Heimskringla - 26.10.1955, Blaðsíða 1
247 MAIN — Phone 92-3311
V
LXX ÁRGANGUR
Milton Eisenhower
Yngsti bróðir Eiseníhowers
forseta heitir Milton. Hans er
ekki oft getið í blöðum. Þó er
haldið fram, að forsetinn og
hann séu mjög samrymdir og fá
vandamál komi upp, sem for-
setinn minnist ekki á við þennan
bróður sinn Segir forsetinn hann
vita öllum meira í ætt sinni.
Milton Eisenhower er 56 ára.
Á yngri árum áttu þeir bræður
mikið saman að sælda í Wash-
ington. Var forsetinn þá major í
yfirdeild hersins, en Milton við
störf í landbúnaðardeild Wash-
ington stjórnar. Hittust þeir þá
tíöum á kvöldum og ræddu á-
hugamál sín og framtíð saman.
Þótt Milton hafi ávalt verið
republikani hefir hann helming
af þeim sextán árum sem hann
vann stjórnarstörf, unnið hjá
demókrötum. Taldi Franklin
Roosevelt foseti hann einn ar:
sínum ráðabeztu og snjöllustu
mönnum í öðru heimsstríðinu.
Milton er nú forseti ríkisháskól-
ans í Pennsylvanía.
Eftir að forsetinn veiktist, var
Milton fyrsti maðurinn sem hann
heimsótti og átti samræður við
um framtíðina.
Tveir flokkar
í ræðu sem George Hees, for-
stjóri íhaldsmanna í Canada,
hélt á fundi ungra flokksmanna
í Broadview, sem er kjördæmi
hans í Toronto, nýlega, var hann
þeirrar skoðunar, að tveggja-
flokka fyrirkomulag í stjórn-
málum ætti eftir að riðja sér til
rúms í Canada. Hann kvað nýju
fiokkana of stéttræna til þess,'
að verða útbreidda um alt land.
Stjórnir þessa lands yrðu aó
þjóna öllum stéttum og flokkum
eins hlutlaust Og hægt væri.
VISCOUNT MONTG0MERY
Hans er von til Bandaríkjanna
í næsta mánuði, í fyrirlestra er-
indum. Eins og kunnugt er, hef
ir hann ávalt mælt með samein-
ingu lofts- íands- og sjóihers.
Honum finst aðaiherstarfið orð-
ið í höndum lofthers, en telur
hinar deildirnar orðnar úreitar.
Hann álítur einnig eiga að vera
einn her meðal allra vestlægra
lyðræðisþjóða undir stjórn
Bandaríkjanna. Hann er ennfrem
ur með því, að pólitísi^t yfirráð
sé myndað, af öllum vestlægum
þjóðum, og hafi aðsetur í Am-
eríku. Pólitískar flækjur í Ev-
rópu standi oft samvinnu í vegi,
sem greiða mætti úr með þessu.
Hinn frægi hershöfðingi er
67 ára.
Vinnuvikan 32 klukkust.
Walter Reuther, forseti CIO
verkamannasamtakanna í Banda-
ríkjunum, heldur því fram að
lengd vinnuvikunnar verði kom-
in niður í 4 daga, 32 klukkust., á
árinu 1956.
Hann telur vinnu með vélum
muni aukast svo mikið, ekki sízt
með notkun atómorkunnar, að
vinnutíma verði að stytta, er
því svarar, til að komast hjá að
vísa hópi manna frá vinnu.
Verkamanna foringinn tjáði
nefnd frá Bandaríkjaþingi er
um iðnaðarmál fjallar, frétt
þessa.
Rauði markaðurinn
Það er trú margra viðskifta-
manna í Suður-Ameríku, að í
Rússlandi bíði þeirra mikil cg
bægkvaem viðskifti. Og á papp-
irnum að minsta kosti fara þau
viðskifti ekki minkandi. Mönn-
um reiknast svo til, að milh
nokkurra Suður-Ameríkuríkj-
WINNIPEG, MIÐVTKUDACrHSTN, 26. OKT. 1955
NÚMER 4.
GULLBRÚÐKAU
P
í dansi
þjóðanna”
Fimtíu ára giftingarafmæli
áttu hjónin Jón Haldórsson og
kona hans, Guðlaug Guðmunds-
dóttir í gær, 25 október. Var þess
minst af börnum þeirra og
tengdafólki að heimili þeirra,
sem nú er Ste 11, Tremont Apts.,
Winnipeg.
