Heimskringla - 23.03.1955, Síða 3

Heimskringla - 23.03.1955, Síða 3
WINNIPEG, 23. MARZ 1955 HElMSKRINGLfl 3. SÍÐA annað að ræða en samvinnu þjóða til að tryggja öryggi sitt, og getum vér hvenær sem er sagt þeim samningum upp. Er þá farið að þynnast blóðið í fs- lendingum, ef þeir eru ekki að- eins dáðlausir orðnir að verja sig sjálfir, heldur vi'lja líka banna öðrum að gera það. Thelma (RAGNAR STEFÁNSSON ÞÝDDl) ■■ J ' .* . En þetta er líklega þessi salla- fini kristindómur, sem séra Sig urbjörn hefir nú uppgötvað hjá þeim Barth og Niemöllur, að rísa ekki gegn ofbeldinu. Það minnir mig á gamla konu, sem eg þekkti í ungdæmi mínu. Hún var að þvo og breiddi línið jafn óðum upp á snúru. Þá komu kýrnar á bænum og átu þvottinn jafnharðan, og sagði eg gömlu konunni frá þessu. En hún svar aði ofurrólega: “Það er bezt að látast ekki sjá það”. Svo eyði- lögðu kyrnar auðvitað allan þvottinn, Já, mikið dæmalaust mundu Rússar vera þakklátir þessum guðsmönnum, ef þeir fengju að ráða eða hefðu ráðið, því að þá mundu þeir fyrir löngu vera búnir að leggja undir sig alla Evrópu fyrirhafnaf'laust a' samt íslandi. En jafnvíst er hitt, að þá mundu þeir líka vera búnir að flengja allan kristindóm og hátíðlegheit úr þessum frómu sálum, svo að ekki gætu þeir framar sent trúboða og aðra guðs blessan til Kína eða Afríku til að frelsa blökkumenn. — Þann- ig mundi þessi kristindómur stuðla að því að útrýma öllum kristindónji og er þá djúpt lagzt í hjálpræðismálum mannkynsins, þegar slík speki er á borð borin. Annars botna eg ekkert í þeim kurfshætti, sem ekki má sjá út- 'lending öðruvísi en siga á hann hundum. Hvers konar samband getur nokkru sinni orðið milli þjóða, ef alið er stöðugt á slíkri tortryggni og hatri? Til hvers eru þá Sameinuðu þjóðirnar og til hvers væri alheimskommún- isminn fyrir þá, sem þrá hann, eins og sáluhjálp sína, ef það á að vera sjálfsagt, að ein þjóð hati aðra og geti ekki þolað nokkra samvinnu við hana? Allt væri þetta þá unnið fyrir gýg. Það er ekki annað en hreinasti vesaldómur að halda, að þjóð vor afklæðist þjóðerni sínu, þó að fáeinir útlendingar dvelji hér nokkra mánuði. Ef þjóðin væri svo aum, veitti ekki af að fá ein hvern dugiegrf kynstofn á þetta land. En mér dettur ekki í hug að svo sé. Þær þjóðir lifa, sem sjálfar vilja lifa og hafa ein- hvern dug í sér til þess. Það sanna Gyðingar, sem í þúsund ár áttu ekki einu sinni nokkurt föðurland. — Með volgri sínu, fjandskap og hræðslu við vin- veittar þjóðir gera þessir menn þjóð sinni vanvirðu. Mættu aðr- ar vestrænar þjóðir halda, að hér byggju tómir Skrælingjar. Með beztu kveðju Benjamín Kristjánsson —Aðsent / Liðsforingi (við nýliða): Ekki ganga svona nærri hestinum; hann getur sparkað í hausinn á yður með afturfótunum, og þá sit eg uppi með haltan hest. Þeir fóru ofan í skipssalinn, þar sem þeir fundu Thelmu niðursokkna í að læra mann- ganginn í tafli, og var Duprez kennarinn, Mac farlane og Lorimer horfðu á. Thelma leit upp frá taflborðinu þegar faðir hennar og Erring- ton komu inn, og brosti við þeim með dálitlum loða I kinnum. “Þetta er svo tilkomumikill og hrífandi leikur, pabbi!” sagði hún. “Og eg er svo tornæm að eg skil hann ekki! Svo monsieur Pierre er að reyna að kenna mér mannganginn. “Ekkert er auðveldara”, hélt Duprez fram. “Eg var að sýna þér hvernig biskupinn gengur, töluvert krókótt — “Hann er yfirmaður kirkj- unnar, og 'ÞaS segir siS sJalft að hann getur ekki gengið beint—ef þú tekur vel eftir þeim, kemstu að því að flestir kennimenn kirkjunnar fara meira og minna krókaleiðir. Þú ert mjög fljót að komast upp á þetta, ungfrú Guldmar— þú skilur nú til fullnustu gang hróksins og riddarans. Nú, eins og eg sagði þér, getur drotn ingin gert hvað sem hún vill—allir taflmenn- irnir óttast hana!” “Af