Heimskringla - 27.02.1957, Side 2
2. SIÐA
HEIMSKRINGL*
WINNIPEG, 27. FEBR. 1957
!iii-
<rnu
856-855 Sargent Ave.. Winnipcc 3. Man. Canada Phone SPruce 4-6251
-mu. ■ ^urmt.
’-orp. VIKTMI
f'he Presí-
H>tk
Utiinhsjti
fru"
rltstj'.
ÍEIMS
. ai'luiam
-'53 Sargent A>
« EINARSSOr
''argen
HEIMSKRINGLA is published by THE VIKING PRESS LIMITED
and printed by VIKING PRINTERS
>56-855 Sargent Ave., Winnipeg 3, Man. Canada Phone SPruce 4-6251
Authorlaed oa Secortd Clctas Mcdl—Poat Offlce Dept.. Ottawa
WINNIPEG, 27. FEBR. 1957
Á KAMBABRÚN
RÆÐA vFORSETA, V. J. EY-
LANDS VIÐ SETNINGU 38.
ÁRSÞINGS ÞJÓÐRÆKNISFÉ-
LAGSINS
Winnipeg, 18. febrúar 1957
Góðir áheyrendur:
Á sólbjörtum sumardegi getur
naumast fegurra útsýni á landi
feðra vorra, íslandi, en það er
blasir við augum á Kambabrún
í Árnessýslu. Þar eru menn bók-
staflega talað, staddir á ofurháu
fjalli, og sjá þaðan mikla dýrð.
Þar breiða sig fram undan, í
austri og suðri hinar blómlegustu
sveitir íslands- Grænar grundir
og hæðadrög liggja eins og landa
bréf fyrir fótum vegfaranda, og
það er sett rauðum og hvítum
deplum hér og þar. Eru þetta
reisulegir sveitabæir, oftast
mjallhvít steinhús með rauðum
þökum. Hvítá, sem er eitt mesta
vatnsfall á fslandi, fellur í mjúk
um bugðum um þessar litríku og
fögru sveitir, og leggur leið sína
til sjávar í breiðum ósi, sem einn-
ig sést í fjarlægðinni eins og
fagurt fjarðarmynni. En Hvítá
er ekki öll þar sem hún er séð,
og ekki ávalt eins hægfara eða
lygn eins og hún er á þessum
slóðum. Hún kemur undan risa
liáum jöklum inn á hálendinu,
og á leiðinni gleypir hún í sig
ýmsar stórár, svo að þær hætta
að vera til. f Hvítá er Gullfoss,
eitthvert hið mesta náttúru-und- j
ur Evrópu. Fyrir neðan Gullfoss
fellur áin í djúpum stokkum með
stríðu og þungu straumfalli og
miklum hávaða. En að lokum fer
fyrir Hvítá eins og systrum!
hennar, sem hún sogar í sig hér;
og hvar á leið sinni. Áður en j
leiðin er öll breytir hún bæði
stefnu og nafni, og fellur loks
til sjávar undir öðru nafni en því,
er hún bar lengst, og um allt ró-
legri og spakari í förum. ÞaS eru |
aðeins nokkrir síðustu áfangar,
árinnar, sem sjást af Kamba-
brún.
