Heimskringla


Heimskringla - 12.10.1955, Qupperneq 3

Heimskringla - 12.10.1955, Qupperneq 3
WINNIPEG 12. OKT. 1955 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA Emily (Mrs. MacGauley), Van- cauver og Lena (Mrs. Richard- son) í Winnipeg. Hún giftist eftirlifandi manni sínum, Bjarna Edward Edison, 15. desember 1921. Börn þeirra eru þrír synir, Elswood, Sturgis, Sask.; Gordon, Prince Albert, og Lawrence, í heima húsum. Auk þeirra eru sex barnabörn. Mrs. Edison tilheyrði ýmsum félögum, eins og t.d. k venfélagi Sambandssafnaðar; Eastern Star íélaginu, og spítala nefndar í Dafoe. Hún var gestrisin með af- brigðum og var hjálpsöm öllum bágstöddum og öðrum sem á vegi hennar urðu. Hún vat' ung í anda og áhugamkil. Vinir henn ar eru allir sammála í því um hve mikinn þátt hún átti í fram- för og rekstri hvers fyrirtækis sem hún tók þátt í. Enda sýndi það sig, hve hennar er mikið saknað við kveðjuathöfnina s.l. fimtudag, er hvert sæti í kirkj- unni var upptekið, og margir stóðu, ekki aðeins í inngangn- um, heldur og úti á gangstéttinni fyrir framan kirkjuna. Kveðjuathöfnin fór fram, eins og áður er sagt, fimtudaginn, 6. október. S éra Philip M. Péturs- son frá Winnipeg flutti kveðju- orðin. French-Style SHORTS Fara rel, eru köld, þægileg. Fín- brugðin úr vel kemdri bófull. Si‘uin.u|mir, teygjuband um mitf- ið . . . tvetalt í fyrir nieð opi. . . liggja vel að Jedseys er við eiga. “ w 19-54 blood ban k THII SPACE CONTRIBUTED BY WINNIPEG BREWERY L I M I T E D Thelma (RAGNAR STEFÁNSSC«.V ÞÝDDI) “Við hverja bindur hún þá vináttu?” spurði Thelma skyndilega. “Auðvitað meina eg auk mannsins síns. Náttúrlega ann hún honum mest.” “Náttúrlega”, Philip þagnaði, óg bætti svo við : “Hún á líka son—Ernest—það er efnilegur og gáfaður drengur—hann var ekki þarna í kvöld. Þú verður að sjá hann einhvern tíma. Eg held fyllilega að frú Rush-Marvelle sé hennar uppáhalds vinkona.” “Já, mér geðjast líka vel að þeirri konu”, sagði Thelma. “Hún var mjög alúðleg við mig og kyssti mig.” “Gerði hún það virkilega!” sagði Philip brosandi- “Mér finnst nú að það muni hafa verið ánægjulegra fyrir hana en þig! En hún er ekki svo afleit eldri kona—aðeins dálítið of fégjörn. En Thelma, hvern þykir þér vænst um? Þú sagð ir mér það víst einu sinni, en eg gleymi því!” Hún snéri yndislega andlitinu að honum og fögru augun hennar skinu eins og stjörnur, og hún mætti hlæjandi augnatilliti han» bros- andi. “Hvað oft verð eg að segja þér það!” sagði 'hún lágt og blíðlega. “Eg held að þú þreytist aldrei á að heyra það! Þú veizt að það ert þú sem eg elska mest og að allur heimurinn væri mér einskis virði án þín! Ó, vinur minn— yndið mitt! Láttu mig ekk reyna að segja þér h.vað eg elska þig heitt! Eg get það ekki—eg er of hamingjusöm og sæl!” Það sem eftir var leið- arinnar var allt kyrt og hljótt. Stundum er þögn in áhrifaríkari en orð. 4. KAFLI Upp frá þessu kvöldi urðu miklar breyting ar á lifnaðarháttum Thelmu sem höfðu áður verið svo kyrlátir. Hún hafði sigrast á óvinum sínum, eða svo virtist það—félagssamtökin brutu niður alla sína múra og kypptust um að taka á móti henni með opnum örmum. Heimboðum rigndi svo yfir hana, að hún varð þreytt og ringluð af að þurfa að sinna þeim öllum. Lífið í London þreytti hana—hún kaus miklu fremur hið næðissaina og kyrláta sveitalíf í Errington kastalanum, góða gamla stórhýsinu í grænu skógunum í Warwickshire. En samkvæmislífið krafðist þess heiðurs að hafa hana með—hin yfirborðs- legu og froðukenndu gleðimót voru dæmd ófull- kominn án hennar. Hún varð miðpúnktur fjöl- menns Og sívaxandi félagshrings—málarasnill ingar, ljóðskáld, skáldsagnahöfundar, hljóm- snillingar, og