Heimskringla - 27.04.1955, Qupperneq 2
2. SÍÐA
HIIMSKRINGLA
WINNIPEG, 27 APRÍL 1955
^cimskrinjila
fStotnuO ÍSU)
Keznui út á hverjum mifivlkudegl.
EijErendur: THE VTKING PRRSS LTD
85S og 866 Sargent Aveaae, Wimnipeg, Man. — TaUíxni 74-6261
VerfJ btatðfflns er S3.00 árgangurinn, borgist fyrirfram.
Aiiar borganlr gendiat: THE VIKING PRESS LTD.
öll viðakiftabréf blaSinu aWútandi sendist:
The Viking Press Limited, 853 Sargent Ave., Wirmlpeg
Rltstjóri STEFAN EINARSSON
Htanáakrlft til rltatjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA, 853 Sargent Ave., Winnipeg
"Heimskringia" is publisiied by THE VIKING PRESS LIMITED
and printed by VIKING PRINTERS
853-855 Sargemt Avenue, Wimmipeg, Man., Canada — Telephone 74-6251
Antboitied ta Second Cionwi Mqil—Pogt Ofiice Dept„ Ottqwa
WINNIPEG, 27 APRÍL 1955
Helga Sigurbjörnsson:
SEGIR FRÁ SUMARDEG-
INUM FYRSTA NÚ Á 1S-
LANDI — Á SAMKOMU í
SAMBANDSKIRKJU
Háttvirti forseti, félagskonur
og aðrir áheyrendur!
Fyrst af öllu langar mig til að
þakka kvenfélaginu það traust
og þann heiður sem það hefur
sýnt mér, með því að biðja mig
að flytja svolítinn ræðustúf hér
á sumarfagnaði ykkar, í kvöld.
Eg segi traust, því að í ræðustól
stíg eg í fyrsta sinn í kvöld og
bið eg nú alla góða vætti vera
mér hliðholla, ykkar áheyrand-
anna vegna — og mín.
Um leið og við kveðjum vetur-
inn og biðjum hann vel fara og
dveljast sem lengst í burtu frá
okkur—biðjum við sumarið vel-
komið. Óska er öllum sem hér
eru gleðilegs sumars.
Sagt er að sumardagurinn
fyrsti sé íslenzk uppgötvun.
Aðrar þjóðir eiga sér að vísu
sumardaga og fagna sumri, en
engir nema fslendingar merkja
einn dag á almanakinu sem sum-
ardaginn fyrsta. Þetta er skiljan
legt—við íslendingar eigum svo
mikið undir sumrinu komið, og
þessvegna merkjum við sumar-
daginn fyrsta á almanakið, til að
minna forsjónina á að nú séum
við búin að fá nóg af hinum
langa vetri og nú óskum við eftir
sumrinu, svo við megum 'hefj-
ast handa til sjávar og sveita. En
eins og við vitum virðir náttúran
ekki alltaf kröfur okkar og við
megum oft þola kulda, snjóhret
og frost — sem öllu og öllum
er til ama og tjóns. En öll él birt
ir upp um síðir og hvernig sem
viðrar á sumardaginn fyrsta er
hann alltaf dagur gleðinnar.
Já, “Nú er vetur úr bæ” kvað
skáldið. Það er gömul og góð
venja á tímamótum að líta um
öxl og rifja upp liðna atburði.
Um áramót eru reikningar liðins
árs gerðir upp og á sumarmálum
mjelt og vegið, hvort liðinn vet-
ur hafi reynzt þungur í skault
eða ljúfur og mildur. Skiptir
það einkum miklu máli þær þjóð
ir sem lifa mestmegnis á land-
búnaði og sjávarútvegi. Fyrir
þær atvinnugreinar hefur veður-
farið oft úrslitaþýðingu.
Á það sérstaklega við á okkar
litla landi upp við norðurheims-
skautið — þar sem afkoma
manna er oft algjörlega undii
veðráttunni komin og einn
harðinda vetur getur knébeygt
hvorttveggja, bændurna og sjó-
mennina, og þar með alla lands-
menn. Hér i Canada eða að
minnsta kosti hér í miðfylkjun-
um á sléttunni er að vísu ekki
um sjávarútveg að ræða en hins
vegar er velferð sléttubúa mjög
háð landbúnaðinum og þessvegna
geta snjóavetur haft örlagaríkar
afleiðingar í för með sér—hér í
Manitoba engu að síður en á ís-
landi og er þar skemmst að minn
ast flóðanna miklu og válegu
árið 1950, er ekki einungis vel-
ferð bænda og búalýðs var stefnt
í hættu heldur lá við að sjálf
Winnipeg yrði afleiðingum vetr
arins, — flóðunum — að bráð.
