Heimskringla - 13.03.1957, Blaðsíða 4

Heimskringla - 13.03.1957, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRIMGLA WINNIPEG 13. MARZ 1957 FJÆR OG NÆR MESSUR í WINNIPEG Tvær guðsþjónustur fara fram i Fyrstu Sambandskirkju í Win- nipeg n.k. sunnudag, 17. marz, kl. 11 f.h. á ensku og kl. 7 e.h. á íslenzku. Annan mánudag ihér trá 25. marz biður stjórn safnaðarins, alla safnaðarmeð- imi á kvöldverð og safnaðarfund, kl. 6:30. Vonast er að allir, sem heyra söfnuðinum til geti sótt þennan fund. ★ • * * SKEMTIFUNDUR Deildin Frón efnir til skemti- fundar í Sambandskirkjunni á mánudaginn 18. marz, n.k. kl. 8:30 e.h. til skemtunar sýnir ung frú Ingibjörg Bjarnason litmynd ir, sem hún tók á íslandi í fyrra sumar og hlotið hafa einróma lof þeirra fáu sem hafa séð þær. Einnig hefir Ragnar Stefáns- son lofast til að skemta með upp- iestri, en hann á eins og margir vita fáa siína líka á því sviði. Vonast er til að fólk fjöl- menni á fundinn. Inngangur \erður ekki seldur, en samskot verða tekin. —Nefndin ♦ ★ W Dr. Richard Beck var nýlega fulltrúi ríkisháskólans í N. Dak. á tveim meiriháttar samkomum. Þriðjudagskvöldið, 26. febrúar var hann aðalræðumaður í árs- veizlu félags fyrrv. háskólastú- denta (Alumni Association) í Minot, N. Dak. Fjallaði ræða hans um sögu ríkisháskólanns, sem senn á 75 ára afmæli, um skuld ihans við fortíðina og skyld ur hans við samtíð og framtíð. Laugardaginn 2. marz sat dr. Beck ráðstefnu í Fargo sem ráðunautur erlendra stúdenta á ríkisháskólanum og var þar einn ræðumanna. Sóttu ráðstefnuna fulltrúar æðri menntastofnana í N. Dakota, S. Dakota og Min- nesota. The Jon Sigurdson chapter, I.O.D.E. will hold its' annual Birthday Party at the Federated church, Banning and Sargent, on Friday evening, March 22, at 8 p.m. There will be bridge, with íour nice prizes, and whist-play- in.g for those wiho enjoy that. There will also be two hand- some door prizes distributed and refreshments, mainly such Ice- xandic dishes as rullupilsa, pönnukökur, and kleinur. In charge of arrangements are Mrs. K. G. Finnson, convener, with Mrs. A. R. Wilson, Mrs. Hart, Mrs. P. Goodman and Mrs. Helgason. It has become a popular trad- ition for the friends and sup- porters of the Chapter to come together at the Birtlhday party and enjoy pleasant fellowship, and partake of the special Birth- day fare, which includes a Birth day cake donated every year by our organizer, former regent and now honorary regent, Mrs. J. B. Skaptason. The proceeds of the Birthday Bridge will go (o Betel Old Folks Home. Come and bring your friends to help us celebrate our Forty-first birthday. —H. D. ★ ★ ★ Frú Hólmfríður Danielson kom heim s.l. sunnudagskvöld frá Pilot Mound í suð-vestur Manitoba, þar sem hún dæmdi í þriggja daga samkeppni í leik- list og framsögn ljóða. í samkeppninni tóku þátt um 180 börn í framsögn, tólf flokkar í allt; tveir flokkar, 24 ungling- sr tóku þátt í “public speaking”, og seytján leikflokkar ^comu fram í fimm deildum—fyrsta deildin voru börn úr fyrsta bekk í skólum, og tvær síðustu deild- írnar voru fullorðið fólk. Þátt- takendur komu frá Manitou, Pilot Mound, Darlingford og nærliggjandi sveitum. Samkeppni af þessu tagi fer Prófið sión yðar — SPARIH $15.Ú0 Sendið nafn yðar, addressu og aldur. og við sendum þér Home Eye Tester, P nýjustu vörubók, rn. og fullkomnar uppl lýsingar. V*CTOMA OPTTCAL CO„ Dep». T-159 Í7L1A Tan«« $». Toronto 2, Onf. fram í ýmsum byggðum Mani- toba og leikflokkar sem skara fram úr hafa tækifæri til þess að taka þátt í aðal leiklistarsam- keppni Manitoba Drama League, sem fram fer síðar í vor. Héraðið í kring um Pilot Mound, sem nefnist Pembina Valley Drama Festival, stendur mjög framarlega í leiklist og framsögn ljóða, og byggðarfólk hefur mikinn áhuga á því að full komnast sem mest í listinni, svo að ár frá ári fer þeim mjög fram, ihúsfyllir var við hverja samkomu en þær fóru fram alla dagana og HERE NOW! ToastMaster MIGHTY FINE BREADI At your grocers J. S. FORREST, J. WALTON Manager Sales Mgr. PHONE SUnset 3-7144 MINMS7 BETEL í erfðaskrám yðar að kveldinu einnig. Inngangseyri fyrir allar samkomurnar nam alls $585.00. Þegar maður fréttir um svona áhuga og árangur í leiklist og framsögn, 'þá harmar maður aU allt slíkt skuli nú hafa lagst niður meðal fslendinga, sem áður fvrr stóð framarlega á því sviði og tóku hæstu verðlaun í leiksamkeppni Manitobafylkis, árið 1932. fjölskyldu aðstoð heilbrigðis þjónusta banka lán viðskifti vigt og mál leyfi VILDUÐ ÞÉR OSKA ÞESS AÐ LÆRA MEIRA UM CANADA? þegnrétt ellistyrk umferðareglur 1 - tímabelti ‘ Ef yður fýsir að vita meira um lífið hversdagslega í Canada, þurfið þér aðeins að biðja um upplýsingar, yður að kostnaðar- lausu. Canadian Citizenship deildin, sem er hluti af deild Citizenship og Immigration deildinni, hefir gefið út Handbók fyrir ný-borg- ara, sem gefur þeim mikið af nauðsynlegum upplýsingum um Canada og Canadamenn. * Ef þér hafið ekki enn fengið yðar eintak, þá fyllið út eyðu- blaðið sem hér fer á eftir, og postið til Canadian Citizenship Branch, Ottawa, Canada, postgjalds frítt. CANADIAN CITIZENSHIP BRANCH DEPARTMENT OF CITIZENSHIP AND IMMIGRATION, OTTAWA, ONT. Gerið svo vel og sendið mér eintak af Handbók fyrir ný-borgara í hollensku þýzku ítölsku frönsku ensku (MERKIÐ MEÐ X ^ HVAÐA MÁLl) Nafn og utanáskrift (Prentið nöfnin) Nafn ........................... Utanáskrift .................... % DEPARTMENT OF CITIZENSHIP AND LMMIGRATION /. W. PICKERSGILL Minister LAVAL FORTIER, Q.C. Deputy Minister

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.