Heimskringla - 10.08.1955, Blaðsíða 4

Heimskringla - 10.08.1955, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. ÁGÚST. 1955 FJÆR OG NÆR Gifting Séra Philip M. Pétursson gifti! David Nelson Boteman og Josephine Anne Shamrock í Fyrstu Sambandskirkju í Win mpeg, laugardaginn 6. ágúst. Þau voru aðstoðuð af Mr. og Mrs. Harold Curran frá Blue River, B. C. ★ ★ W Skírnarathöfn Við guðsþjónustuna, sem fór fram í Wynyard, í Sambands- kirkjunni þar 31. júlí, skírði sr. Philip M. Pétursson frá Win- nipeg, þrjú börn, Arvid Wayne son Mr. og Mrs. Norman S. Arn grimson; Peter James, son Mr. og Mrs. Stanley George Moir; og Robert Dale, son Mr. og Mrs. Henry Norlin. ★ * * Gifting Snemma í júlí mánuði (9. júlí) gifti séra Philip M. Pétursson Albert Edward Rodnunsky, tón skáld í þjónustu Alberta stjórn- arinnar, í Edmonton, og Patricia Jackson, skólakennara í Winni- peg, í Fyrstu Sambandskirkju í Winnipeg. Þau voru aðstoðuð af Mr. og Mrs. J. Wickey, Wpg. ★ ★ ★ Skírnarathöfn f Fyrstu Sambandskirkju í Winnipeg, skírði séra Philip M. Pétursson, Dona Lóa, dóttur þeirra hjóna Mr. og Ms. Jón G. T. Johannsson, Winnipeg. Guð- feðgini voru Mr. og Mrs. Mans- field frá Elkhorn, Wisc. Mrs. Mansfield er föðursystir barns- ins . ★ ★ ★ Frú Ragnheiður O. Björnsson, stjórnandi og eigandi hannyrða verzlunar á Akureyri, sem verið hefir vestra um tveggja mánaða skeið, lagði af stað s.l. fimtudag (4. ágúst), heim til íslands. Frú Ragnheiður er dóttir Odds heit ins Björnssonar prentara á Akur eyri, þjóðkunns manns og er kona mjög vel gefin, sem hún á ætt til. Hér vestra var hún fyrst og fremst í heimsókn hjá móður systur sinni Sigurbjörgu Jóns1 son, Selkirk, konu 95 ára að aldri. Hún hitti og fleiri fornkunn- ingja hér vestra, þar á meðal Vilfríði Haraldsdóttir Eyjólfs- {m TIIEJTKIi! | —SARGENT <S ARLINGTON— | Photo-Nite every Tuesday > and Wednesday. I T. V.-Nite every Thursday. j —Air Conditioned— son frá Árborg, er var leiksystir hennar heima á Akureyri í æsku. Frú Ragnheiður hafði mikla skemtun af komu sinni vestur, kvað það æfintýri líkast, að hitta hér fjölda fornra æskuvina og vera í heimsókn og boðum hjá þeim. Þá ryfjaðist margt skemti legt upp frá fyrri tímum. Henni fanst undrunarvert 'hvílíkur tjöldi vestur-fara væri hér enn ramm-íslenzkur í máli og háttum. ★ ★ ★ Mr. og Mrs. W. S. Eyjólfsson frá Árborg, Man., eru nýkomin til baka úr 3-vikna skemtiferð vestur á Kyrahafsströnd, Van- couver, Blaine o.s.frv. Þau lögðu af stað héðah til Árborgar s.l. föstudag. f förina slóst héðan Mrs. L. Hólm í heimsókn á forn c.r slóðir. ★ ★ ★ Giftingarfregn Þann 29. júlí s.l. voru gefin saman í hjónaband þau Delmar Miyron Thompson og Marian Rose Arnason. Brúðurin er yngsta dóttir Mr. og Mrs. John Árnason, Sturgeon Creek, St. James. Gift var í St. Andrews Angli- can Church, St. James. Framtíð- arheimilið verður í Los Angeles, California. ★ ★ ★ Á íslendngadeginum hittum vér stúlku frá íslandi, ungfrú Bryndís Schram að nafni, er dvelur 2 til 3 mánuði hér vestra. Hún stundar 4 bekkjarmenta- skólanám heima. Hún á skyld- fólk hér vestra. ★ ★ ★ Mrs. Inga Terry og maður hennar frá Chicago voru stödd i bænum fyir helgina. ★ ★ ★ Þráinn Thorleifsson frá Reykj avík, sem verið hefir hér vestra um tíma, lagði af stað 2. ágús heim til fslands. Announcing . . . EATON'S NEW DELIVERY POLICY NOW- We Pay Shipping Charges on EVERY ITEM in any EATON Catalogue REGARDLESS OF WEIGHT NOW. . . More than ever "It Pays to Buy from EATON,S// EATON’S Big Fall CATALOGUE Will Soon Be On Its Way. Watch for your copy through the mail or at your EATON Order Office. Over 650 Pages packed with Leading Valuesl <*T. EATON C<Ím™ WINNIPEG CANADA Föstudaginn 22. júlí voru þau Edward Johnson og Olga Kas- owan, bæði til heimilis í Winni- I,eg» gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni að heimili