Á 'hinn bóginn átti eg lengi
erfitt með að skilja afstöðu fiski-
mannanna við vötnin hér fyrir
norðan til vetrarins. Man eg er
talað var um að fiskiríið væri
stolpult á vötnunum fyrsta vet-
urinn sem eg var í Manitoba. Er
eg spurði eftir ástæðunni og
fékk það svar að frostið væri
ekki nógu mikið þótti mér það
barla torkennilegt og fannst það
vera í mótsögn við afstöðu fiski-
manna á íslandi og allra ann-
arra gagnvart vetri. Síðan hef
eg fengið lýsingar á veiðibrögð-
um þeirra og nú skil eg viðhorf
ið, og má taka undir með kerling
unni og segja: Já, margt er skrít
ið í henni versu gömlu. — Nú
gætuð :þið haldið að eg sæti með
ólund og leiðindi allan veturinn
og sæi ekkert fyrir stórviðri og
eljagangi — en það er nú síður
en svo. — Því fátt er svo með
öllu illt að ekki fylgi eitthvað
gott—enda minnist eg fjöl-
margra ánægjulegra skíðaferða
upp í Hveradali í glampandi sól-
skini með fjörugum unglinga-
hóp og enn f.leiri kvölda þegar
hundruð manna renndu sér á
skautum á stóru Tjörninni í
Reykjavík, í birtu tunglsins og
norðurljósanna. Ekki má heldur
gleyma snjókerlingunum—með
gulrót fyrir nef og kolamola fyr
ir augu, snjóhúsunum og snjó-
kasti og öllum þeim æ.rslagangi
sem því fy.lgdi — eg kveð því
veturinn með 'hvort tveggja í
huga — þakklæti fyrir samver-
una og í senn feginleik að hann
skuli nú vera á enda og enn á ný
grói grös úr mold og fjallatopp-
arnir taki ofan hvítu vetrar-
hattana.
A/eturinn sem nú hefur kvatt
íslendinga heima á Fróni getur
talizt hafa verið mildur í skauti,
að vísu fengu þeir vágest—haf-
ísinn—er komið var fram í apríl,
og fögnum við aldrei þeirri send
ingu fshafsins, eins og heyra má
hjá Matthíasi Jochumssyni, er
hann kvað:
Ertu kominn landsins forni
f jandi?
Fyrstur varstu enn að sandi,
fyrr en sigling, sól og bjargar-
ráð.
Silfurfloti, sendur oss að kvelja!
situr ei í stafni kerling Helja,
'hungurdiskum hendandi yfir
gráð?
Svignar Ránar kaldi móður-
kviður,
knúinn dróma, hræðist voða
stríð,
stynur þungt svo engjast iður,
eins og snót við nýja hríð.
Sem betur fer hafa ísakomur
verið fátíðar við fslands strend-
ur á þessari öld og að sögn, nú
í fyrsta skipti síðan 1920—að
minsta kosti er það víst að hafís
leit eg í fyrsta og eina skipti í
St. Lawrence f.lóanum—hjá Ný-
fundnalandi.
En í dag er sumardagurinn
fyrsti og hvort sem veturinn hef
ur verið okkur gleðilegur eða
þungbær—þá fögnum við öll af
einlægni sumarkomunni.
Það er svo gott að sjá snjóinn
og frostið hverfa af jörðinni en
moldina koma í ljós, og eftir
örskamman tíma breyta löndin
okkar lit—grábrúni liturinn verð
ur að fagurgrænum kufli, sem
hylur allt, og hvergi eru þessi
litbrigði auðsærri en á íslandi
og það er ekki aðeins í ímyndun-
um okkar af því að landið sé
okkur svo kært, heldur er það
alkunna að vegna vaxtarskilyröa
og tegundar sé grasið á íslandi
grænna en víða annars staðar.—
Nú færist líf í allt, litlu lömb-
in fæðast og gaman er að sjá
þegar þau stíga sín fyrstu spor
á þessari jörð og horfa undrandi
á heiminn í kring, öllum er líka
minnisstæður, fyrsti dagurinn
þegar kúnum er hleypt út á vor-
in, þá gengur mikið á, fyrst
vilja þær ekki hreyfa sig at
básunum og erfitt er að koma
þeim út að fjósdyrunum, í fjós-
dyrunum standa þær lengi og
þefa og hnusa og kunna ekki
þessari nýbreytni, en forystu-
kýrin sér að þetta gengur nú
ekki, setur á sig rögg og gengur
nokkur skref fram, hinar fylgja
á eftir og ekki líða nema nokkr-
ar mínútur þar til hópurinn er
kominn út um allt tún með þeim
mestu skvettum og brettum og
ólátum sem gefur að líta, en
þreyttar eru þær blessaðar eftir
fyrsta daginn og rata fegnar á
básinn sinn aftur iþegar kvöldar.
