Heimskringla - 01.02.1956, Side 3
WINNIPEG, 1. FEB. 1956
U£1MSSRI«GLA
3. SIÐA
“Sé eg í anda knöru og vagna-
knúða
krafti sem vanst úr fossa þinna
úða,
stritandi vélar, stafsmenn glaða
og prúða“
Að sönnu eru þaþ ekki knerrir
eða vagnar sem knúðir eru, en
að öðru leyti er hugsjónin oröin
að veruleika.
Frá Soginu er farið meðfram
Þingvallavatni, langan veg, upp
á Þingvöll. Hótel Valhöll á Þing
völlum, er lang myndarlegasta
veitingahúsið á ferða'leiðum upp
til sveita. Og var þess full þörf í
þetta sinn, því margir tugir
manna neyttu þar miðdegisverS-
ar þennan dag. Stafaði það að
einhverju leyti af því, að á
Reykjavíkur ihöfn lá stóit
franskt skemtiferðaskip með
700 farþega. Sögðu R.vík blöð-
in, að þetta ferðafólk hefði leigt
100 bifreiðar af Reykjavíking-
um til að ferðast á inn í landið.
Nú var stór hópur af þessu
fólki þarna á leið til Reykjavík-
ur aftur. Satt að segja bjóst eg
við að þurfa að bíða lengi eftir
afgreiðslu, fyrst svona var margt
um manninn, en sú varð ekki
reyndin á því, allt gekk ótrúlega
greiðlega og máltíðin stóð ekki
lengur yfir en góðu hófi gengdi
Það er ekki íkjamargt sem ís-
lendinga greinir ekki á um, en'
þó munu þeir allir vera sammála
um það, að Þingvellir séu sögu
frægasti bletturinn á landinu,
hjartastaður þess, og helgur
reitur. Þar vöru vandamá^ þjóð
arinnar rædd, og ráðið til lykta
Ufn margar aldir. Þar gerðust at-
burðir, Sem yla okkur inn að
hjartarótum enn þann dag í dag,
og þar gerðust einnig tíðindi,
sem minni ástæða er að vera upp
með sér af. Af hálfu ríkisstjórn-
arinnar hefur ýmislegt verið gert
til að fegra og prýða staðinn,
því Þingvellir munu eiga að
verða þjóðgarður. En vegna þess,
að hvað veðrið snerti, var þetta
ömurlegasti dagurinn á öllu
ferðalaginu, gat eg ekki skoðað
þær umbætur, sem þarna hafa
verið gerðar ,eins vel og eg hefði
gjarnan viljað. En vonandi er,
að með tíð og tíma verði Þing-
vel'lir ekki einungis frægasti
sögustaður landsins, heldur einn
ig hinn fegursti.
Síðasta sunnudaginn sem eg
var á íslandi, bauð Þórður Jóh-
annesson járnsmiður mér í
skemtifera austur að Geysi og
Gullfossi. Kvaast hann mundi
verða snemma á ferg^ en(ja fór
svo, að eg var ekki nema hálf.
klæddur þegar hann drap á dyl
hjá m ér um morguninn. Var nu
ekki um annað að gera en tína á
sig tuskurnar í flýti, og hraða
sér út að bílnum til Þórðar.
Kannaði hann nú lið sitt, og
setti ferðareglur. Skyldi hann
sjálfur vera fararstjórinn en sftn
ur hans, um tvítugt, undirfor-
ingi, og ökumaður. En yngri son
ur hans, röskur strákur á ferm-
ingaraldri 0g eg, áttum að vera
setuliðið. Bárum við enga á-
byrgð á ferðalaginu, og áttum
ekki að hafa annað fyrir statni
en að “stritast við að sitja’’,'og
held eg að við höfum leist það
sómasamlega af hendi.
Rigning var á þegar við lögð-
um af stað eins og of^áður. En
þegar kom út fyrir Ingólfsfjall
var komin uppstytta, og þurviðri
í uppsveitum Árnessýslu. Við
Geysi er veitingaskáli sæmileg-
ur, og neyttum við þar miðdegis
verðar. Að því búnu lögðum við
leið okkar að Geysi. Hann er
einn kunnasti hver í heimi, og
hefu léð nafn sitt meiriháttar
gosshverum víða um lönd. Um
þessa mundir stendur þó frægð
hans höllum fæti, því æðilengi
undan farið hefur hann tekið sér
fri, og meðöl þau—sápan sem
komu 'honum á hreyfingu áður,
koma ekki lengur að neinu haldi.
