Heimskringla - 28.12.1955, Qupperneq 1
LXX ÁRGANGUR
WTNNEPEG, MIÐVTKUDAGINN, 28. DES. 1955
NÚMER 13.
Peningaleysi bænda
Á hinum góðu dögum biblíunn
ar í löndum Egipta og Gyðinga,
þótti það góðsviti, er kornhlöð-
urnar hjá þeim voru fullar. Þá
var horfst í augu við framtíðina
með gleði og ánægju út af alls-
nægtunum. Þá var engu að kvíða
Bændur í 3 vestur fylkjum
Canada hafa enn einu sinni fylt
kornhlöður sinar. Ánægja er
þeim ekki eins mikil að því nú
og oft áður. Kornlyfturnar eru
fullar af hveiti fyrri ára og hver
kofi heima á býlum bænda, af
þessa árs uppskeru. En það færir
enga fró. Að eiga fullar korn-
hlöður, meinar nú ekki meira en
þó galtómar væru.
Hagir bænda nú eru eins og
einn þeirra skrifar Heimskringlu
“Sambandsstjórnin, sem við
verðum samkvæmt samningi, að
selja alt hveiti, er út úr landi
fer, er nú að útvega okkur lán
ihjá bönkum. En við erum ekki
ánægðir með það, enda óvíst að
slíkt sé nema til bráðabrigða.
Við getum, hver og einn fengið
lán alt upp að $1500.00, með 5%
rentum, í stað vanalegrar rentu
nú 6%. En hví ættum við að
greiða jafnvel þessa rentu? Sam-
bandsstjórnin tekur lánið en
ekki við. Hún skyldar okkur til
að selja sér hveitið. Þó við gæt-
um selt öðrum það fyrir peninga
út í hönd, me.gum við það ekki.
Við höfum oftast nær átt fyrir
bjór glasi að lokinni uppskeru.
Nú getum við hvorki keypt það
né annað, gætum hvorki greitt
skatta né klætt okkur og fætt,
ef ekki væri fyrir hjálpsemi
verzlana hér.”
En þrátt fyrir alt, eru nú
bændur farnir að leita á náðir'
bankanna. Það er eina sjáanlega
leiðin til bjargar.
Það er spá sumra, að skortur
geti síðar orðið á hveiti. En það
er ekki líklegt að hér komi hall-
ærisár eins 0g þau, er losuðu
Joáep við korn sitt forðum, sizt
af öllu, er farið er að viðhafa
hér rányrkju á því, eins og í sum
um fylkjunum er nú farig að
gera.
Það hefir sannorður maður
sagt mér, að í Saskatchewan séu
fleiri bújarðir í hönaum eins
manns, er elendisbúi, en stundi
hveiti rækt með vélarekstri. Það
getur orðið sambandsstjórn-
inni dýrt eða Canada að finna
eða ábyrgjast markað fyrir þess-
háttar framleiðslu.
óvæntur vöxtur sam-
einuðu þjóðanna
Þau tíðindi gerðust á síðasta
þingi Sameinuðu þjóðanna (14.
desember), a'ð 16 þjóðir innrit-
uðust í félagið.
Er tala þjoðanna sem þvi til-
heyra nú því 76, en var áður 60.
Aldrei hefir félaginu aukist
máttur, sem þetta SÍðan það var
stofnað. Arið 1945, er það hóf
gönguna, var tala þjóðanna í
því 51. Á þeim 10 árum, sem síð-
an eu liðin, hafa aðeins níu bæzt
í hópinn.
Þetta má því mikill vöxtur og
framför heita í félaginu, líkam-
lega, hvað sem öðru líður.
Ný-primsigndu þjóðirnar sem
fylgja vestlægu þjóðunum að
máli, eru þessar 10: írland, Por-
tugal, Italía, Austurríki, Cam-
bodía, Laos, Spánn, Lybía, Jór-
dan og Ceylon. Tvær eru hlut-
lausar, Finnland og Nepal. En
fjórar eru af sauðahúsi kommún
ista: Albanía Rúmanía, Ung-
verjaland og Bulgaría.
Flokksafstaða Sameinuðu þjóð
anna er nú á þessa leið: Kommún
istar hafa 10 fylgjendur eða at-
kvæði, Júgólslavía þar með tal-
in. Hlutlausar eru 11. Greiða
sumar þeirra kommúnistum oft
atkvæði, eins og t.d. Indland.