Menn kunna nú að spyrja:|
Hvaða erindi á þessi landafræðis-,
lexía inn á þjóðræknisþing hérj
vestur í Winnipeg? Eg svara því
cg segi að hér sé ekki aðeins um
lexíu að ræða úr landafræði ís-
lands, heldur dæmisögu, semj
hljóðar upp á félag vort- Egj
hugsa mér, að vér, sem hér erumj
staddir til að halda þjóðræknis-
þing í 38. sinn hér vestan hafs,
nemum staðar á eins konar
Kambabrún í annarlegri merk-
ingu. Þjóðræknisfélagið er eins
konar Hvítá, sem hefir veitt frjó
magni íslenzkra erfða yfir byggð
ir og bú Vestur-íslendinga í hart
nær 40 ár. Eins og Hvítá á sér
uppsprettu undir 'háfjöllum ís-
lands, svo getur og félag vortj
rakið sögu sína—sýnt fram á
aðrennslið—allt frá upphafi land
námssögu vorrar. Eins og Hvítá
er mjög mismunandi að útliti og
straumþunga á ýmsum stöðum á
hinum langa farvegi sínum, fell-
ur stundum fram með fossadin
og flúðahjali, en stundum mjög
hægt og hávarðalaust, einkum
þegar nær ósum dregur, svo er
það og um félag vort. Ýmsir
þættir sögu þess eru litríkir eins
og Gullfoss í sólskini og stund-
um eru iðuföll og mikill hávaði,
en svo er aftur logn og ládeyða.
Hinar mörgu ár, sem Hvitá dreg
ur til sín á leiðinni til sjávar, eru
lífgjafar hennar. Svo er það og
um deildirnar mörgu, sem mynda
þetta félag vort; þær eru félagið.
Þjóðræknisfélag íslendinga í V.-
heimi, er ekki í Winnipeg, það
er ií öllum byggðum vorum þar
sem deildir eru starfandi. Ef
aðrennslið þrýtur að Hvítá, verð
ur hún næsta Iítil. Ef að deildir
Þjóðræknisfélagsins tærast upp,
þá eru dagar félagsins taldir.
Þess vegna er oss hollt að nema
staðar á þessari Kambabrún og
litast um. Áin er sem einn sam-
felldur þráður, og ekki hægt að
afmarka neinn sérstakan spöl.
Þannig er saga þessa féiags eins
og elfan, sem að ósi streymir.
Það er ekki nýtt vatn í ánni á
neinum tilteknum stað, og ekki
heldur neitt nýtt efni í sögu
þessa félags, heldur er það fram
haldssaga.
Er vér nú nemum staðar á
Kambabrún þess 38. þjóðræknis
þings, og horfum á þann spöl ár-
innar, sem við augum blasir, 'hvað
sjáum vér þá? Jú, vér sjáum ofur
litla kvísl, sem rennur næsta
hljóðlaust og feimnislega um
Iremur hrjóstugt land. Stundum
virðist engu líkara en að frum-
skógarnir hafi gert samning með
sér um að fela og gleypa þessa
litlu þjóðræknissprænu fslend-
inga í Ameríku. Menn spyrja:
Er ekki tími til kominn að Þjóð
ræknisfélagið fari að eins og
Hvítá, og breyti um stefnu og
nafn? Eða er það of seint? Erum
vér þegar komnir út undir ósa,
og um það bil að hvera í ómælis
haf hinnar verðandi heimsmenn
ingar vestan hafs? Það er sagt
að sjór sé ósaltur langt á haf út,
þar sem Hvítá fellur til ósa.
Hvaða áhrif skyldi Þjóðræknis-
félagið hafa haft þegar saga þess
er öll, eða íslenzka þjóðarbrotið
’/estan hafs? Það er önnur saga,
sem ekki verður rakin hér, enda
yrði það ekki saga heldur spá-
dómur enn sem komið er.
Ýmsum %nun finnast að æsku-
fjörið sé 'horfið úr þessu félagi
voru. Þessi Hvítá ryðst ekki
fram með dunum og dynkjum,
eins og í gamla daga,,þegar ris-
amir voru uppi. Hið umliðna ár
hefir verið tímabil lítilla átaka
og lítilla framkvæmda, sem hægt
sé að hrósa sér af. En engu að
síður hefir verið haldið í horf-
inu, og er það í sjálfu sér góðra
gjalda vert.
