Heimskringla


Heimskringla - 24.08.1955, Qupperneq 3

Heimskringla - 24.08.1955, Qupperneq 3
WINNIPEG, 24. ÁGÚST, 1955 hagsaðstoðin gerði byggingu þessarar iþjóðþrifafyrirtækja mögulega. Án hennar hefði þjóð in ekki getað ráðist í þau. £>að verður 'því enn einu sinni augljóst, að þeir menn, sem börð ust með oddi og egg gegn þátt- töku íslands í efnahagssam- vinnunni höfðu ekki hagsmuni íslenzku þjóðarinnar fyrst og fremst í huga. —Mbl. 28. júlí * Stórblaðið Life lætur gera íslandskvikmynd í byrjun ágúst kemur hingað mikill leiðangur, sem gerður er út af ameríska stórblaðinu ‘Life’. Leiðangur þessi er vísindalegs eðlis og er það hlutverk hans að taka ítarlega kvikmynd af ís- landi, náttúru landsins, fuglalífi og jarðfræði. Mun leiðangurinn dveljast hér í þrjár vikur og vera á sífelld um ferðalögum um landið. Kvik myndin verður að sjálfsögðu lit mynd. Taka kvikmyndar þessarar er þáttur í áætlun “Life” að taka slíkar fræðslukvikmyndir í flest um löndum veraldar til þess að auka kynni þjóða í milli og þekk ingu þeirra á hverri annarri Mun íslandskvkmyndin verða sýnd í þúsundum kvikmyndahúsa um allan heim. Það er kvikmynda ver í Vestur-Þýzkalandi, sem kvikmyndatökuna annast að mestu leyti fyrir “Life” og kem ur leiðangurinn þaðan. Hefur dr. Sigurður Þórarinsson annazt um fyrirgreiðslu fyrir leiðangur þennan. —Mibl. 29. júlí ★ Sr. Friðrik Friðrikssyni reist minnismerk við Lækjargötu í Reykjavík á 87 ára afmæli hins aldna kennimanns og unglinga- fræðara. ★ Vígðir samtímis 5 prestar: Guð mundur Óli Ólafsson til Skál- holtsprestakalls, Rögnvaldur Jónsson til Ögurþinga, Norður- ísafjarðarsýslu, Sigurður Hauk- ur Guðjónsson til Hálspresta- kalls Suður-Þingeyjarsýslu, Þor leifur Kjartan Kristinsson til Kolfreyjustaðaprestakalls og Ó1 afur Skúlason til evangelisk-lúth erska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi. ★ Um 40 karlmenn frá Danmörku ráðnir tii landbúnaðarstarfa hér á landi aö tii-blutun Búnaðarfé lags fslands. T H I S S P A C E CONTRIBUTED V BY ÖKEmYS MAN itoba D I V I S I ON WESTERN CANADA BREWERIES LIMITID BLOOD BANK Thelma (RAGNAR STEFANSSCM ÞÝDDI) Enginn af aðalsfólkinu hafði séð hana ennþá nema í skemtigarðinum og Philip hafði gildustu ástæðu að vera ánægður með þá hrifningu sem hún vakti, en hann var dálítið undrandi yfir frú Winsleigh að vera fyrst til að bjóða hina ó- þekktu brúði hans velkomna í samkvæmislífið á tilhlýðiegan ‘hátt. Breytni hennar í því efni fannst honum ofurlítið tortryggileg—því að sannarlega gat hann ekki dulið það fyrir sjálf- um sér að hún hafði um eitt skeið verið tryll- ingslega ástfangin í honum. Hann minntist með sársauka að við eitt eða tvö tækifæri þegar þau voru saman, hafði hann orðið að leiða henni fyrir sjónir hversu henni bæri að rækja hjónabandsskyldur og trúnaðarheit, við eigin- mann sinn—og hann roðnaði af gremju þegar hann hugsaði um ósiðlæti hennar, ofsagrát, ást- ríðufulla ástleitni og tryllingslegt, óheiðarlegt orðbragð. Samt sem áður varð nú þessi sama kona fyrst til—gekk fram fyrir skjöldu í samkvæmis lífi aðalsfólksins til þess að taka á móti konu hans með opnum örmum—hann gat ekki vel skilið i því. Þegar allt kom til alls, var hann karlmaður—og hin mörgu og mismunandi slægð arbrögð og f jöllyndi tízku kvenna voru eðlilega ofvaxin hans skilningi. Thelma hafði aldrei séð eða kynnst lávarðsfrú Winsleigh—ekki einu sinni séð henni bregða fyrir á ökuferðum um skemmtigarðinn—og þegar hún fékk boðspjald ið í hið stórkostlega gildi í Winsleigh-höllinni þáði hún það af því maður hennar óskaði eftir að hún gerði það, sjálf bjóst hún ekki við að hafa neina sérstaka ánægju af að