En ótrauðir fylgjendur vestlægu
þjóðanna og Bandarikj. eru 55.
Fyrir þessa viðbót Sameinuðu
þjóðanna, er Canada goldin þökk
in, því endanlega átti hún til-
löguna um innritun þeirra að
minsta kosti. Rússar eiga einnig
hlut þar í, þó skrítið kunni að
þyka. Canada fór fram á að 18
þjóðir væru innritaðar. Á meðal
þeirra voru þjóðir Ytri-Mon-
gólíu og Japan. En fulltrúi Kína
stjórnar, þeirrar sem nú heldur
Formósu, greiddi atkvæði á móti
Ytri-M'ongólíu. Sagði hana lepp
ríki Rússlands, en væri hluti
Kínaveldis, er Kai-Shek réði
réttilega. Rússar gerðu þá hrossa
kaup um, að Japar væru einnig
strikaðir út af skránni. Um 16
þjóðirnar varð þá að samkomu-
lagi að innrita.
Átta lönd með 200 miljón íbú-
um, eru enn utan Sameinuðu
þjóðanna, en fýsir að innritast.
Þau eru Norður-Korea, Norður-
Indo Kína, Austur þýzkaland,
Vestur-Þýzkaland- Suður-Kórea,
Suður-Indó Kína, Ytri Mongólía
og Japan.
Svo er auðvitað Kína kommún-
istanna. Fyrir innritun þess
verður næst barist. Og það er
mikið spursmál, hvort Rússar
hafi ekki verið með innritun
þessara 16 þjóða til þess eins að
ná betri aðstöðu í þeirri baráttu-
Að reka fulltrúa Kai-ahek stjórn
arinnar hvað sem það kostar, er
vissulega áform kommúnista.
Með þessum jL6 þjóðum fengu
kommúnistar nærri eins mikið
fylgi og þeir höfðu áður hjá 60
Sameinuðu þjóðunum.
Þess er og vert að minnast, að
Rússar notuðu sama daginn og
16 þjóðirnar innrituðust 15 sinn
um neitunaratkvæði sitt, gegn
þjóðum, er Bandaríkin vildu að
innrituðust.
Einmitt þetta atriði hefir vak-
ið þá spurningu hjá mörgum,
hvort ekki standi á sama um
hvað margar eða fáar Sameinuðu
þjóðirnar eru. Þær koma ekki
hugsjónum sínum í verk. Rúss-
inn ræður hvað gerist.
Samtökin voru stofnuð til þess
að frelsa þjóðirnar, sem Rússar
voru að stríði loknu, að svifta
sjálfstæði sínu Og uppræta. Sam-
einuðu þjóðirnar hafa litlu á-
orkað í þessa átt með öðru en
Marshall-hjálpinni. Hún er það
eina sem til nokkurs verulegs
gagns hefir reynst af því, Sem
Sameinuðu þjóðirnar hafa gert.
En síðan ekki söguna meir.
Enda hafa Rússar gengið á það
lagið og elft vald sitt. Það getur
og hefir kveðið alt niður, sem
orðið gat til þess, að afla réttar
saklausum undirokuðum þjóð-
um.
Að hrúga kommúnistum inn
i bandalag Sameinuðu þjóðanna,
JóLALJóÐ
Lag: Lofið vorn drottin
Barnamál
Heilga lífshöndin, kveiktu á
kertinu mínu,
kærleikans ljósið með eilífa
orðinu þínu.
Barnanna mál,
biður með lífi og sál.
Brosir í sakleysi sínu-
Barnið, sem heyrir Guðs engl-
anna útvalda óminn
undir vill taka, mót sólinni
springa út blómin,
Upp, upp til þín.
Yfir oss ljósdýrðin skín.
Upphimins jólanna Ijóminn.
Ingibjörg- Guðmundsson
virðist, með það sem flestir álíta
tilgang félagsins fyrir augum,
álíka hlægilegt og að fela glæpa
mönnum dómsvald í sínum eigin
málum, en reka dómarana frá því.
Kommúnista lýðurinn sem í fé-
lagi S. þ. er, gerir það sama og
hverjir aðrir brotlegir menn
gera, að telja sig engum vanda
bundna réttlætis reglum þjóðfé-
lagsins.