hverju?” spurði hún, og fór dálítið hjá sér, þegar Philip settist hjá henni og 'horfði á 'hana með svo rólegu og ákveðnu látbragði. “Af hverju? Ástæðan er auðskilin!” svar- rði Pierre, “drotningin er kona—allt verður að hlýða henni!” “Og konungurinn?” spurði hún. “Ó, hann getur ekki gert mikið—nærri því ekkert! Hann getur aðeins færst um einn reit i einu, og það með miklu erfiði og hiki—hann er eftirmynd Lúðvíks sextánda!” “Þá er það tilgangur og hlutverks leiksins að verja konung, sem ekki er þess verður að hann sé varinn!” sagði stúlkan. Duprez hló. “Það er nákvæmlega rétt! Og í þessum hrífandi leik er saga og reynzla margra þjóða! Ungfrú Guldmar hefir lýst þessu dásamlega rétt! Manntafl er fyrir þá sem ætla sér að mynda lýðveldi. Allar áhyggjurnar og útreikningurinn—allir leikirnir með það, bisk- upa, riddara, hróka, og drotningu—allt til þess að verja konungshásæti sem ekki er þess vert að því sé haldið við! Ágætt, ungfrú, þú heldur ekki með einveldi!” “Eg veit það ekki,” sagði Thelma. “Eg hefi aldrei hugsað mikið um slíka hluti. En konung- ar ættu að vera mikilmenni—vitrir og áhrifa- miklir, betri og hugrakkari en allir þegnar þeirra, er ekki svo?” “Alveg spursmálslaust!” lagði Lorimer til málanna, “en það er undarlegt að þeir eru það sjaldnast. Nú, drotningin okkar, Guð blessi hana —” “Heyr! Heyr!” tók Errington fram í og hló góðlátlega. “Eg vil ekki að nokkurt orð sé sagt á móti góðu gömlu konunni, Lorimer! Þó að vitað sé að hún hatar London, og finnst engin skemmtun í því að ruddalegur almúginn gapi og stari á hana. Mér finnst hún hafa á réttu að standa—eg get sannarlega ekki láð henni þó að henni þyki gaman að drekka te í ró og næði með einhverju skozku fólki sem er nokkuð sama um hvort hún er drotning eða þvottakerling.” “Eg held”, sagði Macfarlane, seinlega, “að ríkjavaldar hafi skyldum að gegna, og þó að eg geti ekki sagt að eg 'hafi neitt á móti hinum ein- földu lifnaðarháttum hennar hátignar, þá er þó ýmislegt sem betur færi að persónuleg at- hygli hennar væri vakin á. “Guldmar virtist hugsandi. “Eg veit lítið um konunga og drotningar”, sagði hann, en mér virðist af því sem eg veit, að konungafólkið hafi lítil völd. Til forna hafði þsð ótakmörkuð Hl-SUGAR NEW HYBRII) TÓMATA Svo auðugt af s urefni, að bra minnir á vínþr ur. Stærð á golfbolta, dökkr; ar, hraustar bráðþroska; al óviðjafnanleg f- niðursoðna áve ávaxtamauk, ef mat og fleira J háttar. —Þelta stórar plöntur að sex fetum t máls. — Einsta ..... plöntur gefa af bushlél af þroskuðum ávexti. Ný ' und, sem prýða hvaða garð sem er pakki af 35 fræum á 35c — póstfrít; Ök°ypis stór 1955 fræ og blómaræktur bók. 4 yfirráð—en nú—”. “Eg skal segja þér,” tók Duprez fram í, æstur, “hverjir ráða yfir lýðnum nú á tímum— það eru rithöfundarnir! Þeir skelfa krýndu þjóð höfðingjana svo að þeir lifa í angist og ótta að þeim verði hrundið úr valdasessi. Mon Dieu! Ef eg væri gæddur þeirri gáfu að geta ritað, þá sigraði eg heiminn!” “Það er óskapa fjöldi fólks sem ritar nú, Pierre,” sagði Lorimer, brosandi, “og samt eru þeir ekki að ná neinum yfirráðum, eða sigra neitt á neinum sviðum.” “Það er af því að þeir eru hræddir!” sagði Duprez. “Það ,er af því að þeir hafa ekki hug- rekki til að halda fram skoðunum sínum. Það er af því þeir segja ekki sannleikann!” “Eg heid helzt að þú hafir rétt fyrir þér!” sagði Errington. “Ef einhver væri nógu djarfur til þess að halda fram bláberum sannleikanum og ljósta upp lygunum, gæti eg hugsað að það gæti orðið mögulegt að hann sigraði heiminn— eða látið hann óttast sig að minnsta kosti.” “En er þá heimurinn svo fullur’af lýgi?” spurði Thelma, feimnislega. Lorimer leit á hana alvarlega! “Eg er hræddur um það, ungfrú Guldmar! Eg held að hann hafi ríkulega uppskeru á því sviði á hverju