Hætt er við, að ísland misti spón
úr askinum sínum, sem ferða-
mannaland, ef Geysir tæki það
í sig að láta af störfum, og fara á
eftirlaun. Enda var mér sagt að
Frh. á 4. bls.
Thelma
(RAGNAR STEFANSSCWV ÞÝDDI)
.. ............. ‘ ■■
■ Hún nærri því hló þegar rokkhjólið snérist
með miklum hraða undir lipurri stjórn hennar. ]
Hún veitti suðunni í rokknum svo mikla athygli
að hún heyrði naumast að barið var skyndilega á
útidyra-hurðina, og varð mjög bylt við þegar
þjónninn Morris tilkynnti að herra Francis
Lennox væri kominn. Hún reis undrandi úr sæti
sínu við rokkinn með dálitlum þóttasvip. Hr.
Fracis, sem aldrei á sinni æfi hafði séð háttsetta
aðalsfrú í London leggja sig niður við svo
frumlegan og gamaldags verknað eins og spuna,
var stórhrifinn af myndinni frammi fyrir hon-
um—háu yndislegu konunni með gullna hárið
í síða, bláa viðhafnar-kjólnum, sem stóð svo
tignarleg ihjá einfalda spunatækinu, táknmynd
hins forna heimilisiðnaðar. Ósjálfrátt kom hon
um Marguerite í hug; en Marguerite sem krýnd
drotning er hvorki félli fyrir freistingum
manna eða djöfla.
“Philip batón er ekki heima”, sagði hún,
um leið og hún lét það svo vera að hann tæki í
hönd hennar.
“Mér var kunnugt um að svo var!” svaraði
Lennox, rólega. “Eg sá hann fyrir litlu síðan
við dyr Brilliant leikhússins.”
Hún fölnaði mikið í andliti—en náði með
mikilli áreynslu valdi yfir sér, og með þvinguðu
hirðuleyisbrosi svaraði hún rólega: “Sástu hann t
þar? Mér þykir svo vænt um það—því þá nýtur
hann einhverrar skemmtunar þar, ef til vill,
og það gerir honum gott. Hann hefir lagt svo
mikið að sér við vinnu!” Hún þagnaði- Hann
sagði ekkert, og hún hélt áfram ennþá glaðlegri.
“Er ekki kalt og ónotalegt úti í kvöld? Já!—og
þér hlýtur að vera kalt. Má bjóða þér te?”
“Eg þakka!” svaraði herra Lennox hikandi,
og starði á hana með aðdáun, “ef það er ekki of
mikil fyrirhöfn —”
“Ó, nei!” sagði Thelma., “Hversvegna ætti
það að vera?” Hún hringdi bjöllunni og gaf
þjóninum skipanir sínar.
Herra Francis»hallaði sér letilega aftur á bak í
hægindastól, og strauk yfirskegg sitt í makind-
um. Hann vissi að handahófs-athugasemdin um
leikhúsið hafði haft sín tilætluðu áhrif—en
’hún leyfði örinni að særa hjarta sitt án þess
að sýna nokkur ytri merki um sársauka. “Hug-
rökk kona!” hugsaði hann, og braut heilann
um hvar hann ætti að bera niður næst. A meðan
brosti hún einarðlega, og snéri rokkhjólinu
hægt.
“Eins og þú sérð”, sagði hún, “var eg að
skemmta mér við það að ímynda mér að eg væri
aftur komin heim til Noregs.”
“í öllum bænum láttu mig ekki ónáða þig
v»ð þá skemmtun”, svaraði hann, með sofanda-
legum ánægjusvip. “Haltu áfram að spinna, bar-
ónessa Errington. Eg hefi aldrei séð neinn
spinna fyr.”
Á því augnabliki kom Morris með teið, og
rétti herra Francis það. Thelma neytti einskis,
°g Þjónninn fór aftur út, hún hélt áfram að
spinna i haegðum sínum- Það var stutt þögn,
aðeins rofin af rokkhljóðinu. Herra Francis
drakk teið hugsanöi, og gagnrýndi konuna
fögu, sem sat gagnvart honum eins og hún hefði
verið málverk. “Eg vona að eg sé þér ekki til
óþæginda?” spurði hann skyndilega.
Hún leit upp hissa. “Ó, nei—mér þykir að-
eins leitt að Philip er hér ekki til þess að tala
við þið. Það væri svo miklu skemmtilegra.”
“Væri það?” sagði hann, fremur efand’
og brosandi. “Jæja, eg geri mig alveg ánægðan
með það ef þú vilt tala við mig, barónessa Er-
rington.