hans að Hekla Block, 260 Toronto St., hér í borg. Vitni voru Mrs. B. E. Freeman og Mrs. R. Marteinsson. Brúðhjónin fóru skemtiferð til Minneapolis. — Heimili þeirra verður í Winni- Peg. ★ ★ ★ Á Rauðakross spítala í Ár- borg dó 3. ágúst Mrs. María Johnson, 69 ára. Maður hennar Magnús Johnson lézt 1952. Hina látnu lifa 2 synir, Einar og Frank lin, 3 dætur, Mrs. S. Magnússon, Mrs. D. C. Head og Mrs. Clar- ence Johnson. Tvær systur Mrs. Shaw og Christine. Útförin fór fram s.l. laugardag frá lútersku kirkjunni í Geysir. Rev. R. Jack og séra Sig. Ólafsson jarðsungu. Gilbarts-útfararstofa sá um jarð arförina. ★ ★ ★ BRÉF FRÁ ALONSA Nú er svo komið að bændur Reykjavíkur bygðar urðu að flyja vegna áflæðis Manitoba- vatns. Þar sem áður voru blómleg engi eru nú hulin vatni. Þessi fallegu hús sem eru þar enn, standa auð nema kjallara fullir af vatni. Sama ástand er líklegt meðfram ströndum Manitoba vatns. Það er sárgrætilegt að svona skyldi fara þar sem að er um jafn farsælar bygðir og mörg myndarleg heimili um að ræða. Verða þar á meðal marg ir íslendingar sem verða um sárt að binda. Má leggja sökina á Campbell stjórnina fyrir fram-- taksleysi. Við ættum því allir að muna henni lambið gráa við næstu kosningar. Nú þætti mér vænt um ef þú vildir senda mér Hkr. til Alonsa Manitoba, því án hennar vil eg ekki vera. Bergur Johnson ★ ★ ■*■ Leiðrétting í síðustu grein minni í Hkr. um J. A. Vopna er þess getið að í Swan River dalnum hafi upp- skera ekki bruggðist í s.l. fimm ár. Þetta er rangt; á það að vera fimmtíu. Að vísu hefur uppskera bruggðist í stöku stað s.l. ár vegna áflæðis, en hún hefur aldrei bruggðist sökum þurka. G. J. Oleson ★ ★ ★ FOR SALE — Icelandic Spinning Wheel, also Wool Carders and Gas Stove. Phone 74-7744 * ★ * Þetta samtal átti sér stað á götuhorni í Stokkhólmi. Strætis vagn var að fyllast af fólki og vagnstjórinn lokaði hurðinni. Kona sem var að reyna að kom- ast inn spurði hann, hvort honum fyndist rétt að aðskilja sig frá dóttur sinni, sem væri komin inn í vagninn. Nei, svaraði vagn stjórinn, því fer fjarri. Eg gerði það einu sinni, og hefi yðrast þess síðan. ★ ★ ★ IMMORTAL ROCK ----ihin nýja verðlaunasaga eftir frú Laura Goodman Salvarson, fæst nú í Björnsons’ Book Store að 702 argent Ave. Winnipeg, og kostar $3.50 (Canadian money). Póstfrítt út á land. HJWITIED COLLEGE AN INSTITUTION OF THE UNITED CHURCH OF CANADA AFFILIATED WITH THE UNIVERSITY OF MANITOBA CENTRALLY LOCATED IN DOWNTOWN WINNIPEG UNIVERSITY DEPARTMENT - COLLEGIATE DEPARTMENT - THEOLOGY DEPARTMENT - - SCHOLARSHIP AND BURSARIES RESIDENCES Complete Arts Course leading to B.A. degree. Ist and 2nd Year Science. Pre-Professional Courses for Medicine, Dentistry, Engineering, Architecture, Pharmacy, Law, Commerce Grade XI and Grade XII. Summer School in Grades XI and XII, August 3rd to 26th, 1955) Diploma, B.D. and S.T.M. Courses Available—Manitoba, Isbister and others tenable at United College. Eor Men and Wornen. Write to the Registrar, United College, Winnipeg. DÁNARFREGN Þann 9. júlí s.l. andaðist á Arcade Rest Home í Seattle, fs- lendingur að nafni Sveinn Georg Richtes. Hann var aldur- hniginn maður og dauða hans bar rólega að. Sveinn sál var fæddur 10. nóv. 1865, að Hraunhöfn í Staðar- sveit á Snæfellsnesi. Foreldrar hans voru þau hjónin Kristján Sigurðsson, Guðmundssonar frá Elliða, í Staðarsveit, og Steinunn Jónsdóttir, Sveinssonar frá Sól- heimatungu í Bogarfirði. Þau voru af atorkufólki komin, og búnaðist vel í Hraunhöfn, með barnahópinn sinn. En Kristján bóndi dó af slysförum á sjó, um vorið 1868, og þá tók við erfitt tímabil fyrir ekkjuna með börn- in sjö. Eitt af þessum börnum, Margrét Þorbjörg, varð síðar- meir kona Thor Jensens á Korp- úlfsstöðum. Þrír af bræðrunum fluttust til vesturheims. Einn af þeim mun enn á lífi,H. C. Riéhter, í