Bæði eru hjónin fædd á fs-
landi. Jón kom með foreldrum
sínum til Ameríku -árið 1891, er
settust að í Pembina í Norður
Dakota. Hétu þau‘Halldór Jóns-
son og Arnbjörg Jónsdóttir og
voru frá Víðidal í Húnavatns-
sýslu. Var Jón þá 17 ára, fæddur
1874. Síðar eða um 1896 flutti
fólk hans til Canada. Settist Jón
þá að á stað þeim, sem nefndur
er Bluff, við Manitobavatn,
reysti þar íbúðarhús fyrstur
manna og bjó þar 2 ár. Þaðan
flutti hann til Narrows. Þá
flutti hann til Langrutíh, West-
burne og loks til Lundar. Átti
hann þar heima í 25 ár eða til
ársins 1937*, að hann flutti til
Winnipeg.
G u ð 1 a u g Guðmundsdóttir,
kona Jóns Halldórssonar, er
hann giftist 25. október 1905,
kom vestur um haf með foreldr-
um sínum 1887. Er hún ættuð úr
anna og Rússlands séu til gagn-
skifta samningar, er gera ráð
fyrir 500 miljón dollara viðskift-
inn í heild sinni, eða á báðar
hliðar. Árið l 953 fór verzlun
þessi ekki framúr 70 miljón döl-
um. En af skýrslum að dæma,
sem Bandaríkin gefa út, er þarna
ekki tii flots ‘ ag flýta sér.
Urugay-ríkið sendi Rússum árið
1954 um 19 miljón dala virði af
kjöti Og Ull Og fleioru, en olían,
kolin, stál og vélar, sem umboðs-
menn Rússa lofuðu, hefir ekkert
en sézt af í Urugay. Þegar í lok
ársins kom jöfnuðu Rússar reikn
inginn með 22,000 dala virði af
lyfjabúðavöru, sem engin þörf
var fyrir og með greiðslu í pen-
ingum, sem voru í sterlingspund
um, sem Urugay þurfti ekki til
Rússlands að sækja og gengls-
tapið lenti á.
Brazilía sendi og Tjekkum,
Póllandi og Ungverjalandi mikið
aí kaffi, ull og kakóa, en fékk i
vélum greitt aðeins 40% af því
og á háu verði. En afgangurinn
er þeim lofaður seinna. Þykja
ekki miklar horfur á áframhaldi
þeirra viðskifta.
Viðskiftum Argentínu lauk
fyrir árið 1954 þannig, að Rúss-
ar, Tjekkar Og Pólverjar skulda
henni 45% á reikningnum. Arg-
entína sendi alt sem hún lofaði
kommúnistum af* kjoti, huðum.
osti, svínafeiti, hráolíu, en
Rússar sendu þeim tæplega einn
fjórða af því, er þeir lofuðu i
staðinn, sem var olía, kol, stál og
vélar.
Latnesku ríkjunum er haldiö
að reynsla þessara viðskifta hafi
þótt dýrkeypt, svo alment sem
af viðskiftum var látið til að
byrja með.
Breiðdal. Foreldrar hennar Guð-
mundur Finnbogason og Guð-
laug komu vestur frá Þorgríms-
stöðum í Suðurmúlasýslu og
námu land í Akra bygð, N. Dak
Jón hefir auk búnaðar stund-
að ýms önnur störf, svo sem
kaupmensku og sölu vátrygg-
inga. Hann er maður viðkynn-
inga-góður og greindur vel.
Hann hefir og ávalt starfað að
málum góðtemplara og verið síð
an til Winnipeg kom tímum sam
an æðsti Templar í stúkunni
Skuld. Hann var og við stúkumál
riðinn á Lundar og hafði forráð
um að Templarar bygðu þar sam
komuhús, sem gefið var byggð-
inni síðar.
Börn Jóns og Guðlaugar eru:
Mrs. G. R. Alliston, Mrs. A.
Freeman, Mrs. E. Halldorsson,
Mrs. A. S. Nunn, Mrs. L. P.
Heppenstall, Halldór og Sigur-
jón — öll í Winnipeg. Barnabörn
.eru 11.
Heimskringla árnar gullbruð-
hjónunum heilla á afmælinu.
. #
Sjónarvottar að dauða
Hitlers
Tveir þjóðverjar, sem Rússar
leystu nýlega úr fangavist,
halda fram, að þeir hafi verið
sjónarvottar að dauða Hitlers.
Þar sem báðir voru einkaþjón-
ar Hitlers, væri ekki ólíklegt, að
gátan sé því ráðinn um hvort
Hitler sé dauður eða lifandi. En
þó er frásögn þeirra athuga-
ver'ð.