“Já, en eg er alls ekki snjöll í samræðum”,
svaraði Thelma, mjög alvarlega. “Eg er viss um
að þú, eins og margir fleiri, hlýtur að hafa tek-
ið eftir því. Eg virðist aldrei segja einhvern
veginn það sem við á eða það sem allir vilja’
helzt heyra. Er það ekki mjög óheppilegt?”
Hann hló dálítið. “Eg er nú ekki enn far-
inn að sjá á hvern hátt fólk getur annað en látið
sér geðjast að þér”, -hann sagði þetta lágt og
smeðjulega. “Hver sem lítur þig augum dáist
að þér—0g elskar þig”.
Hún mætti starandi, girndarþrungnu augna
ráði hans einarðlega, og barnsleg einlægni henn
ar kom honum til að fyrirverða sig dálítið. x
“Dáist að mér? ó, já,” sagði hún ofurlítið
raunalega. “Það er nú það sem þreytir mig svo
mikið! Af því að Guð hefir gert einhvern vel
úr garði hvað andlitsskapnað og líkamsbygg-
ingu snertir—þá er starað á þá persónu og hvísl
ast á um hana, — allt slíkt er svo lágt og auð-
virðilegt, og eg gremst, svo mikið af því!”
“Það er hegningin sem þú verður að þola
fyrir að vera fögur,” sagði herra Francis, og
undraðist með sjálfum sér yfir þessari fáheyrðu
mótsögn og ósamkvæmni í kvennlegu eðli að *
vera blátt áfram þreytt á aðdáun.
Hún svaraði engu—rokkhjólið snérist Harð
ara en áður.
Bráðlega setti Lennox frá sér tóman boll-
ann, og færði stól sinn nær henni og spurði:
“Hvenær kemu Errington heim?”
“Það get eg ekki sagt þér”, svaraði hún.
“Hann sagðist ef til vill koma seint. Heria
Neville var með honum”.—Aftur var þögn
“Barónessa Errington”, sagði herra Francis
allt í einu, “eg bið þig fyrirgefningar—eg tala
eins og vinur, og ber hag þinn fyrir brjósti. —
Hvað lengi á þetta að ganga?”
Rokkhjólið stöðvaðist.
Hún leit upp—og augnaráðið var rólegt og
alvarlegt. “Eg skil þig ekki”, svaraði hún, hægt
“Hvað meinarðu?”
Hann hikaði — og hélt svo áfram, með hálf- j
lokuðum augum og dauflegu brosi. “Eg meina—J
það sem allt aðalsfólkið talar um—þessa aug-
ljósu hrifningu—þetta einkennilega dálæti sem
Errington hefir á þessari leikkonu við Brillant-;
leikhúsið.”
Thelma horfði rólega á hann, “Það er mís-l
skilningur”, sagði hún ákveðin, “Misskilningur I
frá upphafi til enda. Og þar sem þú ert vinur
hans, herra Francis, ættir þú góðfúslega að
hnekkja þessum söguburði—sem er ósannur, og
gæti unnið Philip mein. Það er engin hæfa í
honum — ”.
“Engin hæfa!” hrópaði Lennox. “Það er
heilagur sannleikur! Baronessa Errington, það
kryggir mig — en maðurinn þinn fer svívirði-1
lega á bak við þig!”
“Hvernig dirfistu að segja slíkt!” hrópaði
hún, og stóð skyndilega á fætur — svo þagnaði
hún og varð náföl — en hún horfði stöðugt á
hann, og ískuldi og stolt glampaði í djúpu, bláu 1
augunum. “Þú hefir rangt fyrir þér”, sagði hún
kuldalega. “Ef það er rangt og óviðeigandi að
sækja þetta leikhús sem þú talar um, hversvegna
sést þú þá þar svo oft—og hversvegna færð þú
ekkert óorð af því? Þú hefir engan rétt til að
áfella manninn minn. Það er svívirðilegt og hnd
irförult. Þú hefir sannarlega yfirstigið allt veí-
sæmi.” Hún snéri sér við og var um það bil að
fara út úr herberginu. En herra Francis aftraði
henni.
