Heimskringla - 23.02.1955, Síða 3
WINNIPEG, 23. FEBR. 1955
HEIM SKRINGLA
3. SÍÐA
meðlimagjalda fremur þunglega,
en eins og kunnugt er, var með-
limagjaldið hækkað úr einum
dollar upp í tvo á þingi voru fyr-
ir ári síðan. Menn ættu að muna,
að fyrir þetta tveggja dollara
meðlimagjald veitist þeim ekki
aðeins tækifæri til að tilheyra
Þjóðræknisfélagi íslendinga í
Vesturheimi, styrkja þannig sína
eigin þjóðerniskennd og málsta'ð
félagsins, heldur veitist þeim í
uppbót eitt hið bezta tímarit,
sem gefið er út á íslenzku. Fœ-
seta er ekki kunnugt um neitt
annað sambærilegt félag, sem
býður meðlimum sínum slík
kostakjör; en spursmál er hversu
lengi það tekst að halda uppi
slíkri rausn, vegna þverrandi
auglýsinga og síhækkandi kostn
aðar við útgáfu tímaritsins.
Þá skal vakin athygli þings-
ins á því, að á þessu ári hætti
Almanak Ólafs Thorgeirssonar
að koma út. Þetta rit var gefið
út í 60 ár, fyrst af Ólafi sjálfum,
en síðar af sonum hans, með að-
stoð dr. Richard Beck. Naut al-
manakið mikilla vinsælda. —
Áratugum saman hafði það birt
söguþætti úr byggðum íslend-
inga, annála og annan fróðleik.
Enn munu liggja a skrifstofu
útgefanda allmörg handrit af
þessu tagi, sem ekki var hægt að
birta áður en útgáfunni lauk.
Æskilegt væri, að útgáfa alman-
aksins gæti haldið áfram í ein-
hverri mynd, og væri vel ef þetta
þing vildi athuga möguleikana
á framkvæmdum í því máli.
—Framh.
JUIVIBO PUMPKIN
Risajurt, sem unnið hefir niörg verð
laun á sýningum, gctur orðið um
100 pund á þyngd. Endingargóð, á-
gæt til gripafóðurs og eins í skorpu-
«teik. (Pakkinn 15c) (un/a 30c) póst*
Alveg einstakt fæffujurtasafn.— Jutnbo
Pumpkin, Jumbo Cabbage, líround
Cherry, Garden Huckleberry, Ground
Almonds, Japancse tiant Radish,
China Long Cucumber, Yard Long
Bcan, Guinea Butter Vinc, Vine
Peach, allar þessar 10 tegundir auð-
grónar og nytsamar. Verðgildi $1.60
BLOOD BANK
faetyAeceuwt
THI*
(PACI
CONTKIIUTfO
• V
WINNIPEG
BREWERY
L I M I T E O
MD-351
Thelma
(RAGNAR STEFANSSON ÞÝDDI)
“Já, það er enginn efi á því! Það er nóg af
svokölluðum frjálstrúar-kvensniftum, sem með
ófyrirleitni, mælsku og stjórnlausri frekju þykj
ast vera að leita réttar sins. Þú þekkir ekkert til
þeirra, ungfrú Guldmar—vertu þakklát fyrir
það! Jæja, Phil, hvað lengi á þetta skip þitt að
slóra hér?”
“Philip hlýddi áminningunni og kallaði ti-1
hafnsögumannsins, og eftir fáar mínútur, var
“Eulaluie” komin á venjulega ferð, og hélt
hratt til Soroe. Þessi eyja sem virtist svo dökk
og skuggaleg í fjarlægð, fékk einhvern veginn
vingjarnlegri svip þegar komið var nær henni.
Öðru hvoru sló glampa á marglitar steintegund-
ir í klettunum eða fagurgræna gróður bletti og
Valdemar Svensen lýsti því yfir, að hann vissi
af sendinni vík, þar sem hópurinn gæti, ef hann
svo vildi, farið í land og séð lítinn helli sér-
staklega fallegan—skreyttan með óteljandi
bergkristöllum.
“Eg hefi aldrei heyrt að þessi hellir væri
til”, sagði Guldmar, og horfði á hafnsögumann
inn með óvenjulega hvössu augnaráði. “Ert þú
leiðsögumaður ferðafólks til allra slíkra staða
í Noregi ?”