Áður en lengra er haldið, er
rétt og maklegt að geta þeirra
meðlima félagsins, sem látizt
hafa á árinu: Hinn háæruverð-
ugi fyrrv. landstjóri Canada:
Jarlinn af Athlone; heiðurs-
verndari félagsins; Dr. Sigurður
Júlíus Jóhannesson, heiðursfé-
lagi; Jón M. Gíslason, Morden;
Oddur Swanson; Bjarni Árna-
son; Jóhann Pétursson; Bjarni
'ikagfjörð, allir frá Selkirk;
?riðrik P. Sigurðsson, Árborg;
Ijörtur Bergsteinsson, Craik,
ask.; séra Guttormur Guttorms
on; Chris Halldórsson, þingm.;
feigur Sigurðsson, Red Deer;
Irs. Margarét J. Benedictson,
vnacortes, Wash.; Mrs. J. E.
ailbraith; Mrs. Anna Ólafson;
>ddur Brandson, Ludvig Hólm;
ónas Þorvarðsson, Winnipeg:
'riðfinnur Einarsson, Gimli.
Stjórnarnefndin hefir haldið
allmarga fundi á árinu; hafa
þeir flestir verið haldnir á bæki-
stöð nefndarinnar í skólahúsinu
gamla á Home Street. Hefir
nefndin fjallað um hin venju-
legu starfsmál, og þau sérmál
sem til hafa fallið, á milli þinga.
Hin venjulegu starfsmál hafa,
eins og að undanförnu, verið út-
breiðslumálin, fræðslumálin og
samvinnumálin við ísland. Hefir
nefndin leitast við að efla þessar
starfsgreinar eftir mætti, en orð-
ið minna ágengt en æskilegt
hefði verið, einkum að því er
snertir útbreiðslumálin. En auk
nefndarinnar hafa einstakir
menn, sumir meðlimir stjórnar-
nefndarinnar, og aðrir, látið
nokkuð til sín taka á þessum
sviðum, og orðið töluvert ágengt.
Þess skal getið, að heimför vara-
skrifara, Finnboga Guðmunds-
sonar prófessors til fslands á ár-
inu, var mikill skaði fyrir félag
ið hér vestra. Finnbogi hafði
dvalizt hér vestra rúmlega ’hálft
fimmta ár og reynzt ötull starfs-
maður félagsins. En með heim-
för hans höfum vér eignast góð-
an talsmann á ættjörðinni. Und
anfarna mánuði hefir hann starf
að að því að sýna kvikmynd þá
hina miklu, sem hann og Kjartan
Ó. Bjarnason, myndatökumaður
frá Kaupmannahöfn, tóku víðs-
vegar hér vestan hafs. Hefir Finn
bogi ferðast með mynd þessa
víða um landið, talað fyrir henni
og skýrt hana fyrir áhorfendum.
Hefir myndinni verið vel tekið
um land allt og hún aukið mjög
þekkingu heimaþjóðarinnar á oss
hér vestra. Þá hefir Finnbogi
gefið út bók, sem harin nefnir—
P'oreldrar mínir. Er þar um að
ræða safn nokkurra ritgjörða
eftir Vestur-íslendinga um þetta
hugþekka efni. Er bókin öll hin
prýðilegasta að frágangi, og út-
gefanda til hins mesta sóma. Á-
varpserindi, sem forseti félags-
flutti í Ríkisútvarp íslands í
sumar sem leið, þakkaði hann
Finnboga í nafni félagsins fyrir
störf hans hér vestra, og óskaði
honum allra heilla. Veit eg að
þingheimur tekur undir þær árn
aðaróskir heilum huga.
Eins og áður hefir dr. Richard
Beck, fyrrverandi forseti félags
ins, stutt starf þess með ýmsum
hætti, og haldið áfram þjóðrækn
is- og landkynningarstarfsemi
sinni á öðrum sviðum. Hann
flutti kveðjur félagsins og for-
seta þess á lýðveldishátíðinni á
Mountain, N. Dak., er hann
stýrði. Ennfremur átti hann sam
vinnu við stjórnarnefnd félags-
ins um heimsóknir og ræðuhöld
þeirra Tómasar Guðmundssonar
skálds, séra Jóns Þorvarðssonar,
og Steindór^ Steindórssonar yfir
kennara, og ráðstafaði ferðum
þeirra og ræðuhöldum í Norður
Dakota í samráði við forráða-
menn þjóíjræknisdeildarinnar
‘Bárunnar’, og aðra byggðarbúa.
