Heimskringla - 23.02.1955, Side 2
2. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 23. FEBR. 1955
Híimakringla
(StotnuO ltU)
JLatnva út 6 hverjum mlðvikudegL
Elgendur: THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Wimnipeg, Man. — Talsfiai 74-6251
VertJ fciaðeina er $3.00 árgangurinn, borgist fyriríram.
Allar borganir aendiat: THE VIKING PRESS LTD.
öll vlðafciftabréf blaðinu aPlútandi sendist:
The Vlklng Press Limlted, 853 Sargent Ave., Wirniipeg
Ritstjéri STEFAN EINARSSON
Utanáakrlft til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg
Advertising Manager: GUNNAR ERLENDSSON
"Helmskrlnglo" is published by THE VIKING PRESS LIMITED
and printed by VIKING PRINTERS
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man., Canada — Telephcne 74-6251
Authariaed cts Second Class Mail—Post Ofíice Dept„ Ottcrwa
WINNIPEG, 23. FEBR. 1955
ÞJóÐRÆKNISÞINGIÐ
Þjóðræknisþingið, sem enn
stendur yfir, hefir verið fjörugt
og skemtilegt, þó ef til vill með
fámennasta móti hafi verið. Get-
ur verið og er vonandi að ill
veður olli fremur en þjóðræknis
legur doði. Samt eru fulltrúar
frá flestum deildum félagsins á
þinginu.
f þetta sinn birtist ávarp for-
seta í blaðinu, sem er nú sem
fyr ein bezta fréttin af starfi
þjóðræknisfélagsins. Það hafa
fá mál verið afgreidd, af þeim
er til umræðu hafa komið, þegar
þetta er skrifað. Á meðal hinna
helztu er húsbyggingarmálið og
breyting eða lækkun á tölu at-
kvæða, er fulltrúar deilda mega
fara með á þingi. Umræður
standa sem hæst um þessi mál.
Samkoma Fróns á mánudag og
Icelandic Canadian Club á
þriðjudagskvöldið, voru góðar,
en naumast eins vel sóttar og
þær áttu skilið. Lexíur þeirra
séra Valdimars Eylands og Ás-
mundar Bensons dómara munu
lengi óma skemtilega í eyrum
þeirra er á þær hlýddu.
Aðrar fréttir er ekki í bráðina
af þinginu að segja.
ÁRSSKÝRSLA
Frh. frá 1. bls.
bréfi frá Fjármálaráðuneyti ís-
lands, þar sem heimilað er aðj
senda gjafaböggla af tilteknuj
verðmæti héðan að vestan til
vina og ættingja á íslandi.;
Verða sendingar þessar undan-
þegnar tollgjaldi, ef þær mæta|
fyrirmælum reglugerðarinnar
um innihald, og eru auðkenndar
á vissan hátt. .Stjórnarnefnd fé-
lagsins lét prenta nokkur hundr
uð miða með mynd af innsigli
félagsins og nafni, að viðbættu
orðinu “Gjafasending”, til auð-
kenningar slíkum sendingum.
Hefir verið mikil eftirspurn eft-
Þessi eru kjörin, sem Loftleiðir bjóða yður:
BEZTI aðbúnaður á ferðamannaleiðum
(tourist class)
Lægstu (lugfargjöld til ÍSLANDS
f hverri flugvél eru 7 þrautreyndir flugmenn, sér-
þjálfaðir í Bandaríkjunum. Vinsamleg og örugg
þjónusta í hvívetna. Úrvalsmáltíðir. Skemmtileg
ferð. Fjögurra hreyfla flugvél (Douglas Sky-
master). Lægsta flugfargjald til Íslands . . . Sparið
dollarana, fljúgið með Loftleiðum, einungis ferða-
mannafarrými (tourist-class).
Fljúgum einnig til —
NOREGS - SVÍÞJÓÐAR
DANMERKUR og
ÞÝZKALANDS
þaðan gagnvegir um alla Evrópu.
