Heimskringla - 08.06.1955, Blaðsíða 1
LXIX, ÁRGANGUR WINNEPEG, MIÐVIKUDAGINN, 8. JÚNÍ ,1955 _______________________________________NÚMER 36.
FÁEIN MINNINGARORÐ
PRÓFESSOR SKÚLI
JOHNSON
(6/9 1888 — 1/6 1955)
Það kom mér á óvart í vetur,
þegar eg frétti, að Skúli John-
son væri lagztur á spítala. Hann
virtist vera í fullu fjöri, kenndi
jafnmikið og hann var vanur og
var sístarfandi í alls konar
nefndum, enda tillagagóður í
hverju máli.
Þó að hann væri kominn yfir
65 ára aldurstakmarkið og hefði
ærin hugðarmál í fræðum sín-
um, er hann hefði kosið að sinna,
gat hann ekki slitið sig frá
kennslunni og hinum margvís-
legu verkefnum, er hlóðust á
hann við háskólann. Skúli hafði
yndi af að kenna og hleypti sér
°ft í móð við kennsluna. Heyrði
eg stundum til hans, er eg gekk
um ganginn, og þuldi hann þá
við raust þýðingu sína á ein-
hverjum ræðukafla eftir Cicero
eða kvæðum Hórazar. Var auð-
fundið, hve innlífaður hann var
í hin fornu fræði, því að hann
fór með efnið án þess að hika
°g eins og hann kynni það utan
að. Enda mun svo hafa verið um
margt, því að minni hans var
trútt og að því er virtist óbilandi.
En Skúli var enginn einnar bók-
ar maður, hann var alls staðar
heima, í yngri bókmenntum
engu síður en hinum fonu.
Man eg, t.d., að hann flutti eitt
sinn erindi fyrir hóp samkennara
sinna, er koma saman eitt laug-
ardagskvöld í mánuði til að
hlýða fyrirlestri einhvers kenn-
arans og spjalla síðan um efnið.
Fundurinn var fjölsóttur og
mjög ánægjulegur. Fjallaði er-
indið um rómverska skáldið
Catullus. En því minnist eg á
þetta, að í umræðunum á eftir
var rætt mikið um áhrif Catul-
lusar á enskar bókmenntir, og
undraðist eg þá, hvernig Skúli
gat farið með langa kafla úr
enskum kvæðum frá 17. og 18.
öld og virtist þar ekki verr að
sér en sérfræðingamir í því tima-
bili.
Hin trausta menntun Skúia og
víðtæka þekking aflaði honum
virðingar bæði meðal kennara og
nemenda. En fyrir öllu var þó
maðurinn sjálfur, glaðværð hans,
ljúfmennska og drengskapur.
Þegar eg kom að háskólanum
haustið 1951 öllum ókunnugur,
tók Skúli mér sem faðir syni og
reyndist mér slíkur upp frá því.
Þau eru orðin mörg heilræðin,
er eg hef sótt að Skúla undan-
farin ár, og aldrei fór eg svo frá
.Hátiðahöld í
vesturfylkjunum
í tveimur vestur-fyikjum þessa
iands, Saskatchewan og Alberta,
er á þessu ári minst stofnafmælis
þeirra. Þau bæ’ttust við fylkja-
töluna árið 1905.
Alberta-fylkið hlaut heiti einn-
ar af dætrum Victoríu drotning-
ar. Var Hudsonsflóa félagið á
þessum slóðum öllu ráðandi fyrr-
um, en skenkti brezku krúnunni
landið 1870. Var þar strjálbygt
framan af og aðeins bygð við ár
Og vötn, sem umferð greiddu. En
íbúunum fjölgaði óðum eftir að
C.P.R. lagði járnbrautina vestur
yfir sléttufylkin 1883. Nú munu
íbúarnir vera nærri orðnir ein
miljón eða hafa alla von um að
verða svo margir bráðlega, eða
fleiri, því auðsuppsprettur fylk-
Prófessor Skuli Johnson
honum, að mál það, er eg leitaði
til hans um, lægi ekki ljósara
fyrir. Reynsla hans var orðin
löng og drjúg og þekkng hans á
mönnum og málefnum mikil, svo
að hann var fljótur að átta sig á
hverju máli og ibenda á heppi-
legar leiðir til lausnar því.