“Barónessa Errington”, sagði hann, mjög
auðmjúklega, “reiðstu mér ekki—fyrirgefðu
mér! Auðvitað hefi eg engan rétt til að tala —
en /hvernig get eg annað? Þegar eg heyri alla
í klúbbnum tala um þig, og kenna í brjóst um
þig; það er ómögulegt að hlusta á það óhræró-
ur! Eg veit að eg er alls ekki meðal vina þinna;
en eg get ekki þolað að þetta haldi áfram; næst
kemst þetta hneyksli í blöðin!” Hann gekk um
gólf í herberginu óþolinmæðislega með mjög
eðlilegum hluttekningar og áhyggjusvip á andlit
inu. Thelma stóð hreyfingarlaust, dálítið undr
andi. Hún þjáðist af sárum höfuðverk, og hún
var gagntekin af einhverri ónta og magnleysis
tilfinningu.
“Eg er að reyna að sannfæra þig um að
það er allt misskilningur!” endurtók hún, með|
áreynslu. “Eg veit ekki hversvegna talað er um1
mig í klúbbunum, eða hversvegna kennt er í
brjóst um mig. Eg þarfnast engrar meðaumkun
ar. Maðurinn minn er góður og trúr”—hún þagn
aði og óx hugrekki þegar hún hélt áfram. “Já!
hann er betri, hugrakkari og göfugri en allir
aðrir menn í heiminum, virðist mér! Hann veitir
mér alla mína lífshamingju—á hverjum degi
þakka eg guði fyrir ást hans!”
v Hún þagnaði aftur. Herra Francis snéri sér
við og horfði á hana. Allt í einu virtist eins og
henni hefði dottið eitthvað nýtt í hug, því að
hún gekk til hans áköf, og fagUr roði hafði litíjð
föla andlitið. “Þú gætir gert svo mikið fyrxj
mig ef þú vildir)” sagð hún, og lagði höndina á
handlegg hans. “Þú gætir sagt þessu fólki sem
talar svo heimskulega að það hafi rangt fyrir
sér—segðu þeim hvað eg er hamingjusöm! Og
að maðurinn minn hafi aldrei farið á bak við
mig eða brugðist mér í smáu eða storu!
Aldrei?” sþurði hann með örlitlu hæðnis-
glotti. “Þú ert viss um það?”
Alveg viss!” svaraði hún, einarðlega.
Hann myndi aldrei leyna mig neinu sem nauð-
synlegt og þarflegt væri fyrir mig að vita. Og
eg—ó !eg gæti eytt allri æfinni til þess að reyna
að þóknast honum, og eg gæti aldrei orðið verð •
ug ástar hans og mannkosta! Og það að hann
fer oft í leikhús án mín—hvað er það! Ekkert!
hlægilegur hégómi. Það er ekki þörf að segja
fér frá slíku smáræði!”
Meðan hún talaði brosti hún, og virtist
ljóma af öruggleik og gleði. Herra Francis
starði á hana og fann bæði til blygðunar og sárr
ar gremju. Yndislegi, biðjandi svipurinn á and-
liti hennar, hafði engin göfgandi áhrif á hann.
Snerting snjóhvítu handarinnar sem hún í sak-
leysi sínu hafði lagt á handlegg hans hafði
kveikt í honum ástríðuloga. Eins og hann hafð;
sagt, var hann gefinn fyrir veiðar—hann hafði
elt og setið um hið grunlausa fórnardýr allt sum
arið, og nú þegar það var að lokum yfirunnið,
þvi þá ekki að ráða því vægðarlaust bana?
Professional and Business
■= Directory-
Oííice Phone
924 762
Res. Phone
726 115
Dr. L. A. SIGURDSON
528 MEDICAL ARTS BLDG.
Consultations Dy
Appointment
Thorvaldson Eggertson
Bastin 8c Stringer
Lögfrœðingar
Bank oí Nova Scotia Bldg.
Portage og Garry St
Sími 928 291
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CXINIC
St. Mary’s and Vaughan. Winnipeg
Phone 926 441
H. J. PALMASON
CHARTERED ACCOUNTANT
505 Confederation Life Bldg.
Winnipeg, Man.
Phone 92-7025 Home 6-8182
CANADIAN FISH
PRODUCERS Ltd.
J. H. Page, Managing Director
Wholesale Distributors ol
Fresh and Frozen Fish
311 CHAMBERS ST.
Otfice Ph. 74-7451 Res. Ph. 72-5917
Dr. G. KRISTJANSSON
102 Osbome Medical Bldg.
Phone 74-0222
Weston Office: Logan & Quelch
Phone 74-5818 - Res. 74-0118
"S
1
---------------------------
M. Einarsson Motors Ltd.
Buying and Selling New and
Good Used Cars
Distributors for
FRAZER ROTOTILLER
and Parts Service
Phone 4-4395
99 Osborne St.
Rovatzos Floral Shop
253 Notre Dame Ave. Ph. 932 934
Fresh Cut Flowers Daily.