frægt listafólk á öllum sviðum fyllti salarkynni hennar, og kepptist við að skemmta henni og sér sjálfu jafnframt með aula legu og smásmuglegu rabbi og söguburði sem of oft tíðkast meðal vor—og umkringd af slíku fólki, byrjaði hún að kynnast mörgum ráðgátu kenndum og óhollum viðfangsefnum sem hún í sínu norska umhverfi hafði til allrar hamingju y^erið algerlega ófróð um. Til dæmis hafði hún alltaf ímyndað sér að allt hámenntað fólk, á hvaða sviði lærdóms og lista sem var, væri hátt UPP hafið yfir hina sem ekki voru neinum slík um gáfum gæddir—og þar sem hún hafði mynd að sér þessar röngu skoðanir, hafði hún til að byrja með mikinn áhuga fyrir að þekkja sumt af þessu svokallaða “mikla” fólki sem hafði skarað fram úr og getið sér mikinn orðstír á bók menntasviðinu eða fögrum listum. Hún hafði ímyndað sér að allt þetta fólk hlyti að sjálf- sögðu að vera siðfágað, samúðarríkt, veglynt og göfugt í hugsunarhætti—en hún varð fyrir hræðilegum vonbrigðum! Hún komst að því_______ sér til sárrar sorgar, að jafnvel skáldin, sem hún í grunnhyggni sinni hafði talið innblásna leið- toga þessara jarðarbarna—voru flest sárgræti lega þóttafull, sjálfselsk í stefnum og þröngsýn í hugsun—og það sem meira var, að þau voru oft svo grátlega snauð, af öllum sönnum inn- blaestri að þau gátu fengið sig til að hata og öfunda 'hvert annað með smásmuglegum illgirn ísofsa að vísindamenn voru aldrei ánægðari en þegar þeir héldu að þeir hefðu sannað að uPPgntvarnr einhverra annara vísindamanna væru rangur—og að á trúarbragðasviðinu voru guðfræðingar alla tíð á stöðugu varðbergi, reiðu nun‘r að rangfæra og vefengja trúarskoðanir hvers annars. f einu orði sagt, það var of mikið af ill-girni og öfund á ölium sviðum. Við eitt tækifæri hafði hún í allri einlægni og sakleysi boðið tveimur kvennrithöfun(jum mjög kunnum, heim til þess að þær gætu í þessu samkvæmi fengið tækifæri til að kynnast. Hún fagnaði þessum tveimur fremur ókvenlegu persónum brosandi og alúðlega, og sagði um leið 0g hún kynnti þær: “Ykkur mun þykja svo gaman að kynnast!" En kuldalegt augnatillit, stirðleg höfuð- hneiging og háðslegt bros voru allar þær kveðj- ur sem þær skiftust á—og þegar þær gengu til sæta sinna, völdu þær þau horn í salnum sem lengst var á milli og snéru bökum hvor að ann- ari allt kvöldið, framkoma þeirra var svo hat- rammlega ótilhlýðileg gagnvart hvor annari að það voru engin undur þó að Thelmu, hóglyndri og siðprúðri, félli þetta illa, og fyndist húsmóð ur og gestrisnisskyldur sínar ha£a farið eitthvað | í handaskolum. “Þær fengúst ekki til að sýna hvor annari almenna kurteisi!” kvartaði hún1 yfir síðar við frú Winsleigh. “Þær reyndu að * koma eins ósvífnislega fram gagnvart hvor ann- ari eins og þær gátu.” Frú Winsleigh ihló. “Auðvitað!” sagði hún “Hverju öðru bjóstu við!” Svo Thelma kærði sig ekki um meiri reynslu ; á þessu sviði—í raun og veru fór hún fremur i að forðast rithöfunda og bókmenntafólk, að Bruce Lovelace undanteknum. Hann var í eðli sínu upplífgandi og fullur samúðar, og hafði ^uk þess töfrandi og aðlað- j andi framkomu sem flestir gátu ekki annað en orðið hrifnir af. Hann var ekki bókaormur — hann var ekki, strangt til tekið, bókmenntamað ur—og Ihvorki lof eða last almennings hafði hin minnstu áhrif á hann. Hann var, eins og hann sjálfur lýsti því, þjónn og aðdáandi bókmennta. og það er hyldýpishaf á milli þeirra sem dá bók- Professionetl and Business ===== Directory= =- • — Office Phone 924 762 Res. Phone 726115 Dr. L. A. SIGURDSON 528 MEÐICAL ARTS BLDG. Consultations by Appoin-tment Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan. Winnipeg Phone 926 441 