Annar fanginn Iheitir Heinz
Linge. Hann var einkaþjónn á
heimili Hitlers. Segist hann
vera sá, er síðastur sá einræðis-
herrann á lífi. Það var í jarðhúsi
fjölskyldu hans í Berlín. Frá-
sögn hans fylgir lýsing á hvernig
hann brendi skrokk hans og Evu
Bruun í olíu, að fyrirskipun
þeirra.
Hinn fanginn heitir Hans Baur
og var einkaflugstjóri Hitlers.
Hann segir söguna aðra, að því
leyti til, að hann hafi verið einn
í herbergi með Hitler, er hann
Ihafi sjálfur skotið sig til bana,
og hafi síðastur manna séð hann
á lífi.
Þetta truflar ögn fréttina. En
þess ber að gæta, að báðir ætla
a'ð ferðast um og segja aéfilok
Hitlers í atvinnuskyni.
Yerkamannafélög
sameinast
Tvö stærstu verkamannafélög
Canada hafa sameinast. Eru það
Canadian Congress of Labor og
1 rades and Labor Congress.
Verður félagatalan eftir samein-
mguna um 1,000,000 manna. Með
þessu sameinast allar verka-
mannadeildir í eina reginstóra
heild er öllu ræður, en hætta að
stjórna sér hver um sig, eins og
Canadian Congress of Labor
hefir lengi barist fyrir og þótti
frjálsara.
Eitthvað líkt þvi sem yfir þess
ari grein stendur, heita alveg ný
'r sjónvarpsþættir, sem farið er
að sýna hér og eru myndir úr
lífi ýmsra þeirra þjóðflokka, er
Canada byggja. S. 1. mánudag vai
einn þessara þátta sýndur í Win
nipeg Var hann myndir úr ensku
skozku og írsku þjóðlífi frá því
fyrir aldamót. Verður hann sýnd
ur víðar seinna.
Maðurinn sem útbýr og setur
saman þætti þessa, heitir John
Hirsch og sýnir mikla listræni
í því hvernig hann tvinnar sam-
an ýmislegt úr daglega lífinu og
hina skemtilegu þjóðdansa. í á-
minstum þætti var sýnt götutorg
í bæ á Englandi, en inn um gugga
sést inn í stofu þar sem ung hús-
móðir situr við að spinna. Síðar
í leiknum tekur hún þátt í ýms-
um viðburðum sem gerast inni í
húsinu og úti á götunni. Hún og
aðrir bæjarbúar sýna mikinn
gleðibrag við að horfa á unga
fólkið dansa, og eru jafnvel til
með að bregða sér í dans með
því. Þá er einnig nokkuð um
þjóðsöngva.
En það atriði, sem atíhygli ís-
lendinga vekur mest er að í leik
þessum taka tveir landar þeirra
þátt. Er annar þeirra frú Hólm-
íríður Danielson er húsmóðir-
ina leikur mjög eftirminnilega.
Þá er drengur, sem var sonur
húsfreyjunnar í leiknum, einnig
af íslenzkum ættum. Hann heit-
ir Tom Johnson og er faðir hans
íslenzkur. Tom söng enska þjóð
söngva og þótti gera vel, bæði
það og annað á leiksviðinu.
Þeir sem taka þátt í leiksýn-
ingum þessum eru allt “profe^-
sional” leikarar, en músik fyrir
dansana var uppfærð af Mr. Sea-
born, úr Symfóníu hljómsveit
W innipegborgar.
Höfum við heyrt fólk segja að
þetta hafi verið skemtilegasta
sýning. Hún verður sýnd á næst-
unni, um allt Canada þar sem
sjónvarpstæki eru.
Burgess og MacLean
stunduðu njósnir í
tuttugu ár
Petrov, sá er var yfirmaður
njósna Rússa í Ástralíu, en leit-
aði hælis sem pólitískur flótta-
maður fyrir ári síðan, segir, að
MacLean og Burgess, starfsmenn
enska utanríkisráðuneytisins
hafi stundað njósnir fyrir Rússa
í 20 ár áður en þeir flúðu til
Rússlands fyrir fjórum árum
síðan. Þeir hafi sökum aðstöðu
sinnar, MacLean var yfirmaður
þeirrar deildar, er sá um sam-
band Breta við Bandaríkin, get-
að sent Rússum órynni af mikil-
vægum upplýsingum. Brezka
utanríkisráðuneytið hefir viður-
kennt að þetta muni vera rétt
og segir að grunur hafi verið
vaknaður um hollustu þeirra um
það leyti er þeir struku, og rann
sóknarlögreglan haft þá undir
eftirliti. Vegjna gagnrýni, sem
mal þetta ihefir enn á ný vakið
í Bretlandi, hefir ráðuneytið á-
kveðið að birtaöll skjöl varðandi
mál þeirra félaga.
