkuð—svona feiinni og uppburðarleysi er ofur eðlilegur hlutur! Við föðmumst frammi fyrir Guði einhvern tíma! En þangað til verð eg að fá einhvert ofurlítið fyrirheit—eitt orð nægir mér—eða jafnvel ofur lítið bros—til þess að sýna að þú skiljir orð mín—og elskir mig—” hann spennti greipar í hrifningu og fjálgleika — “eins og eg elska þig”. Hið ógeðslega útlit hans og loddáralegir kækir og framkoma mundi hafa komið flestum til að hlæja, og Thelma var sér þess vel með- vitandi hversu skringilega hann leit út á allan hátt, en hún var of móðguð og reið til þess að sjá skoplegu hliðina á þessu fráleita bónorði. “Elska þig!” hrópaði hún með viðbjóði, sem hún gerði enga tilraun til að leyna. “Þú hlýtur að vera brjálaður! Eg vildi heldur deyja en gift- ast þér!” Andlit Dyceworthy’s varð eldrautt og litlu augun skutu eldingum af hatri og hefnigirni; en hann hélt reiði sinni í skefjum, og brosti andstyggilega, um leið og hann nuddaði saman mjúku, feitu höndunum. “Við skulum ekki vera æst!” sagði hann smeðjulega. “Hvað sem við gerum, skulum við vera róleg. Við skulum ekki nota særandi orð hvort við annað! Umfram allt annað skulurn við með kærleiksríku hugarfari og þolinmæði íhuga þetta mál án alls æsings. Eg hefi með sársauka heyrt þín síðustu orð, sem gætu bók- staflega meint það að þú hafnaðir mínu heiðar- lega boði. Spurningin er, meinarðu þetta? Eg get ekki—vil ekki trúa því að þú ætlir að breyta svo óhyggilega að hafna þeirri leið sem liggur til sáluhjálpar?” og hann hrissti höfuðið með aumkvunarfullur. “Fröken Thelma, þó að það hryggi mig sárt að tala um það—þá er það skylda mín sem þjóns í víngarði Drottins, að minna þig á það að gift- ing—gifting heiðarleg og virðingarverð, eins og sú sem eg fer fram á, er eina leiðin þér til við- ieisnar, hvað álit þitt snertir—sem þarfnast, því miður, mikillar yfirbótar, og—"Dyceworthy þagnaði skyndilega, dálítið skelkaður, þegar hún kastaði frá sér rósviðargreininni og kom n*r honum með leiftrandi augnaráði. „ mittt!” sagði hún drambsamlega. — Hvað er um það?” Hamingjan góða!” vældi presturinn aum- mgjalega. Sorglegt!—mjög sorglegt—að horfa upp a svo æðisgengna og óstjórnlega lund—svo taum aus og óþjálfaða skapgerð! Hörmulegt íve vei vi erum og ófullkomin án hjálpar og stuðmngs Guðsl Ekki eg, aumingja barn, ekki eg’ en alhr 1 Þ°rPinu tala um þig; þetta fávísa fólk kennir þér um öll þau margvíslegu óhöpp og áföll sem það hefir orðið fyrir—slæma upp- skeru, ekkert fiskirí, fátækt og veikindi” _ Dyceworthy hélt að sér höndum, og horfði á hana með djúpri meðaumkvun— “0g þag kallar það gerninga—já! Undarlegt! Mjög undarlegt! En svo er það nú—og það er erfitt að leiðrétta slíka fáfræði, og þó að eg hafi reynt eftir mætd að mótmæla þessu sem það ásakar þig um, þá finn eg að þó að eg sé auðmjúkur þjónn Drott- ins, þá er eg vanmegnugur, og verður gengt í þessu efni”, Hún þreytti um afstöðu, og færði sig frá honum, og það var vottur af brosi á vörum hennar. “Er það mín sök að fólkið er heimskt og hjátrúarfullt?” sagði hún, kuldalega. “Eg hefi aldrei gert neinu af því nokkurt mein sem eg veit af”, og hún snéri sér við skyndilega og ætlaði inn í húsið, en presturinn komst í veg fyrir hana oð varnaði henni að komast inn. “Vertu kyr!” hrópað hann ákafur. “Skoðaðu' huga þinn, ógæfusama stúlka, áður en þú hafnar þeim skildi og þeirri vernd, sem Guð af sinni mildi hefir boðið þér—með því að láta mig biðja þín! Því eg hlýt að aðvara þig—fröken Thelma, eg má til með að vara þig við þeirri alvarlegu ihættu sem þú ert í! Eg vil ekki særa þig, með því að minnast á þær alvarlegu sakir, sem bornar j eru á föður þinn, sem er, því miður, þrátt fyrir J allar mínar bænir og baráttu fyrir sáluhjálp, hans, ekkert annað en heiðinn villimaður; nei!