ári—uppskeru líka, sem aldrei bregzt! En heyrðu, Phil! Sjáðu hvað sólin skín skært! Við skulum fara upp á þilfar — við kom um bráðlega inn í Altenfjörðinn.” Þeir stóðu allir upp úr sætum sínum, settu upp höfuðfötin, og fóru út úr salnum allir nema Errington, sem varð eftir, og þegar Thelma gerði sig liklega að fylgjast með föður sínum, kallaði hann til hennar þýðlega: “Thelma!” Hún hikaði, og snéri sér því næst að honum—faðir hennar brosti til hennar blíðlega, og hneigði höfuðið til samþykkis, um leið og hann fór út um dyrnar og hvarf. Hjarta hennar sló ótt þegar hún staðnæmdist við hlið elskhuga síns, og þegar hann tók hana í faðm sinn, hvíslaði hún: “Þú hefir talað við hann?” “Föður þinn? Já, yndið mitt!” hvíslaði Phil ip, um leið og hann kyssti hinar fögru varir hennar. “Óttastu ekkert um það —hann veit allt. Segðu mér nú aftur Thelma að þú elskir mig—eg hefi varla enn heyrt þig segja það greinilega!” * Hún brosti eins og hún væri í draumi þeg- ar hún hallaðist upp að brjósti hans og horfði beint í augu hans. “Eg get ekki sagt það eins og það ætti að vera orðað”, sagði hún. “Það er ekkert tungumál til sem hjarta mitt gæti notað. Ef eg gæti sagt þér frá tilfinningum mínum eins og þær eru, héldir þú að það væri heims'ku- !egt—það er eg viss um—þær eru svo æstar og undarlegar”— hún þagnaði, og fölnaði í andlit- inu. “Ó!” hvíslaði hún og titraði ofurlítið; “það er hræðilegt.” “Hvað er hræðilegt, ástin mín?” spurði Er- rington, og hélt henni þéttara í faðmi sínum. Hún andvarpaði ofurlítið. “Að eiga ekki— og hafa ekki yfirráð yfir mínu eigin lifi leng- ur!” svarað hún, og rödd hennar titraði af geðs- hræringu. “Líf mitt tilheyrir þér nú algerlega! Og eg hefi eignast þitt líf—er það ekki undar- lcgí og nálega raunalegt? En hvað hjarta þitt slær ótt og títt—eg get heyrt slög þess—svo tíð—hérna þar sem höfuð mitt hvílir”. Hún leit upp, og strauk með litlu hvítu höndinni, um kinn hans. “Phílip,” sagði hún lágt og þýtt, “hvað ertu að hugsa um? augu þín ljóma svo skært—veiztu að þú hefir yndisleg augu?” “Hefi eg?” hvíslaði hann eins og í leiðslu, og leit ofan á þetta dásamlega fagra og saklausa andlit, og skalf af ástríðuþrungnum tilfinning i um. “Eg veit það nú ekki—augu þín líta út eins og tvær glóandi stjörnur sem fallið hefðu af himnum ofan! Ó, Thelma, yndið mitt—Guð gefi að eg geti orðið þín verðugur”. “Mín verðugur?” sagði hún blítt og undr- andi. “Það er eg sem ætti að biðja um að mega j verða þín verðug! Þú mátt ekki segja svona' fjarstæðu, Philip!" i Hann svaraði engu, en horfði á hana þar | sem hún stóð frammi fyrir honum, tignarleg eins og ung drotning í óbrotna hvita búningn- um sínum. “Thelma!” sagði hann skyndilega, ‘ Veiztu hvað þú ert óumræðilega fögur?” “Já!” svaraði hún blátt áfram, “eg veit það, vegna þess að eg er lík móður minni. En það er ekki svo mjög mikils virði að vera fríð—nema einhver sé ástfanginn í manni—og þá er það allt öðruvísi! Mér finnst eg vera miklu fallegri nú, þar sem þú heldur að eg sé ekki ólagleg!” Philip hló og greip hönd hennar. “En hvað þú ert mikið barn!” sagði hann. “Láttu mig nú sjá þennan litla fingur.” Hann losaði stórkost- lega dýrmætan og fagran demantshring frá úr- festinni sinni. “Móðir mín átti þennan hring, Thelma”, hélt hann áfram, þýðlega, “og síðan 'hún dó hefi eg alltaf borið hann á mér. Eg á- kvað að skilja hann aldrei við mig nema—” Hann þagnaði og smeygði honum á fingur henn ar. Hún horfði á hann undrandi: “Þú skilur hann nú við þig?” spurði hún, með undrun í rómnum. “Eg skil ekki í því!” Hann kyssti hana. “Nei, eg skal útskýra það aftur, Thelma—og þú skalt ekki hlæja að mér eins og þú gerðir í fyrsta sinn sem eg sá þig! Eg ákvað að skilja þennan hring aldrei við mig, segi eg, þangað til að sá tími kæmi að eg trúlof