St. Paul, Mlinnesota. Pétur Kristjáns son, dáinn fyrir mörgum árum, átti heima í borginni Victoria, B. C. Hann lifa tvær dætur, þar til heimilis. Önnur þeirra, Mrs. Jane Eldon kom og annaðist um útför frænda síns. Hann var ó- kvæntur og einn síns liðs í Seattle. í Home útfararstofu fór fram kveðjuathöfn, að viðstödd- um fáeinum vinum. Velvalin kveðjuorð flutti lúterskur prest- ur, séra Theo. A. Jansen, og jarðsett var í Pacific Lutheran grafreitnum. Blóm fra Thor^ Thors voru lögð á gröfina. I Sveinn sál. hafði dvalið hérl vesturfrá í fjöldamörg ár, lengij sem matreiðslumaður á skipum meðfram ströndinni. Síðar bjó hann einn í smáhýsi er hann átti og ræktaði lengst af í garði sín um blóm og aldini o.fl. sér til á- nægju. Hann tilheyrði ísl. félag- inu. “Vestri” og sókti fundi og samkomur þess um eitt skeið. Nokkrir gamlir kunningjar héldu uppi samböndum við hann—og ætíð var hann glaður í viðmóti og vinalegur hvar sem hann kom. Hann hélt sér vel fram yfir átt- ræðisaldur^-hafði í lengstu lög ánægju af að sækja samkomur og leikhús—einkum ef um söngleiki var að ræða. Þó hann væri kom- inn um eða yfir sjötugt er eg sá hann fyrst, fannst mér það ekki leyna sér að hann hafði verið fríður maður nettvaxinn og snyrtilegur. Hann bar í brjósti yggð til ættfolks sins og til fslands, þó hann dveldi í fíar‘ VINNIÐ AÐ SIGRI í NAFNI FRELSISINS —augl. JEHOVA MINMSJ BETEL í erfðaskrám yðar COPENHAGBN “HEIMSINS BEZTA NEFTÖBAK” lægð, og fann til metnaðar vegna frændfólksins og ættlandsins norðlæga og smáa. Nú eru allir vegir færir anda þínum, gamli farmaður,—svif þú heill um höfin breið! Jakóhína Johnson Seattle, Wash. 4. ág. ’55 EFTIRLEIT — heitir ný ljóða bók sem komin er hingað vestur eftir vin okkar Vá\ S. Palsson. í þessari bók er alt sem höfund- urinn átti eftir óprentað af ljóð um sínum. Þar eru mörg ylrík og . . . the letters start. Then from all over the free world come such com- ments as these from readers of THE CHRISTIAN SCIENCE MONITOR, an international daily newspaper: "The Monitor is rnusl read• ing for straight-thinking j people. . . .” “/ retumed to school after a lapse of 18 years. 1 will get my degree from the college, but my education comes from the Monitor. . . .” "The Monitor gives me ideas for my u>ork. . . .” "I truly enjoy its com• pany. . . .” You, too, will find the Monitor informative, with complete world news. You will discover a construc- tive viewpoint in every news story. Use the coupon below. The Christian Science Monitor One, Norway Street Boston 15, Mass., U. S. A. Please send me The Christian Science Monitor for one year. I enclose $15 Q (3 mos. $3.75) Q (name) (address) 1 ' (city) (zone) (state) PB-12 fögur kvæði að ógleymdum ým- is konar ádeilukvæðum. Bókin er í laglegu bandi, 92 bls. og kostar $3.50 og fæst hjá höfundi og í Björnsson’s Book Store, 702 Sargent Ave. Win- nipeg 3, Manitoba. ISLENZK SMÁFLÖGG — 4"- 6” að stærð, eru nýkomin í Björnsson’s Book Store, 702 Sargent Ave., Winnipeg ,og selj- ast fyrir $1.00. BAHAT ALHEIMSTRC ]>að er lif til eftir dauðan! Þegar líkaminn sefur, er sálin frjáls og fr/. Þá getur hún, eins og við verðum vör I draumum, farið tim hcima og geima með miklu hraða. Þetta msannast ennþá betur eftir dauðan. Hinn líkamlegi dauði, leysir öll eldri bönd við endurfæðumst en deyjum ekki. Áður en við fæðumst, erum við að undirbúa okkur fyrir þetta jarðneska líf, hjá oss þroskast augu, eyru, fætur og heili, o.s.frv. Hverjar verða þarfirnar fyrir hið komandi líf, fyrir næsta svið hfsins, fyrir hinn and- lega heim? Spurningum svarað ef skrifað er til: Box 121 Winnipeg Hlustið áður en þér hringið. LátiS-líða milli hringinga Verið viss um númerið. - Svarið spurningum skjótt. Ef notaður er magneto phone, verið vissir um að hengja upp þegar samtalinu lykur.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.