Þó að Skúl( færi kornungur
frá íslandi, hlaut hann íslenzkt
uppeldi og lagði sig snemma
eftir lestri íslenzkra bókmennta,
bæði fornra og nýrra. Fann eg
oft í samtali við hann, hve fjöl-
þreifinn hann hafði gerzt um ís-
lenzkar bókmenntir og gægzt þar
inn í margar smugur. Áttum við
tíðum góðar stundir yfir viðræð-
um um slík efni, og lék Skúli
þá oft við hvern sinn fingur.
Þó að Skúli gengi lítt, svo að
séð yrði, fram fyrir skjöldu með-
al íslendinga vestra, vissu samt
fáir betur vígstöðuna hverju
sinni en hann. Honum var annt
um allt, sem íslenzkt var, og stóð
stöðugt á verði. Hefur Skúli með
dómgreind sinni og festu lagt
mörgu íslenzku máli lið og oftar
en flesta grunar. Við fráfall
Skúla hefur slitnað ein af traust-
ustu akkerisfestunum í málum
íslendinga vestan hafs.
Það er ekki ætlun mín að rekja
'hér æviatriði Skúla né lýsa
fiægum námsferli hans og fjöl-
þættu starfi sem kennara og
fræðimanns. Heldur vildi eg að-
eins á þessu stigi reyna að
bregða Upp fáeinum myndum af
manninum eins og .eg minnist
hans nú við hið sviplega andlát
hans.
Eg mun ætíð telja mér það
mikla gæfu að hafa kynnzt
Skúla og mun varðveita minn-
inguna um hann í þakklátum
huga.
Ekkju Skúla, frú Evelyn, og
sonum þeirra tveimur, Harold
og Richard, votta eg samúð mína
og virðingu.
isins hafa aukist margfalt síðan
olíuframleiðsla hófst þar. Hún
mun nema 228 miljón dölum ár-
lega hjá þeim 5070 olíuvinslufé-
lögum, sem nú eru starfandi. Sá
iðnaður er nú þegar meira en
einn þriðji allrar framleiðslu
fylkisins. Fylkið er oft kallað
sólarlandið (Sunny Alberta), og
var kunnugt fyrir kjöt og ullar
framleiðslu áðUr en olían fór að
skyggja á alt. Afkoma fylkisins
er sögð ein hin bezta allra fylkja
þessa lands, sem stendur.
Saga Saskatchewan er svipuð.
Það var myndað úr eystri hluta
Norðvestur héraðanna árið Í905.
Frjósemi þess liggur í hveiti-
ræktinni, sem er svo mikil, að
fætt getur alt landið og haft jafn-
mikið í afgangi, að selja öðrum
löndum fyrir því. Það eina sem
skortur er á í þessum fylkjum
báðum, er fólk til að fæða á hinni
takmarkalausu auðlegð og fram-
leiðslu þeirra. Það er oft talað
um markaðs skort erlendis fyrir
framleiðslu Canada, sérstaklega
þessara nefndu fylkja. Það er
satt að markaða erlendis er þörf.
En það er meiri þörf fólks en
nokkurs annars til að mynda hér
heima markað. Fylki þessi eru
bæði inn í miðri heimsálfu. —
Flutningur vöru frá þeim, er svo
kostnaðarsamur, að þau geta ekki
á erlendum markaði kept með
framleiðslu sína og borið það úr
býtum fyrir hana, sem þeim ber.
Það er Iþannig sem auðlegð þessa
lands gerir marga fátæka, mitt í
hinni miklu auðlegð landsins.