Hann hefir einnig á starfsárinu
haldið fjölda af ræðum um nor-
ræn og íslenzk efni, meðal annars
flutti hann fyrirlestra um ís-
lenzkar bókmenntir á ríkishá-
skólanum í Kansas, Lawrence,
Kansas, og á ríkisháskóiarium í
Utah í Salt Lake City, erindi um
norræna menningu í ársveizlu
Félags norrænna manna í Kansas
City, Missouri, og ávarp um varð
veizlu íslenzkra erfða á samkomu
íslendinga i Los Angeles. Núna
um hátíðaleytið var útvarpað eft
ir hann af segulbandi yfir ís-
lenzka Ríkisútvarpið erindum
um þá skáldin Þorstein Þ. Þor-
steinsson, og dr. Sigurð Júlíus
Jóhannesson. Má í því sambandi
geta þess að hann flutti nýlega
eitt þúsundustu ræðu sína eða
erindi á samkomum í Bandaríkj
unum, Canada og á Norðurlönd-
um síðan hann kom til ríkishá-
skólans í Norður Dakota, haust-
ið 1929, og hefir allur þorri af
þeim ræðum fjallað um íslenzk
og norræn efni. Og fjölmargar
eru þær ræðurnar, sem hann hef
ir á því tímabili flutt á’ vegum
^Þjóðræknisfélagsins, beint og ó-
beint. Hann hefir einnig, á um-
ræddu ári ritað mikið um íslenzk
efni beggja megin hafsins. í
haust kom út í Reykjavík ljós-
prentuð önnur útgáfa af þýðinga
safninu “Icelandic Lyrics”, er
harin safnaði til og út kom 1930,
en sú bók, sem selst hefir í þús-
undum eintaka og borið hróður
islenzkra skálda víða um lönd,
befir lengi verið uppséld. Af
nýjum ritgerðum hans á ensku
um íslenzk efni ná nefna allítar- í
lega grein um Stephan G. Steph-
ansson, er kom í sumar í tíma-
ritinu “American Scandinavian
Review í New York, og yfirlits-
grein um ísland í alfræðiritinu
The World Book Encyclopedia,
cem notuð er í skólum um öll
Bandaríkin og víðar um lönd.
Fyrir nokkrum árum minntist
forseti á það í ársskýrslu sinni f
að þá væri verið að undirbúa
linguophone plötur í íslenzku,
sem á sínum tíma myndu reynast
hið bezta hjálparmeðal við byrj-
endanám í íslenzku. Nú eru þess
ar plötur tilbúnar, og komnar í
eigu félagsins fyrir milligöngu
féhirðis, Grettis Leo Johannsons
og Bjöms Björnssonar, sem lét
gera plöturnar í Lundunum. Hef
ii stjórnarnefndin gert nokkrar |
tilraunir til að skipuleggja náms
skeið í íslenzku fyrir börn hér
í Winnipeg, en 'því miður hefir
það ekki tekist enn sem komið
er. Bera foreldrar við miklu ann-
ríki barna og unglinga, bæði við
skólanám, leiki og aukanáms-
greinar svo sem hljómlist o.fl.
Vafalaust er mikið til í þessu.
En það kemur að litlu gagni þótt
íélagið eða deildir þess útvegi
verðmæt hjálpargögn til ís-
íenzkunáms hvort heldur það
eru bækur, eða hljómplötur, ef
ekki er hægt að vekja foreldra
og börn til meðvitundar og gagn
og gildi þessa náms, og fá fólk til
að leggja nokkuð á sig í þessu
efni. Vonandi er aðstaðan í þess-
um efnum betri annarstaðar eh í
Winnipeg, og er þá vel íarið.
