Heimskringla - 13.07.1955, Blaðsíða 3

Heimskringla - 13.07.1955, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA WINNIPEG, 13. JÚLÍ 1955 því með orðum. Kvöldverð höfð- um við hjá Elízabetu frænku minni og manni hennar, Sigurði Björnssyni, “Hina síðustu kvöld máltíð” é Akranesi. Klukkan átta um kvöldið stig- um við um borð á skipi sem flutti okkur til Reykjavíkur. Voru allir okkar beztu vinir og skylfólk þar til staðar að kveðja okkur. Munum við aldrei gleyma hinum mörgu veifandi höndum karla og kvenna sem við sáum í landi unz fjarlægðin lagði sinn friðandi hjúp yfir sársauka skiln aðarins. Fólkið var horfið okkur sjónum, en minningarnar um það munu aldrei fyrnast. Næst tókum við okkur ferð á hendur til Stykkishólms. Þang- að fórum við aðallega til þess að heimsækja frændkonu mína, Hansínu Jóhannesdóttir og mann hennar, Sigurð Marino Jóhannsson. Fórum við með fólksflutningabíl frá Reykjavík. Var ákvarðað að borða miðdags- verð í Borgarnesi, en þegar þang að var komið var okkur sagt að svo margt fólk hefði komið þar á undan okkur, að allur aðalmat- urinn væri þrotinn, en éftir vaeri aðeins súpa, kaffi og 2%. Mér fanst nú ekki í kot vísað að fá íslenzka súpu eftir að hafa hresst mig á 2%, enda vissi eg af eigin reynslu að fátt er lostætara held- ur en íslenzkar súpur, hverju nafni sem þær kunna að néfnast, en ekki var laust við að eg skotraði augunum til þeirra sem sátu við næsta borð og voru að renna niður seinustu bitunum af vel brúnaðri og mátulega feitri dilka-steik frá Arnarvatnsheiði. Virtist mér svo mikil ánægja á andlitum þeirra, að mér kom ó- sjálfrátt til hugar Bjarni gamli á Leiti, þegar hann var áð háma í sig þverhandarþykkar sauða- síður frá Óðáðahrauni, en þrátt fyrir 'þessar ihugleiðingar var eg vel ánægður með súpuna, sem var svo bragðgóð og seðjandi, og þá ekki síður hið ágæta 2%, sem var svo svalandi og hressandi. Þegar til Stykkishólms var komið, mætti Hansína okkur um leið og við stigum út úr bílnum. Við Hansína erum systrabörn). Dvöldum við nokkra daga hjá þessum ágætu hjónum og stóðu allir hlutir okkur þar til boða, og vorum við eins og sagt er, borin á höndum á meðan við dvöldum þar. Hansína og Sigurð Ur eiga fjórar dætur, eru þær hver annari myndarlegri, og allar Ffh. á 4. bls. BLOOD BANK j THIS S P A C E CONTRIBUTED B Y bnemYs wANITOBA D I VI S I ON WESTERN CANADA BREWERies limited Thelma (RAGNAR STEFANSSC-W ÞÝDDI) Clara Winsleigh rak upp hvellan hlátur, og reis upp úr hægindastólnum, hún kraup niður við hlið gestsins með lokkandi svip. “Svona nú, Mimsey! Þú ætlar ekki að fara að bregða fyrir þig neinum strangleika og hótfyndni á þessum tíma dags! Það væri bara hlægilegt! Kæra, milda, góða gamla Mimsey! — Þú ætlar ekki að fara að gera þig að neinni þröngsýnni og önug- lyndri frú Grundy! Eg trúi því ekki! Og þú mátt ekki vera hörð í dómum þínum um vesal- ings Lennie—'hann er svo leiðitamur og þægur, og hreint ekki svo ólaglegur!” Frú Marvelle hreyfði sig ofurlítið til í stólnum. “Eg hefi enga löngum til að ræða um Lennie, eins og þú kallar hann ’, sagði hún, fremur þurlega — “eg iheld aðeins að það sé betra fyrir þig að fara varlega hvað þú gengur langt með hann. Eg kom til að ráðfæra mig við þig um allt annað. Hvað ætlarðu að gera í þessu Bruce-Erringtons máli Þú veizt að það var í “The Post” í dag að þau væru 'flutt inn í borg- ina. Að herra Philip skuli koma með þessa lítil- sigldu ómenntuðu konu sína inn í samkvæmis- lífið!