aðist stúlku sem eg elskaði af öllu hjarta. Skil- urðu mig nú?” Hún kafroðnaði, og leit undan 'hinu ástríðu þrungna augnaráði hans. Eg skil ekki enn, Philip” — stamaði hún feimnislega— “hvernig þessi hamingja hefir fallið mér í skaut — hún hefði haldið áfram ef Lorimer hefði ekki komið inn í salinn. Hann leit fljótlega á þau til skiftis — og brosti. Með samskonar brosi er vitað að vissir hugprúðir hermenn hafa horfst í augu við banaskotið. —Hann gekk til þeirra með sinni venjulegu hægð og stillilegu fram- komu, tók ofan, og hneigði sig látlaust og kurt eislega. “Lofið mér að verða fyrstum til að votta hinni tilvonandi baronessu Errington mínar innilegustu hamngjuóskir! Philip, gamli vinur! Til hamingju! Guð blessi ykkur bæði!” Professional and Business •= Directory- Office Phone 924 762 Res. Phone 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögfrœðinqcn Bank oí Nova Sootia Blde. Portage og Garry St Sími 928 291 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Marv's and Vaughan. Winnipeg Phone 926 441 H. J. PALMASON CHARTERED ACCOUNTANT 505 Confederation Life Blóg. Winnipeg, Man. Phone 92-7025 Home 6-8182 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími 927 5S8 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg Rovatzos Floral Shop 253 Notre Danu Ave. Ph. 9S2 994 Fresh Cut Flowers Dally. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Ðirector Wholesale Distributors ol Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-S917 A. S. BARDAL LIMITED selur líkklstur og annast um utfarir. Allur úWbúnaður sá bestl. Ennfremur selur hann allglrrtngT minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phene 74-7474 Winnipeg r------ M. Einarsson Motors Ltd. Buyinq and Selling New and Good Used Cars Distributors for FRAZER ROTOTILLER and Parts Service 99 Osbome St. Phone 4-4395 Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Finandal Agents Sími 92-5061 508 Toronto General Trusts Bldg. The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG., (Opp. Eaton's) Office 92-7130 House 72-4315 Bookkeeping, lncome Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Builder • 526 ARLINGTON ST. Sími 12-1212 MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. 1 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Building 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 92-2496 COURTESY TRANSFER & Messenger Seiwice Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Sími 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi r Vér verzlum aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 EUice Ave. Winnipeg TALSÍMI 3-3809 BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími 36-127 Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Matemity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flowers Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. 74-4558 -Rcs. Ph. 3-7390 -------------------------, Office Ph. 92-5826 Res. 40-1252 L DR H. J. SCOTT Spedalist in EYE, EAR NOSE and THROAT 209 Medical Arts Bldg. HOURS: 9.30 — 12.00 a.m. 2 — 4.30* p.m. J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU Hafið HÖFN í Huga ICELANDIC OLD FOLKS HOME SOCIETY — 3498 Osler Street _ Vancouver 9, B. C. GILBART FUNERAL HOME - SELKIRK, MANITOBA - J. Roy Gilbart, Licensed Embalmcr PHONE 3271 - Selkirk L c° GUARANTEED WATCH, & CL< REPAIRS SARGENT JEWELLEl H. NEUFELD, Prop. Watches, Diamonds, Rings, C1 Silverware, China 884 Sargent Ave. Phone 3- JACK POWELL, B.A. LL.B. BARRISTER, SOLICITOR, ' NOTARY PUBLIC Ofl. Ph. 927751 - Res Ph. 56-1015 206 Conlederatioo Building, Winmpeg, Mán. I H E R E .NOWI ToastMastef MIGHTY FINE BREA At your grocers J. S. FORREST, J. WAL' Manager Sales \ PHONE 3-7144

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.