Errington tók eftir því undrandi að Sven-
sen roðnaði og virtist verða hikandi; meira að
segja, tók hann ofan rauðu húfuna þegar hann
svaraði bóndanum, sem hann ávarpaði með
mestu virðingu—á norsku. Gamli maðurinn hló
meðan hann hlustaði á hann, og virtist ánægður,
því næst snéri hann sér við og sagði við Philip:
“Þú verður að fyrirgefa. honum, drengur
minn, fyrir að tala í návist þinni, tungumál sem
þú skilur ekki- Hann meinti ekki að móðga
neinn. Hann er sömu trúar og eg, en er hræddur
um ef það vitnast, að honum yrði ekki vel til
með atvinnu—sem er mjög líklegt—þar sem
svo margt af fólki hér er fullt af trúarofstæki.
Einnig er hann mér bundinn með eiði—sem til
fornajiefði gert mér hann undirgefinn—en sem
nú leggur honum engar skyldur á herðar gagn-
vart mér—með einni undantekningu.”
“Og sú undantekning er?” spurði Errington
með vaxandi áhuga.
“Hún er sú, að krefjist eg einhvern tíma
af honum vissrar þjónustu, þorir hann ekki að
neita því. Undarlegt, finnst þér það ekki? Eða
þér virðist það.” og Guldmar þrýsti handlegg
unga mannsins Jétt og hlýlega, “en norrænu
eiðarnir okkar eru unnir í fyllstu alvöru, og svo
bindandi, að líf og heiður liggur við að þeir
séu haldnir. Samt sem áður hefi eg ekki krafist
hlýðni af Valdemar ennþá, og geri ekki ráð fyr
ir að gera það í bráð. Hann er ágætis drengur—
vænn og trúverðugur—þó hann sé helzt til of
draumlyndur”.
“Skær og glaðlegur hlátur barst frá hópn-
um sem sat á þilfarinu utanum Thelmu—og
Guldmar nam staðar á göngunni, og bros færð
ist yfir hreinskilnislega og göfugmannlega andl
itið. “Það hefir góð áhrif á mann að heyra glað
værð ungs fólks”, sagði hann. “Finnst þér ekki
hlátur barnsins míns dálítið svipaður lævirkja
söng svo hreinn og fagnaðarríkur?”
Rödd hennar er hljómlistin sjálf!” gegndi
Philip, fljótlega og hlýtt. “Það er ekkert sem
hún segir eða gerir, sem er ekki yndislegt!” En
svo varð hann sér þess allt í einu meðvitandi að
hann hafði verið helzt til fljótfær og þagnaði.
Hann roðnaði í andlitinu þegar Guldmar virti
hann fyrir sér, með dálítið hvössu og rannsak-
andi augnaráði. En hvað sem gamli maðurinn
kann að hafa hugsað, sagði hann ekkert. Hann
hélt aðeins ögn þéttar um handlegg unga bar-
ónsins þegar þeir gengu til hins fólksins—það
var þó auðsjáanlegt allan seinni hluta dagsins
að bóndinn var fálátur og alvaralegur, og að oft
hvíldi augu hans á dótturinni fögru með angur-
værri þrá og þunglyndi í svipnum. Hér um bil
tveimur klukkustundum eftir hádegisverð nálg
aðist “Eulalie” vikina sem hafnsögumaðurinn
■kafði minnst á, og allir voru hrifnir af fegurð,
ekki síður en hrikalegri náttúru staðarins- Klett
armr 4 þessum hluta eyjarinnar virtust hafa
klofnað og sprungið af hininháum brimöldum
úthafsins, gnæfðu ejns Qg borgarvirki. eða must
eristurnar meira en tvö þúsund fet yfir sjávar-
mál. Fyrir neðan þessi hrjúfu hamravirki náttúr
unnar hafði myndast fjörusandur á löngum
kafla hvítur og skínandi, sem glampaði eins og
mulið silfur. Öðru megin við þessa fjöru mátti
greinilega sjá hið kringlótta hellisop sem Vald
cmar Svensen hafði vakið athygli þeirra á. Ferða
íólikið ákvað að skoða þetta náttúru undur_og
skipið var stöðvað, og langi báturinn settur út.
Þeir tóku engan skipssmannanna með sér í land,
en Errington og félagar hans réru fjórum árum,
en Thelma og faðir hennar komu sér fyrir i
skutnum. Lendingin var auðveld, og þau gengu
öll í áttina til hellisins, og undir fótum þeirra
glitrað sandurinn með þúsundum af litlum,
marglitum skeljum. Djúp þögn ríkti allstaðar
—'eyjan var svo einangruð að það virtist eins
og sjófuglarnir, hvað þá aðrar lifandi verur,
kærðu sig ekkert um að eiga heima í gjám og
klungrum þessara þverhníftu, gróðurlausu
kletta. Við innganginn í litla hellinn leit Guld
marmar út til hafsins.