Loftin fyllast af ifuglasöng og
14. maí bjóða Reykvíkingar krí-1
una velkomna í heimili sitt, þ.e.
a.s. Hólmann í Tjörninni. 14
maí setur svip á Reykjavík, ekki
aðeins vegna þess að krían komi
þá ætíð, heldur má þá sjá mikið
af farartækjum hlöðnum hús-
gögnum á götum bæjarins, dag-
urinn er flutningadagur fyrir þá
sem ætla að breyta um húsa-
kynni fyrir sumarið, ekki eru
nein lög fyrir þessu, mér vitan-
lega, aðeins siður og hefur lík-
lega skapast vegna þess að um
miðjan maí má treysta veðrinu.
Ekki veit eg hvaða reglur gilda
hjá kríunni, hvort það er lögum
samkvæmt að þær flytji í Hólm-
ann sinn þann 14., en trúlegt
þykir mér að sé með þær eins
og fólkið að þær treysti vorinu.
Vorið er annatími bæði í sveit
um og kaupstöðum. í sveitunum
vinna allir sem vettlingi geta
valdið, nánar gætur þarf að hafa
á fénu meðan á sauðburði stend-
ur og stundum þarf að taka litlu
lömbin frá mömmum sínum, bera
þau heim í bæ, vefja þau inn i
ábreiður og stinga þeim inn i
volgan ofn, lífgast þau þá oftast
fljótt við og geta farið aftur til
mömmu sinnar, en stunjium verð
ur ærin lika móðguð eftir að hafa
jarmað sárt og lengi og vill ekk-
ert með lambið hafa og þá er það
sem við krakkarnir eignuðumst
okkar skemmtilegustu vini og
leikfélaga, 'heimaalningana. —
Mörg verkefni biða allra, bera
þarf áburð á tún og engjar,
hreinsa fjárhúsin, bera út taðið
og hlaða því í hrauka til þerris,
var þá mikil samkeppni hjá
krökkunum hver gæti hlaðið lag-
legasta hraukinn, síðan var túnið
slóðadregið og voru þar jafnan
þrír að verki, krakki, fuillorðinn
maður og hestur. Rétt fyrir
fyrsta slátt komu svo vorréttirn
ar og þá var nú gaman að lifa,
karlmennirnir fóru eldsnemma á
fætur og riðu upp á f jall, krakk-
arnir gátu ekki sofið lengi fram
eftir þann morgun en voru á
vappi inn í eldhús þar sem staðið
var við bakstur fyrir smalamenn
ina og út á hlað til að gá að hvort
færi nú ekki að sjást til fjársins
og löng virtist sú bið þangað
til féð sást fyrst renna niður
brekkurnar og aít var hlaupið
inn bæjargöngin með fréttir—
og ekki var látið standa á að
vera komin í réttina á undan
fénu og smalamönnunum, var þá
um að gera að gera fullorðna
fólkinu sem mest til ihæfis en
ekki vera með neinn ærslagang
og styggja féð. Síðan var féð
lokað inni í réttinni og látið
'hvílast en á meðan mataðist fólk
ið. Þá var tekið til óspilltra mál-
anna að rýja og marka, héldum
við krakkarnir í hornin á kind-
unum meðan fullorðna fólkið
klippti—og mikið var þá gott að
fá svolítið hrós fyrir dugnað
Næst kom ullarþvotturinn, v£ír
það verk kvenfólks og barna,
hlóðir voru búnar til við bæjai ■
lækinn og stór, svartur pottur
MAÐUR, SEM GOTT ER AÐ KYNNAST
Það er nauðsynlegt að verða kunnur bankastjóra Royal banka-
deildar í umhverfi yðar. Hann hefur reynslu—og er þaulkunnur
málavöxtum og öllum fjármálum í umhverfinu, sem þér búið
í—og ráðleggingar han.s munu þér nauðsynlegar í fjármálavið-
skiftum. Þér eruð frjálsir að leita til hans hvenær, sem nauð-
syn krefur.