Þjóðleikhússtjóri islands
heimsækir ríkisháskól-
ann í N. Dak.
Guðlaugur Rosinkranz, þjóð-
leikhússtjóri íslands, hefir und-
anfarið verið á ferðalagi um
Bandaríkin sem gestur Utanríkis
ráðuneytis þeirra, og er kominn
vestur á Kyrrahafsströnd, þegar
þetta er ritað. Kynnir hann sér
sérstaklega leikmennt og leik-
húsmál, og heimsækir jafnframt
ýmsar æðri menntastofnanir, þar
sem þau fræði eru kennd og leik
BYLTINGIN t ARGEN-
TÍNU
(Eftirfarandi grein birtist í
Tímanum 25. sept og er eitt bezta
yfirlitið yfir byltingu Argentínu
er vér höfum séð. í heimsfrétt-
unum er ósköpin öll gerð úr
frelsinu, sem herinn, auðvald
landsins og kirkja, hafi unnið,
með að steypa Perón af stóli. En
að Perón hafi verið formaður
verkamannaflokksins og hafi
með styrk hans og almennings
lengst af haldist við völd, er
ekki í frásögu fréttanna fært.
Um það fræðir þó hin eiginlega
saga þjóðarinnar. í síðustu frétt-
um í Time í N. York, er þess
getið, að hinn nýi valdhafi Ed-
vardo Lonardi hershöfðingi sé
nú að strika yfir sumt af lög-
sýningar um hönd hafðar.
Fimmtudaginn 6. október heim
sótti Guðlaugur þjóðleikhússtj.,
ríkisháskólann í N Dak., Grand
Forks, og dvaldi þar daglangt.
Sat hann þar ekki auðum hönd-
um, eins og nánar mun lýst verða,
en notaði tækifærið bæði til þess
að kynna sér háskólakennsluna
í leiklist og leiksýningum á veg
um skólans, og einnig til þess
að fræða um leiklist og leikhús-
starfsemi á íslandi.
Að beiðni dr. Henry G. Lee,
próf. í leiklistarfræðum, ávarpaði
þjóðleikhússtjóri, fyrir hádegið,
hóp háskólastúdenta í þeim
fræðum, og svaraði f jölda spurn
inga um leiklist á íslandi, og um
sögu og menningu íslenzku
þjóðarinnar almennt. Var hon-
um ágætlega fagnað, og hafa
bæði kennarar og stúdentar látið
í ljós við greinahöfund þakklæti
fyrir komu þjóðleikhússtjóra í
umrædda kennslustund.
Um hádegið var hann gestur
ríkisháskólans í virðulegum mið
degisverði, sem forseti háskólans
dr. George W. Starcher, stjórn-
aði, og voru þar viðstaddir ýmsir
aðrir helztu forráðamenn háskól
ans og deildarforsetar.
Að loknum hádegisverðinum,
varð Guðlaugur þjóðleikhús-
stjóri við tilmælum framkvæmd
ar stjóra útvarpsstöðvar háskól-
ans um að tala á segulband við
tal við útvarpsstjórann um ísl.
leiklist og leikhúsmál. Rakti
hann í megindráttum sögu stofn
unar Þjóðleikhússins og lýsti
starfsemi þess, og sagði einnig
frá ferðum sínum um Bandarík-
in. Richard Beck, kynnti hann
útvarpshlustendum, en viðtalinu
var útvarpað nokkuru eftir heim
sókn hans. Náði hann með þess-
um hætti til þúsunda álheyrenda
Síðar um daginn sýndi Guð-
laugur mjög fagra og fróðlega
kvikmynd af fslandi í litum fyr
ir fjölmennum hópi háskólakenn
ara og stúdenta. Ýmsir íslending
ar úr borginni voru einnig í
flokki samkomugesta. Fylgdi
Guðlaugur myndasýningunni úr
hlaði með gagnorðum inngangi
um land og þjóð, og skýrð:
myndirnar síðan eftir því, sem
þörf krafði.
Um kvöldið sat Guðlaugur boð
íslenzku ræðismannshjónanna í
Grand Forks á heimili þeirra, eu
snemma næsta morgun fór hann
flugleiðis til Minneapolis og það
an vestur á Kyrrahafsströnd.