Plants in Season
We specialize in Wedding and
Concert Bouquets and Funeral
Designs
Icelandic Spoken
✓----------------------------
The BUSINESS CLINIC
(Anna Larusson)
216 AVENUE BUILDING
OFFICE: 92-7130 HOME: 93-2250
Bookkeeping, Income Tax, Insurance
A. S. BARDAL
LIMITED
selur likkistur og annast um
utíarir. Allur úihúnaður sá bestl.
Ernfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteina
843 SHERBROOKE ST.
Phone 74-7474 Winnipeg
MALLON OPTICAL
405 GRAHAM AVENUE
Opposite Mcdical Arts Bldg.
TELEPHONE 927 118
Winnipeg, Man.
Union Loan & Investment
COMPANY
Rental. Insurance and Financial
Agents
Sími 92-5061
508 Toronto General Trusts Bldg.
COURTESY TRANSFER
& Messenger Service
Flytjum kistur, töskur, húsgögn,
píánós og kæliskápa
önnumst allan umbúnað á smásend-
ingum, ef óskað er.
Allur fltuningur ábyrgðstur
Sími 526 192 1096 Pritchard Ave.
Eric Erickson, eigandi
Halldór Sigurðsson
lc SON LTD.
Contractor & Bullder
•
526 ARLINGTON ST.
Sími 12-1212
BALDWINSON’S BAKERY
749 Ellice Ave., Winnipeg
(milli Simcoe & Beverley)
Aliar tegundir kaffibrauðs.
Brúðhjóna- og afmæliskökur
gerðar samkvæmt pöntun
Sími SUnset 3-6127
Vér verzlum aðeins með fyrsta
fiokks vörur.
Kurteisleg og fljót afgreiðsla.
TORONTO GROCERY
PAUL HALLSÓN, eigandi
714 Ellice Ave. Winnipeg
TALSIMI SUnset 3-3809
GRAHAM BAIN & CO.
PUBLIC ACCOUNTANTS and
AUDITORS
874 ELLICE AVE.
Bus. Ph. 744558 __ Res. Ph. 3-7390
1
Off. Ph. 74-5257 700 Notre Dame Ave.
Opp. New Matemity Hospital
NELL’S FLOWER SHOP
Wedding Bouquets, Cut Flowen
Funeral Designs, Corsages
Bedding Plants
Mrs. Albert J. Johnson
Res. Phone 74-6753
VÍSA
sem sagt er, að sé frá
siðaskiftunum
Danskurinn hefir dindil og horn.
dauf er þessi hans nýja trú;
Sárt er það ef siður forn
svíkst úr voeu landi nú.
(Sögn Lárusar Thorarensen d.
1912, —í Sunnanfara)
—
I
MANITOBA AUTO SPRING
WORKS
CAR and TRUCK SPRINGS
MANUFACTURED and REPAIRED
Shock Absorbers and Coil Springs
175 FORT STREET Winnipeg
— PHONE 93-7487 —
.........................r1
Myndabok um R e y k j a-
vík, sem kostar aðeins $2.00,
Ensk—íslenzk orðabók, G. T.
Zoega $7.00; Dulsagnir II. $3.75;
Öndvegissúlur, með teikningum
eftir frú Laufy Vilhjálmsdóttir,
(móðir Próf. Finnboga Guð-
mundssonar), falleg bók og góð,
kostar aðeins $1.50.
Kirkjusöngsbók Sigfúsar Ein-
arssonar og Páls ísólfssonar --
270 sálmalög $7.85.
BJORNSSONS BOOK STORE
763 BANNING ST. WPG,. 3.
* * ★
Umboð Heimskringlu á Lang-
ruth hefir Mrs. G. Lena Thor-
leifson góðfúslega tekið að sér.
Eru áskrifendur blaðsins beðnir
að afhenda henni gjöld og yfir-
leitt greiða fyrir starfi hennar
eins og hægt er.
Hafið H0FN í Huga
ICELANDIC OLD FOLKS
HOME SOCIETY
— 3498 Oslet Street —
Vancouver 9, B. C.
GUARANTEED WATCH, & CLOCR
REPAIRS
SARGENT JEWELLERS
H. NEUFELD, Prop.
Watches, Diamonds, Rings, Cloeks,
Silverware, China
884 Sargent Ave.
Ph. SUnset 3-3170
GILBARTFUNERAL
, HOME
- SELKIRK, MANITOBA -
J. Roy Gilbart, Licensed Embalmei
PHONE 3271 - Selkirk *
S.---------------------