Ef kommúnistar eða Rússar
hefðu bætt fyrir brot sín, hefðu
veitt kúguðu þjóðunum frelsi
sitt, hefði ekkert á móti þvi ver-
ið, að taka þá í samvinnu við sig
af Sameinuðu þjóðunum. En
þjóðirnar í félaginu hafa gleymt
hugsjónum sínum, eða aldrei vit
að hverjar þær voru. Þannig
hafa kommúnistar ger-eyðilagt
alt starf Sameinuðu þjóðanna og
eiga, nema því aðeins að öllum
vonum framar takist til úr Iþví,
sem komið er, eftir að verða aðal
stjórnendur Sameinuðu þjóð-
anna. Rússar hafa með neitunar-
atkvæðavaldi sínu kveðið alt nið
ur sem samþykt hefir verið i
áttina til réttlætis, eins og vest-
lægar þjóðir líta á það, og eiga
eftir að nota samtök Sameinuðu
þjóðanna til að greiða einræði
kommúnista leiðina. Þannig eru
horfurnar í heiminum komnar
við lok ársins 1955. Á móti því
getur hver reynt að bera sem vill.
Það eru til rústir af menningu
um allan heim frá ýmsum tímum.
Það er margt ólíklegra, en að
hinn vestræna menning nútím-
ans eigi eftir að verða ein af
þessum áminstu menningar rúst
um ef Sameinuðu þjóðirnar vaxa
ekki jafnt að vizku og náð hjá
guði og mönnum og þær hafa
vaxið líkamslega.
svipað verði selt afbúnaðar-
áhöldum, og á þessu ári. Bænda
vörur, sem von er á að ábetra;
verði seljist er nú, eru þessar, j
tóbak, grófkornvara (course|
grain) soyabaunir og ávextir.j
Hör (flax) hefir þegar hækkað
talsvert í verði.
Bílasala er haldið að rýrni.
Stærri kaupsýslufélög búast
við svipuðum rekstri og á þessu
ári.
Lán til iðnaðar og annara
þarfa er gert ráð fyrir að verði
erfiðari. Það getur dregið úr at-
höfnum. Verkföll geta það einn-
ig, því þar er sjaldan sættum
náð utan talsverðs aukins rekst-
urskosnaðar. Verðhækkun og
dýrtíð vofir þá einnig yfir.
Gjöf Fords
Snemma í þessum mánuði, var
frétt birt um það, að Ford-stofn-
unin hefði gefið hálfa biljón
dollara til bandarískra háskóla,
spítala og fleiri stofnana.
Henry II, er maðurinn, sem
hinni miklu Fordstofnun stjóm
ar. Fer hánn hér að dæmi magra
stórefnamanna, svo sem Rocke-
fellers, Carnegie og Guggen-
heim og fleiri. En ekki vitum
vér, hver þeirra stórtækastur er
eða hafi verið.
En eitt virðist af þeim öllum
að segja. Þeir hafa fulla greind
á því, að þeir hafi skyldur
af hendi að leysa gagnvart þjóð-
félagi sínu.
Auður Fords stofnunarinnar
er 2^/2 til 3 biljónir í dölum tal-
inn.
Það er haldið að Canada verði
að einhverju leyti aðnjótandi
gjafmildi Fords.
Því er líklega ekki að neita, að
það sé til önnur leið, en fjárlán
til þess að losna við offram-
leiðslu vandræðin, sem eru væg-
ast sagt kóróna á vitleysu for-
ráðamanna þjóðskipulagsins.
Jóhannes Kjarval
sjötugur
Um Jóhannes málara, var mik
ið skráð 15. október s.l., en hann
var þann dag sjötugur. Á mál-
verkum hans var sýning höfð og
hver lofgreinin rak aðra um
skáldið og list þess í blöðunum
heima. Þó alt væri það skemti-
legt, yrði oflangt hér að birta
það. Framhjá einu gömlu kvæði, |
skal þó ekki gengið. Það var ort J
alV Þorsteini Gíslasyni á fimtugs j
afmæli listamannsins. Segir blað >
ið Vísir, er kvæðið birtir nú, að(
það muni allir vilja gera orð |
skáldsins -að sínum—á 70 ára af- j
mælinu. En kvæðið hljóðar þann j
ig:
HANN SKILUR LANDS OG
LAGAR MÁL
Einn helzti kjarnakarl vors lands
hann Kjarval er.