J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Slmi 927 5S8 Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Lögfxœðingar Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Simi 928 291 H. J. PALMASON CHARTERED ACCOUNTANT 505 Confederation Life Bldg. Winnipeg, Man. Phone 92-7025 Home 6-8182 Dr. G. KRISTJANSSON 102 Osborne Medical Bldg. Phone 74-0222 Weston Office: Logan & Quelch menntír vegna þeirra eigin gildis og verðmæta, og hinna sem nota þær ódrengilega eins og verkfæri sjálfum sér í hag. En í allri sinni nýju og margvíslegu reynslu var Thelma, ef til vill mest undrandi yfir kvennþjóðinni sem hún komst í kynni við. Hinn norræni, óbrotni hugsunarháttur henrtar og hrein og meðfædd trú á skírlífi og siðprýði kvenna, gerði uppreisn í sál hennar—hún gat ekki skilið kvennfólkið í London. Sumar virt- ust ekki hugsa um neitt nema föt pg skemmtan- ir—aðrar skoðuðu eiginmenn sína sem löglega verndara nafns síns og heiðurs, með svo miklum kulda og hirðuleysi, að það virtist engu líkara en að þeir væru aðeins ómerkilegur smáhluti af húsgögnunum—og enn aðrar, sem ekki virt ust hafa neitt annað þarflegra að snúa sér að, gáfu sig að andatrú—lægri tegund af andatrú— sem felst í tilraunum að láta borð og önnur hús- gögn hreyfast—ekki hin hærri göfgandi trú á þjálfað, fullkomið og hreint líferni. Þá vai kvennfólk sem var algerlega trúlaust—dýrsleg- ar verur sem höfðu sjálfviljugar fótumtroðið og kramið allt hið helgasta og eðlilegasta í kyn ferðislífi þeirra—heimsk mannleg blóm án alls ilms, sem stöðugt snéru sér frá sólskininu og neituuð tilveru þess, en kusu heldur að visna, ófrjóar, á þurrum og safalausum stöngli sinna eigin fræðikenninga—einnig voru “ræðupalla— konur”, óeðlilegir ávextir og framleiðsla óeðli- legs aldarfars—þá voru líka hinar miklu, hátt- settu, aðalbornu konur sem neituðu með fyrir- litningu að styrkja nauðsynlega líknarstarfsemi en eyddu þó Ihundruðum sterlings punda í leik- hússkemmtanir og einka heimboð og dansleiki þar sem þær gætu sýnt sig í kostbærum búning- um. Nei, Thelma skildi ekki þessar mis- jöfnu og margvíslegu tegundir kvenna, og hafði enga löngun til að kynnast þeim. Og hún hætti að spyrja spurninga og leita upplýsinga viðvíkjandi félagslífi aðalfólksins. Frú Wins- leigh hafði tekist með slægð innan mjög skamms tíma að öðlast fullkomna vináttu Thelmu og óskert trúnaðartraust. Philip barón hafði gleymt fyrri tortryggni sinni hvað hana snerti, og var hrærður, jafnframt því sem hann vai undrandi yfir þeirri ástúð og aðdáun sem frú Winsleigh svo áberandi sýndi hinni ungu konu hans. Það mátti heita að Thelma og hún sæust alltaf saman, og frú Rush-Marvelle, svo fram sýn og hyggin sem hún var, sá ekki við slíku, þótt hún varpaði oft öndinni efandi og nuddaði nef sitt vandræðalega þegar hún játaði það fyr- ir sjálfri sér, “að hún gæti ekki almennilega skil ið Clöru”. En frú Rush-Marvelle var önnum kafin við að sinna öðrum málefnum—Ihún var að hjálpa Marcíu Van Clupp með ráðum og dáð til þess að leggja gildrur fyrir hina meinlausu mús—Masherville lávarð—og hún var of sokkin ofan í það erfiða og vandasama starf til þess að geta gefið sig við nokkru öðru þá í svipinn. Annars er vel sennilegt að hún hefði komist að því að hugarró Thelmu var hætta búin, og hefði með góðsemi sinni getað komið í veg fyrir þá hættu og afleiðingar hennar—en eins og lög- regluþjónar eru aldrei við hendina þegar þeirra er mest þörf, svo er og um vini, að þeir eru sjaldnast nærstaddir þegar áhrif þeirra gætu orðið til verulegs Ihagnaðar. Van Clupps fjölskyldan var fólk sem Thelmu gat alls ekki geðjast að—hún hafði reynt að komast af við það fólk af því að frú Rush-Marvelle hafði