“Það er óveður í aðsígi!” sagði hann. “Þessi
ský sem við sáum í morgun, hafa siglt hingað
nálega eins hratt og við.”
l . " Professional and Business Directory
Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultaitions by Appointment Thorvaldson Eggertson . Bastin & Stringer Lögfrœðingox Bank of Nova Scotia Blde. Portage og Garry St Sfini 928 291
Skýin voru áreiðanlega orðin dekkri og
þéttari, og dálitlar smáöldur gáruðu yfirborð,
sjávarins. En sólin skein ennþá glatt, og það
var stillilogn. Eftir ráðleggingum hafnsögu-
mannsins, hafði Errington og vinir hans búið
sig út með blys, til þess að geta lýst upp hellinn
undireins og inn væri komið. Við rauðleitu elds
birtuna af blysunum, sem einnig lagði af reykj-
armóðu, sýndist þessi staður við fyrstu sýn eins
og lítil álfahöll skreytt með ótölulegum fjölda
af gimsteinum. Langir oddmyndaðir kristals-
stönglar héngu niður úr lofthvelfingunni með
undarlega jöfnu millibili—veggirnir glitruðu í
mismunandi litum—bleikum, grænum og fjólu-
litum og í miðjum hellinum var stór, lygn vatns
pollur, og í honum spegluðust allar þessar
undramyndir. f einu horninu höfðu kristalls-
stönglarnir og hinar samanrunnu bergtegundir
myndað nokkurskonar stól, með hásætishimni
yfir, og Duprez sem uppgötvaði þetta fyrst,
hrópaði: “Nei, sjáið þið þetta! drotningarhá-
sæti! Komdu hingað, ungfrú Guldmar, þú verð-
ur að sitja í því!”
Dr. P. H. T. Thorlakson
WIXNIPFG CLINIC
St. Mary’s and Vaugban, Winnipeg
Phone 926 441
J. J. Swanson & Co. Ltd.
REALTORS
Rental, Insurance and Financial
Agents
Simi 927 5S8
308 AVENUE Bldg. — Wlnnipeg
CANADIAN FISH
PRODUCERS Ltd.
J. H. Page, Managing Director
Wholesale Distributors oi
Fresh and Frozen Fish
311 CHAMBERS ST.
Otfice Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-5917
H. J. PALMASON
CHARTERED ACCOUNTANT
505 Confederation Life Bldg.
Winnipeg, Man.
Phonc 92-7025 Home 6-8182
Rovatzos Floral Shop
253 Notre Dame Ave. Ph. 952 954
Fresh Cut Flowers Daliy.
Plants in Season
We specialize in Wedding and
Concert Bouquets and Funeral
Designs
Icelandic Spoken
A. S. BARDAL
LIMITED
selur líkkistur og annast um
útfarir. Allur úíbúnaður sá bestL
Enniremur selur hann aUskonar
minnisvarða og legsteina
843 SHERBROOKE ST.
Phone 74-7474 Winnipeg
“En eg er ekki drotning”, sagði Thelma
hlæjandi. “Hásæti er handa konungi líka, vill
ekki Philip setjast í það?”
“Þessi uppástunga er þér til sæmdar, Phil-
ip!” hrópaði Lorimer, og veifaði blysinu í ákafa.
“Við skulum vekja bergmálið hér með því að
hrópa, lengi lifi konungurinn!”
M. Einarsson Motors Ltd.
Buying and Selling New and
Good Used Cars
Distributors for
FRAZER ROTOTILLER
and Parts Service
99 Osbornc St. Phone 4-4395
Union Loan & Investment
COMPANY
Rental, Insuronce cnd Finandal
Agents
Sími 92-5061
508 Toronto General Trusts Bldg.
En Philip gekk til Thelmu, tók hönd henn-
ar, og sagði þýðlega: “Komdu! Lofaðu mér að
sjá þig sitja í hásæti, Thelma drotning! Gerðu
það mér til ánægju —”
Hún leit upp—bjarminn af hinu skæra
blysi lýsti upp andlit hans, og hún gat ekki
annað en séð ástarlogann sem brann í augum
hans—en hún skalf og titraði eins og henni
væri kalt, og það var kvíða blandin undrun í
augnaráðinu. Hann kom nær og þrýsti hönd
hennar; aftur hvíslaði hann: “Komdu, Thelma f
drotning!” Hún lofaði honum eins og í draumi
að leiða sig að kristallsstólnum, og þegar hún
var setzt í hann, reyndi hún að stilla hinn æsta
hjartaslátt sinn og brosa glaðlega til litla hóps-
ins fyrir framan hana sem hrópaði með sam-
blandi af kæti og aðdáun.