Maðurinn á mikið enn eftir að
læra í stjórnmálafræði sinni áður
en jafnréttishugmyndin kemst í
framkvæmd.
FRÁ UTAH
Blaðið Spanish Fork Press,
frá 2 júní, hefir Heimskringlu
iborist. Fjallar það að nokkru
um hátíðina, sem þar á að halda
frá 15—17 júní út af komu ís-
lendinga þangað fyrir 100 árum.
Þar eru myndir af íslenzkum
konum í íslenzkum búningi og
segir blaðið að undirbúningur
hátíðarinnar gangi mjög vel og
Iþar muni meira verða að sjá af
ýmsu, er minni á ísland, en nokk
urn hefði dreymt um. Hver ætt-
ingi frumherjanna íslenzku komi
með það sem hann eigi í fórum
sínum úr föggum landnemanna.
Að hátíðin hafi margt að bjóða
sem vert sé að sjá úr menningu
íslendinga, efast blaðið ekki um.
Fer það og lofsamlegum orðum
um starf frú Hslmfríðar Danie(
sonar er þangað fór í byrjun
þessa mánaðar til að leggja lönd
unum lið syðra við hátíðaundir-
búninginn.
LÝKUR HÁSKÓLAPRÓFI
MEÐ HEIÐRI
Richard Beck Jr.
Richard Beck Jr„ Grand Forks,
N. Dak., lauk þ. 4. júní prófi í
vélaverkfræði við ríkisháskólann
í N. Dakota með háum heiðri, og
hlaut mentastigið “Badhelor of
Science in Mechanical Engineer-
ing”. Jafnframt var hann einn af
38 stúdentum, er útnefndir voru
liðsforingjar (Second Lieuten-
ant) í flugher Bandaríkjanna. Á
hann sér að baki mjög glæsilegan
námsferil.
(Meðal annars hafði hann verið
kjörinn félagi í eftirfarandi fé-
lögum: Sigma Tau, allsherjar
heiðursfélagi verkfræðinga; Pi
Tau Sigma, 'heiðursfélagi véla-
verkfræðinga; og Sigma Xi, heið
ursfélagi vísindamanna og náms
manna ,er sýna sérstaka vísinda
lega hæfileika. Hann var einnig
einn af 13 nemendum úr fjöl-
mennri stúdentadeild flughers-
ins (Air Force ROTC), sem heið
ursviðurkenningu hlutu fyrir
náms- og forystuhæfileika. —
Jafnframt því og hann hafði tfek
ið þátt í félagslífi samstúdenta
sinna, hafði honum einnig síð-
asta námsár sitt verið falin
nokkur háskólakennsla í véla-
verkfræði.
'Richard Jr. er fæddur í Grand
Forks 6. janúar 1933, og er son-
ur þeirra dr. Richard og Berthu
Beck þar í borg. Hefir honum
þegar boðist ágæt staða í verk-
fræðingadeild Delco Products,
Dayton, Ohio, en það er deild
af General Motors félaginu víð-
tæka.
tJR ÖLLUM ÁTTUM
Eitt af því sem nefnd Mani-
tobastjórnar, sem rannsaka átti
rekstur fangahúsa, leggur til í
skýrslu sinni, er að föngum sé
veitt leyfi til burtveru úr fang-
elsi 2 sólarhr á hverjum bremur
mánuðum. Eru nokkrir í stjórn-
inni, sem halda að þetta ætti að
reyna. En sumir spyrja, hvort
verið sé að gera fangelsin að
skemtiklubbum!
★
Fulltrúar frá Rússlandi Iheim-
sóttu nýlega England. Ferðinni
var heitið til að skoða iðnað
landsins. Urðu Rússarnir næsta
hrifnir af því sem þeir sáu. Þeir
spurðu fylgdarmann sinn, sem
var úr flokki Attlees, hvað marg-
ar klukkustundir verkamenn
ynnu á dag. Honum var sagt 8
tíma á dag, fimm daga í viku.