Hinar ýmsu starfsgreinar fé-
lagsins eru fléttaðar saman þann
ig að það er oft erfitt að skil-
greina þær hverja fyrir sig.
Gagnkvæmar ferðir á milli ís-
Iands og Vesturheims færast nú
mjög í vöxt, en slík ferðalög
hafa bæði bein og óbein áhrif
bæði á útbreiðslumálin og
fiæðslumálin. Á árinu hafa verið
all örar samgöngur á milli ætt-
landsins og vor, vestmanna. Er
þar fyrst að minnast Kristjáns
Albertssonar, rithöfundar, sem
heimsókti oss fyrir ári síðan á
þjóðræknisþingi. Mun þess lengi
minnst hversu hann hreif hugi
þeirra er á hann hlýddu bæði
með málsnild sinni og aðlaðandi
iramkomu á annan hátt. í um-
sögninni um starfsemi dr. Beck's
var vikið að heimsókn þeirra
T'ómasar Guðmundssonar skálds, í
séra Jóns Þorvarðssonar prests|
frá Reykjavík, og Steindórs
Steindórssonar, yfirkennara við;
Menntaskólann á Akureyri. —,
Heimsókn þeirra Tómasar skálds^
og séra Jóns var með slíkri;
skyndingu að menn vissu naum- j
ast af því fyrr en þeir voru farn j
ir aftur, enda dvöldu þeir hér í.
bænum aðeins nokkra klukku- j
tíma. Samt mun kvöldstundin I
sem við áttum með þeim í Sam-
bandskirkjunni mörgum minnis
stæð, vegna hins hugljúfa og
óramatíska kvæðalesturs skálds-
ins, og hins fróðlega og snjalla
erindis sem séra Jón flutti. Rit
ari félagsins, frú Ingibjörg Jóns
son þakkaði gestunum komuna
með faguryrtri ræðu. Steindór
yfirkennari dvaldi hér í borg-
inni í nokkra daga, hélt -hér sam-
komu, öllum til ánægju og fróð-
leiks er hana sóttu. Forseti fór
með honum til Gimli; heimsótti
hann elliheimilð Betel og flutti
þar erindi. Einnig flutti hann
erindi og sýndi myndir fyrir al-
menning í bænum þá um kvöld-
iS; aðsókn var fremur dauf, en
hinn,bezti rómur gerður að máli
kennarans. Er heim kom, sendi
Steindór forseta félagsins bréf
með ávarpi til þjóðræknisfélags-
ins. Er ávarpið þess eðlis að eg
tel rétt að fara með það nú í
byrjun þings, en það hljóðar svo:
“Kæru landar—Skyndiheimsókn
mín til yðar s.l. haust færði mér
heim sanninn um það, að það er
raunar aðeins til að vekja upp
löngun til nánari kynna að dvelj
ast svo skamma hríð á ykkar veg-
um. En viðtökur þær, sem eg
naut, leggja mér þá ljýfu skyldu
á herðar að senda ykkur nú
stutta kveðju á ársþing ykkar,
kveðju, sem þó einungis er til
þess að þakka fyrir síðast.
‘Þótt þú langförull legðir
sérhvert land undir fót,
ber samt hugur og hjarta
sjálfs þíns heimalands mót.’
sagði Klettafjallaskáldið fyrr-
um. Þessi ummæli skáldsins
kíæddust holdi og blóði í reynzlu
minni á ferðalagi mínu um Am-
eríku, s.l. haust. Á allri minni
leið, austan frá Atlanzhafi og
vestur til Kyrrahafs, norðan frá
Gimli við Winnipeg vatn og suð
ur til Spanish Fork í Utah var
reynzlan hin sama. Allstaðar
báru fslendingar mót heimalands
:ns gamla, og það jafnvel þótt
tapað hefðu þeir tungutaki for-
feðra sinna. Hlýjan á hai^dtak-
inu og gestrisnin íslenzka var
allstaðar söm við sig, og þar sem
eg skyggndist um starfssvið
þeirra var það ljóst að þar hafði
islenzk eljusemi verið að verki.