| Eg ætla ekki að segja neitt um það. En hvað á eg að segja—hvað á eg að segja um hið ósiðlega og ógætnislega framferði þitt viðvíkjandi þess um heimsvönu, ungu mönnum, sem eru að slæpast hér um slóðir til að eyða tímanum? Já, hamingjan góða! Það hefir sannarlega vak- ið stór hneyksli, og legið eins og þungt farg á sál minni, því fram að þessum tíma hefi eg, þrátt fyrir marga galla áskapferli þínu og framkomu, haldið að þú að minnsta kosti hefðir einhvern snefil af kvenlegu velsæmi—en nú—nú! Að hugsa sér að þú skyldir af frjálsum vilja verða leikfang þessa fína iðjuleysingja—stundarleik- fang þessa Philips Erringtons! Fröken Theln:a, eg hefði aldrei getað trúað því um þig!” Thelma hafði blóðroðnað þegar nafn Err- ingtons var nefnt, en fölnaði svo í andliti. Hún breytti svo afstöðu sinni, að hún stóð beint fyr- ir framan prestinn—hún virti hann festulega fyrir sér: “Er það þetta sem borið er á mig?” spurði hún rólega. “Já, það er það sem sagt er—því er nú ver”, en svo bætti hann við gleiðgosalega “En hvað gerir það til? Það er enn hægt að ráða bót á þessu. Eg er viljugur til að beita mér fyrir að þagga niður þennan orðróm! Er eg sjálfselskur eða ógöfugur? Guð forði mér frá því, þó að eg setji mannorð mitt í veð, þó að eg verði misskil inn og fordæmdur, þá er eg enn fús til að gift- ast þér, fröken Thelma—en” hann skók vísifing ur hægri ihandar framan í hana í uppgerðar gamni, “eg líð ekkert frekara samtal eða kunn- ingskap við barón Philip Errington; nei, ne’" Eg get vissulega ekki leyft það!” Hún horfði ennþá beint framan í hann— barmur hennar bifaðist og féll, hún andaði ótt og títt, og svo mikil fyrirlitning skein út úr andlitssvip hennar að hann heygðist saman, eins og honum hefði verið greitt svipuhögg. “Þú ert auðvirðilegri en svo, að þú sért verður j reiði minnar!” sagði hún hægt, og að þessu sinr.i ] titraði ekki rödd hennar. “Maður verður að hafa einhvern—eða eitthvað til að reiðast við, og þú —þú ert ekki neitt! Hvorki maður eða dýr—því menn eru hugdjarfir og dýr ljúga ekki! Konan þín! —Eg!” og hún hló hátt—hún stóð þar bein og tignarleg og sagði í skipandi róm —“Buít með þig héðan! Og láttu mig aldrei sjá andlit þitt framar!” Skæri fyrirlitningarhláturinn — myndugleikinn í málrómi hennar og hreyfing- um, mundi hafa sært og kramið hvaða sjálf- birging sem var, jafnvel þótt samvizka hans væri brynjuð verjuhjúpi hræsni og hroka. Og þrátt fyrir það þótt hann stundum bæri grímu er bar vott um mildi og góðgirni, þá var Dyce- worthy prestur skapmikill. Hann varð náfölur í andliti af tryllingslegri reiði, og kreisti sam- an sínar mjúku hendur illilegur og ógnandi,— Honum tókst þó að halda jafnvæginu og stilla sig. ; “Hvílík sorgleg vonbrigði!” tautaði hann. “Sál mín þjáist sárt yfir því hvernig þú kemur fram i þessu efni, fröken! Eg er undrandi og hryggur! Slíkur munnsöfnuður! Og það er kom ið svona! Nú er öll von úti um að eg geti frelsað þína aumu sál, eða veitt þér mína andlegu vernd. Eg má til—má til! Samvizka mín leyfir mér ekki að gera meira en biðja fyrir þér! Og þar sem það er skylda mín, sfeal eg með kær- leiksríku umburðarlyndi tala við barón Err- ington, og vara hann við —” Thelma gaf honum ekki tækifæri til að enda við setninguna. Hún rétti skipandi upp handlegginn, og benti honum á götuna er lá meðfram garðinum. j “Burt með þig frá augunum á mér, raggeit!” hrópaði hún titrandi af reiði, og presturinn sem skalf allur af vonbrigðum og reiði, sá sér vænleg ast að hypja sig í