Fastar áætlunarferðir frá New
York, C.AJi. áskilin farþegum.
Fjögra hreyfla flugvélar.
Spyrjið ferðaskrifstofu yðar um
n /71 n
ICCIANDIÚ 'AIRIINES
uiAiuzt
15 West 47th Street. New York 36-PL 7-8585
ir þessum miðum, og virðist
þetta fyrirtæki hafa reynzt mjög
vinsælt báðum megin hafsins.
Ennfremur hefir próf. Finnbogi
beitt sér fyrir endurreisn laugar-
dagsskólans í íslenzku, og hefir
haldið honum uppi undanfarna
mánuði í samkomusal Sam-
bandskirkjunnar á Banning St. f
fyrravetur var skólinn ekki starf
ræktur, vegna þess að þá vant-
aði bækur fyrir börnin, en nú
vantar börnin fyrir bækurnar.
Aðsókn að skólanum er treg, og
þarf góð ráð til úrbóta. Valdi-
mar Lárusson og Þór Víkingur
hafa aðstoðað Finnboga við
kennsluna.
Hvað samskiftin við ísland
snertir er þess að geta, að marg-
ir hafa komið og farið. Sumir
þeirra hafa verið skyndigestir,
og kann eg ekki að greina nöfn
þeirra allra. Séra Eric H. Sigm-
ar og frú Svava frá Seattle komu
úr Evrópu— og íslandsferð
snemma á árinu; fluttu þau er-
indi á ýmsum stöðum og sýndu
myndir fyrir atbeina Þjóðrækn-
isfélagsins, sem skipulagði ferð-
ir þeírra. Var erindi þeirra tekið
mjög vel, og framkoma þeirra
hjóna öll fróðleg og skemmtileg.
Árni G. Eylands, fulltrúi, og frú
Margit, komu einnig norður
hingað á ferð sinni um Ameríku,
samkvæmt tilmælum félags vors,
og flutti Árni erindi og sýndi
kvikmyndir á nokkrum stöðum.
Alls sýndi hann myndir frá ís-
landi og flutti erindi á 23 stöð-
um á ferð sinni, og á tveimur
stöðum voru myndirnar sýndar
að honum fjarverandi. Þau hjóri-
reyndust oss hinir mestu aufúsu-
gestir; voru þau kvödd hér með
samsæti af hálfu stjórnarnefnd-
ar, og veitti vara-forseti, séra
Philip M. Pétursson því for-
stöðu í fjarveru forseta.
Séra Pétur Magnússon frá
Vallanesi kom hér við á ferðum
sínum í sumar* og flutti erindi
og prédikanir á nokkrum stöð-
um. Jón Kristgeirsson kennari
frá Reykjavík, hefir dvalizt'hér
um slóðir í 2 mánuði og kynnt
sér skólamál. Hefur hann skrifað
margar greinar um dvölina hér
vestra í blöð á íslandi. Dr. H. Sig
mar og frú ferðuðust til íslands
og Noregs s.l. sumar. Hefir hann
sagt frá ferðum þeirra opinber-
lega á ýmsum stöðum og ritað
ferðasögukafla í blöðin. P. S.
Pálsson skáld og frú heimsóttu
einnig ættjörðina, flutti hann
þar erindi og svo aftur hér, er
heim kom. Snjólaug Sigurðsson
píanóleikari tók sér einnig ferð
á hendur til íslands og ílutti þar
hljómleika. Jón Ásgeirsson kaup
maður og frú dvelja nú í heim-
sókn hjá ættingjum og vinum á
íslandi. Dr. Stefán Einarsson
prófessor dvaldi á íslandi um
tíma s.l. sumar, og sömuleiðis
Grettir Eggertsson forstjóri.