Það leiftrar ótal lita glans
um líf og starf og nafnið hans.
Þau lifa verk þess listamanns
í landi hér.
f gegnum fell og holt og hól
í huldufólks og álfa ból
hann sér.
Hann lætur skína fjörð og fjöll
og foss og tind,
og opnar myrka hamrahöll,
sem hýsir dverg og gömull tröll,
en lætur brosa blómavöll
og bjarta lind.
Hann skilur lands og lagar sál
og lætur náttúrunnar mál
í mynd.
f ferðum sínum frjáls er hann
sem fjalla blær.
Án launa flest sín verk hann
vann,
en verkin lofa meistarann.
Og götu sína gengur hann
og glaður hlær,
þótt leið hans sé um hjarn og
hraun.
En hinu megin sigurlaun
hann fær.
—Vísir
FRA ISLANDI
1 956
Hér eru fáeinar spár um árið
1956 úr blaðinu Financial Post.
Umsetning í búðum er búist
við að verði 10% meiri á árinu
1956, en var á þessu ári. Þetta
mun sýna sig þegar á fyrsta og
öðrum mánuði ársins. Verð er
ekki búist við að mikið hækki.
Samkepni mun vaxa og ágóði
kaupmanna lækka. Matvara mun
ekki hækka og dósavara lækka
ef til vill svipað og 1947. Bús-
áhöld úr stáli munu hækka um
10%. Fatnaður af betra tæi, get-
ur hækkað í verði, en á fatnaði
munu fást tíð kjörkaup.
Námaiðnaður er búist að verði
meiri á árinu 1956, einkum á
úraníum, kopar og mikkel. Olíu
framleiðsla er gert ráð fyrir að
nálgist tvær biljónir dala.
Byggingar munu fara fram úr
5 biljón dölum á árinu. Stálfram
leiðsla getur orðið til tafar, en
sements-framleiðsla er gert ráð
fyrir að eflist um 30%.
Á næsta ári er búist við að
Of-framleiðsla 12 bilj-
ón dalir
Maður að nafni Lord Boyd
Orr hefir verið að athuga, hvað
mikið fé þyrfti til þess, að kaupa
alla offramleiðslu hinna vest-
lægu landa. Hann heldur hana
virði 12 biljón dala. Með því fé
væri hægt að koma henni af
höndum sér og til þeirra, sem
ekki hafa búrhillur sínar offylt
ar af mat.
En jafnvel þó hér sé um offjár
að ræða og það yrðu fáir til að
hæpið að það sé skortur á pen-
ingum, sem hinum miklu birgð-
um valda. Á fé þessu myndi ekki
þurð, ef þörf væri að fá það til
láns.
Það yrði engin hætta á því, að
ofan í vasan væri ekki farið eftir
því, ef t.d. væri um stríð að
ræða.
í ræðum sem þjóðeyrissinnar
oft flytja, segja þeir að fram-
leiðsla sé það eina verulega, sem
nokkurt gildi hafi, en peningar
ekki.
Tímaritið Eimreiðin skiptir
um eigendur frá áramótum
Frá næstu áramótum skiptir
tímaritið Eimreiðin um eigend-
ur og lætur þá Sveinn Sigurðs-
son af útgáfu hennar og rit-
stjórn, sem hann hefur haft á
hendi undanfarin 32 ár. Hefur
Félag íslenzka rithöfunda stofn-
að hlutafélag um Eimreiðina, er
nefnist Eimreiðin ih.f. og tekur
það við henni til útáfu frá næstu
áramótum.
f stjórn hins nýja hlutafélags
eru þeif Jakob Thorarensen
skáld, sem er formaður félags-
stjórnarinnar, Sigurjón Jónsson,
Helgi Sæmundsson ritstjóri og
Indriði Indriðason til vara. Enn
er ekki ákveðið hver verður rit-
stjóri tímaritsins. í síðasta Eim-
reiðarhefti er getið um þessi
eigendaskipti og í kveðjuorðun
um segir Sveinn Sigurðsson
m.a.:
“Eg hefi selt Félagi íslenzkra
rithöfunda tímarit mitt, Eimreið
ina frá 1. janúar 1956 að telja, og
tekur það við útgáfu hennar og
ritstjórn frá sama tíma. . . .