Mér virtist sem margt hið bezta
sem til er í líslnzkri þjóðarsál
befði skírst og þroskast enn bet-
ur meðal hinna íslenzku land-
nema og niðja þeirra í Vestur-
heimi, en heima á ættlandinu.
Eg lét þess getið í erindi sem
eg flutti í Winnipeg, að eg
hefði fundið til þess með nokkru
stolti, að þið hefðuð gert ísland
stærra, með landnámi og störfum
í Vesturheimi. Þegar eg nú horfi
aftur yfir farinn veg og reynzlu
mína og kynni af Vestur-íslend-
ingum verður þessi tilfinning
enn ljósari en áður. Hver og einn
sem nokkur kynni hefir af þess
um hlutum, hlýtur að fyllast að-
dáun á því, hversu hinn fámenni
hópur íslendinga í Vesturheimi
hefir markað skýr spor og látið
sjást áþreyfanlegar minjar starfs
síns í hinni víðlendu og fólks-
mörgu heimsálfu.
Forfeður vorir á Norðurlönd-
um fóru ií víkingu og hjuggu
strandhögg þar sem þeir komu
að landi og þóttu hvarvetna vá-
gestir miklir meðal strand-
byggja um vestanverða Evropu.
Sagnir og kvæði hafa geymst um
herferðir þeirra, en varanleg
rnerki hafa þeir lítt eftir sig lát-
ið, sem vænta mátti, svo sem að-
ierð þeirra var. Þegar íslend-
ingar fóru til Vesturheims var
ferð þeirra harðla ólík siglingu
víkinganna forfeðra þeirra. Þeir
fóru með friði. Þeir herjuðu
ekki landsólkið, en með þrot-
lausri elju og erfiði gerðu þeir
sér jörðina undirgefna, og með
vopnum gáfna sinna og mann-
kosta ruddu þeir sér til rúms með
al framandi þjóða, og reyndust
þar svo liðtækir, að ekki varð ja
því komist að veita Þeim atiiyS 1
og og kveðja þá til hinna vanda
sömustu starfa. Og sæti þeirra
bafa hvarvetna reynzt vél skip-
uð.
Vesturheimi ‘hefir tekið sér það
hlutverk á hendur að vernda og
viðhalda þeim arfi, sem landnem-
arnir íslenzku fluttu vestur um
haf, og niðjar þeirra hafa síðan
ávaxtað drengilega og dyggi-
lega. Með því hefir félagið tekist
á hendur ábyrgð og mikinn
vanda, en starf þess um áratugi
hefir sýnt, að það er vandanum
vaxið.
Tímar breytast, nýir starfs-
hættir og ný viðhorf koma með
nýjum tímum, ein kynslóð tekur
við af annari. Því lögmáli hlýtur
félagsskapur yðar að lúta sem
aðrir. En allt um það heizt mark
miðið óbreytt: verndun hins ís-
ienzk arfs með þeim hætti, sem
| hezt hentar hverjumtima. Þetta
1 starf er síður en svo eingöngu
unnið fyrir Vestur ísiendinga
ema, það er engu síður unnið
fyrir okkur sem búum heima á
gamla Fróni, og úr undarlegum
steini má sá íslendingur vera
gerður sem ekki fagnar því starfi
og vill rétta því hjálpandi hönd.
Að endingu flyt eg þióðrækn-
isfélaginu og þingi þess alúðar-
kveðju, og óska því og öllum ís-
lendingum vestan hafs farsældar
cg heilla í störfum sínum.
Steindór Steindórsson
frá Hlöðum”.