Hafi hann kæra þökk fyrir
komuna, viðkynninguna og
1 andkynningarstarf.
richard beck
Mr. Johanna Johnson í Leslie,
Sask., andaðist s.l. fimtudag, 20.
október, 70 ára að aldri. Kveðju-
athöfn fer fram í dag, 26. okt. í
Leslie. Séra Philip M. Pétursson
flytur kveðjuorðin.
gjöf Peróns, eins og afnám skatts
af kirkjum og ef Ihann þorir,
sumt af þjóðnýtingarstarfi Per-
óns, því hann þjóðnýtti alt sem
hann sá sér fært eins og sam-
göngur, viðskifti og framleiðslu
og talaði um að brytja upp jarðir
stóreignamanna. Og það hefir lík
legast verið það hræðilegasta við
stjórn hans! Bæði þjóðeigna-
Lraski hans og stjórn allri því
samfara hefir að sjálfsögðu fylgt
einræði og ef til vill ágirnd og ó-
bilgirni síðari árin. En hitt var
víst, að verkamenn stóðu með
honum ávalt. Þeir sem að brugð-
ust, hafa að líkindum gert það
fyrir áróðursstarf kommúnista
innan flokksins.
Perón er nú staddur 670 mílur
norður af Buenos Aires á sextug
asta afmælisdegi sínum í borg
sem heitir Asunzion, í Paraguay
ríki (sem hefir 1,500,000 íbúa),
sem útlagi. Mun honum ekki
verða auðið að dvelja svo nærri
Argentínu til lengdar og hyggur
Ihann eflaust á að.hverfa til Sviss
lands eða ítalíu.
Eitt af því sem hinn nýji
stjórnandi hefir skipað fyrir, er
að verkamannaflokkurinn velji
sér nýjan foringja í stað Peróns.
Er enn efast um, að flokkinum
sé það kært. En hér á eftir fer
greinin með söguþræði málsins
—Ritstjóri Hkr.)
Argentína hefir að vonum ver-
ið ofarlega á dagskrá hjá heims-
blöðunum undanfarna daga. —
Reyndar hefir landið komið
mjög við fréttir síðan í sumar,
að flotinn gerði tilraun til upp-
reisnar gegn Perón forseta. Það
var um miðjan júní, en sú til-
raun fór út um þúfur eins og
kunnugt er.
f ágústmánuði kom aftur til
uppreisnar hersins, en svo virt-
ist sem Peron og flokki hans
hefði tekizt að vinna bug á upp-
reisnarliðinu, og 31. ágúst hélt
Perón mikla æsingaræðu í höfuð
borginni, þar sem hann bauðst til
þess að leggja niður öll völd,
en þegar lýðurinn mótmælti
þeim áformum, sneri hann blað-
inu við og ihótaði andstæðinguin
sínum mestu afarkjörum.
Siðan var rólegt í landinu að
kalla um hálfsmánaðarskeið, en
aðfaranótt 16. september brauzt
uppeisnin út á nýjan leik, meðan
flestir Argentínubúar sváfu
^vefni hinna réttlátu. Uppreisn-
in hófst með því, að herlið undir
Dalmiro Felix Videla Balaguers
hershöfðingja náði aðaljárnbraut
armiðstöð landsins í borginni
Cordóba á sitt vald. Cordóba er
þriðja stærsta borg Argentínu
með um 350 þúsund íbúa. Borgin
liggur í Corrienteshéraðinu norð
ur af Buenos Aires.
Samdægurs tilkynnti stjórnin,
að uppreisnin hefði verið bæld
niður, en næstu daga kom það í
ljós, að uppreisnarmenn myndu
þvert á móti vera að vinna á. Auk
Cordóba höfðu uppreisnarmenn
náð á sitt vald flotahöfninni
Puerto Belgrano, sem er sunnan
við Buenos Aires. Frá þessum
höfuðstöðvum stefndu þeir liði
sínu til höfuðborgarinnar, þar
sem leiðtogar Peronistaflokksins
höfðust við. Fram til þessa tíma
hafði nafn Balaguers hershöfð-
mgja verið óþekkt utan Argen-
tínu.
Hinn 19. sept. var svo lesyi
upp í útvarpið yfirlýsing frá
Perón, þar sem hann kvaðst vera
tús til að leggja niður völd og
fá þau hernum í hendur. Þessi
yfirlýsing var lesin upp af Luc-
ero hershöfðingja, en svo virðist,
sem hann hafi verið aðalleiðtogi
uppreisnarmanna síðan 16. júní
í vor. í uppreisninni hefir flotinn
Framh. á 2 síðu