Um leið og eg þakka útsölu-
mönnum, áskrifendum og öðrum
viðskiptavinum Eimreiðarinnar,
fjær og nær, ágætt samstarf og
stuðning þau rúm 32 ár, sem eg
hefi haft á hendi útgáfu hennar
og ritstjórn, vona eg að hún megi
ÞORSTEINN Þ. ÞORSTEINS-
SON LÁTINN
Þorsteinn Þ. Þorsteinsson,
skáld og rithöfundur, lézt 24.
desember að Gimli, þar sem
hann ihafði dvalið nokkur síð-
ustu árin. Fer jarðarförin fram
í dag frá Sambandskirkjunni í
Winnipeg. Flytur sr. Philip M.
Pétursson kveðjuorðin.
Þorsteinn var 77 ára fæddur
11. nóvember 1879 að Uppsölum
í Svarfaðardal, þar sem foreldr-
ar hans, Þorsteinn Þorsteinsson
og Aldís Eiríksdóttir bjuggu.
Þorsteinn lauk námi á búnaðar-
skólanum á Hólum 1900, en flutti
ári seinna til Vesturheims. Hefir
hann átt lengst af heima í Win-
nipeg. Lagði hann fyrir sig rit-
störf og hefir verið hinn afkasta
mesti á því sviði. Skrifaði hann
Þrjár„|yxstu bækurnar af sögu
íslendinga í Vesturheimi, sem
nú eru fimm orðnar og eitt hið
stærsta ritverk er hér hefir ver-
ið gefið út á íslenzku. Síðustu
tvær bækurnar sá Tryggvi próf-
essor Oleson um ritstjórn á, og
skrifaði að miklu leyti, ásamt
föður sínum, G. J. Oleson, er
mjög mikið starf lagði í þessi
bindi. Þorsteinn hafði áður skrif
að Vestmenn, útvarpserindi er
hann flutti heima, og bók um
Brazilíufarana.. Tvær kvæða-
bækur hefir Þorsteinn ort, og gaf
út um mörg ár tímarit—Sögu.
Af ritgerðum liggur og mesti
fjöldi eftir hann.
Þorsteinn var .tví-giftur og
eru báðar konur hans dánar. Var
fyrri konan Rannveig Einarson,
dóttir Jóns Einarssonar í þessum
bæ, er allir minnast sem góðs
drengs, er hann þektu. Seinni
kona hans hét Guðmunda,
var Haraldsdóttir. Hann
lifa einn sonur af fyrra hjóna-
bandi, Thorsteinn Carl, giftur,
og býr í Winnipeg. Annan son
eignuðust þau hjón, Jón Ingi
Edwin að nafni, en hann dó fyr
ir nokkrum árum.
Þorsteinn ritaði manna bezt,
og fyrir fræðimensku á því sviði
eiga Vestur fslendingar honum
flestum meira að þakka. Hann
var og listmálari og var hneigð
hans í þá átt engu minni en til
ritstarfa.
í félagslífi landa sinna hér,
stóð Þ. Þ. Þ. mjög framarlega
og var sakir ágætra, hæfileika,
þar bæði fræðandi og skemtinn.
njóta sömu velvildar og vinsælda
undir stjórn hinna nýju eig-
enda eins og hún hefur hingað
til notið.” —Alþbl. 20. nóv.
FAÐIR VOR (í LJÓÐUM)
Faðir vor, drottinn á himnanna
hæðum,
helgist og blessist þitt dýrðlega
nafn;
Komi þitt ríki með kærleikans
gæðum,
Kunngjör þinn vilja um heim-
anna safn;
fyll vorar þarfir og fyrirgef
syndir;
freistingaáhlaupum styrk oss í
mót,
bæg frá oss illu, lát blessunar
lindir
biðjendur finna, þú kærleikans
rót.
(Ort og birt um síðustu alda-
mót. Höf. Jón Jónsson, kennari
og skáld þeirra tíma heima.
—Ritstjóri Hkr.)
Gefið til Federated Church
Fresh Air Camp, Hnausa
Prof. og Mrs. T. Thorvaldson,
Saskatoon, Sask...______.$25.00
Meðtekið með þakklæti
E. von Renesse