“í Rússlandi”, sagði foringi
kommúnistanna, vinnum við 12
stundir á dag, alla sjö daga vik-
unnar.
Brezki fylgdarmaðurinn svar-
aði: Þú, gætir aldrei fengið
drengi okkar til að vinna svo
lengi. Þeir eru sérðu ofmiklir
kommúnistar til þess.
- ★
í Ottawa 6.1. viku, daemdi á-
frýjunarnefnd í skattamálum, að
Mjanitoba Dairy og Poultry Co-
operative Limited sem bæði eru
samvinnufélög, yrðu að greiða
tekjuskatt eins og aðrar viðskifta
stofnanir. En þau skulda skatt
frá 1948 til 1951, að báðum ár-
um meðtöldum er nemur $23,612.
Samvinnufélögin áfrýjuðu mál
inu vegna þess, að þau álitu sig
ekki vera gróða-fyrirtæki. Mani
toba Co-op Dairy kvaðst starfa
fyrir 35,000 samvinnu-eigendur,
en sjálft ætti félagið ekkert.
Umsetning þess á árinu 1951
nám 5 miljón dölum.
*
Sir Winston Churchill heim-
sækir að líkindum Aachen á
Þýzkalandi snemma á næstkom-
andi hausti. Hann meðtekur þar
hin svonefndu “Alþjóða Karls-
verðlaun” sem á hverju ári eru
veitt þeim, er mest eru álitnir að
hafa unnið að einingu Evrópu.
★
Þeim fjölgar stöðugt, sem
flýja frá Austur-Þýzkalandi til
Vestur hluta landsins. Vestur-
Þýzkaland hlaut sjálfstæði sitt
aftur íyrir mánuði síðan. En
það hefir eflt strauminn. 23. maí
flúðu 809 að austan.
Hafa flóttamenn ekki verið
svo margir á einum degi fyr á
þessu ári.
Stjórn Austur-Þýzkalands seg
ír að ráð verði skjótt fundin til
að stöðva þennan flótta.
★
Þetta kom fyrir í móttöku
veizlu erlendra fulltrúa í Wash-
ington nýlega. — John Foster
Dulles, ríkisritari og Mrs. Ar-
mour, er sæti áttu saman, hófu
samtal og héldu sig svo stöðugt
að því, að erlendu sendiherrarnir
voru farnir að taka eftir því, og
furðaði á hvað þau gætu svona
hispurslaust talað um í utanrík-
Finnbogi Guðmundsson
fréttayfirlit og umsagnir
ismálum og yntu eftir því. “Það
sem við erum að tala um”, sagði
Mrs. Armour, “er það, hver bezta
leiðin væri til að hreinsa steik-
ara pönnu. Eg hafði sagt, að eg
hefði ekkert á móti því, að elda
mat, iþegar þess þyrfti með, en eg
hataði að hreinsa pönnurnar. —
Dulles sagði, að þegar hann hefði
orðið að elda í sumarhúsinu sínu
í Canada (á Duck Island í grend
við Kingston) hefði hann ávalt
notað “Brillo”, til að hreinsa með
pönnurnar, með sæmilegum á-
rangri að hann hélt.”
★
Financial Post segir: I Austur-
Kildonan, einu úthverfi Winni-
peg-borgar, þótti skólaráðinu ó-
hjákvæmilegt að hækka skatt
vegna skólanna um 5.75 mills (af
þúsundi). Þeir bjuggust við að
skattgreiðendur bæðu þá um út-
skýringu á iþessu og kusu nefnd
til að kalla saman til opins fund-
ar um málið. En á fundinn kom
enginn.
1 St. James, öðru úthverfi, var
beðið um lán til skólabyggingar
er nam $150,000. Við almenna at-
kvæðagreiðslu um þetta, greiddu
atkvæði 162 kjósendur af 12,000
alls.
