Heimskringla - 26.06.1957, Blaðsíða 1

Heimskringla - 26.06.1957, Blaðsíða 1
LXXIÁRGANGUR FRÉTTAYFIRLIT OG UMSAGNIR STJÓRNARSKIFTI Stjórnarskifti fóru fram s.l. föstudag (21. júní) í Ottawa. Frá völdum fór liberal flokkurinn, undir forustu Louis St. Laurent nokkur síðustu árin, en hafði alls ráðið hér lofum og lögum i 22 ár. Nýja stjórnin er vígð var til valda í stað liberala, var hinn aldni conservative flokkur, sá ilokkurinn er hér kom allsherj- arstjórn á fót fyrir alt landið 1867, undir leiðsögu hins fræga Sir John A. Macdonalds. f þetta sinn sótti flokkurinn undir forustu nýs leiðtoga, er John Diefenbaker heitir og hina mestu frægðarför þykir farið hafa í kosningunum 10. júní. Fóru stjórnarskiftin fram á- minstan dag, er í pólitískri sögu landsins munu einhveija þýð- ingu hafa. Stjómarskifti þessi voru ó- vænt þrátt fyrir þó fáir muni syrgt hafa þó fyr hefðu orðið því löng stjórntímabil leiða ávalt til ills, blinds flokksvalds og ein- ræðis. Það sýnir nú oiurlítinn vott af því, að í efri deild Ot- tawa þingsins, sem þingmenn eru ekki kosnir í, eins og í Banda ríkjunum, heldur valdir af stjórn inni, eru nú nálega engir aðrir en liberalar. Eins er auðvitað með alla stjórnarþjónustu. Hún er lítið annað orðin en vagandi maðkaveita liberala—og máttar- stoðirnar í eru tvent — Frakkar og kaþólska, eins og mersýnlegt varð einnig af nýafstöðnum kosn Jngum, Annað sem fullyrða má um, ei' að viðskifti Canada hafa í ýms- um greinum beðið þann hnekki, eins og í hveitisölu—sem óvíst er að bót verði ráðin á í hasti nú orðið—og þar horfir blátt áfram til að í strand reki, með einn fremsta atvinnuveg landsins, nema hin nýja stjórn finni þar ■ bjargráð. Og sama er um dýrtíðina að segja, *er stelur um 50 centum af hvet jum dal, sem menn kom- j a?t yfir, borið saman við verð-j gildið fyrir fáum árum, og allir tapa á nema gróðaselirnir sem flesks pundsins krefjast, í hækk- andi vöruverði eða dýrtíðar kaup hækkunar. Þeim sem stjakað hef ir verið frá því borði, eins og bændum og almenningi, hafa ekki hlotið^ hækkandi tekjur í samræmi við dýrtfðina, leggja til þetta 50 centa tap á dollarnum til þess að skapa gróðamönnum þjóðfélagsins og sér hlunninda- stéttum þessa árgæzku, sem hér er básúnað um og liberaistjórnin hefir alið sig á, og dilkar henn- ar s.l. 22 stjórnar ár þeirra íCan- ada. Það er engin furða þó að í ný- afstöðnum kosningum færi eins og raun varð á, og þjóðin vildi einhverjar bætur á þessu reyna. í fögru ávarpi til Canada þjóð ar daginn eftir embættis*eiðtöku stjórnarinnar, komst Diefenbak- tr þannig að orði, að hann mundi kosta kapp um að koma i framkvæmd helztu nauðsynja- málum landsins, sem upp á sker hefðu borið án tillits ti! flokks- mála. Hann lofaði að helga starf sitt allri þjóðinni, en ekki aðeins cinum flokki eða stétt í þjóðfé- laginu. Á sunnudagskvöld lögðu for- seta hjónin Mr. og Mrs. John Diefenbaker af stað til Eng lands, ásamt einum eða tveimur úr hinu nýja ráðuneyti á sam- veldisfund, er hófst 24. júní. Kvaðst hann fara þangað til að sjá hverju komið yrði til leiðar i viðskiftamálum, þar á meðal hveitisölumálinu. Gerði hann ráð fyrir að vera kominn til baka 6. júlí. í fjarveru forsætisráðherra John Diefenbaker, verða stjórn- málin í Ottawa 1 höndum How- ard Green ráðherra. NÝJA RÁÐUNEYTIÐ Seytján þingmenn unnu em- bættiseið sinn s.l. föstudag, í hinu nýja ráðuneyti conservative stjórnarinnar í Ottawa. Þeir voru: Einn frá Manitoba, einn