Valdimar Björnsson, fyrrv. rík-
isféhirðir í Minnesota, er ný-
kominn úr íslandferð, og skrifar
nú fróðlega greinaflokka um ís-
lenzk mál í stórblaðið Sí. Paul
Pioneer Press. Allt af þessu tagi
er til nytsemdar og fróðleiks, en
mest er þó vert um hin persónu-
legu vináttu sambönd, sem mynd
ast á slíkum ferðum. Á meðan
gagnkvæmar heimsóknir milli
íslendinga vestan hafs og austan
haldast við, er síður hætt við að
tengslin slitni.
Með því sem þegar hefir verið
vikið að um heimsóknir, fyrir-
lestrahöld o.fl., tel eg að gerð
hafi verið nokkur grein fyrir
samvinnumálum við ísland og
viðleitni félagsins í fræðslustarf
semi.
Margir munu þeir, bæði innan
Þjóðræknisfélagsins og utan
þess, sem í kyrþey vinna að
fræðslumálum um íslenzk efni.
Kunnugt er það um prestana,
einkum þá á meðal þeirra, sem
nýlega hafa flutzt hingað vestur.
Þannig hefir séra Eiríkur Brynj
ólfsson flutt erindi og sýnt
myndir á ýmsum stöðum áj
Kyrrahafsströndinni; séra Bragij
Friðriksson og séra Robert Jack,
hafa gert slíkt hið sama í presta-
köllum sínum oð víðar. Kunnugt
er mér og um konu eina, sem
hefir unnið mikið og gott starf á
þessum vettvangi. Er það frú
Hólmfríður Danielson, fræðslu-
málaritari I.O.D.E., og hefir
maður hennar, Hjálmur, veitt
henni góða aðstoð í starfi henn-
ar. Hefir frú Hólmfríður flutt
fræðsluerindi um ísland, land
°g þjóð, sögu, bókmenntir og
listir á ýmsum stöðum bæði í
Það er þessi
öryggiskend
sem fólkinu
I fellur í geð ....
Hjá Eaton’s kaupir fólk margra ára
reynslu; það kaupir öryggð, sem
felst í fullvissunni um það, að Eaton’s
nafnið stendur að baki vörunnar.
Skiptir minstu bvað keypt er, smátt,
stórt, mikilvæglegt eða
6mámunir. . . .Eaton tryggingin
er ávalt að baki.
“VARAN ÁKJÓSANLEG
eða PENINGUM SKILAÐ AFTUR
EATON’S of CANADA
Manitoba og Minnesota, og hafa
áheyrendur hennar komið víða
að, og skift hundruðum. Margt
af þessu fólki, eins og t.d. Al-
þjóðaþing Zonta samtakanna,
þar sem fulltrúar voru saman
komnir úr flestum Miðríkjum
Bandaríkjanna, og frá öllum
Vesturfylkjum Canada, hafi
naumast heyrt áður að til væri
land, sem leitir fsland. Erindi
frúarinnar á þessu mikla þingi
var vel tekið, og bárust henni
margar bréflegar fyrirspurnir
síðar, og beiðnir um bækur og
fræðsluriit um ísland. Hafa þau
hjón lagt á sig mikla vinnu við
að fjölrita slíkt lesmál og senda
áhugamönnum um þessi efni, og
einnig kennurum og námsmönn-
um við ýmsa skóla, alla leið frá
Toronto til Hawaii. Hafa þau
hjón rekið eins konar einka-
bréfskóla í íslenzkum fræðum á
eiginn reikning. Viljum vér
votta þeim viðurkenning og
þakkir félags vors fyrir þetta
ágæta og óeigingjarna starf.
Þá er þess að geta, að Jóns
Sigurðssonar félagið Í.O.D.E.,
efndi s.l. ár til samkeppni í samn
ing leikrita. Skyldi leikurinn
vera í þremur þáttum og fjalla
um líf og starf íslendinga í V.-
heimi. Fjögur leikrit voru send
dómnefndinni, en einn meðlimur
hennar var próf. Skúli Johnson.
Hlutskörpust þátttakenda var
Lauga Geir frá Edinburg, N. D.,
og voru henni veitt verðlaunin.