Tel eg sjálfsagtað þingið vilji
votta Steindóri kennara þakkir
og senda honum kveðjur sinar í
tilefni af þessu athyglisverða og
\ ingjarnlega bréfi.
En vér höfum ekki aðeins
íagnað gestum rá íslandi, held-
ur hafa og ýmsir á meðal vor
farið til íslands á árinu. Þetta
fólk hefir dvalið þar lengri eða
skemmri tíma, og komið svo atur
hingað vestur flytjandi með sér
fróðleik og velvildarhug til ætt-
lands og erfða. Björn Sigur-
björnsson og Helga kona hans
fóru í skyndiheimsókn til ís-
lands í fyrrasumar, og sömuleið-
is þær Ingibjörg Bjarnason, og
Helen Jósephson. Hefir þetta
fólk sýnt fagrar litmyndir frá
ferðum sínum 0g flutt erindi víðs
vegar fólki til fróðleiks og á-
nægju.
Forseti var einnig staddur á
íslandi um fimm vikna skeið i
fyrrasumar. Enda þótt að sú
ferð væri farin einkum í kirkju-
legum erindum, flutti hann víða
ávörp og kveðjur frá Þjóðrækn
isfélaginu. Þjóðræknisfélag ís-
iendinga í Reykjavík hélt honum
og konu hans kveðjnsamsæti
skömmu áður en þau lögðu af
stað heimleiðis, og samdægurs
flutti hann erindi í Ríkisútvarp
íslands, þar sem hann mælt m.
annars á þessa leið:
“Allmikill fjöldi Vestur-ís-
lendinga heimsækja Island á
hverju ári, mörgum þar vestra er
ísland enn landið helga, sem
stendur í ljómandi minningu-
æskuáranna. Þeir sem koma
bingað að vestan finna ekki leng-
ur það land eða þá þjóð, sem feð
urnir töluðu um á frumbýlingsár
unum vestra. Þeir námu land-
spíldu í Canada, og nefndu Nýja
Island. Nú skilst mönnum sem
koma þaðan hingað, að Nýja ís-
iand er ekki í Canada, það er
hér. “Sjá, allt er orðið nýtt”, má
vissulega segja um þetta land.
framfarir þess á sjó og landi og
í lofti. Þessu fagna fslendingar
vestan hafs. Við, sem hér höfum
dvalið í sumar þökkum fyrir all-
an kærleika og gestrisni sem við
höfum notið hér; við biðjum góð
an Guð að blessa ísland og ís-
iendinga; við biðjum þess að and
legur þroski þjóðarinnar megi
ávalt haldast í hendur við hina
tæknilegu þróun, og að hér megi
ávalt verða gróandi þjóðlíf með
þverrandi tár, sem þroskast á
Guðsríkisbraut.”
í>egar vér nú nemum staðar á
Kambabrún þessa þjóðræknis-
Þings, er það margt sem fyrir
sugun ber i íslenzku félagslíf-
inu hér vestan hafs. Margt bend-
ir til þess að einstaklings fram-
tak landans njóti sín nú ekki síð
ur en áður. Ýmsir af þjóðflokki
vorum hafa rutt sér braut til al-
mennrar viðurkenningar og vel
gengni. En skrá yfir allt slíkt til-
heyrir fremur annálaritum, en
skýrslu forseta þjóðræknisfélags
ins, og skal því ekki farið frekar
útí það mál hér. En sem kunnugt
er, er nú annáll ársins prentaður
í tímariti félagsins, og annast dr.
Beck það starf.
Það hefir verið sagt um okkur
Vestur íslendinga að við skemmt
um okkur vel á mannfundum
okkar og félagsþingum, en að við
tökum mál okkar ekki mjög föst
um tökum, og leggjum ekki mik
ið í sölurnar yfirleitt þeim til
framdráttar. Nú er vissulega
ekkert athugavert við það að
menn skemmti sér vel, og eg