fara. Þegar hinn tiltekni dagur rann upp að lokum var hún ná- lega búin að gleyma því þangað til í lok hins ánægjulega samtals þeirra við morgunverðinn, að Philip sagði skyndilega: “Eftir á að ihyggja, Thelma, eg hefi sent eftir Erringtans demöntunum í bankanum. Það verður komið með þá hingað bráðlega. Mig lang ar til að þú skreytir þig með þeim í kvöld.” Thelma leit á hann undrunar og spurnar- augum. “Hvert íörum viÖ 1 kvöld? Eg er búin aó gleyma því. Ójú, nú veit eg það— Við eigum að fara til frú Winsleigh. Hvernig ætli það verði Philip?” “Jæja, það verður óskaplegur fólksfjöldi sem treðst upp og niður stigana—þú sérð þar allar þessar frúr sem hafa skilið hér eftir nafn spjöldin sín, þú verður kynnt þeim—eg þori að segja að það verður þar einhver léleg hljóm list og ómeltanlegur kvöldverður — og — og — það er allt sem það verður!” Hún hló og hrissti höfuðið ásakandi. “Eg get ekki farið eftir því sem þú segir, vinur minn, þegar stríðnisköstin hlaupa í þig!” sagði hún um leið og hún stóð upp úr sæti sínu og kraup við hlið hans með handleggina utan um háls hans, og horfði astúðlega í augu hans. “Þú ert nærri því eins slæmur og okkar mjög svo slæmi Lonmer, sem alltaf sér einhverja einkennilega agnúa á öllum hlutum! Eg er alveg viss um að lávarðsfrú Winsleigh hefir ekki fólksþyrpingar að troðast upp og ofan stigana hjá sér—það væri tkki góður smekkur. Og ef hún hefir hljóm- list, verður hún góð—og hún myndi ekki láta bera fram þær veitingar fyrir vini sína sem gerðu þá veika.” Philip þagði. Hann var að yfirvega hinn mjúka, bjarta og yndislega hörundslit konu sinnar, og virtist annars hugar. “Vertu í bún- ingnum sem þú fekkst hjá Worth”, sagði hann skyndilega. “Mér fellur hann vel í geð—hann fer þér svo vel”. “Auðvitað verð eg í honum ef þú óskar Þess”, sagði hún hlæjandi. En hversvegna? Hvaða mismun gerir það? Þú vilt að eg sé eitt- hvað sérstaklega vel búin í kvöld?” langar til að þú skyggir á og takir öllum konum fram í samkvæminu!” sagði hann með eftirtektarverðum áherzlum. Hún varð fremur hugsandi. “Eg held ekki að það yrði neitt skemmtilegt”, sagði hún, alvár lega. Auk þess sem það er ógerlegt. Og það væri rangt að vilja að eg gerði allar aðrar konur óánægðar með sig (sjálfar). það er ekki líkt þér, vinur minn, að óska eftir slíku!” Hann snerti hið gullna hár hennar mjúk- lega með fingrunum. “Ó, yndið mitt! Þú þekkir ekki hverskonar heimur þetta er, og hversu und arlegt fólk er í honum! En hvað um það! Láttu það ekki fá neitt á þig. Þú færð góða hugmynd um það í kvöld hvernig samkvæmislífið er, og þú verður að segja mér seinna hvernig þér fell ur það i geð. Eg verð forvitinn að heyra hvern Þer geSjast að lávarðsfrú Winsleigh.” “Hún er fríð, er ekki svo?” HEIMSKRIMGLA 3. SÍÐA “Það er litið svo á af flestum kunningjum hennar, og henni sjálfri”, svaraði hann bros- andi. “Eg hefi nautn af að sjá falleg andlit”, sagði Thelma, hlýlega, “Það er eins og maður skoði myndir. Síðan eg kom til London hefi eg séð svo mikið af þeim, það er mjög skemmtilegt. Þó finnst mér engin af þessum fríðu konum líta ánægjulega eða hraustlega út.” “Helmingur þeirra þjáist af taugaveiklun og allskonar heilsuleysi af of mikilli tedrykkju og of þröngum lífstykkjum”, svaraði Errington “og þær fáu sem eru sæmilega hraustar eru of mikið á ferðinni, þær gefa sig við dýraveiðum og þesskonar skemmtunum þangað til þær verða rauðbláar í andliti og feitar, og grófgerðar eins og stelpugálur eða hestasveinar. Þær virðast aldrei geta ratað meðalhófið. — Jæja!” og hann stóð upp frá morgunverðarborðinu. “Eg ætla að fara á fund Neville og yfirfara reikninga. Við förum í ökutúr seinni