- Það er bara skringilegt!” Frú Winsleigh spratt á fætur, og augu hennar leiftruðu af fyrirlitningu. “Hvað eg ætla að gera?” endurtók hún með beiskju og sár ustu lítilsvirðingu. “Taka á móti þeim, auðvit- að! Það verður þýngsta hegning sem Bruce- Errington getur hlotnast! Eg skal bjóða öllu bezta og virðurlegasta fólkinu sem eg þekki hingað—og hann skal koma með sína óupplýstu lágstéttar konu á meðal þess, og bera kinnroða fyrir hana. Geturðu ímyndað þér norska sveita- stúlku hlammast þar um með einhverja rokna- fætur og rauðar hendur—og, ef til vill, svo Ifá- fróð, að hún veit ekki hvort á að éta ísrjóma með skeið eða fingrunum! Eg get sagt þér að Bruce-Errington verður illa niðurbeygður af smán—og það kemur honum vel í koll!” Frú Marvelle var fremur undrandi yfir beiska kulda og hæðnishlátrinum sem fylgdi þessum æstu athugásemdum lávarðsfrúarinnar, en hún sagði aðeins rólega: “Jæja, þá, þú ætlar að skilja eftir spjöld?” “Áreiðanlega!” “Gott og vel—þá geri eg það líka”. Frú Marvelle varpaði öndinni þýngsialega. “Það verður þá svo að vera! En það er reglulega hræðilegt að hugsa um það allt—eg hefði aldrei getað trúað því að Philip Errington gæti gert sjálfum sér slíka vanvirðu.” “Hann er ekkert göfugmenni!” sagði frú Winsleigh með ískulda. “Hann hefir ruddalegan smekk og lágan hugsunanhátt. Hann og vinur hans Lorimer-eru báðir dónar, eftir minni skoð- un!” Clara!” sagði frú Marvelle, í viðvörunar- rómi. "Þú varst hrifin af honum einu sinni!— Berðu ekki á móti því!” “Hversvegna ætti eg að bera á móti því?” dökku augun frúarinnar skutu eldingum af lengi innibirgðum reiðiofsa. “Eg elskaði hann! Eg hefði viljað gera allt fyrir hann! Hann hefði getað troðið mig undir fótum sér! Hann vissi það líka vel—hann var og er kaldrif jaður, grimmur og tilfinningalaus rusti! Já, eg elsk- aði hann! En nú hata eg hann!” Hún stappaði niður fótunum til þess að gefa orðum sínum meiri áherzlu. Frú Marvelle lyfti höndum og horfði á hana alveg forviða. “Clara, Clara! í öllum bænum gættu að þér! Setjum sem svo að einhver annar heyrði til þín í svona ham! Mannorð þitt fengi áfall við það, það get eg fullvissað þig um! Þú ert sannarlega óttalega óvarkár. Hugsaðu dálít- ið um manninn þinn —” “Manninn minn!” Napur kulda og hæðnis- svipur breiddist yfir hið stoltlega andlit frúar- innar. Hún þagnaði og hló dálítið. Svo hélt hún “fram með sínu gamla kæruleysi — “Þú hlýtur að vera orðm barnalega siðavönd, Mimsey, að fara að tala við mig um manninn minn! Því þyl- urðu ekki yfir mér fyrirlestur um skyldur eigin kvenna og uppeldi barna? Eg er viss um að þú veizt hvað hrifin eg myndi verða af því !” Hun gekk um gólf í herberginu, en frú Marvelle taldi hyggiiegast að segja ekki neitt. Bráðlega var barið ihægt ,að dyrum, og hinn skrautklæddi Briggs kom inn. Hann bar sig fram úr hófi virðuíega, og bar orð sín fram eins og utanbók- ar lærða þulu. “Herra lávarðurinn sendir kveðju sína, og ætlar lávarðsfrúin að neyta hádegis- verðar í borðsalnum í dag?” “Nei”, sagði frú Winsleigh, stuttlega. “Há- aegisverð handa mér og frú Marvelie á að senda hingað.” Briggs stóð þráðbeinn. “Lávarðurinn ósk- aði einnig eftir að fá að vita hvort ungi— herra Ernest ætti að koma til frúarinnar áður en hann færi út.” Professional and Business ===== Oirectory =- - “Nei, auðvitað ekki!” Frú Winsleigh hleypti brúnum. “Drengurinn er hreinasta plága!” Briggs hneigði sig og fór. Frú Marvelle sýndi á sér vaxandi eirðar- leysi. Hún var góðhjörtuð kona, og það var eitthvað það í eðli Clöru Winsleigh sem henni, þrátt fyrir að hún hafði rólega samvizku, gat