burtu. “Vissulega skal eg fara, fröken!” sagði hann auðmjúkur. “Það er sjálfsagt bezt að þú sért ein meðan þú ert að jafna þig eftir þennan ótilhlýðilega ofsa! Eg mun ekki endurtaka boð mitt; en eg er þess fullviss að skynsemi þín mun sýna þér brátt—hversu óréttlát og fljót- fær þú hefir verið í þessu- máli, og þá muntu iðrast sárt—já, vissulega! Eg er alveg viss um að þú sérð eftir þessu! Far vel, fröken Thelma! ekkert Professional and Business ===== Directory ’ V — Office Phone 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögírœðinqai Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Slmi 928 291 Dr« P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 H. J. PALMASON CHARTERED ACCOUNTANT 505 Confederation Life Bldg. Winnipeg, Man. Phone 92-7025 Home 6-8182 J. J. Swanson & Co. Lid. REALTORS Rental, Insurance and Finandal Agents Sími 927 558 308 AVENUE Bldg. — Winnlpeg Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave, Ph. 932 984 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors oi Fresh and Frozen Fisb 311 CHAMBERS ST. Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917 A. S. BARDAL LIMITED selur likkistur og annast um utfarir. Allur útoúnaður sá besti. Ennfremur selur hann minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg M. Einarsson Motors Ltd. Buying and Selling New and Good Used Cars Distributors for FRAZER ROTOTILLER and Parts Seryice 99 Osborne St. Phone 4-4395 Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Finandal Agents Sími 92-5061 508 Toronto General Trusts Bldg. ------------------------^ The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG., (Opp. Eaton’s) Office 92-7130 House 72-4315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing L Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Builder • 526 ARLINGTON ST. Sími 72-1272 MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Aru Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. 275 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Building Portage Ave. Winnlpeg PHONE 92-2496 COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa Önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Sími 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fijót afgreiðsfa. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSIMI 3-3809 BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími 36-127 Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Matemity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedtling Bouquets, Cut Flowen Funeral Designs, Corsagcs Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 '\ GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. 74-4558 _Res. Ph. 3-7390 Office Ph. 92-5826 Res. 40-1252 DR H. J. SCOTT Specialist in EYE, EAR NOSE and THROAT 209 Medical Arts Bldg. HOURS: 9.30 - 12.00 a.m. 2 — 4.30 p.m. J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU f'”' Hafið HÖFN í Huga ICELANDIC OLdYoLKS HOME SOCIETY L 3498 Osler Street Vancouver 9, B. C. JACK POWELL, B.A. LL.B. BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC Off. Ph. 927751 — Res Ph. 56-1015 206 C.onfcderatioo Building, • Winmpeg, Mal 1 GILBARTFUNERAL HOME - SELKIRK, MANITOBA - J. Roy Gilbart .Licensed Embalmer PHONE 3271 - Selkirk HERE ..NOW! ToastMaster MIGHTY FINE BREAD! At your grocers J. WALTON Sales Mgr. J. S. FORREST, Manager PHONE 3-7144 GUARANTEED WATCH, 8c CLOCK REPAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Prop. Watches, Diamonds, Rings, Clocks, Silverware, China 884 Sargent Ave. Phone 3-3170 V----------------------------•*

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.