partinn til að fá okkur ferskt loft, og á eftir verður þú að hvíla þig, yndið mitt—því þú munt komast að því að heim boðin þreyta mann meira en fjallgönguferðir í Noregi.” Hann kyssti hana og fór, en hún fór að sinna sinum venjulegu störfujn, sem voru mörg, því að hún hafði lagt mikla rækt við að komast inn í alla stjórn og rekstur á óðölum manns síns—hún fór á hverjum morgni til her- bergis þess sem ráðskonan, frú Parton, tók á móti henni með mikilli virðingu og alúð, og veitti henni allar nauðsynlegar leiðbeiningar í að stjórna stóru og mannmörgu heimili og fræddi hana um daglegan reksturskostnað, svo að hún var orðin því öllu vel kunnug. Hún var látlaus og hagsýn að eðlisfari, og þó að hún bæri umhyggju fyrir því að öllu þjónustufólkinu, lágum sem háum, liði sem bezt, sá hún mjög á- kveðið um það að ekkert óhóf ætti sér stað, en þó með svo ljúfum og látlausum hætti, að naum ast varð eftir því tekið—þó að maður hennar hefði fljott komist að árangrinum af heimilis stjórn hennar þar sem vikuleg útgjöld höfðu smám saman minnkað, og þar sem allri risnu virtist þó vera haldið í sama horfi og áður var. Hún var gædd góðri skynsemi og heil- brigðri dómsgreind—og hún sá enga ástæðu til að sóa auði manns síns aðeins vegna þess að af miklu var að taka—svo að vegna hennar mildu og hyggilegu áhrifa, var Philip það ljóst að auð ur hans óx án þess að það væri hans eigin að gerðum að þakka. Hús hans og heimili hafði blóm, sem Thelma sjálf kom fyrir, prýddu her- bergin—á svölunum og í gróðurhúsunum kvað víð indæll fuglasöngur og smám saman ófust einhverjir töfraþræðir í kringum hann—og mynduðu heildarsvip dásamlegs heimilis. Áður fyr var svo langt frá því að honum hefð fallið þetta virðulega borgarstórhýsi vel í geð—honum hafði fundist það leiðinlegt og kalt, nærri því skuggalegt, en nú fannst honum að sér hefði sést yfir marga af þess góðu kostum áður. Og kvöldið sem til stóð að þau færu í hið mikla samkvæmi frú Winsleigh—leit hann yfir hinn yndislega skrautbúna sal með eldi á arni, ajúpum hægindastólum, bókum og hinu mikla hljóðfæri, og óskaði að hann og kona hans gætu dvalið heima í næði. Hann leit á úrið sitt—það var tíu. Það var nægur tími. Hann ætlaði sér sannarlega ekki að koma of snemma í samkvæmi frú Winsleigh. Hann vissi hvílík áhrif og eftir- tekt koma Thelmu myndi vekja—og hann brosti þegar hann hugsaði um það. Hann var að bíða eftir henni—hann sjálfur var tilbúinn, klæddur fínustu kvöldfötum — og var—eins og æfinlega —frámunalegur fríður og karlmannslegur út- lits. Hann gekk um gólf dálítið óþolinmæðis- lega—en tók svo ljóðabók Keats og settist með hana í hægindastól og varð brátt niðursokkinn í lesturinn. Hann hafði augun enn á hinni prent- uðu síðu bókarinnar, þegar mjúk snerting á öxl hans vakti hann af dvalanum—og þýð, hálfhlæj andi rödd spurði: “Philip! Er eg eins búin og þú óskar eftir?” Hann spratt á fætur og stóð frammi fyrir henni—en nokkur augnablik gat hann ekkert sagt. Hin dásamlega fegurð hennar hafði frá því fyrsta vakið undrun hans og ástríðufulla að dáun—en á þessu kvöldi, þegar hún stóð frammi fyrir honum, klædd látlausum hvítgulum slóða löngum flöjelskjól, með ættardemantana glitr- andi í hárinu og um háls og handleggi, var feg urð hennar svo ósegjanlega hrífandi að hann átti engin orð til, svo sakleysislega ánægð, að hann starði á hana hugsandi—var það rétt af honum að láta þessa hreinu og saklausu veru kynnast öllum hinum ógeðslega og falska yfir- borðsgljáa og hræsni þess félagsskapar, sem hún átti nú að fara að verða hluti af? Og því stóð hann þögull, þangað til Thelma varð óró leg. “Ó, þú ert ekki ánægður!” sagði