VÉR FÖGNUM VIÐSKIFTUM YÐAR.
THE ROYAL BANK OF CANADA
Hvert emstakt útibú er vemdað með samanlögðum eignum bankans er nema að
upphæð: 62,800,000,000
5346
settur yfir, þar var ullin soðinn
og siðan skoluð í læknum, þá
kom til okkar kasta að bera ull-
ina upp í brekku og breiða vel
,úr henni—fylgdi mikil ábyrgð
þessu starfi, en ekki er allt lífið
alvara, og minnist eg þess, þeg-
ar við krakkarnir böðuðum okkur
i stóra svarta pottinum, upp úr
hreinustu keitu og höfðum mik-
ið gaman af, að vísu fengum við
engar þakkir fyrir fyrir þá fyr-
irhöfn, en samt held eg að smá-
bros hafi leynzt í munnvikurn
frænku minnar iþegar hún álas-
aði okkur fyrir aðfarirnar.
tEg hygg að líkar endurminn-
ingar eigi flestir. Stefán frá
Hvítadal segir í kvæði sínu, “Það
vorar”:
Hve sælt reyndist forðum að
vaka og vaða
er var eg svolítill, drengur.
f túninu pollar og tjarnir standa,
slíkt tælir mig ekki lengur.
Svo iheldur hann áfram:
Því nú er eg vaxinn að vizku
manna,
og vordagar ævinnar farnir.
En dætur mínar, þær Erla og
Anna,
þær ösla nú polla og tjarnir.
Vorin í kaupstöðunum eru
líka annatlml, HQSlIlEeðiirnar
taka þá til við hreingerningar,
húsin eru þvegin og skrúbbuð
frá lofti niður á gólf, allt laus-
legt innanhúss er borið út og
viðrað og burstað, þangað til
ekki finnst rykkorn í neinu, svo
er tekið til við garðana, veturinn
hefur oft skilið eftir sig ljót
merki á litlu trjánum okkar og
þá má ekki gefast upp, heldur
verður að planta nýju_ og hlúa
að því; ótal blómum er plantað
og þrífast þau vel í skjóli hús-
anna. — Frá fermingu eru
vorin mér minnisstæðust af
próflestri, eins og svo mörgum
ungum Reykvíkingum.
Veðrið virtist þá alltaf vera
svo óhemju gott og erfitt var
því að sitja inni við lestur. Verð
ur þá stundum að beita vorið
brögðum og draga niður glugga-
'blæjuna og láta sem maður viti
ekkert um allan yndisleik náttúr
unnar, svo kemur náttúrlega fyr-
ir að þess þarf ekki, kemur þá til
greina, að bókin sé svo skemmti-
leg áhuginn svo mikill eða próf-
áhyggjurnar vaði uppi- Og enn
koma tímar þegar mótstöðuaflið
hefur gefizt upp eða langar ekki
til að berjast lengur, situr mað-
ur þá og Tiorfir út um gluggann
og dreymir dagdrauma. Hugsa
eg að kvæðið “Hanna litla,
Hanna litla, heyrirðu ekki vorið
kalla” eftir Tómas Guðmunds-
son, Reykjavíkurskáld, hafi orð-
ið til undir slíkum kringumstæð-
um. Þetta kvæði var mikið sung
ið heima fyrir nokkrum árum og
langar mig að láta ykkur heyra
seinni vísuna:
Hanna litla, Hanna litla,
herskarar af ungum sveinum
ganga sérhvern dag í draumi,
dreyma þig í prófsins önnum
og þeir koma og yrkja til þín
ódauðlegu ljóðin sín.
Taka núll í fimm—sex fögum
og falla af tómri ást til þín.
Reykjavík er oft yndisleg á
vorin, þegar tæpast sér mun á
birtu, á degi og nóttu. Fjorum
götum í miðjum bænum hefur
verið gefið sameiginlegt nafn
og kallaður “Rúnturinn” og
ástæðan fyrir þessu nafni er sú,
að á kvöldin, og þá sérstaklega
á vorin, flykkist unga fólki’S nið
ur í bæ til að njóta góða veðurs-
ins, sjá fólk og rabba við kunn-
ingja sína og gengur þá oftast
þessar götur, sem liggja hring-
inn í k ringum miðjan bæinn, og
er það kallað að ganga rúntinn,
sem táknar í raun og veru, að
ganga hringinn, oft bregður það
sér lika niður á Höfnina í leið-
inni, þar sem Esjan blasir við,
böðuð 'í kvöldsólinni, og fallegt
er að horfa þaðan á, þegar sólin
hverfur við hafsbrún, auk þess
er alltaf eitthvað nýstárlegt að
sjá í Höfninni, því þar getur að
líta skip og báta frá flestum
höfnum heimsins, sérstaklega
var fólki tíðgengið niður á höfn
árið góða ekki fyrir löngu síðan,
þegar bátarnir mjökuðust dreklc
hlaðnir af silfurglitrandi síld-
inni inn sundin, til að lenda
henni í Reykjavík.