trá Saskatchewan, einn frá Al- berta, þrír frá British Columbia, fimm frá Ontario, tveir frá Quebec, og einn frá hverju Aust- ur fylkjanna fjögra, Nova Scotia, Prince Edward Island, New Brunswick og Newfoundland. Forsætisráðherra og utanrík- isráðherra í bráðina: John Dief- heiðraður Dr. Watson Kirkconnell Dr. Watson Kirkconnell, for- seti Acadia-háskóla, var staddur hér vestra yfit síðustu helgi. í Manitoba-háskóla fór fram um þessar mundir fundur rithöf- tinda um alt land. Heiðraði há- tkólinn hér Dr. Watson Kirk- connell með doktors-nafnbót fyr ir bókmenta-starf hans. Árna ís- lendingar hér og hvar sem eru þessum góða vini sínum til heilla og þakka honum ávalt fyrir starf hans í þágu íslendinga og ís- lenzkra bókmenta. t-nbaker frá Prince Albert, Sask. Viðskiftamálaráðh.: Gordon Churchill, frá Suður-Winnipeg. Ríkisritari: Ellen Fairclough, frá Hamilton, Ontario. (Fyrsta kona í ráðuneyti Canada). Dómsmálaráðherra: Davie Ful ton,' frá Kamloops, British Co- lumbia. Fjármálaráðhr: Donald Flem- ing, frá Toronto, Ontario. Verkamálaráðherra: Howard Green, frá Vancouver Quadra, British Columbia. Veterans Affairs ráðh: A. J. Brooks, Royal, N. B. Flutningaráðherra: George Hees, Toronto-Broadway. Solicitor-General: Leon Bal- cer, Three Rivers, Ontario. Hermálaráðherra: Maj. Gen. G. R. Pearkes, Esquimalt, Bri- tish Columbia. Þjóðtekna: George Nowlan, DigbyAnnapolis-King. • Northern Affairs: , Douglas Harkness, Calgary, Alberta. Fiskveiða ráðherra: Angus Mac- lean, P. E. I. Verkamála: Michael Starr, frá Ontario. v Póstmeistari: William Hamil- ton, Montreal, Notre Dame de Grace. Ráðherrar án deilda: J. A. WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 26. JÚNÍ 1957 Macdonald, Toronto Greenwood og William J. Browne, St. Johns West. Einhverjir eru óvaldir enn í vissar stöður svo sem í akuryrkju málum, ennfremur getur orðið lítilsháttar breyting á þessu, er. forsætisráðherra Diefenbaker kemur til baka frá Englandi. Þing verður kallað saman snemma á haustinu. HINN NÝJI STJÓRNAR- FORMAÐUR CANADA John Diefenbaker hinn nýi stjórnarformaður Canada, er 62 ára. Hann er lögfræðingur frá Prince Albert, Saskatcrewan, og hefir verið þingmaður á Ottawa þingi í 16 ár. Hann er fæddur í Normanby Township í Grey- County í Ontasio. En til sléttu- fylkjanna fluttist hann átta ára gamall með föður sínum, John Diefenbaker, er var skólakenn- ari eystra, en nam land um 60 mílur norðvestur af Saskatoon, í Saskatchewan, er hann flutti vestur. Sonur hans vann hver önnuf drengja störf á heiíhilinu og aflaði sér með blaðasölu og öðru fjár til skólagöngu. Hann tók mentastigin B.A., M.A. og LL.B. á háskólanum í Sask- atoon. Langa-langafi hans kom til þessa lands frá Holíandi og settist að á fyrra hluta síðustu aldar í “Muddy-York”, sem nú er Toronto. Sonur hans er því fjórða kynslóðin í þessu landi. En í móður ætt er hann af írskum ættum, er snemma settist að í Rauðárdalnum, en flútti til Ontario. Hann hóf lögfræðistarf að námi loknu og farnaðist það þeg- ar í byrjun, ágætlega. Árið 1940 sótti hann um þing- mensku í Lake Centre-kjördæmi og sigraði andstæðing sinn í fyrsta sinni með 250 atkvæðum. í næstu kosníngu, 1945, var meiri hluti hans orðinn 1,009, og 1949 3,422 atkvæði. En svo var kjör- dæmi þetta þurkað út 1952. Kaus Diefenbaker sér þá að sækja í Prince Albert, en þar höfðu lib- eralar um 9000 meirihluta at- kvæða. En Diefenbaker vann einnig þar með 3001 atkvæðis- meirihluta. Var