Nefnist leikrit hennar: “In the
Wake of the Storm”, og verður
það sennilega sýnt á leiksviði
innan skamms.
Útgáfumál mélagsins eru ekki
margbrotin. Saga íslendinga í
Vesturheimi, er nú, sem kunn-
ugt er, komin út í fimm bindum.
Er talið, að því verki sé þar með
lokið, en svo er þó ekki. Enn
vantar mikið á, að gerð hafi ver-
ið grein fyrir öllum byggðum
vorum hér vestra, og þyrfti sögu
ritunin að halda áfram. Sögu-
útgáfunni hefir því miður ekki
verið tekið eins vel og vonir
stóðu til, en um gildi hennar
segir Jónas Jónsson frá Hriflu
í blaðagrein, sem birt var í
Reykjavík 17. maí s.l.: Sú saga
hermir frá dáðríku lífi kynslóð-
arinnar, sem vestur fór og af-
komendum þeirra, sem erfðu
landið eftir feður og mæður og
ömmur og afa, og hafa gert ís-
lendingsnafnið heiðrað í fjar-
lægum löndum. Stórir staflar
af þessum bókum liggja á skrif-
stofu stjórnarnefndarinnar á
Home St. Minntist hr. Jón Emil
Guðjónsson, forstjóri Bókaút-
gáfu Menningarsjóðs á íslandi,
útgefandi tveggja síðustu bind-
anna, á þetta í nýkomnu bréfi
til forseta, er hann segir: “Ula
gengur salan vestra á Sögu Vest-
ur-íslendinga, 4. og 5. bindi.”
Vera má, að þetta þing vilji taka
til athugunar á' hvern hátt bezt
verður greitt fyrir þessu máli.
Tímarit félagsins kemur út i
ár, eins og venjulega, undir á-
gætri ristjórn Gísla Jónssonar,
og er Mrs. Einarsson auglýsinga
safnandi, eins og s.l. ár, en í
Nýja-íslandi mun Mrs. P. S.
Pálsson annast það starf. Hefir
þess verið getið við stjórnar-
nefndina, að tregar gangi nú
með söfnun auglýsinga en á fyrri
árum. Má það teljast eðlilegt, er
rætt er um hagnaðarvon auglýs-
enda, sem er víst harla lítil. Hitt
veldur meiri furðu, að meðlimir
félagsins sums staðar hafa tekið
eðlilegri og sjálfsagðri hækkun
Notið IGILLETT S LYE| í fyrsta flokks
sápu fyrir aðeins lc stykkið!
Hugsið yður peningasparnaðinn við notkun, er kostar
stykið! Og það kostar ekki mina en þetta að fá beztu tegund
loðrandi sápu úr afgangs fitu og Gillett’s lút. Það er auðvelt
að fara eftir þeim forskriftum, sem á Gillett’s baukunum
standa. Kaupið Gillett’s lút, er þér næst farið í búð og spar-
ið árlega mikla peninga.
SÉRSTAKT TILBOÐ
“SCENT ‘N’ OOLOR” KIT
Bætið við þessu sérstaka “Scent ‘N’ Color” efni, er
þér búið til Gillett’s lútsápu. Þér fáið fullkomnustu
handsápu! Þar er valið um lilju, rósa og lavenderang-
an. Öllum þessum angandi efnum er bætt í venjulegan
10 únzu bauk af Gillett’s lút. Scent N Color selst
venjulega fyrir þrefalt verð. Fyrir hverja flösku skul-
uð þér senda hvaða vörumiða af Gillett’s
Jút sem er ásamt 25 cents til Standard
Brands Limited, Dominion Square
Building. Montreal. Verið viss í að
velja þá ilmtegund, er þér helzt æskið.
Látið heimilisfang yðar fylgja. Þá verð
ur sent til yðar í snarhasti “Scent N
Color” Kit ásamt forskrift póstfrítt.
OA/cy\
og hvaða hlut teml
er af Gillett’s lút-f
vörumiða.