ekki einhvern veginn geðjast að. Hefirðu aldrei hádegisverð með manninnum þínum, Clara,” spurði hún að lokum. Lávarðsfrú Winsleigh virtist undrandi. — “Mjög skjaldan. Aðeins þegar gestir eru, og eg neyðist til að vera þar. Máltíð með fjölskyld- Office Phone Res. Phone 924 762 726115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEDICAL ARTS BLDG. Consultatlons by Appointment Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPKG CLIMC St. Mary's and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Blde. Portage og Garry St Sfmi 928 291 H. J. PALMASON CHARTERED ACCOUNTANT 505 Confederation Life Bldg. Winnipeg, Man. Phone 92-7025 Home 6-8182 unni einni er of þur og tilbreytingarlaus! Eg er hissa að nokkur skuli geta átt við slíkt. Og við neytum kvöldverðar vanalega ekki heima. Frú Marvelle þagnaði aftur, og þegar hún tók til máls, var það ekki um eins viðkvæmt mál efni. “Hvenær er þetta mikla heimboð þitt. Clara.” spurði hún. “Þú sendir mér spjald, en eg er búi nað gleyma dagsetningunni.” “Tuttugasta og fimta mánaðarins.”, svar- aði frú Winsleigh. “Þetta er sá fimmtándi. Eg ætla að heimsækja barónsfrú Bruce-Errington —” hún brosti háðslega — “seinni partinn í dag og á morgun sendi eg þeim boðsbréfið. Það sem eg óttast mest er að þau hafni ef til vill boðinu. Eg vildi ekki missa af tækifærinu fyrir nokk- urn mun! Mig langar til að í mínu húsi verði þessi uppskafnings-barónesssa sér fyrst veru- lega til minnkunar!” “Eg er hrædd um að það verði stór hneyksli! Það er slæmt! Bruce-Errington var svo efnilegur, laglegur ungur maður!” í þessu birtist Briggs aftur með ríkmann- legan og dásamlega vel framreiddan hádegis- verð á bakka, sem hann setti á borðið með djúpri hneigingu. “Gefðu skipanir um að vagn minn verði til klukkan hálf-fjögur”, skipaði lá- varðsfrúin. “Og láttu vagnstjóra frú Marvelle vita að hann þurfi ekki að bíða—eg ek henni heim sjálf.” “En góða Clara mín,” mótmælti frú Mar- velle, “eg þarf að koma við hjá Van Clupps- f jölskyldunni —”. “Eg fer þangað með þér. Eg hefði átt að heimsækja þau fyrir löngu. Er Marcia búin að klófesta Marsherville?” “Jæja”, sagði frú Marvelle, hikandi, “hann er fremur afsleppur—svo óákveðinn og alltaf á báðum áttum!” J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agenta Sími 927 558 308 AVENUE Bldg. — Winnlpeg CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors ol Fresh and Frozen Fisb 311 CHAMBERS ST. Office Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-5917 M. Einarsson Motors Ltd. Buying and Selling New and Good Used Cars Distributors for FRAZER ROTOTILLER and Parts Service 99 Osborne St. Phone 4-4395 The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG., (Opp. Eaton's) Office 92-7130 House 72-4315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing ---------------------1--------) MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 954 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken A. S. BARDAL LIMITED selur likkistur og annast um útfarir. Allur úifcúnaður sá bestl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg Union Loan & Investment COMPANY Rental, Insurance and Finandcd Agents Sími 92-5001 508 Toronto General Trusts Bldg. ----------------------------- Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Builder • 526 ARLINGTON ST. Sími 72-1272 FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Building 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 92-2496 Frú Winsleigh hló. “Það sakar nú ekki mikið. Marcia er hans