það talsvert á orði í kosn- ingunum 10. júní, að það væn ekki einleikið, ef hið sama yrði nú uppi á tening og í Prince Albert 1953. Og einstöku menn svo djarfir að sjá, að ef Diefen- baker tækist ekki að sigrast nú á liberölum, yrði þess ekki af öðr- um að vænta. Á þingi hefir hann átt forustu að framkvæmdum ýmsra mála, sem samþykt hafa náð, þrátt fyr- ir þó Diefenbaker væri stjórnar- andstæðingur. og til funda sem þingið hefir til ýmsra staða sent fulltrúa, hefr Diefenbaker mjög oft verið kjörinn af hálfu síns flokks. Má þar til nefna fyrsta fund ‘Parliamentary Association’ i Ottawa, 1942 með þingmönnum frá Bandaríkja þingi; var hann formaður þess fundar. Á fundi þingfulltrúa í Bermuda, 194í>, var Diefenbaker einnig fyrir valinu héðan. Eins var á stofnfundi í Sameinuðu þjóð., í San Francisco árið 1945, ennfremur í Nato '55, og Ástralíu 1950. Af sigri hans í Prince Albert kosningunum, þar sem verka menn eru fjölmennir, sézt að Diefenbaker er fyrst og fremst vinsæll af alþýðu. Mun það því rétt vera, sem sagt er, að hahn liti á hvert mál raunverulega eins og efni sé til, en ekki frá flokks- sjónarmiði, sem heiminn er nú að gera vitlausann. Það mun vel mega sanna, að flokkspólitík sé hin raunverulega orsök erfið- leika heimsins, en ekki almenn- :ngur þjóðanna. Diefenbaker er giftur myndar- konu sem Olive heitir, ættuð frá Ontario. Móðir Diefenbakers er en á lífi, og er það talið sér- stakt því engin forsætisráðherra Canada hefir átt móður á lífi er hann hefir verið kosinn i það embætti. STARFS ÍSLENDINGS HÉR MINST Walter J. Lindal dómari f blaðinu Winnipeg Tribune, s.l. laugardag, var myndarlega skrifuð grein um W. J. Lindal dómara. Fjallaði hún einkum um starf hans í félagi erlendra rit- stjóra í þessum bæ, sem stofnað var fyrir sex árum og hann var hvatamaður mikill að og hefir stjórnað síðan. Hugmyndin með félagsmyndun þessari, var að kynna hér ritstjóra erlendra blaða og gefa þeir| tækifæri, að gera sér sameiginlega grein fyr- ir | starfi sínu og sem heppleg- ustum og beztum árangri þess. Persónulega hafa hverjum rit- stjóra orðið samtök þessa fá- menna félags til gagns og gamans. Og í heild sinni hefir hugmyndin útbreiðst og blöð í Ontario og víðar tekið hana upp. Hefir það eflt mikið kynningu, sem hagur hefir verið að fyrir alla aðila. Mai. Gcn. G. R. Pearkes, Ellen Fairclough Goi<lon Churdiill Defence Minister Secretary of State Alinistcr of Trade NÚMER 39. FORSÆTISRÁÐHERRAHJÓN CANADA OLIVE DIEFENBAKER JOHN DIEFENBA KER Stjórnar formaður Canada John Diefenbaker og frú hans eru nú stödd á Englandi. Erindi forsætisráðherrans var að sitja samveldisfund brezka ríkisins, er hefst þar í dag. Hefir canad- ísku gestunum, sem þangað komu s.l. sunnudag verið tekið með mestu virktum og setið í veizlum svo að segja uppihalds- laust og nú síðast í gær i boði hjá Elizabetu drotningu og i manni hennar. Geðjast þeim* er kynst hafa Diefenbaker vel að honum, telja hann ekki ólíklegan til eflingar samvinnu í viðskiftum milli Can ada og Bretlands. Segja blöð Beaverbrooks engan sem þau þekki líklegri til að vekja við- skiftin milli Breta og nýlend- anna af því móki sem yfir þeim hafi hvílt undanfarin ár—og sé það vel farið. Samlíf erlendra borgara í þessu landi er mikil vægt mál. Að einbeita sér í þágu framfara þessa lands og hafa sem mest not menningar innflytjenda, er það sem kept er að og velferð hinna mörgu þjóða hér hvílir á. Það er alveg ólíkt því, er á