“Þú tekur þig ágætlega út!” sagði Mac-
farlane með auðsærri hrifningu. “Hún væri stór :
kostlega fögur fyrirmynd til að mála, er ekki
svo, Errington?”
Philip starði á hana, en sagði ekkert. Til-
finningar hans báru hann nálega ofurliði. Hún
sat þarna innanum glitrandi bergtegunda —
skrautið — og loginn af blysunum ljómaði upp
hið yndislega andlit hennar og gullna hárið—
og í augnaráðinu var sambland af gleði og
kvíða—um varir hennar—sem titruðu ofurlítið,
lék dularfullt óákveðið bros—hún leit nærri því
hættulega yndislega út—Helen af Troy myndi
varla hafa kveikt heitari ástríðueld í hjörtum
Forn-Grikkjanna, heldur en þessi unga stúlka
óafvitandi gerði á því augnabliki í hjörtum allra
þeirra sem á hana horfðu.
Duprez fylltist—ef til vill í fyrsta sinni,
göfugri og hreinni lotningu fyrir kvenlegri
fegurð, og ákvað það með sjálfum sér að léttúð,
mælgi og gullhamrar ættu hér ekki við—hann
sagði þess vegna ekkert, og Lorimer var einnig
þögull, og barðist með hugprýði á móti æstum
ástríðum sem voru nú, eftir hans skoðun, ekk-
ert nema ótrúmennska og drottinssvik við vin
hans. Hin sterka, hressandi rödd gamla Guld-
mars vakti þá alla upp af þessum dagdraumum.
“Nú, nú, Thelma mín! Ef þú hefir verið
gerð að drotningu, þá notaðu vald þitt og skip-
aðu þessum drengjum að fara að koma sér á
brott héðan. Þetta er dálítið rakur staður fyrir
konungshirð, og hásætið hlýtur að vera fremur
kalt og ónotalegt. Við skulum fara út í blessað
sólskinið aftur—og ef til vill getum við klifrað
upp á einhvern klettinn hér og notið útsýnis-
• _ f»
íns.
“Það er ágætt, herra minn!” sagði Lorimer,
og ákvað með sjálfum sér að nú skyldi Erring-
ton fá sitt tækifæri. “Komdu nú, Mac! áfram
með þig—Pierre! Herra Guldmar krefst full-
kominnar hlýðni af okkur! Phil, þú sérð um
drotninguna!” Hann ýtti Duprez og Macfarlane
með lagi á undan sér, og þeir fylgdu Guldmar
eftir sem var á undan—og vinur hans var þann-
ig skilinn eftir einn hjá Thelmu—að minnsta
kosti nokkur augnablik.
S.--------------------------------------—-------------
The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG., (Opp. Eaton’s) Officc 92-7130 House 72-4315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing Y ZJ r "V Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Builder • 526 ARLINGTON ST. * Sími 12-1212 sW
? FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kcnsington Building 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 92-2496 Y--- -
MALLON OPTICAL j 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man.
COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kzliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Simi 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSIMI 3-3809 S--~ —
BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmxliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími 36-127 Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Matemity, Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flowen Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 j
\ GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. 74-4558 Res. Ph. 3-7390 V J Office Ph. 92-5826 Res. 40-1252 DR H. J. SCOTT Spccialist in EYE, EAR NOSE and THROAT 209 Medical Arts Bldg. HOURS: 9.30 — 12.00 ajm. 2 — 4 J0 p.m. —,
J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in aU its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 218 POWER BUILDING Telephone 987 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU Hafið HÖFN í Hnga
ICELANDIC OLD FOLKS HOME SOCIETY — 3498 Osler Street — Vancouver 9, B. C. U j
GILBART FUNERAL HOME - SELKIRK, MANITOBA - J. Roy Gilbart, Licensed Embalmer PHONE 3271 - Selkirk S__ GUARANTEED WATCH, k CLOCR REPAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Prop. Watches, Diamonds, Rings, Clocks, Silverware, China 884 Sargent Ave. Phooe 8-8170 A. J
l JACK POWELL, B.A. LL.B. BARRISTER, SOUCITOR, NOTARY PUBUC Off. Ph. 927751 - Res Ph. 56-1015 206 CnnfcdcratMMs Ruilding, Wimupeg, hA. V. HERE _NOW! ToastMaster MIGHTY FINE BREAD! At your grocers J. 8. FORREST, J. WALTON Manager Sales Mgx. PHONE 3-7144 V —