jafnoki! Frekar geðfeld stúlka—aðeins hvílíkar þó áherzlur! Hún gerir mig taugaveiklaða í hvert sinn sem eg heyri hana tala.” “Það er slæmt að hún skuli ekki getað lag- að það,” samsinnti frú Marvelle. “Eg veit aþ hún hefir reynt það. En svo er sú fjölskylda langt frá því að vera bezta tegund Ameríku- fólks —” “Bezta tegund! Eg held nú ekki! En hún er ein a'f auðugustu tegundinni, og það má sín mikils, Mimsey! Auk þess, þrátt fyrir að allir I vita hverskonar maður faðir Van Clupps var,! þá sannarlega þykjast þau vera vel ættuð—þau halda ekki sínum lága uppruna á lofti eða eru stolt af honum, eins og Bruce-Errington virð- ist vera hvað hans lágstéttar-kona snertir. Þeim hefir verið sýnd mesta fyrirlitning 0g gengið fram hjá þeim—einkum af frú Rippington—hún er Amerísk—en fylgir tízkunni í það ftrasta. Mannstu þegar fjölmenna heimboðið var hjá Van Clupps, þegar þau höfðu lúðrasveit í garð inum á bak við húsið, og allir urðu heyrnarlaus ir af 'hávaðanum? Það var nú bara stórkostlegur skrípaleikur!” Frú Winsleigh hló að endur- minningunum, og snéri sér síðan að hinum ljúf fenga hádegisverði sem bæði hún og frú Mar- vell.e gerðu sér gott af, og krydduðu með hneykslissögum um þeirra nánustu vini. Að því loknu hringdi frú Winsleigh á herbergisþernu sína, og var útbúin 0g uppdubbuð í ökutúr, en frú Marvelle hafði ofanaf fyrir sér á meðan með því að leita í dálkum “Truth” að einhverju smælki um ósiðsemi og lesti í sambandi við kon ungsfólkið á Englandi. Og klukkan hálf fjögur stundvíslega, óku frúrnar á stað í forláta skraut vagni, með tveimur apalgráum gæðingum fyrir, virðulegum og kurteisum ökumanni í hinu háa framsæti og hinn skrautbúna Briggs til aðstoð- ar. Eftir boði lávarðsfrúarinnar, var þeim ekið beint til Prince’s Gate. “Við megum eins vel skilja spjöldin okkar eftir í sameiningu,” sagði Clara, meö Ulkvittnis legu brosi, “þó eg sannarlega voni að hamingjan gefi að þessi manneskja verði ekki heima.” COURTESY TRANSFER & Messeng-er Service Flyljum kistur, töskus, húsgögn, píanós og kæliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Sfmi 526 192 1096 Pritchard Ave, Eric Erickson, eigandi Vér verzium aðeins með fyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSIMI S-3809 BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími 36-127 Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Maternity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flowers Funeral Dcsigns, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. 74-4558 Res. Ph. 3-7390 v a ' \ Office Ph. 92-5826 Res. 40-1252 DR H. J. SCOTT Speciaiist in EYE, EAR NOSE and THROAT 209 Medical Arts Bldg. HOURS: 9.30 — 12.00 a.m. 2 — 4.30 p.m. S —^ J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate - Mortgages - Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU Hafið HÖFN í Huga IjCELANDIC OLD FOLKS HOME SOCIETY — 3498 Osler Street — Vancouver 9, B. C. s J f 1 GILBART FUNERAL HOME - SELKIRK, MANITOBA - J. Roy Gilbart, Licensed Embalmci PHONE 3271 - Selkirk V J \ GUARANTEED WATCH, & CLOCK REPAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Prop. Watches, Diamonds, Rings, CloJts, Silverware, China 884 Sargent Ave. Phone 3-3170 V _ j f JACK POWELL, B.A. LL.B. BARRISTER, SOLlCITOR, NOTARY PUBLIC Off. Ph. 927751 - Res Ph. 56-1015 206 ConfederatioB Building, Winmpeg, Máa. 'S- J HERE _NOW! ToastMaster MIGHTY FINE BREAD! At your grocers J. S. FORREST, J. WALTON Manager Sales Mgr. PHONE 3-7144

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.