sér stað í landi, þar sem allir borg arar eru innfæddir. En það hefir líklega engum hér tekist betur að ráða þá gátu, hvernig útlend- ingar gætu orðið hér sem beztir borgarar, en W. J. Lindal dómara með bók sinni Canadian Citizen- ship. Hugmynd hans um það efni er að verða hin viðurkend- asta um það. Er vel farið að á þetta hefir verið minst af einu stórblaða þessa lands. OLÍA NORÐUR í HÖFUM í blaðinu Wynyard Advance, er frétt höfð eftir íslendingi, er jarðfræðilegar rannsóknir hefir með höndum í Norður-Canada, að á eyjum er liggi að Grænlandi í Norður-íshafi, geti verið um olíu í jörðu að ræða. íslendingurinn er dr. Roy Thorsteinsson, sonur Péturs lieit. Thorsteinssonar, stórbónda og merkismanns í Wynyard bygð Dr. Roy segir undir ábreiðu klak- ans norður þar vera sömu jarð- lagsmyndun og í Saskatchewan og Alberta og olíu eins líklega á eyjum þessum og þar. En hann er hræddur um að framleiðsla hennar þar verði um tíma kosnaðarmeiri, en í bygðu landi syðra. Staðir þessir eru um 2000 míl- ur norður af Winnipeg, sem Dr. Thor'steinson stundar rannsókn- ir sínar á sumrum. Þar er Eureka á Axel Heiberg-eyju, gróðursæl tyja og bygð, eins og fleiri eyjar vestur af Grænlandi eru. Sameinuðu þjóðirnar setja ofan í við Rússa Rannsóknarnefnd S. Þ. sem haft hefir til athugunar fram- ferði Rússa í Ungverjalandi, kveður upp mjög harðan dóm yfir Rússum. Telur nefndin, að Kadar stjórnin hafi framið ó- heyrilegan glæp á Ungverjum eftir skipunum og formálum Rússastjórnar. Með að beita þessa þjóð hernaði, vopn- lausa, væri eins ófyrirgefanlegur giæpur og hægt væri á að benda í sögunni framinn og fyrir það verði Rússar að gjalda. Rússar segja Sameinuðu þjóð irnar hafa framið lagabrot með því, að taka þetta mál og kveða upp þennan dóm yfir sér. Og ætli við það verði ekki látið sitja, eins og fyrri. GUÐMUNDUR THORKELL- SON Miðvikudaginn 19. júní andað ist Guðmundur Thorkeilson á spítalanum í Eiriksdale, 90 ára að aldri. Hann var einn síns liðs og hafði átt heima nokkra und- anfarna mánuði á Elliheimilinu á Lundar. Hann var fæddur á Stóruborg í Grímsnesi 6. des., 1866, og var sonur Þorkells Jóns- sonar bónda á Stóru borg og Ingi bjargar Torfadóttur, konu hans. Guðmundur ólst upp hjá foreldr- um sínum til fullorðins ára, en fluttist þá til Reykjavíkur og vai tvö ár við trésmíðánám. En það- an flutti hann aldamótaárið vest- ur um haf, og bjó hér úr því. Fyrsta árið dvaldi hann á Big Point við Manitoba-vatn, en það an flutti hann til Helga kaupm. Einarssonar, við Narrows og bjó þar þangað til um 1940, þegar Helgi flutti af landi sínu, keypti Guðmundur landeignina af hon um <3g bjó þar vel um sig. Lengi frameftir stundaði hannvfiski- veiðar á vetrum og trésmíði á sumrum, og þar að auki var hann um mörg ár póst afgreiðslumaður við Narrows. Hann giftist aldrei, og var sá eini af stórri f jölskyldu sem kom til þessarar heimsálfu. Systkini hans voru 16. alls. En eftir því sem nú er bezt vitað, á að- eins eina systir í Reykjavik á ís- landi. Síðustu 17 ár æfínnar bjó Guð mundur hjá nágranna sínum, Helga Kernested, þar til að hann fór á elliheimilið á Lun- dar, s.l. haust. En eins og áður er getið, andaðist hann á Eriks- dale spítala miðvikudag. 19. þ. m. Kveðjuathöfn fór fram frá sveitarkirkjunni í Vogar, laugar- daginn 22. þ.m. og jarðsett var í Darwin grafreit þar í bygð. Séra Philip M. Pétursson frá Winnipeg flutti kveðjuorðn.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.