“Eru almenn bæja- og bygða-
mál svona lítið umhugsunarefni
kjósenda?” spyr blaðið.
*
Japanir hafa sent Alþjóða
Rauðakrossinum $12,600,000 fyr-
ir hjálp veitta við framfærslu
fanga í japönskum herbúðum.
Ein 13. lönd áttu þátt í þessari
hjálp, þar á meðal Canada. Sir
Norman Roberts, fyrrum full-
trui Breta í Tókíó, gerði samn-
inginn við Japan fyrir hönd þess
ara landa.
*
Það má með sanni segja, að í-
haldsflokkurinn undir stjórn Sir
Anthony Eden á Englandi, hafi
unnið allmikinn sigur. Það er
hermt, að ekki hafi fyr átt sér
stað, að neinn stjórnarflokkur
hafi komið úr kosningaróðrinum
f jölmennari en áður á s. 1. 90 ár-
um. En það er ekki sagan af þess
um kosningum.
Á þingi hefir Eden að minsta
kosti 60 í meiri hluta. Honum
eru talin 345, en verkamönnum
278, liberölum 5, Sinn Fein 1 og
8 óvíst um, sem allir utan verka-
manna fylgja stjórninni af og til.
Attlee telur ágreining innan
flokks síns, við Bevan fylgjend-
ur, orsök tapsins.
En það er ekki víst að svo
þurfi að vera. — Jafnaðarmenn
byrjuðu að tapa 1949 í Ástralíu,
Bretlandi 1950, Bandaríkjunum
1952, Vestur-Þýzkalandi 1953. —
Þessa sama hefir gætt í fólks-
færri löndum. í Rússlandi eiga
vinstri kommar hendur að verja.
Almenn velmegun virðist á-
stæða þessa.
Það er vænst meiri samvinnu
frá Bretlandi við vesturheim eft-
ir þessar kosningar.
VIGFÚS ARASON
«(Kom til Gimli 1875)
Á komandi hausti, eru 80 ár
siðan Islendingar stigu á land á
Gimli. Munu nú fáir af þeim er
þá komu, á lífi. Um einn þeirra
getur þó, og er thann Vigfús
Arason í Húsavik, er með föður
sínum Benedikt, kom til Gimli
22. nóvember 1875, í fyrsta inn-
flytjenda hópnum.
Var Vigfús þá 8 ára, og er nú
89, og er til heimilis hjá mág-
konu sinni, Guðlaugu Arason.
Fyrstu tvö árin var búið að
Gimli, en að þeim liðnum var
flutt til Húsavík og þar hefir
Vigfús verið síðan, ásamt bræðr-
um og öðru skyldfólki. Sjálfur
hefir hann ekki gifst.
Fyrsti veturinn á Gimli, segir
Vigfús að hafi verið erfiður. Dag
inn eftir komuna þangað, féll
' talsverður snjór. Var þá kepst
við að koma upp skýlum yfir
hópinn. Um mat var mjög knapt
en úr því batnaði með vorinu, er
stjórnin sendi nautgripi til
bygðarinnar.
IFyrir tveimur vikum var Vig-
fús kyntur landstjóra Canada,
Vincent Massey, er á ferð var
hér vestra.
Vigfús er þingeyingur að ætt.
Faðir hans kom frá Hamrj í
Laxárdal vestur 1874 og dvald?
fyrsta veturinn í Ontariofylki,
en kom með fyrsta hópnum vest-
ur 1875.
Myndin af Vigfúsi var nýlega
tekin. Hann er við góða heilsu,
fer í búðir og gerir ýms störf
heima við. Hann lítur með á-
nægju í huga sínum yfir þær
20,000 íslendinga sem í Mani-
toba búa og efast ekki um að
farnist vel og eigi bjartari daga,
en frumbyggjarnir oft áttu.
Lauslega þýtt úr Free Press