hún, “eg er ekki eins og þú vilt! Það er eitthvað rangt!” Hann tók hana í faðm sinn, þrýsti henni að sér og kyssti hana með nálega angurværri blíðu. i Professional and Business Direr.tnry Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEÐICAL ARTS BLDG. Consultations by Appointment Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögfrœðingar Bank of Nova Scotia Bld«. Portage og Garry St. Sími 928 291 Dr« P, H, T, Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan, Winnipeg Phone 926 441 H. J. PALMASON CHARTERED ACCOUNTANT 505 Confederation Life Bldg. Winnipeg, Man. Phone 92-7025 Home 6-8182 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími 927 538 308 AVENUE Bldg. — Winnipeg Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 9S4 Fresh Cut Flowers Daily. Plants in Season We specialize in Wedding and Concert Bouquets and Funeral Designs Icelandic Spoken CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Otfice Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-3917 A. S. BARDAL limited selur líkkistur og annast um utfarir. Allur útfoúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar mmnisvarða og legsteina 843 SHERBRCKDKE ST Phone 74-7474 Winnipeg M. Einarsson Motors Ltd. Buying and Selling New and Good Used Cars Distributors for FRAZER ROTOTILLER and Parts Service 99 Osborne St. Phone 4-4395 Union Loan & Investment COMPANY Bental, Insurance and Finandal Agents Sími 92 5061 508 Toronto General Trusts Bldg. X The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) 306 AFFLECK BLDG., (Opp. Eaton’s) Ofíice 92-7130 House 72-4315 Bookkeeping, Income Tax, Insurance Mimeographing, Addressing, Typing Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Bullder • 526 ARLINGTON ST. Sími 72-1272 V MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. . FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Ituilding 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 92 2496 ’ COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjum kistur, töskur, húsgögn, píanós og kæliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fltuningur ábyrgðstur Sími 526 192 1096 Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi verzlum sðcms nicð fyrstA flokks vörur. Kurteisleg og Hjót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSIMI 3-3809 ^ ✓ BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnápeg (milli Simcoe 8c Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmxliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími 36-127 Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Matemity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flowert Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. 744558 Res. Ph. 3-7390 l ^ 'l MANITOBA AUTO SPRING WORKS CAR and TRUCK SPRINGS MANUFACTURED and REPAIRED Shock Absorbers and Coil Springs 175 FORT STREET Winnipeg - PHONE 93-7487 - ’■ — J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU Hafið HÖFN í Huga ICELANDIC OLD FOLKS HOME SOCIETY — 3498 Osler Street — Vancouver 9, B. C. \ GILBART FUNERAL HOME - SELKIRK, MANITOBA - J. Roy Gilbart, Licensed Embalmer PHONE 3271 - Selkirk \ d GUARANTEED WATCH. & CLOC.K REPAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Prop. Watches, Diamonds, Rings, Clodts, Silverware, China 884 Sargent Ave. Phone 3-3170 1 JACK POWELL, B.A. LL.B. BARRISTER, SOUCITOR, NOTARY PUBUC Off. Ph. 927751 - Res Ph. 56-1015 206 Confederation Building, Winmpeg, Múa. HERE _N O W I ToastMaster MIGHTY FINE BREAD! At your grocers J. S. FORREST, J. WALTON Manager Sales Mgr. PHONE 3-7144 \

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.