En eins og við öll vitum, er
ekki alltaf sólskin og blíða á
íslandi, stundum koma nætur-
frost og jafnvel snjóar eftir að
byrjað er að grænka og skemma
nýgræðinginn og setja aftur-
kipp í allt. Og stundum lppfir
náttúran sér að vera með úilfúð
og fýld á svipinn, jafnvel á sum-
ardaginn fyrsta, en Iþað er illa
gert, því að nú hefur sumardag-
urinn fyrsti verið helgaður börn
unum heima í Reykjavík og kall-
aður Barnadagurinn, jöfnum
höndum og sumardagurinn
fyrsti, og þá klæðast börnin sín-
um fínasta skrúða, fylkja sér í
hópa á nokkrum stöðum í baen-
um og ganga fylktu liði niður aö
Alþingishúsi, flest halda þau á
litlum ísleAzkum fánum og marg
ar litlu stúlkurnar eru í þjóð-
búning, ekki síðum peysufötum,
heldur eru það stutt svört pils
með rauðri flauelisbryddingu,
upplutstreyja, svunta og blússa,
og á höfði hafa þær litla, rauða
flauelis'húfu. Haldin er ræða af
svölum Alþingishússins og þeg-
at 'henni er lokið dreifast börnin
til hinna mörgu skemmtistaöa
sem opnir eru þennan dag.
Barnavinafélagið Sumargjöf,
sem stofnað var 1924, hefur tek-
izt á hendur að hafa umsjón með
sumardeginum fyrsta og hefur
gert hann að degi barnanna, og
í rauninni ekki aðeins degi barn-
anna 'heldur dögum barnanna.
Hver skemmtistaður og hvert
samkomuhús er opið og hefur á
boðstólnum skemmtanir við allra
hæfi, leikrit, söng, danssýningar,
kvikmyndir og margt fleira fyr-
ir börnin, en á kvöldin eru dans-
leikir fyrir fullorðna fólkið.
Allir skemmtikraftar leggja
fram sitt, endurgjaldslaust, og
sama er að segja um aðra vinnu
í tilefni dagsins, og rennur svo
ágóðinn óskiptur til handa
Barnavinafélagsins Sumargjaf-
ar. Sjálf ganga börnin frá húsi
til húss og selja merki dagsins,
er það einnig á vegum félags-
ins. Félagið gefur og út bók
þennan dag og 'heitir hún Sói-
skin, er það oftast safn af ljóð-
um og sögum. Nú er iþetta litla
kver orðin aðal sumargjöfin til
barnanna í stað þess sem áður
voru gefnir sokkar, skór eða
þessháttar. Einnig kemur út
blað dagsins og heitir það
Barnadagsblaðið, er þar birt
dagskrá yfir skemmtanir sumar-
dagsins fyrsta, en aðallega er
iþað málgagn félagsins.
Ágóða sumardagsins fyrsta
ver svo Barnafélagið til góðra
þarfa, m.a. til að senda börnin í
sveit, en það er siður á fslandi
að reyna að koma börnunum úr
kaupstöðunum á sumrin og
koma þeim fyrir á sveitaheimi’-
Alhletic
S'uort Shorts
HIÐ MIKLA AFREK WATSON’S
Allir ungir menn halda mj|g a£
íþróttahlffum og stuðningi þeirra
á þrjá vegu um mitið. Teyguband-
ið um mittið er mikil stoð og þæg-
indi. Gert aWsérfræðingum— Þvott-
ur auðveldur, engin strauing. End-
ingar góð. Jerseys eins og viðeiga.
W-ll-54
The Rational Barley Contest
of the
BARLEY IMPROVEMENT INSTITUTE
Sponsored by
The Brewing and Malting Industries of Canada
To compete in this Contest, each contestant must produce
a carload of malting barley wlhich must be shipped and
accepted by one of the Canadian malting companies or an
exporter of malting barley.
This space contributed by:
Drmrys
Manitoba Division
Western Canada Breweries
Limited
M.D. 355