fullvissað hana um að sú fjölskylda væri “alveg yndisleg”—og henni féll nægilega vel við frú Marvelle til þess að langa til að gera henni til geðs- En sannleikurinn var sá, að þetta ríka og ruddalega Ameríku-fólk verðskuldaði í hennar huga minni virðingu en almúgafóíkið í Altenfirðinum, sem að mörgu leyti bjó yfir meiri siðprýði og sýndi af sér betra hátterni en gamli Van Clupp, maðurinn með alla dollarana; faðir hans hafði verið að- eins óbreyttur skipsmaður í sjóhernum, en Ihann hélt því nú fram með hrokafullri frekju og stolti að faðir sinn hefði verið beinn afkomandi “Pílagríma Feðranna”. 308 AVENUE Bldfe. — Wlnnlpeg Phone 74-5818 - Res. 74-0118 ^ — — J CANADIAN FISH PRODUCERS Ltd. f. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors ol . Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS ST. Ofíice Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-5917 Rovatzos Floral Shop 253 Notre Dame Ave. Ph. 932 954 Fresh Cut Flowers Dally. Plants in Season We specialize in Weddlng and Concert Bouquets and Funeral Deslgns Icelandic Spoken J ~ M. Einarsson Motors Ltd. Buying and Selling New and Good Used Cars Distributors for FRAZER ROTOTILLER and Parts Service 99 Osborne St. Phone 4-4395 — —S A. S. BARDAL L I M I T.E D selur líkklstur og annast um utfarir. Allur úttoúnaður sá bestl. Enníremur selur hann nii«ir«w^> minnisvarða og legsteina 843 SHERBROOKE ST. Phone 74-7474 Winnipeg The BUSINESS CLINIC (Anna Larusson) • 216 AVENUE BUILDING OFFICE: 92-7130 HOME: 93-2250 Bookkeeping, Income Tax, Insurance A Uníon Loan & Investment COMPANY Hental, Insurance and Finandal Agenta Sími 92-5001 508 Toronto General Trusts Bldg. Halldór Sigurðsson & SON LTD. Contractor & Bullder • 526 ARLINGTON ST. Sími 72-1272 MALLON OPTICAL 405 GRAHAM AVENUE Opposite Medical Arts Bldg. TELEPHONE 927 118 Winnipeg, Man. 1 COURTESY TRANSFER & Messenger Service Flytjuin kistur, teskur, húsgögn, píanós og kæliskápa önnumst allan umbúnað á smásend- ingum, ef óskað er. Allur fltunimgur ábyrgðstur Simi 526 192 10% Pritchard Ave. Eric Erickson, eigandi r -v FINKLEMAN OPTOMETRISTS and OPTICIANS Kensington Building . 275 Portage Ave. Winnipeg PHONE 92-2496 — BALDWINSON’S BAKERY 749 Ellice Ave., Winnipeg (milli Simcoe & Beverley) Allar tegundir kaffibrauðs. Brúðhjóna- og afmæliskökur gerðar samkvæmt pöntun Sími SUnset 3-6127 Vér verzlum aðeins með íyrsta flokks vörur. Kurteisleg og fljót afgreiðsla. TORONTO GROCERY PAUL HALLSON, eigandi 714 Ellice Ave. Winnipeg TALSIMI SUnset 3-3809 f '■ GRAHAM BAIN & CO. PUBLIC ACCOUNTANTS and AUDITORS 874 ELLICE AVE. Bus. Ph. 74-4558 Res. Ph. 3-7390 Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opp. New Matemity Hospital NELL’S FLOWER SHOP Wedding Bouquets, Cut Flowen Funeral Designs, Corsages Bedding Plants Mrs. Albert J. Johnson Res. Phone 74-6753 J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate — Mortgages — Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU * DENTIST Dr. HAROLD L FLEISCHMAN AT ARBORG—Every Tues. & Wed. Phone 7-6342 WINNIPEG-807 Henderson Hwy., EAST KILDONAN, MAN. Phone EDison 0834 GILBART FUNERAL HOME - SELKIRK, MANITOBA - J. Roy Gilbart, Licensed Embalmer PHONE 3271 — Selkirk S HafiK HÖFN í Huga ICELANDIC OLD FOLKS HOME SOCIETY — 3498 Osler Street — Vancouver 9, B. C. <r — -v Phone 223 D. R. OAKLEY, R.O. OPTOMETRIST Vision Specialist — Eyes Examined Arborg, Centre Street, Tuesdays GIMLI, Man. ^GUARANTEED WATCH, & CLOC.K REPAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Prop. Watches, Diamonds, Rings, Clocks, Silverware, China 884 Sargent Ave. Ph. SUnset 3-3170

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.